Höf: Hallgerður Hádal " Hugarórar Hallgerðar"
Það er alveg rosalegt álag á mér þessa dagana, reyndar er nokkuð ljóst, að ég er rólega að geðbilast. Málið er að ég var sett í meiriháttar straff, þegar ég ropaði skyndilega, reyndar rosalega, í einni af mörgu laxaveislunum, sem gengið hérna heima hélt á dögunum. Pælið í því maður er klæddur upp í föt og fínt, til að þóknast þessu ruglaða liði og má ekki einu sinni við matarborðið láta búkinn tala. Mamma er búin að grenja og grenja svo svakalega síðan þetta gerðist og er alveg með það á beru, að við séum búin að tapa öllum tengslum við um tíu toppa í þjóðfélaginu vegna þessa atviks. Það eru alla vega tvær vikur síðan nokkur minkapelsgella eða kjólfatapinni hefur hringt og boðið okkur í lax. Maður getur ælt þessum ofdekursveislum sem maður verður að sitja stífur í eins og hrífuskaft og brosa í allar áttir, þó maður hafi nóg, að gera með brosið þess á milli. Hvernig á ég t.d. að redda snarlega eins og fimm geisladiskum í safnið, ef ég lamast í kjálka við þetta álag. Hugsið ykkur og allt bara af því að ég er neydd til að brosa við liði sem sér hvort sem er, er ekkert nema frekjan og tilætlunarsemin. Það er sko alveg greinilegt eftir svona áfall, að ég brosi ekki fimmtán sinnum í röð fyrir afa á Grandanum í von um að sá gamli opni aldamótabudduna sína, til að redda þessu með diskana. Það er ekki hægt að safna sjálfur fyrir öllu. Ég er svo innilega búin. Ég meina það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að leggja á ungling sem er svo greinilega miður sín af þreytu og sennilega rétt við það að lognast bara útaf, eins og sést svo innilega.Ég finn ekki betur en þeim sé svo sama, þó ég breytist bara rólega í spegilmynd mína og hreinlega svífi hér um húsið eins og vofa. Bara af því að að liðinu finnst svo sjálfsagt að nota mig nánast eins og borðskraut, hvenær sem þetta sett hefur boðið fyrir fólk sem varla getur talað fyrir flottheitum og fínum andlitskippum. Það sést svo greinilega að þetta gengi er farið að sjúskast. Þoli ég þetta pakk? Nei! Og þá meina ég NO! Glæta að gefa þessum krumpuðu kroppum meiri tíma. Ég hef aldrei séð svona uppáþrengjandi og ofdekrað laxalið. Glansmyndagengi sem ræður ekki við græðgina í sér og sem betur fer ropaði ég framan í það með það sama. Áttu þau það skilið? Já og það er á tæru. Við skulum bara athuga það, að þegar ég ráðlagði Jóu vinkonu að ropa svona innilega í einni veislunni heima hjá henni, þá gekk allt snarlega upp með það sama. Jóa þurfti þetta sama kvöld að díla smá peysu skipti við ellefu manna lið og varð að losna á innan við tíu mínútum við þetta " big mama borðhald" og það tókst. Hún bara ropaði til hægri og vinstri stanslaust í sirka fimm mínútur. Eða rólega má segja þangað til allir fengu sæmilega góða velgju og pabbi hennar sagði mjög smeðjulega:" Jóa þarf að fara, vonandi er öllum sama." Glæta eða þannig. Vonandi verð ég uppgvötuð fljótlega .
+++
H U G L E I Ð I N G Höf:jrk
Þegar tvær ungar manneskjur fella hugi saman og annað
hvort ganga í hjónaband eða taka upp sambúð er varla
liðið ár áður en þau hafa eignast barn í flestum
tilvikum. Fjölskylda hefur skapast. Við köllum barn
eða börn sem við eignumst með þessu hætti börnin eða
barnið okkar. Gera má ráð fyrir, að flestir telji að
þeir “eigi” börnin sín. Þessi eignarréttarhugmynd getur
haft slæm áhrif fyrir barnið síðar meir. Því hún
getur haft það í för með sér, að sumir foreldrar telji
að þeir geti af þessum ástæðum ráðskast með börn sín
að eigin vild, ekki einungis meðan þau eru ung, heldur
stundum frameftir öllum aldri. Það er þess vegna
hollara að líta svo á, að maður “eigi” ekki beinlínis
börnin sín, heldur hafi verið “trúað” fyrir þeim, eins
og Kahlil Gibran bendir á í ljóðum sínum í
"Spámaðurinn", og eigi því að annast þau eins vel og
maður getur meðan þau eru ósjálfbjarga. Við skulum
minnast þess í þessu sambandi, að margar manneskjur,
sem hafa tekið að sér fósturbörn hafa reynst þeim
hinir elskuríkustu foreldrar, þótt þau hafi komið í
heiminn fyrir tilstilli annarra en þeirra. Því miður
er ekki alltaf hægt að treysta því að hinir
raunverulegu foreldrar verði góðir og réttlátir
foreldrar. Það fer eftir skaphöfn þeirra og andlegumþroska. Minnumst þess að börn eru dásamlegir
einstaklingar ef þau fá notið sín. Því er einlæg
vinátta og skilningur á þörfum barns það sem verður
kveikjan að meiri hagsæld og betri tækifærum þegar þau
taka sjálf við taumunum. Þessi eignarréttartilfinning, sem minnst var á hér að
framan, getur leitt til þess að faðir eða móðir
beinlínis krefjist þess af börnum sínum, að þau njóti
sömu menntunar og foreldrar vegna þess að þetta séu
börnin þeirra. En nú verða börn oft gjörólík
foreldrum sínum að áhugamálum og öðru leyti, þegar
þeim vex fiskur um hrygg. Þetta eru aðrar sálir en
foreldrarnir og verða því að fá að njóta sín sem
slíkar. Best er ef foreldrar hafa þroska til þess að fylgjast
gaumgæfilega með áhugamálum þeirra og leyfa þeim að
læra það sem hugur þeirra stendur til og hjálpa þeim
til þess. Vanmat á hæfileika barns til að sjá mun á
réttu og röngu er alvarleg fyrirstaða í samskiptum
okkar foreldrana oft á tíðum. Við göngum iðulega að
því sjálfgefnu að börn skilji ekki eitt og annað sem
viðkemur tengslum við fullorðið fólk. Þetta er
hugsanavilla og óþarfa einföldun á skynsemi barns sem
svo sannarlega hugsar sitt, þrátt fyrir allt. Börn
sem eru gagnrýnd mikið fyrir þörf sína fyrir andlegtfrelsi og jafnrétti tapa oftast hæfileika sínum til að
hafa skoðun á einu og öðru af þeim ástæðum sem
fullorðið fólk, það er hryggilegt. Sektarkennd er fyrirbrigði sem flest börn kannast vel
við, tilfinning sem við foreldrarnir erum nokkuð
lagnir við að læða inn svo að okkar vilji fái betur
notið sín. Athugum eitt algengt dæmi: Foreldri við barn sem ekki
vill hlýða. "Gunna og Jón gera alltaf það sem þeim er
sagt. Heldurðu að það sé munur að eiga svoleiðis
börn. Hvernig væri að þú reyndir þó ekki væri nema
einu sinni til tilbreytingar að líkjast þeim."
Framhaldið gæti auðveldlega hljómað einhvern veginn
svona: "Auk þess er hausinn á mér hreinlega að klofna
vegna þreytu, en þér er náttúrlega sama um það, bara
ef þú getur gert það sem þér hentar." Hvað gerist svo
í framhaldi af þessu? Foreldrið sendir barni sínu
kuldalega augngotu og þegir svo þunnu hljóði. Barnið
þolir illa þannig aðstæður og annað hvort lætur undan,
þó það telji sig í fullum rétti til að hlýða ekki, eða
örvinglast og fyllist óbærilegri sektarkennd. Barnið
finnur að það stoðar lítið að hafa skoðun, það er búið
að ákveða, að ef það líkist ekki annarra manna börnum
er það ófært og jafnvel uppreisnarseggur. Enn bætist
við sektarkenndina og börnin hugsa, það þýðir ekki að
reyna að bera hönd fyrir höfuð sér, hvað þá að geratilraun til að koma skoðun sinni á framfæri, því þá er
bara bent á, að fullorðnir hafi alltaf rétt fyrir sér,
sem náttúrlega er fjarri sanni. Fullorðið fólk er
ekki óskeikult frekar en aðrir þjóðfélagsþegnar, okkur
hættir bara við að ofmeta okkur sjálf en vanmeta
börnin. Skortur á samræðum við börn leiðir iðulega af
sér þannig misskilning. Það þarf tíma til að rækta tengsl við börn og sá tími
er og getur verið vandfundinn, vegna þess að
lífsgæðakapphlaupið er of krefjandi ef þörfin fyrir
óþarfa luxus er dýrmætari en innilegar samræður og
mikilvæg skoðunarskipti við börn eru látin lönd og
leið af slíkum ástæðum. Fer þá samband barns og
foreldra fram á hlaupum og gagnrýni situr í
fyrirrúmi, en minna verður um gagnleg skoðanaskipti á
milli okkar foreldranna og barnanna sem okkur er trúað
fyrir í mislangan tíma og eiga í raun sitt líf sjálf.
Reynslan hefur sýnt að í samskiptum foreldra og barns
er samningaleiðin farsæl, þ.e.a.s. að reyna öllum
stundum hversu langan tíma sem það tekur, að finna
lausn allra mála, þannig að allir geti haldið
einhverju af sínum viðhorfum til streitu og ekki halli
á barnið í þeim efnum, það á sinn rétt. Betra er að
börnin eigi færri flíkur, minni herbergi og jafnvel
enga möguleika á utanlandsferðum, heldur en stór
stressaða foreldra sem standa ekki undir eigin kröfumum velmegun og gleyma í allri gervimennskunni að börn
þarf að elska sem vitiborna einstaklinga sem verða að
fá að mótast eins og þeirra eðli kallar á, en ekki
eins og við foreldrarnir væntum að innra með þeim búi.
Við getum leiðbeint þessum elskum og aukið hæfni
þeirra til að taka sem mesta ábyrgð á sínu eigin lífi,
þótt lítil séu, en ekki búið til í þau það sem ekki er
fyrir hendi í upplagi þeirra. Auk þess getum við
hrósað þeim og hvatt þau er vel tekst til og við
skynjum að þau eigi eitthvað innra með sér sem gæti
aukið velferð þeirra eða annarra. Er um að gera að
gefa sér tíma til að benda þeim á hugsanlegar leiðir
til að finna hæfileikum sínum farveg. Hrós, kærleikur,
góður svefn, hollt fæði og hvatning
eru mikilvægir þættir í lífi barna, eins er sú
kjölfesta sem vissan um tilvist guðs er hverju barni
og þá er styrkur bænarinnar nokkuð sem ekki ætti að
vanrækja. Þegar við foreldrar erum óánægð með framkomu barna
okkar ættum við að íhuga hvort ekki sé hægt að milda
erfitt samband með því t.d. að vanda betur val á því
sem kalla mætti aðalatriði í samskiptunum. Reyna sem
sagt að greina aukaatriðin miskunnarlaust frá. Barn sem
er andlega og líkamlega rétt skapað verður að vera
óþjált líka, annað væri ónáttúrulegt. Foreldrar geta
verið mjög þreytandi ef því er að skipta, t.d. geturofríki verið barni óbærilegt ásamt endalausum kröfum
um hlýðni. Jafnvel á sökkum stöðum. Börn þurfa að fá
að vera þau sjálf sem mest, en þeim veitir þó ekki af
umhyggju, svo sem tilfinningalegri og sálrænni sem
byggist á persónulegum kærleika. Börn eru nefnilega eins
og móðir jörð, þau þola ekki að vera endalaust í sól. Þau þurfa öll tilbrigði
innra veðurfars ef þau eiga að þrífast eðlilega. Þess
vegna er óháttvísi að fara fram á að þau séu öllum
stundum með sólskinbros á vör. Betra væri að öll
tilbrigði andlegs veðurfars fengi að leika um þeirra
viðkvæmu sál. Heimtum ekki að börn séu ónáttúruleg og
stöðluð. Betra er að þau séu sjálfum sér samkvæm og
kunni að meta andleg verðmæti, en að þau séu öllum
stundum eins og fagurlega skreyttar silkibrúður sem
ekkert gerist í huganum hjá.
+++