Kaerleikshvetjandi blogg

miðvikudagur, maí 30, 2007

Höfundur: Jóna Rúna miðill SÁLRÆN SJÓNARMIÐ
"Vinur minn tók frá mér konuna "
Sviksemi í vináttu- og trúnaðarsamböndum
Vegna þess að mér hafa borist svo mýmörg bréf um sviksemi í vináttu- og trúnaðarsamböndum á liðnum mánuðum, þá er upplagt að leggja almennt út af slíku efni að þessu sinni og heppilegt að vitna í eitt af bréfum þeim sem einmitt fjalla um þannig framkomu og atferli vinar og ástvinar við vini sinn annars vegar og maka hins vegar. Auðvitað nota ég eins og áður innsæi mitt, hyggjuvit og reynsluþekkingu til að styrkja uppbyggingu svara minna.
Niðurlæging og hefnd
Við skulum láta Helga sem er 19 ára segja hug sinn og leggja síðan útaf í kjölfar þess þeim spurningum sem vaknað hafa innra með honum og flestum hinna bréfritarana sem upplifað hafa álíka trúnaðar- og sviksemisbrot og hann sjálfur hafur mátt þola. Hann segir meðal annars þetta eftir að hafa upplifað þá niðurlægingu eins og hann segir sjálfur að hafa mátt sjá á eftir konunni sinni í fang vinar síns sem hann treysti gjörsamlega eins og henni reyndar líka." Veistu það Jóna Rúna" segir Helgi," að ég hlýt að vera geðveikur, því mig langar hreinlega til að drepa þau bæði.Hugsaðu þér þetta kvikindi hefur verið inná heimilinu mínu nákvæmlega á sama tíma og hann hefur verið í ástarsambandi við konuna mína.Það er varla hægt að sýna manni lélegri framkomu.Hún er frekar viðkvæm manneskja og trúlega áhrifagjörn líka.Ég er ekki að afsaka hana Jóna Rúna, en mér finnst eins og henni sé ekki sjálfrátt eða eitthvað."
Óheiðarleiki og siðfágun
Eins og Helgi bendir á, þá er með öllu óskiljanlegt hvernig hægt er að vera svona óheiðarlegur og það við vin sinn annars vegar og maka hins vegar. Varla getur það talist eðlilegt að koma svona fram.Það virðist varla eðlilegt með tilliti til lágmarks siðfágunar.Það á enginn að taka það sem er sýnilega annarra í tilfinningamálum.
Helgi segir og spyr jafnframt:" Hvernig getur fólk verið svona ómerkilegt? Innst inni vill ég sennilega fá hana aftur, þó ósennilegt sé að hún snúi baki við honum.Hún virðist bergnumin af vini mínum. Þau ganga hér inn og út og bæði og ætlast til að ég passi barnið ótæpilega mikið, ásamt því að gera við bílinn hennar fyrir hana. Allt virðist þetta vera meira en sjálfsagt frá þeirra sjónahorni séð. Finns þér að ég ætti að líða svona framkomu?"
Sjálfstraust í molum
Helgi segir jafnframt þessum upplýsingum í bréfi sínu eitt og annað sem er mjög táknrænt fyrir mörg hinna bréfanna líka. Eins og það t.d.að hann segist hafa tapað lífsviljanum og langi til að deyja. Eins bendir hann á að sjálfstraust sitt sé algjörlega í molum og hann viti stundum ekki hvernig hann eigi að komast í gegnum dagana hjálparlaust svo ótrúleg er innri vanlíðan hans og smæðarkennd. Nú það má líka reyna að svara honum og hinum bréfriturunum jafnframt, þegar þeir segja frá því að það sé eins og að þeir hafi tapað hæfileikanum til að treysta og trúa á dýpri tengsl eftir að hafa fengið svona lítilmótlega útreið frá fólki sem þeir treystu. Helgi kveðst lesa allt sem ég skrifa og skorar á mig að halda ótrauð áfram á sömu braut. Fyrir þessa hvatningu vil ég náttúrlega þakka honum sérstaklega ekkert síður en þeim hinum sem skrifað hafa mér um svipaða eða samskonar reynslu og koma til með að nota sér svör mín ekkert síður en hann vonandi.
Vinir eða óvinir
Ef við til að byrja með íhugum svolítið vináttuna, þá má segja sem svo að það er mikið lán yfirleitt að eiga góða og heiðarlega vini. Við þurfum nefnilega öll að finna fyrir heilindum vina okkar í öllum samskiptum, en ekki óheilindum og ættum ekki að þurfa að óttast um okkar nánustu fyrir þeim. Það liggur því í hlutarins eðli að það hlýtur að valda okkur sárum vonbrigðum þegar við uppgötvum það, að verið er að fara alvarlega á bak við okkur eins og t.d. augljóslega hefur gerst í Helga tilviki. Hann var alveg grandalaus og áttaði sig ekki á svikunum sem voru í gangi við nefið á honum.Hann treysti bæði konunni sinni og vini, enda einlægur og heiðalegur sjálfur. Vonbrigði þau sem skapast innra með okkur þegar vinir okkar og makar verða til þessa að fara á bak við okkur og svíkja okkur ósæmilega eru ólýsanleg og afar óþægileg. Helgi hefur svo sannarlega ekki farið varhluta af einmitt þannig vonbrigðum á liðnum vikum.
Manngildi hafnað gróflega
Vitanlega hefur það mjög sérstök áhrif á tiltrú okkar á manngildi okkar þegar okkur er hafnað gróflega af manneskju sem við elskum. Helgi ann sýnilega konunni sinni þrátt fyrir tryggðarbrotið og það er því eins og hann sjálfur segir mjög niðurlægjandi að þurfa að upplifa það að slíkur aðili fótum treður þessar sérstöku og viðkæmu tilfinningar sem tengjast alltaf ást á maka sínum.Það kemur líka fram að reiði hans er gífurleg ekki bara út í hana að gefnu tilefni heldur vininn líka. Vinir eiga ekki að svíkja hvern annan. Vinátta er samband á milli fólks sem á að byggjast upp á einlægni,trúmennsku, heiðarleika og væntumþykju, sem liggur meðal annars í því að hafa áhuga velferð vina sinna við sem flestar aðstæður ekkert síður en sínum eigin framgangi. Hvers kyns sviksemi við vini sína er ómerkileg. Eins er það alvörumál að eiga þátt í því að ögra tiltrú fólks á sjálfs síns persónu með því að koma ósæmilega fram við það að óskekju og þá þannig að það eigi lítið færi á að verjast athæfinu. Við verðum að passa það þó að okkur sé vegið að efast aldrei um manngildi okkar þrátt fyrir á móti blási og reynt sé að vinna okkur einmitt þannig mein með hvers kyns sviksemi og öðru óréttlæti.
Siðferðiskennd og óheppilegur skaði
Það virðist því einhverju vera ábótavant í siðferðiskennd þess vinar sem getur svikið vin sinn með þeim lúalega hætti sem vinur Helga gerði og virðist lítið finnast athugavert við það satt best að segja.Skaði sá sem þegar hefur hlotist bæði tilfinningalegur og andlegur verður seint bættur, enda er Helga það fyllilega ljóst sjálfum. Málið er bara að sá sem gerist brotlegur við aðra og sér í lagi þá sem treysta honum eru að brjóta þegar dýpra er skoðað mun meira á sjálfs síns persónu en þeir gera mögulega grein fyrir. Þetta ber að hafa í huga þó fljótt á litið virðist eins og svo sé ekki. Það lítur út eins og Helgi verði undir í þessum átakanlega hildarleik skakkra samskipta og vanvirtra tilfinninga. Svo verður auðvitað ekki þegar upp er staðið.
Mótlæti og misgáningur
Auðvitað hafa komið mjög slæmar afleiðingar inní líf Helga síðan atburðarrás hans daglega lífs tók á sig þessar skuggalegu myndir, en málið er að hann mun finna það eins og allir þeir gera sem órétti eru beittir að honum mun veitast eitt og annað innan frá sem afleiðingu af þessari hrottalegu reynslu sem skila mun sér í auknum þroska hans. Því við ef við veljum rétt viðbrögð og viljum yfirvinna hvers kyns óréttlæti, þá það getum elfst við mótlæti og misgáning annarra með jákvæðum hugsunum og kærleiksríkum stuðningi annarra. þó erfitt geti verið að trúa slíkri staðhæfingu einmitt þegar illa árar eins og hjá Helga einmitt núna.
Aðgát skal höfð
Það má með sanni segja að það er ekki undarlegt þó Helgi að með tilliti til þess að búið er að ganga gróflega á hans rétt fyrir tiltölulega skemmstu sé ekkert sérlega spenntur fyrir og honum falli ekki við tíðar heimsóknir þeirra beggja að honum forspurðum inná heimili hans. Maður hefur tilfinningu þess að þar sé ákveðin staurblinda í gangi sem leyfir ekki meiri skilning á sársauka hans en þetta. það hefur aldrei í mannkyns­sögunni þótt henta að hræra með hníf í sárum annarra og allra síst sinna nánustu hvort sem þau sár hafa verið tilkomin með líkamlegum hætti eða andlegum. Sennilegast er að á meðan Helgi er að græða sín sár eins og hann hefur vit til er ekki viturlegt að honum sé boðið uppá tíðar heimssóknir fyrirverandi konunnar og vinarins nema þá ef þær tengjast barninu á eðlilegan máta. Eðlilegra væri að parið lét hann í friði og gerði sér grein fyrir því að ástand vanlíðanar sem þau með hegðun sinni sköpuðu honum er þess eðlis að það bara bíður varla uppá svona mikið návígi við þá brotlegu yfirleitt.
Sjálfstraust og tilfinningaleg tilvistarkreppa
Það verður vart dregið í efa að nánast enginn sem hefur farið í gegnum sama vanda á tilfinningasviðinu eins og Helgi er líklegur til þess á meðan hann er ennþá að sleikja sár sín að finna sig innilega öruggan eða yfirleitt vera með fljúgandi sjálfstraust. Tilvistar­kreppa hans tilfinningaleg er augljós. Hún er tímabundin og tengist djúplægri höfnunarkennd sem vafalítið má hjálpa fólki yfir og það á náttúrlega við um Helga eins og aðra.Til þess eru náttúrlega sérfræðingar á sviðum geðlækninga heppilegastir. Höfnun af hvaða tagi sem er fær flesta til að skjálfa svolítið þó oftast sé þannig líðan tímabundin. Meðan við erum gjörsamlega á valdi þess sem henti okkur og var óþægilegt og neikvætt er kannski ekkert skrýtið þó sjálfstraustið verði ekki uppá marga fiska.
Illa haldinn og niðurdreginn
Það er því alltaf viturlegt að velja fremur þann stuðning sem er mögulegur hverju sinni og hentar til skjótrar uppbyggingar, en það láta neikvæða framkomu annarra koma sér hægfara fyrir kattarnef. Hjálpin er víða tiltölulega fljótfengin, en það þarf að bera sig eftir henni og það getur verið erfitt þegar maður er illa haldinn og niðurdreginn. Það gerist þó fyrr eða síðar og vonandi fyrr en síðar, vegna þess hvað það er í eðli sínu mikilvægt. Lífsvilji okkar fjarar ekki svo auðveldlega út fremur er að hann dofni af eðlilega gefnu tilefni um tíma og þá venjulegast tímabundið sem betur fer.
Heift og tortíming
Það er svona að lokum hyggilegt vegna þeirra upplýsinga Helga um löngun sína til að tortíma þeim báðum að benda á það að slíkt er alrangt. Menn eiga ekki að tortíma hver öðrum. Stundum er heift okkar það mikil að það jaðrar við að það ástand geti a.m.k. fallið undir sérstakan sjúkdóm geðrænan og er það miður. Við eigum að reyna að forðast að beita sömu aðferðum og þeir sem brjóta af sér við okkur. Það er hyggilegar að verða aldrei til að leggja grjót í götu annarra, jafnvel þó að slíkt kunni að hvarla að okkur á augnablikum mikilla vonbrigða með viðkomndi einstakling. Sá nefnilega sem breytir rangt og leggur sig eftir að særa og svekkja aðra er að safna glóðum elds að sjálfs síns höfði og engin sérstök ástæða að taka framfyrir hendurnar á þeim augljósu orsaka og afleiðngarlögmálum sem við búum við í þessum efnum sem öðrum. Þrátt fyrir það að þau eru okkur mönnunum ósýnileg, þá eru þau lifandi afl sem hegðar sér í samræmi við það sem örvar það til dáða. Sé orsökin neikvæð kemur neikvæð afleiðing. Sé framkvæmdin jákvæð þá verða allar afleiðingar hennar fyrr eða síðar jákvæðar og hitta höfund sinn fyrir þannig.
Einlægni og friðsemd
Best er sennilega að velja fremur að vera einlægur og friðsamur fremur en ófyrirleitinn og óheiðarlegur eða falskur eins og vinur Helga reyndist vera og konan á sinn hátt líka með því að taka þátt í að bregðast honum. Þar dugar ekki að frýja hana ábyrgð á gjörðum sínum, þó hún kunni að vera bæði viðkvæm sál og áhrifagjörn. Hún á val eins og annað fólk, enda hefur hún ásamt öllum öðrum frjálsan vilja og þarf því alls ekki að velja að gera þeim sem elskar hana mein.

Eða eins og bjartsýni strákurinn sagði í allra þolanlegasta félagsskap.Elskurnar mínar auðvitað er ég miður mín vegna þess að bæði konan mín og vinur hafa svikið mig. Málið er bara að þetta er og verður þeirra vandamál og full ástæða fyrir þau að fara að íhuga afleiðingar að axasköftum sínum, því það þarf þrek til að takast á við þær, en ekkert þrek til að brjóta af sér og gera lítið úr öðrum og saklausum um leið.
Vonandi gengur Helga vel að vinna úr sínum málum og hinum líka sem hafa skrifað svipuð bréf til mín og hann.
Með vinsemd Jóna Rúna

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home