Höfundur:
Jóna Rúna Kvaran
" Eru sterkir strákar til ".
Draumlynd skrifar:
Hugnæma Jóna Rúna!
Mér finnst afar fróðlegir og athyglisverðir pistlarnir þínir og þess vegna leita ég til þín. Ég er á milli fimmtugs og sextugs og ólst upp í litlu plássi út á landi og ólst þar upp hjá ástríkum foreldrum.
Undir tvítugu stóð ég á tímamótum og varð að gera upp á milli tveggja manna í sitt hvoru plássinu. Því miður valdi ég rangan mann, því þessi maður yfirgaf mig fyrir þó nokkru, eftir nær þrjátíu ára hjónaband. Gekk bara út. Ég sat eftir með stórt opið sár sem tók tvo ár að græða. Með honum á ég mestu perlur lífs míns börnin og núna barnabörn líka.
Þegar ég var í sárum kynntist ég manni, sem var næstum tveim áratugum yngri en ég. Ég hélt satt að segja að hamingjustundir væru framundan. Hann átti því líka ást og umhyggju að gefa mér. Við gengum í hjónaband eftir tiltölulega stutt kynni en, ég skildi síðan við hann ekki löngu seinna. Áfengisneysla hans eyðilagi samband okkar.
Í dag er ég en umvafin sterkara kyninu en mér finnst bara mælirinn fullur hvað þetta varðar, auk þess sem ég finn að kjarkurinn fer dvínandi í sambandi við þetta ofursterka kyn. Áttu einhver ráð að gefa mér kæra Jóna Rúna, það væri vel þegið.
Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna.
Draumlynd
Kæra Draumlynd! Þakka þér innilega fyrir falleg orð í minn garð. Við reynum að íhuga ástandið og þig líka. Við notum innsæi mitt aðallega með smá stuðningi frá táknum í rithönd þinni. Ég vil ítreka við ykkur góðir lesendur, að þið þurfið ekki að óttast að neinn geti fundið út, að það séuð þið sem skrifið mér.
Málið er nefnilega þó bréfin sem birtast endanlega hér á síðunni séu vissulega opinská, má ekki gleyma því að ég hef vitanlega breytt öllu sem mögulega má rekja til ykkar, jafnvel þó ættingjar læsu þau með stækkunargleri. Það les engin þessi bréf nema ég, og ég lít svo á að ég sé bundin trúnaðareið, sem má ekki rjúfa.
Ástríki vissulega blessun
Ef við íhugum það lán sem sumum börnum hlotnast, eins og þér t.d., að alast upp í ástríki og elsku foreldra þinna, þá fyllumst við óskum um, að öll börn gætu sagt það sama og þú, þegar þau sem fullorðið fólk líta til baka yfir farin veg með þakklæti í huga. Það er nú alls ekki þannig, því mörg börn í þessu annars ágæta þjóðfélagi okkar allra, eru því miður bæði afskipt og ástar þurfi.
Við lifum á tímum mikillar veraldarhyggju, þar sem við fullorðna fólkið keppumst hvert um annað við að ná sem mestum persónulegum frama og mestum og álitlegustum ytri aðstæðum og þá sem fyrst, á sama tíma og börnin okkar vantar sárlega að hafa okkur hjá sér meira, en stundum reynist mögulegt okkur mörgum.
Þessi börn fara kannski á mis við þá einstaklingsumhyggju, sem öllum börnum er nauðsynleg, til að þau geti þjálfast í að skilja sjálf sig og tilfinningar sínar og þá annarra síðar á ævinni. Þegar við njótum ástríks foreldris erum við úr uppvestinum vön því að vera elskuð og virt og væntum þess sama sem fullorðið fólk af þeim sem við mætum eða gefum ást okkar.
Þegar við svo stöndum frammi fyrir því seinna á ævinni, að það eru ekki allir færir um að endurgjalda sanna ást, er það eins og reiðarslag fyrir okkur. Í samfélagi eins og því sem við búum í, eru margir þeir þættir manneskjulegir, sem látnir eru sita á hakanum fyrir sýndarmennsku ýmis konar og annars konar oflátúngshætti, sem vissulega má deila um hvort ekki dregur óhamingjudilk á eftir sér fyrir okkar innra líf, þegar upp er staðið og til baka er litið. Íslenskt þjóðfélag er því miður með aukinni velmegun, að nálgast það, sem viðgengist hefur í þessum málum lengi víða um heim og þarf ekki annað en lesa mannkynssöguna þessari skoðun til áréttingar. Ástin getur verið göfgandi, ef hún er óeigingjörn og kærleiksrík, en sé hún aftur á móti eigingjörn og kröfuhörð er hún nánast einskins virði.
Rétt eða rangt val
Þú talar um að þú hafir átt kost á einhvers konar vali þegar kom að því, að velja sér maka upphaflega og því miður hafir þú ekki borið gæfu til að velja rétta manninn. Þessa ályktun dregur þú væntanlega af því, að maðurinn yfirgaf þig þrem áratugum seinna.
Ég er ekki sömu skoðunar, vegna þess, að þú hefur mikið grætt í lífsreynslu við það að tengjast akkúrat þessum manni. Það er oftast einhver tilgangur með tengslum okkar við annað fólk sumir gera okkur umburðarlyndari, aðrir kannski um tíma jafnvel bitur sem er afar hvimleitt ástand. Við þroskumst flest á samskiptum okkar hvert við annað fyrr eða síðar, sem betur fer.
Ef í mannlífinu birtust ekki hinar ýmsu gerðir fólks, og það er kostur þegar á allt er litið, þó ekki finnist okkur þegar viðkomandi reynir óþyrmilega á okkar annars ágætu þolrif, þannig að okkur finnst við um tíma bæði lítilsigld og á annan hátt óáhugaverð eins og þér á sínum tíma kæra Draumlynd.
Á augnablikum slíkra tilfinninga, er ágætt að hafa í huga, að þegar einhver bregst okkur, er viðkomandi fyrst og fremst að bregðast sér, en ekki okkur, ef betur er að gáð.
Þannig er sá sem flýr þær væntingar og loforð, sem hann hefur gefið, að svíkja það besta og fullkomnasta sem hann á til og slík svik verður að greiða fyrr eða síðar, þó fátt virðist kannski benda til þess í augnablikinu.
Lögmál sem eru virk
Við lifum í tilveru sem er háð hárnákvæmum andlegum lögmálum og undan þeim getur engin mannleg vera komist. Þessi lögmál lúta vilja Guð, þannig að þegar við beitum þeim frjálsa vilja sem hann gaf okkur ranglega verður endurgjaldið rangt líka.
Ef við erum skeytingarlaus og óábyrg í athöfnum okkar hvert við annað, erum við með-eða ómeðvitað að kalla yfir okkur sömu hluti fyrr eða síðar því allt kemur til baka á nákvæmlega þann hátt sem sáð er til í upphafi. Við vitum að eitt og annað sem við framkvæmum er tilkomið vegna vonbrigða og agaleysis, og er ekki alltaf í samræmi við það sem við raunverulega vildum gera. Þroski kemur ekki á silfurfati til okkar hann kemur sem afleiðing, að mistökum okkar ekki síður en ávinningum. Hin ýmsu tækifæri til þroska látum við stundum af þekkingarleysi fjúka framhjá okkur og er það ósköp eðlilegt.
Aftur á móti þegar okkur er orðið ljóst að verknaður smár sem stór, hefur afleiðingu í för með sér, þá reynum við að vanda til athafna okkar í framhaldi af þessum nauðsynlegu uppgötvunum, sem við flest gerum fyrr eða síðar.
Við erum öll það sjálfselsk, að þegar við fáum tilfinningu þess að í höfuð okkar komið það sem rangt hefur verið sáð til, hefjum við uppingarstarf, sem liggur meðal annars í því að gera ekki öðrum mein.
Þegar mistekst að sleikja sárin
Það verður að teljast mjög varhugavert, þegar búið er að hafna okkur að hella sér blint út í nýtt samband við einhvern sem fús er til að elska okkur. Við erum svo tilfinningalega tætt eftir vonbrigði þau sem höfnuninni fylgir, að við sjálf erum aldeilis ófær um að velja og hafna í þessum annars viðkvæmu málum og því fer sem fer.
Við njótum þess svo innilega, að einhver skuli yfir höfuð hafa áhuga fyrir okkar misheppnuðu persónu, sem við álítum okkur vera eftir að höfnun hefur átt sér stað. Við megum stórlega vara okkur á öllum mögulegum tilfinningasamböndum, ef við erum ekki í jafnvægi hið innra.
Það þarf ekki ýkja fullkomið fólk til að koma í stað þess sem brugðist hefur, þegar við erum á valdi vonbrigðanna sem sambúðarslitin óneitanlega valda okkur flestum. Þeir sem við veljum í þessu ójafnvægi hugar og tilfinninga bera flestir keim af því ástandi sem við erum sjálf í, vegna þess að við yfir höfuð drögum við að okkur það sem finnur svörun við aumt ástand okkar sjálfra þannig, að við þurfum jafnvel að hugga viðkomandi og gleymum þá auðveldar okkar eigin vanda sem afleiðin af þessu Flórencs Nightingale hlutverki.
Hyggilegra verður að teljast, að á meðan sár vonbrigðanna eru að gróa, að láta freka takmarkaða orku sína og afl í að byggja sig upp hið innra, með jákvæðu hugafari og öllu því sjálfsstyrkjandi efni, sem stendur til boða.
Við verðum að velja nýjum samböndum tíma og tækifæri fremur, þegar við erum í jafnvægi, en alls ekki þegar við erum í ójafnvægi eins og átti sér stað hjá þér, kæra Draumlynd, því miður.
Áfengisneysla veldur vandræðum
Þeir sem eru á valdi vandræða þeirra sem óhóflegri áfengisneyslu fylgir erum við með flesta innri þætti okkar meir og minna skerta og njótum okkar alls ekki. Í þínu tilviki var maðurinn sem kom inn í líf þitt sennilega að fleyta sér áfram í drykkju með góðum stuðningi þínum til að byrja með. Hann hafði og átti þá hlýju sem þig sárlega vantaði, en um leið var hann nokkurs konar byrði á þér.
Hætt er við að í undirvitund þinni hafi blundað það viðhorf gagnvart sjálfri þér, að þú gætir ekki verið þessarar gæfu, sem ást hans fylgdi njótandi, nema um leið þyrftir þú að fórana einhverju til, sem í þessu tilviki var ábyrgð á viðkomandi.
Þetta segir mér að sjálfstraust þitt og tiltrú á sjálfa þig séð ekki ýkja mikið. Þú virðist vanmeta eigin persónu mjög mikið, og á meðan þannig afstaða ríkir í hug okkar gagnvart okkar annars ágætu persónu, drögum við nánast sjálfkrafa að okkur nokkurs konar vandamálafólk, eins og t.d. það fólk, sem misnotar ótæpilegt magn áfengis í sínu daglega lífi.
Viðkomandi skynjar eins og ósjálfrátt veikleika okkar og finnst hann sjálfur ögn meiri en ástand hans gefur til kynna, þegar hann er samvistum við okkur, sem höfum takmarkað sjálfsmat og því miður notar sér það með- eða ómeðvitað, til að auðvelda sér að viðhalda enn um sinn sjálfs sín veilum. Þú gerðir því rétt að velja frekar að brjóta upp þessa sambúð, jafnvel þó þú kunnir að sakna sárlega þeirrar ástar, sem þessi ágæti maður var fær um að veita þér þrátt fyrir allt.
Sterkir strákar
Þú talar um hitt kynið á afar varhugaverðan hátt, sem getur reynst þér fjötur um fót í samskiptum þínum við uppáhöld okkar stelpnanna, sem sagt strákana okkar. Ef við íhugum styrk og veikleika smávegis uppgötvum við sennilega fljótt að það sem er styrkur í augum eins er veikleiki í huga annars.
Styrkur verður aldrei kyngreindur og þaðan af síður mældur í þeim mælistikum sem allgengastar eru. Strákar eru ekki ofursterkir, þó við stelpurnar sumar hverjar viljum endilega þvinga þá þvert á vilja þeirra upp í styrk sem þeim er kannski alls ekki eiginlegur. Strákar eru viðkvæmir rétt eins og við og hafa flestir áhyggjur af nákvæmlega sömu hlutum ef grant er skoðað.
Þeir eru aftur á móti vegna þessarar afstöðu okkar stelpnanna, að þeir séu einhver ofurmenni sífellt að reyna að koma sér upp gerfistyrk sem síðan vill sliga þá suma, eins og kemur glökkt fram í alltof tíðum sálfsvígum þessara viðkvæmu sála. Við stelpurnar erum svo sem sumar ekkert sérlega sterkar, en viljum svo gjarnan vera það og þá jafnvel í gegnum sterka stráka sem við veljum nálægt okkur.
Styrkur er raunverulegur, ef hann er innan frá og nýtur sín sem afleiðing af sem mestri þekkingu á eigin persónu, en ekki sem afleiðing af því að við fæðumst í ákveðnum líkama með svo og svo mikið af karl- eða kvennhormónmum.
Í strákunum blunda áþekkar þrár og viðlíka draumar eins og hjá okkur stelpunum og þeim er svo sannarlega nauðsyn að vera bæði hræddir og veiklundaðir ef því er að skipta ekkert síður en okkur. Því meira sem bæði kynin hreifast til hið innra því betra og því er undur gott að vera strákur og geta grátið svolítið af og til.
Innsæi og skriftin
Þegar ég íhuga þig í gegnum innsæi mitt verð ég fljótlega vör við ýmislegt. Þú ert blessunarlegalaus við að vera nokkur vandamálamanneskja, en mjög viðkvæm þó. Styrkur þinn er nokkuð afstæður eins og t.d. það sem þér vex ekki í augum gæti þorri manna gefist upp við að framkvæma.
Aftur á móti verður að segjast eins og er að það sem eru hrein aukaatrið í eigin persónu og framkvæmdum eru atriði sem þú hugsar alltof mikið um sem er náttúrlega mikill galli.
Þú ert jákvæð og einlæg sem verða að teljast miklir kostir, en of neikvæð og niðurrífandi með- eða ómeðvitað á eigin styrk og hæfileika, og tengist það kolvitlausu mati á sjálfs þíns ágæti. Þú ert trúuð, leitandi, og þroskuð í öllum þeim atriðum sem ættu að auka trú þína á eigið manngildi.
Litfengi gæti verið mjög mikið, en þar sem annars staðar máttu að skaðlausu efla trú þína á sjálfa þig. Gaman væri reyndar að fá frá þér við tækifæri svo sem eins og eina frumsamda vísu um lífsins gagn og nauðsynjar.
Gleði er mikilvæg í lífi þínu og þú verður hið snarasta að létta líf þitt upp með öllum tiltækum ráðum. Þú gætir átt erfitt með að vera innan um fjölda, manns án þess að fyllast óöryggi og af þeim ástæðum er gott fyrir þig að velja frekar minni hópa til að vera samvistum við.
Þú ættir að hlusta á þína innri rödd sem mest, því ég er nokkuð viss um að í sál þinni er eitt og annað sem er áhugavert fyrir þig að kynnast. Þú getur auðveldlega átt gott líf, ef þú berð gæfu til að gefa gaum því sem inni fyrir er og láta ekki galla annarra fá líf í þér, þannig að þú sért að efast um eigin persónu þegar tiltekin vandamál eru augljóslega annarra og þá þeirra sem þú hefur tengst á lífsleiðinni.
Eða eins og hlédræga stelpan sagði um árið þegar strákarnir gáfu henni tilefnislaust langt nef: " Málið er að þrátt fyrir að mér hafi sárnað gífurlega að vera hafnað aftur og aftur, er ég nokkuð viss um að án minnar ágætu persónu yrði einhver strákurinn mun veiklaðri og á annan hátt heldur flatur andlega."
Guð gefi þér eins mikla möguleika og framast er unnt til að vinna úr vonbrigðum þínum þannig að þú verið á endanum sátt við að vera akkúrat þú sjálf.
Með vinsemd
Jóna Rúna
Jóna Rúna Kvaran
" Eru sterkir strákar til ".
Draumlynd skrifar:
Hugnæma Jóna Rúna!
Mér finnst afar fróðlegir og athyglisverðir pistlarnir þínir og þess vegna leita ég til þín. Ég er á milli fimmtugs og sextugs og ólst upp í litlu plássi út á landi og ólst þar upp hjá ástríkum foreldrum.
Undir tvítugu stóð ég á tímamótum og varð að gera upp á milli tveggja manna í sitt hvoru plássinu. Því miður valdi ég rangan mann, því þessi maður yfirgaf mig fyrir þó nokkru, eftir nær þrjátíu ára hjónaband. Gekk bara út. Ég sat eftir með stórt opið sár sem tók tvo ár að græða. Með honum á ég mestu perlur lífs míns börnin og núna barnabörn líka.
Þegar ég var í sárum kynntist ég manni, sem var næstum tveim áratugum yngri en ég. Ég hélt satt að segja að hamingjustundir væru framundan. Hann átti því líka ást og umhyggju að gefa mér. Við gengum í hjónaband eftir tiltölulega stutt kynni en, ég skildi síðan við hann ekki löngu seinna. Áfengisneysla hans eyðilagi samband okkar.
Í dag er ég en umvafin sterkara kyninu en mér finnst bara mælirinn fullur hvað þetta varðar, auk þess sem ég finn að kjarkurinn fer dvínandi í sambandi við þetta ofursterka kyn. Áttu einhver ráð að gefa mér kæra Jóna Rúna, það væri vel þegið.
Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna.
Draumlynd
Kæra Draumlynd! Þakka þér innilega fyrir falleg orð í minn garð. Við reynum að íhuga ástandið og þig líka. Við notum innsæi mitt aðallega með smá stuðningi frá táknum í rithönd þinni. Ég vil ítreka við ykkur góðir lesendur, að þið þurfið ekki að óttast að neinn geti fundið út, að það séuð þið sem skrifið mér.
Málið er nefnilega þó bréfin sem birtast endanlega hér á síðunni séu vissulega opinská, má ekki gleyma því að ég hef vitanlega breytt öllu sem mögulega má rekja til ykkar, jafnvel þó ættingjar læsu þau með stækkunargleri. Það les engin þessi bréf nema ég, og ég lít svo á að ég sé bundin trúnaðareið, sem má ekki rjúfa.
Ástríki vissulega blessun
Ef við íhugum það lán sem sumum börnum hlotnast, eins og þér t.d., að alast upp í ástríki og elsku foreldra þinna, þá fyllumst við óskum um, að öll börn gætu sagt það sama og þú, þegar þau sem fullorðið fólk líta til baka yfir farin veg með þakklæti í huga. Það er nú alls ekki þannig, því mörg börn í þessu annars ágæta þjóðfélagi okkar allra, eru því miður bæði afskipt og ástar þurfi.
Við lifum á tímum mikillar veraldarhyggju, þar sem við fullorðna fólkið keppumst hvert um annað við að ná sem mestum persónulegum frama og mestum og álitlegustum ytri aðstæðum og þá sem fyrst, á sama tíma og börnin okkar vantar sárlega að hafa okkur hjá sér meira, en stundum reynist mögulegt okkur mörgum.
Þessi börn fara kannski á mis við þá einstaklingsumhyggju, sem öllum börnum er nauðsynleg, til að þau geti þjálfast í að skilja sjálf sig og tilfinningar sínar og þá annarra síðar á ævinni. Þegar við njótum ástríks foreldris erum við úr uppvestinum vön því að vera elskuð og virt og væntum þess sama sem fullorðið fólk af þeim sem við mætum eða gefum ást okkar.
Þegar við svo stöndum frammi fyrir því seinna á ævinni, að það eru ekki allir færir um að endurgjalda sanna ást, er það eins og reiðarslag fyrir okkur. Í samfélagi eins og því sem við búum í, eru margir þeir þættir manneskjulegir, sem látnir eru sita á hakanum fyrir sýndarmennsku ýmis konar og annars konar oflátúngshætti, sem vissulega má deila um hvort ekki dregur óhamingjudilk á eftir sér fyrir okkar innra líf, þegar upp er staðið og til baka er litið. Íslenskt þjóðfélag er því miður með aukinni velmegun, að nálgast það, sem viðgengist hefur í þessum málum lengi víða um heim og þarf ekki annað en lesa mannkynssöguna þessari skoðun til áréttingar. Ástin getur verið göfgandi, ef hún er óeigingjörn og kærleiksrík, en sé hún aftur á móti eigingjörn og kröfuhörð er hún nánast einskins virði.
Rétt eða rangt val
Þú talar um að þú hafir átt kost á einhvers konar vali þegar kom að því, að velja sér maka upphaflega og því miður hafir þú ekki borið gæfu til að velja rétta manninn. Þessa ályktun dregur þú væntanlega af því, að maðurinn yfirgaf þig þrem áratugum seinna.
Ég er ekki sömu skoðunar, vegna þess, að þú hefur mikið grætt í lífsreynslu við það að tengjast akkúrat þessum manni. Það er oftast einhver tilgangur með tengslum okkar við annað fólk sumir gera okkur umburðarlyndari, aðrir kannski um tíma jafnvel bitur sem er afar hvimleitt ástand. Við þroskumst flest á samskiptum okkar hvert við annað fyrr eða síðar, sem betur fer.
Ef í mannlífinu birtust ekki hinar ýmsu gerðir fólks, og það er kostur þegar á allt er litið, þó ekki finnist okkur þegar viðkomandi reynir óþyrmilega á okkar annars ágætu þolrif, þannig að okkur finnst við um tíma bæði lítilsigld og á annan hátt óáhugaverð eins og þér á sínum tíma kæra Draumlynd.
Á augnablikum slíkra tilfinninga, er ágætt að hafa í huga, að þegar einhver bregst okkur, er viðkomandi fyrst og fremst að bregðast sér, en ekki okkur, ef betur er að gáð.
Þannig er sá sem flýr þær væntingar og loforð, sem hann hefur gefið, að svíkja það besta og fullkomnasta sem hann á til og slík svik verður að greiða fyrr eða síðar, þó fátt virðist kannski benda til þess í augnablikinu.
Lögmál sem eru virk
Við lifum í tilveru sem er háð hárnákvæmum andlegum lögmálum og undan þeim getur engin mannleg vera komist. Þessi lögmál lúta vilja Guð, þannig að þegar við beitum þeim frjálsa vilja sem hann gaf okkur ranglega verður endurgjaldið rangt líka.
Ef við erum skeytingarlaus og óábyrg í athöfnum okkar hvert við annað, erum við með-eða ómeðvitað að kalla yfir okkur sömu hluti fyrr eða síðar því allt kemur til baka á nákvæmlega þann hátt sem sáð er til í upphafi. Við vitum að eitt og annað sem við framkvæmum er tilkomið vegna vonbrigða og agaleysis, og er ekki alltaf í samræmi við það sem við raunverulega vildum gera. Þroski kemur ekki á silfurfati til okkar hann kemur sem afleiðing, að mistökum okkar ekki síður en ávinningum. Hin ýmsu tækifæri til þroska látum við stundum af þekkingarleysi fjúka framhjá okkur og er það ósköp eðlilegt.
Aftur á móti þegar okkur er orðið ljóst að verknaður smár sem stór, hefur afleiðingu í för með sér, þá reynum við að vanda til athafna okkar í framhaldi af þessum nauðsynlegu uppgötvunum, sem við flest gerum fyrr eða síðar.
Við erum öll það sjálfselsk, að þegar við fáum tilfinningu þess að í höfuð okkar komið það sem rangt hefur verið sáð til, hefjum við uppingarstarf, sem liggur meðal annars í því að gera ekki öðrum mein.
Þegar mistekst að sleikja sárin
Það verður að teljast mjög varhugavert, þegar búið er að hafna okkur að hella sér blint út í nýtt samband við einhvern sem fús er til að elska okkur. Við erum svo tilfinningalega tætt eftir vonbrigði þau sem höfnuninni fylgir, að við sjálf erum aldeilis ófær um að velja og hafna í þessum annars viðkvæmu málum og því fer sem fer.
Við njótum þess svo innilega, að einhver skuli yfir höfuð hafa áhuga fyrir okkar misheppnuðu persónu, sem við álítum okkur vera eftir að höfnun hefur átt sér stað. Við megum stórlega vara okkur á öllum mögulegum tilfinningasamböndum, ef við erum ekki í jafnvægi hið innra.
Það þarf ekki ýkja fullkomið fólk til að koma í stað þess sem brugðist hefur, þegar við erum á valdi vonbrigðanna sem sambúðarslitin óneitanlega valda okkur flestum. Þeir sem við veljum í þessu ójafnvægi hugar og tilfinninga bera flestir keim af því ástandi sem við erum sjálf í, vegna þess að við yfir höfuð drögum við að okkur það sem finnur svörun við aumt ástand okkar sjálfra þannig, að við þurfum jafnvel að hugga viðkomandi og gleymum þá auðveldar okkar eigin vanda sem afleiðin af þessu Flórencs Nightingale hlutverki.
Hyggilegra verður að teljast, að á meðan sár vonbrigðanna eru að gróa, að láta freka takmarkaða orku sína og afl í að byggja sig upp hið innra, með jákvæðu hugafari og öllu því sjálfsstyrkjandi efni, sem stendur til boða.
Við verðum að velja nýjum samböndum tíma og tækifæri fremur, þegar við erum í jafnvægi, en alls ekki þegar við erum í ójafnvægi eins og átti sér stað hjá þér, kæra Draumlynd, því miður.
Áfengisneysla veldur vandræðum
Þeir sem eru á valdi vandræða þeirra sem óhóflegri áfengisneyslu fylgir erum við með flesta innri þætti okkar meir og minna skerta og njótum okkar alls ekki. Í þínu tilviki var maðurinn sem kom inn í líf þitt sennilega að fleyta sér áfram í drykkju með góðum stuðningi þínum til að byrja með. Hann hafði og átti þá hlýju sem þig sárlega vantaði, en um leið var hann nokkurs konar byrði á þér.
Hætt er við að í undirvitund þinni hafi blundað það viðhorf gagnvart sjálfri þér, að þú gætir ekki verið þessarar gæfu, sem ást hans fylgdi njótandi, nema um leið þyrftir þú að fórana einhverju til, sem í þessu tilviki var ábyrgð á viðkomandi.
Þetta segir mér að sjálfstraust þitt og tiltrú á sjálfa þig séð ekki ýkja mikið. Þú virðist vanmeta eigin persónu mjög mikið, og á meðan þannig afstaða ríkir í hug okkar gagnvart okkar annars ágætu persónu, drögum við nánast sjálfkrafa að okkur nokkurs konar vandamálafólk, eins og t.d. það fólk, sem misnotar ótæpilegt magn áfengis í sínu daglega lífi.
Viðkomandi skynjar eins og ósjálfrátt veikleika okkar og finnst hann sjálfur ögn meiri en ástand hans gefur til kynna, þegar hann er samvistum við okkur, sem höfum takmarkað sjálfsmat og því miður notar sér það með- eða ómeðvitað, til að auðvelda sér að viðhalda enn um sinn sjálfs sín veilum. Þú gerðir því rétt að velja frekar að brjóta upp þessa sambúð, jafnvel þó þú kunnir að sakna sárlega þeirrar ástar, sem þessi ágæti maður var fær um að veita þér þrátt fyrir allt.
Sterkir strákar
Þú talar um hitt kynið á afar varhugaverðan hátt, sem getur reynst þér fjötur um fót í samskiptum þínum við uppáhöld okkar stelpnanna, sem sagt strákana okkar. Ef við íhugum styrk og veikleika smávegis uppgötvum við sennilega fljótt að það sem er styrkur í augum eins er veikleiki í huga annars.
Styrkur verður aldrei kyngreindur og þaðan af síður mældur í þeim mælistikum sem allgengastar eru. Strákar eru ekki ofursterkir, þó við stelpurnar sumar hverjar viljum endilega þvinga þá þvert á vilja þeirra upp í styrk sem þeim er kannski alls ekki eiginlegur. Strákar eru viðkvæmir rétt eins og við og hafa flestir áhyggjur af nákvæmlega sömu hlutum ef grant er skoðað.
Þeir eru aftur á móti vegna þessarar afstöðu okkar stelpnanna, að þeir séu einhver ofurmenni sífellt að reyna að koma sér upp gerfistyrk sem síðan vill sliga þá suma, eins og kemur glökkt fram í alltof tíðum sálfsvígum þessara viðkvæmu sála. Við stelpurnar erum svo sem sumar ekkert sérlega sterkar, en viljum svo gjarnan vera það og þá jafnvel í gegnum sterka stráka sem við veljum nálægt okkur.
Styrkur er raunverulegur, ef hann er innan frá og nýtur sín sem afleiðing af sem mestri þekkingu á eigin persónu, en ekki sem afleiðing af því að við fæðumst í ákveðnum líkama með svo og svo mikið af karl- eða kvennhormónmum.
Í strákunum blunda áþekkar þrár og viðlíka draumar eins og hjá okkur stelpunum og þeim er svo sannarlega nauðsyn að vera bæði hræddir og veiklundaðir ef því er að skipta ekkert síður en okkur. Því meira sem bæði kynin hreifast til hið innra því betra og því er undur gott að vera strákur og geta grátið svolítið af og til.
Innsæi og skriftin
Þegar ég íhuga þig í gegnum innsæi mitt verð ég fljótlega vör við ýmislegt. Þú ert blessunarlegalaus við að vera nokkur vandamálamanneskja, en mjög viðkvæm þó. Styrkur þinn er nokkuð afstæður eins og t.d. það sem þér vex ekki í augum gæti þorri manna gefist upp við að framkvæma.
Aftur á móti verður að segjast eins og er að það sem eru hrein aukaatrið í eigin persónu og framkvæmdum eru atriði sem þú hugsar alltof mikið um sem er náttúrlega mikill galli.
Þú ert jákvæð og einlæg sem verða að teljast miklir kostir, en of neikvæð og niðurrífandi með- eða ómeðvitað á eigin styrk og hæfileika, og tengist það kolvitlausu mati á sjálfs þíns ágæti. Þú ert trúuð, leitandi, og þroskuð í öllum þeim atriðum sem ættu að auka trú þína á eigið manngildi.
Litfengi gæti verið mjög mikið, en þar sem annars staðar máttu að skaðlausu efla trú þína á sjálfa þig. Gaman væri reyndar að fá frá þér við tækifæri svo sem eins og eina frumsamda vísu um lífsins gagn og nauðsynjar.
Gleði er mikilvæg í lífi þínu og þú verður hið snarasta að létta líf þitt upp með öllum tiltækum ráðum. Þú gætir átt erfitt með að vera innan um fjölda, manns án þess að fyllast óöryggi og af þeim ástæðum er gott fyrir þig að velja frekar minni hópa til að vera samvistum við.
Þú ættir að hlusta á þína innri rödd sem mest, því ég er nokkuð viss um að í sál þinni er eitt og annað sem er áhugavert fyrir þig að kynnast. Þú getur auðveldlega átt gott líf, ef þú berð gæfu til að gefa gaum því sem inni fyrir er og láta ekki galla annarra fá líf í þér, þannig að þú sért að efast um eigin persónu þegar tiltekin vandamál eru augljóslega annarra og þá þeirra sem þú hefur tengst á lífsleiðinni.
Eða eins og hlédræga stelpan sagði um árið þegar strákarnir gáfu henni tilefnislaust langt nef: " Málið er að þrátt fyrir að mér hafi sárnað gífurlega að vera hafnað aftur og aftur, er ég nokkuð viss um að án minnar ágætu persónu yrði einhver strákurinn mun veiklaðri og á annan hátt heldur flatur andlega."
Guð gefi þér eins mikla möguleika og framast er unnt til að vinna úr vonbrigðum þínum þannig að þú verið á endanum sátt við að vera akkúrat þú sjálf.
Með vinsemd
Jóna Rúna
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home