Kaerleikshvetjandi blogg

miðvikudagur, desember 05, 2007

Skjól

Í föðurarmi finnur sólarskjól
og færð kærleik sem örvar.
Ást Drottins er helg og hlý
og huggar vonlitla og þjáða.

Ótti og myrkur hefta hlýju
og hamla gleði án vægðar.
En óskastjörnur lýsa leið
og ljúfar færa örvana grið.

Friðflytjendur sjá sólina lýsa
og sælir örvast í trúarvissu.
Í dimmum dölum er vonarljós
sem dvelur kyrrt í skugganum.

Í skjóli góðleika grær flest
og grátur hverfur í vonaryl.
Guð elskar og líknar öllum
sem opna hugann í vonartrú.

Jóna Rúna Kvaran 3.des.'07

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home