Kaerleikshvetjandi blogg

laugardagur, október 29, 2005

Listakvöld í Leikhúskjallaranum.
LAUGARDAGUR 29 okt. Laugardagskvöldið 29. okt. kl 21.00 verður flutt ljóðadagskrá í Leikhúskjallaranumen höfundur kvöldsins er Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.Flutt verður efni úr tveimur bókum Aðalsteins Ásbergs; annars vegar Eyðibýlum sem kom út sl. vor og er með ljósmyndum Nökkva Elíassonar og ljóðum Aðalsteins; og hins vegar Romsubókinni sem kom út fyrir skemmstu og hefur að geyma fjölskylduvænan kveðskap, litríka langhunda sem höfundur kallar romsur. Flytjendur ásamt höfundi eru leikararnir Arnar Jónsson, Helga E. Jónsdóttir og Margrét Vilhjálmsdóttir, auk Sigurðar Flosasonar sem tónskreytir dagskrána.Sama dag og dagkskráin verður í kjallaranum koma út úrvalsljóðs með lestri skáldsins á geisladiski, en Sigurður Flosason tónskreytir þá útgáfu. Skemmtileg tímasetning þar sem þrjár nýjar ljóðabækur sama höfundar eru í sviðsljósinu samtímis.Ljóðadagskráin tekur um klukkutíma í flutningi. Á eftir ljóðadagskránni, um kl. 23 koma Pörupiltar á svið kjallarans en það eru vel þekktar leikkonur í gervi stráka og er dagskráin í senn ögrandi og skemmtileg.Miðaverð er einungis kr. 1000.Barinn er opinn og hægt er að versla sér veitingar eftir þörfum og einnig er hægt að kaupa smárétti fyrir smápening til að narta í meðan á dagskránni stendur. Leikhúskjallarinn- menningarsuðupottur…
Höfundur+
Jóna Rúna Kvaran
”Hugleiðing I

Eins og áður sagði erum við að fjalla um vináttuna og
gildi hennar í mannlegum samskiptum. Eins og við
vitum er alltaf gott að eiga einhvern vin sem maður
getur treyst. Því miður er alltof margir sem eiga
enga vini og eru afskaplega einmanna. Vinátta er
eitt besta form tengsla sem við getum myndað hvert við
annað. Í lífinu er eitt og annað sem við verðum að
horfast í augu við og reynist okkar mis þungbært eða
léttbært eftir atvikum. Þegar við erum lítil er
oftast auðvelt fyrir okkur að koma okkur upp heilli
tylft vina ef við viljum, og kannski fer ekki mikið
fyrir ýmsum örðuleikum, sem svo aftur síðar geta komið
fram í vinahópnum. Í æsku okkar er sjaldan langur
aðdragandi að vináttunni, og tengslin sjaldan flókin
sem betur fer. Við hittum kannski út á götu einhverja
krakka sem við horfum fyrst tortryggnu augnaráði á og
setjum hökuna sem næst bringu og snúum okkur kannski í
eins og einn eða tvo hringi, drögum djúpt andann og í
útblæstrinum sem myndast kemur eins og óvart, má ég
vera með og aftur er tekin einn auka hringur svona til
öryggis og við erum komin í hópinn. Síðan kemur að
því að við veljum eitt eða tvö börn út úr hópnum og þannig verða tengslin auðvitað mun nánari og auðvitað
tilfinningasamari. Eitt og annað verður til að
slettist upp á vináttuna eins og gengur. Hver manekki eftir sjálfum sér að vetri til í uppvextinum með
bláar kinnar og frostdropa á nefinu með grátstafina í
kverkunum að því að Anna vinkona var að gera óhugsaðar
tilraunir með snjókúlu sem hitti akkúrat á versta stað
náttúrulega og úr tárapokunum spruttu tár í allar áttir
sem engin leið var að stoppa. Við slík skilyrði er
gott að eiga pabba eða mömmu, afa eða ömmu innan dyra
sem taka okkur opnum örmum þegar inn er komið og þerra
tárin og stappa í okkur stálinu aftur. Í framhaldi af
þessu er ekkert mál að gleyma að slettist upp á
vinskapi eitt augnablik, heldur er aftur farið út í
flestum tilvikum og vináttan endurnýjuð eins og ekkert
hafi á undan gengið. Þessi atburðarás gengur ekki
t.d. á unglings árunum þar má ekki miklu muna til að
himin og jörð sé ekki að riða til falls, ef upp kemur
eitthvað í vinahópnum sem verður að teljast lásí
framkoma að okkar mati. Ef við rifjum upp til gamans
eins og eitt algengt form vinarslits á unglingsárunum, gæti það t.d. stafað af því að við verðum við miklar hormónabreytingar á þessum árum mjög viðkvæm
fyrir útliti okkar. Eitt kvöldið erum við að fara í
níu bíó og búin að vera frá hádegi að tætta allt út úr
klæðaskápnum og loksins orðin nokkuð sátt með
klæðnaðinn, þó ekkert hafi verið hægt að gera raunhæft
við stóru rauðu bóluna sem liggur í rólegheitum þvert
yfir nefið á okkur og hefur dögum saman valdið
vonbrigðum og öðrum tilheyrandi sársauka. Þegar svonastendur á vonumst við auðvitað ekki eftir athugasemdum
eins og "af hverju ertu í þessum buxum, rassinn á þér
er eins og olíutankur í þessu manneskja". Þetta er
athugasemd sem hugsunarlaust er látin fjúka og
auðvitað fátt sem liggur að baki annað en fljótfæri og
hreinskilni unglings áranna. Bíóferði verður af
þessum ástæðum hreinasta kvalræði og við ýtum peysunni
eins langt niður með lærunum og hægt er, ákveðin í því
að tala aldrei við þessa manneskju að fyrra bragði
aftur. Maður var nú einu sinni búin að splæsa í bíó
miðann og poppkornið í ofaná lag og þess vegna ekki
vinnandi vegur að segja þessum asna að gleyma
vináttunni. Það er óhætt að segja að vináttatengslin
breytast og kannski þróast og eru jafnvel á mismunandi
stigum eftir atvikum allt lífið. Hvað sem öllum
upprifjunum líður er alveg ljóst að vina laus ætti
enginn að vera, það er engan veginn hollt. Þegar við
eldumst leggjum við kannski annars konar þunga í hvað
er einhvers virði í vináttunni. Ef við látum hugann
reika til þess tíma þegar við fórum að verða ástfangin
annan hvern dag með tilheyrandi sársauka og vonbrigðum
er eitt og annað sem hugurinn staldrar við. Það kemur
stundum fyrir að góð vinátta við einhvern að gagn
stæðu kyni þróast upp í tilfinningasemi, sem vart er
hægt að fella undir vináttu sem er hefðbundin. Við
þessar aðstæður breytist margt og verður t. d. erfitt
að umgangast viðkomandi ef ekki er um endurgoldnartilfinningar að ræða og sá aðili sem við verðum
ástfangin af er enn á nótum vináttunnar í afstöðu
sinni til okkar og sambandsins. Þetta er óneitanlega
ástand sem getur kostað mörg fýluköstin heima og annað
eins af andvöku nóttum og viðkvæmum hugsunum. Við
viljum sjaldan viðurkenna þessar nýju tilfinningar og
verðum eyðilög þegar við finnum að í návist persónu
sem áður var bara ósköp venjulegur vinur erum við
farin að fá æðaslátt, svitakóf og skiptum litum eins
og himininn gerir stundum. Hvað er í veröldinni
þungbærara en einmitt ástand af þessum hörmulega toga,
þar til að kannski í útilegu kemur í ljós á
tjaldbotninum þegar þrengslin verða ótæpileg, að til
tekin persóna þrýstir sér óvart fast að okkur og
tækifæri gefst eins og ekkert sé eðlilegra að þrýsta
þétt á móti og vonast eftir að framhaldið verði
kannski koss og önnur huggulegheit, ef spilað er af
slægð á aðstæðurnar og hugurinn er nógu sterkur. Já
vináttan getur svo sannarlega verið margbreytilega og
viðkvæm á stundum. Þegar vinátta myndast aftur á móti
við aðstæður í lífi okkar þegar hallar verulega undir
fæti af einhverjum ástæðum í kringum okkur í einkalífi
eða á öðrum vettvangi, er ósköp gott að geta treyst
vináttu sem kemur eins og fyrir röð af alls konar
tilviljunum upp í hendurnar á okkur, þegar verst
lætur. Ef við lendum t. d. í því að maki yfirgefur
okkur vegna annarrar persónu er afleitt að geta ekkilosað um þær tilinningar, sem um sálina fara og bæði
draga úr okkur kraft og kjark þegar myrkrið er sem
mest í sálinni af þessum áður sögðu ástæðum. Við
getum nefnilega átt auðveldar með að tappa af okkur
við einhvern sem er ókunnugur þeim sem er að bregðast,
að því þegar við erum á valdi vonbrigðanna erum við
ekki sátt við að vera kannski minnt á kosti þess sem
er að bregðast okkur, en slíkt er líklegra að
sameiginlegur vinur geri og sem betur fer þó¢áhentugt
sé¡á þessari aumu stöðu. Aftur á móti getur góður
hlustandi verið gulls í gildi í þessari stöðu og þá er
kannski sama hvort viðkomandi er garðyrkjumaðurinn
okkar eða konan sem afgreiðir í vefnaðarvörubúðinni
bara ef viðkomandi er ekki að benta á eitt og annað
sem okkur fellur ekki að heyra, heldur hlustar með
andtakt á lýsingar okkar á hve við eigum annars bágt.
Seinna nefnilega þegar okkur er runnin reiðinni og
stoltið búið að jafna sig getum við notfært okkur
gömlu vinina og fengið kannski í gegnum þá skynsamleg
rá og notalegar ábendingar, sem við síðan vinnum úr
og leysum auðvitað sjálf um fjötra þá sem höfnunin og
sviksemin ollu okkur. Auðvitað er ekki í þessum
einföldu hugmyndum mínum um að ræða neinar lausnir sem
eru öðrum betri en getur kannski verið gott að skoða
þær eins og annað sem til fellur í lífinu.
+++

HÖF.JRK

BÆN
Við leitum til þin Drottin i auðmýkt og biðjum þig að opna augu okkar fyrir því sem er jákært og kærleikshvetjandi i sál okkar og anda. Við óskum þess að þú styðjir okkur til góðar verka og réttra athafna Við vitum að við eigum sem þin börn að elska náunga okkar eins og sjálf okkur sem við gerum eftir bestu vitund. En Þrátt fyrir góðan ásetning og þennan skilning á mikilvægi bróðurkærleika finnum fyrir því á stundum að við erum ekki nógu óeigingjörn og fórnfús gagnvart hvert öðru þrátt fyrir löngun til þess Við verðum það ekki fyrr en að við í verki skiljum að okkur beri að taka tillit til þeirra sem eru í kringum okkur.Hjálpaðu okkur Faðir til að mæta þeim sem eru i kringum okkur eða hitta okkur við aðrar aðstæður með hlýju og kærleika. Við vitum að það eru svo margir sem eiga um sárt að binda og þurfa sökum þess bæði hvatningu og kærleiksþel halda sem gefið viðkomandi án krafna um endurgjald.Við vitum af fenginni reynslu kæri Drottin að jafnvel einlægt og fallegt bros getur á sundum kvalar og pínu lyft sálum þjakaðra og umkomulausra í æðraveldi þrátt fyrir þrengingar og fátækt. Viltu drottinn styðja okkur til að stilla hjörtu okkar og huga i inni þinn eilífðartón þannig að athafnir okkar og hugsanir hljómi eins og þinn kærleiksómur vísar á og gefur okkurr tilefni til hverju sinni Við óskum þess að Drottinn umvefji okkur og verndi i hverju spori og minni okkur á að það skiptir mali að við umberum og skiljum þarfir hvers annars. Megi þinn vilji alltaf umvefja okkur og hvetja áfram okkur til jálægra athafna Kæri Faðir forðaðu okkur frá ollu slæmu Vertu kæri frelsari afallt nálægur okkur til að vernda okkur og minna á að það að okkur beri að virða hvert annað og styðja til góðra verka Láttu Drottinn engla himinsins vaka yfir okkur og opna með vængjahafi sinu fyrir okkur aðgang1 að vegi frelsis og friðar. Lát kæri Herra líknarljós þitt lýsa upp tilveru okkar þannig að við verðugar fyrirmyndir góðra breytni og verka sem vísa á vilja trúar og vonar um elskuríka nálægð þina Viltu lata okkur skiljast að minnst þess ef okkur gengur vel eigum við að deila ávinningum okkar með þeim sem lifa i við þrengingar og örbyrgð hvar sem þau börn þin verða á vegi okkar. Við munum lata þau vita að við eru alsæl yfir að hafa fengið að örvast til dáða goðara verka i náðarörmum þinum Við óskum, þess að læra að skilja þarfir annarra barna þinna ekkert síður en okkar. Láttu sólskin frá himneskum dýrðarkrafti þinum baða okkur i logagiltum kærleiksgeislum sinum og vernda okkur á augnablikum örvæntingar og kviða. Við þráum að verðskulda stuðning þinn og viljum í öll gera það sm þér er þóknanlegt þóknanlegt. Við þökkum þér fyrir samfylgd þina við allar aðstæður og biðjum þig að yfirgefa okkur aldrei jafnvel ekki þegar við gerum það sem þér er ekki þóknanlegt Láttu ávalt kærleiksarma þina halda fast utan um okkur auðvelda okkur þannig að ganga´ávalt þá vegu sem þer er umhugað um að við fetum til aukins andlegs þroska og sterkari vitundar um mikilvægi kærleiksríkra samskipta Við þökkum umhyggju þina og elsku til okkar og munum reyna að breyta einungis eins þer er umhugað um og þóknanlegt kæri Faðir Amen JRK
PABBI ÞOLIR MIG EKKI
BÖRNUM MISMUNAÐ AF FORELDRUM

Foreldrar gera oftar en ekki upp á milli barna sinn og þá þannig að til vansa er. Að þessu sinni höfum við til umfjöllunar bréf frá ungum strák sem er mjög óánægður með það að vera settur af föður sínum í það hlutverk heima að vera sífellt gagnrýndur af ósekju. Faðir hans mismunar að hans mati, honum og systkinum hans gróflega, eftir því sem hann segir í bréfi sínu og dregur ekkert undan enda hryggur og vonlítill. Hann segir hann bókstaflega ekki þola sig og gera alltaf lítið úr sér.

HRYGGUR OG VONLÍTILL
“Það er svo furðulegt kæra Jóna Rúna að ég skuli þurfa að leita eftir stuðningi þínum í þessu máli, en hvað á ég að gera? Pabbi kemst upp með það að gera stöðugt lítið úr mér og gagnrýna mig sífellt fyrir alls konar hluti sem ég skil ekki af hverju geta verið svona neikvæðir í hans huga,” segir þessi óhamingjusami sextán ára skólastrákur sem kýs að nota dulnefnið Jón. Hann lýsir mjög nákvæmlega samskiptum sínum við föður sinn sem eru ömurleg.

GÓÐ MÓÐIR OG MISHEPPNAÐUR BRÓÐIR
Jón virðist eiga mjög gott með að læra og stendur sig í námi og íþróttum þannig að hvert foreldri mætti vera hreykið af. “Pabbi er mjög góður við bróður minn sem er dálítið yngri en ég og þó hann bæði drekki og sukki um hverja helgi þá er hann allt bestur. Ég get vel viðurkennt að samband mitt við mömmu mína er mjög gott og oftast tekur hún minn málstað í okkar pabba rifrildum. Hún sér hvað hann mismunar mér og bróður mínum og reynir að bæta mér þetta upp,” segir hann og bætir hinu og þessu við sem er tákn þess hvað samskipti feðgana eru óeðlileg. Faðir hans þolir hann ekki og leynir því alls ekki.

ROSALEGAR SÖGUR AF FÁTÆKLEGRI FORTÍÐ
“Ég er kannski ekki fullkominn, en ég er mjög góður í teikningu og spila á gítar og meira að segja er ég í hljómsveit með nokkrum vinum mínu. Það hrósa mér margir og kennararnir mínir eru mjög ánægðir með mig í skólanum, enda er ég með þeim hæstu í bekknum og oftast valinn til að taka þátt í því sem stendur til. Ég drekk ekki og reyki ekki. Pabbi hefur kennt sér allt sem hann kann sjálfur og rekur eigið fyrirtæki og er líka í stjórn ýmsra félaga. Honum finnst hann mjög klár og segir okkur syskinunum rosalega sögur af sinni fátæklegu og erfiðu fortíð, þar sem hann var gerður að þræl fjölskyldunnar undir fermingaraldri,” segir Jón og augljóslega þykir honum sem nóg sé komið af hroka og píslarvætti föðurins.

BROTINN OG BEYGÐUR
Nú það kemur líka fram í bréfinu að pabbi hans vill alls ekki að Jón mennti sig. Hann telur hann geta farið út á atvinnumarkaðinn strax. Jón þráir að læra og vill verða rafvirki eða eitthvað álíka. Pabbi hans virðist þola flesta heima nema hann. Hann virðist aldrei rólegur nema hann hafi tilfinningu þess að Jón sé brotinn og beygður. “Mamma mín er bæði góð, margþætt og andlega hugsandi manneskja og þolir ekki frekar en ég þessa framkomu pabba við mig. Hún getur bara svo lítið gert, enda algjörlega á valdi hans. Hún er heimavinnandi og í kvöldskóla. Ég er frekar óöruggur með mig,” segir Jón.

VANTAR UPPÖRVUN OG VILL BREYTINGAR
Hann tjáir sig jafnframt um eitt og annað sem ekki er rétt að birta hér. “Viltu vera svo góð að uppörva mig og segja mér nákvæmlega þína skoðun á þessum vandræðum mínum. Gæti verið lausn að flytja að heiman? Væri möguleiki fyrir mig að breyta þessu ömurlega áliti sem pabbi minn hefur á mér? Hvað get ég eiginlega gert sem ég geri ekki? Ég les flest sem þú skrifar og hef mikinn áhuga á því. Með fyrirfram þökk.” Ég er Jóni þakklát fyrir þá uppörvun sem hann veitir mér með áhuga sínum og nota innsæi mitt,hyggjuvit og reynsluþekkingu til svaranna.

VÖXTUR RÓSARINNAR OG ÓHENTUGUR JARÐVEGUR
Það er ekkert skrýtið þó Jóni verði alvarlega hugsað til þess hvers vegna í ósköpunum faðir hans getur engan veginn þolað hann þrátt fyrir að Jón leggi sig í líma við að reyna þóknast honum. Ef við ímynduðum okkur að Jón væri rós sem rækta ætti í fallegum garði, þá vitum við það að án réttrar vökvunar og heppilegs jarðvegs sem hentar vaxtarmöguleikum rósarinnar gengur ekki ná fram eiginleikum hennar. Þannig að hún með tíð og tíma bæri þau blóm, fegurð og anga sem í raun eru til staðar blundandi í vaxtarskilyrðum hennar. Vaxtarskilyrðin næðu einfaldlega ekki fram að ganga ef jarðvegurinn væri kolómögulegur og hlutföll ljós og skugga röng og öðrum grundvallarvaxtarskilyrðum ábótavant. Þetta vita allir. Sama á við um börnin okkar þau blómstra ekki ef vaxtarskilyrði þeirra eru vanvirt og gengið er gróflega á mannréttindi þeirra.
ÓTÆPILEG STÓRYRÐI OG VANÞROSKI
Börnin verður að rækta og styrkja með réttum hlutföllum af ást og umhyggju, ekkert síður en með fæði og ytri hlutum. Eiginlega hlú að þeim af nærfærni og elsku og satt best að segja er hyggilegt að spara öll stóryrði og vanþroskaða umfjöllun um manngildi þeirra, ef ekki á illa að fara. Öll framkoma okkar við börnin okkar verður að vera tengd hvers kyns virðingu fyrir þeirra sjónarmiðum og vilja líka. Við verðum að sjá eðliskosti þeirra ekkert síður en mögulega galla og aðra minniháttar vankanta.

MISMUNANDI MANNGERÐIR
Enginn er fullkominn og þar er Jón náttúrlega enginn sértök undantekning, en honum er heldur ekki alls varnað. Pilturinn virðist vera miklum eðliskostum búinn.
Jón talar um að faðir hans mismuni þeim systkinum gróflega og tekur samskipti föður síns við hinn bróðurinn sem dæmi. Vissulega á sá drengur í vanda og virðist hafa leiðst út á einhvers konar glapstigu um tíma. Það er alrangt af foreldrum að mismuna börnunum sínum og ætíð heillavænlegra að umbera og elska þau á sem jafnastan máta. Vitanlega eru börnin okkar mismunandi manngerðir og alls ekki tryggt að börnin okkar falli að okkar lífssýn.

JÁKVÆÐ HREINSKILNI OG MENNTUNAR MÖGULEIKAR
Það er því eðlilegt að hvetja Jón til að benda föður sínum á þetta og ef hann hlustar ekki á sjónarmið hans að velja þá þann kostinn að skrifa honum ítarlegt bréf, þar sem Jón opnar sig við hann og segir honum á jákvæðan hreinskilinn hátt frá því hvernig honum finnst hann koma fram við sig á neikvæðan og ósanngjarnan máta um leið og hann gerir í því að auðvelda erfiðum bróður hans að vera til. Jón á alls ekki að fallast á það að sér sé hafnað og þaðan af síður að taka það í mál að kasta frá sér tæki¬færum til menntunnar, ef hann á kost á slíku.

GÓÐUR NÁMSMAÐUR OG LAUN
Það væri af og frá fyrir hann að láta eins og hann hefði ekki möguleika á slíku, bara af því að pabbi hans átti ekki kost á þannig aðstæðum á meðan hann var að alast upp. Það vantar hvorki fé eða aðstæður inná heimilið til að gera Jóni kleift að fá að láta drauma sína um að menntast rætast. Hann er góður námsmaður og á sem slíkur fyllilega skilið að fá tækifæri til að ljúka þeim skóla sem hann kýs að menntast frá. Iðnnám er það sem freistar. Í iðnnámi er sem betur fer oftast hægt að vinna fyrir einhverjum launum þegar kominn er á samningur.

ANDLEGIR HRAKHÓLAR OG SKILNINGSLEYSI
Ef svo óheppilega vildi til að Jóni yrði endanlega vísað úr föðurhúsi á hann alls ekki að hætta við það að mennta sig, heldur vera enn þá ákveðnari í því en áður. Hann er greindur og framtakssamur og getur örugglega þó erfitt verði unnið til að hafa ofan í sig og á, þrátt fyrir að þurfa að bera ábyrgð á sér sjálfur. Það er náttúrleg ekkert sérlega áhugavert að vera bara sextán ára á tímabundnum andlegum hrakhólum vegna skilningsleysis föður síns, en það er þó bærilegri tilhugsun fyrir heilbrigðan ungan mann, en að upplifa sig vanvirtan.

NEYÐARÚRÆÐI OG ÞRÖNGSÝNI
Jón á ekki að láta föður sinn komast upp með að kúga sig og gera sig óöruggan og vanmáttugan. Það er ein tegund ofbeldis sem er andlegt og ákaflega algengt í samskiptum því miður. Mjög sennilega myndi móðir hans hygla einu og öðru að honum, ef til þessa neyðarúrræðis kæmi, þó ekki sé mælt beint með því að fara að heiman þá gæti slík aðgerð í þessu tilviki Jóns reynst nauðsynleg. Faðir hans þolir hann sýnilega ekki, sem er óréttmæt aflögun í samskiptum.

VILJAFÖST OG METNAÐARGJÖRN
Móðir Jóns er augljóslega þroskuð og góð kona en alltof háð skoðunum og þröngsýnum vilja eiginmannsins og því á hún í mestu erfiðleikum með að rétta sínu eigin barni hjálparhönd, þó full ástæða sé til þess. Hún virðist nokkuð bæld, en þó viljaföst og það metnaðargjörn að hún er sjálf í skóla sem er virkilega gott hjá henni. Hún myndi sýnilega styðja Jón afdráttarlaust við allar aðstæður, jafnvel þó það kæmi sér illa fyrir hana í samskiptum hennar við eiginmann sinn og föður Jóns.

AÐRIR ÓSAMMÁLA FÖÐURNUM
Hitt er annað mál að öll él birtir upp um síðir og það er alls ekki rétt að fórna eigin persónuleika til að þóknast öðrum og það hlutskipti á Jón alls ekki að velja sjálfum sér til handa gangvart föður sínum. Jón verður líka að sjá sjálfur að það gætir algjörs ósamræmis í öllum aðalatriðum á áliti föður hans á honum og svo því áliti sem hann mætir út í frá, frá bæði félögum sínum, móður og kennurum. Það segir auðvitað heilmikið um Jón sem er jákvætt en gefur frekar óþægilega mynd af föður hans. Það er alveg ljóst að vanmat föðursins er gróf og rangt.

KOSTIR OG GALLAR
Jón á ekki að þóknast manni sem hann getur ekki virt, vegna þess að honum fellur ekki við viðhorf hans og sér ásamt öðrum og nánum alvarlega galla og bresti í manngildi hans. Við veljum flest fremur að þiggja leiðsögn þeirra sem við treystum og virðum.Við getum alls ekki þegið leiðbeiningar af fólki sem við vitum að sér ekki mun á réttu og röngu. Jón á enga sérstaka tilraun að gera til að reyna að vera önnur persóna en hann er.

JÁKVÆÐ GAGNRÝNI HENTUG
Ef faðir hans getur ekki sæst á hann eins og hann er, þá verða þeirra samskipti að takmarkast af sem minnstu samneyti myndi maður halda. Vitanlega væri eðlilegra að faðir hans horfði frekar á kosti Jóns, en endalaust og sífellt á óverulega galla, en því er ekki til að dreifa í þeirra samskiptum. Jón getur alls ekki orðið sú persóna sem aðrir vilja gera úr honum, enda á enginn að komast upp með að reyna að breyta honum annar en hann sjálfur. Það er gott að fá jákvæða gagnrýni af og til.Öll óréttlát gagnrýni aftur á móti er óviturleg og niðurrífandi.

SIGRAR OG HÓFÆRÐ
Það er því ráð fyrir Jón að reka nefið um tíma upp í loftið og efla á jákvæðan hátt sjálfstraust sitt með því meðal annars að njóta þeirra sigra sem hann hefur unnið til í skólanum og annars staðar og þakka Guði fyrir að hafa fengið í vöggugjöf alla þessa augljósu kosti sem hann frekar hógvær getur um í bréfinu eins og um galla væri að ræða.Hans mat á eigin manngildi skiptir öllu máli og trú hans á sjálfan sig jafnframt. Eða eins og leiði strákurinn sagði eitt sinn í góðra vina hópi: “Elskurnar mínar, ég er algjörlega eins og nýr maður eftir að mér tókst með réttum stuðningi að velja fremur að uppörva sjálfan mig en rífa mig niður. Það er líka gamaldags að vera fúll og leiðinlegur og sjá ekki fegurðina í sér og öðrum.”

Með vinsemd, JRK
+++
Höf jrk
Óróleiki
Við getum fundið fyrir óróleika af og til af mismiklu tilefni. Flestir kannast við ókyrrð tilkomna vegna væntinga af ýmsum toga. Það er í sjálfum sér ekkert óeðlilegt við það að finna til ókyrrðar, ef eitthvað mjög mikilvægt og spennandi stendur til.Aftur á móti geta umbrot þau sem þannig ástand kallar á valdið okkur hverskyns áhyggjum. Þær taka jafnframt á sig hin ólíkustu gervi tilfinninga. Þær leika síðan lausum hala um sálartetur okkar og valda náttúrlega ennþá frekari óþreyju. Sá sem er spektarlaus og unir sér sjaldan eða aldrei innri kyrrðar finnur fljótlega til streitu. Hún orkar tvímælalaust á þá mögulegu ókyrrð sem upphaflega kom spennunni af stað og veldur auðvitað ennþá frekari streitu. Hvers kyns peningavandamál valda okkur innri umbrotum og eirðarleysi þar til botn er fenginn í málin. Þess vegna er óviturlegt að spenna bogann óþarflega hátt í efnahagsmálunum.Láta fremur ráðdeild og fyrirhyggju ráða ferðinni í þeim málum sem vitanlega flestum öðrum jafnframt.Ef mikið liggur við og ótal verkefni bíða úrlausnar er mjög algengt hjá rólyndu fólki að það finni sig gripið mikilli óværð og finni þá jafnvel til mikillar vanstillu í kjölfarið, sem er afleitt.Eða þar til það hefur lokið við obbann af þeim verkefnum sem hlaðist hafa upp og krefjast úrlausnar. Auðvitað má segja sem svo að varla verði hjá því komist að við finnum að minnsta kosti af og til fyrir eirðarleysi. Það ráð sem oftast dugar þegar þannig árar innra með okkur, er ein­fald­lega að gefa lítillega eftir og skipuleggja nokkuð nákvæmlega það sem bíður úrlausnar. Það er töluverð ókyrrð í mannlífinu yfirleitt og margt sem veldur. Kröfur þær sem nútímafólk gerir t.d. um lífsþægindi, valda því oftar en ekki óværð, vegna þess að fyrir öllu þarf að vinna. Varla eignumst við mikið, ef við leggjum ekki svolítið á okkur til þess arna. Hitt er svo annað mál að allur óþarfa lúxus hvort sem er í húsakosti eða skemmtunum ætti ekki að vera okkur neitt sérstakt keppikefli. Mun frekar og eiginlega allra helst ættum við að miða allan framgang okkar við það að minnsta kosti, að við leggjum ekki svo mikið á okkur að við missum fótanna andlega sem veraldlega. Jafnvel með þeim óskemmtilega hætti að einkalíf okkar hrynur til grunna eins og ekkert sé eðlilegra. Nægusemi og auðmýkt eru hyggnar systur, enda valda þær sjaldnast vanda eða ókyrrð hjá þeim sem þær eiga athvarf hjá.Aftur á móti má segja að ótæpilegt lífsgæðakapphlaup óþreyju­fullra og spektlausra valdi oftar en ekki óþarfa ófriði innra með viðkomandi. Ástand sem skapar auk þess allmikla tilfinningalega óþreyju, sem veldur svo aftur á móti pirringi sem gerir okkur uppnæm og ókyrr af litlu sem engu tilefni. Reynum því að efla innra með okkur frið og andlegt jafnvægi, en látum fjúka sem fyrst alla óværð og annan óþarfa eril hið innra og hana nú.
+++
HÖF.JRK JÓNA RÚNA Á MANNLEGUM NÓTUM
MANNGÆSKA
Eins og við vitum er eðli okkar mannanna mismunandi og eitt af því sem prýðir einstaka mann er manngæska. Það er vitanlega enginn vandi að vera slæmur, en það getur verið þó nokkuð flókið og fyrirhafnarmikið að vera góðgjarn. Hjartagæska kemur meðal annars fram í því að vilja öðrum vel, við allar aðstæður. Gæska í öllum myndum telst upp­byggi­­legur andlegur aflvaki, sem ætti að efla öll jákvæð og heilbrigð samskipti. Það er mikilvægt að vera öðrum góður og ekkert launungamál, að við sem þannig erum innstillt andlega, finnum fyrir vellíðan og friði í samskiptum við aðra. Líknarlundin telst nefnilega mannkær og óeigingjörn atferlisstefna sem finnur venjulega sinn vitjunartíma, okkur og öðrum til blessunar. Veglyndi getur verið margs konar, en telst þó fyrst og fremst tengjast kærleikshvetjandi lífsviðhorfum. Við verðum sem betur fer flest til þess fyrr eða síðar, að rækta sjálf upp í innra lífi okkar og hlú að þeim eðlisþáttum sem okkur þykja eftir­sóknar­verðir til ráðstöfunar. Góðsemi verður ekki til fyrir tilviljun eða af sjálfum sér.Það þarf nefnilega að rækta hana og efla eins og annað. Hún fær þó sennilega frekar líf í hugskoti okkar og athöfnum, ef við skiljum mögulegan tilgang hennar og teljum hana eftirsóknarverðan aflvaka og mikilvægan í samskiptum. Það verður enginn veraldlega ríkur af því einu, að ausa aðra kærleika, en viðkomandi eignast þess í stað hugþýðan og hamingju­ríkan innri auð, sem hvorki ryð né mölur fær grandað. Rétt er ef við erum ósátt við aðra, að reyna eftir megni að hugsa fremur jákvætt en neikvætt til viðkomandi. Það er rétt að milda vísvitandi neikvæða afstöðu okkar til þeirra, sem við eigum í erjum við og þá helst með heppilegu góðgjörnu hugarþeli. Ástúð getur aldrei misst marks, þó skilyrði einstaka fólks til að meðtaka hana séu óviðunandi. Það, að verða mannkær, hlýtur að vera eftirsóknarvert keppi­kefli fyrir þá, sem vilja efla gæskuna í sjálfum sér og öðrum. Við vitum það að það er engin vandi að vera góður við þann sem er elsku­legur og viðmótsþýður. Aftur á móti þarf heilbrigða andlega lífssýn til að sætta sig við og hlú að þeim sem eru óbilgjarnir og neikvæðir. Göfgi og manngæska ættu því að auka líkur á fullkomnari samskiptum, enda ýtir þannig afstaða okkar sjálfra undir það besta sem innra með okkur býr. Við skulum fremur byggja upp og rækta hyggilega það andlega atferli í samskiptum, sem er gæskuríkt og göfugt, en það sem tengist andlegum nöturleika og annarri álíka innri ógerð. Manngæskan tengist heill­andi og hamingju­hvetjandi lífsstíl. Hún eflir okkur sem góðar manneskjur og þess vegna er þess virði að rækta hana upp í innra lífi okkar, sé hún af skornum sammti. Það er örugglega mikil­vægt að verða mannkær og verða þess megnugur að ylja öðrum og þurfandi, af mannúðlegri mýkt og andlegri reisn.
+++
HÖF.JRK LOFORÐ
Ef við gefum öðrum fyrirheit um eitthvað, þá er mjög mikilvægt að við stöndum við gefin loforð. Okkur flestum þykja svikulir einstaklingar og óorðheldnir hvimleiðir. Sérstak­lega, ef við höfum treyst á ráðvendni þeirra og trúað þeim fyrir því sem við álítum mikilvægt og þeir bregðast okkur svo blygðunarlaust.Þau vandamál sem koma oftast í kjölfar þess, að óáreiðanlegir svíkja okkur á ein­hvern hátt, geta valdið okkur viðsjárverðum örðug­leikum og válegu amstri. Það er því áríðandi að við venja okkur á orð­heldni og þau heppilegu viðhorf, að standa við efndir í öllum tilvikum.Við eigum í raun að vera áreiðan­leg og traust og leggja vinnu í drenglunduð sjónarmið. Sam­mannleg samskipti byggjast m.a. uppá hvers kyns loforðum og fyrirheitum, sem áríðandi er að vanvirða ekki eða svíkja.Við verðum þess vegna að vera varkár, ef við ætlum að kveikja væntingar og vonir hjá öðrum í formi áheita. Ef við t.d. segjumst ætla að vinna ákveðið verk á fyrir­fram gefinni forsendu, þá höfum við engan rétt til að gera þau heit ómerk, án frambærilegra skýringa. Það er mjög óþægilegt að treysta á þau okkar sem erum óáreiðanleg og fyrirhyggju­lítil í samskiptum. Við lofum kannski öðrum gulli og grænum skógum,en sökum óáreiðan­leika bregðumst við viðkom­andi og efnum ekki áður gefin loforð, sem er mjög slæmt samskiptasjónarmið og særandi. Við ættum eðlilega að forðast að gefa öðrum þau loforð sem við sjáum ekki ástæðu til að efna. Best er að vera það drenglundaður og áreiðanlegur, að aðrir sjái ástæðu til að leita til okkar af ólíkum tilefnum, öryggir um efndir. Eðlilegt er að keppa að því að telja það ávinning fyrir manngildi okkar og sóma­tilfinningu, að standa við það sem við segjum og framkvæmum án svika. Drenglyndi í sam­skiptum er jákvætt samskiptaform, sem við ættum að efla eins mikið og nokkur kostur er. Það er í raun engin vandi að gefa öðrum og þurfandi, jáyrði og bregðast þeim síðan. Slíkt framferði er neikvætt og særandi.Hitt er svo annað mál, að það getur verið af ófyrirsjáanlegum ástæðum, í ein­staka til­vikum, þó nokkuð örðugt að standa við það sem við höfum lofum öðrum. Stundum neyða aðstæðurnar okkur beinlínis, til að fresta efndum og þá þvert á það sem við viljum, sem er auðvitað mjög slæmt. Best er því, ef þannig árar, að segja þeim sem við höfum lofað og þá áður en til vandræða kemur, hvers vegna við verðum að fresta fyrir­heitunum. Við eigum fæst erfitt með að skilja það, að það getur verið nauðsynlegt í einhverjum tilvikum, að fresta áður gefnum loforðum. Við verðum bara að fá að vita um slíkt, áður en við verðum fyrir vonbrigðum eða tjóni, sökum vanefnda annarra. Réttmætar efndir eru í raun mikil­vægar.Efnum því gefin jáyrði og látum það ekki henda okkur að bregðast þeim sem treysta á trúmennsku okkar. Áreiðanleiki er gulls ígildi.
Kær kveðja til ptk Kem aftur svon amilli 3-4 er her vreð að lesa biðja hugsa go na bjug ur er hrikalegur kaffi +w Nei get ma buast við a detrta ut svo þa get eg ekki lesið tölvupost takk fyrri allt tölvan þolir meria afþessu ju eseu kristur leskar þi aldrei efast.
+++
Höf:JRK +JÓNA RÚNA SKRIFAR UM SÁLRÆN SJÓNARMIÐ+
(AÐALF.) +SAMSKIPTASPELLVIRKI OFBELDISINS+
(UNDIRF.) +SIÐBRJÁLÆÐI OG OFRIKISHRYLLINGUR+
Alvarleg ofbeldisplága hefur of lengi, farið með offorsi og ógn yfir þjóðfélagið og leikið bæði menn og mál­leysingja grátt. Eins og mörg átakanl­eg dæmi sanna, er ofbeldis­fárið meira en uggvænlegt,auk þess sem það ber keim einhvers konar siðbrjálæðis.Það sem vekur jafnframt öðru, óhug og furðu flestra,er sú dæmalausa staðreynd m.a.,að í hópi of­beldis­­­­ógnara nútímans,eru jafnt ungir sem aldnir. Þeir sem sætta sig ekki við samskipta­spell­virki ódæðis­­­­­­hrellanna,óska þess heitt og af ákveðni, að uppræta megi sem skjótast og af afli ofríkishryllinginn úr samfélags­sálinni.Því það væri í raun allra hagur.
(MILLIF.) +AFBRIGÐILEGT ATHÆFI+
Börn og unglingar hafa í meira mæli en áður, tekið upp ódæðisatferli ofbeldisódrengja öllum unnendum frið­­samlegra samskipta til undrunar og kvíða.Við erum því ekki einungis í samtímanum,að kljást við af­brigði­­legt athæfi fullorðinna ofbeldisómenna, heldur ungmenna líka,sem sek eru um freklegan fanta­­skap og of­beldis­­illvirki líkum þeim sem eldri ódæðisníðar ástunda.Það er sárt,ef ungt fólk tekur þennan ósið,af öllum,uppúr farteski fullorðinna, til að nota í neirænum tilgangi.
(MILLIF.) +BÖLYRKJA BORGAR SIG EKKI +
Það er vissulega ekkert járænt eða eftirtektarvert við þau viðmið í hegðun og samskiptum, að ætla sér að byrja líf sitt á bölrænu samneyti við samferðafólks sitt.Unga fólkið á því ekki undir neinum kringumstæðum, að efla bölúð og ofbeldi í athöfnum sínum og viðhorfum til annarra og lífsins.Það segir sig sjálft að það borgar sig ekki að ýta undir og óska eftir að yrkja það sem er ljótt og afskræmt í tilverunni eins og t.d. hvers kyns ofbeldi er.Þess vegna er varhugavert að ástunda tilgangslausa og fávísa bölyrkju.
(MILLIF.) +FJÖTRAR MILD OG MANNÚÐLEG SAMSKIPTI+
Bölyrkja ber aldrei réttan ávöxt. Einmitt sökum neiræns og niðurrífandi eðlis síns. Hún er dæmd til að mistakast, vegna þess að hún gengur út á það að meiða og misbjóða varnarlitlum manneskjum, sem er auðvitað óréttlætan­legt og siðferðislega alrangt.Slík neiyrkja getur því vissu­lega, beri hún einhvern vöxt, náð að skaða og skemma mikið fyrir fólki, áður en hún missir marks. Ekki síst ef bölyrkjan er ástunduð af ómannúðlegu afli og ræktuð af ásetningi.Óhætt er að fullyrða að bölyrkja fjötri vaxtar­möguleika mannúðlegra og mildra samskipti. Sökum þess er hún ræktunar-og samskiptaform sem ber að hunsa sem mein­gallað og miðaldar­legt. Allir góðir yrkjendur vita, að það er fáránlegt að hlú að og rækta ósóma og afskræmingu, því uppskeran verður aukin mannvonska.
(MF.)+ MANNRÉTTINDABROT OG OFBELDISFLÓNSKA+
Eins og flestum er ljóst gefur ofbeldisflónskan fyrst og fremst vís­bendingu um veikleika og vanmátt ódæðis­fantsins, en telst tæplega staðfesting á styrk eða hetju­lund skaðarans.Þeir sem ástunda ofbeldi,eru mögulega á einhvern óviðunandi hátt siðvilltir,auk þess sem stað­reyndir segja flesta of­beldisáreitlana vanvirða sjálf­gefin mannréttindi þeirra sem þeir misbjóða.Jafn­framt virðist meiðana skorta,tilfinnanlega,siðræna sóma­til­finn­ingu og þess vegna teljast þeir væntanlega, ef betur er athugað og spaklega ályktað, að einhverju leyti, en þó mismikið samvisku­heftir, siðruglaðir og sektar­fjötraðir, auk þess að vera mögulega alvarlega dóm­greindar­villtir og geðaflagaðir.
(MILLIF.) +SIÐANDÚÐ OG SÉRFRÆÐISTUÐNINGUR +
Ofbeldislú­skrarar þurfa því sennilega, a.m.k.samkvæmt skilningi þolara og leikmanna á ómaklegum ódæðum þeirra,að leita sér jástuðnings sérfróðra. Kannski fyrst og fremst álíta kunnugir, vegna ógnvekjandi og afdrifa­ríkrar sam­skipta­veiklunar og sennilega áunninnar sið­andúðar.Hvort tveggja verður sjáanlega að staðreynd í hegðun þeirra, þegar þeir falla fyrst í ógnar­gryfju ofbeldis­ins og þess böls sem því fylgir. Það er trúlega sannan­leg staðreynd, þó furðuleg sé, að siðferðis­­vanhæfnin getur verði mislengi blundandi eðliseiginleiki í við­komandi áður en til ofbeldisframkvæmda kemur.
(MILLIF)+ STUÐNINGSTÆKIFÆRI ÞJÓÐHAGSLEGA HAGKVÆM+
Sé einhver grunur um eða staðfesting á ódæðistil­hneigingum í fólki, er ekki spurning að viðkomandi verður að bregðast fljótt við neikvæðum viðvörunarbjöllunum lík­legs ofbeldis og leita sér hjálpar umsvifalaust. það er skynsamlegast að leita sér stuðnings­tækifæris af fræði­legum toga, hugsuðu til leiðsagnar og mögulegrar lausnar fyrir viðkomandi á neirænum tilhneigingum sínum. Slíkur jástuðningur fyrir væntanlega eða núverandi of­beldis­gerara getur óumdeilan­lega reynst þjóð­hags­­lega ­hag­kvæmur, þegar dýpra er skoðað og frammá á framtíðar­veg járænna samskipta er litið.
(MILLIF.) +LÍKLEG LÍKN +
Það er auðvitað íhugunarvert líka, að slíkt stuðnings­tækifæri getur vissulega orðið áreitlunum sjálfum hollt umhugsunarefni og jafnvel gjörbreytt lífi viðkomandi.Enn það sem er kannski ekki síður mikilvægt og mjög líkleg staðreynd jafnframt er, að í hjálpinni getur líka falist líkn fyrir þolara bölrænna illvirkjasamskipta. Ekki síst sökum líklegra járænna viðhorfs­breyt­inga og samskiptau­m­pólana ofbeldisógn­valdsins, einmitt í kjölfar réttrar sérfræði­með­ferðar viðkomandi, til að ná að uppræta og vinna bug á vanda sínum og meiðandi bölúð.
(MF.) +BITBEIN FANTASKAPAR OG FORHEIMSKU+
Eins og ofbeldisflórunni er háttað í samfélaginu, væri ekkert óeðlilegt við það samskiptasjónarmið, að þjóð­félags­­þegnarnir tækju allir á sig rögg og sameinuðumst af meiri ákveðni um það grundvallarmannréttindasjónarmið í samskiptum, að það beri öllum að virða sjálfsagða frið­helgi fólks og til­veru­rétt. Eins væri rétt að efla þau viðhorf í vitund samborgaranna, að enginn eigi varnar- og réttlaust,að verða bit­bein fantaskapar og for­heimsku þeirra ódæðis­hrotta, sem brjóta mannréttindi á fólki. Venju­legast án ábyrgðar og trega, eins og sálar- og samviskulausir væru í frá­hrindandi og firrtu ofbeldis­brjálæði óhæfuverkanna.
(MF.) +FÁVISKA OG FÁGUNARFÁTÆKT+
Það er ekkert járænt eða siðferðislega réttlætan­legt við það,að ástunda freklega misnotkun á valdi, þó verstu of­beldisrótirnar álíti svo vera.Þeir sem haldnir eru of­beldisandúð og ótta við ofbeldiseinræði, álykta að slík reginvitleysa sé fyrst og fremst vísbending um fávisku og fágunarleysi þess sem trúir því að skökk valdbeiting kalli eitthvað gott og eftirtektarvert fram í samferðar­fólki viðkomandi eða lífsförunautum. Öllum siðkærum og réttrænum stendur beinlínis megn stuggur af allri til­gangslausri óþverraillkvittni og miskunnarlítilli vald­níðslu á fólki yfirleitt. Þeir kjósa því framar öllu, að eiga sem fyrst kost á að telja, vonandi skammlífa, líf­daga siðfjötraðra ofbeldisviðhorfa í þjóðarsálinni.
(MILLIF.) +RÉTTLÁT REIÐI OG HNEYKSLUN+
Og vegna þess hvað ofbeldisáþjáninni fylgir mikið böl fyrir þolara, mót­mæla þeir af einurð og vandlætingu sem ekki sjá tilgang í þessum aumkunarverða og aflagaða fylgifisks mis­skilnings, ranglætis, siðbrests og skammar í samskiptum. Siðkærir hljóta þess vegna, að lýsa yfir rétt­látri reiði og hneykslun á fram­ferðinu þeirra, sem ætla sér þá fáránlegu ofbeldis­dríld, að misbjóða öðrum af mann­úðar­leysi og grimmd, án ábyrgðar og eftirtrega í skjóli grófrar valdavillu og ómanneskjulegs hroka sem á ekkert skylt við siðfegurð eða sanngirni yfirleitt.
(MF.) +MANNÚÐARLAUS VILLUAFSKRÆMING+
Með tilliti umfangs ofbeldisváarinnar í sam­félaginu hafa margar misvitrar tilgátur komið fram um líklegar ástæður þess að slík voðaplága fær líf. Ein af þeim og ekki sú vitlausasta segir, að mögulega geti aukið ofríki lemjara og sálfanta samfélagsins reynst vera af­dáttar­­laus vís­bending um úrelta tjá- og samskiptavillu þessara áreitla.Villu sem er skyld mannúðar­lausum hroka og for­herðingu.Villan er sögð bera vott um vonda af­skræmingu og andlega vankunnáttu samskiptaskaðvaldsins.
(MILLIF.) +MIÐALDARSJÓNARMIÐ OG TILVERUÞRJÓSKA+
Okkur ber að upp­­­ræta slíka villuskömm, sé hún sönn stað­reynd í nútímanum. Kannski ekki síst vegna þess að hún telst sennilega, frekar en nokkuð annað, vísbending um þau úreltu mið­aldar­­sjónar­mið, sem enn þá virðast, því miður, lifa í ein­hverju mæli, í siðfáguðum samtímanum. Auðvitað flestum siðþokkuðum til angurs og uggs og það eins allir vita af alvarlega gefnum tilefnum. Tilveru­þrjóska berjara og sálskað­valda í samfélaginu er því með öllu óásættan­leg. Sérstaklega með tilliti til ömurlegrar siðferðis­fátæktar þeirra á reynslutímanum í samfélaginu og takmarkaðs samskiptaþroska þeirra flestra. Þrjóskan er á einhvern hátt óþægileg og óréttlætanleg frekja og ógn við friðelskandi fólk og siðræna þjóð­félagsímynd. Það er því rökrétt, að hafna hegðunar­annmörkum sam­skipta­spell­virkjanna af ákveðni og festu, án eftirtrega.
(MF.) +ÁHRIFASKAÐVALDAR OG VIÐBÓTARSTAÐREYNDIR+
Kannski ekki síst sökum viðsjárverðra afleiðinga myrkra­verka þeirra og svo m.a. vegna þeirrar viðbótar­stað­reyndar, að ógnvaldarnir erum ótrúlega hættulegir áhrifa­skaðvaldar fyrir alla ómótaða og lítt þroskaða unga sam­félags­þegna.Þeim ber því að leita sér hjálpar og frelsunar frá fjötrum sínum. Þessi áskorun ofbeldis­óvinveittra til bölvaldanna er vissulega mikilvæg, ekki síst,ef við teljum okkur búa í samfélagi, sem ætlar ekki að sætta sig við ofbeldis­áþjánina, af því að hún er ill.
(MILLIF.) +FREKLEG MÓÐGUN VIÐ MANNLEGA REISN+
Allir vita að ógnin ögrar öryggi lítilmagnans og veiklar styrk réttlætis og sið­fágunar í samfélagsrótinni.Mann­kærir álíta því,í fullum rétti,að of­beldisfirran sé van­gæf vá, sem þurfi að uppræta og sigrast á.Ekki síst vegna þess að hún felur í eðli sínu óútreiknanlegan fanta­skap og fár.Sökum þessara staðreynda m.a álíta hugfágaðir og óharðrænir ógnina vera freklega móðgun við mannlega reisn ekkert síður en siðbjört sjónarmið.
Með vinsemd,Jóna Rúna
Höf Jona Runa Höfnun

Það er nokkuð öruggt að þegar fjalla á um höfnum að okkur er töluverður vandi á höndum, meðal annars vegna þess að þetta er eitt algengasta fyrirbrigði vandræða, sem við mannfólkið verðum að taka á og horfast í augu við. Við reynum eins og áður að vera verulega sanngjörn og málefnaleg eftir atvikum. Það er auðvitað mjög misjafnt, hvernig við lítum á hvað verður að teljast höfnun og hvað ekki. Vissulega fer slíkt mat bæði eftir þroska og greind þess sem fyrir
höfnun verður. Sjálfshöfnun er ekki undanskilin, því hún er nokkuð algeng ekki síður en það að vera hafnað af öðrum. Þegar við erum börn koma oft upp atvik hafnanna og þá af ýmsum ástæðum. Skilnaðarbörn verða áþreifanlega vör við höfnun. Vegna þess hvað skilnaðir barnafólks eru tíðir, er full ástæða til að gefa þessu fyrirbrigði nokkurn gaum. Barnið eða börnin verða einmitt við skilnað iðulega bitbein foreldra. Báðir vilja barnið hafa, en hvað vill barnið sjálft? Á þessu tímabili eykst allur áhugi fyrir barninu svo um munar. Það eru keyptir handa því ýmsir áður óþekktir hlutir, og flest gert til að ganga sem mest í augu þeirra. Þetta framferði okkar foreldrana gerir barnið ruglað og það segir ýmist. "Ég vil vera hjá þér mamma" eða "Pabbi ég ætla að eiga heima hjá þér." Þarna magnast upp mikil sálræn og tilfinningaleg spenna, bæði hjá barni og foreldrum, því engin vill verða undir í þessari ósæmilegu valdatogstreitu, sem
ekki er von kannski. Hvað gerist svo þegar fyrsta árið er liðið. Við foreldrarnir leitum kannski að nýjum lífsförunaut og af þeim ástæðum a.m.k meðan sú leit og árangur hennar er á krítísku stigi, er langoftast að áhugi á barninu fer dvínandi. Þetta veldur barninu miklu taugastríði sem Guð einn veit hvaða afleiðingar getur haft þegar litið er til lengri tíma. Á sama tíma og barnið fær minni tíma með foreldri sínu af augljósum ástæðum, er því ætlað að þýðast umbúðarlaust nýjan pabba eða mömmu. Þegar barn finnur sér hafnað, ef það getur ekki aðlagast viðkomandi líður því mjög illa, án þess kannski að gera sér grein fyrir, að um er að ræða tilfinningu höfnunar, sem það auðvitað þekkir ekki og hefur sáralítinn möguleika á að vinna úr hjálparlaust. Börnin verða nefnilega að þiggja þær tilfinningar sem að þeim eru réttar og geta svo að segja engu ráðið eða krafist í þeim efnum. Allur þessi sársauki er nefnilega tilkomin af því að pabbi og mamma gátu engan veginn fellt sig hvort við annað og ákváðu að slíta samvistum. Á sama tíma jafnvel og þessi sársauki er í gangi í einkalífi þeirra, er þeim kannski hafnað í ofan á lag af skólasystkinum og jafnvel öðrum. Þegar við full­orðna fólkið erum eyðilögð yfir að okkur hefur verið hafnað er ágætt fyrir okkur að minnast þessa, því við getum valið okkur fólk og tækifæri eftir höfnun, en börnin verða að sætta sig við okkur þrátt fyrir að við
á vissan hátt höfum hafnað þeim. Á unglings árum er okkur betur orðið ljóst hvað
tilfinningin höfnun í raun þýðir, því með vaxandi þroska greinum við þetta allt miklu betur og skiljum jafnframt, að það að vera hafnað er ömurlegt. Sumir
unglingar hafna sér sjálfir vegna þess t.d., að þeim finnst þau vera ósjáleg og lítt spennandi í augum félagana. Þau fyllast þá óbærilegri tilfinningu þess,
að þau séu ekki gjaldgeng og verða tímabundið fráhverf sjálfum sér og um leið kannski öðrum. Þannig sjálfshöfnun getur óneitanlega dregið dilk á eftir sér og margur fyrirmyndar unglingurinn hefur leiðst út óheppilegan félagsskap í von um að verða ögn álitlegri í hóp þeirra, sem gera ekki ströngustu kröfur um fullkomnun einmitt vegna þess, að viðkomandi bera ekki ýkja mikla virðingu fyrir sjálfum sér og þar af leiðandi kannski ekki dómbær á hvað gagnrýna beri í
annarra manna fari. Á þeim árum sem ástarævintýrin eru í algleymingi er
ekki óalgengt að hafnanir séu tíðar og skapi miklar og þungbærar skráveifur hér og þar í mannlífinu. Ef við erum yfir okkur ástfangin af einhverjum og viðkomandi kærir sig ekki um okkur er það erfið höfnum. Verra er þó ef viðkomandi hefur sjálfur orðið til að magna tilfinningar okkar og kveikja stórar væntingar hjá okkur og síðan hætt við. Við tökum út þvílíkar kvalir að annað eins finnst varla. Þunglyndi er algengt sem afleiðing af þessu ástandi og kannski ekkert skrýtið; við verðum svo innilega sár. Það sem kannski er óhuggulegra er að í framhaldi af þessu þunglyndi grípur viðkomandi oft til
örþrifaráða sem meðal annars kemur fram í tíðum sjálfsvígum sem afleiðing af höfnun í ástarmálum. Okkur finnst nefnilega að við höfum fallið á prófum
ástarinnar og fyllumst sjálfsfyrirlitningu, sem dregið getur þennan raunalega dilk á eftir sér. Þau okkar sem erfitt eigum með nám og kannski mistekst
á prófum þeim, sem vissum áföngum getur fylgt, í skóla getum fyllst óbærilegri sjálfshöfnun og gefist upp tímabundið á lífinu og einangrast sem afleiðing af
því. Erfitt getur verið að vinna sig frá þessum tilfinningum og við staðið í þeirri röngu meiningu að við séum ófær til náms. Í flestum tilvikum er slík
niðurstaða grundvallar misskilningur. Það að mistakast á prófum í skólagöngu okkar þarf ekki endilega að vera mælistika á alhliða hæfni okkar, miklu nær er að álykta sem svo "ég þarf bara að þjálfast betur og næ árangri á endanum." Við sem erum á kafi í lífsgæðakapphlaupinu erum oft á tíðum nokkuð háð vinnuveitendum okkar og áliti þeirra á okkur sem starfsmönnum. Við teljum okkur hafnað, ef verkin okkar eru að okkar mati ekki metin sem skyldi og verðum ýmist öskureið eða gjörsamlega eyðilögð, sem afleiðing að þessari tegund höfnunar. Við virðumst flest þurfa annað fólk til að segja okkur hvert manngildi okkar er og þá um leið hæfni til starfa. Eins er með yfirmenn sem starfsmenn hafna, þeir taka það vissulega nærri sér sem er mjög eðlilegt og eiga venjulegast erfitt með að skilja af hverju þeim er hafnað, enda ástæður oft mjög loðnar og illkvittnar
jafnvel þegar betur er að gáð. Í þessari tegund höfnunar felst ekki minni hætta á sterkri kennd höfnunar, sem ruglað getur sjálfsmatið tímabundið. Það á engin að komast upp með það að ákvarða manngildi okkar og hæfni án þess að við gerum það upp við okkur hvaða álit við sjálf höfum á verkum okkar og persónu fyrst. Þannig komum við sjálf í veg fyrir, að ósanngjörn höfnun meðalmennskunnar fái líf í okkur sjálfum og lami tímabundið starfshæfni okkar. Af þessum ástæðum skoðuðum er virkilega viturlegt, að eyða sem mestum tíma í sem fullkomnasta tegund sjálfsræktar sem miðar fyrst og fremst að því að gera okkur hæfari til að verjast hinum ýmsu tegundum höfnunar og senda þær beint til föðurhúsa, með bros á vör náttúrlega. Í ellinni er algengt að enn ein tegund höfnunar fái
líf. Við sem yngri erum og brattari erum því miður mörg tiltölulega skeytingarlaus, þegar við höfnum þeim sem hafa alið önn fyrir okkur og á árum áður lögðu flest í sölurnar til að gera veg okkar sem mestan og bestan. Við erum svo upptekin að eigin þörfum sum hver að við látum gamla fólkið daga upp á stofnunum eins og nátttröllin í gamla daga og þeim finnst vissulega að þeim sé hafnað, óverðskuldað náttúrlega. Við sem erum að byggja okkur hallir og söfnum upp alls kyns óþarfa lúxus í skjóli lífsaflsins, sem enn er stöðugt ættum að eyða meiri tíma í mannleg samskipti t.d. og þá þau samskipti sem liggja í meiri löngun til að gefa gamla fólkinu ögn af tíma okkar, áður en það verður of seint. Við gætum líka notað einhverja möguleika tölvutækninnar til að reikna út til gamans hvað það kostar að hafa fullorðna aðstandendur inn á venjulegu heimili, þó hugmyndin kunni að virðast neyðarleg og jafnvel ósmekkleg. Það er nefnilega líklegt að kostnaðurinn verði engum ofviða, en sú gleði sem sambúðinni gæti óneitanlega fylgt er öllum aurum betri. Við eigum að fá að vera eins lengi inn á venjulegum heimilum og hægt er, en ekki lokast inn á stofnunum, óhamingjusöm. Auðvitað er yndislegt, að veikt fólk og illa haldið líkamlega eða andlega skuli eiga kost á vist á hinum ýmsu stofnunum. Aftur á móti er hryggilegt til þess að vita að í nútíma© þjóðfélagi skuli finnast inn á stofnunum fullorðið og tiltölulega hraust fólk, sem finnst að bæði ættingjar og þjóðfélagið hafi hafnað því freklega með því að afgreiða það langt fyrir tímann
inn á stofnanir, og það er erfið höfnunarkennd sem þarna er á ferðinni. Hafnanir eru og verða alltaf sárar hvort sem það erum sjálfshafnanir eða hafnanir af völdum annarra og erfitt að ímynda sér hvernig og þá hvenær von sé á að slíkt sé£ár sögunni. Best væri auðvitað að við værum öll klár á því, að höfnun segir svo lítið um manngildi okkar. Við getum aldrei í öllum tilvikum gert svo öllum líki, hvað þá að við getum öllum stundum verið alsæl með okkur sjálf. En þegar höfnun dregur úr lífsafli okkar og framkvæmdarvilja er hún neikvæð og þarf íhugunar við. Mikið er til af sálfræðingum og geðlæknum, sem eru
fúsir eru til að auðvelda okkur að skilja hvernig vinna megi skipulega að því, að uppræta þessu hvimleiðu tilfinningu úr innra lífi okkar og algjörlega nauðsynlegt að nota sér frábæra þjónustu þessara starfsstétta í öllum þeim tilvikum þar sem við erum þess ekki megnug sjálf, að uppræta höfnunartilfinninguna án utankomandi hjálpar. Það þarf engin að skammast sín fyrir að vera eyðilagður yfir höfnun einhvers konar, slíkt er fráleitt. Við getum tæplega komist í gegnum heila mannsævi öðruvísi en að upplifa einhvers konar höfnun og ekkert eðlilegra. Aftur á móti er mjög óeðlilegt, ef þannig atvikast í lífi okkar, að við leggjum upp laupana, því þá erum við óbeint að fallast á að við eigum ekkert betra skilið en vera hafnað og það er
synd. Engin á að líða lengur fyrir höfnun en nauðsyn krefur. Biturleiki og lægri þættir persónuleikans eru mjög virk tilfinningaáhrif eftir hafnanir, og þá er um að gera að fullvissa sig um hvort okkur finnst sá sem hafnar eiga eitthvað sem við eigum ekki tvöfalt. Að lokum þetta; sé tekið tillit til þess, hvað við erum flest áhugaverð, reyndar alveg yndisleg meira að segja, er engin ástæða til að gefast upp, þó ófullkomið fólk kunni að hafna okkar annars ágætu
persónu. Það er sem betur fer til fullt af fólki, sem hefur enga tilhneigingu til að hafna öðrum og síst óverðskuldað, og þetta fólk er fleira en hitt sem
sérhæfir sig vegna einhvers konar vonbrigða með sjálft sig í að hafna góðu og hæfileikaríku fólki. Það koma ekki allir dagar í einu en sem betur fer hver á eftir öðrum. Þetta er ágætt að hafa í huga, þegar við erum leið og óhamingjusöm vegna annarlegrar þarfar fólks til að beita okkur frávísun af nánast óskiljanlegu tilefni. Allar framkvæmdir sem eru bersýnilegar rangar hitta
okkur sjálf fyrir fyrr en síðar. Þess vegna er engin ástæða til að gráta óréttlæti það sem við finnum til, þegar við erum á valdi þeirra viðkvæmu tilfinninga sem frávísun óneitanlega fylgir. Þeir sem hafa rétt sjálfsmat og næga virðingu fyrir sjálfum sér, sjá vitanlega í gegnum allar óþarfa tilhneigingar annarra til að gera lítið úr þeim, og brosa breitt þegar þeir
fá dyrnar á nefið á sér og dettur ekki í hug að gefast svo auðveldlega upp, hvaða vopnum eða brögðum sem beitt er til að hafna þeim. Þeir sem trúa á eigið
manngildi þurfa engu að kvíða, því þegar þeirra tími kemur sem gerist fyrr eða síðar, sem betur fer, þá fá þeir vitanlega að fullu notið sín. Í framhaldi af þessum spaklegu niðurstöðum hlustum við á gott lag og látum okkur dreyma um betri tíma og aukna hamingju.
+++
Höfundur: Jóna Rúna

Óhætt er að segja að margt getur gerst í okkar ágæta heimi sem kemur á óvart, sérstaklega með tilliti til þess að við lifum á tuttugustu öld. Reyndar öld ótrúlegra framfara og ekki síst á sviðum tækni og vísinda eins flestum er vel kunnugt um. Eins er að á allra síðustu tugum og kannski árum hefur hlutskipti kvenna á vissan hátt breyst, þó betur megi ef duga skal ganga að rétta allan mögulega jafnréttisbaráttu þó eitt og annað hafi vissulega áunnist á hjartkærum baráttumálum okkar stelpnana, Ef við konur eigum að standa körlum jafnfætis í mikilvægum þáttum tilveru þessara tveggja kynja og tengjast meðal annars mögulegum atvinnu tækifærum og eðlilegum launajöfnuði þar að lútandi, þá verðum við stúlkur að halda skynsamlegan vörð um það sem þegar hefur áunnist og færa okkur nokkuð nettlega ennþá frekar uppá skaftið.

Mig rak í rogastans eftir að ég heyrði ótrúlega frétt sem tengist atvinnumöguleikum og viðhorfum til kynsystra okkar í Asíu. Frétt sem upplýsti það að flugmálayfirvöld tiltekins lands þar austur frá hefðu ákveðið að hverfa aftur til fortíðar í vali á starfskröftum í hefðbundið hlutverk flugfreyju. Nokkuð sem kemur sérlega óþægilega við mig vegna þess að mér var kurteislega hafnað af sýnilegum yfirþyngdar ástæðum hér um árið, þegar draumastarfið var að sjálfsögðu flugfreyjan. Ég get vel viðurkennt hér og nú, að meiningin var að verða um sextugt flugfreyja í Asíu, til þess að styrkja heilbrigt sjálfsmat og yfirvinna gamla höfunarkennd tengda Flug­félagi Íslands.

Af þessum augljósu ástæðum er kannski ekkert skrýtið, þó ég yrði hissa og reyndar ögn spæld þegar þessi ömurlega frétt barst mér frá Asíu að velvitibornar konur og jafnvel nokkuð þéttvaxnar væru ekki nothæfar í flugfreyjustarfið. Þessari tvíræðu staðreynd má ég reyna að kyngja, þegar ég í sakleysi mínu sé fram á ögn betri tíð okkar fjölgáfuðu og fjörlegavöxnu stelpnanna, sem höfum drifið okkur útúr sjálfskipuðu öskubuskuhlutverki með harðfygli og töluverðri fyrirhöfn út í lífið, sem sjálfstæðir og vel skipulagðir einstaklingar og annan hátt áhugaverðar þjóðfélagsþegnar. Tilbúnar að skila okkar hlut ríflega á hinum ýmsu sviðum einkalífs, atvinnu, áhugamála, frelsis og heðbundinnar baráttu hins venjulega lífs, sem byggist meðal annars á áhuga á að meta sjálfa sig að verðleikum og óska þess sama af öðrum, án tillits til útlits, kyns eða aðstæðna. auk þess að bera gæfu til að nota vel þau fjölbreyttu tækifæri sem kynnu að gefast okkur sem viljum áfram í tilverunni en ekki aftur til fortíða að þessu leiti að minnsta kosti.
--------------------------Shadows----------------------
Hvað um það framámenn flugmála í asíulandinu áður nefnda heimta nú að konur sem eru augljóslega kjúklingar í kvenmannslíki gangi alfarið fyrir, þegar á að velja í störf flugfreyja. Þeir telja þessir ágætu herrar gamalla viðhorfa, að það geti skipt sköpum efnahagslega að ráða konur með læri, lendar og barm sem minnir á þessa ágætu fuglstegund, sem stundum hefur verið talin hafa örvita einkenni þegar vitsmunir fuglsins hafa verið til umræðu manna á meðal og sérstaklega þeirra sem hafa þurft að lifa fuglinn af með tilheyrandi fylgihlutum og annarri óútreiknanlegri fyrirhöfn.

Sem sagt eftirsóknarverðasta asíutýpa flugfreyju, er grannholda, áferðarfögur, vitgrönn dúkkulýsugerð og það sakar sýnilega ekki ef hún getur kvakað dálítið, þannig að strákum ungum sem öldnum finnist á flugi sínu heimshornanna á milli, að þeir sé á einhvern hátt ákaflega áhugaverðir reyndar meiriháttar spes og allt til vinnandi til að ná athygli þeirra og aðdáun, jafnvel þó ofar skýjum séu hvort sem er heima eða að heiman. Þeir eru með þessum hæpnu framkvæmdum látnir greiði vel fyrir óumbeðna hallærisþjónustu, sem liggur í grófu vanmati á þeim sem heilbrigðum velvitibornum karlmönnum og ofmati á líkamlegri fegurð sem hreint ekki hefur tryggt konum stjörnulíf, happ eða hmingju fram að þessu og þaðan af síður karlmönnum ánægjuleg og eggjandi samskipti við hitt kynið.

Sem sagt greindar, sjálfstæðar og framsýnar konur sem kannski hafa rúmlega fimm til fimmtíu kíló umleikis og umfram tískuímyndir um eða ofar nafla, getur ekki auðnast sú upphefð að fá flugfreyju starf í viðkomandi asíulandi, þó kynþokkafullar geti reynst t.d. hjá sumum ættbálkum afríku eða bara hjá skynsömum strákum hér heima á landinu okkar góða, en ísilagða á köflum. Enda mjög eðlilegt að strákar á köldu og veðurhörðu landi eins og Íslandi kjósi frekur efnismiklar konur í bland, þó ekki væri nema til að lækka í allri verðbólgunni ótæpilegan hitakostnað og sýna þar með nokkra fyrirhyggju í peningamálum eins og íslensku strákum einum er lagið a.m.k. stundum, sumum eða þannig.
--------------------------Shadows-----------------------
Ekki er verið með áður sögðum ábendingum að veikja möguleika kjúklingakenndu kvenímyndarinnar, heldur þvert á móti benda á að konur eru vitsmunaverur og vel flestar með allgóða skynsemi og býsna notadrjúgt heilabú yfirleitt og verða að sjáfsögðu einstakar hver á sinn hátt, hvað sem allri almennu holdafarisumræðu teprulegra karlmanna líður.

Eins og öllum er kunnugt um stóð um það mikið stríð á öldum áður hvort konur hefðu yfirleytt t.d. sál eða vitsmuni yfirleitt og á tímabilum voru við ákvarðaðar andlega eins og við værum eins og hverjir aðrir misþungir og áferðarfallegir kjöthleyfir, sem væru ganglegir til síns brúsk eftir atvikum, en ekkert meira eða minna en það.

Síðan þetta var höfum við konur komist að því sjálfar af skiljanlegum ástæðum, að forsjónin skildi okkur ekkert útundan, þegar hún skóp að hún vissi mann og konu í sinni mynd. Ef eitthvað er, þá finnst allavega sumum verulega skynsömum strákum að Drottinn hafi verið mun örlátari í öllum gjöfum sínum til okkar stelpnana. Enda erum við að sjálfsögðu á góðri leið með að sanna að svo sé eins og sést greinilega á ágætum framgangi okkar heima og að heiman, hvað sem öllu afturhaldssömum asíu mönnum líður.

Mennum í stjórnunarstöðum ættu íhuga alvarlega misskilning þess, að herfa með þessum óáhugaverða hætti til fortíðarinnar og það í flugmálum, sem teljast þó undanbragðalaust mál seinni tíma uppgötvana og því fráleitt og ætlast til að þeir sem að þessum ágæta ferðamáta loftsamganga standa detti í hug, að því verði tekið með þögn og þolimæði, ef þeir ætla sér alfarið að hafna heilbrigðri skynsemi og framúrskarandi manngildi sumra kvenna á altari þess hégómlega með því að efast um að í fallegri konu geti þrifist ágætt heilabú og öfugt.

Hvað þá að þeim detti í hug að í þykkvaxin kona geti ekki haft kynþokka, sem er fáranleg þröngsýni eiginlega útþynntir fordómar, sem alls ekki ættu að eiga sér stað á okkar tímum. Eða eins sagt var fyrir tuttugu öldum og rúmlega það eitt sinn." Fjörlega vaxnar stelpur geta haft ótrúlegt aðdráttarafl fyrir utan það hvað þær eru oft meira en í meðallagi greindar, þó þær grönnu séu líka ágætar eftir atvikum og ekkert síðri ef betur er að gáð." Þar höfum við það stærðin skiptir í sjálfum sér ekki máli eða annað umfang einungis hæfnin og á það mat að sjálfsögðu við um fleira og strákum öllu nærtækara.
---------------------------Shadows----------------------
Hvað sem öllum hentugum kvenímyndunum líður, þá er það nú einu sinni svo, að hvort sem við erum konur eða karlar feit eða mjó, vitgrönn- eða þykk, eru það í sjálfum sér enginn aðalatrið í mannlegum samskiptum sem betur fer og eiga aldeilis ekki að vera það. Það sem á að sjálfsögðu að skipta mestu máli er það, að við séum sannar og heiðalegar manneskjur, sem viljum hvert öðru vel og geymum sem aðal innra með okkur kærleishvetjandi lífsviðhorf hvert til annars. Mangildi hvers og eins á að vera mælistika á hæfni hans og þá möguleg tækifæri í lífinu, en alls ekki útlit, kyn, aðstæður eða ætterni.
Manngildisstefnan er þegar á allt er litið eina raunhæfa stefnan sem ber að hlú að og rækta. Í henni fellst nokkuð sem getur fært inní samfélagið meiri mannúð og aukna mildi fyrir hvert og eitt okkar. Þannig stefna tryggir öðrum stefnum meira, að hver fái að njóta sín í samskiptum og tækifærum eins og hann er, en ekki vegna einhvers óþarfa hégóma eða andlegs hallærisháttar, sem mælistiku á möguleika fólks til að kallast fyrirmyndar fólk og getur reynst töluvert mikils virði, þrátt fyrir sýnilega útlitsgalla eða erfiðar yrti aðstæður. Burt með lákúru þá sem víða þrífst og tengist ofmati okkar á því sem sést, en vanmati á því sem lifir í innra lífi einstaklingsins og segir svo mikið um manngildi hans.
--------------------------Shadows----------------------
Þetta er þátturinn Gagn og Gaman með Gulla og Jónu Rúnu. Mannlegi fjölskyldu þátturinn sem er alltaf á sunnudagskvöldum hér á Bylgjunni kl: 22:oo fyrir mig Gulla og ykkur til að skoða og velta fyrir okkur einu og öðru sem mögulega getur hentað okkur sem viðmiðun við allt annað gott og gagnlegt sem hægt er að njóta í þessu ágæta samfélagi okkar allra okkur til uppörvunar og kannski smá gleði líka. Við viljum flest eignast innri frið og aukin andleg verðmæti, auk meiri persónulegar hamingju og því hollt og gott fyrir okkur öll að gefa sálartetrinu sína næringu eftir efni og ástæðum.voninni. Umræðuefni sem við þurfum svo sárlega á að halda mörg hver, til uppörvunar í hinum ýmsu málum hins daglega lífs, ef við erum kannski vondauf og svartsýn.


Við endum með því að fara saman með bænina sem Drottinn gaf okkur öllum "Faðir Vor og minnast um leið saman allra þeirra sem minna mega sín hvar sem þeir eru staddir í þessari ágætu veröld
+++
LJÓ
Sólin er tákn þeirra birtu sem lifir
í sérstöku fólki í litum bliksins.
Sálirnar veita yl og fegurð í þögn
öllum sem þiggja gjöfina.
Undarlegt en satt.

Þessar litofnu skínandi sólarperlur
sjá gildi kærleikans án orða.
Þær umvefja sköpun Guðs án krafna.
í angan eilífðarorku sem örvar og gleður
Undarlegt en satt

Himinn ,haf , menn,dýr og jörð ljóma
í heitum kærleiksloga þeirra.
Í hverju spori er trúmennska tignuð
í tækifærum sem örvar til dáða.
undarlegt en satt.

Án elsku þeirra sem hafa neista náðarinnar
að leiðarljóst ríkir vondeyfð í hjarta.
Hver athöfn unnin af trú von og kærleika
opinberar sköpunarvilja drottins .
Undarleg en satt.

JRK (Höf.).
Höf: Hallgerður Hádal " Hugarórar Hallgerðar"
Það er alveg rosalegt álag á mér þessa dagana, reyndar er nokkuð ljóst, að ég er rólega að geðbilast. Málið er að ég var sett í meiriháttar straff, þegar ég ropaði skyndi­lega, reyndar rosalega, í einni af mörgu laxaveislunum, sem gengið hérna heima hélt á dögunum. Pælið í því maður er klæddur upp í föt og fínt, til að þóknast þessu ruglaða liði og má ekki einu sinni við matarborðið láta búkinn tala. Mamma er búin að grenja og grenja svo svakalega síðan þetta gerðist og er alveg með það á beru, að við séum búin að tapa öllum tengslum við um tíu toppa í þjóðfélaginu vegna þessa atviks. Það eru alla vega tvær vikur síðan nokkur minkapelsgella eða kjólfatapinni hefur hringt og boðið okkur í lax. Maður getur ælt þessum ofdekurs­veislum sem maður verður að sitja stífur í eins og hrífuskaft og brosa í allar áttir, þó maður hafi nóg, að gera með brosið þess á milli. Hvernig á ég t.d. að redda snarlega eins og fimm geisladiskum í safnið, ef ég lamast í kjálka við þetta álag. Hugsið ykkur og allt bara af því að ég er neydd til að brosa við liði sem sér hvort sem er, er ekkert nema frekjan og tilætlunarsemin. Það er sko alveg greinilegt eftir svona áfall, að ég brosi ekki fimmtán sinnum í röð fyrir afa á Grandanum í von um að sá gamli opni aldamótabudduna sína, til að redda þessu með diskana. Það er ekki hægt að safna sjálfur fyrir öllu. Ég er svo innilega búin. Ég meina það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að leggja á ungling sem er svo greinilega miður sín af þreytu og sennilega rétt við það að lognast bara útaf, eins og sést svo innilega.Ég finn ekki betur en þeim sé svo sama, þó ég breytist bara rólega í spegilmynd mína og hreinlega svífi hér um húsið eins og vofa. Bara af því að að liðinu finnst svo sjálfsagt að nota mig nánast eins og borð­skraut, hvenær sem þetta sett hefur boðið fyrir fólk sem varla getur talað fyrir flottheitum og fínum andlits­kippum. Það sést svo greinilega að þetta gengi er farið að sjúskast. Þoli ég þetta pakk? Nei! Og þá meina ég NO! Glæta að gefa þessum krumpuðu kroppum meiri tíma. Ég hef aldrei séð svona uppáþrengjandi og ofdekrað laxalið. Glansmyndagengi sem ræður ekki við græðgina í sér og sem betur fer ropaði ég framan í það með það sama. Áttu þau það skilið? Já og það er á tæru. Við skulum bara athuga það, að þegar ég ráðlagði Jóu vinkonu að ropa svona innilega í einni veislunni heima hjá henni, þá gekk allt snarlega upp með það sama. Jóa þurfti þetta sama kvöld að díla smá peysu skipti við ellefu manna lið og varð að losna á innan við tíu mínútum við þetta " big mama borðhald" og það tókst. Hún bara ropaði til hægri og vinstri stanslaust í sirka fimm mínútur. Eða rólega má segja þangað til allir fengu sæmilega góða velgju og pabbi hennar sagði mjög smeðjulega:" Jóa þarf að fara, vonandi er öllum sama." Glæta eða þannig. Vonandi verð ég uppgvötuð fljótlega .
+++


H U G L E I Ð I N G Höf:jrk

Þegar tvær ungar manneskjur fella hugi saman og annað
hvort ganga í hjónaband eða taka upp sambúð er varla
liðið ár áður en þau hafa eignast barn í flestum
tilvikum. Fjölskylda hefur skapast. Við köllum barn
eða börn sem við eignumst með þessu hætti börnin eða
barnið okkar. Gera má ráð fyrir, að flestir telji að
þeir “eigi” börnin sín. Þessi eignarréttarhugmynd getur
haft slæm áhrif fyrir barnið síðar meir. Því hún
getur haft það í för með sér, að sumir foreldrar telji
að þeir geti af þessum ástæðum ráðskast með börn sín
að eigin vild, ekki einungis meðan þau eru ung, heldur
stundum frameftir öllum aldri. Það er þess vegna
hollara að líta svo á, að maður “eigi” ekki beinlínis
börnin sín, heldur hafi verið “trúað” fyrir þeim, eins
og Kahlil Gibran bendir á í ljóðum sínum í
"Spámaðurinn", og eigi því að annast þau eins vel og
maður getur meðan þau eru ósjálfbjarga. Við skulum
minnast þess í þessu sambandi, að margar manneskjur,
sem hafa tekið að sér fósturbörn hafa reynst þeim
hinir elskuríkustu foreldrar, þótt þau hafi komið í
heiminn fyrir tilstilli annarra en þeirra. Því miður
er ekki alltaf hægt að treysta því að hinir
raunverulegu foreldrar verði góðir og réttlátir
foreldrar. Það fer eftir skaphöfn þeirra og andlegumþroska. Minnumst þess að börn eru dásamlegir
einstaklingar ef þau fá notið sín. Því er einlæg
vinátta og skilningur á þörfum barns það sem verður
kveikjan að meiri hagsæld og betri tækifærum þegar þau
taka sjálf við taumunum. Þessi eignarréttartilfinning, sem minnst var á hér að
framan, getur leitt til þess að faðir eða móðir
beinlínis krefjist þess af börnum sínum, að þau njóti
sömu menntunar og foreldrar vegna þess að þetta séu
börnin þeirra. En nú verða börn oft gjörólík
foreldrum sínum að áhugamálum og öðru leyti, þegar
þeim vex fiskur um hrygg. Þetta eru aðrar sálir en
foreldrarnir og verða því að fá að njóta sín sem
slíkar. Best er ef foreldrar hafa þroska til þess að fylgjast
gaumgæfilega með áhugamálum þeirra og leyfa þeim að
læra það sem hugur þeirra stendur til og hjálpa þeim
til þess. Vanmat á hæfileika barns til að sjá mun á
réttu og röngu er alvarleg fyrirstaða í samskiptum
okkar foreldrana oft á tíðum. Við göngum iðulega að
því sjálfgefnu að börn skilji ekki eitt og annað sem
viðkemur tengslum við fullorðið fólk. Þetta er
hugsanavilla og óþarfa einföldun á skynsemi barns sem
svo sannarlega hugsar sitt, þrátt fyrir allt. Börn
sem eru gagnrýnd mikið fyrir þörf sína fyrir andlegtfrelsi og jafnrétti tapa oftast hæfileika sínum til að
hafa skoðun á einu og öðru af þeim ástæðum sem
fullorðið fólk, það er hryggilegt. Sektarkennd er fyrirbrigði sem flest börn kannast vel
við, tilfinning sem við foreldrarnir erum nokkuð
lagnir við að læða inn svo að okkar vilji fái betur
notið sín. Athugum eitt algengt dæmi: Foreldri við barn sem ekki
vill hlýða. "Gunna og Jón gera alltaf það sem þeim er
sagt. Heldurðu að það sé munur að eiga svoleiðis
börn. Hvernig væri að þú reyndir þó ekki væri nema
einu sinni til tilbreytingar að líkjast þeim."
Framhaldið gæti auðveldlega hljómað einhvern veginn
svona: "Auk þess er hausinn á mér hreinlega að klofna
vegna þreytu, en þér er náttúrlega sama um það, bara
ef þú getur gert það sem þér hentar." Hvað gerist svo
í framhaldi af þessu? Foreldrið sendir barni sínu
kuldalega augngotu og þegir svo þunnu hljóði. Barnið
þolir illa þannig aðstæður og annað hvort lætur undan,
þó það telji sig í fullum rétti til að hlýða ekki, eða
örvinglast og fyllist óbærilegri sektarkennd. Barnið
finnur að það stoðar lítið að hafa skoðun, það er búið
að ákveða, að ef það líkist ekki annarra manna börnum
er það ófært og jafnvel uppreisnarseggur. Enn bætist
við sektarkenndina og börnin hugsa, það þýðir ekki að
reyna að bera hönd fyrir höfuð sér, hvað þá að geratilraun til að koma skoðun sinni á framfæri, því þá er
bara bent á, að fullorðnir hafi alltaf rétt fyrir sér,
sem náttúrlega er fjarri sanni. Fullorðið fólk er
ekki óskeikult frekar en aðrir þjóðfélagsþegnar, okkur
hættir bara við að ofmeta okkur sjálf en vanmeta
börnin. Skortur á samræðum við börn leiðir iðulega af
sér þannig misskilning. Það þarf tíma til að rækta tengsl við börn og sá tími
er og getur verið vandfundinn, vegna þess að
lífsgæðakapphlaupið er of krefjandi ef þörfin fyrir
óþarfa luxus er dýrmætari en innilegar samræður og
mikilvæg skoðunarskipti við börn eru látin lönd og
leið af slíkum ástæðum. Fer þá samband barns og
foreldra fram á hlaupum og gagnrýni situr í
fyrirrúmi, en minna verður um gagnleg skoðanaskipti á
milli okkar foreldranna og barnanna sem okkur er trúað
fyrir í mislangan tíma og eiga í raun sitt líf sjálf.
Reynslan hefur sýnt að í samskiptum foreldra og barns
er samningaleiðin farsæl, þ.e.a.s. að reyna öllum
stundum hversu langan tíma sem það tekur, að finna
lausn allra mála, þannig að allir geti haldið
einhverju af sínum viðhorfum til streitu og ekki halli
á barnið í þeim efnum, það á sinn rétt. Betra er að
börnin eigi færri flíkur, minni herbergi og jafnvel
enga möguleika á utanlandsferðum, heldur en stór
stressaða foreldra sem standa ekki undir eigin kröfumum velmegun og gleyma í allri gervimennskunni að börn
þarf að elska sem vitiborna einstaklinga sem verða að
fá að mótast eins og þeirra eðli kallar á, en ekki
eins og við foreldrarnir væntum að innra með þeim búi.
Við getum leiðbeint þessum elskum og aukið hæfni
þeirra til að taka sem mesta ábyrgð á sínu eigin lífi,
þótt lítil séu, en ekki búið til í þau það sem ekki er
fyrir hendi í upplagi þeirra. Auk þess getum við
hrósað þeim og hvatt þau er vel tekst til og við
skynjum að þau eigi eitthvað innra með sér sem gæti
aukið velferð þeirra eða annarra. Er um að gera að
gefa sér tíma til að benda þeim á hugsanlegar leiðir
til að finna hæfileikum sínum farveg. Hrós, kærleikur,
góður svefn, hollt fæði og hvatning
eru mikilvægir þættir í lífi barna, eins er sú
kjölfesta sem vissan um tilvist guðs er hverju barni
og þá er styrkur bænarinnar nokkuð sem ekki ætti að
vanrækja. Þegar við foreldrar erum óánægð með framkomu barna
okkar ættum við að íhuga hvort ekki sé hægt að milda
erfitt samband með því t.d. að vanda betur val á því
sem kalla mætti aðalatriði í samskiptunum. Reyna sem
sagt að greina aukaatriðin miskunnarlaust frá. Barn sem
er andlega og líkamlega rétt skapað verður að vera
óþjált líka, annað væri ónáttúrulegt. Foreldrar geta
verið mjög þreytandi ef því er að skipta, t.d. geturofríki verið barni óbærilegt ásamt endalausum kröfum
um hlýðni. Jafnvel á sökkum stöðum. Börn þurfa að fá
að vera þau sjálf sem mest, en þeim veitir þó ekki af
umhyggju, svo sem tilfinningalegri og sálrænni sem
byggist á persónulegum kærleika. Börn eru nefnilega eins
og móðir jörð, þau þola ekki að vera endalaust í sól. Þau þurfa öll tilbrigði
innra veðurfars ef þau eiga að þrífast eðlilega. Þess
vegna er óháttvísi að fara fram á að þau séu öllum
stundum með sólskinbros á vör. Betra væri að öll
tilbrigði andlegs veðurfars fengi að leika um þeirra
viðkvæmu sál. Heimtum ekki að börn séu ónáttúruleg og
stöðluð. Betra er að þau séu sjálfum sér samkvæm og
kunni að meta andleg verðmæti, en að þau séu öllum
stundum eins og fagurlega skreyttar silkibrúður sem
ekkert gerist í huganum hjá.
+++
HÖF:JRK SJÁNDI
(AÐALF.) GEFUM HUGBOÐUM OKKAR GAUM
(UNDIR.) INNSÆIS VITNESKJA ER STAÐREYND
Við þekkjum það mörg úr okkar daglega lífi hvað það getur verið mikilvægt að við gefum hugboðum okkar gaum. Mörg okkar láta þau þó eins og vind um eyru þjóta og átta sig ekki á mikilvægi þeirra fyrr en þau hafa síðar sannað réttmæti tilvistar sinnar í gegnum einhvers konar staðreyndarveruleika okkur eða öðrum viðkomandi. Fá okkar skilja fyrirfram þau skynjunarkenndu huglægu skilaboð sem við köllum hugboð, þrátt fyrir þá staðreynd að hugboð koma og fara í lífi okkar margra. Það er margsönnuð staðreynd að hugboð eru algeng og reynast oftar en ekki innihalda vísi að því sem koma skal. Það gerist alltof oft að við ýtum þeim frá sem einhver konar bábylju eða vitleysu.
(MILLIF.) TÚLKUN HUGBOÐA KREFST ÞJÁLFUNAR
Það er komin tími til þess fyrir mörg okkar að læra að hlusta á hugboðin okkar.Þau byggjast á innsæishugsun og tilfinningalegri skynjun sem getur verið erfitt að skilja rétt nema með langri þjálfun í því að breyta óljósri og óvæntri andlegri skynjun í rökræna hugsun. Hugboð eru mun algengari fyrirbæri en við viljum kannast við og áreiðanleiki þeirra er jafnframt meiri en við áttum okkur á nema við höfum gefi þeim sérstakan gaum og þjálfað okkur í að meta þau og skilja. Það er áríðandi að við æfum okkur í að átta okkur á gildi þeirra hugboða sem við fáum af og til af ástæðum.
(MF.) TILFINNINGAR VELLÍÐUNAR EÐA VANLÍÐUNAR
Við verðum flest að hafa alltof mikið fyrir hversdagsleikanum og sökum þess m.a. erum við á eilífum þeytingi og sífellt spennt og streitufull. Það þarf ró og kyrrð til þess að geta eignast gott samband við innra líf sitt. Hugboðin eru partur af innri upplifunum sem koma og fara og gera ekki boð á undan sér.þau geta borðið í eðli sínu staðreyndir um sigra og ósigra ekkert síður en að þau tengjast oft vonum okkar og vonbrigðum. Það er ógjörningur að panta slíka reynslu fyrirfram. Hún kemur yfir okkur fyrirvaralítið og henni fylgja misflóknar tilfinningar vellíðunar eða vanlíð­unar. Allt eftir því í hverju hugboðið flest og á hvaða staðreyndir það vísar þegar betur er að gáð.
(MILLIF.) ÓÞÆGILEG HUGHVÖRF HUGBOÐ A
Algengustu hugboð sem við fáum varða okkar nánustu og þær aðstæður sem við tengjumst og lifum í. Ekki er óalgengt að við eins og skynjum t.d. mögulega hættu fyrirfram og þá er mikilvægt að við bregðumst við þeim hughrifum umsvifalaust.Eins vísa hugboð okkur gjarnan leið að óvæntum eða langþráðum sigrum.Við munum þó flest betur þau hughvörf hugboða sem hafa tengst óþægindum eða ótta. Það á nefnilega sama við með hugboðin eins og hefðbundna reynslu að það sem veldur okkur uppnámi og skelfingu einhverra hluta vegna og fellur undir örðuga reynslu grefur sig einhvern vegin inní sálarlífið og geymist þar.
(MILLI.) ÓVÆNT REYNSLA Í MIÐJU MATSELDI
Fyrir mörgum árum upplifði ég stödd við matseldi í eigin eldhúsi mjög magnað hugboð. Það var komið kvöld og mikill erill var í blokkinni sem ég bjó í. Til­finningin sem greip um sig í huga mínum allt í einum í miðri steikingaratrennu var óttablandin og óþægileg. Ég skynjaði mjög sterkt mikla hættu yfirvofandi.Mér fannst undir öllum kringumstæðum að ég ætti að fara fram á gang, sem var langur og dimmur, og leita einhvers sem væri í hættu staddur. Ég ýti þessari tilfinningu lengi vel frá mér en hún magnaðist frekar en ekki.Að lokum lét ég undan þessum vaxandi innri þrýstingi ótta og áhyggna.Ég tók af mér svuntuna og hálf hljóp út úr eldhúsinu og fram á ganginn. Þegar þangað var komið var engan að sjá í fljótumbragði en óttatilfinningin magnaðist og óx.Ég fann fyrir óskiljanlegri hættu.
(MILLIF. GRÁTUR OG LÍTILL FÓTUR
Ég ákvað að labba eftir ganginum og kanna aðstæður betur. Þegar ég var komin að bruna- og neyðarsvölum blokkarinnar finn ég skelfinguna eflast en sé ekki neitt markvert. Þegar ég svo þrúguð af ótta og vanlíðan opna út á svalirnar sé ég í lítinn fót sem hangir innanvert á svölunum uppá þriðju hæð en afgangur líkamans var götu megin handriðsins. Ég sá að þegar ég gekk nær að drengur um það bil þriggja til fjögra ára hafði prílað upp á handriðið og lafði einungis á læri sínu á handriðinu. Hann var hágrátandi en gat sig hvergi hreyft.Hann virtist skynja þó lítill væri að hann væri í hættu staddur og var þess vegna hræddur.
(MILLIF.) FÁRÁNLEG TILFINNING BJARGAR MANNSLÍFI
Ég læddist að honum og greip þéttingsfast í fótinn sem sneri inná svalirnar og kippti drengnum í einu handtaki inn á svalargólfið án orða eða athugasemda. Þegar drengurinn sem var bæði hræddur og þreyttur áttaði sig á að hann var kominn í öruggt skjól þá grét hann ennþá hærra enda óvíst hvað hann hafði verið lengi í þessari skelfilegu klemmu fullur ótta og örvæntingar. Mín tilfinning áhyggna og ótta var horfin. Ég þakkaði Guði fyrir það að hafa borið gæfu til þess að fara þarna eftir að því er mér fannst í fyrstu fáránlegum tilfinningum hugboðs sem greinilega átti við rök að styðjast þegar til kom. Ég er enn þann dag í dag sannfærð um það að ég hafi með því að fylgja þessum óræðu dulrænu skilaboðum bjargað lífi þessa litla drengs. Hugboðið um hættuna sem væri yfirvofandi fram á ganginum reyndist rétt metið.
(MILLIF.) FYRIRVARALAUS REYNSLA
Varðandi þetta hugboð þá má segja að hægt hefði verið með mikilli fyrirhöfn að ýta því frá sér ef ég hefði reynt það og afneitað þessum óþægilegu skynjunum og að því er virtist fráleitu í fyrstunni. Oftar en ekki tengjast hugboð hættum sem einhver er í. Þessi reynsla mín er ein af mýmörgum sem ég hef upplifað varðandi hugboð fram að þessu. 'I dag hugsa ég mig tvisvar um áður en ég reyni að láta eins og ég hafi ekki fundið fyrir þeim hughrifum eða skynjunum sem koma fyrirvaralaust yfir mig og venjulegast reynst fyrirboðar atvika eða aðstæðna sem ég hef þurft að takast á við og vinna á eða í.
(MILLIF.) 'ARÍÐANDI SKILABOÐ
Forsendur og tilgangur hugboða er margbreytilegur og þau þurfa alls ekki að tengjast neikvæðri atburðarás eða reynslu. Mörg okkar hafa eins skynjað mögulega sigra og hentugar jákvæðar aðstæður fyrirfram. Vandi okkar flestra er þó að við erum ekki ýkja þjálfuð í því að meta þessar sérkennilegu og oftast í fyrstunni nánast órökrænu tilfinningar skynjunar sem við getum orðið fyrir án þess að skilja hvað þær þýða.Best er ef við eins og finnum eitthvað á okkur sem fylgja óþægilegar eða þægilegar tilfinningar að við reynum að álykta í hverju þær liggja og hverju þær tengjast og þannig þreifa okkur áfram með þær til þess að geta sett þær upp í rökrænan búning og þannig brugðist rétt við þeim. Það verður þó að viðurkennast að þó við reynum þetta tekst okkur alls ekki alltaf að finna út um hvaða mál skynjunin sýnst.Það er þó staðreynd að eftir þessum sérstöku skynjunarleiðum óvæntra hugboð geta opinberast okkur áríðandi skilaboð og tækifæri. Margur hefur forðað sér og sínum frá tjóni og skaða með því að átta sig á hvers kyns fyrirboðum fyrifram ekkert síður en að hafa höndlað hamingjuna eftir þessum sérstöku en leyndardómsfullu leiðum staðreynda.
(MILLIF.) HELTEKIN OG HISSA
Við sjáum síðan mörg eftir á af hverju slíkar tilfinningar hafa heltekið okkur.Alltaf verðum við jafn hissa þegar eftir á kemur í ljós að hugboðin okkar eiga við rök að styðjast og búa yfir ákveðnum sannleika.Það segir sig sjálft að ef að við erum gripin ónotatilfinn­ingu sem er staðbundin og tengist ekki lífi okkar og tilveru þá eru líkur á að þær séu utanaðkomandi og tengist einhverri atburðarás.Algengast er að þessar tilfinningaskynjanir tengist staðreyndum sem reynast fyrirboði einhvers sem viðkemur framtíðinni eða liggur í loftinu sem þarf að takast á við umsvifalaust.
(MILLIF.) LEIÐINLEG OG ÓSANNGJÖRN
Mörg okkar kannast við það ef við erum nálægt fólk sem við höfum ekki verið samvistum við áður getum við fengið einhvert hugboð þess að viðkomandi sé varhuga­verður. Venjulegast ýtum við slíkum ónotum frá okkur við þessar aðstæður á þeirri forsendu að við megum ekki vera leiðinleg eða ósanngjörn við viðkomandi.Við reynum að láta eins og ekkert sé og umberum þann sem í hlut á þrátt fyrir andúð og óhug sem við erum haldin gagnvart viðkomandi. Eftir á að hyggja verðum við flest þess áskynja að upphaflegt hugboð mislitra tilfinninga reyndist rétt sökum þess að iðulega kemur í ljós að það sem við fundum átti við rök að styðjast.
(MILLIF.) SÉRSTÆÐ ÞJÁLFUN
'I álíka tilvikum eigum við að reyna að greina rökrænt hvað nákvæmlega í fasi og framkomu þess sem truflar okkur gerir það. Ef við æfum okkur í því að setja þessa mislitu tilfinningar upp eins og pústurspil í huganum þá náum við því flest smátt og smátt að lesa úr þessum óræðu táknum óþæginda sem eins og hellast yfir okkur nálægt vissu fólk í upphafi viðkynningar. Það sparar okkur óneitanlega vandræðaferli óþæginda og vonbrigða ef við leggjum rækt við þessa sérstæðu þjálfun. Þeir sem það hafa gert hafa náð árangri. Sama sjónarmið skilnings og þjálfunar á við um hugboð varðandi mögulegra sigra og ávinninga og á við þau sem viðkoma mismiklum örðug­leikum og hættum.
(MF.) MÖGULEGUR VÍSIR AÐ GLÆSILEGUM TÆKIFÆRUM
Hugboð tengjast skynjunum sem eru að gerast eða munu gerast og sagan sýnir það að oftar en ekki ef hugboðunum hefur verið fylgt eftir þá hefur verið hægt að koma bæði veg fyrir óhöpp og tjón, auk þess sem hægt hefur verið að efla á þennan hátt mögulegar vinnings­líkur fólks af ýmsum ástæðum. Hugboð hafa oftar en ekki gert okkur manngleggri og sáttari í sammannlegum samskiptum. Engum vafa er undir orpið að varðandi tækifæri og möguleika þar sem áríðandi hefur verið að vera fljótur að taka ákvarðanir hafa hugboð komið að góðum notum. Við fáum nefnilega gjarnan tilfinningu fyrir því að eitthvað gott liggi í loftinu ef við framkvæmdum þetta eða hitt. Mörg okkar fylgja góðum hugboðum eftir og ná glæsilegum árangri af ólíkum toga.
(MILLIF.) NÆMARI Á OKKAR NÁNUSTU
Þegar við höfum lært að treysta hugboðum okkar aukum við líkur á því að okkur lánist að komast hjá vand­ræðum og hættum. Ekkert síður en að okkur auðnast frekar að nýta þau tækifæri og höndla sem við höfum í fyrstunni einungis óljóst hugboð um að liggi í loftinu.Varðandi maka okkar og börn þá er enginn vafi á því að sambönd sem byggjast uppá viðlíka tengslum bjóða oftar en ekki uppá möguleika hugboða. Við erum næmari á vanlíðan og vellíðan okkar nánustu en þeirra sem eru óviðkomandi.
(MILLIF.) DRAUMAR OG FJARSKYNJUN
Við álítum mörg að hugboð okkar komi ekki einungis fram í missterkum tifinningaskynjunum heldur og jafnframt í formi drauma og fjarskynjana. Við aðgreinum jafnvel ekki þessi skyldu en þó ólíku form hvers kyns hugrænna skynjana. Það er þó ljóst að þau hugboð sem koma í vöku geta skipta sköpum varðandi gæfu og gengi þess sem þau tengjast séu þau ígrunduð og af raunsæi og með íhugulli dómgreind. Það þýðir þó engan vegi að okkur auðnist endilega fyrirfram að skilgreina það sem þau í raun innihalda og þýða. Hlustum því af athygli á þau sálrænu skilaboð sem eru innihald hugboða og látum ekkert tækifæri framhjá okkur fara til þess að nýta okkur þessa dulrænu reynslu sjálfum okkur og öðrum til framdráttar og gæfum. Það er varhugavert og beinlínis hættulegt að nýta sér sálræna vitund til neikvæðra hluta. Góð hugboð geta reynst gull ígildi. Með vinsemd,
Jóna Rúna

+++
HÖF.JRK JÓNA RÚNA Á MANNLEGUM NÓTU
FÁLÆTI
Sú sammannlega reynsla sem við tökumst á við frá degi til dags er eins og við vitum eftir atvikum jákvæð eða neikvæð.Fálæti er nokkuð áberandi ljóður á fasi og framkomu okkar margra enda neikvætt tjáform. Þau sam­skipti okkar, sem t.d. einkennast af því að vera bæði stuttaraleg og kuldaleg eru iðulega örðug og óþægileg. Skortur á samtalshæfni og jákvæðum viðhorfum til ýmsra hluta í samskiptum er afleiddur, sökum þess að þannig fjötrum fylgja oft á tíðum hindranir og hvers kyns misskiln­ingur.Það er því ákaflega áríðandi, að við eflum eftir atvikum hæfni okkar til að tjá okkur hvert við annað af hreinskilni og í einlægni af ólíkum og mis­mikil­­vægum tilefnum.Það er staðreynd að í þeim samskipta­tengslum, þar sem við af gefnum tilefnum skiptumst ekki á skoðunum um menn og málefnum eru gjarnan óviðkunnanleg samskipta­­­­viðhorf í gangi. Einmitt og ekki síst vegna þess að hömlur tjáskiptafátæktarinnar sundra okkur fremur en sameina okkur. Þegar þannig er ástatt fyrir okkur vantar mikið á að við skiljum og virðum hvert annað. Við sem erum hlynnt því að mál séu rædd ofan í kjölinn af ýmsum tilefnum, hvort sem þau eru persónuleg eða málefnaleg eigum ákaflega erfitt með að sætta okkur við fáorða og jafnvel afundna einstaklinga. Ein megin­forsenda þess að jákvæð samskipti geti heppnast er t.d. sú staðreynd,að við venjum okkur á að tala um það sem okkur þykir hafa áunnist, ekkert síður en það sem miður kann að hafa farið hjá okkur sjálfum eða öðrum. Þegjanda­háttur getur verið mjög raunarlegur við aðstæður sem krefjast annars konar við­móts. Við eigum val í þessum efnum sem mörgum öðrum um hvaða tegund tjáskipta við kjósum að temja okkur. Best er að við veljum að gefa öðrum sem oftast kost á opnum og jákvæðum samskiptum við okkur af ólíkum til­efnum. Þannig læra aðrir að virða okkar sjónar­mið og eignast auðveld­lega skilning á viðhorfum okkar og vilja til manna og málefna. Ótal aðstæður sem við þurfum að takast á við valda því beinlínis, að við erum tilneydd til að tala og tjá okkur. Það telst auðvitað kostur að geta látið í ljós skoðanir sínar af ólíkum tilefnum. Við getum bætt þó nokkur í samskipta­sjóð sjálfra okkar, ef við ákveðum að hafna fályndi og taka upp öðruvísi og ögn jákvæðari valkosti í samskiptum. Alveg sama hvort heldur er vegna okkar sjálfra, annarra eða einhverra málefna.Við getum illa nálgast hvert annað, ef á milli mögulegra tengsla og tjáskipta eru samskipta­brynjur fáleikans. Höfnum því öllum samskiptum sem eru köld og stuttaraleg, því þau fjötra okkur og aftengja öðrum. Eflum í tómlætis stað hæfileika okkar til að vera uppörvandi og opinská hvert við annað, jafnt í aðstæðum sigra sem ósigra, sem og í öðrum aðstæðum. Þannig hugsandi sigrum við fjötra fályndisins og ölumst við það jákvætt samskiptafrelsi.

föstudagur, október 28, 2005

Höfundur: Jóna Rúna Kvaran blaðamaður og rithöfundur

Herinn hefur það

Oftast er það þannig í lífi okkar og tilveru er við stöndum frammi fyrir óvæntum breytingum sem ekki verða umflúnar, að við höfum tilhneigingu í sjálfsvörn, til að finna okkur nýjan farveg fyrir athafnir okkar og vilja til lífsins.
Ég varð fyrir þeirri sérstöku reynslu í júní 2002, að slasast mjög alvarlega á þremur útlimum, við vinnu mína. Eins og sannað er, er eðli slysa oft þannig að afleiðingar þeirra koma skýrar í ljós eftir því sem lengra dregur frá slysi, og svo var um mig. Ég hef orðið að ganga með spelkur á þremur útlimum og farið í fjórar skurðaðgerðir vegna þessa slyss og er enn að kljást við mjög alvarlegar afleiðingar vegna þess. Ég verð sem dæmi að vera í mikilli þjálfun og kemst ekki leiðar minnar án þess að nýta mér göngugrind eða tvo stafi. Með þessu er ég að nota mér tæknina og þá faglegu leið til hjálpar sem nauðsynlegt er.
Þar sem mér er mjög brugðið og hef eðlilega þurft að snúa öllu lífi mínu við, tók ég snemma þá ákvörðun í þessu ferli að byrja sjálf, jafnhliða hefðbundinni hjálp, að leita mér stuðnings, uppörvunar og hjálpar í gegnum mátt trúarinnar eftir kristilegum leiðum. Víða hefur verið beðið fyrir mér og mögulegri velferð minni og framgangi og ég er ekki í vafa um að bænirnar hafa skilað sér mér til hagsældar. Síðan tók ég mig til fljótlega eftir slysið, á milli aðgerða og gifsa, og fór að fara skipulega á milli trúarsamkoma í leit og vissu um að einhvers staðar biði mín aukinn þróttur og styrkur í skjóli kristninnar.
Á þessari píslargöngu minni datt mér ekki í hug að fara á Hjálpræðisherssamkomu en hafði á margra mánaða ferli farið flest annað og oftast haft gott af, þótt engar sérstakar stórframfarir væru sýnilegar. Svo er það eitt kvöldið að allt í einu er ég stödd fyrir eins og röð af tilviljunum á samkomu hjá Hjálpræðishernum. Ég finn það strax og ég kem þarna inn að eitthvað óvenjulegt er að gerast með mig. Mér leið einkennilega vel þarna inni. Það sem sagt var úr ræðupúlti orkaði mjög sterkt á mig en það sem ekki hafði síður áhrif á mig til vellíðunar var einstök lofgjörðartónlist og mjög sérstakur flutningur hennar. Allir tónlistarmenn og þeir aðrir sem Hernum eru viðkomandi og sitja mitt á meðal hins venjulega manns, bera af sér einstakan þokka. Þetta fólk er óvenju kærleiksríkt, glatt og andlega mjög gefandi og hvetjandi.
Ég fann það snemma í sumar þar sem ég mæti á allar samkomur (og geri reyndar enn)að það voru tveir einstaklingar sem sköruðu frammúr hvað varðar það sem heillar mig mest og það er gleði og óskilyrtur kærleikur. Þar er fremst í flokki Miriam Óskarsdóttir sem að mínu mati er góður ræðumaður og fjölgáfaður listamaður enda liggja hug- og tónverk hennar víða innan hins kristna samfélags. Svo er það fallegi, ungi hljómborðsleikarinn með englaásýnina sem ég man því miður ekki hvað heitir, sem spilar af einlægni og innlifun Drottni til dýrðar ásamt því að virðast fullur gleði í starfi sínu.
Mér þótti svolítið einkennilegt að mæta þessu viðmóti strax af því að þegar ég hóf þessa píslargöngu mína, þá sagði ég við Guð: ,,Ég skal styðja þann hóp kristinna manna þar sem ég finn virkilega fyrir Þér og Þinni nærveru.” Ég átti ekki von á því eftir langa göngu, eftir að hafa óvart dottið inn á Hjálpræðisherinn að ég myndi finna slíkt á meðal hermanna, en það gerði ég svo um munaði. Ég eins og margir aðrir í þessu samfélagi hef brosað í kampinn og gefið með semingi í söfnunarbauka þeirra þar sem ég hef mætt þeim á Lækjartorgi eða í Kringlunni, keypt Herópið en lagt það frá mér án þess að veita því mikla athygli. Ég viðurkenni að ég var sek um fordóma og fannst Hjálpræðisherinn vera eilítið skondið fyrirbæri, sérstaklega búningarnir. Ég í blindni minni, gerði mér ekki grein fyrir því að Herinn er hópur fólks sem kemur úr hinum ýmsu kristnu geirum samfélagsins sem út um allan heim eru að vinna einstök mannúðar- og kærleiksverk á þeim sem minna mega sín, svo sem munaðarleysingjum, stríðsþjáðum og þeim öðrum sem hvergi geta leitað skjóls í hremmingum sínum og þjáningu. Herinn rekur alls kyns stofnanir þessum málefnum lútandi um víða veröld og gerir heiminum óendanlegt gagn með skipulögðum, hákristilegum líknarstörfum sínum. Maður skildi hugsa sig tvisvar um áður en maður ætlar sér þá andlegu dríld að fordæma þá sem velja sér að lífshlutverki að lifa í samræmi við boðorð Jesú Krists, þeim sem minna mega sín til framdráttar, hvort sem þeir heita Hjálpræðisherinn, Jóna Rúna eða eitthvað annað. Ég hef lært það af eigin þrautum og því myrkri sem þeim hefur fylgt að það getur verið ótrúlegasta fólk sem, jafnvel það sem maður reiknar síst með, breytir kristilega og kann þá aðferðafræði að kveikja ljós vonar, trúar og kærleika í myrkri. Ég viðurkenni reyndar að það er dálítið þrautafull tilhugsun fyrir mig ef ég á að gefa loforði mínu við Guð í upphafi trúargöngunnar líf með því að ganga í Hjálpræðisherinn, fá búning, sitja á göngugrindinni minni á Lækjartorgi, syngjandi lofgjörðartónlist Drottni til dýrðar og spila á litlu slagverkshljóðfærin og gangandi vegfarendum til gleði og uppörvunar. En það yrði ég að gera ef ég á að standa við áðurnefnt loforð mitt um að styðja þá sem hafa gefið mér það sem öðrum hefur ekki tekist á sama hátt.
+++
Höf jrk
Mbl skoðun /umr
Höldum vörð um viðreista

Ekki fer hjá því á langri ævi að einhvers konar kaflaskil séu tengd lífsgöngu okkar, sem geta verið misvitur og haft ólíkar, margflóknar afleiðingar í för með sér hvort heldur þær eru jálægar eða neilægar. Ég held að það sé nokkuð ljóst að ef okkur um tíma hefur skrikað fótur og við höfum af ýmsum ástæðum vikið af þröngum vegi dyggðarinnar inná breiðan veg hvers kyns bölvunar og vesens, þá er það örugglega ekki lyftistöng sem við kjósum að flagga né sýna öðrum seinna meir þegar okkur tekst að komast aftur á beinu brautina.
Við nefnilega kærum okkur ekki um að undirstrika hvert við annað eða hina, að við kunnum að hafa villst af leið um tíma. Séð frá mér, er ekkert sérstaklega annarlegt við það þó að við þurfum, til að öðlast persónulegan andlegan þroska, að taka af og til einhvers konar drullupolladýfur á vegi vandræða ekkert síður heldur en að fljóta fallega með straumnum á björtum vegi dyggðarinnar.
Það er algjör grundvallarmisskilningur að gera lítið úr þeirri reynslu sem virðist veikja möguleika okkar til vegs og virðingar í samfélagi manna, sér í lagi ef reynslan er lituð einhvers konar myrkri að mati sérfróðra. Ástæðan er sú, að slík reynsla getur í raun verið mjög heppilegt viðmið þakklætis og löngunar í geislum velgengni, sem áminning um það að það skiptir máli að við náum að fóta okkur inní birtunni. En það vill oft gleymast þegar við erum komin þangað að kannski eigum við betra með að halda okkur á þeim stígum einmitt af því að við þekkjum hvað það er mikil þraut og pína, ekki bara fyrir okkur sjálf heldur alla sem elska okkur, að vera á þeim vegi sem leiðir mögulega til hvers kyns glötunar.
Það sama á við afvegaleiðingu myrkurs og þegar við náum okkur upp úr hvers kyns veikindum eða slysum, að þegar okkur farnast vel og allt virðist okkur í haginn, þá kærum við okkur ekkert sérstaklega um að við séum minnt á það að við fengum 0,7 á síðasta prófi eða gátum ekki gengið vegna opins fótasárs. Það er nefnilega sammerkt með okkur öllum að þegar að vel gengur og allt opnast okkur varðandi jákæra framvindu og gleði, þá óskum við ekki eftir að muna að einu sinni var önnur tíð og miklu verri.
Mér hefur þótt afar sárt að fylgjast með því á stundum hvernig fólki sem hefur sigrað veikleika sína og persónuleg vandræði, hefur nánast verið gert ókleift af samferðarmönnum sínum að fá notið sín, miðað við innri gerð reynsluþekkingar og getu vegna þess að viðkomandi á fortíð sem að tilteknum aðilum nútíðar þykir þess eðlis að hún blindar þá á sjón sem er dýrmæt og mikils virði og liggur í því að það er mjög sérstakt að sigra sjálfan sig. Það er alrangt að hanga í fortíðarsýn skakkafalla og misbresta varðandi viðreista, ef þeim auðnast að halda sig á beinu brautinni og gerast sigurvegarar yfir sjálfs síns veikleikum.
Ef við skoðum það hvað það er að vera sigurvegari þá getur enginn orðið slíkur nema sá einn sem nennir að leggja á sig ómælt erfiði og vinnu og hefur eitthvað í innri gerð sinni sem er sérlega eftirtektarvert og liggur frekar í kostum heldur en göllum. Þetta gleymist stundum. Við nefnilega náum ekki tökum á lífi okkar nema að hafa eitthvað til að bera sem manneskjur. Það þýðir ekki að hafa einungis kosti heldur líka galla vegna þess að það er lítið varið í, ef við berum okkur saman við náttúruna, að upplifa frá vöggu til grafar, tengsl við náttúru sem er ein samfella rósa. Við viljum sjá í árstíðum og veðurfari, hvers kyns tilbreytingu sem gleður okkur, hryggir, örvar okkur og dregur úr okkur. Einmitt slíkar viðlíka umpólanir og sviptivindar hið innra gera okkur margflókin og fjölbreytt sem í raun þýðir að við eigum auðveldara með að skilja hvert annað, takast á við atvik og aðstæður, skapa og gefa, þiggja og njóta, auk alls annars sem gerist í innra lífi okkar ef við miðum við að það stjórnist af tilbreytingarríku hreyfiafli eins og allt annað í heiminum og okkur þykir sjálfsagt þó við gleðjumst stundum og hryggjumst líka og allt þar á milli.
Ef við íhugum þann viðreista sem hefur náð að yfirstíga veikleika sína, þá eigum við ekki að gera þá kröfur til viðkomandi með endalausum áminningum um það sem áður var, að sá hinn sami sé eins og eitt allherjarsólskin stöðugt. Ef að það dregur fyrir sólu, þá er ekki gott að viðkomandi sé stöðugt minntur á það að það hafi ekki verið nein gæfa því samfara að vera í skugganum. Þetta getur gerst á sama tíma og við sem ekki höfum afvegaleiðst erum að hlaupa upp og niður, út og suður, í alls kyns hreyfihvörfum sviptinga hið innra, sem kalla auðvitað á ýmis konar hvörf skemmtilegra og miður skemmtilegra þátta sem auðvitað búa inn í okkur öllum. En í okkar huga þá á hinn viðreisti að vera stöðugt eins og geislandi sól og ef dregur fyrir hana innra með viðkomandi þá erum við fljót að lýsa frati á þá persónu.
Það segir sig sjálft að svona afstaða okkar til hvers annars og sér í lagi til þeirra viðreistu, er algjörlega langt frá því að vera náttúruleg, því að þegar allt kemur til alls þá er uppbygging okkar og eðli afar skylt öllu því sem fer fram í náttúrunni sjálfri, sem þýðir að við hljótum að fara frá því hæsta til þess lægsta, frá svartasta myrkri til mestu birtu, og allt hlýtur að gerast innra með okkur sem má finna í hreyfihvörfum náttúrunnar, hvort sem það heitir fegurð eða ljótleiki, styrkur eða veikleiki eða annað.
Höldum því vörð um þá viðreistu og virðum þá sem hetjur sem sigrast hafa á veikleikum sjálfs síns og þannig orðið sigurvegarar vegna eigin kosta þó svo að einhver okkar hinna hafi verið svo heppin að fá tækifæri til að ýta undir að slíkt yrði mögulegt. Meðferð okkar á hetjum á að vera jákvæð, uppörvandi og hvetjandi en ekki lamandi, niðurrífandi og vanvirðandi eða lituð af einhvers konar afskræmdri afstöðu til þeirra sem hafa sýnt vilja og dug til að drífa sig inn á veg tækifæra, dugnaðar og löngunar til að láta gott af sér leiða. Mér hefur þótt sem að við sem ekki höfum verið villuráfandi um tíma svo eftir sé tekið, hafa haft tilhneigingu til að þvælast fyrir þeim viðreistu með alls konar fordómum og leiðindum og frekar draga úr þeim kraft og getu heldur en að hoppa hæð okkar yfir framgangi og sigurvilja þeirra sem hlýtur að verða aðdáunarverður.
Það sem er kannski enn þá sorglegra er að við höfum tilhneigingu til að mismuna viðreistum á þann hátt að það virðist vera algjör grundarvallarmunur á því að vera viðreistur karlmaður í íslensku samfélagi heldur en viðreist kona. Af einhverjum annarlegum ástæðum virðumst við sameinast ranglátlega um það að vera umburðarlyndari gagnvart karlmönnum sem taka á veikleikum sínum heldur en konum sem gera hið sama. Sökum þessa hefur framgangur viðreistra karla verið miklu meira áberandi í samfélaginu og þeir notið mun meiri velgengni heldur en konurnar sem mun frekar eru stimplaðar ævilangt vegna fortíðar sinnar. Þetta þýðir að framtakssamar og viðreistar konur sem hafa eitthvað til að bera sem við hin getum grætt á, halda sig til hlés, annars vegar af ótta við vandlætingu annarra og hins vegar vegna þreytu og vonbrigða vegna endalausra áminninga um að kvenmaður sem kemur úr brostinni fortíð geti haft lítið fram að færa og sé einskis virði. En karlmanni með sama bakgrunn er mun betur tekið heldur en konunni sem á nákvæmlega sömu reynsluþætti úr sinni fortíð og karlmaðurinn.
Ég vil því skora á okkur hin sem ekki höfum afvegaleiðst að sýna þeim viðreistu ekki bara virðingu heldur líka hollustu, minnug þess að það er enginn meðal Jón eða Gunna sem drífur sig upp úr drullunni og verður með dýrmæta reynsluþekkingu í farteskinu sem afleiðing, heldur fólk sem sannar svo um munar með því að sigra sjálft sig, að það er hetjur og manna líklegast til að verða ekki bara sjálfum sér heldur líka þeim sem mæta þeim, til gleði og hvatningar af alls kyns toga, ekkert síður en að geta pirrað og valdið leiðindum. Þá minni ég á að nákvæmlega það sama bjóðum við hin upp á, af því að þegar allt kemur til alls, þá erum við öll hluti þess sem lifir, sem þýðir að í hverju einu okkar býr eitthvert afbrigði náttúrunnar og sem slík hljótum við alltaf að vera á alls kyns innri hreyfingu sem ýmist gleður eða hryggir.
Húrra fyrir ykkur sem hafið náð tökum á lífi ykkar þannig að eftir er tekið og megi hetjulund ykkar verða okkur hinum, ekki bara góð og holl fyrirmynd heldur líka til þess að gleðja okkur og hvetja og auka skilning okkar á því að öll reynsla, hvernig sem hún er tilkomin, eykur ríkidæmi okkar. Þetta þýðir aukið frelsi og möguleika sem geta orðið blessunarríkir ef við viljum það sjálf og okkur er ekki gert ókleift að rísa upp til velgengni og aukins frama, af misvitru fólki sem sér ekki tilgang og dýrmæti það sem í því liggur að hafa ekki farið sléttan veg og beinan til að finna sig og kosti sína. Hunsum því ekki góðar afleiðingar hvers kyns myrkurs ef að það eykur í núinu birtu og yl. Við eigum engu af mannanna börnum að mismuna og því eiga viðreistar konur sama rétt og karlar til að fá að njóta sín án þess að verða fyrir fordómum og fyrirstöðum í þeim okkar sem ekki hafa þurft að fara sömu leið í átt til persónulegs þroska.
Munum að það er Guði þóknanlegt að gleðjast yfir því ef týndur sauður ratar inn í réttir ávinnings og árangurs, í burt frá myrkri og hvers kyns volæði. Gerum ekki viðreista að flóttamönnum sem velja að fela sig fyrir umheiminum í stað þess að ganga um mitt á meðal okkar og leyfa okkur hinum að skína undir reynslusól þeirra sem einhvern tíma hafa villst af leið og í millitíðinni nælt sér í aukna sólargeisla sem getur yljað okkur hinum og lýst upp líf okkar. Höfnum ekki hetjum fyrir misviturt hugvit.
Jóna Rúna Kvaran

Blaðamaður og rithöfundur.