Höfundur: Jóna Rúna SÁLRÆN SJÓNARMIÐ
Maðurinn minn er hommi
( Svar til Pollu undir þrítugu)
Indæla Jóna Rúna! Vonandi hefur þú pláss fyrir mig og mín óþægilegu áhyggjuefni í blaðinu. Þannig er mál með vexti, að ég hef verið gift sama manninum í sjö ár. Við eigum saman tvö börn. Við vinnum bæði úti og flest gengur vel veraldlega. Það sem er að, er mjög erfitt að koma orðum að. Ég fór að finna fyrir um það bil þrem árum að hann eins og hætti að elska mig eins og mér fannst hann gera áður. Hann er sífellt að gagnrýna mig og virðist eins og ég geti alls ekki gert honum til hæfis.
Svo er það fyrir um það bil hálfu ári að hann kynnist strák sem er einhvers staðar undir tvítugu á ferðalagi erlendis. Síðan þetta gerðist er hann gjörsamlega viðsnúinn. Hann fer oft út og kemur ekki heim á nóttunum. Strákurinn fær að hafa bílinn okkar lon og don. Nú þessi strákur bæði kemur hingað og hringir mjög oft. Mér finnst maðurinn minn algjörlega fráhverfur mér kynferðislega og þannig hefur það verið alveg síðan að þessi strákur kom inní líf hans og gekk þó á ýmsu áður. Hann vanrækir börnin okkar að öllu öðru leiti en því, að hann gefur þeim alls kyns óþarfa. Hann hefur mjög góða vinnu og allar aðstæður til að verða efnaður maður. Um daginn missti ég þolimæðina og bar það uppá hann að hann væri hommi.Ég veit að hann er hommi. Hann trylltist og kom ekki heim í þrjá daga. Við höfum sáralítið talað saman núna síðustu vikurnar. Hvað á ég að gera kæra Jóna Rúna? Ég sé núna að þetta er mjög sennilega raunveruleiki með samkynhneigð hans. Það er svo skrýtið að af og til í gegnum tíðina hef ég fengið einhverjar bakteríur í móðurlíf, en aldrei áttað mig á að það kynni að stafa af því að hann er hommi. Ég sé líka núna að hann hefur örugglega verið með karlmönnum áður í okkar sambúð, vegna þess að stundum hafa eftir þessar útilegur hans byrjað vandræði með kynlífið hjá okkur.
Hann er sjálfur frekar karlmannlegur að sjá, en mamma hans hefur alla tíð stjórnað honum. Hún lætur hann gera flest fyrir sig. Hún hefur líka verið frekar stirð við mig, en aldrei beint dónaleg. Hún er það sem mætti kalla ráðríka manneskju.Heldurðu að vegna þess hvernig þeirra samband er, að hann kannski svona? Hvernig á ég að fá hann til að viðurkenna þetta við mig? Á ég að skilja við hann? Hefur þú trú á að hægt sé að losa hann við samkynhneigðina?
Það sakar kannski ekki að segja þér að hann sækir mjög í peysur og blússur og jafnvel nærföt af mér, ef þannig stendur á. Ég hef bara hingað til horft framhjá þessu. Vonandi getur þú bent mér á eitthvað, ég er svo gjörsamlega að gefast upp. Ég er líka svo áhyggjufull útaf börnunum. Við gætum öll fengið einhverja sjúkdóma. Þetta er líka eitthvað svo afbrigðilegt. Þessi drengur stjórnar bæði honum og okkur má segja. Það getur ekki verið gott fyrir börnin að fylgjast með svona löguðu eða hvað finnst þér?
Takk fyrir, fyrirfram og gangi þér alltaf vel
Polla
Kæra Polla. Ekki er allt sem sýnist í aðstæðum þínum verð ég að segja. Ég held að ég geti ekki annað en tekið undir þá sannfæringu þína um það að maðurinn þinn sé hommi. Allt sem þú segir í bréfinu um samskipti ykkar og hegðun hans segir til um að hann hljót að eiga við þennan vanda að stríða. Ég vil byrja á að benda þér á að kannski væri ekki óvitlaust þrátt fyrir að ég svari þér, að þú fengir jafnframt svar frá einhverjum sem hefur fagþekkingu lífræði- og sálfræðilega og hefur reynslu af svona vanda.
Mín þekking er reynsluþekking og innsæishugsun sem ég bý yfir, ásamt hyggjuviti. Vonandi kemur að einhverju gagni að fá viðmiðun frá mér til viðbótar við aðra og jafnvel gagnlegri og öllu faglegri umfjöllun. Margt smátt gerir flest stórt. Takk fyrir hlýlega kveðju til mín. Rétt er að af gefnu tilefni að benda lesendum á að mitt hlutverk er að veita ,,heilbrigðum handleiðslu", en ekki að leysa vandamál.
Samkynhneigð og hjónabönd
Vissulega er til í dæminu að samkynhneigð uppgötvist í hjónabandi og fátt við því að gera annað en að taka eins skynsamlega á málum og framast er hægt hverju sinni, þó sárt sé og vissulega flókið. Vegna þess hvað samkynhneigð er tiltölulega óþægileg staðreynd að horfast í augu við fyrir þann sem uppgötvar sig þannig á fyrstu stigum þeirrar reynslu,er kannski ekkert skrýtið þó þeir sem eru þannig eigi í fyrstunni ákaflega erfitt með að horfast í augu við hvers konar kynhegðun virðist þeim eðlileg. Það er ekkert sjálfgefið að allir séu gagnkynhneigðir, og býsna mörg frávik frá þeirri staðreynd sýnist manni.
Það að uppgötva, ef viðkomandi hefur haldið sig gagnkynhneigðan að hann sé hneigður til kynbræðra sinna eða systra er örugglega óþægileg staðreynd og fljótt á litið sár biti að kyngja. Engin sérstök ástæða er til að ætla að slíkt þurfi alltaf að uppgötvast á fyrstu fullorðinsárum. Enda hefur svo sannarlega komið í ljós að svo er alls ekki.Margur hefur verið svo langt frá slíkum hugmyndum um sjálfs síns hneigðir að það hefur hálf manns ævi liðið áður en viðkomandi hefur áttað sig á hvernig væri að þessu leyti í pottinn búið. Það sanna ótal dæmi.
Fordómar og niðurlæging
Við erum flest mjög flókin og það geta legið ótrúlega djúplægar ástæður til þess að við erum á einhvern hátt fremur ómeðvituð einmitt um tilfinningalega og sálræna þætti sjálfra okkar þegar kemur að úttekt okkar sjálfra á eigin kynhvöt. Það er staðreynd, að það hefur marg oft gerst að í hjónabandi hefur orðið sprenging vegna þess að annar aðilinn hefur kannski eftir margra ára sambúð áttað sig á að hann eða hún er með kynhneigð sem rekja má beint í eigið kyn. Það að uppgötva sig samkynhneigðan eftir að hafa staðið í annarri trú hlýtur að vera mjög sársaukafullt skyldi maður ætla að minnsta kosti fyrst framan af. Nokkuð sem getur tímabundið fengið fólk til þess að trúa að það sé haldið einhvers konar ónáttúru og af þeim ástæðum beri því að hafna sjálfs sín kynþörfum. Fordómar eru ekki bara staðsettir í hugum gagnkynhneigðar gagnvart samkynhneigðum, heldur jafnframt í hugum þeirra sem reynast þannig. Staðreynd sem er alveg ljós og ekkert síður lífseig, að minnsta kosti þangað til annað viðhorf hefur skapast í huga þess sem uppgötvar sjálfan sig sér á óvart samkynhneigðan.
Kynhneigð og afneitun
Hitt er svo annað mál að hver svo sem kynhneigð okkar er, er hún það sem okkur er eðlilegt og við getum vart að slíku gert. Önnur sjónarmið eru vart réttlætanleg einfaldlega vegna þess að þetta er raunveruleg staðreynd og í sjálfum sér ekkert einkamál þess sem þannig er. Við verðum einfaldlega að horfast hér sem annars staðar í augu við það sem sannara reynist undanbragðalaust. Það er öllum fyrir bestu. Samkynhneigð er ekki óeðli þó sérkennileg sé í hugum margra.
Engin kynhneigð sem er tilkomin og sprottin af hjartans einlægni og er í innsta eðli sínu kærleiksrík, heiðarleg og eðlislæg þeim sem á hana er röng eða afbrigðileg alveg sama þó hún beinist ekki í átt til gagnkynhneigðra heldur kynbræðra eða systra. Öll afneitun okkar á því sem okkur er áskapað og eðlilegt er röng og þar er kynhegðunin engin sérstök undantekning. Aftur á móti er full ástæða til að forðast og hafna kynhneigðum sem eru niðurlægjandi og siðlausar og geta aldrei annað en skaðað þann sem fyrir verður.
Sjálfshöfnun og þunglyndi
Heyrst hefur að fólk hafi gjörsamlega brotnað saman og dottið niður í hörmulegustu geðlægðir sem afleiðing af því að það hefur uppgötvað sig samkynhneigt. Hreinlega fyllst þvílíkri sjálfshöfnunarkennd að það hefur ekki talið sjálft sig eiga nokkurn einasta tilverurétt. Af þessum augljósu ástæðum er full ástæða til að fara varlega, ef við höfum ástæðu til að halda að t.d. maki okkar kunni ómeðvitað að hafa slíka hneigð. Það eru bara ekki allir sem geta tekið slíku sem er ósköp eðlilegt. Hafi slíkt vart hvarflað að viðkomandi, þá eru þetta þeir þættir tilveru okkar sem eru hvað viðkvæmastir og ákaflega vandmeðfarnir satt best að segja sem von er og ættu náttúrlega að meðhöndlast sem slíkir.
Hitt er annað má að enginn sérstök ástæða er til að halda að slíkt sé endir á tilveru þeirra sem fyrir verða, hvort sem er þeirra sem hneigðina eiga eða þeirra sem ósjálfrátt verða fyrir barðinu á afleiðingum slíkrar hneigðar eins og þú kæra Polla óneitanlega ert þegar farin að gera og munt gera sé þetta staðreynd. Nokkuð sem er mjög sennilegt verð ég að segja, eftir að hafa eins og áður sagði skoðað bréf þitt mjög gaumgæfilega.
Hneigð til beggja kynja
Hvort sem manninum þínum er það ljóst eða ekki er samband hans við unga drenginn afar einkennilegt reyndar óvenjulegt og óútskýranlegt, sé því haldið fram af báðum að þar sé ekki um ástarsamband að ræða. Ef pilturinn er með nálægð sinni er bókstaflega farinn að stjórna bæði manninum og ykkur hinum heimilisföstu, þá eru á bak við slíka hegðun faldar ástæður og sennilega tilfinningar sem enginn ástæða er að ætla að séu neitt sérstaklega dularfullar.
Þær eru örugglega þær sem þú telur þær vera. Það er að pilturinn og maðurinn þinn eiga í ástarsambandi saman. Það er því miður staðreynd sem er virkilega viðsjárverð þegar á reynir að fólk getur verið hneigt til beggja kynja á nákvæmlega sama tíma. Hvort tveggja getur verið því eðlilegt þó það sé vissulega sársaukafullt fyrir þá sem fyrir verða og er þá alveg sama hvort heldur um er að ræða einstakling sem er af sama kyni eða einfaldlega gagnkynhneigðan. Það er sennilega mun aðgengilegri raunveruleiki að vera hneigður til annars hvors kynsins en að finna sig getað elskað bæði og notið á sama augnablikinu. Slíkt veldur venjulegast miklu öngþveiti tilfinningalega og sálrænt.
Hvernig skilmálar eru í gangi á milli þeirra getur enginn sagt til um nema þeir tveir. Sé þetta það sem er í gangi, er full ástæða fyrir þig til að endurskoða áðurgert hjúskaparheit við manninn þinn. Hann getur einfaldlega ekki átt í öðru ástarsambandi á meðan hann er bundinn þér. Það er staðreynd siðferðislega. Alveg sama hvort sem um væri að ræða karl eða konu sem hann tengdist með þessum hætti.
Framhjáhöld og smitsjúkdómar
Ef hann er farinn að hverfa heilu og hálfu sólahringana, er hann að gera eitthvað sem krefst skýringa. Eitthvað sem þú átt rétt á að fá sem lífsförunautur hans á hvað sem raular og tautar. Í þessari hegðun kemur fram mikið tillitsleysi meðvitað eða ómeðvitað eins og sé þar sem þér er lífsins ómögulegt að gera manninum þínum til hæfis þrátt fyrir góðan vilja. Þetta er erfitt ástand sem engin sérstök ástæða er til að sætta sig hljóðalaust við það liggur í augum uppi. Það er líka mjög niðurlægjandi fyrir þig að fá svona ástæðulausa og óréttmæta leiðindaframkomu eins og nú er í gangi á milli ykkar hjónanna. Staðreyndin er samt sem áður sú að engin getur mótmælt þessu taugatrekkjandi ástandi höfnunar kröftuglega nema þú sjálf.
Þú talar um að þú hafir í gegnum tíðina fengið sjúkdóma í leg sem er mjög alvarlegt mál fyrir þann sem fyrir verður. Sennilega er mikil hætta á hvers kyns smiti þegar menn halda framhjá maka sínu og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða sama kyn eða hitt einfaldlega. Það eru ýmsar ástæður sem eru óneitanlega staðreyndir sem segja svo til um, að lauslæti veldur venjulega líkum á að hvers kyns veirur og smitsjúkdómar geta borist í þann sem síst skyldi eins og þig í þessu tilviki. Þú telur að það stafi af því að hann sé samkynhneigður. Það þarf ekkert endilega að bóla á meiri líkum á vægum kynsjúkdómum úr þeirri áttinni. Slíkir sjúkdómar eru alveg eins og ekki síður í gangi þar sem um er að ræða gagnkynhneigða.
Lauslæti býður bara uppá svoleiðis vandræði. Kynsjúkdómar eru til staðar í samfélaginu og geta leynst þar sem síst skildi. Það að vera gagnkynhneigður þýðir alls ekki hvað þetta varðar að viðkomandi geti ekki reynst líklegur smitberi sjúkdóma, ef hann ástundar óábyrgt kynlíf og það utan hjónabands.
Samkynhneigðir meðvitaðir um smitleiðir
Hyggileg væri fyrir þig að hvetja manninn þinn til að fara í læknisskoðun, hafir þú nokkurn grun um að hann sé að smita þig af kynsjúkdómum. Þú óttast líka að á ferðinni kunni að vera smit sem verða ekki bætt. Í því sambandi er rétt að benda á að það er full ástæða til að ætla með tilliti til tíðni t.d. HIV-veirunnar, að sá sjúkdómur berist ekkert síður með gagnkynhneigðum, en þeim sem aðra kynhegðun ástunda. HIV-smitaðir eru hreint ekki allir samkynhneigðir. Sjúkdómurinn herjar ekkert síður á gagnkynhneigða það sanna dæmi undangenginna ára augljóslega.
Samkynhneigðir sem hafa viðurkennt fyrir sér og öðrum kynhegðun sína lifa flestir mjög meðvituðu kynlífi sem miðar ekki síst að því að vera fullkomlega áhættulaust. Þeim er fullkunnugt um þær hættur sem geta fylgt óvarkárni í þessum efnum. Mikið upplýsinganet er í gangi í sem miðar að fyrirbyggjandi forvarnarstarfi einmitt fyrir samkynhneigða hvað varðar hættu á HIV-smiti ef óvarlega er farið í mögulegum kynlífssamböndum. Samkynhneigðir eiga sér samtök og þau hafa ekki legið á liði sínu til að koma mikilvægum upplýsingum til almennings um mögulegar smithættur vegna þessa vágests kynlífsins sem alnæmi óneitanlega er og verður en um sinn.
Óábyrgir valda vandræðum og skapa hættur
Aftur á móti er mikil ástæða til að óttast samneyti við óábyrga, sem jafnframt lauslæti stunda kannski kynmök sem fela í sér meiri hættur á smiti t.d. á þessum viðsjár verða sjúkdómi sem HIV vissulega er. Ef ég væri sem þú myndi ég hafa samband við "Samtökin '78 " sem eru þessi áður nefndu samtök homma og lesbía og fá hreinlega leiðsögn hjá þeim sem reynslu hafa af afneitun þeirri sem maðurinn þinn er í. Hann neitar sakagiftum en breytir ekki kynhegðun sinni. Hann sefur mögulega hjá ykkur báðum á sama tíma, þó treglega hafi gengið kynlífið uppá síðkastið á milli ykkar tveggja. Hann virðist ekki sjá að hann getur ekki lifað með ykkur báðum á sama tíma eins og um sjálfsagða og eðlilega hegðun væri að ræða öðruvísi, en valda bæði þér og drengnum erfiðleikum og vanlíðan.
Betra væri úr því sem komið er að hann hreinlega gerði upp við sig hvort kynið hentaði honum betur, vegna þess að með þessu hátterni er hann bæði að skapa sjálfum sér sársauka og þér sem hann þyrfti ekki að gera ef hann notaði skynsemina til að fá botn í þetta viðkvæma og vissulega sérkennilega hegðunarmynstur sitt. Hann verður að velja á milli þín og stráksa. Hegðunarmynstur sem þyrfti ekki að vera svona erfitt fyrir alla ef hann neitaði ekki staðreyndum. Ástand sem alls ekki á að umbera vegna þess að það er bæði heimskulegt og ljótt gagnvart bæði þér, drengnum og svo að maður tali nú ekki um börnin ykkar sem óneitanlega verða vitni af þessari óvarkárni pabba síns sem kynveru.
Stjórnsemi er neikvætt samskiptaform
Þú talar um að mamma hans sé mjög stjórnsöm og stýri lífi ykkar nákvæmlega eins og drengurinn virðist farinn að gera. Hvað kann að liggja á bak við þannig stjórnun er erfitt að geta sér til um. Venjulegast er það ofurást sem er í eðli sínu neikvæð og yfirþyrmandi stýrandi afl sem snýst þegar minnst honum varir uppí afskiptasemi og ótæpilegar kröfur um athygli frá þeim sem er stjórnað oftast án þess að þolandinn langi í þannig samskipti.
Hafi móðir mannsins þíns stjórnað honum harðri hendi þarf það ekki þar með sagt að þýða að hann verði afhuga kvenfólki fyrir bragðið. Stundum hefur því verið haldið fram að ef okkur er stjórnað um og of af því foreldri okkar sem er gagnstætt okkar eigin kyni komi eins og óbeit uppí sálarlífinu sem getur flutt sig yfir á kynhegðunina, þannig að við óskum ekki eftir kynferðislegu samneyti við gagnkynhneigða heldur þvert á móti. Þetta er eins og hver önnur ágiskun enn þá sýnist manni, vegna þess að staðreyndin er að slíkt þarf alls ekki að gerast, jafnvel þó okkur sé í æsku stjórnað harðri hendi af gagnstæðu kyni. Við getum örugglega fundið á næstu áratugum ótal möguleika á líklegum skýringum á hvers vegna sumir eru einfaldlega gagnkynhneigðir eða ekki, eða samkynhneigðir eða ekki.
Kynhegðun og örvænting
Það verður sennilega ekki tekið út þrautalaust að finna skynsamlega og raunhæfa lausn á þessu. Alla vega er engin ástæða til að örvænta. Það er nefnilega staðreynd sem er ófrávíkjanleg að það ákveður enginn kynhegðun sína fyrirfram við fæðingu. Hún er langsamlega oftast meðfædd sennilega. Þess vegna læknum við ekki gagnkynhneigða af sinni kynhneigð, fremur en við læknum ekki samkynhneigða af sinni kynhneigð ,einfaldlega vegna þess að kynhneigðir þessar falla ekki undir fötlun eða sjúkdóma, fremur einfaldar staðreyndir þrátt fyrir allt. Þær eru bara.
Mér vitandi hefur ekkert verið sannað nákvæmlega hvað raunverulega hvað veldur endanlegri útrás kynhneigðar fólks, þó ýmsar séu getgáturnar hvað í raun endalega ræður úrslitum um hver verður gagnkynhneigður eða er samkynhneigður eða ekki. Vafalaust eru jafnt líffræðilegar sem sálrænar skýringar til sem kunna að benda til hvað veldur, þó erfitt geti verið að sanna nákvæmlega það rétta. Eitthvað virðist valda því að maðurinn þinn virðist alls ekki kjósa að fara frá þér og þess vegna neitar hann meðal annars að hann sé í kynferðislegu sambandi annars staðar. Slíkt hefði hann trúlega getað gert alveg eins og ekki, ef um hefði verið að ræða samband við konu en ekki mann eins og núna er til staðar. Þessi árátta hans t.d. að klæðast kvenmansfötum virðist benda til þess að eitthvað innra með honum hafi tilhneigingu til að hafna karlmanninum í honum sjálfu. Svo kallaðir klæðskiptingar eru til, en hvort þeir eru hýrir jafnframt er umdeilanlegt virðist vera og sumir eru það alls ekki þrátt fyrir þessa sérstöku þörf.
Traust er hornsteinn hjónabandsins
Þú spyrð hvort þú eigir að skilja við hann. Það liggur í hlutarins eðli að þú getur varla búið með manni sem ætlast til að þú deilir honum með karlmanni. Þú myndir ekki deila honum með konu og þá kemur heldur ekki til greina að gera það með manni. Hjónaband á að byggist uppá trúnaði og trausti sem kjölfestu þess að við getum þrifist saman. Það er ekki hægt að vera í hjónabandi þar sem tryggðabrot viðgengst. Það á enginn að gera slíkt. Ef maki okkar getur ekki sæst á að búa með okkur, án þess að svíkja okkur með því atferli sem tengjast framhjáhaldi þýðir ekki að búa með viðkomandi. Það er ekkert sniðugt eða jákvætt við slíkt. Einhvers staðar verðum við að sitja siðferðismörkin satt best að segja. Best væri að þið gætuð rætt af einlægni um allt það sem aflagað er í sambúðinni og ef það ekki gengur er grundvöllur hjónabandsins endanlega hruninn og þá er ekki til neins að halda því á lífi. Börnin ykkar gætu ef út í það er farið átt ágætt samband við ykkur bæði, þó þið byggjuð ekki saman, en aftur á móti afleitt samband ef verður áfram eins og verið hefur.
Aflagað samskiptamynstur
Samskiptamynstur ykkar allra tilfinningalega er aflagað og það breytist ekki til batnaðar, ef ekkert raunhæft er að gert. Hitt er svo annað mál að það getur enginn gert að kynhegðun þeirri sem honum er ásköpuð í vöggugjöf og er þar samkynhneigð meðtalin. Það sem við getum ráðið við eigum við að leysa, en það sem ekki er á okkar valdi að hafa áhrif á, er engin möguleiki á að við losnum undan. Maðurinn þinn gæti að vísu verið hneigður til beggja kynja eins og áður sagði og þá er það hans hneigðir sem eru þannig. Ef svo er á ég ekki von á að hann geti lagað það.
Aftur á móti gæti svo farið að annað hvort kynið hefði vinninginn og því skyldi það ekki vera gagnstæða kynið. Hann hefur þó búið með þér í sjö ár sem segir þó nokkuð mikið um þín áhrif á tilfinningar hans og það tekur enginn þennan tíma og rífur í burtu. Hann er til staðar í reynslu og áhrif hans koma meðal annars fram í því að börnin ykkar urðu til. Hvað um það,enn og aftur segi ég samkynhneigð verður örugglega ekki læknuð eftir neinum þeim aðferðum sem standa til boða á hinum ýmsu sviðum læknavísindanna. Enda er það sennilega staðreynd að ekki er um sjúkdóm að ræða heldur meðfædda hneigð sem verður að teljast heilbrigð fyrir þann sem hana hefur. Hvað sem öllum fordómum og vandlætingu þeirra líður sem telja að gagnkynhneigð sé eitthvað sem allir eiga kost á að lifa með og fyrir. Þannig er alls ekki málum háttað augljóslega eins og flestum er kunnugt um sem kynnt hafa sér þessi mál fordóma og fáviskulaust.
Nýtt og betra andrúmsloft
Þess vegna er ástand það sem ríkir á heimilinu í eðli sínu afbrigðilegt eins og þú telur sjálf, en hún er engan vegin afbrigðileg sú staðreynd að til skuli vera fólk sem dregst að hvert öðru þó samkynja sé. Það þarf því að byggja upp nýtt og betra andrúmsloft einlægni og reyna að koma á samvinnu um vilja til að breyta ástandinu þannig að allir geti vel við unað. Ástand sem viðgengst núna verður að leysa, þó ekki veri lausnin sú að maðurinn geti endilega breytt kynhneigðum sínum.
Hann verður aftur á móti að gera heiðarlega grein fyrir vilja sínum í samskiptum við þig og sitt heimili. Hann getur ekki látið eins og það sé í lagi að tengjast tveim persónum ástarböndum og það á stundum inná sama heimilinu. Þannig framkoma er siðlaus og þar hefur þú svo sannarlega rétt fyrir þér. Vonandi tekst honum ekki síður en þér að finna farsæla lausn á þessum viðkvæmu málum og það sem fyrst. Það er hvort sem er ekkert eðlilegt það ástand ófriðar og sundrungar sem þið óneitanlega búið öll við í dag. Vonandi má íhuga einhverjar lausnir út frá þessum vangaveltum mínum sem koma mættu að gagni. Að lokum vil ég hvetja þig til að leita þér faglegrar hjálpar svo sem sálfræðings eða félagsráðgjafa. Það gæti komið að sérlega miklum notum, jafnframt öðru.
Eða eins og konan með komplexana sagði eitt sinn að gefnu tilefni." Elskurnar mínar ég veit bara ekki hvar ég væri stödd í tilverunni ef ég plantaði mér ekki niður hjá ,,sála" af og til. Hann er með allt á hreinu, en ég náttúrulega allt á óhreinu þangað til búið er með hans hjálp að hreinsa lítillega til. Var einhver að segja að ég væri hreinni? Já ég er það, því ég er rólega að fá botn í mín og minna mál og þökk sé þeim sem svona mál skilja. Amen eftir efninu."
Gangi þér virkilega vel elskuleg, og mundu að öll él birtir upp um síðir. Guð styrki þig og efli til trúar á tilgangsríkt líf þrátt fyrir tímabundna erfiðleika.
Með vinsemd Jóna Rúna
Maðurinn minn er hommi
( Svar til Pollu undir þrítugu)
Indæla Jóna Rúna! Vonandi hefur þú pláss fyrir mig og mín óþægilegu áhyggjuefni í blaðinu. Þannig er mál með vexti, að ég hef verið gift sama manninum í sjö ár. Við eigum saman tvö börn. Við vinnum bæði úti og flest gengur vel veraldlega. Það sem er að, er mjög erfitt að koma orðum að. Ég fór að finna fyrir um það bil þrem árum að hann eins og hætti að elska mig eins og mér fannst hann gera áður. Hann er sífellt að gagnrýna mig og virðist eins og ég geti alls ekki gert honum til hæfis.
Svo er það fyrir um það bil hálfu ári að hann kynnist strák sem er einhvers staðar undir tvítugu á ferðalagi erlendis. Síðan þetta gerðist er hann gjörsamlega viðsnúinn. Hann fer oft út og kemur ekki heim á nóttunum. Strákurinn fær að hafa bílinn okkar lon og don. Nú þessi strákur bæði kemur hingað og hringir mjög oft. Mér finnst maðurinn minn algjörlega fráhverfur mér kynferðislega og þannig hefur það verið alveg síðan að þessi strákur kom inní líf hans og gekk þó á ýmsu áður. Hann vanrækir börnin okkar að öllu öðru leiti en því, að hann gefur þeim alls kyns óþarfa. Hann hefur mjög góða vinnu og allar aðstæður til að verða efnaður maður. Um daginn missti ég þolimæðina og bar það uppá hann að hann væri hommi.Ég veit að hann er hommi. Hann trylltist og kom ekki heim í þrjá daga. Við höfum sáralítið talað saman núna síðustu vikurnar. Hvað á ég að gera kæra Jóna Rúna? Ég sé núna að þetta er mjög sennilega raunveruleiki með samkynhneigð hans. Það er svo skrýtið að af og til í gegnum tíðina hef ég fengið einhverjar bakteríur í móðurlíf, en aldrei áttað mig á að það kynni að stafa af því að hann er hommi. Ég sé líka núna að hann hefur örugglega verið með karlmönnum áður í okkar sambúð, vegna þess að stundum hafa eftir þessar útilegur hans byrjað vandræði með kynlífið hjá okkur.
Hann er sjálfur frekar karlmannlegur að sjá, en mamma hans hefur alla tíð stjórnað honum. Hún lætur hann gera flest fyrir sig. Hún hefur líka verið frekar stirð við mig, en aldrei beint dónaleg. Hún er það sem mætti kalla ráðríka manneskju.Heldurðu að vegna þess hvernig þeirra samband er, að hann kannski svona? Hvernig á ég að fá hann til að viðurkenna þetta við mig? Á ég að skilja við hann? Hefur þú trú á að hægt sé að losa hann við samkynhneigðina?
Það sakar kannski ekki að segja þér að hann sækir mjög í peysur og blússur og jafnvel nærföt af mér, ef þannig stendur á. Ég hef bara hingað til horft framhjá þessu. Vonandi getur þú bent mér á eitthvað, ég er svo gjörsamlega að gefast upp. Ég er líka svo áhyggjufull útaf börnunum. Við gætum öll fengið einhverja sjúkdóma. Þetta er líka eitthvað svo afbrigðilegt. Þessi drengur stjórnar bæði honum og okkur má segja. Það getur ekki verið gott fyrir börnin að fylgjast með svona löguðu eða hvað finnst þér?
Takk fyrir, fyrirfram og gangi þér alltaf vel
Polla
Kæra Polla. Ekki er allt sem sýnist í aðstæðum þínum verð ég að segja. Ég held að ég geti ekki annað en tekið undir þá sannfæringu þína um það að maðurinn þinn sé hommi. Allt sem þú segir í bréfinu um samskipti ykkar og hegðun hans segir til um að hann hljót að eiga við þennan vanda að stríða. Ég vil byrja á að benda þér á að kannski væri ekki óvitlaust þrátt fyrir að ég svari þér, að þú fengir jafnframt svar frá einhverjum sem hefur fagþekkingu lífræði- og sálfræðilega og hefur reynslu af svona vanda.
Mín þekking er reynsluþekking og innsæishugsun sem ég bý yfir, ásamt hyggjuviti. Vonandi kemur að einhverju gagni að fá viðmiðun frá mér til viðbótar við aðra og jafnvel gagnlegri og öllu faglegri umfjöllun. Margt smátt gerir flest stórt. Takk fyrir hlýlega kveðju til mín. Rétt er að af gefnu tilefni að benda lesendum á að mitt hlutverk er að veita ,,heilbrigðum handleiðslu", en ekki að leysa vandamál.
Samkynhneigð og hjónabönd
Vissulega er til í dæminu að samkynhneigð uppgötvist í hjónabandi og fátt við því að gera annað en að taka eins skynsamlega á málum og framast er hægt hverju sinni, þó sárt sé og vissulega flókið. Vegna þess hvað samkynhneigð er tiltölulega óþægileg staðreynd að horfast í augu við fyrir þann sem uppgötvar sig þannig á fyrstu stigum þeirrar reynslu,er kannski ekkert skrýtið þó þeir sem eru þannig eigi í fyrstunni ákaflega erfitt með að horfast í augu við hvers konar kynhegðun virðist þeim eðlileg. Það er ekkert sjálfgefið að allir séu gagnkynhneigðir, og býsna mörg frávik frá þeirri staðreynd sýnist manni.
Það að uppgötva, ef viðkomandi hefur haldið sig gagnkynhneigðan að hann sé hneigður til kynbræðra sinna eða systra er örugglega óþægileg staðreynd og fljótt á litið sár biti að kyngja. Engin sérstök ástæða er til að ætla að slíkt þurfi alltaf að uppgötvast á fyrstu fullorðinsárum. Enda hefur svo sannarlega komið í ljós að svo er alls ekki.Margur hefur verið svo langt frá slíkum hugmyndum um sjálfs síns hneigðir að það hefur hálf manns ævi liðið áður en viðkomandi hefur áttað sig á hvernig væri að þessu leyti í pottinn búið. Það sanna ótal dæmi.
Fordómar og niðurlæging
Við erum flest mjög flókin og það geta legið ótrúlega djúplægar ástæður til þess að við erum á einhvern hátt fremur ómeðvituð einmitt um tilfinningalega og sálræna þætti sjálfra okkar þegar kemur að úttekt okkar sjálfra á eigin kynhvöt. Það er staðreynd, að það hefur marg oft gerst að í hjónabandi hefur orðið sprenging vegna þess að annar aðilinn hefur kannski eftir margra ára sambúð áttað sig á að hann eða hún er með kynhneigð sem rekja má beint í eigið kyn. Það að uppgötva sig samkynhneigðan eftir að hafa staðið í annarri trú hlýtur að vera mjög sársaukafullt skyldi maður ætla að minnsta kosti fyrst framan af. Nokkuð sem getur tímabundið fengið fólk til þess að trúa að það sé haldið einhvers konar ónáttúru og af þeim ástæðum beri því að hafna sjálfs sín kynþörfum. Fordómar eru ekki bara staðsettir í hugum gagnkynhneigðar gagnvart samkynhneigðum, heldur jafnframt í hugum þeirra sem reynast þannig. Staðreynd sem er alveg ljós og ekkert síður lífseig, að minnsta kosti þangað til annað viðhorf hefur skapast í huga þess sem uppgötvar sjálfan sig sér á óvart samkynhneigðan.
Kynhneigð og afneitun
Hitt er svo annað mál að hver svo sem kynhneigð okkar er, er hún það sem okkur er eðlilegt og við getum vart að slíku gert. Önnur sjónarmið eru vart réttlætanleg einfaldlega vegna þess að þetta er raunveruleg staðreynd og í sjálfum sér ekkert einkamál þess sem þannig er. Við verðum einfaldlega að horfast hér sem annars staðar í augu við það sem sannara reynist undanbragðalaust. Það er öllum fyrir bestu. Samkynhneigð er ekki óeðli þó sérkennileg sé í hugum margra.
Engin kynhneigð sem er tilkomin og sprottin af hjartans einlægni og er í innsta eðli sínu kærleiksrík, heiðarleg og eðlislæg þeim sem á hana er röng eða afbrigðileg alveg sama þó hún beinist ekki í átt til gagnkynhneigðra heldur kynbræðra eða systra. Öll afneitun okkar á því sem okkur er áskapað og eðlilegt er röng og þar er kynhegðunin engin sérstök undantekning. Aftur á móti er full ástæða til að forðast og hafna kynhneigðum sem eru niðurlægjandi og siðlausar og geta aldrei annað en skaðað þann sem fyrir verður.
Sjálfshöfnun og þunglyndi
Heyrst hefur að fólk hafi gjörsamlega brotnað saman og dottið niður í hörmulegustu geðlægðir sem afleiðing af því að það hefur uppgötvað sig samkynhneigt. Hreinlega fyllst þvílíkri sjálfshöfnunarkennd að það hefur ekki talið sjálft sig eiga nokkurn einasta tilverurétt. Af þessum augljósu ástæðum er full ástæða til að fara varlega, ef við höfum ástæðu til að halda að t.d. maki okkar kunni ómeðvitað að hafa slíka hneigð. Það eru bara ekki allir sem geta tekið slíku sem er ósköp eðlilegt. Hafi slíkt vart hvarflað að viðkomandi, þá eru þetta þeir þættir tilveru okkar sem eru hvað viðkvæmastir og ákaflega vandmeðfarnir satt best að segja sem von er og ættu náttúrlega að meðhöndlast sem slíkir.
Hitt er annað má að enginn sérstök ástæða er til að halda að slíkt sé endir á tilveru þeirra sem fyrir verða, hvort sem er þeirra sem hneigðina eiga eða þeirra sem ósjálfrátt verða fyrir barðinu á afleiðingum slíkrar hneigðar eins og þú kæra Polla óneitanlega ert þegar farin að gera og munt gera sé þetta staðreynd. Nokkuð sem er mjög sennilegt verð ég að segja, eftir að hafa eins og áður sagði skoðað bréf þitt mjög gaumgæfilega.
Hneigð til beggja kynja
Hvort sem manninum þínum er það ljóst eða ekki er samband hans við unga drenginn afar einkennilegt reyndar óvenjulegt og óútskýranlegt, sé því haldið fram af báðum að þar sé ekki um ástarsamband að ræða. Ef pilturinn er með nálægð sinni er bókstaflega farinn að stjórna bæði manninum og ykkur hinum heimilisföstu, þá eru á bak við slíka hegðun faldar ástæður og sennilega tilfinningar sem enginn ástæða er að ætla að séu neitt sérstaklega dularfullar.
Þær eru örugglega þær sem þú telur þær vera. Það er að pilturinn og maðurinn þinn eiga í ástarsambandi saman. Það er því miður staðreynd sem er virkilega viðsjárverð þegar á reynir að fólk getur verið hneigt til beggja kynja á nákvæmlega sama tíma. Hvort tveggja getur verið því eðlilegt þó það sé vissulega sársaukafullt fyrir þá sem fyrir verða og er þá alveg sama hvort heldur um er að ræða einstakling sem er af sama kyni eða einfaldlega gagnkynhneigðan. Það er sennilega mun aðgengilegri raunveruleiki að vera hneigður til annars hvors kynsins en að finna sig getað elskað bæði og notið á sama augnablikinu. Slíkt veldur venjulegast miklu öngþveiti tilfinningalega og sálrænt.
Hvernig skilmálar eru í gangi á milli þeirra getur enginn sagt til um nema þeir tveir. Sé þetta það sem er í gangi, er full ástæða fyrir þig til að endurskoða áðurgert hjúskaparheit við manninn þinn. Hann getur einfaldlega ekki átt í öðru ástarsambandi á meðan hann er bundinn þér. Það er staðreynd siðferðislega. Alveg sama hvort sem um væri að ræða karl eða konu sem hann tengdist með þessum hætti.
Framhjáhöld og smitsjúkdómar
Ef hann er farinn að hverfa heilu og hálfu sólahringana, er hann að gera eitthvað sem krefst skýringa. Eitthvað sem þú átt rétt á að fá sem lífsförunautur hans á hvað sem raular og tautar. Í þessari hegðun kemur fram mikið tillitsleysi meðvitað eða ómeðvitað eins og sé þar sem þér er lífsins ómögulegt að gera manninum þínum til hæfis þrátt fyrir góðan vilja. Þetta er erfitt ástand sem engin sérstök ástæða er til að sætta sig hljóðalaust við það liggur í augum uppi. Það er líka mjög niðurlægjandi fyrir þig að fá svona ástæðulausa og óréttmæta leiðindaframkomu eins og nú er í gangi á milli ykkar hjónanna. Staðreyndin er samt sem áður sú að engin getur mótmælt þessu taugatrekkjandi ástandi höfnunar kröftuglega nema þú sjálf.
Þú talar um að þú hafir í gegnum tíðina fengið sjúkdóma í leg sem er mjög alvarlegt mál fyrir þann sem fyrir verður. Sennilega er mikil hætta á hvers kyns smiti þegar menn halda framhjá maka sínu og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða sama kyn eða hitt einfaldlega. Það eru ýmsar ástæður sem eru óneitanlega staðreyndir sem segja svo til um, að lauslæti veldur venjulega líkum á að hvers kyns veirur og smitsjúkdómar geta borist í þann sem síst skyldi eins og þig í þessu tilviki. Þú telur að það stafi af því að hann sé samkynhneigður. Það þarf ekkert endilega að bóla á meiri líkum á vægum kynsjúkdómum úr þeirri áttinni. Slíkir sjúkdómar eru alveg eins og ekki síður í gangi þar sem um er að ræða gagnkynhneigða.
Lauslæti býður bara uppá svoleiðis vandræði. Kynsjúkdómar eru til staðar í samfélaginu og geta leynst þar sem síst skildi. Það að vera gagnkynhneigður þýðir alls ekki hvað þetta varðar að viðkomandi geti ekki reynst líklegur smitberi sjúkdóma, ef hann ástundar óábyrgt kynlíf og það utan hjónabands.
Samkynhneigðir meðvitaðir um smitleiðir
Hyggileg væri fyrir þig að hvetja manninn þinn til að fara í læknisskoðun, hafir þú nokkurn grun um að hann sé að smita þig af kynsjúkdómum. Þú óttast líka að á ferðinni kunni að vera smit sem verða ekki bætt. Í því sambandi er rétt að benda á að það er full ástæða til að ætla með tilliti til tíðni t.d. HIV-veirunnar, að sá sjúkdómur berist ekkert síður með gagnkynhneigðum, en þeim sem aðra kynhegðun ástunda. HIV-smitaðir eru hreint ekki allir samkynhneigðir. Sjúkdómurinn herjar ekkert síður á gagnkynhneigða það sanna dæmi undangenginna ára augljóslega.
Samkynhneigðir sem hafa viðurkennt fyrir sér og öðrum kynhegðun sína lifa flestir mjög meðvituðu kynlífi sem miðar ekki síst að því að vera fullkomlega áhættulaust. Þeim er fullkunnugt um þær hættur sem geta fylgt óvarkárni í þessum efnum. Mikið upplýsinganet er í gangi í sem miðar að fyrirbyggjandi forvarnarstarfi einmitt fyrir samkynhneigða hvað varðar hættu á HIV-smiti ef óvarlega er farið í mögulegum kynlífssamböndum. Samkynhneigðir eiga sér samtök og þau hafa ekki legið á liði sínu til að koma mikilvægum upplýsingum til almennings um mögulegar smithættur vegna þessa vágests kynlífsins sem alnæmi óneitanlega er og verður en um sinn.
Óábyrgir valda vandræðum og skapa hættur
Aftur á móti er mikil ástæða til að óttast samneyti við óábyrga, sem jafnframt lauslæti stunda kannski kynmök sem fela í sér meiri hættur á smiti t.d. á þessum viðsjár verða sjúkdómi sem HIV vissulega er. Ef ég væri sem þú myndi ég hafa samband við "Samtökin '78 " sem eru þessi áður nefndu samtök homma og lesbía og fá hreinlega leiðsögn hjá þeim sem reynslu hafa af afneitun þeirri sem maðurinn þinn er í. Hann neitar sakagiftum en breytir ekki kynhegðun sinni. Hann sefur mögulega hjá ykkur báðum á sama tíma, þó treglega hafi gengið kynlífið uppá síðkastið á milli ykkar tveggja. Hann virðist ekki sjá að hann getur ekki lifað með ykkur báðum á sama tíma eins og um sjálfsagða og eðlilega hegðun væri að ræða öðruvísi, en valda bæði þér og drengnum erfiðleikum og vanlíðan.
Betra væri úr því sem komið er að hann hreinlega gerði upp við sig hvort kynið hentaði honum betur, vegna þess að með þessu hátterni er hann bæði að skapa sjálfum sér sársauka og þér sem hann þyrfti ekki að gera ef hann notaði skynsemina til að fá botn í þetta viðkvæma og vissulega sérkennilega hegðunarmynstur sitt. Hann verður að velja á milli þín og stráksa. Hegðunarmynstur sem þyrfti ekki að vera svona erfitt fyrir alla ef hann neitaði ekki staðreyndum. Ástand sem alls ekki á að umbera vegna þess að það er bæði heimskulegt og ljótt gagnvart bæði þér, drengnum og svo að maður tali nú ekki um börnin ykkar sem óneitanlega verða vitni af þessari óvarkárni pabba síns sem kynveru.
Stjórnsemi er neikvætt samskiptaform
Þú talar um að mamma hans sé mjög stjórnsöm og stýri lífi ykkar nákvæmlega eins og drengurinn virðist farinn að gera. Hvað kann að liggja á bak við þannig stjórnun er erfitt að geta sér til um. Venjulegast er það ofurást sem er í eðli sínu neikvæð og yfirþyrmandi stýrandi afl sem snýst þegar minnst honum varir uppí afskiptasemi og ótæpilegar kröfur um athygli frá þeim sem er stjórnað oftast án þess að þolandinn langi í þannig samskipti.
Hafi móðir mannsins þíns stjórnað honum harðri hendi þarf það ekki þar með sagt að þýða að hann verði afhuga kvenfólki fyrir bragðið. Stundum hefur því verið haldið fram að ef okkur er stjórnað um og of af því foreldri okkar sem er gagnstætt okkar eigin kyni komi eins og óbeit uppí sálarlífinu sem getur flutt sig yfir á kynhegðunina, þannig að við óskum ekki eftir kynferðislegu samneyti við gagnkynhneigða heldur þvert á móti. Þetta er eins og hver önnur ágiskun enn þá sýnist manni, vegna þess að staðreyndin er að slíkt þarf alls ekki að gerast, jafnvel þó okkur sé í æsku stjórnað harðri hendi af gagnstæðu kyni. Við getum örugglega fundið á næstu áratugum ótal möguleika á líklegum skýringum á hvers vegna sumir eru einfaldlega gagnkynhneigðir eða ekki, eða samkynhneigðir eða ekki.
Kynhegðun og örvænting
Það verður sennilega ekki tekið út þrautalaust að finna skynsamlega og raunhæfa lausn á þessu. Alla vega er engin ástæða til að örvænta. Það er nefnilega staðreynd sem er ófrávíkjanleg að það ákveður enginn kynhegðun sína fyrirfram við fæðingu. Hún er langsamlega oftast meðfædd sennilega. Þess vegna læknum við ekki gagnkynhneigða af sinni kynhneigð, fremur en við læknum ekki samkynhneigða af sinni kynhneigð ,einfaldlega vegna þess að kynhneigðir þessar falla ekki undir fötlun eða sjúkdóma, fremur einfaldar staðreyndir þrátt fyrir allt. Þær eru bara.
Mér vitandi hefur ekkert verið sannað nákvæmlega hvað raunverulega hvað veldur endanlegri útrás kynhneigðar fólks, þó ýmsar séu getgáturnar hvað í raun endalega ræður úrslitum um hver verður gagnkynhneigður eða er samkynhneigður eða ekki. Vafalaust eru jafnt líffræðilegar sem sálrænar skýringar til sem kunna að benda til hvað veldur, þó erfitt geti verið að sanna nákvæmlega það rétta. Eitthvað virðist valda því að maðurinn þinn virðist alls ekki kjósa að fara frá þér og þess vegna neitar hann meðal annars að hann sé í kynferðislegu sambandi annars staðar. Slíkt hefði hann trúlega getað gert alveg eins og ekki, ef um hefði verið að ræða samband við konu en ekki mann eins og núna er til staðar. Þessi árátta hans t.d. að klæðast kvenmansfötum virðist benda til þess að eitthvað innra með honum hafi tilhneigingu til að hafna karlmanninum í honum sjálfu. Svo kallaðir klæðskiptingar eru til, en hvort þeir eru hýrir jafnframt er umdeilanlegt virðist vera og sumir eru það alls ekki þrátt fyrir þessa sérstöku þörf.
Traust er hornsteinn hjónabandsins
Þú spyrð hvort þú eigir að skilja við hann. Það liggur í hlutarins eðli að þú getur varla búið með manni sem ætlast til að þú deilir honum með karlmanni. Þú myndir ekki deila honum með konu og þá kemur heldur ekki til greina að gera það með manni. Hjónaband á að byggist uppá trúnaði og trausti sem kjölfestu þess að við getum þrifist saman. Það er ekki hægt að vera í hjónabandi þar sem tryggðabrot viðgengst. Það á enginn að gera slíkt. Ef maki okkar getur ekki sæst á að búa með okkur, án þess að svíkja okkur með því atferli sem tengjast framhjáhaldi þýðir ekki að búa með viðkomandi. Það er ekkert sniðugt eða jákvætt við slíkt. Einhvers staðar verðum við að sitja siðferðismörkin satt best að segja. Best væri að þið gætuð rætt af einlægni um allt það sem aflagað er í sambúðinni og ef það ekki gengur er grundvöllur hjónabandsins endanlega hruninn og þá er ekki til neins að halda því á lífi. Börnin ykkar gætu ef út í það er farið átt ágætt samband við ykkur bæði, þó þið byggjuð ekki saman, en aftur á móti afleitt samband ef verður áfram eins og verið hefur.
Aflagað samskiptamynstur
Samskiptamynstur ykkar allra tilfinningalega er aflagað og það breytist ekki til batnaðar, ef ekkert raunhæft er að gert. Hitt er svo annað mál að það getur enginn gert að kynhegðun þeirri sem honum er ásköpuð í vöggugjöf og er þar samkynhneigð meðtalin. Það sem við getum ráðið við eigum við að leysa, en það sem ekki er á okkar valdi að hafa áhrif á, er engin möguleiki á að við losnum undan. Maðurinn þinn gæti að vísu verið hneigður til beggja kynja eins og áður sagði og þá er það hans hneigðir sem eru þannig. Ef svo er á ég ekki von á að hann geti lagað það.
Aftur á móti gæti svo farið að annað hvort kynið hefði vinninginn og því skyldi það ekki vera gagnstæða kynið. Hann hefur þó búið með þér í sjö ár sem segir þó nokkuð mikið um þín áhrif á tilfinningar hans og það tekur enginn þennan tíma og rífur í burtu. Hann er til staðar í reynslu og áhrif hans koma meðal annars fram í því að börnin ykkar urðu til. Hvað um það,enn og aftur segi ég samkynhneigð verður örugglega ekki læknuð eftir neinum þeim aðferðum sem standa til boða á hinum ýmsu sviðum læknavísindanna. Enda er það sennilega staðreynd að ekki er um sjúkdóm að ræða heldur meðfædda hneigð sem verður að teljast heilbrigð fyrir þann sem hana hefur. Hvað sem öllum fordómum og vandlætingu þeirra líður sem telja að gagnkynhneigð sé eitthvað sem allir eiga kost á að lifa með og fyrir. Þannig er alls ekki málum háttað augljóslega eins og flestum er kunnugt um sem kynnt hafa sér þessi mál fordóma og fáviskulaust.
Nýtt og betra andrúmsloft
Þess vegna er ástand það sem ríkir á heimilinu í eðli sínu afbrigðilegt eins og þú telur sjálf, en hún er engan vegin afbrigðileg sú staðreynd að til skuli vera fólk sem dregst að hvert öðru þó samkynja sé. Það þarf því að byggja upp nýtt og betra andrúmsloft einlægni og reyna að koma á samvinnu um vilja til að breyta ástandinu þannig að allir geti vel við unað. Ástand sem viðgengst núna verður að leysa, þó ekki veri lausnin sú að maðurinn geti endilega breytt kynhneigðum sínum.
Hann verður aftur á móti að gera heiðarlega grein fyrir vilja sínum í samskiptum við þig og sitt heimili. Hann getur ekki látið eins og það sé í lagi að tengjast tveim persónum ástarböndum og það á stundum inná sama heimilinu. Þannig framkoma er siðlaus og þar hefur þú svo sannarlega rétt fyrir þér. Vonandi tekst honum ekki síður en þér að finna farsæla lausn á þessum viðkvæmu málum og það sem fyrst. Það er hvort sem er ekkert eðlilegt það ástand ófriðar og sundrungar sem þið óneitanlega búið öll við í dag. Vonandi má íhuga einhverjar lausnir út frá þessum vangaveltum mínum sem koma mættu að gagni. Að lokum vil ég hvetja þig til að leita þér faglegrar hjálpar svo sem sálfræðings eða félagsráðgjafa. Það gæti komið að sérlega miklum notum, jafnframt öðru.
Eða eins og konan með komplexana sagði eitt sinn að gefnu tilefni." Elskurnar mínar ég veit bara ekki hvar ég væri stödd í tilverunni ef ég plantaði mér ekki niður hjá ,,sála" af og til. Hann er með allt á hreinu, en ég náttúrulega allt á óhreinu þangað til búið er með hans hjálp að hreinsa lítillega til. Var einhver að segja að ég væri hreinni? Já ég er það, því ég er rólega að fá botn í mín og minna mál og þökk sé þeim sem svona mál skilja. Amen eftir efninu."
Gangi þér virkilega vel elskuleg, og mundu að öll él birtir upp um síðir. Guð styrki þig og efli til trúar á tilgangsríkt líf þrátt fyrir tímabundna erfiðleika.
Með vinsemd Jóna Rúna
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home