Skrifað sumarið 2004
Elsku mamma mín!
Ég ákvað í leiðindum mínum og óléttueinkennum, að skrifa þér örstutt bréf. Ég uppgötvaði það nefnilega við nána naflaskoðun, að ég fékk í raun aldrei mörg tækifæri til þess að skrifa þér bréf, enda aldrei send í sveit eða heimavistarskóla. (Fyrir utan vikudvöl á Uxahrugg fyrir austan, þaðan sem ég hrökklaðist með heiftarlegt ofnæmi).
Þar sem ég er nú von bráðar að verða mamma sjálf, bæði stjúpmamma fyrir börnin hans Lazaro þrjú, og svo mamma litla krílisins sem er í mallanum á mér, þá fór ég að hugsa um hvernig mamma þú hefur verið og hver mín reynsla af þér er. Það var ekkert nema gott sem kom upp í hugann. Við áttum svo margar skemmtilegar stundir saman að ég get ekki talið þær allar upp hér. En það sem stendur helst upp úr er þessi tilfinning sem þú gafst mér, að það væri ekkert sem skipti þig jafn miklu máli og ég. Ég var gulleplið! Ég hafði líka alltaf þá tilfinningu að ég væri elskuð heitar en nokkurt annað barn og að sama hve alvarlegum vandræðum ég lenti í eða erfiðleikum, þá stæðir þú alltaf við bakið á mér og gætir leyst allann vanda, sama hve stór eða flókinn hann væri. Enda var það alltaf raunin. Þú varst sem klettur í mínu lífi og ert enn þá þrátt fyrir að sjálfsögðu hafi samskiptin breyst að einhverju leyti, þar sem núna á ég mína eigin fjölskyldu og mann.
En þó að samskiptin séu kannski ekki alveg eins tíð og áður, eru þau ekki ómerkilegri eða fyllt minni kærleika. Ég elska þig jafn heitt (og kannski meira ef það er hægt?) og áður, og þegar allt kemur til alls, ert það alltaf þú, þú, þú sem ég treysti á í öllum málum, þó að ég sé á þrítugsaldri. Ég þakka góðum Guði fyrir að hafa leyft mér að fæðast hjá þér en ekki einhverri annarri móður, þó eflaust séu þær flestar ágætar. En engin er eins og þú.
Kossar og kveðjur,
þín ástkær dóttir,
Nína Rúna.
Elsku mamma mín!
Ég ákvað í leiðindum mínum og óléttueinkennum, að skrifa þér örstutt bréf. Ég uppgötvaði það nefnilega við nána naflaskoðun, að ég fékk í raun aldrei mörg tækifæri til þess að skrifa þér bréf, enda aldrei send í sveit eða heimavistarskóla. (Fyrir utan vikudvöl á Uxahrugg fyrir austan, þaðan sem ég hrökklaðist með heiftarlegt ofnæmi).
Þar sem ég er nú von bráðar að verða mamma sjálf, bæði stjúpmamma fyrir börnin hans Lazaro þrjú, og svo mamma litla krílisins sem er í mallanum á mér, þá fór ég að hugsa um hvernig mamma þú hefur verið og hver mín reynsla af þér er. Það var ekkert nema gott sem kom upp í hugann. Við áttum svo margar skemmtilegar stundir saman að ég get ekki talið þær allar upp hér. En það sem stendur helst upp úr er þessi tilfinning sem þú gafst mér, að það væri ekkert sem skipti þig jafn miklu máli og ég. Ég var gulleplið! Ég hafði líka alltaf þá tilfinningu að ég væri elskuð heitar en nokkurt annað barn og að sama hve alvarlegum vandræðum ég lenti í eða erfiðleikum, þá stæðir þú alltaf við bakið á mér og gætir leyst allann vanda, sama hve stór eða flókinn hann væri. Enda var það alltaf raunin. Þú varst sem klettur í mínu lífi og ert enn þá þrátt fyrir að sjálfsögðu hafi samskiptin breyst að einhverju leyti, þar sem núna á ég mína eigin fjölskyldu og mann.
En þó að samskiptin séu kannski ekki alveg eins tíð og áður, eru þau ekki ómerkilegri eða fyllt minni kærleika. Ég elska þig jafn heitt (og kannski meira ef það er hægt?) og áður, og þegar allt kemur til alls, ert það alltaf þú, þú, þú sem ég treysti á í öllum málum, þó að ég sé á þrítugsaldri. Ég þakka góðum Guði fyrir að hafa leyft mér að fæðast hjá þér en ekki einhverri annarri móður, þó eflaust séu þær flestar ágætar. En engin er eins og þú.
Kossar og kveðjur,
þín ástkær dóttir,
Nína Rúna.