Kaerleikshvetjandi blogg

miðvikudagur, maí 30, 2007

Höfundur: Jóna Rúna SÁLRÆN SJÓNARMIÐ

Káfarar og aðrir dónar
(Svar til Stellu undir tvítugu)
Kæra Jóna Rúna! Ég verð að fá álit þitt á vissum hlutum og vona svo innilega að þú svarir mér sem fyrst. Ég er frekar lokuð týpa og ekkert voðalega örugg með mig en samt ekki lífsleið eða neikvæð. Ég er í menntaskólanum og hef reynt að vinna svolítið með skólanum. Það er einmitt það sem ég ætla að segja þér frá.

Ég ásamt mörgum öðrum unglingum er að vinna með skólanum á mjög stórum vinnustað þar sem bæði margir koma og margir vinna og við erum að verða nokkuð pirruð á andrúmsloftinu á þessum vinnustað. Það er mikið klæmst þarna og fólk er að daðra hvert við annað eins og ekkert sé sjálfsagðara. Flest fullorðna fólkið er gift sýnist mér en það breytir engu hvað daður og svoleiðis snertir virðist vera.

Á þessum vinnustað eru allskyns tvíræðnir fimmaura brandarar eru sagðir, þannig að maður er rauður upp í hársrætur mest allan vinnutímann. Það sem mér finnst persónulega óþægilegast og get ekki áttað mig á hvernig ég nákvæmlega á að leysa, er að hér er í vinnu karlmaður á miðjum aldri sem er sífellt að að reyna við okkur ungu stelpurnar og notar bara hvert tækifæri til að káfa á okkur. Fyrst hélt ég að þetta væri bara einhver tilviljun, en þegar þetta káf fór að ágerast og maðurinn jafnvel að sitja fyrir mér og öðrum þá ákvað ég að gera eitthvað í málinu. Þess vegna skrifa ég þér kæra Jóna Rúna.

Ég þori ekki að segja foreldrum mínu frá þessu og veit að þau yrðu brjáluð ef þau vissu þetta. Ég hef tvisvar slegið til mannsins og sagt honum að ég kærði mig ekki um þetta. Hann bara hlær og heldur áfram. Ég vil ekki missa vinnuna og hef spurt hinar stelpurnar hvað langt hann hefur gengið við þær. Þær segja allt það sama og ég.

Hann er sífellt að klæmast við okkur og reynir að troða sé allstaðar þar sem við erum. Helst reynir hann káfið ef við erum einhverstaðar einar. Hann er ógeðslega feitur og ljótur líka og ég held að hann sér örugglega giftur. Viltu gefa mér eitthver ráð kæra Jóna Rúna. Ég enda svo þetta bréf með fyrirfram þakklæti til þín. Þú ert ómissandi finnst mér og fleirum veit ég.
Stella
Kæra Stella! Takk fyrir elskulega uppörvun.Mér þykir þú aldeilis segja fréttir. Auðvitað stytti ég bréfið þitt af ótta við að þú þekktist og vona ég að þér þyki það ekki miður. Vissulega skal ég reyna að benda á einhver þau ráð sem hentug gætu orðið bæði þér og þeim sem verða fórna­lömb þessarar manna sem þú lýsir svo nákvæmlega í bréfi þínu. Það sem káfarar eru að ástunda öllum til ama og þeim sjálfum til skammar, er hreint ekkert einkamál þeirra. Ég svara eins og áður með innsæi mínu, hyggjuviti og notast við eigin reynsluþekkingu eins og alltaf áður í svörum mínum til lesenda. Engin ráð frá mér tengjast hefðbundnum leiðum til umfjöllunar vegna svipaðra hluta.

Rétt er að benda á mikilvægi heilbrigðis­stéttana í málum sem þessum, sem frekar ættu að fá umfjöllun þeirra sem til þess eru menntaðir en ekki fólks eins og mín, þó mögulega megi græða jafnframt á náttúr­legri umfjöllun sem þessari. Við reynum að skoða og sjá hvort ekki má fá í þínum vanda leiðsögn sem notast gæti til að byrjar með.

Kynferðislegskrímsli og dónar
Óhætt er að fullyrða að alls kyns aflögun á hinum ýmsu sviðum sammannlegra samskipta hefur verið dregin upp á yfirborðið meðal annars eins og marg oft hefur gerst hér í Sálrænum Sjónarmiðum. Vissulega er skelfilegt til þess að vita að innan um og saman við heilbrigða skuli vera einstaklingar sem skapa gífurlega hættu, vegna þess að þeir búa yfir afsiðaðri siðferðiskennd sem getur reynst börnum og unglingum ekkert síður en fullorðnu fólki hættuleg og meira en það nefnilega virkilega afdrifarík og skaðleg, vegna t.d. kynferðislegra afbrigðilegheita þessara afbrotamanna.

Ef við íhugum þá ömurlegu valdníðslu sem fylgir með í farteski þessara svokölluðu káfara eða kynferðisskrímsla, er ömurlegt til þess að vita að börnin okkar geti ekki lengur verið óhult hvorki heima hjá sér eins og sifjaspellin sína og heldur ekki á vinnustöðum fyrir mönnum sem manni finnast með framferði sínu hafi sýnt og sannað að ættu að vistast þar sem þeim gæti reynst auðvelt að fá hjálp til að vinna bug á afbrigðilegri kynhegðun sinni fremur en að leika lausum hala óheftir á almannafæri öðrum og saklausum til stór skaða.

Ótti við hefndir eða ofbeldi
Það sem er hvað óhuggulegast er, að í dag er svo komið að fáir einstaklingar en siðferðislega aflagaðir komast eins oft upp með að fela hættulegt framferði sitt sem er ömurlegt, vegna þess að það er sýnilega alls ekki tryggt að fórnarlömb þessarra manna segi frá broti þeirra af ótta annars vegar við hefndir gerandans og mögulegt ofbeldi þeirra og eins er að þau óttast að sínir nánustu bregðist við með einhvers konar offorsi. Þetta er alröng afstaða. Þeir sem telja sig verða fyrir kynferðislegu áreiti eða ofbeldi hvort sem er af hendi sinna nánustu eða ókunnugra eiga umsvifalaust að kæra slíkt til viðkomandi lögreglyfirvalda eða snúa sér til þeirra félagssamtaka sem við slíku kærum og ásöknum bregðast.

Það er engin ástæða til að hylma yfir valdníðslu sem þessa og enginn ástæða heldur til að vorkenna þessum kynferðisafbrotamönnum með því að láta eins og þeir séu ekki skaðlegir umhverfi sínu og þegja yfir brotum þeirra, vegna þess að svona framferði er skaðlegt þeim sem fyrir verða og við vitum ekki hver verður næstur.

Dónalegur vinnustaðamórall
Þú ert að vinna á stórum vinnustað og auðvitað má búast við að þar sé að störfum mislitur sauður. Ef vinnu­móralinn er með þeim hætti að öllum finnst nema ykkur unglingunum eðlilegt að í gangi séu sífeldar umræður um klám faldar á bak við fimmaura brandara, þá er eitthvað mikið bogið við siðferðiskennd þeirra sem þarna vinna. Maður skildi halda að ef fólki er umhugað um að koma á framfæri sem mestri aflögun og almennum dónaskap, þá væri vinnustaður síst fallin til þannig hegðunar.

Yfirmenn á vinnustöðum vita að þannig framferði er ósæmilegt og engin ástæða til að láta eins og það sé jafn sjálfsagt umfjöllunarefni eins og umræður um veðrið og annað álíka saklaust. Yfirmaður sem sættist á að undirmenn hans séu dónarlegir og afsiðaðir eru á mjög röngum siðferðisleiðum, enda má segja sem svo að ef þeir sína ekki gott fordæmi sjálfi og óska beinlínis eftir að slíkt sé ekki ástundað í kaffistofum og á öðrum sameigi­legum vistarverum innan veggja fyrirtækisins, þá ættu þeir yfirmenn að velja sér annað og öllu ábyrgðarminna starf hið snarasta. Dónaskap er engin ástæða til að sætta sig við, hvorki heima eða að heiman.

Komum upp um káfarana krakkkar!
Börn og unglingar sem síðan mega sætta sig við í vinnu að getað ekki um frjáls höfuð strokið vegna ótta við að tilteknir starfsmenn kunni að valda þeim óþægindum með framferði sem gefur til kynna kynferðislegt áreiti ættu umsvifalaust að segja foreldrum sínum hvernig málum er háttað. Svo ég segi:" Hikum ekki við að koma upp um káfarana krakkar og það í hvelli."

Sannleikurinn er nefnilega sá að það er enginn ástæða til að hlífa mönnum sem voga sér að snerta eða áreita unglinga eða börn kynferðislega sem eru að koma út á vinnumarkaðinn í allt öðrum og sem betur fer jákvæðari tilgangi en þeim að láta undan dónaskap eða hindrunum sem þessum og eiga bara alls ekki að taka slíku háttarlagi þegjandi og hljóðalaust.

Þú segist tvisvar hafa slegið til mannsins og það ekki dugað til að honum yrði ljóst að þú frekar en aðrir siðfágaðir óskaðar ekki eftir ósæmilegu framferði viðkomandi og hafðir jafnframt áður varað hann við. Honum ber að sjálfsögu að virða þennan vilja þinn, enda má segja að annað sé brot á hegningarlögum og ætti að vera það alvarlegt mannréttinda- og siðferðisbrot inná vinnustað að viðkomandi ætti umsvifalaust að víkja úr vinnu á meðan á rannsókn máls stendur hafi verið bent á hegðun mannsins, enda svona framferði óæskilegt og afsiðað.

Ef áframhald verður á ósæmilegri hegðun mannsins þrátt fyrir ábendingar þínar er fulla ástæðu til að kæra þennan mann og fylgja því eftir, bæði vegna þína og svo vegna annarra sem kunna að verða á vegi þessa manns núna eða síðar. Það er nefnilega engin ástæða til að efast um að hann ætli sér að ástunda áframhaldandi áreiti sem auðveldlega getur tekið á sig hryllilegar myndir sem ekki er víst að verði ef af yrði svo auðvelt að vinna bug á. Þú átt tafarlaust að láta þessar framkomu getið við sameigilegan yfirmann ykkar og ekki skafa af framferðinu.

Segjum foreldum okkar sannleikann
Hvað varðar það að segja foreldrum þínum frá þessu verð ég aftur að ýtreka við þig að þar sem þú bendir á að mórallinn þarna sé svona ömurlegur, þá held ég að ef þú talaðir sjálf við yfirmann þinn og það bæri ekki árangur, þá þarf að snúa sér annað og þá náttúrlega ekki óeðlilegt heldur fremur jákvætt og reyndar nauðsynlegt að segja foreldrum sínum frá háttarlagi mannsins.

Það gæti farið svo að viðkomandi yfirmaður sæi ekki ástæðu til að bregðast við athugasemdum þínum vegna þess að ef þessi mórall hefur verið álitinn eðlilegur á vinnustaðnum sem hann er alls ekki, þá hvarlar óneitanlega að manni að eitthvað meir en lítið kunni að vera að í huga yfirmanns ykkar beggja.

Aftur á móti ef foreldrar þínir töluðu við hann horfir málið mögulega öðruvísi við þó ekki sé það víst. Þá eru nefnilega komnir í spilið fullorðnir ástvinir þolanda sem vegna ungdóms síns gæti mætt áhugaleysi þess sem við umkvörtuninni tæki, þó ekki geti maður fullyrt slíkt með vissu.
Sjúkleg afsiðun
Þá fer að verða fremur óþægilegt að gera ekkert í þessum afsiðuð og eitthvað sjúku málum. Það er því miður alltof
algengt að á vinnustöðum viðgangist hallærisháttur sá sem tengja má við ótæpilegt daður giftra sem ógiftra. Þú bendir jafnframt á að samræður í kaffihléum og sameigin­legri vinnu sem varla bjóða uppá klámumfjöllun og annan álíka dónaskap séu í gangi daginn út og inn. Ég get ekki séð hvað fólk fær mögulega út úr svoleiðis samræðum, enda óskiljanlegt að slíkt geti verið almennt á stórum vinnustað. Kannski verðaur að taka slíkum ábendingum með þeim fyrirvara að fáir sem eru frakkir dónar og siðblindir að auki yfirskyggi þá sem eru siðfágaðir og láta jafnframt lítið yfir sér og geta þar af leiðandi illa varið sjálfsagðan rétt sinn á þessum vinnustað.

Óafsakanlegar umræður fullorðina um klám
Alla vega er unglingum ekki hollt og reyndar kæra þau sig sjaldnast um samræður við fullorðið fólk sem eru fullar af huglægum sóðaskap og annarri álíka afsiðun. Þú segist vera rauð upp í hársrætur allan daginn sem þýðir einfald­lega að það umfjöllunarefni sem viðgengst þarna á staðnum kemur illa við blygðunarskyn þitt og siðferðiskennd sem er mjög eðlilegt.

Einmitt þess vegna átt þú ásamt hinum krökkunum að mótmæla með öllum tiltækum ráðum svona umfjöllun, ásamt því eins og ég benti þér á áður, að gera alvarlega tilraunir til að benda á að maðurinn sem er að áreita þig sé að brjóta af sér við starfskraft í skjóli þess að enginn hafi hugmynd um framferði hans.

Það á aldrei að hlífa mönnum sem voga sér að beita aðra andlegu sem líkamlegu ofbeldi sem þessu. Því ef um ósæmilegt orðalag er að ræða og líkamlegt káf er í gangi og er viðhaft við okkur án þess að við óskum þess, er að sjálfsögðu verið að beita okkur líkamlegu sem andlegu ofeldi og þannig framferði sættir enginn heilbrigð manneskja sig við hvorki af hendi sinna nánustu eða þeirra sem veljast í vinnu eða vináttubönd við okkur.

Karlmennskufötlun
Það er ekki fráleitt að hugsa sem svo að ef að miðaldra maður fer að áreita ungling sé ekki endilega um að ræða kynferðislega þörf, heldur og ekkert síður drottnunarþörf og að sjálfsögðu kynferðislega fötlun. Viðkomandi gæti verið náttúrlaus eða lélegur rekkjunautur, auk þess að vera dóni og getur verið með þessu viðurstyggilega hætti að reyna að sína fram á að það sé nú eitthvað annað og betra í gangi en í raun er.

Heilbrigður karlmaður sem er öruggur með sig á þessum vettvangi myndi aldrei láta sér detta í hug að ástunda kynferðislegt áreiti við ung­dóminn. Það er eitthvað mjög afbrigðilegt við þá einstaklinga sem geta fengið eitthvað útúr því að áreita eða aflaga aðra með hegðun sem er siðblindukennd og ósanngjörn og það saklaus börn í ofanálag.

Við vitum að erfitt er að koma upp um þessa menn og á því fljóta þeir stundum allt of lengi að feigðarósi, en sem betur fer tekst slíkt oftast á endanum og þá verður viðkomandi að horfast í augu við brot sín og sæta refsingum sem varða við hegningarlög og fer venjulegast í fangelsi um tíma. Ef hægt væri að hjálpa þessum ógæfusömu afbrotamönnum með til þess gerðum læknis­aðgerðum væri það vissulega besti kosturinn jafnframt virkilega hörðum refsiaðgerðum. Það er nefnilega svo að öll brot við börn eru óafsakanleg og við þeim eiga að vera þungar refsingar. Raunar mjög þungar.

Vinnustaðadaður
Hvað varðar það aftur á móti sem þú bendir á að á vinnustað þínu viðgangist ótæpilegt daður milli fullorðinna, auk stöðugra samræðna á nótum klámsins verður að segja eins og er, að sé það tilfellið að um sé að ræða gifta einstaklinga sem eru vitanlega makalausir a.m.k. flestir í vinnunni, er þannig hegðun ósæmileg og vart til eftirbreytni.

Það má segja sem svo, að ef ekki er tekið á slík af yfirmönnum í byrjun, þá geti slíkt snúist upp í óþægilegustu aðstæður sér í lagi fyrir þá sem verða vitni af og eru stundum beinlínis tilneyddir til að sitja undir slíku hegðunarmynstri frátekinna af því að það er látið óáreitt, fyrir utan að þeir verða líka eins og þú oftar en ekki fórnarlöm káfara og annarra álíka dóna.

Það er fátt rétt við daður þeirra sem eru þegar búnir að velja sér lífsförunaut og segja má strangt tiltekið siðferðislega að um sé að ræða framferði sem flokkist í einhverjum skilningi undir svik við maka sinn. Þó ekki sé um beint framhjáhald að ræða, þá miðar hegðun sem þessi nokkuð ákaft í átt til slíkrar niðurstöðu, þó sem betur fer sé til undantekningar á slíku. Það er ekkert skemmtileg tilhugun fyrir maka þess sem ástundar daður að fá upplýsingar um þannig hegðun og framferði sambýlings síns og venjulegast veldur það bæði leiðindum og öðrum álíka vonbrigðum.

Við verðum að getað treyst lífsförunauti okkar við allar aðstæður. Það er lágmarks krafa þess sem gefur annarri manneskju allt það sem dýrmætast er í sjálfum sér. Því hvet ég ykkur unga fólkið sem teljið ykkur hafa verið beitt ósæmilegu framferði af hendi þeirra sem eru fullorðnir, hvort sem þeir eru skyldir ykkur eða óskyldir, að taka ekki upp sömu hegðun og flytja hana yfir til ykkar afkomenda eða bjóða maka ykkar eða lífsförunauti uppá þannig siðleysi og ónærgætni.

Kynlíf og siðfágun
Við sem erum svo heppin að greina á milli þess sem er siðferðislega aflagað og þess sem telst siðfágað eigum að halda með reisn utan um allt það í eigin fasi og framkomu sem er heilbrigt og gott. Það er enginn vandi að togast með þeim sem eru samvistum við okkur alla dag í alls kyns áttir ef við erum ekki staðföst og gætin, auk þess að halda stíft utan um siðferðislega þætti tilveru okkar.
Best er að taka aldrei upp ósiði annarra og hvað varðar allt það sem lítur að kynlífi er þetta að segja. Kynlíf er atferli sem auðveldlega má aflaga eins og víða viðgengst og er það miður.

Aftur á móti er áríðandi að átta sig á að sú tegund kynlífs sem kemur sem afleiðing af einlægum og kærleiksríkum samskiptum tveggja einstaklinga sem elska hvert annað getur verið og er oftast yndislegt og má ekki skrumskælast vegna kæruleysis eða tímabundinnar girndar sem gripið getur besta fólk ef það sjálfviljugt er að ýta undir þannig kenndir innra með sjálfum sér t.d. eins og þú bendir á að er óspart gert á vinnustað þeim sem þú vinnur á.

Við verðum öll að efla með okkur heilbrigða sjón á það göfugasta í mannsálinni, en ekki láta afskræmingu á eðlilegum mannlegum samskiptum verða okkur fjötur um fót.

Eða eins og guðhrædda gellan sagði eitt sinna rétt sí sem svona. "Elskurnar mínar ég kann öll boðorðin og fer um hverja helgi til kirkju, auk þess sem ég gæti að mér í samskiptum við aðra. Enda má segja að ég lifi allra ágætasta lífi og fátt sem freistar mín annað en að vera bara ég sjálf á góðri og gagnlegri forsendu. Siðfágun heillar mig og hana vil ég temja mér. Mér gengur það svona og svona, en held bara áfram að vona að þannig kenndir verði sífellt að koma yfir mig sjálfum mér og öðrum til góðs. Tók nokkur eftir að ég gaf guttanum í horninu auga? Amen?"

Gangi þér elskuleg vel að sjá áfram aflögun þá sem aðrir og siðlausir ætla að neyða uppá þig og Guð verndi þig.
Með vinsemd Jóna Rúna

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home