Kaerleikshvetjandi blogg

laugardagur, október 08, 2005

Höfundur: Jóna Rúna
Maðurinn minn er hommi
( Svar til Pollu undir þrítugu)
Indæla Jóna Rúna! Vonandi hefur þú pláss fyrir mig og mín óþægilegu áhyggjuefni í blaðinu. Þannig er mál með vexti, að ég hef verið gift sama manninum í sjö ár. Við eigum saman tvö börn. Við vinnum bæði úti og flest gengur vel veraldlega. Það sem er að, er mjög erfitt að koma orðum að. Ég fór að finna fyrir um það bil þrem árum að hann eins og hætti að elska mig eins og mér fannst hann gera áður. Hann er sífellt að gagnrýna mig og virðist eins og ég geti alls ekki gert honum til hæfis.

Svo er það fyrir um það bil hálfu ári að hann kynnist strák sem er einhvers staðar undir tvítugu á ferðalagi erlendis. Síðan þetta gerðist er hann gjörsamlega viðsnúinn. Hann fer oft út og kemur ekki heim á nóttunum. Strákurinn fær að hafa bílinn okkar lon og don. Nú þessi strákur bæði kemur hingað og hringir mjög oft. Mér finnst maðurinn minn algjörlega fráhverfur mér kynferðislega og þannig hefur það verið alveg síðan að þessi strákur kom inní líf hans og gekk þó á ýmsu áður. Hann vanrækir börnin okkar að öllu öðru leiti en því, að hann gefur þeim alls kyns óþarfa. Hann hefur mjög góða vinnu og allar aðstæður til að verða efnaður maður. Um daginn missti ég þolimæðina og bar það uppá hann að hann væri hommi.Ég veit að hann er hommi. Hann trylltist og kom ekki heim í þrjá daga. Við höfum sáralítið talað saman núna síðustu vikurnar. Hvað á ég að gera kæra Jóna Rúna? Ég sé núna að þetta er mjög sennilega raunveruleiki með samkynhneigð hans. Það er svo skrýtið að af og til í gegnum tíðina hef ég fengið einhverjar bakteríur í móðurlíf, en aldrei áttað mig á að það kynni að stafa af því að hann er hommi. Ég sé líka núna að hann hefur örugglega verið með karlmönnum áður í okkar sambúð, vegna þess að stundum hafa eftir þessar útilegur hans byrjað vandræði með kynlífið hjá okkur.

Hann er sjálfur frekar karlmannlegur að sjá, en mamma hans hefur alla tíð stjórnað honum. Hún lætur hann gera flest fyrir sig. Hún hefur líka verið frekar stirð við mig, en aldrei beint dónaleg. Hún er það sem mætti kalla ráðríka manneskju.Heldurðu að vegna þess hvernig þeirra samband er, að hann kannski svona? Hvernig á ég að fá hann til að viðurkenna þetta við mig? Á ég að skilja við hann? Hefur þú trú á að hægt sé að losa hann við samkynhneigðina?

Það sakar kannski ekki að segja þér að hann sækir mjög í peysur og blússur og jafnvel nærföt af mér, ef þannig stendur á. Ég hef bara hingað til horft framhjá þessu. Vonandi getur þú bent mér á eitthvað, ég er svo gjörsamlega að gefast upp. Ég er líka svo áhyggjufull útaf börnunum. Við gætum öll fengið einhverja sjúkdóma. Þetta er líka eitthvað svo afbrigðilegt. Þessi drengur stjórnar bæði honum og okkur má segja. Það getur ekki verið gott fyrir börnin að fylgjast með svona löguðu eða hvað finnst þér?

Takk fyrir, fyrirfram og gangi þér alltaf vel
Polla
Kæra Polla. Ekki er allt sem sýnist í aðstæðum þínum verð ég að segja. Ég held að ég geti ekki annað en tekið undir þá sannfæringu þína um það að maðurinn þinn sé hommi. Allt sem þú segir í bréfinu um samskipti ykkar og hegðun hans segir til um að hann hljót að eiga við þennan vanda að stríða. Ég vil byrja á að benda þér á að kannski væri ekki óvitlaust þrátt fyrir að ég svari þér, að þú fengir jafnframt svar frá einhverjum sem hefur fagþekkingu lífræði- og sálfræðilega og hefur reynslu af svona vanda.
Mín þekking er reynsluþekking og innsæishugsun sem ég bý yfir, ásamt hyggjuviti. Vonandi kemur að einhverju gagni að fá viðmiðun frá mér til viðbótar við aðra og jafnvel gagnlegri og öllu faglegri umfjöllun. Margt smátt gerir flest stórt. Takk fyrir hlýlega kveðju til mín. Rétt er að af gefnu tilefni að benda lesendum á að mitt hlutverk er að veita ,,heilbrigðum handleiðslu", en ekki að leysa vandamál.
Samkynhneigð og hjónabönd
Vissulega er til í dæminu að samkynhneigð uppgötvist í hjónabandi og fátt við því að gera annað en að taka eins skynsamlega á málum og framast er hægt hverju sinni, þó sárt sé og vissulega flókið. Vegna þess hvað samkynhneigð er tiltölulega óþægileg staðreynd að horfast í augu við fyrir þann sem uppgötvar sig þannig á fyrstu stigum þeirrar reynslu,er kannski ekkert skrýtið þó þeir sem eru þannig eigi í fyrstunni ákaflega erfitt með að horfast í augu við hvers konar kynhegðun virðist þeim eðlileg. Það er ekkert sjálfgefið að allir séu gagnkynhneigðir, og býsna mörg frávik frá þeirri staðreynd sýnist manni.

Það að uppgötva, ef viðkomandi hefur haldið sig gagnkyn­hneigðan að hann sé hneigður til kynbræðra sinna eða systra er örugglega óþægileg staðreynd og fljótt á litið sár biti að kyngja. Engin sérstök ástæða er til að ætla að slíkt þurfi alltaf að uppgötvast á fyrstu fullorðins­árum. Enda hefur svo sannarlega komið í ljós að svo er alls ekki.Margur hefur verið svo langt frá slíkum hugmyndum um sjálfs síns hneigðir að það hefur hálf manns ævi liðið áður en viðkomandi hefur áttað sig á hvernig væri að þessu leyti í pottinn búið. Það sanna ótal dæmi.
Fordómar og niðurlæging
Við erum flest mjög flókin og það geta legið ótrúlega djúplægar ástæður til þess að við erum á einhvern hátt fremur ómeðvituð einmitt um tilfinningalega og sálræna þætti sjálfra okkar þegar kemur að úttekt okkar sjálfra á eigin kynhvöt. Það er staðreynd, að það hefur marg oft gerst að í hjónabandi hefur orðið sprenging vegna þess að annar aðilinn hefur kannski eftir margra ára sambúð áttað sig á að hann eða hún er með kynhneigð sem rekja má beint í eigið kyn. Það að uppgötva sig samkynhneigðan eftir að hafa staðið í annarri trú hlýtur að vera mjög sársauka­fullt skyldi maður ætla að minnsta kosti fyrst framan af. Nokkuð sem getur tímabundið fengið fólk til þess að trúa að það sé haldið einhvers konar ónáttúru og af þeim ástæðum beri því að hafna sjálfs sín kynþörfum. Fordómar eru ekki bara staðsettir í hugum gagnkynhneigðar gagnvart samkynhneigðum, heldur jafnframt í hugum þeirra sem reynast þannig. Staðreynd sem er alveg ljós og ekkert síður lífseig, að minnsta kosti þangað til annað viðhorf hefur skapast í huga þess sem uppgötvar sjálfan sig sér á óvart samkynhneigðan.

Kynhneigð og afneitun
Hitt er svo annað mál að hver svo sem kynhneigð okkar er, er hún það sem okkur er eðlilegt og við getum vart að slíku gert. Önnur sjónarmið eru vart réttlætanleg einfaldlega vegna þess að þetta er raunveruleg staðreynd og í sjálfum sér ekkert einkamál þess sem þannig er. Við verðum einfaldlega að horfast hér sem annars staðar í augu við það sem sannara reynist undanbragðalaust. Það er öllum fyrir bestu. Samkynhneigð er ekki óeðli þó sérkennileg sé í hugum margra.

Engin kynhneigð sem er tilkomin og sprottin af hjartans einlægni og er í innsta eðli sínu kærleiksrík, heiðarleg og eðlislæg þeim sem á hana er röng eða afbrigðileg alveg sama þó hún beinist ekki í átt til gagnkynhneigðra heldur kynbræðra eða systra. Öll afneitun okkar á því sem okkur er áskapað og eðlilegt er röng og þar er kynhegðunin engin sérstök undantekning. Aftur á móti er full ástæða til að forðast og hafna kynhneigðum sem eru niðurlægjandi og siðlausar og geta aldrei annað en skaðað þann sem fyrir verður.
Sjálfshöfnun og þunglyndi
Heyrst hefur að fólk hafi gjörsamlega brotnað saman og dottið niður í hörmulegustu geðlægðir sem afleiðing af því að það hefur uppgötvað sig samkynhneigt. Hreinlega fyllst þvílíkri sjálfshöfnunarkennd að það hefur ekki talið sjálft sig eiga nokkurn einasta tilverurétt. Af þessum augljósu ástæðum er full ástæða til að fara varlega, ef við höfum ástæðu til að halda að t.d. maki okkar kunni ómeðvitað að hafa slíka hneigð. Það eru bara ekki allir sem geta tekið slíku sem er ósköp eðlilegt. Hafi slíkt vart hvarflað að viðkomandi, þá eru þetta þeir þættir tilveru okkar sem eru hvað viðkvæmastir og ákaflega vandmeðfarnir satt best að segja sem von er og ættu náttúrlega að meðhöndlast sem slíkir.

Hitt er annað má að enginn sérstök ástæða er til að halda að slíkt sé endir á tilveru þeirra sem fyrir verða, hvort sem er þeirra sem hneigðina eiga eða þeirra sem ósjálfrátt verða fyrir barðinu á afleiðingum slíkrar hneigðar eins og þú kæra Polla óneitanlega ert þegar farin að gera og munt gera sé þetta staðreynd. Nokkuð sem er mjög sennilegt verð ég að segja, eftir að hafa eins og áður sagði skoðað bréf þitt mjög gaumgæfilega.

Hneigð til beggja kynja
Hvort sem manninum þínum er það ljóst eða ekki er samband hans við unga drenginn afar einkennilegt reyndar óvenjulegt og óútskýranlegt, sé því haldið fram af báðum að þar sé ekki um ástarsamband að ræða. Ef pilturinn er með nálægð sinni er bókstaflega farinn að stjórna bæði manninum og ykkur hinum heimilisföstu, þá eru á bak við slíka hegðun faldar ástæður og sennilega tilfinningar sem enginn ástæða er að ætla að séu neitt sérstaklega dularfullar.

Þær eru örugglega þær sem þú telur þær vera. Það er að pilturinn og maðurinn þinn eiga í ástarsambandi saman. Það er því miður staðreynd sem er virkilega viðsjárverð þegar á reynir að fólk getur verið hneigt til beggja kynja á nákvæmlega sama tíma. Hvort tveggja getur verið því eðlilegt þó það sé vissulega sársaukafullt fyrir þá sem fyrir verða og er þá alveg sama hvort heldur um er að ræða einstakling sem er af sama kyni eða einfaldlega gagnkynhneigðan. Það er sennilega mun aðgengilegri raunveruleiki að vera hneigður til annars hvors kynsins en að finna sig getað elskað bæði og notið á sama augnablikinu. Slíkt veldur venjulegast miklu öngþveiti tilfinningalega og sálrænt.

Hvernig skilmálar eru í gangi á milli þeirra getur enginn sagt til um nema þeir tveir. Sé þetta það sem er í gangi, er full ástæða fyrir þig til að endurskoða áðurgert hjúskaparheit við manninn þinn. Hann getur einfaldlega ekki átt í öðru ástarsambandi á meðan hann er bundinn þér. Það er staðreynd siðferðislega. Alveg sama hvort sem um væri að ræða karl eða konu sem hann tengdist með þessum hætti.
Framhjáhöld og smitsjúkdómar
Ef hann er farinn að hverfa heilu og hálfu sólahringana, er hann að gera eitthvað sem krefst skýringa. Eitthvað sem þú átt rétt á að fá sem lífsförunautur hans á hvað sem raular og tautar. Í þessari hegðun kemur fram mikið tillitsleysi meðvitað eða ómeðvitað eins og sé þar sem þér er lífsins ómögulegt að gera manninum þínum til hæfis þrátt fyrir góðan vilja. Þetta er erfitt ástand sem engin sérstök ástæða er til að sætta sig hljóðalaust við það liggur í augum uppi. Það er líka mjög niðurlægjandi fyrir þig að fá svona ástæðulausa og óréttmæta leiðindaframkomu eins og nú er í gangi á milli ykkar hjónanna. Staðreyndin er samt sem áður sú að engin getur mótmælt þessu taugatrekkjandi ástandi höfnunar kröftuglega nema þú sjálf.

Þú talar um að þú hafir í gegnum tíðina fengið sjúkdóma í leg sem er mjög alvarlegt mál fyrir þann sem fyrir verður. Sennilega er mikil hætta á hvers kyns smiti þegar menn halda framhjá maka sínu og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða sama kyn eða hitt einfaldlega. Það eru ýmsar ástæður sem eru óneitanlega staðreyndir sem segja svo til um, að lauslæti veldur venjulega líkum á að hvers kyns veirur og smitsjúkdómar geta borist í þann sem síst skyldi eins og þig í þessu tilviki. Þú telur að það stafi af því að hann sé samkynhneigður. Það þarf ekkert endilega að bóla á meiri líkum á vægum kynsjúkdómum úr þeirri áttinni. Slíkir sjúkdómar eru alveg eins og ekki síður í gangi þar sem um er að ræða gagnkynhneigða.
Lauslæti býður bara uppá svoleiðis vandræði. Kynsjúkdómar eru til staðar í samfélaginu og geta leynst þar sem síst skildi. Það að vera gagnkynhneigður þýðir alls ekki hvað þetta varðar að viðkomandi geti ekki reynst líklegur smitberi sjúkdóma, ef hann ástundar óábyrgt kynlíf og það utan hjónabands.

Samkynhneigðir meðvitaðir um smitleiðir
Hyggileg væri fyrir þig að hvetja manninn þinn til að fara í læknisskoðun, hafir þú nokkurn grun um að hann sé að smita þig af kynsjúkdómum. Þú óttast líka að á ferðinni kunni að vera smit sem verða ekki bætt. Í því sambandi er rétt að benda á að það er full ástæða til að ætla með tilliti til tíðni t.d. HIV-veirunnar, að sá sjúkdómur berist ekkert síður með gagnkynhneigðum, en þeim sem aðra kynhegðun ástunda. HIV-smitaðir eru hreint ekki allir samkynhneigðir. Sjúkdómurinn herjar ekkert síður á gagnkynhneigða það sanna dæmi undangenginna ára augljóslega.

Samkynhneigðir sem hafa viðurkennt fyrir sér og öðrum kynhegðun sína lifa flestir mjög meðvituðu kynlífi sem miðar ekki síst að því að vera fullkomlega áhættulaust. Þeim er fullkunnugt um þær hættur sem geta fylgt óvarkárni í þessum efnum. Mikið upplýsinganet er í gangi í sem miðar að fyrirbyggjandi forvarnarstarfi einmitt fyrir samkynhneigða hvað varðar hættu á HIV-smiti ef óvarlega er farið í mögulegum kynlífssamböndum. Samkynhneigðir eiga sér samtök og þau hafa ekki legið á liði sínu til að koma mikilvægum upplýsingum til almennings um mögulegar smithættur vegna þessa vágests kynlífsins sem alnæmi óneitanlega er og verður en um sinn.
Óábyrgir valda vandræðum og skapa hættur
Aftur á móti er mikil ástæða til að óttast samneyti við óábyrga, sem jafnframt lauslæti stunda kannski kynmök sem fela í sér meiri hættur á smiti t.d. á þessum viðsjár verða sjúkdómi sem HIV vissulega er. Ef ég væri sem þú myndi ég hafa samband við "Samtökin '78 " sem eru þessi áður nefndu samtök homma og lesbía og fá hreinlega leiðsögn hjá þeim sem reynslu hafa af afneitun þeirri sem maðurinn þinn er í. Hann neitar sakagiftum en breytir ekki kynhegðun sinni. Hann sefur mögulega hjá ykkur báðum á sama tíma, þó treglega hafi gengið kynlífið uppá síðkastið á milli ykkar tveggja. Hann virðist ekki sjá að hann getur ekki lifað með ykkur báðum á sama tíma eins og um sjálfsagða og eðlilega hegðun væri að ræða öðruvísi, en valda bæði þér og drengnum erfiðleikum og vanlíðan.

Betra væri úr því sem komið er að hann hreinlega gerði upp við sig hvort kynið hentaði honum betur, vegna þess að með þessu hátterni er hann bæði að skapa sjálfum sér sársauka og þér sem hann þyrfti ekki að gera ef hann notaði skynsemina til að fá botn í þetta viðkvæma og vissulega sérkennilega hegðunarmynstur sitt. Hann verður að velja á milli þín og stráksa. Hegðunarmynstur sem þyrfti ekki að vera svona erfitt fyrir alla ef hann neitaði ekki staðreyndum. Ástand sem alls ekki á að umbera vegna þess að það er bæði heimskulegt og ljótt gagnvart bæði þér, drengnum og svo að maður tali nú ekki um börnin ykkar sem óneitanlega verða vitni af þessari óvarkárni pabba síns sem kynveru.

Stjórnsemi er neikvætt samskiptaform
Þú talar um að mamma hans sé mjög stjórnsöm og stýri lífi ykkar nákvæmlega eins og drengurinn virðist farinn að gera. Hvað kann að liggja á bak við þannig stjórnun er erfitt að geta sér til um. Venjulegast er það ofurást sem er í eðli sínu neikvæð og yfirþyrmandi stýrandi afl sem snýst þegar minnst honum varir uppí afskiptasemi og ótæpilegar kröfur um athygli frá þeim sem er stjórnað oftast án þess að þolandinn langi í þannig samskipti.
Hafi móðir mannsins þíns stjórnað honum harðri hendi þarf það ekki þar með sagt að þýða að hann verði afhuga kvenfólki fyrir bragðið. Stundum hefur því verið haldið fram að ef okkur er stjórnað um og of af því foreldri okkar sem er gagnstætt okkar eigin kyni komi eins og óbeit uppí sálarlífinu sem getur flutt sig yfir á kynhegðunina, þannig að við óskum ekki eftir kynferðislegu samneyti við gagnkynhneigða heldur þvert á móti. Þetta er eins og hver önnur ágiskun enn þá sýnist manni, vegna þess að staðreyndin er að slíkt þarf alls ekki að gerast, jafnvel þó okkur sé í æsku stjórnað harðri hendi af gagnstæðu kyni. Við getum örugglega fundið á næstu áratugum ótal möguleika á líklegum skýringum á hvers vegna sumir eru einfaldlega gagnkyn­hneigðir eða ekki, eða samkynhneigðir eða ekki.
Kynhegðun og örvænting
Það verður sennilega ekki tekið út þrautalaust að finna skynsamlega og raunhæfa lausn á þessu. Alla vega er engin ástæða til að örvænta. Það er nefnilega staðreynd sem er ófrávíkjanleg að það ákveður enginn kynhegðun sína fyrirfram við fæðingu. Hún er langsamlega oftast meðfædd sennilega. Þess vegna læknum við ekki gagnkynhneigða af sinni kynhneigð, fremur en við læknum ekki samkynhneigða af sinni kynhneigð ,einfaldlega vegna þess að kynhneigðir þessar falla ekki undir fötlun eða sjúkdóma, fremur einfaldar staðreyndir þrátt fyrir allt. Þær eru bara.

Mér vitandi hefur ekkert verið sannað nákvæmlega hvað raunverulega hvað veldur endanlegri útrás kynhneigðar fólks, þó ýmsar séu getgáturnar hvað í raun endalega ræður úrslitum um hver verður gagnkynhneigður eða er samkynhneigður eða ekki. Vafalaust eru jafnt líffræðilegar sem sálrænar skýringar til sem kunna að benda til hvað veldur, þó erfitt geti verið að sanna nákvæmlega það rétta. Eitthvað virðist valda því að maðurinn þinn virðist alls ekki kjósa að fara frá þér og þess vegna neitar hann meðal annars að hann sé í kynferðislegu sambandi annars staðar. Slíkt hefði hann trúlega getað gert alveg eins og ekki, ef um hefði verið að ræða samband við konu en ekki mann eins og núna er til staðar. Þessi árátta hans t.d. að klæðast kvenmansfötum virðist benda til þess að eitthvað innra með honum hafi tilhneigingu til að hafna karlmanninum í honum sjálfu. Svo kallaðir klæðskiptingar eru til, en hvort þeir eru hýrir jafnframt er umdeilan­legt virðist vera og sumir eru það alls ekki þrátt fyrir þessa sérstöku þörf.

Traust er hornsteinn hjónabandsins
Þú spyrð hvort þú eigir að skilja við hann. Það liggur í hlutarins eðli að þú getur varla búið með manni sem ætlast til að þú deilir honum með karlmanni. Þú myndir ekki deila honum með konu og þá kemur heldur ekki til greina að gera það með manni. Hjónaband á að byggist uppá trúnaði og trausti sem kjölfestu þess að við getum þrifist saman. Það er ekki hægt að vera í hjónabandi þar sem tryggðabrot viðgengst. Það á enginn að gera slíkt. Ef maki okkar getur ekki sæst á að búa með okkur, án þess að svíkja okkur með því atferli sem tengjast framhjáhaldi þýðir ekki að búa með viðkomandi. Það er ekkert sniðugt eða jákvætt við slíkt. Einhvers staðar verðum við að sitja siðferðismörkin satt best að segja. Best væri að þið gætuð rætt af einlægni um allt það sem aflagað er í sambúðinni og ef það ekki gengur er grundvöllur hjónabandsins endanlega hruninn og þá er ekki til neins að halda því á lífi. Börnin ykkar gætu ef út í það er farið átt ágætt samband við ykkur bæði, þó þið byggjuð ekki saman, en aftur á móti afleitt samband ef verður áfram eins og verið hefur.

Aflagað samskiptamynstur
Samskiptamynstur ykkar allra tilfinningalega er aflagað og það breytist ekki til batnaðar, ef ekkert raunhæft er að gert. Hitt er svo annað mál að það getur enginn gert að kynhegðun þeirri sem honum er ásköpuð í vöggugjöf og er þar samkynhneigð meðtalin. Það sem við getum ráðið við eigum við að leysa, en það sem ekki er á okkar valdi að hafa áhrif á, er engin möguleiki á að við losnum undan. Maðurinn þinn gæti að vísu verið hneigður til beggja kynja eins og áður sagði og þá er það hans hneigðir sem eru þannig. Ef svo er á ég ekki von á að hann geti lagað það.

Aftur á móti gæti svo farið að annað hvort kynið hefði vinninginn og því skyldi það ekki vera gagnstæða kynið. Hann hefur þó búið með þér í sjö ár sem segir þó nokkuð mikið um þín áhrif á tilfinningar hans og það tekur enginn þennan tíma og rífur í burtu. Hann er til staðar í reynslu og áhrif hans koma meðal annars fram í því að börnin ykkar urðu til. Hvað um það,enn og aftur segi ég samkynhneigð verður örugglega ekki læknuð eftir neinum þeim aðferðum sem standa til boða á hinum ýmsu sviðum lækna­vísindanna. Enda er það sennilega staðreynd að ekki er um sjúkdóm að ræða heldur meðfædda hneigð sem verður að teljast heilbrigð fyrir þann sem hana hefur. Hvað sem öllum fordómum og vandlætingu þeirra líður sem telja að gagnkynhneigð sé eitthvað sem allir eiga kost á að lifa með og fyrir. Þannig er alls ekki málum háttað augljóslega eins og flestum er kunnugt um sem kynnt hafa sér þessi mál fordóma og fáviskulaust.
Nýtt og betra andrúmsloft
Þess vegna er ástand það sem ríkir á heimilinu í eðli sínu afbrigðilegt eins og þú telur sjálf, en hún er engan vegin afbrigðileg sú staðreynd að til skuli vera fólk sem dregst að hvert öðru þó samkynja sé. Það þarf því að byggja upp nýtt og betra andrúmsloft einlægni og reyna að koma á samvinnu um vilja til að breyta ástandinu þannig að allir geti vel við unað. Ástand sem viðgengst núna verður að leysa, þó ekki veri lausnin sú að maðurinn geti endilega breytt kynhneigðum sínum.

Hann verður aftur á móti að gera heiðarlega grein fyrir vilja sínum í samskiptum við þig og sitt heimili. Hann getur ekki látið eins og það sé í lagi að tengjast tveim persónum ástarböndum og það á stundum inná sama heimilinu. Þannig framkoma er siðlaus og þar hefur þú svo sannarlega rétt fyrir þér. Vonandi tekst honum ekki síður en þér að finna farsæla lausn á þessum viðkvæmu málum og það sem fyrst. Það er hvort sem er ekkert eðlilegt það ástand ófriðar og sundrungar sem þið óneitanlega búið öll við í dag. Vonandi má íhuga einhverjar lausnir út frá þessum vangaveltum mínum sem koma mættu að gagni. Að lokum vil ég hvetja þig til að leita þér faglegrar hjálpar svo sem sálfræðings eða félagsráðgjafa. Það gæti komið að sérlega miklum notum, jafnframt öðru.

Eða eins og konan með komplexana sagði eitt sinn að gefnu tilefni." Elskurnar mínar ég veit bara ekki hvar ég væri stödd í tilverunni ef ég plantaði mér ekki niður hjá ,,sála" af og til. Hann er með allt á hreinu, en ég náttúrulega allt á óhreinu þangað til búið er með hans hjálp að hreinsa lítillega til. Var einhver að segja að ég væri hreinni? Já ég er það, því ég er rólega að fá botn í mín og minna mál og þökk sé þeim sem svona mál skilja. Amen eftir efninu."
Gangi þér virkilega vel elskuleg, og mundu að öll él birtir upp um síðir. Guð styrki þig og efli til trúar á tilgangsríkt líf þrátt fyrir tímabundna erfiðleika.
Með vinsemd Jóna Rúna

föstudagur, október 07, 2005

Höf jrk
GLÆSILEIKI
Óneitanlega leggjum við mismunandi mikið upp úr hvers kyns glæsimennsku og íburði. Við sem viljum taka okkur vel út og hafa aðstæður okkar sem glæsilegastar eyðum venjulegast miklum tíma í að skreyta bæði okkur sjálf og umhverfi okkar. Það er auðvitað allt í lagi svo fremur sem við vanrækjum ekki manngildi okkar og hugsanir. Það er eðlilegt að við höfum áhuga fyrir því að vera fín og vel til höfð en það er lítið í það varið ef það er á kostnað innri gilda og góðra og velviljaðra samskipti. Best er að það ríki ákveðið jafnvægi á milli innra og ytra lífs okkar. Hugsanir okkar skipta verulegu máli og ef þær skortir fágun og jákvæðan styrk veldur það okkur vandræðum og óþægindum.Ágætt er að við höldum okkur til og að við leggjum einhverja áherslu á að vera glæst og fögur en það má alls ekki vera á kostnað þeirra verðmæta sem ekki sjást en hafa þrátt fyrir það áhrif á líf okkar og tilveru.Ef að við veljum að halda okkur til og leggjum ákveðna vinnu í að vera fönguleg og fín líður okkur óneitanlega betur en ef við erum drusluleg og kæruleysis­lega klædd.Það virkar jafnframt vel á okkur að umhverfi okkar og aðstæður séu heilstæðar og skipulagðar. Það er niðurdrepandi að búa í óskipulagi og upplausn þar sem ríkir ljótleiki og sóðaskapur. Ákveðinn glæsibragur getur verið mikilvægur m.a. vegna þess að hann ýtir á jásaman hátt undir fegurða­rvitund okkar. Fari hann hins vegar út í öfgar og óhóf þá vinnur hann gegn velferð okkar og framgangi á marga vegu.Glæsileiki sem er styrktur af jálægum lífsviðhorfum auk þess að vera íhalds­samur og formfastur er ákjósanlegur því sá sem býr yfir honum er venjulega glæstur og smart án þess að það kosti viðkomandi óþarfa fé og fyrirhöfn. Hvers kyns innihalds­leysi og sýndarmennska veikja glæsileika okkar og sjarma. Skraut­girni og pjatt sem þjónar einungis skammsýnum sjónarmiðum og veraldlegum eða andlega hégóma er ekki til eftir­breytni og gefur hvorki aðstæðum okkar eða okkur sjálfum ferskara og ákjósanlegra yfirbragð.Glæsileiki getur jafnframt legið í góðum og álitlegum árangri í leik eða starfi ekkert síður en í þeim höfðingsskap sem liggur í því að nálgast aðra af velvild og hlýju. Öll samskipti ættu að mótast af einhverju leyti af myndarskap og upp­örvandi viðmiðum sem auðvelda okkur að takast á við okkar daglega líf. Það er fyrirmyndar sjónarmið í sam­skiptum að velja að vera alúðlegur og jákær.Það er glæsi­legt að vera uppör­vandi og meðvitaður um mikilvægi þess að gera öðrum lífið áhugavert og léttbært.Höfnum því þeim glæsileika sem er vanvirðandi og skammsýnn auk þess að vera hlaðin skrumi og óþarfa skrauti.Það er ákjósanlegra að við styrkjum fremur þann myndarskap sem er varfærin og velviljaður og virkar glæsilega vegna þess að hann er látlaus og fagur í eðli sínu og innri uppbyggingu.

+++
Höf jrk EFTIRVÆNTIg
Það er gott að geta fundið til tilhlökkunar af litlu tilefni.Við sem höfum fundið fyrir þannig tilfinn­ingu og væntingum vitum hvað það gefur okkur mikið að finna slíkar kenndir fara um okkur.Þess vegna kunnum við að meta það ef draumar okkar og langanir verða að veruleika og bíðum venju­legast í ofvæni eftir því að geta látið það sem við áætlum og vonumst eftir fá sjálfstætt líf og tilveru.Ef að við viljum halda í þær kenndir sem tengjast tilhlökkun þá er nauðsynlegt að efla þær og rækta.Til þess að slíkt megi verða er mikilvægt að við áttum okkur á því að það er í raun ekkert í tilverunni sjálfgefið eða sjálfsagt.Best er að muna að fyrir öllu þarf að vinna og venjulegast kostar ræktun markmiða okkar okkur töluverða fyrirhöfn og tíma. Það getur verið mjög skemmtilegt og uppörvandi að finna til tilhlökkunar um lengri eða skemmri tíma og vita að við erum að vinna markvisst að þeim keppikeflum sem okkur eru hugleikin.Þau okkar sem sjaldan eða aldrei hafa upplifað það að langanir okkar hafi orðið að þeim veruleika sem efni stóðu til hafa sjaldan fundið fyrir óvæni eða eftirvæntingu.Það er sorg­legt því það er á margan hátt sérstakt að upplifa slíkar kenndir og ekki verra að þær fái líf og dafni eins efni standa til. Öll tilhlökkun sem er óraunsæ og draumkennd er afleidd og getur skapað með okkur vanlíðan og von­leysi. Ágætt er að kunna að njóta lífsins og upplifa eftirvæntingu og von.Það sem við þráum og stefnum að verður þó að vera innan vissra skynsemismarka. Sum okkar eiga erfitt með það að vera þolinmóð og sýna biðlund þegar mikið stendur til. Væntingar okkar er það miklar að það veldur okkur vandræðum ef við sjáum ekki fyrir endann á því sem við vonuðumst eftir en fengum ekki vegna þess að það stóðst ekki raunveruleikann sjálfan.Væntingar eru af hinu góða og það er skemmtilegt og uppörvandi andlega sem félagsl­ega að vera hlaðin eftirvæntingu vegna ein­hvers sem við trúum að geti verið áhugavert og ánægju­legt. Við verðum þó að passa okkur á því að skapa vonir og væntingar hjá öðrum án þess að við vitum hvort það sem vonast er eftir og tilhlökkunina skapar verður staðreynd í lífi viðkomandi og tilveru. Hyggilegast er að við séum varkár þegar við gefum öðrum vonir sem fylgt geta eftir­vænt­ing og tilhlökkun. Það er öruggt mál að það gefur lífinu gildi á marga vegu að kunna að vænta einhvers og að hafa hæfileika til þess að láta drauma sína rætast. Á hinn bóginn er ömurlegt ef að aðrir verða til þess að vekja hjá okkur tilhlökkun og óvæni sem stenst svo ekki væntingar okkar og vonir. Við verðum hamingjusamari og öflugri ef við finnum fyrir einhvers konar eftirvæntingu varðandi lífið og tilveruna. Höfnum því áhugaleysi og deyfð í sammannlegum samskiptum en örvum með okkur tiltrú á vonarbirtu væntinga og ávinninga okkur öllum til handa.
+++
HöF.JRK FRUMKVÆÐI
Mörg mál eða samskipti sem við þurfum að vinna að og úr geta verið ykkur þung og þrautafull viðureignar, meðal annars sökum þess, að við eigum erfitt með það að eiga frumkvæði að hlutunum.Það þarf heljar mikið átak til að taka sig fram um það, að ýta úr vör, því sem við annað hvort höfum saltað ótæpilega eða efast um að við gætum ráðið við að vinna að og úr á réttan máta.Vissulega verðum við að venja okkur á það, í hverju því sem við keppum að, að ákveða, hvað á að hafa forgang og hvernig við viljum vinna markvisst að því, að gera ákveðna hluti árangur­ríka,sigurstranglega og áhugaverða.Það getur nefnilega skipt miklu máli hvernig við í upphafi ákveðinna verka eða samskipta ákvörðum hvernig við viljum vinna að og auka líkur á, ríkulegum árangri og heppilegri uppskeru. Frumkvæði liggur t.d. í því, að láta sér detta eitthvað jákvætt og mikilsvert í hug og ákveða síðan upp á eigið einsdæmi, að hrinda hugmyndinni, verkinu eða samskiptunum í framkvæmd og reikna auðvitað með að farmtakið skili góðum árangri. Við þurfum að hafa töluverðan eldmóð, jákvætt hugafar, auk framtaks frumkvæðis, ef við viljum að draumar okkar og þrár fái það líf veruleika, sem við getum síðar séð vaxa og eflast á árangurslíkan máta. Við fáum jákætt hugsandi aukið hugrekki, til að vinna að tilvist hugmynda okkar og aukum jafnframt líkur á heppilegum framgangi þeirra, sérstak­lega ef við spörum ekki duginn og viljann við fram­kvæmdirnar. Einmitt þessi tegund frumkvæðis og keppi­kefla er jafnframt heppileg, sökum þess, að það er ekki nóg að láta sig dreyma um árangur, heldur þurfum við að vilja, þora og geta framfylgt þrám okkar og draumum eftir á ákjósanlegan máta. Það þarf líka, að rækta framkvæmdar­viljann, áhugann og frumkvæði, ekkert síður en aðra þá þætti innra lífs okkar, sem gera okkur mögulegt að vinna stóra sem smáa sigra, af ýmsum tilefnum og við marg­breytilegar aðstæður.Það er mikil­vægt að finna og skilja mikilvægi þess, að kunna að taka af skarið og vinna af krafti, elju, skapfestu og dugnaði, að því sem við kjósum að gefa líf. Það er enginn vandi að halda að sér höndunum af smáum sem stórum til­efnum og verða svo óánægður með sjálfan sig, sökum þess að við finnum til vanmáttar vegna framtaksleysis, vilja­vöntunar og áhuga­leysis. Látum því framtaksslen og frumkvæðis­dofa hverfa, en eflum þess í stað allt það í vilja okkar, framkvæmdum og aðstæðum, sem er frumkvætt og kröftugt og líklegt til að gera okkur sjálfsstæðari og framtaksamari á frumkvæðan og hvetjandi máta. Þannig innstillt erum við að efla sjálfstraust okkar og eigum mun meiri möguleika á, að láta þá drauma fá líf, sem við fram að þessu höfum einungis vistað í hugum okkar, án þess að þora og nenna, að gera þá að þeim veruleika sem við þráum og vildum sjá vaxa og dafna.

miðvikudagur, október 05, 2005

Höfundur: Jóna Rúna SÁLRÆN SJÓNARMIÐ
"Vinur minn tók frá mér konuna "
Sviksemi í vináttu- og trúnaðarsamböndum
Vegna þess að mér hafa borist svo mýmörg bréf um sviksemi í vináttu- og trúnaðarsamböndum á liðnum mánuðum, þá er upplagt að leggja almennt út af slíku efni að þessu sinni og heppilegt að vitna í eitt af bréfum þeim sem einmitt fjalla um þannig framkomu og atferli vinar og ástvinar við vini sinn annars vegar og maka hins vegar. Auðvitað nota ég eins og áður innsæi mitt, hyggjuvit og reynsluþekkingu til að styrkja uppbyggingu svara minna.
Niðurlæging og hefnd
Við skulum láta Helga sem er 19 ára segja hug sinn og leggja síðan útaf í kjölfar þess þeim spurningum sem vaknað hafa innra með honum og flestum hinna bréfritarana sem upplifað hafa álíka trúnaðar- og sviksemisbrot og hann sjálfur hafur mátt þola. Hann segir meðal annars þetta eftir að hafa upplifað þá niðurlægingu eins og hann segir sjálfur að hafa mátt sjá á eftir konunni sinni í fang vinar síns sem hann treysti gjörsamlega eins og henni reyndar líka." Veistu það Jóna Rúna" segir Helgi," að ég hlýt að vera geðveikur, því mig langar hreinlega til að drepa þau bæði.Hugsaðu þér þetta kvikindi hefur verið inná heimilinu mínu nákvæmlega á sama tíma og hann hefur verið í ástarsambandi við konuna mína.Það er varla hægt að sýna manni lélegri framkomu.Hún er frekar viðkvæm manneskja og trúlega áhrifagjörn líka.Ég er ekki að afsaka hana Jóna Rúna, en mér finnst eins og henni sé ekki sjálfrátt eða eitthvað."
Óheiðarleiki og siðfágun
Eins og Helgi bendir á, þá er með öllu óskiljanlegt hvernig hægt er að vera svona óheiðarlegur og það við vin sinn annars vegar og maka hins vegar. Varla getur það talist eðlilegt að koma svona fram.Það virðist varla eðlilegt með tilliti til lágmarks siðfágunar.Það á enginn að taka það sem er sýnilega annarra í tilfinningamálum.
Helgi segir og spyr jafnframt:" Hvernig getur fólk verið svona ómerkilegt? Innst inni vill ég sennilega fá hana aftur, þó ósennilegt sé að hún snúi baki við honum.Hún virðist bergnumin af vini mínum. Þau ganga hér inn og út og bæði og ætlast til að ég passi barnið ótæpilega mikið, ásamt því að gera við bílinn hennar fyrir hana. Allt virðist þetta vera meira en sjálfsagt frá þeirra sjónahorni séð. Finns þér að ég ætti að líða svona framkomu?"
Sjálfstraust í molum
Helgi segir jafnframt þessum upplýsingum í bréfi sínu eitt og annað sem er mjög táknrænt fyrir mörg hinna bréfanna líka. Eins og það t.d.að hann segist hafa tapað lífsviljanum og langi til að deyja. Eins bendir hann á að sjálfstraust sitt sé algjörlega í molum og hann viti stundum ekki hvernig hann eigi að komast í gegnum dagana hjálparlaust svo ótrúleg er innri vanlíðan hans og smæðarkennd. Nú það má líka reyna að svara honum og hinum bréfriturunum jafnframt, þegar þeir segja frá því að það sé eins og að þeir hafi tapað hæfileikanum til að treysta og trúa á dýpri tengsl eftir að hafa fengið svona lítilmótlega útreið frá fólki sem þeir treystu. Helgi kveðst lesa allt sem ég skrifa og skorar á mig að halda ótrauð áfram á sömu braut. Fyrir þessa hvatningu vil ég náttúrlega þakka honum sérstaklega ekkert síður en þeim hinum sem skrifað hafa mér um svipaða eða samskonar reynslu og koma til með að nota sér svör mín ekkert síður en hann vonandi.
Vinir eða óvinir
Ef við til að byrja með íhugum svolítið vináttuna, þá má segja sem svo að það er mikið lán yfirleitt að eiga góða og heiðarlega vini. Við þurfum nefnilega öll að finna fyrir heilindum vina okkar í öllum samskiptum, en ekki óheilindum og ættum ekki að þurfa að óttast um okkar nánustu fyrir þeim. Það liggur því í hlutarins eðli að það hlýtur að valda okkur sárum vonbrigðum þegar við uppgötvum það, að verið er að fara alvarlega á bak við okkur eins og t.d. augljóslega hefur gerst í Helga tilviki. Hann var alveg grandalaus og áttaði sig ekki á svikunum sem voru í gangi við nefið á honum.Hann treysti bæði konunni sinni og vini, enda einlægur og heiðalegur sjálfur. Vonbrigði þau sem skapast innra með okkur þegar vinir okkar og makar verða til þessa að fara á bak við okkur og svíkja okkur ósæmilega eru ólýsanleg og afar óþægileg. Helgi hefur svo sannarlega ekki farið varhluta af einmitt þannig vonbrigðum á liðnum vikum.
Manngildi hafnað gróflega
Vitanlega hefur það mjög sérstök áhrif á tiltrú okkar á manngildi okkar þegar okkur er hafnað gróflega af manneskju sem við elskum. Helgi ann sýnilega konunni sinni þrátt fyrir tryggðarbrotið og það er því eins og hann sjálfur segir mjög niðurlægjandi að þurfa að upplifa það að slíkur aðili fótum treður þessar sérstöku og viðkæmu tilfinningar sem tengjast alltaf ást á maka sínum.Það kemur líka fram að reiði hans er gífurleg ekki bara út í hana að gefnu tilefni heldur vininn líka. Vinir eiga ekki að svíkja hvern annan. Vinátta er samband á milli fólks sem á að byggjast upp á einlægni,trúmennsku, heiðarleika og væntumþykju, sem liggur meðal annars í því að hafa áhuga velferð vina sinna við sem flestar aðstæður ekkert síður en sínum eigin framgangi. Hvers kyns sviksemi við vini sína er ómerkileg. Eins er það alvörumál að eiga þátt í því að ögra tiltrú fólks á sjálfs síns persónu með því að koma ósæmilega fram við það að óskekju og þá þannig að það eigi lítið færi á að verjast athæfinu. Við verðum að passa það þó að okkur sé vegið að efast aldrei um manngildi okkar þrátt fyrir á móti blási og reynt sé að vinna okkur einmitt þannig mein með hvers kyns sviksemi og öðru óréttlæti.
Siðferðiskennd og óheppilegur skaði
Það virðist því einhverju vera ábótavant í siðferðiskennd þess vinar sem getur svikið vin sinn með þeim lúalega hætti sem vinur Helga gerði og virðist lítið finnast athugavert við það satt best að segja.Skaði sá sem þegar hefur hlotist bæði tilfinningalegur og andlegur verður seint bættur, enda er Helga það fyllilega ljóst sjálfum. Málið er bara að sá sem gerist brotlegur við aðra og sér í lagi þá sem treysta honum eru að brjóta þegar dýpra er skoðað mun meira á sjálfs síns persónu en þeir gera mögulega grein fyrir. Þetta ber að hafa í huga þó fljótt á litið virðist eins og svo sé ekki. Það lítur út eins og Helgi verði undir í þessum átakanlega hildarleik skakkra samskipta og vanvirtra tilfinninga. Svo verður auðvitað ekki þegar upp er staðið.
Mótlæti og misgáningur
Auðvitað hafa komið mjög slæmar afleiðingar inní líf Helga síðan atburðarrás hans daglega lífs tók á sig þessar skuggalegu myndir, en málið er að hann mun finna það eins og allir þeir gera sem órétti eru beittir að honum mun veitast eitt og annað innan frá sem afleiðingu af þessari hrottalegu reynslu sem skila mun sér í auknum þroska hans. Því við ef við veljum rétt viðbrögð og viljum yfirvinna hvers kyns óréttlæti, þá það getum elfst við mótlæti og misgáning annarra með jákvæðum hugsunum og kærleiksríkum stuðningi annarra. þó erfitt geti verið að trúa slíkri staðhæfingu einmitt þegar illa árar eins og hjá Helga einmitt núna.
Aðgát skal höfð
Það má með sanni segja að það er ekki undarlegt þó Helgi að með tilliti til þess að búið er að ganga gróflega á hans rétt fyrir tiltölulega skemmstu sé ekkert sérlega spenntur fyrir og honum falli ekki við tíðar heimsóknir þeirra beggja að honum forspurðum inná heimili hans. Maður hefur tilfinningu þess að þar sé ákveðin staurblinda í gangi sem leyfir ekki meiri skilning á sársauka hans en þetta. það hefur aldrei í mannkyns­sögunni þótt henta að hræra með hníf í sárum annarra og allra síst sinna nánustu hvort sem þau sár hafa verið tilkomin með líkamlegum hætti eða andlegum. Sennilegast er að á meðan Helgi er að græða sín sár eins og hann hefur vit til er ekki viturlegt að honum sé boðið uppá tíðar heimssóknir fyrirverandi konunnar og vinarins nema þá ef þær tengjast barninu á eðlilegan máta. Eðlilegra væri að parið lét hann í friði og gerði sér grein fyrir því að ástand vanlíðanar sem þau með hegðun sinni sköpuðu honum er þess eðlis að það bara bíður varla uppá svona mikið návígi við þá brotlegu yfirleitt.
Sjálfstraust og tilfinningaleg tilvistarkreppa
Það verður vart dregið í efa að nánast enginn sem hefur farið í gegnum sama vanda á tilfinningasviðinu eins og Helgi er líklegur til þess á meðan hann er ennþá að sleikja sár sín að finna sig innilega öruggan eða yfirleitt vera með fljúgandi sjálfstraust. Tilvistar­kreppa hans tilfinningaleg er augljós. Hún er tímabundin og tengist djúplægri höfnunarkennd sem vafalítið má hjálpa fólki yfir og það á náttúrlega við um Helga eins og aðra.Til þess eru náttúrlega sérfræðingar á sviðum geðlækninga heppilegastir. Höfnun af hvaða tagi sem er fær flesta til að skjálfa svolítið þó oftast sé þannig líðan tímabundin. Meðan við erum gjörsamlega á valdi þess sem henti okkur og var óþægilegt og neikvætt er kannski ekkert skrýtið þó sjálfstraustið verði ekki uppá marga fiska.
Illa haldinn og niðurdreginn
Það er því alltaf viturlegt að velja fremur þann stuðning sem er mögulegur hverju sinni og hentar til skjótrar uppbyggingar, en það láta neikvæða framkomu annarra koma sér hægfara fyrir kattarnef. Hjálpin er víða tiltölulega fljótfengin, en það þarf að bera sig eftir henni og það getur verið erfitt þegar maður er illa haldinn og niðurdreginn. Það gerist þó fyrr eða síðar og vonandi fyrr en síðar, vegna þess hvað það er í eðli sínu mikilvægt. Lífsvilji okkar fjarar ekki svo auðveldlega út fremur er að hann dofni af eðlilega gefnu tilefni um tíma og þá venjulegast tímabundið sem betur fer.
Heift og tortíming
Það er svona að lokum hyggilegt vegna þeirra upplýsinga Helga um löngun sína til að tortíma þeim báðum að benda á það að slíkt er alrangt. Menn eiga ekki að tortíma hver öðrum. Stundum er heift okkar það mikil að það jaðrar við að það ástand geti a.m.k. fallið undir sérstakan sjúkdóm geðrænan og er það miður. Við eigum að reyna að forðast að beita sömu aðferðum og þeir sem brjóta af sér við okkur. Það er hyggilegar að verða aldrei til að leggja grjót í götu annarra, jafnvel þó að slíkt kunni að hvarla að okkur á augnablikum mikilla vonbrigða með viðkomndi einstakling. Sá nefnilega sem breytir rangt og leggur sig eftir að særa og svekkja aðra er að safna glóðum elds að sjálfs síns höfði og engin sérstök ástæða að taka framfyrir hendurnar á þeim augljósu orsaka og afleiðngarlögmálum sem við búum við í þessum efnum sem öðrum. Þrátt fyrir það að þau eru okkur mönnunum ósýnileg, þá eru þau lifandi afl sem hegðar sér í samræmi við það sem örvar það til dáða. Sé orsökin neikvæð kemur neikvæð afleiðing. Sé framkvæmdin jákvæð þá verða allar afleiðingar hennar fyrr eða síðar jákvæðar og hitta höfund sinn fyrir þannig.
Einlægni og friðsemd
Best er sennilega að velja fremur að vera einlægur og friðsamur fremur en ófyrirleitinn og óheiðarlegur eða falskur eins og vinur Helga reyndist vera og konan á sinn hátt líka með því að taka þátt í að bregðast honum. Þar dugar ekki að frýja hana ábyrgð á gjörðum sínum, þó hún kunni að vera bæði viðkvæm sál og áhrifagjörn. Hún á val eins og annað fólk, enda hefur hún ásamt öllum öðrum frjálsan vilja og þarf því alls ekki að velja að gera þeim sem elskar hana mein.

Eða eins og bjartsýni strákurinn sagði í allra þolanlegasta félagsskap.Elskurnar mínar auðvitað er ég miður mín vegna þess að bæði konan mín og vinur hafa svikið mig. Málið er bara að þetta er og verður þeirra vandamál og full ástæða fyrir þau að fara að íhuga afleiðingar að axasköftum sínum, því það þarf þrek til að takast á við þær, en ekkert þrek til að brjóta af sér og gera lítið úr öðrum og saklausum um leið.
Vonandi gengur Helga vel að vinna úr sínum málum og hinum líka sem hafa skrifað svipuð bréf til mín og hann.
Með vinsemd Jóna Rúna
Höfundur:
Jóna Rúna Kvaran
Áhrifamáttur reiðinnar

Kæra Jóna Rúna!
Ég hef lengi leItað að einhverjum, sem gæti leiðbeint mér á þroskabrautinni, og marga hef ég hitt sem lagt hafa mér lið, en samt er ýmislegt sem ég vildi gjarnan fá skýringar á ef hægt væri. Ég sæki lítið venjulega skemmtanir en þrá að upplýsast meir um andlegverðmæti ef kostur er. Ég hef sótt töluvert miðilsfundi og aðrar andlegar samkomur. Ég er rúmlega sextug og hef haft fyrir heimili að sjá og geri enn auðvitað hefur gengið á ýmsu eins og gengur. Móðurfólkið mitt er næmt fólk og við börnin vorum alin upp í einlægri trú á almættið og tilheyrðum þjóðkirkjunni. Við lásum bænir og vers og var kennt að vera heiðarlegur í hvívetna. Heima var mikil fátækt og börnin fleiri en tugur og komust á legg. Af því að mér finnst þú Jóna afskaplega hreinskilin og líkleg til að segja álit þitt beint út ætla ég að opna hug minn. Þegar ég var um þrítugt fór ég að taka eftir því ef ég reiddist einhverjum, og sárnaði verulega , og fannst um hróplegt óréttlæti væri, þá mátti ég eiga víst að eitthvert óhapp henti við - komandi. Þegar ég áttaði mig á þessu fyrst, hélt ég að þetta væri einungis tilviljun og gaf þessu ekki gaum sérstaklega. Þegar þetta gerðist svo ítrekað þá fór ég verulega að passa mig og nú er langt síðan nokkuð hefur skeð, sem ég get tengt við hugsanir mínar á þennan sérkennilega hátt. En hvernig er þetta með reiðina Jóna er það virkilega þannig að við með reiði okkar getum með eða ómeðvitandi gert öðrum illt? Hvað með vernd Guðs t.d. ef einhver út í bæ getur hugsanlega gert kunningja sínum illt, bara ef viðkomandi kannski neitar persónunni um greiða og hún reiðist og bregst ókvæða við, vegna þess að hún telur neitunina ósann - gjarna? Hvernig er þetta með illskuna yfirleitt, og sjálf býst ég við að hún hitti mann sjálfan fyrir ef áhrif hennar eru manni ókunn? Getur hún virkilega leikið lausum hala og gert fólki alls konar óskunda? Kæra Jóna Rúna það hefur ýmislegt fyrir mig borið á lífsleiðinni eins og gengur ég les allt sem ég get um dulspeki, svörin við sumu finn ég þar, sumt segir minn innri maður mér en að lokum langar mig að spyrja þig dálítils. Get ég hjálpað þeim sem bágt eiga með því að hugsa hlýlega til þeirra, hvernig er hægt að gera þann farveg opnari? Hvernig get ég varið sjálfa mig fyrir of miklum sársauka sem hættir við að taka inn á mig stundum? Hef ég einhvern snefil af hæfileikum í þessa átt, eða er þetta kannski einhver tilhneiging til að upphefja sjálfa sig . Ég hef verið svo lánsöm að hafa kynnst nokkrum af merkilegustu miðlum landsins sem sumir eru dánir núna. Ég hefði getað spurt þá ítarlegar um eitt og annað en það er eins og maður verið svo vitur eftir á, því miður. Í framhjáhlaupi þetta eitt er atvik í lífi mínu hefur nagað mig í um tuttugu ár, ég var eitt sinn stödd á spítala að heimsækja sjúkling sem ekki var mikið veikur . Á stofunni lá fársjúkur maður sem yfir sat mjög sorgmædd og þreytt kona . Hún brá sér frá eitt augnablik og ég fór að rúminu eins og dregin af einhverju ókunnugu afli, og signdi manninn og bað góðan Guð af öllu hjarta að gefa honum hvíld, strauk honum um vangann og fór svo. Morguninn eftir frétti ég lát hans. Mér var brugðið, gat verið að ég hefði flýtt óaðvitandi fyrir andláti hans, gerði ég rangt, ég bað um hvíld ekki bata og hann var ekki mjög aldraður. Ef þú kæra Jóna getur eitthvað liðsinnt mér væri ég mjög þakklát.
Friður Guðs sé með þér.
Þóranna
Kæra Þóranna mér er ljúft að reyna að svara þér og vona svo sannarlega að það geti komið að gagni. Þakka þér traustið sem þú sýnir mér og eins góðan hug til mín. Við reynum að nota innsæið mitt og hugsanlega skriftina þína sem stuðning og hvata að góðum skýringum og einhvers konar ábendingum ef hægt er.
Þroskabrautin
Þegar verið er að tala um leit okkar að dýpri verðmætum er ágæt að við höfum það í huga að eitt og annað sem hendir okkur er vissulega snúið og jafnvel er þess eðlis að okkur skortir kannski skilning og þroska til að átta okkur mikilvægi umburðarlyndis gagnvart okkur sjálfum þegar við einfaldlega skiljum ekki ástandið eða aðstæðurnar. Þegar þannig atvikast í lífi okkar er gott að leita sér hugsanlegra leiðsagnar þeirra sem við trúum að geti auðveldað okkur aukin skilning. Ef við íhugum þroska möguleika okkar er alveg ljóst að leiðirnar eru margar og torsóttar að þroska markinu þótt auðvitað sé eitt og annað verulega ánægjulegt á þessari annars óendanlegu braut. Öll mannleg samskipti verða beint eða óbeint til að til þess að gera okkur kleift að þroskast eða ekki. Hver persóna er hér á jörðinni til að læra eitt og annað sem færir hana nær því guðlega í henni sjálfri eða að þeim andlegu lögmálum sem við óneitanlega verðu öll fyrir eða síðar að lúta en það eru lögmál Guðs. Þegar við eldumst erum við gjörn á að líta yfir farin veg og reynum eftir fremsta megi að breyta og bæta það sem við teljum að hefti þroskamöguleika okkar, ef við finnum ekki leiðir til einhvers konar samkomulags eða jafnvel getum upprætt það sem tefur okkur að markinu stóra, líður okkur illa og við verðu hrædd og vonlaus. Ef við erum sanngjörn í þessum uppgjörum þá gerum við okkur fljótt grein fyrir því að flest okkar gerðum við það sem við höfðum, vit til hverju sinni. Spurningin er því er hægt að ætlast til að við séum fær um að leysa allt það sem hendir okkur eins og við værum alvitur eða jafnvel gallalaus , örugglega ekki. Ef við gerðum aldrei mistök er hætt við að við stæðum kirfilega í stað andlega og hreinlega rykfellum þannig fyrr eða síðar. Mistök og heimskupör eru ekkert til að hafa áhyggjur af, svo fremur sem við reynum að læra og þroskast frá þeim. Hætt er við allt venjulegt líf yrði heldur leiðinlegt ef allir væru nánast gallalausir og þverslaufulegir í athöfnum sínum og hugsunum. Af þessum ástæðum verðum við að losa okkur við allar óþarfa áhyggjur vegna þeirra atvika í lífi okkar þar sem við í hjartans einlægni töldum okkur ekki vera að gera neitt syndsamlegt eða neikvætt þó klaufaleg höfum verið eftir á séð. Aðalatriðið er að vilja vel aukaatriði hvort það tekst endilega alltaf eins og hæfileikar okkar gefa tilefni til að árangurinn ætti að vera. Við erum hreinlega mannlega og þarf af leiðandi ófullkomin og það er einmitt svo yndislegt.
Reiði er orkuuppspretta
Ef við íhugum í framhaldi af þessum vangaveltum reiðina og hugsanlega kosti og galla hennar er öruggt mál að margs er að gæta í þessum efnum sem mörgum öðrum. Til er fólk sem kannast við það sama og þú ert að tala um kæra Þóranna og flest orðið eins klumsa við eins og þú, þegar því var ljóst að reiðin getur haft ákveðnar neikvæðar afleiðingar, og stundum jafnvel afdrífaríkar því miður. Við verðum öll að gera okkur grein fyrir því að reiðin er lifandi afl sem hefur ekki bara áhrif á okkur heldur líka aðra. Ef t. d. manneskja er sálræn hefur hún umfram orku sem hægt er að beita bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Þegar við verðum reið vegna óréttlætis sem við erum beitt eru ýmsar tilfinningar sem losna úr læðingi innra með okkur. Þessar tilfinningar geta verið sem dæmi smæðarkennd, stolt, vonbrigði og óþarfa viðkvæmi. Þegar við erum að leita eftir stuðningi annar á einhverju sem við finnum okkur ekki getað leyst eða skilið hjálparlaust, væntum við sanngjarnra viðbragða og skilnings, en ekki kulda eða hrokafullra athugasemda sem jafnvel fylgja niðurlægjandi ábendingar. Við fáum í framhaldi af þessum leiðinlegu viðbrögðum óþægilega innri tilfinningu sem kallast reiði en er blönduð einu og öðru. Við verðum eins og ein eitt augnablik og upplifum okkur ýmist eins og kjána eða finnst eins og við höfum gert eitthvað rangt bara með því að fara fram á þokkalega framkomu þeirra sem við ýmist leitum til eða óskum eftir stuðningi og ábendingum frá. Við hugsum eitt og annað í þessu ástandi og flest frekar neikvætt og fyllumst ótrúlegum pirringi út í viðkomandi jafnvel óskum persónunni eitt augnablik alls þess versta sem við getum hugsað okkur henni til handa fyrir ónærgætnina. Þar með er orka komin að stað sem hverfur frá okkur og ef við í huganum erum með ákveðna persónu er mjög líklegt að viðkomandi finni einhverja breytingu á líðan sinni, en tengir það sjaldnast atvikinu sem tengdist samskiptunum við þann sem persónan var að koma ódrengilega fram við. Viðkomandi verður í framhaldi af þessari líðan kannski veikar fyrir áföllum og öðru sem tilfellur í kringum hann. Þegar fólk fær yfir sig reiði annarra og vonbrigðasúpu og sjálft kannski illa fyrir kallað og neikvætt bætir þessi kraftur sem sá sem telur sig hafa verið órétti beittur sendir vanhugsað til viðkomandi örugglega ekki sálarástand persónunnar sem upphaflega kom leiðinlega fram. Vissar er að gæta varurðar í þessu sem öðru sem tengist innra lífi okkar og innri manni. Hvað þig snertir kæra Þóranna er gott til þess að vita að þú hefur gert þér grein fyrir þessum möguleika og varast að verða til þess að veika þá sem gera á hlut þinn, þarna held ég að þú hafir raunverulega óaðvitandi komið af stað afleiðingu sem þú sérð svo smátt og smátt við endurtekningu að hefur meir en lítil áhrif og hreinlega gætir að þér.
Sálrænt næmi
Ef við reynum að íhuga hvers við erum svona misjafnlega næm fyrir einu og öðru er ágæt að íhuga mikilvægi jákvæðra lífsviðhorfa í því sambandi. Hver persóna er á einhvern hátt næm, og eru jafnvel ýmis tímabil í lífi okkar mikilvægari hvað næmleika snertir. Í þínu tilviki held ég að ekki sé efi á að þú býrð á einhvern hátt yfir sálrænunæmi og hætt er við í framhaldi af því að þú takir eitt og annað inná þig sem hefur ákveðin áhrif. Hver einasta persóna sendir frá sér áhrif sem stundum er kölluð útgeislun viðkomandi, þetta er eitthvað sem við sum finnum þó við vitum ekki alltaf í hverju tilfinningin liggur sem við verðum gripin nálægt sumu fólki. Stundum líður okkur illa nálægt einhverjum og finnst við þurfa að þrífa okkur burt frá viðkomandi, ekki þarf að fylgja þessari niðurstöðu neitt ákveðið, bara slæm líðan. Blikið sem er í kringum okkur og stundum er kallað ára eða litrof er sífellt á hreyfingu og frá því stafar annars vegar orkuflæði neikvætt eða jákvætt og hins vegar er það allt í litum sem eru mis fallegir. Hugsanir okkar stjórna áhrifum bliksins á aðra og valda auk þess breytingum á orkuflæðinu og litum þess. Ég hef grun um að þú getir t.d. haft mjög létt orkusvið og kannski er það annars vegar afleiðing af þreytu móður þinnar á meðgöngu tímanum þegar þú ert í móðurkviði, og hinsvegar ertu með einhverjar dulargáfur og slíkur aðili er venjulegast með tiltölulega létt orkusvið. Þetta getur haft það í för með sér að þú takir áhrif annars vegar umhverfis og hins vegar hugsanna annarra óþarflega mikið inn á þig. Ef þetta er rétt niðurstaða er ekki ósennilegt að þér geti liðið illa allt í einu á sýnilegrar ástæðu og getur bæði verið að einhver sé í hugsanasambandi við þig það augnabliki sem líður ekki vel, eða að eitthvað sé í loftinu sem tengja mætti fyrirboða einvers konar, þetta skýrist oft eftir á sem betur fer. Það að vita kannski ekki af hverju manni líður svona eða hinsegin er oft þess eðlis að það gerir okkur óróleg og við það tilfinningasamari, auk þess sem okkur hættir við að leita hugsanlegra skýringa í okkur sjálfum eða aðstæðum okkar. Þegar þannig stendur á verða oft til hugsanir og vangaveltur sem ekki eiga við nein rök að styðjast og gerir það okkur enn óvissari og við jafnvel ímyndum okkur að eitthvað sé að okkur sjálfum. Ef verja ætti þig fyrir sársauka sem kannski á rætur sínar í öðrum er hætt við að yrði að loka fyrir næmi þitt með ákveðnum aðgerðum sem hefðu þá í för með sér að þú myndir tapa einu og öðru sem ég er alls ekki viss um að þú værir fús til að tapa. Þú yrðir nefnilega andlega fátækari á flestum sviðum.
Máttur bænarinnar
Hvað varðar vangaveltur þínar um hvort þú getir komið örum að liði og þá hvernig skapað sem best skilyrði á að gera slíkt mögulegt er eitt og annað sem hafa þarf í huga. Vegna þess sem við töluðum um fyrr í þessu bréfi og tengist reiðinni er sú orka sem myndast við reiði af sömu uppsprettu og önnur sálræn innri orka. Ef þú notar hugann rétt það er að segja ert jákvæð sem þú greinilega ert og biður góðan Guð um að leiðbeina þér og ert ekki sjálf að ákvarða hvernig sú þjónusta sem í gegnum þinn sálræna kraft nýtist öðrum, heldur biður um að mega verðaverkfæri í þjónustu kærleikans og lætur í öllum tilvikum vilja Guðs verða afdráttar lausan er öruggt að þú færð innan frá alla þá leiðsögn og uppörvun sem þú þarf á að halda. Hvað varðar það að þú sért haldin einhverjum óþarfa metnaði vísa ég frá á þeirri forsendu að það kemur skýrt fram í skriftinni þinni að ef eitthvað er þá vantar þig meiri metna og trú á sjálfa þig. Það kemur líka fram að þú ert viðkvæm og auðsæranleg auk þess að vera óþarflega hrekklaus. Kostir þínir eru greinlega meiri en gallar og þeir eru þess eðlis að engin vafi er á að þú getur látið feikilega gott af þér leiða. Bænin er eitt dásamlegasta form kærleikans og kostar ekkert nema einlægan vilja til að beita henni öðrum til blessunar og sjálfum sér til uppörvunar og aukins innra lífs. Útbúðu þér lítið afdrep og finndu góðan stól að setja í og gefðu þér 3 til 5 mínútur á hverjum degi til að biðja fyrir öllum þeim sem þrautir og vonbrigði þjaka. Ekki væri verra að um betri og jafnari hlutskipti í skiptingu auðlinda heimsins og að þjáning þeirra sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér tæki enda.
Atvik úr fortíðinni
Ef við að lokum skoðum það sem þú upplifðir sem ung kona í heimsókninni á spítalann er ágætt að gera sér grein fyrir aðalatriðum en láta öll auka atriði lönd og leið. Á þessum árum ert þú ung og óþroskuð eins og gengur, með takmarkaða reynslu í andlegum efnum, þó kærleiksrík og leitandi sért. Þegar þú verður vör við þá óbærilegu líðan sem sjúklingurinn á viða stríða fyllist þú óstöðvandi löngun til að hjálpa honum og velur einfaldlega þá leið sem þér fannst sú eina rétta í þessari annars aumkunarverðu stöðu og lái þér hver sem vill. Þú fannst að ástand viðkomandi sjúklings var sársaukafullt ekki einungis fyrir hann heldur konuna hans líka sem vakti yfir honum dag og nótt og einfaldlega baðst um hvíld fyrir hann. Ekki er ástæða að ætla að þú hafir flýtt fyrir láti mannsins vegna þess að slíkt væri vanmat á Guði, hann er almáttugur og hlýtur að velja okkur rétt skapadægur. Vegna þess að maðurinn dó daginn eftir þá hefur þetta kvalið þig. Ef við íhugum hvað raunverulega gerðist, þá er aðalatriðið að á þessu erfiða augnabliki á leiðarlokum mannsins var ókunnug ung kona fyrir tilviljun stödd í sama herbergi og þau hjónin og sem meira er og mikilvægara en allt annað var að þessi elskulega kona þú áttir í hjarta þínu nógan kærleika til að biðja um hvíld fyrir manninn. Ekki er vafi á því að þú hefur með þessum fyrirbænum gert óhemju mikið gagn og örugglega átt þátt í því beint og óbeint að umskiptin urðu sennilega mun léttari manninum og eftirstöðvarnar konunni. Það eru ekki endilega þau orð sem við notum sem skipta máli heldur hugurinn, sem í þínu tilviki var bæði óeigingjarn og elskuríkur og það er aðalatriði þessa máls kæra Þóranna. Eða eins og hugprúða hárgreiðslukonan sagði fyrir stuttu að gefnu tilefni" Elskurnar mínar þó hárið sé farið að þynnast og grána er ekkert víst að við séum endilega vitrari. Við verðum bara að vera sjálfum okkur samkvæm og kærleiksrík, þá verða allar athafnir okkar og hugsanir einhvers virði, hvers svo sem þiggur þær og á hvaða aldri sem við erum."
JRK
Höf jrk
SJÁLFSTÆÐI
Það skiptir okkur flest máli að finna til þess að við séum óháð og sjálfstæð gagnvart lífinu og tilverunni. Það er óneitanlega erfitt að vera háður og undirgefinn. Það er jafnframt óviðkunnanlegt að finna ekki til frelsis og tiltrúar á sjálfan sig, nema að bera alla hluti undir aðra. Eigið vald er mikilvægt, vegna þess, að við sem það höfum ræktað eigum betra með að vinna úr hugmyndum okkar og vilja til lífsins.Hitt er svo annað mál, að það er og verður alltaf til fólk sem kýs að stjórna öðrum og velur að ráðskast með þá sem í kringum þá eru. Best er, að hafna slíkri ráðsmennsku og ofríki og leggja fremur áherslu á að vinna að eigin dáðum, en að stjórnast af hvötum og vilja annarra. Við eigum ekki að venja okkur á þann ósið í samskiptum, að taka af öðrum ráðin og vanmeta sjálfstæðishæfni þeirra. Ágætt er, að við hvetjum hvert annað eins og við mögulega getum á leið okkar að auknu sjálfsvaldi, í stað þess að draga hvert úr öðru kjarkinn með óþarfa drottnunargirni og ofríki. Það hefur ekkert okkar gott af því, að komast upp með það að gera lítið úr vilja og viðhorfum annarra. Við eigum öll þann rétt, að fá að vera sjálfstæð og óháð,ef við ræktum þær skyldur sem lífið leggur á okkur af alúð og kostgæfni.Engin mannvera er svo merkileg, að hún eigi að komast upp með það að gera aðra mannveru óvirka með yfirgangi og ofríki. Okkur ber að virða tilverurétt hvers annars og þurfum að læra að átta okkur á því, að án okkar sjálfra verður í raun ekkert mikilvægt til okkur til handa.Þess vegna er áríðandi, að við séum sátt og stjórnum lífi okkar sjálf. Það er mikilvægt að við séum óháð og ástundum hvers kyns sjálfsdáðir sjálfum okkur og öðrum til framdráttar.Við, sem erum óháð og sterk í sjálfum okkur, eigum mun betra með að skilja tilgang og markmið lífsins,en þau okkar sem eru háð og undirgefin.Okkur þykir í raun fáránlegt að reyna að stjórna öðrum.Ágætt er,að við venjum okkur ekki á að gera þá sem í eðli sínu eru sjálfstæðir og upp­lits­djarfir háða okkur,ein­ungis til þess að fá aukin tækifæri til að ráðskast með þá. Við, sem unnum jafnræði og gagn­kvæmri virðingu í samskiptum kjósum, að vera til­litssöm og uppörvandi við aðra, en ekki ágeng og stjórn­söm.Lífið miðar m.a. að því að hvert og eitt okkar fái tækifæri til að byggja sig upp og þroskast á vitlægan og járænan hátt. Stjórnsemi er hvimleið og neilæg. Aftur á móti er mikil ávinningur í þeim samskiptasjónarmiðum, sem byggjast uppá velvilja og leiðsögn, sem hvorki er valda­fíkin eða drottnunargjörn.Gleðjum því hvert annað með upp­örvandi hvatningu þegar það á við og höfum hana jákæra og ör­láta.Þannig erum við að styrkja sjálf­stæðisforsendur hvers annars, sem er járænt og heilbrigt. Sjálf­­stæði skiptir okkur öll máli,því án þess eigum við of mikið undir viðhorfum og vilja annarra, sem er auðvitað rangt.
JRK

mánudagur, október 03, 2005

HöfJrk Slæmur hugur óheppilegur Órétti beitt

Það vill þannig til að mér hafa borist mörg svipuð bréf á liðnum mánuðum frá fólki sem allt spyr hvort slæmur hugur til annarrar manneskju geti reynst þeim sem fyrir verður fjötur um fót eða jafnvel skaðlegur. Af þessum ástæðum leggjum við að þessu sinni útaf þessum aragrúa fyrirspurna og grípum niður í einu bréfanna sem í sjálfu sér er mjög táknrænt fyrir flest hinna. Kona rúmlega tvítug sem kallar sig Rós segist hafa verið beitt órétti. Hún var svipt vinnu fyrirvaralítið og fylltist mikilli heift út í þann sem það gerði, það er að segja fyrirverandi vinnuveitanda sinn."Sannleikur uppsagnar­innar séð frá mér", segir Rós "liggur í því að hann vildi nota mig sem konu og ég hafnaði því náttúrulega þar sem hann hvorki höfðaði til mín né hentaði minni persónu á nokkurn máta. Eins og ég segi þá fylltist ég heift út í hann og hugsaði jafnvel hvernig ég gæti hefnt mín á honum svo hann fengi að finna jafn mikið til og ég gerði þegar ég stóð uppi atvinnulaus og beygð af hans völdum. Skömmu síðar hvort sem það er tilviljun eða ekki gerist það að viðkomandi lendir í bílslysi og skaðast þannig að hann er í hjólastól núna."
Heift og neikvæðar hugsanir
Rós segist hafa verið gripin mikilli sektarkennd í kjölfar þessa atburðar og spyr hvort það geti hugsast að heift hennar út í viðkomandi geti hafa valdið því að þessi átakanlegi atburður átti sér stað í lífi mannsins. Hún veltir líka fyrir sé hvort það geti verið samband á milli þess hvað gerist í lífi þeirra sem ganga á rétt hennar og hugsanlega hugsana hennar. "Engu líkara", segir Rós " er en ef mér er gert eitthvað neikvætt sem mér sárnar verulega enn þá verði sá sem sárindunum veldur innra með mér fyrir einhverjum skakkaföllum eða leiðindum".Eins spyr Rós og er þungt í henni enda er hún áhyggjufull. "Getur það verið tilfellið að hugsanir okkar séu einhvers konar óbeisluð orka sem leysist úr læðingi af ýmsum ástæðum og hefur þá ákveðin áhrif hvort sem er til góðs eða ills?" Sem sagt áhyggjur Rósar eru samnefnarar fyrir áhyggjur fjölda fólks sem hefur skrifað mér og borið undir mig svipaðar vangaveltur. Rós þakkar mér fyrir fyrirfram og óskar bæði mér og mínum Guðs blessunar sem ég vil þakka henni sérstaklega fyrir og vona að hún verði einhvers vísari eftir að ég hef svarað henni. Auðvitað nota ég áfram hyggjuvit mitt, reynsluþekkingu og innsæi til að styrkja svör mín.
Lögmál orsaka og afleiðinga
Við lifum við lögmál sem eru ekkert síður andleg en efnisleg. Hver einast orsök hlýtur alltaf að hafa afleiðingu í för með sér hver svo sem hún verður á endanum. Þar er átt við að við getum ekki hegðað okkur hvernig sem við viljum. Allt sem við segjum eða hugsum hefur í för með sér afleiðingar sem eru ýmist góðar eða slæmar.Allt eftir því hvað það er sem við erum að "sá" til hverju sinni. Sé framkvæmd okkar neikvæð, þá kemur sem afleiðing af henni neikvæð útkoma fyrir okkur ekkert síður en þá sem fyrir verða, jafnvel þó síðar verði það sanna dæmin augljóslega.Þetta gerist vegna þess að það er eitthvað til í mannlegum reynsluheimi sem heitir lögmál orsaka og afleiðinga. Lögmál sem er svo sannarlega virkt og lifandi í okkar daglega lífi.
Ljótur grikkur og kynferðislegt áreiti
Ef við íhugum einmitt þetta sjónarmið, þá var vinnuveitandi Rósar vegna tillitsleysis við hana að skapa henni ómælt erfiði með því að gera henni þann ljóta grikk að undirbúa ekki fyrirfram og útskýrra með aðdragandi ástæðu þess að hann kaus að segja Rós upp störfum.Jafnframt því var hann að skapa sjálfum sér vanda því hann kemst ekki hjá því að þurfa sjálfur fyrr eða síðar að horfast á einhvern máta í augu við þessa óréttmætu ráðstöfun sína á persónu Rósar. Það er mikið mál að missa atvinnu sína fyrirvaralaust og af ástæðulaus að því er virðist í fljótu bragði séð. Mér finnst aftur á móti eins og af því að Rós vildi ekki þýðast þennan einstakling kynferðislega á sínum tíma, að þá hafi viðkomandi brugðist við þeirri augljósu höfnun með þessari ósmekklegu og óvönduðu framkvæmd.Kynlífslöngunum yfirmanna á ekki að fullnægja á vinnustað, jafnvel þó það þýði að maður missi starf sitt eins og Rós ef maður neitar að taka þátt í slíku atferli yfirmanns síns.
Breytt gildismat
Ég lít ekki svo á að neitt samband sé á milli þess slys sem hann lenti svo í síðar og svo aftur framkomu hans við Rós. Aftur á móti stendur hann í mjög erfiðum sporum í dag sem vissulega hafa bæði svipt hann vinnunni og frekari möguleikum til að ráðskast ósæmilega með annað fólk. Slysið sem hann fór í gegnum og afleiðingar þess er ekkert sem Rós hefur vísvitandi kallað yfir hann. Slys bara koma og fara eftir atvikum og eina ráð okkar við þannig vanda er að reyna láta breyttar aðstæður og hvers kyns takmarkanir verða til þess að breyta gildismati okkar og viðhorfum. Bæði til heilbrigðis og svo aftur til þeirra efnislegu gilda sem alltof víða verða til þess að við verðum eins og tillitlausari í samskiptum okkar hvert við annað.
Slys en ekki ásetningur
Aftur á móti má segja að í hverri þraut felist möguleikar á auknum þroska og þess vegna þurfa þannig aðstæður í sjálfum sér alls ekki að gera okkur að ófullkomnara fólki, þrátt fyrir að vera erfiðar í eðli sínu.Auðvitað er alls ekki hægt að gera Rós ábyrga fyrir því slysi sem fyrirverandi vinnuveitandi hennar fór í gegnum og þá náttúrlega alls ekki þeim afleiðingum sem fylgdu í kjölfarið. Slys verða venjulegast að veruleika eins og fyrir röð af tilviljunum, en sjaldnast vegna ásetnings annarra. Við getum reynt að fyrirbyggja þau en alls ekki alltaf komið í veg fyrir þau því miður. Þau bara verða á vegi okkar sumra og þá koma þau okkur venjulegast á óvart.
Getgátur og orsakalögmál
Ótrúlegt er að við dauðlegir menn og ófullkomnir séum þess megnugir nákvæmlega að segja til um hvaða afleiðingar nákvæmlega eru beinlínis afleiðing af fyrri framkvæmdum okkar.Það eru ekkert nema getgátur þegar við erum að reyna að telja okkur trú um að einmitt tiltekin atburðarrás í lífi okkar eða annarra sé afleiðing af nákvæmlega einu afmörkuðu atferli, þó það hafi í eðli sínu verið neikvæð framkvæmd sem mun sem slík fela í sér einhverja afleiðingu samkvæmt lögmáli orsaka og afleiðinga. Þrátt fyrir að svo sé þá er algjörlega ómögulegt að sanna hverjar rætur orsakarinnar eru, þó okkur þyki stundum eins og Rós og fleiri, að það megi sjá ákveðið orsakasamband á milli fyrri framkvæmda og svo aftur þeirra hluta sem eru í gangi í lífi viðkomandi þá stundina. Einmitt með tilliti til þess að hver orsök sem viðkomandi hefur gefið líf hefur sína afleiðingu góða eða slæma, allt eftir atvikum hverju sinni, þá getur eitt og annað hvarflað að viðkomandi sem mögulega gæti skýrt atburðarrás augnabliksins út fyrir honum.
Hugsanir eru lifandi orka
Vissulega eins og hvarflar að Rós, er óhætt að fullyrða að hugsanir okkar eru lifandi orka sem við getum í gegnum stjórntækið heila fylgt eftir með viljafestu og ásetningi. Ef við erum í hefndarhug, þá leysist neikvæð hugsanaorkan úr læðingi og hittir auðvitað einhvern fyrir. Ef við beinum henni að einni tiltekinni persónu, þá segir það sig sjálft að við eigum með því þátt í að skapa óþægindi í kringum viðkomandi, þó ekki sé verið að segja að því fylgi eitthvert tjón endilega fyrir persónuna. Alla vega eykur það ekki á vellíðan neins, ef honum eru að staðaldri sendir skaðlegir orkustraumar sem leika án vitundar viðkomandi lausum hala í kringum hann. Ef vísindamenn eru komnir það langt í rannsóknum sínum á mætti mannshugans að getað sannað að góðar hugsanir í formi kærleiksríkra bæna verið þeim sem þær þiggur ávinningur t.d. á þrauta stundum sjúkdóma, þá hljóta neikvæðar hugsanir að skila sér líka til þeirra sem þær eru ætlaðar og mögulega hafa sínar afleiðingar, þó ekki verið það svo auðveldlega sannað hverjar þær gætu orðið nákvæmlega.
Niðurrif og sigursæld
Síðan má líka benda á, að ef við fyllum hugann af neikvæði, þá takamarkast ekki gildi slíkra hugsana bara við þann sem verið er að senda þær. Þær hafa líka og ekkert síður áhrif á höfund sinn. Þær eru í eðli sínu niðurrífandi og geta aldrei annað en haft slæma eftirmála. Aftur á móti má gefa sér það gagnstæða þegar við eflum innra með okkur jákvæðar hugsanir öðrum til handa ekkert síður en okkur sjálfum, þá hafa þær áhrif og þá auðvitað góð áhrif og eiga beinlínis þátt í að auka sigursæld þess eða þeirra sem verið er að senda þær til eins og okkar sjálfra, þó ekki sé hægt að ganga nákvæmlega úr skugga um hvernig eða hvenær.
Jákvæð lífsýn og góðleikur
Öll hugsun slæm eða góð hefur afleiðingu í för með sér og einmitt vegna þess er eðlilegra að temja sér sem jákvæðasta lífsýn og vera fremur góðgjörn í garð annarra en neikvæð og snúin. Við ættum aldrei að óska öðrum ills og alls ekki þó viðkomandi hafi brotið af sér við okkur. Það er ekki okkar hlutverk að dæma aðra. Ekki einu sinni óvildarmenn okkar. Þeir dæma sig sjálfir með röngum framkvæmdum sínum og verða fyrr eða síðar að taka öllum afleiðingum af rangri breytni sinni hvort sem er. Þannig virka þessi lögmál sem áður var sagt frá. Þessi sérkennilegu andlegu lögmál orsaka og afleiðinga þeirra. Vonbrigði og óréttlæti
Ég hvet því Rós og aðra lesendur sem hafa skrifað mér um andúð sína á óvildarmönnum sínu að beina hugsunum sínum séu þær neikvæðar í jákvæðar áttir og snúa sér að sjálfs síns jákvæðri uppbyggingu eftir þau vonbrigði og óréttlæti sem kann af annarra völdum að hafa dunið yfir þá. Það koma ekki allir dagar í einu en þeir koma hver á eftir öðrum. Þess vegna má segja, að þó erfitt sé að kyngja og sætta sig við ódrengilega framkomu annarra að ósekju í manns garð, þá sé sterkur varnarleikur að forðast alla heift út í skaðvaldinn og láta einfaldlega lífið sjálft kenna viðkomandi að það getur engin komist upp með það til lengdar að fótum troða rétt annarra, án þess að það hitt óþyrmilega gerandann fyrir fyrr eða síðar. Hvernig nákvæmlega varðar okkur ekkert um, enda enginn kominn til með að segja nákvæmlega til um við hvaða aðstæður endanlegt uppgjör verður nema Forsjónin sjálf. Öll afstaða önnur í svona málum er óheppileg og eitrar manngildi okkar en göfgar það ekki.

Eða eins og bitra stelpan sagði einu sinni mjög reið."Elskurnar mínar ég hefni mín aldrei vegna þess að amma sagði mér þegar ég var tveggja ára að Guð launaði fyrir Hrafninn og þar við situr.Hann veit allt, sér allt og lætur engum líðast að fótum troða sín minnstu börn, án þess að verja þau á sinn hátt. Svona hugsaði amma og svona hugsa ég náttúrlega. Amen eftir efninu."
Með vinsemd
Jóna Rúna

sunnudagur, október 02, 2005

Höfundur:

Höfundur:
Jóna Rúna Kvaran

Vantar samband við dóttur mína.

Kæra Jóna Rúna!

Ég vil byrja á þakka þér greinar og pistla í Pressunni áður og nú Vikunni, sem ávalt hafa gefið mér tilefni til hugleiðinga. Tilefni þess að ég skrifa þér er að ég á dóttur sem er þó nokkuð mikið undir tvítugu, og þegar ég horfi til baka hef ég tilfinningu þess, að við höfum ekki í langan tíma ná almennilega saman. Það er kannski rétt að ég segi þér dálítið forsögu okkar.

Ég er alin upp í Reykjavík , ásamt nokkrum systkinum af foreldrum sem voru mjög ólík. Pabbi var gleðimaður töluverður, bæði skemmti sér og notaði þó nokkuð vín, en samt var okkar samband tiltölulega gott þrátt fyrir allt. Mamma var allt öðruvísi, dul og gaf frekar lítið af sér. Hún átti þó til að vera skemmtileg í spari­fötunum og á sunnudögum. Reyndar voru þau bæði myndar­leg.

Samband mitt við mömmu var þannig, að ég man lítið eftir henni milli þess sem áður er sagt. Hún virtist svo hlutlaus í öllu. Mér var aldrei hrósað og mér aldrei veitt viðurkenning, sama hvað vel gekk. Ég var talin baldin, skapstór, þrá og ósanngjörn. Sjálf tel ég að ég hafi verið ákveðin, stríðin, músíkölsk, ásamt því að hafa sérlega mikla hreyfiþörf.

Að heiman sleit ég mig undir tvítugu, ásamt kærasta. Ég og hann vorum ágætir félagar og fluttum seinna út á land og þar kynntist ég honum fyrst. Samband við mömmu rofnaði nokkuð við þetta. Saman eigum við stúlkuna sem vandi minn liggur í. Við slitum sam­vistum, mér féll ekki, hvað hann var langt frá mér andlega, auk þess gátu foreldra hans ekki fellt sig við mig, fannst ég ekki samboðin honum held ég.

Eftir þetta gaf ég líf þrá minni til að mennta mig
og fljótlega upp úr þessu kynnist ég seinni manninum mínum. Þessi maður var alin upp við mjög mikla ein­stak­lings- umhyggju og var þroskaður. Við dvöldum um tíma erlendis og á þeim tíma á ég barn númer tvö. Þessu barni sinni ég mikið og þar byrjar sennilega að rofna sambandið á milli mín og eldra barnsins. Ósjálfrátt ýtti ég henni burt og hún varð mjög erfið og óstýrlát, sem afleiðing af þessu sem er eðlilegt.
Auðvitað varð þetta vítahringur, sem ég hefði átt að rjúfa fyrir löngu og sjá fyrir. En á þessum árum uppvaxtar hennar var ég líka að reyna að mennta mig og viðurkenni að í það fór líka mikill tími, sem vafalaust gerði það að verkum, að ég hef jafnvel ýtt henni of mikið frá mér af þeim ástæðum líka, þó erfitt sé að viðurkenna það. Við fluttum við frá útlöndum, þegar hún var en fremur ung og hún var að eigin ósk af og til í lengri tíma hjá föður sínum.

Við náðum þó nokkuð vel saman í um ár, en ástandið er núna þannig að hún er með pilti, búin að eiga barn og vill mig ekki sjá. Samt voru þau búin að ákveða að búa hér. Kærasti hennar er óábyrgur, og hún vill ekki sjá það. Hún telur okkur vera ósann­gjörn og þreytandi. Hann aftur á móti tekur ekki tillit til neins.

Ég sé vel hvernig þetta hefur þróast, en skaðinn er skeður, við náum ekki saman. Hvað get ég gert til að hlú að og ná til dóttur minnar. Það er eins og sagan sé alltaf að endurtaka sig; það vonda hafi yfirhöndina í sambandi mínu við móður mína og nú við dóttur mína. Ég er óþolimóð, hreinskilin og kannski særi ég aðra óavitandi einmitt af þessum ástæðum. Ég hef náð því, að ástúð, hvattning, og jákvæði eru nauðsynlegir þættir uppeldis.

Einhverja hluta vegna hef ég ekki fundið hlutverk mitt og vinnumarkmið. Ég er á krossgötum og langar að gera listina að aðalatriði í starfi, en vissar efasemdir og skortur á sjálfstrausti hindra það. Kæra Jóna ef til vill sérð þú eitthvað sem mér er hulið og gæti leiðbeint mér, þó ég viti að mörg önnur mál kunni að vera meira aðkallandi. Gangi þér svo allt í haginn og vonandi verður hægt að höggva á hnút þann, sem erfiðleikunum fylgja.
Með kveðju Hulda.

Kæra Huld!
Þakka þér innilega bréfið, sem var bæði opið og elskulegt. Ég varð því miður að stytta það töluvert, bæði til þess að ekki uppgötvaðist hver þú ert, og líka vegna þess að sumt var það hreinskilið, að engin ástæða, er til að það sé nema milli þín og mín. Ég viðurkenni að með því að vera svona opinská við mig er mun auðveldar fyrir mig að bregðast við óskum þínum. Við notumst við innsæi mitt og hyggjuvit. Ásamt þessu skoða ég táknin í rithönd þinni til upplýsingar.

Uppvöxtur kannaður
Það er bersýnilegt kæra Hulda, að eitt og annað í uppvexti sjálfrar þín þarfnast athugunar. Samband þitt við móður þína hefur trúlega verið þér fjötur um fót meiri part ævinnar. Við sem ölumst upp við mikinn tilfinningakulda verðum óneitanlega mun ófærari um að veita okkar börnum þá tilfinningalegu nærgætni, sem þau þurfa sárlega á að halda sem lítil börn. Pabbi þinn virðist hafa haft hæfileika til að gefa af sjálfum sér, þrátt fyrir að hegðun hans á milli hafi skapað nokkur vandamál. Mamma þín aftur á móti virðist hafa verið of lokuð til að getað tjáð sínar tilfinn­ingar og er það sorglegt, því auðvitað hefði henni liðið mun betur, ef svo hefði verið. Öll börn þurfa nokkra athygli og vissulega hvatningu í æsku, og ekki síst þau börn, sem virðast stjórnast af tilfinningum sínum fremur en skynsemi, eins og allt bendir til að þú hafir gert í æsku.

Það er því miður mikið um tilfinningalega fjötra hjá eldri kynslóðum íslendinga og það stafar kannski af því, að þetta fólk var alið upp af fólki sem átti ekki neitt. Lífsbarátta þessa fólks var svo hörð, að það átti ekki mikla möguleika á að rækta viðkæmari þætti uppeldisins á sama tíma og það varð að leggja dag við nótt til að afla nauðþurfta. Hvað þá að hafa stöðugt sálrænt og tilfinninga­legt samband við sína, vegna kannski annars vegar þreytu eða þjálfunarleysis í því sem kalla mætti opnunarhæfni innanfrá. Þetta fólk talaði sáralítið um innri líðan það var bara ekki til siðs.

Mamma þín getur hafað verið fremur lokaður persónu­leiki á allt það sem var dýpst í henni og fullkomnast. Það kemur líka fram í bréfi þínu, að hún virðist hafa falið sig töluvert á bak við einhvers konar ytri grímu, sem svo erfitt er að losna frá, jafnvel þó við sjáum að það er ekki til neins gagns að vera í ein­hverjum feluleik hvert við annað.


Sambúð er stundum flótti
Þú ferð snemma að heima og varla búin að kynnast sjálfri þér þegar komið er bæði barn og maður til að bera ábyrgð á. Samskiptafjötrar þeir sem einkenndu þinn eigin uppvöxt fylgja þér inn í nýja sambandið, og þar koma fljótt upp ákveðnir erfiðleikar, þrátt fyrir ágætan félagsskap og væntumþykju. Þessi fyrri maður þinn er öðruvísi gerður en þú, og ekki inn á þeim skapandi, andlegu línum, sem þú aftur á móti hrífst af.

Hætt er við að þegar við þekkjum ekki okkar innri mann, séum við gjörn á að reyna að finna hann í gegnum einhvern annan, sem vissulega er algjör misskilningur, eins og kom fjótt í ljós í ykkar sambúð. Hann var ekki á sömu nótum og þú sem bæði langaðir að mennta þig og finna þér verðugt markmið með lífi þínu. Flótti þinn frá ófullnægðu innra lífi, sem kannski lá ekki síst í hæfileikaleysi foreldra þinna til að skynja þig eins og þú ert eða vilt vera skapar fyrst og fremst þessi fyrstu tengsl þín við aðra menneskju og í þessu tilviki barnsföður þinn.


Frelsi er aldrei einhlítt.
Þú finnur að þér gengur vel að mennta þig og myndar í því stússi samband við nýjan lífsförunaut. Þegar bæði er verið að þróa nýtt samband og bæta við þekkingu sína er augljóst að vandfundinn getur verið sá tími, sem við eigum með börnunum okkar. Hitt er svo annað mál, að sektarkennd yfir því liðna gerir engum gott og bætir ekki það ástand sem er ríkjandi í núinu. Í gegnum þennan nýja lífsförunaut kynnist þú fyrst sem fullorðin kona því, sem vitanlega hefði átt að vera þungamiðja þíns eigin uppvaxtar, nefnilega jákvæði og kærleikur, ásamt því sem fellur undir uppörvandi hvattningu af einhverju tagi. Barnið sem þið eigið síðan saman fæðist undir breyttum viðhorfum þínum, og nýtur þar af leiðandi bæði frá föður og móður mikillar ástúðar strax í byrjun.

Aftur á móti er hætt við að eldra barnið hafi fundið til ómeðvitaðar afbrýði í þess garð, sem getur verið mjög erfitt að sjá við, þó við séum öll af vilja gerð að koma í veg fyrir slíkt. Þetta eldra barn er líka nokkuð smitað af viðhorfum raunverulegs föður, sem gætu hafa verið á skjön við þau nýju, sem þú óneitan­lega kynntist með seinni manni.

Ást og athygli
Þegar barn er alið upp á tveim stöðum í æsku, þó svo að um sé að ræða blóðforeldra í báðum tilvikum er það sjaldan kostur, því það verður sem afleiðing slíks óöruggt og jafnvel efins um að það sé í raun elskað og velkomið. Þannig geta viðhorf dóttur þinnar hafa mótast í uppvexti gagnvart þér og föður sínum. Hún virðist með vilja sínum til að vera langdvölum hjá honum vera að leita að athygli og einstaklings umhyggju, sem hún kannski fann ekki nógu vel fyrir þar sem þinn tími og tilfinningar dreifðust mikið og ekkert við það að athuga.

Aftur á móti er hún, að því er virðist að upplagi eigingjörn, en óvenju til­finninga­­­næm og lítil í sér, og af þeim ástæðum nokkuð erfitt að nálgast hana á nákvæmalega þann hátt sem hún kýs. Þó þú hefðir ekkert barn átt fyrir eða eitt tíma í að mennta þig, þá er samt hætt við að erfiðleikar þessir hefðu komið fram vegna þess, að þegar hún er að mótast hefur þú ekki sama þroska og í dag, auk þess sem þú ert líka tilfinningalega að uppgötva í eigin fari eitt og annað sem betur má fara fyrir utan samband þitt við nýja makann.

Börnin öðruvísi sálir
Það að eiga barn er engin trygging fyrir að barnið sé nákvæmlega eins og við sjálf. Hver sál sem gistir þessa annars ágætu jörð, er komin hingað í ákveðnum tilgangi, sem getur verið býsna erfitt að átta sig á hver er. Barni sem er óþjált, mislynt, og óútreiknan­legt verður að sýna mikla þolimæði og það getur verið þrautum þyngra fyrir þau okkur, sem óþolimóð erum árum saman sem er í sjálfu sér ekkert skrítið.
Það má líta á tengsl barns og foreldris eins og einn lið í löngu skólanámi og þá eru fögin jafnvel það sem kemur upp á heimilinu,einmitt í samskiptum við barnið. Við viljum flest standa okkur sem foreldrar, sem er ofur­­eðlilegt.

Hitt er svo annað mál að við getum aldrei gert meira en við höfum þroska og skilning á hverju sinni. Það er líka ágætt að minna okkur sjálf á að barnið þarf kannski líka þessa foreldra sem það hefur í kringum sig til að verða þroskuð sál af reynslu þeirri sem samskiptin gefa af sér. Þessi afstaða er miðuð við það, að lífið sé ekki bara hér og nú, heldur áður og áfram, það er að segja eilíft.

Innsæi og skriftin skoðuð

Þú ert eftir því sem mér sýnist gjörn á að eyða of miklum tíma í hugsun um það sem þú jafnvel getur ekki fengið botn í svo vel fari. Manneskja með eins stórt skap og þú hefur, á mjög erfitt með að fella sig við hugsanleg mistök frá eigin hendi og þess vegna kvelur sú tilhugun þig sennilega mikið, að það kunni að vera af þínum völdum þetta sambandsleysi við dóttur þína, sem er fyrirstaða í heilbrigðum samskiptum ykkar í dag. Þetta er held ég óþarfa harka við sjálfa þig, það er sjaldan einn sem veldur. Það er mjög gleðilegt að þú skulir vilja breyta ástandinu, en mundu bara, að hún hefur ekki sama vilja og þú en þá, og á fullan rétt á að hafa það ekki.

Það er augljóst að þú ert bæði skapandi og listfeng og af þeim ástæðum nauðsynlegt, að ýta öllum efasemdum um hæfni sína í þeim málum frá. Þér myndi trúlega farnast mjög vel á listasviðum eftir því sem skriftin segir.
Þú ert líka mikil verk­manneskja, þannig að þér fellur sennilega sjaldan verk úr hendi og þyrftir að læra að slappa betur af, af og til. Þrjóska er áberandi í skriftinni þinni, en á móti mjög sanngjarnt eðli. Það er líka viðbúið að þú getir verið nokkuð langrækin, en ekki nema við endurtekin brot annarra við þig. Þú ert mjög tilfinninganæm, auðsæranleg og átt sennilega mjög erfitt með að taka óheiðarleika og yfirgangi annarra. Nokkuð stjórnsöm gætir þú verið, en greind og forvitin um flest, án þess að koma því kannski áleiðis. Þú ert ákveðinn ef þú ert búin að bíta eitthvað í þig, og af þeim ástæðum eru öll frávik frá fyrri ákvörðunum erfið þér, samanber að dóttir þín ætlaði sér að búa hjá þér, en vill ekki núna. Láttu hana algjörlega ráða hvar hún kýs að vera, hún er sjálfráða og verður að fara þær leiðir sem henni henta og það á ekki að særa þig.

Skriftin áfram skoðuð
Hitt er svo annað mál að það kemur svo vel fram í bréfi þínu til mín að þú gerir þér fullkomlega grein fyrir því sjálf hvar skorinn kreppir í ykkar samskiptum; og sennilega væri best fyrir ykkur báðar, að þú skrifaðir henni bréf sem væri þá þín leið til að nálgast hana aftur og í því gerðir þú henni jafnframt ljóst, að þú elskar hana og vilt umfram allt standa með henni og byggja upp gott andlegt samband við hana ef hægt væri.

Það er sennilega ekki hyggilegt í þessari viðkvæmu stöðu að þvinga hana til samstarfs, heldur nálgast hana óbeint eins og áður sagði með bréfi. Þér veitist sennilega auðveldara þannig að skýra henni frá afstöðu þinni til hennar og sjálfrar þín.

Þú ert hrifnæm og nokkuð fljótfær ef því er að skipta, en sannleiks­­leitandi og þess vegna verður þú ekki róleg fyrr en búið er að laga sambandið á milli ykkar. Hvað varðar mat þitt á kærasta hennar er það sennilega rétt, en málið er bara, að hún velur sér þann lífsföru­naut, sem hentar þroska hennar í dag og sú reynsla, sem kann að skapast af sambandi þessu fyrir hana, kann að vera eitt af því sem henni er ætlað til að þroskast af, og einmitt þess vegna ekki þitt verk að koma í veg fyrir það, að hún finni út annmarka þess sjálf, ef hægt væri fyrr eða síðar. Ótti þinn og áhyggjur eru eðlilegar, en gera í raun ekkert annað en að lama framkvæmdarvilja þinn, þar sem þú getur litlu breytt.

Þú ert sjálf fullfær um að breyta því sem þarf að breyta og hægt er að hafa áhrif, með góðum vilja og jákvæðu viðhorfi til þess sem hrjáir og þarft í raun ekki mig eða aðra til að auðvelda þér það. Það er aftur á móti ágætt að gera eins og þú að skoða ástandi með því að trúa annarri manneskju fyrir leyndustu hugsunum sínum eins og þú mér, því með því ertu að neyða sjálfa þig til að finna því sem þú skynjar tilfinningalegan farveg og um leið finna því rökrænan búning með orðunum sem þú nota til að koma hugsunum þínum til mín.

Að lokum þetta þú ert mjög hreyfanleg hið innra og virðist hafa mjög góð skilyrði til þroska, og verður því að líta á að það sem hendir þig sé liður í áframhaldandi möguleikum þínum til staðfastara og stöðugra innra lífs.

Eða eins og áhyggjufulla konan sagði eitt sinn þegar allt virtist vera að láta undan í kringum hana við vini sína: "Elskurnar mínar þegar ég ákvað að líta ekki til baka í líf mitt meira en góðu hófi gegnandi og reyna að fremsta megni að lifa fyrir daginn í dag fór allt að ganga betur. Ég fékk betri skilning og aukin tækifæri til ávinnings, þegar ég loksins sá að ég breyti ekki því sem var, heldur einfaldlega því sem er og hana nú."

Guð gefi þér tækifæri til að glæða lífi, verulega góðu sambandi við dóttur þína.

Með vinsemd
Jóna Rúna