aDraumar
Við Íslendingar höfum alla tíð verið miklir draumamenn, enda finnast í frásögnum okkar stórmerkilegir draumar sem ræst hafa og ráðið miklu um örlög manna. Áhugi okkar á draumum hefur ekki minnkað þrátt fyrir hvers konar framfarir á svo til öllum sviðum sammannlegra samskipta. Skýringin á þessum viðvarandi áhuga okkar á draumum er trúlega sú að við erum flest löngu viss um það að þeir eru mikilvægir og upplýsandi um nútíðina okkar ekkert síður en um framtíð okkar og fortíð.
Eins og við þekkjum flest geta fylgt draumlífi okkar neikvæðar tilfinningar og erfið hughrif ekkert síður en jákvæðar kenndir og lýsandi vitglóð sem bregður birtu innra lífi okkar Draumar hafa óumdeilanlega umtalsverð áhrif á líf okkar og athafnir í dag eins og þeir hafa reyndar gert frá örófi alda þrátt fyrir að til sé fólk sem kann ekki að meta gildi og tilgang þeirra sem skyldi.
Það er mat þeirra sem fylgst hafa með draumlífi sínum og annarra að það sé af hinu góða að afla sér staðgóðrar þekkingar og skilnings á því, vegna þess að í draumlífi okkar getur búið vitneskja sem er leiðbeinandi og uppfræðandi ef við leggjum okkur eftir því að skilja tilgang þess. Það er margsönnuð staðreynd að í draumum okkar getur leynst mikilvæg vitneskja varðandi gæfu okkar og gjörvuleika Það er því ekki vitlegt að gera lítið úr eða hundsa drauma sína eða annarra.
Þær tvær tegundir drauma sem eru einna algengastar eru berir draumar annars vegar og tákndraumar hinsvegar. Við skulum skoða þessar tegnundir nánar. Berdreymi kallast það, þegar mann dreymir hárrétt það sem á eftir að henda. Kemur það oftast fram mjög fljótlega eða jafnvel strax. Í slikum draumum hendir það oft að dreymandinn virðist eiga sér sérstakan verndara, svonefndan draumamann. Hann birtist þannig í svefni og segir oft fyrir um óorðin atvik eða varar við því sem kann að vera hættulegt fyrir dreymandann og jafnvel aðra. Oftar en ekki er um að ræða markvissar leiðbeiningar sem geta skipt sköpum um dagfar viðkomandi dreymanda.
Táknrænir draumar eru algengir hjá flestum sem á annað borð hafa fjölskrúðugt draumlíf og birtist þá fólk, atvik og kringumstæður á misljósan, táknrænan hátt. Í ákveðnum tilvikum getur verið mjög erfitt fyrir dreymandann að lesa úr draumum sínum í vöku. En sumum lærist það smám saman. Því stundum endurtaka viss atvik sig sífellt og verða þannig tákn fyrir áþekka reynslu sem er yfirvofandi eða býr í leyndinni.
Flestir muna kannski eftir tákndraum faraós um kýrnar sjö og kornöxin, sem Jósef varð frægur fyrir að ráða. Varðandi þann draum kemur fram, að einn dreymir og annar ræður drauminn. Fyrr á öldum var þetta fyrirkomulag mjög algengt og menn sem gátu ráðið drauma algerlega ómissandi enda iðulega vinsælir og ríkir. Sumir voru það snjallir að lesa úr slíkum draumum að þeir gátu beinlínis haft atvinnu af því. Í dag erum við líklegri til að nýta okkur draumaráðningabækur fremur en að borga öðrum fyrir mögulega ráðningu drauma. Við sem reynt höfum getum þó staðfest að það getur verið erfitt sé að standast leiðsögn sálræns draumráðningamanns og bóklestur kemur ekki í stað innsæis dulræns draumspekings þegar verið er að túlka t.d. tákndreymi.
Sannleikurinn er þó sá við getum sjálf með ástundun og áhuga lært að skilgreina í öllum aðalatriðum eigin draumlíf ef við kjósum það. Það er mikið um endurtekningar og kunnuglegar vísbendingar í draumum hvers manns sem lærist að túlka ef áhuginn og eftirtektin er til staðar hjá dreymandanum.
Að lokum er rétt að geta lítillega þriðju tegundar drauma sem eru svokallaðir hreinsunardraumar og er þar átt við drauma sem eiga sér sálrænar eða tilfinningarlegar skýringar. Í slíkum draumum fær fólk oft útrás fyrir óskir og þrár sem einhverra hluta vegna fá ekki líf í venjulegri vökuvitund. Með viðlíka útrás í draumi má koma í veg fyrir óæskilegar geðsveiflur og bælingar sem gætu heft eðlilegt líf viðkomandi. Þannig getur þessi tegund draumlífs verið viss lausn eða jafnvel bara léttir. Sálfræðingar kunna góð skil á þessari tegund draumlífs og geta oftast leiðbeint okkur varðandi orsök þeirra. Við getum vitanlega sjálf unnið úr mörgum þeirra en ef ekki og þeir trufla daglegt líf okkar er hyggilegt að leita ráðgjafar sálfræðings.
Ég hvet fólk til þess að skoða drauma sína og velta tilgangi þeirra fyrir sér eftir atvikum. Það er ágætt að skrifa þá niður og íhuga líklega túlkun þeirra. Þannig verðum við meðvitaðri um mögulegan áhrifamátt þeirra og þá leiðsögn sem þeir kunna að innihalda.
JRK
Hugarórar Hallgerðar
Hallgerður útbýr veislu
Pabbi og mamma eru alveg brjáluð útí mig þessa dagana og reyndar afi á Grandanum líka. Málið var að afi átti von á einhverjum frjálsmúrurum í mat á fimmtudagskvöldið og vantaði góða en nýja mataruppskrift. Mamma hefur séð um þessar karlrembuveislur fyrir gamla skaftið, en hún var ekki heima. Hlunkurinn heldur að hann eigi allt kvenfólk í ættinni og hálfpartin neyddi mig til að koma og redda þessari matargerð fyrir sig. Ég náttúrlega leysti þetta mál með minni útfærslu af meiriháttar eskimóauppskrift. Í stað þess að nota bara lirfu fiskiflugunnar,( sem ég tel mjög ósmekklegt af eskimóum) notaði ég að sjálfsögðu sjálfa fiskifluguna í aðalréttinn. Það er lágmark að flugan fái að fljúga fyrir verkun og steikingu og pæla svolítið í umhverfinu fyrir átu. Afi var fyrst æðislega ánægður. Ég var í fimm tíma að redda bara brasinu og aðra fimm að gera allt klárt og sparaði mig sko ekki.
Ég setti meira að segja sjúklegan arfa til skrauts á borðið í einar þrjár gosflöskur fyrir þetta vanþakkláta gengi. Ég gat ekkert lagt mig þennan eftirmiðdag. Það sjá allir að annað gengur bara ekki, ef maður á ekki tapa heilsunni fyrir sautján ára aldur. Um nóttina hringdi sá gamli í algjöru geðsýkiskasti og sagðist vera með dýraverndunarfélagið, lögregluna, og geðlækni á tröppunum hjá sér. Konan í næsta húsi hafði hringdi í þetta lið og sagt að hann hefði verið dulbúinn eins og unglingsstúlka allan eftimiðdaginn að veiða fiskiflugur, sem hún sá svo greinilega með því að nota kíki, að hann hreinsaði og síðan steikti á pönnu í eldhúsinu. Manneskjan er algjör fáviti að ruglast á augnakonfekti eins og mér og gamla Ford. Frjálsmúrarnir höfðu fengið kast, þegar afi tók pappírinn af fatinu og þeir sáu sextíu feitar og létt steiktar fiskiflugur koma í ljós. Þeir fengu lögreglu fylgd heim. Ég veit ekki betur en ég hafi verið búin að taka allan óþarfa af flugunum áður en að ég steikti þær, svo þetta stress í þeim var algjör móðursýki og snobb.
Jóa vinkona fékk svona eskimóarétt hjá mér um daginn og ég veit ekki betur en hún hafi á fimm mínútum losnað við heilt gengi af sníkjudýrum. Banhungrað lið sem ætlaði að troða sér með Halla bróður hennar í matarboð, sem átti bara að vera fyrir hana og nýja " njólann" sem hún var að byrja með. Jóa grenjaði rosalega, þegar að gaurinn hljóp út með genginu og sagði um leið: " Vá! Gellan er eitthvað afbrigðileg." En við skulum bara athuga það, að það var ekki nema von að aulinn hyrfi, þegar Halli bróðir hennar sagði við hann spældur af græðgi, af því að hann fékk ekki að vera með: " Jóa notar ýmist fiskiflugur eða refaskott í matargerðina vinur. Vonandi verð ég uppgötvuð fljótlega. Ég er meiriháttar, það er á tæru.
JRK
Við Íslendingar höfum alla tíð verið miklir draumamenn, enda finnast í frásögnum okkar stórmerkilegir draumar sem ræst hafa og ráðið miklu um örlög manna. Áhugi okkar á draumum hefur ekki minnkað þrátt fyrir hvers konar framfarir á svo til öllum sviðum sammannlegra samskipta. Skýringin á þessum viðvarandi áhuga okkar á draumum er trúlega sú að við erum flest löngu viss um það að þeir eru mikilvægir og upplýsandi um nútíðina okkar ekkert síður en um framtíð okkar og fortíð.
Eins og við þekkjum flest geta fylgt draumlífi okkar neikvæðar tilfinningar og erfið hughrif ekkert síður en jákvæðar kenndir og lýsandi vitglóð sem bregður birtu innra lífi okkar Draumar hafa óumdeilanlega umtalsverð áhrif á líf okkar og athafnir í dag eins og þeir hafa reyndar gert frá örófi alda þrátt fyrir að til sé fólk sem kann ekki að meta gildi og tilgang þeirra sem skyldi.
Það er mat þeirra sem fylgst hafa með draumlífi sínum og annarra að það sé af hinu góða að afla sér staðgóðrar þekkingar og skilnings á því, vegna þess að í draumlífi okkar getur búið vitneskja sem er leiðbeinandi og uppfræðandi ef við leggjum okkur eftir því að skilja tilgang þess. Það er margsönnuð staðreynd að í draumum okkar getur leynst mikilvæg vitneskja varðandi gæfu okkar og gjörvuleika Það er því ekki vitlegt að gera lítið úr eða hundsa drauma sína eða annarra.
Þær tvær tegundir drauma sem eru einna algengastar eru berir draumar annars vegar og tákndraumar hinsvegar. Við skulum skoða þessar tegnundir nánar. Berdreymi kallast það, þegar mann dreymir hárrétt það sem á eftir að henda. Kemur það oftast fram mjög fljótlega eða jafnvel strax. Í slikum draumum hendir það oft að dreymandinn virðist eiga sér sérstakan verndara, svonefndan draumamann. Hann birtist þannig í svefni og segir oft fyrir um óorðin atvik eða varar við því sem kann að vera hættulegt fyrir dreymandann og jafnvel aðra. Oftar en ekki er um að ræða markvissar leiðbeiningar sem geta skipt sköpum um dagfar viðkomandi dreymanda.
Táknrænir draumar eru algengir hjá flestum sem á annað borð hafa fjölskrúðugt draumlíf og birtist þá fólk, atvik og kringumstæður á misljósan, táknrænan hátt. Í ákveðnum tilvikum getur verið mjög erfitt fyrir dreymandann að lesa úr draumum sínum í vöku. En sumum lærist það smám saman. Því stundum endurtaka viss atvik sig sífellt og verða þannig tákn fyrir áþekka reynslu sem er yfirvofandi eða býr í leyndinni.
Flestir muna kannski eftir tákndraum faraós um kýrnar sjö og kornöxin, sem Jósef varð frægur fyrir að ráða. Varðandi þann draum kemur fram, að einn dreymir og annar ræður drauminn. Fyrr á öldum var þetta fyrirkomulag mjög algengt og menn sem gátu ráðið drauma algerlega ómissandi enda iðulega vinsælir og ríkir. Sumir voru það snjallir að lesa úr slíkum draumum að þeir gátu beinlínis haft atvinnu af því. Í dag erum við líklegri til að nýta okkur draumaráðningabækur fremur en að borga öðrum fyrir mögulega ráðningu drauma. Við sem reynt höfum getum þó staðfest að það getur verið erfitt sé að standast leiðsögn sálræns draumráðningamanns og bóklestur kemur ekki í stað innsæis dulræns draumspekings þegar verið er að túlka t.d. tákndreymi.
Sannleikurinn er þó sá við getum sjálf með ástundun og áhuga lært að skilgreina í öllum aðalatriðum eigin draumlíf ef við kjósum það. Það er mikið um endurtekningar og kunnuglegar vísbendingar í draumum hvers manns sem lærist að túlka ef áhuginn og eftirtektin er til staðar hjá dreymandanum.
Að lokum er rétt að geta lítillega þriðju tegundar drauma sem eru svokallaðir hreinsunardraumar og er þar átt við drauma sem eiga sér sálrænar eða tilfinningarlegar skýringar. Í slíkum draumum fær fólk oft útrás fyrir óskir og þrár sem einhverra hluta vegna fá ekki líf í venjulegri vökuvitund. Með viðlíka útrás í draumi má koma í veg fyrir óæskilegar geðsveiflur og bælingar sem gætu heft eðlilegt líf viðkomandi. Þannig getur þessi tegund draumlífs verið viss lausn eða jafnvel bara léttir. Sálfræðingar kunna góð skil á þessari tegund draumlífs og geta oftast leiðbeint okkur varðandi orsök þeirra. Við getum vitanlega sjálf unnið úr mörgum þeirra en ef ekki og þeir trufla daglegt líf okkar er hyggilegt að leita ráðgjafar sálfræðings.
Ég hvet fólk til þess að skoða drauma sína og velta tilgangi þeirra fyrir sér eftir atvikum. Það er ágætt að skrifa þá niður og íhuga líklega túlkun þeirra. Þannig verðum við meðvitaðri um mögulegan áhrifamátt þeirra og þá leiðsögn sem þeir kunna að innihalda.
JRK
Hugarórar Hallgerðar
Hallgerður útbýr veislu
Pabbi og mamma eru alveg brjáluð útí mig þessa dagana og reyndar afi á Grandanum líka. Málið var að afi átti von á einhverjum frjálsmúrurum í mat á fimmtudagskvöldið og vantaði góða en nýja mataruppskrift. Mamma hefur séð um þessar karlrembuveislur fyrir gamla skaftið, en hún var ekki heima. Hlunkurinn heldur að hann eigi allt kvenfólk í ættinni og hálfpartin neyddi mig til að koma og redda þessari matargerð fyrir sig. Ég náttúrlega leysti þetta mál með minni útfærslu af meiriháttar eskimóauppskrift. Í stað þess að nota bara lirfu fiskiflugunnar,( sem ég tel mjög ósmekklegt af eskimóum) notaði ég að sjálfsögðu sjálfa fiskifluguna í aðalréttinn. Það er lágmark að flugan fái að fljúga fyrir verkun og steikingu og pæla svolítið í umhverfinu fyrir átu. Afi var fyrst æðislega ánægður. Ég var í fimm tíma að redda bara brasinu og aðra fimm að gera allt klárt og sparaði mig sko ekki.
Ég setti meira að segja sjúklegan arfa til skrauts á borðið í einar þrjár gosflöskur fyrir þetta vanþakkláta gengi. Ég gat ekkert lagt mig þennan eftirmiðdag. Það sjá allir að annað gengur bara ekki, ef maður á ekki tapa heilsunni fyrir sautján ára aldur. Um nóttina hringdi sá gamli í algjöru geðsýkiskasti og sagðist vera með dýraverndunarfélagið, lögregluna, og geðlækni á tröppunum hjá sér. Konan í næsta húsi hafði hringdi í þetta lið og sagt að hann hefði verið dulbúinn eins og unglingsstúlka allan eftimiðdaginn að veiða fiskiflugur, sem hún sá svo greinilega með því að nota kíki, að hann hreinsaði og síðan steikti á pönnu í eldhúsinu. Manneskjan er algjör fáviti að ruglast á augnakonfekti eins og mér og gamla Ford. Frjálsmúrarnir höfðu fengið kast, þegar afi tók pappírinn af fatinu og þeir sáu sextíu feitar og létt steiktar fiskiflugur koma í ljós. Þeir fengu lögreglu fylgd heim. Ég veit ekki betur en ég hafi verið búin að taka allan óþarfa af flugunum áður en að ég steikti þær, svo þetta stress í þeim var algjör móðursýki og snobb.
Jóa vinkona fékk svona eskimóarétt hjá mér um daginn og ég veit ekki betur en hún hafi á fimm mínútum losnað við heilt gengi af sníkjudýrum. Banhungrað lið sem ætlaði að troða sér með Halla bróður hennar í matarboð, sem átti bara að vera fyrir hana og nýja " njólann" sem hún var að byrja með. Jóa grenjaði rosalega, þegar að gaurinn hljóp út með genginu og sagði um leið: " Vá! Gellan er eitthvað afbrigðileg." En við skulum bara athuga það, að það var ekki nema von að aulinn hyrfi, þegar Halli bróðir hennar sagði við hann spældur af græðgi, af því að hann fékk ekki að vera með: " Jóa notar ýmist fiskiflugur eða refaskott í matargerðina vinur. Vonandi verð ég uppgötvuð fljótlega. Ég er meiriháttar, það er á tæru.
JRK