Kaerleikshvetjandi blogg

laugardagur, október 15, 2005

joaruna

Höfundur:
Jóna Rúna Kvaran

Jákvæðir stjórnendur
"Svar til Mjallhvítar "

Kæra Jóna Rúna!

Mig hefur lengi langað til að skrifa þér og læt verða af því nú. Ég er kona á óræðnum aldri og er í forsvari fyrir stéttarfélagi og langar til að spyrja þig hvernig ég mögulega komið félögum mínum og samferðar¬fólki til góðs á komandi tímum.

Ég treysti þér best til allra til að ráða mér heilt í þessum efnum, hvaða aðferð eða leið, er farsælust til þess að ná t.d. trausti fólks og koma jafnframt málum í höfn.

Eins væri áhugavert, að þú skoðaðir manngerðina og gæfir mér umsögn um hana með innsæi þínu. Það vefst fyrir mér hvort ég get mögulega látið gott af mér leiða. Ef þú hefur nokkur tök á að svara mér þætti mér sérlega vænt um það.
Með þakklæti og kærum kveðjum
Mjallhvít

Kæra Mjallhvítt! Þakka þér innilega fyrir bréfið og það traust sem þú sýnir mér, með því að óska eftir mati mínu á vilja þínum til góðra verka. Við skoðum þessar vangaveltur þínar og spurningar í gegnum innsæi mitt og hyggjuvit og þú velur svo úr það sem þér finnst einhvers virði með eigin dómgreind.

Mikilvægt að rækta innra líf sitt
Þegar mannlífið er skoðað kemur iðulega fram sú afstaða hjá okkur mörgum, að það sé of mikill hraði og streita í gangi, sem veldur því að við erum andlega sé sum heldur langt frá upplagi okkar, vegna alls kyns ytri hluta sem glepja. Ef þetta er sannleikur er full ástæða til að hvetja til frekari vilja okkar til að meta mikilvægi innri þátta mannsins líka, þannig að þeir komi að gagni í þjóðfélaginu og á viðkvæmum sem sigursælum augnablikum í lífi okkar flestra. Við verðum að minnast þess af og til a.m.k að persónu¬legri þættir mannlífsins fái sitt pláss sem víðast í samskiptum okkar hvert við annað, þannig erum við betur undir sorg og gleði þá sem okkur fellur í skaut á í lífsins ólgu sjó.

Það er nefnilega oft þannig í lífi okkar og athöfnum, að við stöldrum ekki við og íhugum " hver er ég", fyrr en kemur, að einhvers konar áfalli í ytri aðstæðum okkar svo sem atvinnumissi, eignatjóni, heilsufari hrakar eða að við missum ástvini okkar.
Við þurfum ekki að vera ýkja spámannlega hugsandi til að sjá, að þannig lífsmynstur er rangt. Það að verða fyrir áfalli og uppgötva í framhaldi þess, að við höfum ekki andlegan undirbúning, til að takast skynsamlega á við þær erfiðu tilfinningar og hugsanir, sem skapast í kjölfari þannig atburða, er mjög sorgleg staðreynd, sem er alltof algeng, því miður.

Tilfinningaleg þjálfun kostur
Vissulega fáum við flest inná æskuheimilum okkar ákveðna þjálfun í mannlegumsamkiptum, þó ekki væri nema vegna þess, að við verðum að umbera aðra heimilis¬fasta og þeir okkur, en er það nóg? Þetta fólk elskar okkur venjulegast og á því mun auðveldara með að fyrirgefa okkur, ef illa tekst til með samskiptin.

Aftur á móti þegar komið er út í lífið mætum við strax í æsku öðruvísi fasi og framkomu annarra og okkur ókunnugra, í gegnum t.d. þá, sem eru samvistum við okkur í skóla og á öðrum þeim vettvangi, þar sem börn koma saman. Vonbrigði og sárindi ýmis konar, eru ekki óalgengir fylgifiskar þjálfunarleysis okkar í almennri tjáningu tilfinnga okkar og hugsana sem koma í kjölfar þeirra og skapa meðal annars tengsl okkar hvert við annað, hvort sem við erum börn eða fullorðin.

Þjálfunarleysi, sem er afleiðing af skeitingarleysi og vanmati okkar á mikilvægi þess,að byrja nógu snemma í lífi okkar markvissa þjálfun og kennslu í mikilvægi heilbrigðra til¬finninga¬tjáskipta. Það að getað tjáð sig við hvern sem er um okkar hjartans mál og okkur kæra þætti í innra lífi okkar, er gulls í gildi og hverjum manni nauðsynlegt keppikefli að vinna að. Nokkuð sem er náttúrlega mikilvægur styrkur fyrir persónu¬leika hvers manns og eykur vissulega líkur á auknum tækifærum og meiri möguleikum sjálfum okkur til handa, hvort sem er í starfi eða leik.

Þar sem innri þættir okkar blasa ekki við, þegar horft er á okkur eða aðstæður okkar metnar, er nauðsynlegt að nota orð til að upplýsa aðra um hvernig við hugsum og hvað við viljum. Orð erum afleiðing tilfinninga og geðhrifa, sem koma af stað hugsunum, sem við veltum svo fyrir okkur í tækinu huganum og notum svo orð til að koma á framfæri niðurstöðum hugsanna okkar, eftir að hugurinn hefur fundið þessum vangaveltum og hughrifum rökrænan búning.

Ef við erum ekki strax í æsku meðvituð um að þarna á sér stað ákveðið rökrænt ferli, sem verður að vera meðvitað og þess vegna þarf það þjálfunar við, er ansi hætt við því, að við sem fullorðið fólk verðum sérfræðingar í að vanmeta okkur sjálf og annað fólk, sem afleiðingu af eigin vanmati á innra lífi okkar og tilfinnum þeim, sem koma hugsunum okkar af stað.

Jákvæð samskipti mikilvæg
Þú talar um að þig langi til að láta gott af þér leiða, í samskiptum þínum við annað fólk, sem að mínu mati er afar heilbrigður og skynsamlegur ásetningur og vonandi eru, sem flestir bæði stjórnendur og aðrir sömu skoðunar. Sá sem kýs að láta gott af sér leiða, er í eðli sínu bæði jákvæður og réttsýn.

Við getum engum leiðbeint eða styrkt andlega, nema byrja á að rækta sjálfs okkar huga fyrst. Þannig afstaða er örugglega nau¬ðsynlegur undanfari þess, að geta haft jákvæð áhrif á þá, sem við umgöngumst eða mæta okkur á ólíkum vettfangi lífsins, hvort sem eru samstarfsmenn okkar eða ástvinir, það að byrja á að byggja sjálfan sig upp andlega á sem jákvæðastan og kærleiksríkastan hátt.

Það að vera jákvæður og viðmótsþýður, er kostur í öllum þeim tilvikum, sem tengjast einhvers konar umvöndun. Venjulega er best að beita þannig áhrifum, ef við viljum efla hentug tengsl við þá, sem eiga að lúta vilja okkar eða þurfa yfir höfuð á leiðsögn okkar og ábendingum að halda.

Ef við erum ósátt við framkomu annarra, er ekki rétt að byrja umvöndun á neikvæðri athugasemd, heldur fremur á jákvæðri hreinskilni, sem undirstrikar eitt eða tvennt, sem verulega er eftir¬tektarvert í fram¬kvæmdum þess, sem þarf að umvanda við.

Ef þetta er gert hefur viðkomandi ákveðið innra öryggi, þegar kemur að því, að áminna eða leiðrétta ranga framkomu eða skökk viðhorf, til þess sem keppt er að hjá tiltekinni persónu og hún sættir sig betur við hreinskilna gagnrýni, í framhaldi af þannig framkomu þess sem umvandar.

Við erum öll þannig, að ef sanngirni og heiðarleiki ræður ríkum í gagrýni á störfum okkar eða persónu, eru við mun fúsari til að hlusta og sættast á að endur¬skoða afstöðu okkar. Jákvæð hvatning og uppbygging er langsterkasta vopn þeirra, sem þurfa að gefa öðrum ráð eða á annan hátt vísa samferðafólki sínu veginn.

Að kunna að hlusta
Flestir sem veljast, sem áhrifavaldar í líf annarra, hvort sem er persónulega eða óbeint verða fljót varir við það, að það borgar sig að hlusta vel á viðmælanda sinn og sjónarmið þeirra, sem vinna á fyrir eða með. Ef við leggjum okkur eftir því að gaumgæfa vel vilja þeirra, sem við tengjumst hvort sem er í leik, starfi eða inná heimilum erum við örugglega á hentugum jákvæðum leiðum til hvers kyns framfara.

Skilningur okkar og viðhorf eru mismunandi og sjaldan fullkomlega samsvarandi hjá öllum, því er það að kunna að hlusta ein mjög mikilvæg leið, til að fá fram allan vilja þess sem hlustað er á í hverju því máli, sem krefst umfjöllunar og ákveðinna lausna. Ef ekki er hlustað á önnur sjónarmið en sín eigin, skapast oft misklíð og misskilningur, sem erfitt getur verið að sjá fyrir endann á og sennilega seint unnið að velferð þeirra, sem gjarnan kysu að þiggja stuðning okkar, en ekki ef þeir eru beittir þannig ókurteisi, sem felur í sér megnustu óvirðingu við skoðanir og sjónarmið við¬komandi.

Þá er gott að hafa í huga, að öll mál sem unnin eru að í gegnum samvinnu, verða að vinnast á forsendu jafnréttis og heiðarleika, sem eru líklegri aflgjafar til að stuðla að góðri niðurstöðu, á hvers kyns lausnum þeirra mála, sem við ætlum og verðum að sigrast á og yfirvinna, heldur en t.d. neikvæði og tvöfeldni í hugsun. Sá sem hlustar á viðmælendur sína og ígrundar síðan það sem honum er sagt, er örugglega að efla sig sem stjórnanda og eignast traust og virðingu annarra.

Góð fyrirmynd
Í stjórnunarhlutverki er nauðsynlegt að vera vandur að virðingu sinni og gera fyrst og fremst kröfur til sín um vönduð og skynsamleg vinnubrögð. Ef öllum stundum er staðið við það sem sagt er vekur það aukið traust. Eins er að lofa aldrei meiru, en nokkuð öruggt er að hægt sé að standa við. Stundvísi er áríðandi og helst að sá sem stjórnar eða leiðir aðra, sé það kröfuharður við sjálfan sig að viðkomandi velji fremur, að koma fyrstur á fund en síðastur og má helst aldrei koma of seint það gerir þá sem hann á að leiða óörugga með hann og arga, sem er oft undanfari vantrausts. Eins er það að hvetja samstarfsfólk sitt, þegar því greinlega hefur tekist vel til í einhverju því sem notast vel eða er augljós ávinningur í.

Það að vera alþýðlegur og yfirlætislaus í allri um¬fjöllun, er jákvætt og virkar þannig að öðrum fer að þykja vænt um mann, sem vissulega eru ákveðin for¬réttindi, sem greiða síðan mjög götur okkar, ef við þurfum t.d. skjótan stuðning annarra, þegar vinna á að ákveðnum verkefnum.

Ef verið er að berjast við mjög neikvætt fólk og tillitlaust er ágæt regla að ástunda ekki þann ósið að munhöggvast við fólk, miklu heldur snúa sér frá viðkomandi, þannig að persónunni sé ljóst að þú sættir þig ekki við orðaskak af þessari tegundinni. Oftast er nefnilega sterkari leikur, það sem skapast af ákveð¬inni framkomu eða atferli, heldur en leik með inni¬haldslítil eða óviðkunnanleg orð, ef umdeilanlegar aðstæður skapast í framhaldi af einhvers konar neikvæði.
Það er stundum að skekkjur í framkomu okkar sjálfra verða þess valdandi, að aðrir hunsa vilja okkar og verk og þess vegna verður það að teljast afar jákvætt, að kjósa eins og þú, að finna farsælar leiðir, til að efla þitt innra líf. Einungis þannig, getur þú á endanum mögulega borið gæfu, til að efla það sem einhvers virði kanna að vera í samferðafólki þínu og öðrum þeim sem tengjast þér og þeim störfum sem þú kannt að leysa af hendi.

Með því að vera þú sjálf með þennan góða ásetning í farteskinu og njóta þín sem slík, eykur þú mjög líkur á því að verða öðrum til blessunnar. Veldu því leiðir til uppbyggingar þínu innra lífi, sem eru kristilegar og umfram allt í eðli sínu jákvæðar, þá kemur þú til með að láta gott af þér leiða, án mikillar fyrirhafnar.

Manngerð og möguleikar
Þú ert greinilega í upplagi þínu bæði réttlát og fordómalaus og það eru vissulega kostir hvað varðar það að leiðbeina öðrum. Skaphöfn þín liggur frekar djúplægt og getur það háð þannig, að ef að þér mis¬líkar við fólk eigir þú erfitt með að liggja á því, nema hugsa óþarflega mikið um mögulegar leiðréttingar. Af þessum ástæðum er hentugt fyrir þig að leysa flest ágreiningsmál jafnhraðan og þau verða til, en ekki draga slíkt um og of.
Þú ert býsna skipulögð og frekar verður það að teljast kostur í því hlutverki, sem þú hefur valið þér, en gæti gert þig óþarflega þreytta og kröfuharða á eigin störf. Nokkuð virðist þú til¬finningasöm og átt sennilega til með að sveiplast svolítið upp og niður, einmitt vegna tilfinninga þinna og það getur gert þig óörugga, vegna þess að þá fer skynsemin fyrir lítið.

Þú virðist eiga auðvelt með, að fá fólk til að hlusta á sjónarmið þín og það eflir þig í starfi. Þér er eðlilegt að vinna og sennilega áttu til með, að una þér ekki nógu mikillar hvíldar. Sem stjórn¬andi ertu nægilega viðkvæm sjálf og lífsreynd, til að eiga auðvelt með að sitja þig í spor þess, sem til þín leytar eftir stuðningi t.d. í persónulegum málum.

Þú hefur mjög sterka réttlætiskennd og ert býsna seig, sem er góður styrkur á móti hentugri viðkvæmi. Það er sennilegt, að þú eigir erfitt með að þola baktjalda¬makk hvers konar og getir orðið mjög illa sár og jafnvel reið vegna þess. Flest sem krefst nákvæmni og útsjónar¬semi á vel við þig.

Kostir þínir sem stjórn¬anda eru t.d. að þér er eðlilegt að beina sjónum þínum að litlu hlutunum og vinna vel úr þeim. Passaðu þig samt á, að það gangi ekki of langt þannig, að þú sjáir ekki blómabeðið fyrir arfanum, þá missir kannski rósin og fegurð hennar gildi sitt, þó í sama beði sé. Vitsmunalega, vilja og framkvæmdalega séð ertu augljós¬lega vel sett. Þú gætir verið langrakin, ef því er að skipta.

Eins ertu nokkuð stolt, viljasterk og þrá og það getur valdið því, að þér falli illa fólk, sem er fyrir¬ferðar¬mikið og stjórnsamt. Það er sennilega mjög ríkt í þér að efast um eigið ágæti, sem er óþarfi, því gallar þínir virðast liggja þannig, að þá má auðveld¬lega yfirstíga.

Þú gætir reynst býsna stjórnsöm í ástarmálum, en aftur á móti mjög sveigjan¬legt og þægilegt foreldri og góður stjórnandi. Þú ert þess trausts verð sem þér hefur verið sýnt sýnist mér og ekkert annað fyrir mig að gera en óska þér velfarnaðar í starfi.

Eða eins og einhver sagði í góðra vinahóp af gefnu tilefni:" Elskurnar mínar það má alla ævina bæta sig sem betur fer. Málið er bara að það er engin ástæða til að laga allt í einu þá verður maður svo fjári flatur andlega og stressaður."

Guð styrki þig á sem flestan hátt í þeim góða ásetningi þínum, að vilja láta gott af þér leiða.

Með vinsemd
Jóna Rúna
+++
Höfnun
Jóna Rúna Kvaran

Það er nokkuð öruggt að þegar fjalla á um höfnum að
okkur er töluverður vandi á höndum, meðal annars vegna
þess að þetta er eitt algengasta fyrirbrigði vandræða,
sem við mannfólkið verðum að taka á og horfast í augu
við. Við reynum eins og áður að vera verulega
sanngjörn og málefnaleg eftir atvikum. Það er
auðvitað mjög misjafnt, hvernig við lítum á hvað
verður að teljast höfnun og hvað ekki. Vissulega fer
slíkt mat bæði eftir þroska og greind þess sem fyrir
höfnun verður. Sjálfshöfnun er ekki undanskilin, því
hún er nokkuð algeng ekki síður en það að vera hafnað
af öðrum.Þegar við erum börn koma oft upp atvik hafnanna og þá
af ýmsum ástæðum. Skilnaðarbörn verða áþreifanlega vör
við höfnun. Vegna þess hvað skilnaðir barnafólks eru
tíðir, er full ástæða til að gefa þessu fyrirbrigði
nokkurn gaum. Barnið eða börnin verða einmitt við
skilnað iðulega bitbein foreldra. Báðir vilja barnið
hafa, en hvað vill barnið sjálft? Á þessu tímabili eykst allur áhugi fyrir barninu svo um munar. Það eru keyptir handa því ýmsir áður óþekktir hlutir, og flest gert til að ganga sem mest í
augu þeirra. Þetta framferði okkar foreldrana gerir barnið ruglað og það segir ýmist. "Ég vil vera hjá þér
mamma" eða" Pabbi ég ætla að eiga heima hjá þér."
Þarna magnast upp mikil sálræn- og tilfinningaleg
spenna, bæði hjá barni og foreldrum, því engin vill
verða undir í þessari ósæmilegu valdatogstreitu, sem
ekki er von kannski. Hvað gerist svo þegar fyrsta árið er liðið. Við
foreldrarnir leitum kannski að nýjum lífsförunaut og
af þeim ástæðum a.m.k meðan sú leit og árangur hennar
er á krítísku stigi, er langoftast að áhugi á barninu
fer dvínandi. Þetta veldur barninu miklu taugastríði
sem Guð einn veit hvaða afleiðingar getur haft þegar
litið er til lengri tíma. Á sama tíma og barnið fær minni tíma með foreldri sínu af augljósum ástæðum, er því ætlað að þýðast umbúðar­laust nýjan pabba eða mömmu. Þegar barn finnur sér hafnað, ef það getur ekki aðlagast viðkomandi líður
því mjög illa, án þess kannski að gera sér grein
fyrir, að um er að ræða tilfinningu höfnunar, sem það
auðvitað þekkir ekki og hefur sáralítinn möguleika á
að vinna úr hjálparlaust. Börnin verða nefnilega að
þiggja þær tilfinningar sem að þeim eru réttar og geta
svo að segja engu ráðið eða krafist í þeim efnum.
Allur þessi sársauki er nefnilega tilkomin af því að
pabbi og mamma gátu engan veginn fellt sig hvort við
annað og ákváðu að slíta samvistum. Á sama tíma jafnvel og þessi sársauki er í gangi í
einkalífi þeirra, er þeim kannski hafnað í ofan á lag
af skólasystkinum og jafnvel öðrum. Þegar við full­orðna fólkið erum eyðilögð yfir að okkur hefur verið hafnað er ágætt fyrir okkur að minnast þessa, því við
getum valið okkur fólk og tækifæri eftir höfnun, en
börnin verða að sætta sig við okkur þrátt fyrir að við
á vissan hátt höfum hafnað þeim. Á unglings árum er okkur betur orðið ljóst hvað
tilfinningin höfnun í raun þýðir, því með vaxandi
þroska greinum við þetta allt miklu betur og skiljum
jafnframt, að það að vera hafnað er ömurlegt. Sumir
unglingar hafna sér sjálfir vegna þess t.d., að þeim
finnst þau vera ósjáleg og lítt spennandi í augum
félagana. Þau fyllast þá óbærilegri tilfinningu þess,
að þau séu ekki gjaldgeng og verða tímabundið fráhverf
sjálfum sér og um leið kannski öðrum. Þannig sjálfshöfnun getur óneitanlega dregið dilk á
eftir sér og margur fyrirmyndar unglingurinn hefur
leiðst út í¢áheppilegan félagsskap í von um að verða
ögn álitlegri í hóp þeirra, sem gera ekki ströngustu
kröfur um fullkomnun einmitt vegna þess, að viðkomandi
bera ekki ýkja mikla virðingu fyrir sjálfum sér og þar
af leiðandi kannski ekki dómbær á hvað gagnrýna beri í
annarra manna fari. Á þeim árum sem ástarævintýrin eru í algleymingi er
ekki óalgengt að hafnanir séu tíðar og skapi miklar og
þungbærar skráveifur hér og þar í mannlífinu. Ef við
erum yfir okkur ástfangin af einhverjum og viðkomandi
kærir sig ekki um okkur er það erfið höfnum. Verra er
þó ef viðkomandi hefur sjálfur orðið til að magna
tilfinningar okkar og kveikja stórar væntingar hjá
okkur og síðan hætt við. Við tökum út þvílíkar kvalir að annað eins finnst
varla. Þunglyndi er algengt sem afleiðing af þessu
ástandi og kannski ekkert skrýtið; við verðum svo
innilega sár. Það sem kannski er óhuggulegra er að í
framhaldi af þessu þunglyndi grípur viðkomandi oft til
örþrifaráða sem meðal annars kemur fram í tíðum sjálfsvígum sem afleiðing af höfnun í ástarmálum. Okkur finnst nefnilega að við höfum fallið á prófum
ástarinnar og fyllumst sjálfsfyrirlitningu, sem dregið
getur þennan raunalega dilk á eftir sér.Þau okkar sem erfitt eigum með nám og kannski mistekst
á prófum þeim, sem vissum áföngum getur fylgt, í skóla
getum fyllst óbærilegri sjálfshöfnun og gefist upp
tímabundið á lífinu og einangrast sem afleiðing af
því. Erfitt getur verið að vinna sig frá þessum
tilfinningum og við staðið í þeirri röngu meiningu að
við séum ófær til náms. Í flestum tilvikum er slík
niðurstaða grundvallarmisskilningur. Það aðmistakast á prófum í skólagöngu okkar þarf ekki
endilega að vera mælistika á alhliða hæfni okkar,
miklu nær er að álykta sem svo ,,ég þarf bara að
þjálfast betur og næ árangri á endanum."Við sem erum á kafi í lífsgæðakapphlaupinu erum oft á
tíðum nokkuð háð vinnuveitendum okkar og áliti þeirra
á okkur sem starfsmönnum. Við teljum okkur hafnað, ef
verkin okkar eru að okkar mati ekki metin sem skyldi
og verðum ýmist öskureið eða gjörsamlega eyðilögð, sem
afleiðing að þessari tegund höfnunar. Við virðumst
flest þurfa annað fólk til að segja okkur hvert
manngildi okkar er og þá um leið hæfni til starfa. Eins er með yfirmenn sem starfsmenn hafna, þeir taka það vissulega nærri sér sem er mjög eðlilegt og eiga
venjulegast erfitt með að skilja af hverju þeim er
hafnað, enda ástæður oft mjög loðnar og illkvittnar
jafnvel þegar betur er að gáð. Í þessari tegund
höfnunar felst ekki minni hætta á sterkri kennd
höfnunar, sem ruglað getur sjálfsmatið tímabundið. Það á engin að komast upp með það að ákvarða manngildi okkar og hæfni án þess að við gerum það upp við okkur
hvaða álit við sjálf höfum á verkum okkar og persónu
fyrst. Þannig komum við sjálf í veg fyrir, að
ósanngjörn höfnun meðalmennskunnar fái líf í okkur
sjálfum og lami tímabundið starfshæfni okkar. Af
þessum ástæðum skoðuðum er virkilega viturlegt, aðeyða sem mestum tíma í sem fullkomnasta tegund
sjálfsræktar sem miðar fyrst og fremst að því að gera
okkur hæfari til að verjast hinum ýmsu tegundum
höfnunar og senda þær beint til föðurhúsa, með bros á
vör náttúrlega. Í ellinni er algengt að enn ein tegund höfnunar fái
líf. Við sem yngri erum og brattari erum því miður
mörg tiltölulega skeytingarlaus, þegar við höfnum þeim
sem hafa alið önn fyrir okkur og á árum áður lögðu
flest í sölurnar til að gera veg okkar sem mestan og
bestan. Við erum svo upptekin að eigin þörfum sum hver
að við látum gamla fólkið daga upp á stofnunum eins og
nátttröllin í gamla daga og þeim finnst vissulega að
þeim sé hafnað, óverðskuldað náttúrlega. Við sem erum að byggja okkur hallir og söfnum upp alls
kyns óþarfa lúxus í skjóli lífsaflsins, sem enn er
stöðugt ættum að eyða meiri tíma í mannleg samskipti
t.d. og þá þau samskipti sem liggja í meiri löngun til
að gefa gamla fólkinu ögn af tíma okkar, áður en það
verður of seint. Við gætum líka notað eitthvað af
nýungum tölvuvæðingarinnar til að reikna út til
gamans hvað það kostar að hafa fullorðna aðstandendur
inn á venjulegu heimili, þó hugmyndin kunni að virðast
neyðarleg og jafnvel ósmekkleg. Það er nefnilega
líklegt að kostnaðurinn verði engum ofviða, en sú
gleði sem sambúðinni gæti óneitanlega fylgt er öllumaurum betri. Við eigum að fá að vera eins lengi inn á
venjulegum heimilum og hægt er, en ekki lokast inn á
stofnunum, óhamingjusöm. Auðvitað er yndislegt, að
veikt fólk og illa haldið líkamlega eða andlega skuli
eiga kost á vist á hinum ýmsu stofnunum. Aftur á móti er hryggilegt til þess að vita að í
nútímaþjóðfélagi skuli finnast inn á stofnunum
fullorðið og tiltölulega hraust fólk, sem finnst að
bæði ættingjar og þjóðfélagið hafi hafnað því
freklega með því að afgreiða það langt fyrir tímann
inn á stofnanir, og það er erfið höfnunarkennd sem
þarna er á ferðinni. Hafnanir eru og verða alltaf sárar hvort sem það erum
sjálfshafnanir eða hafnanir af völdum annarra og erfitt
að ímynda sér hvernig og þá hvenær von sé á að slíkt
sé£ár sögunni. Best væri auðvitað að við værum öll
klár á því, að höfnun segir svo lítið um manngildi
okkar. Við getum aldrei í öllum tilvikum gert svo
öllum líki, hvað þá að við getum öllum stundum verið
alsæl með okkur sjálf. En þegar höfnun dregur úr
lífsafli okkar og framkvæmdarvilja er hún neikvæð og
þarf íhugunar við. Mikið er til af sálfræðingum og geðlæknum, sem eru
fúsir eru til að auðvelda okkur að skilja hvernig
vinna megi skipulega að því, að uppræta þessu hvimleiðu tilfinningu úr innra lífi okkar og
algjörlega nauðsynlegt að nota sér frábæra þjónustu
þessara starfsstétta í öllum þeim tilvikum þar sem við
erum þess ekki megnug sjálf, að uppræta höfnunartilfinninguna án utankomandi hjálpar. Það þarf engin að skammast sín fyrir að vera
eyðilagður yfir höfnun einhvers konar, slíkt er
fráleitt. Við getum tæplega komist í gegnum heila
mannsævi öðruvísi en að upplifa einhvers konar höfnun
og ekkert eðlilegra. Aftur á móti er mjög óeðlilegt,
ef þannig atvikast í lífi okkar, að við leggjum upp
laupana, því þá erum við óbeint að fallast á að við
eigum ekkert betra skilið en vera hafnað og það er
synd. Engin á að líða lengur fyrir höfnun en nauðsyn krefur.
Biturleiki og lægri þættir persónuleikans eru mjög
virk tilfinningaáhrif eftir hafnanir, og þá er um að
gera að fullvissa sig um hvort okkur finnst sá sem
hafnar eiga eitthvað sem við eigum ekki tvöfalt. Að lokum þetta; sé tekið tillit til þess, hvað við
erum flest áhugaverð, reyndar alveg yndisleg meira að
segja, er engin ástæða til að gefast upp, þó
ófullkomið fólk kunni að hafna okkar annars ágætu
persónu. Það er sem betur fer til fullt af fólki, sem
hefur enga tilhneigingu til að hafna öðrum og sístóverðskuldað, og þetta fólk er fleira en hitt sem
sérhæfir sig vegna einhvers konar vonbrigða með sjálft
sig í að hafna góðu og hæfileikaríku fólki. Það koma
ekki allir dagar í einu en sem betur fer hver á eftir
öðrum. Þetta er ágætt að hafa í huga, þegar við erum
leið og óhamingjusöm vegna annarlegrar þarfar fólks
til að beita okkur frávísun af nánast óskiljanlegu
tilefni. Allar framkvæmdir sem eru bersýnilegar rangar hitta
okkur sjálf fyrir fyrr en síðar. Þess vegna er engin
ástæða til að gráta óréttlæti það sem við finnum til,
þegar við erum á valdi þeirra viðkvæmu tilfinninga sem
frávísun óneitanlega fylgir. Þeir sem hafa rétt
sjálfsmat og næga virðingu fyrir sjálfum sér, sjá
vitanlega í gegnum allar óþarfa tilhneigingar annarra
til að gera lítið úr þeim, og brosa breitt þegar þeir
fá dyrnar á nefið á sér og dettur ekki í hug að gefast
svo auðveldlega upp, hvaða vopnum eða brögðum sem
beitt er til að hafna þeim. Þeir sem trúa á eigið
manngildi þurfa engu að kvíða, því þegar þeirra tími
kemur sem gerist fyrr eða síðar, sem betur fer, þá fá
þeir vitanlega að fullu notið sín.Í framhaldi af þessum spaklegu niðurstöðum hlustum við
á gott lag og látum okkur dreyma um betri tíma og
aukna hamingju.
+++

föstudagur, október 14, 2005

Höfundur:
Jóna Rúna Kvaran
Eigi ekki framtíð
"Svar til Dódó"
Kæra Jóna Rúna!
Ég er stúlka um tvítugt og mig langar að leita ráða hjá þér.Ég var mjög háð vinkonum mínum í æsku og það tel ég stafa af uppeldinu þ.e. sambandinu milli pabba og mömmu, en ég er elst af fjörum systkinum. Mamma er mjög lokuð og talar mjög lítið um sjálfa sig og mér finnst hún mjög óþolinmóð við okkur krakkana.

Eins hefur hún ofverndað mig alveg frá því að ég var lítil. Pabbi er opnari og talar yfirleitt fyrir mömmu. Honum finnst ég of lokuð og vill að ég komi með vandamál mín til hans, en mér finnst ég svo þvinguð þannig. Yfir¬leitt er andrúmsloftið á heimilinu mjög þvingað og lítið talað um áhyggur og vandamál, sem uppá koma.

Pabbi og mamma sögðu mér eitt kvöldið, að þau væru komin á hæsta standard í lífinu, af því að við erum búin að byggja stórt og fallegt hús og pabbi er komin vel á veg í nýja fyrirtækinu sínu. Reyndar eigum við allt til alls peningalega séð.

Ég er búin að taka þá ákvörðun að hætta í skóla um tíma. Mig langar til að mennta mig eitthvað fyrir framtíðina, en ég veit ekki hvað ég vil og hvar takmörk mín eru. Reyndar er ég mjög hlédræg og á erfitt með að ná tilfinningatengslum við aðra. Ég er ekkert sérlega lagleg og frekar óánægð með útlitið.
Mér finnst gott að getað verið útaf fyrir mig, en langar samt að eignast vini, sem ég get talað við um hvað sem er, þó að ég sé svolítið kuldaleg í sam¬skiptum við aðra.

Ef ég að segja eins og er, þá held ég að ég sé að verða einhvers konar mannafæla og ég er hrædd um að ég sé alltof mikið ein. Ég kvíði fyrir framtíð¬inni því mér finnst ekkert fara batnandi. Mér þætti vænt um, ef þú gætir gefið mér einhverjar ráðleggingar Jóna Rúna.
Kær kveðja
Dódó
Elskulega Dódó!
Mikið er bréfið þitt hnitmiðað og greindarlegt það liggur við, að mér finnist asnalegt, að reyna að ráðleggja þér og skoða ástandið. Mér finnst nefnilega skína allsstaðar milli línanna, að þú skiljir það ótrúlega vel og óskir fremur eftir staðfestingu minni á að þú hafir rétt fyrir þér heldur, en beint ráðum.
Við reynum þó af því að ég bý ekki heima hjá þér og ætti því sem hlutlaus aðili þess vegna, að getað kannski séð út eitthvað til viðbótar við það, sem þú þegar áttar þig á. Við notumst alfarið við innsæi mitt og hyggjuvit, en alls ekki það sem mögulega getur fallið undir einhvers konar sérhæfingu.


Ofverndun í uppeldi er galli
Ef við byrjum eins og oft áður elskan, að fara með þig aftur í fortíðina og skoðum vankvæði þess, að ofvernda börn, þá gæti það mögulega skýrt eitt og annað út, sem ekki virðist alveg ljóst. Oft er það að foreldrar standa í þeim grundvallarmisskilningi, að þeir "eigi" börnin sín og af þeim ástæðum sé það einkamál þeirra, hvort þeir skipuleggi þau og hugsi nánast fyrir þau, sem vissulega gerist iðulega og er einn mikilvægur misskiln¬ingur í uppeldi, þegar um er að ræða ofverndun ein¬hvers konar.

Vissulega verður að viðurkennast að þessi hvimleiði misskilningur, er venjulegast ómeð¬vitaður og í innsta eðli sínu ekki neikvæður, þó pirrandi sé og niðurbrjótandi fyrir persónulegan þroska fólks. Á ferðinni er oft nokkurs konar ofurást á barninu og henni fylgir venjulega ákveðið vanmat á hæfni barnsins á að ráða og hafa skoðun á hugsunum sínum og athöfnum, þó ekki sé verið að tala um nema einföldustu og sjálfsögðustu hluti, sem hverju barni er fullkomlega eðlilegt að hafa skoðun á.
Við foreldrarnir vanmetum oft stórlega huglæga hæfni barna okkar og gerum þeim þar með mjög erfitt fyrir með að þróa eins persónulegt sjálfstæði frá upphafi og hægt er. Þú er elst og mamma þín lokuð eins og þú bendir á þannig, að ekki er ósennilegt að hún hafi fengið einhvers konar tilfinningalega útrás strax í frum¬bernsku þinni á eigin vanda félagslegra hafta og óaðvitandi hugsað í gegnum þig um leið og hún þurfti náttúrlega að nota orð til að koma hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri við þig á sínum tíma.

Henni hefur sennilega létt sálrænt og tilfinningalega við að eiga þessi orðaskipti og um leið fundist hún finna styrk andlega, sem hún virðist ekki finna í gegnum eðlileg tjáskipti við fullorðna og þá kannski fyrst og fremst föður þinn.

Persónulegt sjálfstæði er mikilvægt
Þetta vill svo verða að nokkurs konar vana, sem hún tekur ekki eftir, að er þrúgandi fyrir þig, þar sem þú virðist ekki þurfa ofverndunarinnar við, af því að eins og kemur greinilega fram í bréfi þínu, er þér fremur eðlilegt að hafa skoðun.

Ofverndun í hvaða myndum sem er fyrir börn veikir þau, enda kemur í ljós að þú á erfitt með að tengjast öðrum, vegna þess að þér hefur verið stjórnað og þú skipulögð of mikið. Kemmst sennilega í vandræði, ef þú átt að tjá þig við þá, sem svo gjarna vildu hlusta á þín sjónarmið, án þess að gera minnstu tilraun til að vanmeta skoðanir þínar og hvað þá reyna að taka af þér ráðin. Þetta ætti að vera kostur, en í raun gerir það þig óvissa og óörugga af því að þér er enn þá hitt atferlið tamara.

Þú bendir líka sjálf á að þú teljir, að þú hafir verið óþarflega háð vinkonum þínum í æsku einmitt vegna þess hvað þú varst of¬vernduð af mömmu þinni þótti þér eðlilegt að þær ráðskuðust með þig líka, sem verður að teljast alröng þróun vináttu¬tengsla.

Hvað er réttur staðall
Þú segir að foreldrar þínir séu efnislega velstæðir, en eðlileg áhygguefni séu alls ekki rædd. Flest virðist benda til þess að þér finnist ófullnægjandi, að eiga nóg að bíta og brenna á meðan allt er í einhvers konar flækju í eðlilegum tjáskiptum innan fjölskyld¬unnar.

Á sama tíma bendir þú á að pabbi þinn sé fús til að greiða með þér úr áhyggjuefnum þínum og hugsanlegum vandamálum sem í sjálfum sér mætti líta á sem mögulega kost fyrir þig. Málið er bara elskan að ung kona á ekkert sérlega auðvelt með að ræða sínar leyndustu hugsanir og þrá við karmenn og allra síst föður sinn sem hún óttast að kunni að geta verið of við hlutdrægur í öllum þeim líklegu lausnum sem fáanlega væru og skil ég þig vel. Það er margt sem karmaður fer ekki í gegnum á nákvæmlega sama hátt og kona, þó fremur verði það að teljast stigsmunur en eðlismunur.

Eins er að hann virðist heldur leiða samband sitt og móður þinnar samskiptalega séð, og þar sem þú ert nokkuð spæld yfir ráðríki hennar, á sama tíma og hann er mögulega stóri maðurinn í hennar augum, er hætt við að hann tæki frekar hennar taum en þinn, þó ekki sé hægt að fullyrða það, er það samt líklegt nema hann sé það þroskaðri og þessi möguleiki kemur ekki væntum¬þykju við.

Innri verðmæti áríðandi
Betra væri í þínu tilviki, að eignast góða og skilningsríka trúnaðar¬vinkonu sem svipað þörf hefur og þú á að tjá sig um sínar leyndustu hugsanir og um leið kannski kvarta svolítið yfir skilningsleysi þeirra, sem í kringum þig eru á sjálfum þér og lík¬legum lífstilgangi.

Lífsleiði hjá jafn ungri stúlku og þér hlýtur fyrst og fremst að stafa af annars vegar þekkingarleysi á sjálfs sín möguleikum og hins vegar að það líf, sem hún þekkir úr foreldra húsum, er ekki það líf sem hún kýs sjálfum sér til handa. Þú átt að geta ákvarðað sjálf með réttum viðhorfum gagnvart sjálfri þér og auknum skilningi á mögulegum lífstilgangi, að getað valið það lífsmynstur, sem er í samræmi við hugmyndir þínar og skilning á hvað er rétt eða rangt keppikefli að stefna á í þessum vandmeð¬förnu efnum.

Veraldarhyggja hverful
Þú ert alls ekki á þeirri skoðun virðist vera að að veraldlegir hlutir umfram eðlilegar þarfir okkar séu eins nauðsynlegir til auka hamingju okkar eins og sum okkar vilja meina og jafnvel reikna með, ef þeim er ekki samfara mild og mannbætandi tilfinn¬inga¬tengs.

Það hefur elskuleg enginn orðið hamingju¬samur og æðru¬laus vegna einungis ytri velgengni. Við verðum að eignast innri verðmæti og þau kaupum við ekki, heldur koma þau sem afleiðing af kærleiksríku hugaþeli til annarra og sjálfs sín líka, auk þeirra leiða, sem við veljum til að takast á við manneskjulega og þroskast af.

Því er spurning hvort ekki í ykkar og sumra annarra tilvikum kæmi sér ekki betur, að eiga ögn minni möguleika á óþarfa lúxus, en meiri og betri hæfni til að elska hvert annað og umbera eins og við erum, en ekki eins og aðrir vildu hafa okkur. Hitt er svo annað mál, að með þessari ábendingu er svo langt því frá að verið sé, að gera lítið úr þeim efnislegu gæðum sem fólk á kost á og hefur með eigin höndum unnið fyrir.
Menntun og hæfileikar
Hvað varðar það að þú ætlar að hvíla þig á skólagöngu um tíma og hugsa þinn gang, þá er þetta að segja. Það að mennta sig er og verður ávallt kostur, hvað svo sem tekur við þegar upp er staðið. Þú segist ekki viss um hvar áhugasvið þín liggja nákvæmlega, sem verður að teljast ofureðlilegt, því líklegt er að þú hafir ekki rædd þig og kosti þína og augljósa hæfileika svo mikið við þá sem eru í kringum þig, og þess vegna lítið séð út úr því dæmi enn þá.

Persónulega er hvers kyns lærdómur ávinningur og aldrei hægt að tapa í eiginlegum skilningi þess orðs á að mennta sig. Hitt er svo annað mál að það er ekki endilega galli að hverfa frá skóla um tíma sér í lagi ef okkur finnst við þrúguð af skólavistinni eins og hvarlar af mér í þínu tilviki.

Ómeðvitað gætu þetta verið einhvers konar mótmæli þín við að þér finnst röngum samskiptum inná heimilin, þannig að þér finnst það í sjálfum sér engan varða, þó þú hverfir frá námi um tíma. Foreldrar þínir eru örugglega fremur hlynntir því, að þú haldir áfram og klárir, frekar heldur en þú takir þér frí, sem er auðvelt að skilja.

Þú aftur á móti ert sjálfráða og átt þar af leiðandi rétt á að ákvarða sjálf, hvort skólinn sé þér verðugt keppikefli eða ekki. Það er samt engin trygging fyrir því, að við uppgötvum endilega hæfileika okkar og kosti, þó við hvílum okkur á skólanum. Oft kemur einfaldlega einhvert los á okkur sem afleiðing af slíku, þó ekki sé það regla.

Aftur á móti með því, að auka við lærdóminn og temja sér um leið sjálfs aga er öllu líklegra, að smátt og smátt opnist augu okkar fyrir því, sem við viljum með lífi okkar. Það þarf því ekki, elskan, að vera neinn sjáanlegur kostur, að drífa sig í frí frá skóla og ekki síst, þegar við höfum ákveði, að mennta okkur hvort sem er. Svo hugsaðu þig vel um, áður en þú tekur þessa ákvörðun.

Fegurð er ekki endilega líkamleg
Ef við íhugum hvað er fegurð og hvað ekki, þá er ágætt að hafa í huga að fólk sem í fljótu bragði virðist fallegt vegna fullkomleika í andlitsbyggingu og dráttum getur virkað ófrítt ef það er innhaldslaust og neikvætt kannski. Einstaklingur sem hefur til að mynda óreglulega andlitsdrætti og jafnvel alltof stórt nef, enga höku getur vist afar fallegur ef viðkomandi er óeigingjarn, jákvæður og léttur í skapi.

Á þessu sést að það þýðir ekki elskan mín að standa fyrir framan spegilinn einn út í horni og stara á stóra nefið sitt og í framhaldi af því kannski falla í öngvit af vonbrigðum yfir því hvað forsjónin var spör á fegurð okkur til handa. Þannig skoðun og gagnrýni á eigin útliti er einföldun á því sem er raunveruleg fegurð. Ef þér er hugleikið eins og virðist vera að eignast innri verðmæti og losa þig við kuldalega framkomu sem virðist þér ekki eiginleg er ekki ósennilegt að þér verði brátt ljóst að öðrum finnst þú nokkuð sæt stelpa og sennilega býsna mikið í þig varið.

Innsæi og skriftin
Fljótt á litið virðist þú nokkuð vel af Guði gerð. Þú ert augljóslega viðkvæm og vandmeðfarin og ekki síst vegna þess að þú hefur djúplægar tilfinningar og stórt skap. Það eru hinir og þessir kostir sem þú virðist búa yfir og fljót á litið virðist þú algjörlega jafnvíg til höfuðs og handa og þar af leiðandi getur orðið dálítið hik á þér í vali á mögulegu lífs¬hlutverki.

Af þessum ástæðum er mikilvægt fyrir þig, að setjast niður og skrifa upp í fyrsta lagi, það sem þú telur styrk í eigin fari og alla þá mögulegu hliðarþætti, sem líklegir eru í fari þínu til að styrkja augljósan kosti. Heldur er ósennilegt, að þú uppgötvir ekki nóga kosti í eigin upplagi, miklu fremur of marga einmitt hvað varðar hæfileika.

Það er eins og þú sért á einhvern hátt of nákvæm í fram¬kvæmdum þínum, á nákvæmlega sama tíma, sem augsýnilega gætir nokkrar tilhneigingar til að vilja losna undan ábyrgð. Þú ert á vissan hátt einræn, en ekki þannig, að það ættu að vera höft á þér hvað varðar að tengjast öðru fólki. Ég held að ástæðan fyrir því, að þú ert einmanna og óframfærin, sé frekar ákveðið vanmat þitt á sjálfri þér og kannski óheppi¬legur samanburður þinn á sjálfri og svo aftur þeim, sem þú kannt að eiga kost á að kynnast og þú þér óvinveitt í mati þínu á sjálfri þér.

Það gæti verið kostur að fara í einhvern jákæðan félagskap, þar sem einstaklingur fellur svolítið inn í fjöldann, þannig fengir þú rólega að tengjast ókunn¬ugum og um leið getur fært þig og þinn vilja upp á skaftið, þannig að þú yrðir sjálfsöruggari.

Vanmat er eitt af því, sem þú verður að vinna bug á einmitt hvað varðar eigin getu og möguleika. Það væri alveg upplagt fyrir þig að lesa sjálfstyrkjandi bækur og þá þannig, að þú gæfir þér góðan tíma til að íhuga hverja nýja hugsun eða kunnuglega, sem þar kæmi fram til að bera saman við þig og þína reynslu.

Þú virðist býsna þroskuð eftir aldri og það er kostur, þegar litið er á framtíð þína, en getur gert þig einmanna meðal jafnaldra þinna. Þú ert trygglynd, rómantísk, draumlynd og lítil í þér. Á móti ertu óþolimóð, fljóthuga, framtaksöm og gefin fyrir tilbreytingu í daglegu hegðunarmynstri, sem getur virkað á aðra þannig, að þú virðist í huga þeirra reikul. þÚ virðist nauðsynlega þurfa að eiga þér markmið að keppa að og allt sem hefur í för með sér aukna möguleika þér til handa hvað þetta áhrærir er kostur fyrir þig.

Sem sagt elskuleg þú er ekki svo fráleit finnst þér það nokkuð? Þér er eiginlega vorkunnarlaust, að eignast gott og gæfuríkt líf, ef þú reynir öllum stundum að vera þú sjálf, en ekki einhver ímynd, sem aðrir vilja búa til í þig. Þar er sér í lagi átt við þá sem vilja ráðskast með þig að eigin geðþótta eins og þú værir enn þá 1o ára.

Eða eins og lífsleiða stúlkan sagði eitt sinn af marggefnu tilefni, þegar loksins sæmilega hugsandi fólk bankaði upp hjá henni." Elskurnar mínar auðvitað hlýtur að finnast í veröldinni fólk, sem áhuga hefur á að rækta með sér farsælt innra líf, en ekki endilega á kostnað ytri verðmæta. Best væri náttúrlega að þetta tvennt héldist í hendur hvert við annað og þannig afstöðu langar mig til að temja mér."

Guð gefi þér aukin lífsvilja og meiriháttar trú á lífið og þína ágætu persónu. Með vinsemd Jóna Rúna
+++
i
Höfundur Álit annarra
Jóna Rúna

Hugleiðing

Þegar fjalla á um eins viðkvæmt mál þátt í mannlegum samskiptum og álit annarra á okkur, og þá um leið álit okkar á öðrum, er töluverður vandi að velja hvað er
áhugavert og hvað ekki. Við reynum þó eftir föngum að vera eins sanngjörn og málefnaleg og hægt er, jafnvel þó að tilfinningarnar kunni að bera okkur ofurliði á köflum eins og gengur. Þegar við erum ung og ómótuð erum við þó ekki yngri en það, að við berum eignir okkar saman við eigur leikfélagana og er sá samanburður ekki alltaf tekinn út þrautalaust. Ef Sigga vinkona á stærra hjól en við og það hefur jafnvel aukalúður á stýrinu sem hægt er blása í og mynda með hljóðinu vísi að lúðrasveit, er ekki nokkur efi á að Sigga stór stækkar í áliti hjá okkur ef við erum að auki bara fimm ára. Á þessum annars eftirminnilegum árum var reyndar fátt sem varð ekki álitsauki fyrir vini og kunningja í augum okkar, ef við áttum ekki sjálf tiltekna hluti eða sátum við sama borð í efnahagslegum tilvikum. Börn sem áttu t.d. pabba sem sigldi um heimsins höf, voru í miklu áliti og að gefnu tilefni að sjálfsögðu. Þessi sjómannsbörn fengu t.d. miklu meira af leikföngum ýmis konar og þá jafnvel innan um og saman við gripi sem aldrei höfðu sést í búðum á Íslandi, eftir því sem áreiðanlegar heimildir þessa tíma sögðu. Hver man ekki eftir fornfárlegum indjánahöfuðfötum, ásamt alltof stórum skinnhúfum með feitu löngu skotti sem náði niður að herðablöðum, og sveiflaðist fram og aftur á höfði viðkomandi drengs, sem gat ekki leynt hrifningu sinni og yfirburðum yfir okkur hina ræflana, sem máttum sætta okkur við stórar og þunglamalegar íslenskar lopahúfur á burstaklippt höfuðið. Stelpurnar sem þessa pabba áttu voru venjulegast birgar af alls kyns servíettum keyptum náttúrulega í Ameríku eða Evrópu og fylltu okkur hinar stelpurnar sem bara áttum ósköp venjulegar afmælis- og jólaservíettur öfund, og álit okkar á þessum eignamiklu stallsystrum okkur varð umsvifalaust meira en góðu hófi gegndi. Þessar erlendu munn- eða handþurrkur svo við notum venjulegt alþýðumál voru einhverjar vinsælustu skiptivörur þessa tíma. Óvíst er að það yrði álitsauki fyrir litla nútímastelpu, að eiga umframbirgðir af servíettum í dag, þó þær ættu uppruna sinn í erlendri höfn. Á unglingsárum okkar er það staða okkar í hópnum sem ræður úrslitum um, hvort við njótum álits eða ekki meðal jafnaldrana. Það verður að segjast eins og er þegar litið er til baka í líf okkar, að ekki gekk alltaf of vel að skapa sér sess í hópnum og kom þar margt til. Fyrir það fyrsta ef um hópvináttu er að ræða þurfa helst allir að vera eins, hugsa, klæða og tjá sig sem líkast hinum í hópnum. Ef við erum meiriháttar lummur í augum þeirra sem hóp hafa myndað, er vonlaust að reyna að troða sér inn. Ástæður þær sem geta legið á bak við álitsvöntun á okkur á þessum árum eru margar og misjafnar, ekki er undarlegt þó unglingur geti stórefast um manngildi sitt ef hann ekki fellur inn í hópinn. Erfiðleikar okkar á unglingsárunum eru miklir ef við trúum því að tilvera okkar og velgengni byggist á því, hvort jafnaldrar okkar hafi rétt álit á okkur eða ekki. Unglingur sem ekki á nægilega smart föt og hinir, er umsvifalaust afgreiddur hallærislegur og ófær í hópinn, nema náttúrulega að viðkomandi búi yfir einhverjum sérgáfum eins og t.d. spili á trommur eða gítar eða reynist snjall í íþróttum einhvers konar. Á þessu tímabili í lífi okkar erum við ekki að velta okkur upp úr því hvað kunni að liggja á bak við það, að sá sem ekki er gjaldgengur í hópinn á t.d. ekki alltaf heimangengt, og verður að sætta sig við að ganga í því sem fjölskyldan hefur efni á að kaupa. Við erum á þessum árum ekki í neinum sálfræðikönnunum, heldur afgreiðum jafnaldra okkar annað hvort gjaldgenga eða ekki. Unglingar sem koma frá fátækum heimilum geta ekki vænst þess að vera klædd upp í hverjum mánuði, jafnvel þó álitið sé í húfi. Eins er með börn sem koma frá heimilum sem eru í upplausn, þau fá ekki einu sinni sum hver einstaklings- umhyggju eða tækifæri til að styrkja sjálfsálitið vegna ýmis konar erfiðleika fjölskyldunnar. Þessi börn verða svo kannski að auki að sætta sig við höfnum og dvergvaxið álit skólafélaganna, sem botna ekkert í svona fjölskyldumynstri og gera enga tilraun til að kynnast viðkomandi, bara af því að áhrifa erfiðleikana gætir ýmist í fötum þeirra eða viðhorfum til hlutanna. Auðvitað viljum við öll á þessum árum eignast sem fyrst álit annarra og ekki síst eftir að við förum að skilja, að það er ekki sama að vera bara Jóna, heldur er miklu fínna að vera auðvitað séra Jóna með tilheyrandi umbúnaði að sjálfsögðu. Tröppur þær í mannfélagsstiganum sem liggja beint í átt til álitsauka eru einhverjar almest gengnu tröppur á Íslandi, enda löngu orðnar gatslitnar og lúnar eftir þau okkar sem berjast eins og atvinnufjallgöngumenn í að komast sem fyrst upp á stigapallinn, og hreiðra síðan um okkur þar alsæl með að hafa náð upp, og fá að launum stórbætt álit annarra og jafnvel ókunnugra á okkur sem umbun fyrir. Í meiriháttar fjallgöngum verða menn oft að taka lykkju á leið sína og oft
neyðast þeir til að skríða á köflum, auk þess að verða kannski að sætta sig við veðurhæð sem gerir þá vonlausa og þreytta. Eins er með þá löngu göngu sem við leggjum sjálfviljug á okkur, til að ganga í augu á samferðarfólki okkar og
í framhaldi af henni eignast kannski álit þeirra að lokum. Þessi tröppuganga er á köflum hlægilega og stundum reyndar stór svekkjandi, sérstaklega þegar við
sitjum í sömu tröppunni í mörg á kannski og sjáum ekki hvernig við getum sem þægilegast og fyrirhafnar minnst komist í þá næstu. Álitsþörf okkar getur svo sannarlega gert okkur lífið leitt og dregið okkur á asnaeyrunum, lengra heldur en nokkur raunverulegur asni myndi láta hvarfla að sér að stinga niður fæti, án þess að fyllast óbærilegri blygðunarkennd fyrir vikið. Öllum sem reynt hafa, ber saman um að þessi álitsþörf geri okkur að verra fólki og jafnvel undirstriki galla okkar svo að óhyggjandi sé. Ef við legðum eins mikla vinnu og fyrirhöfn í að efla álit okkar sjálfra á sjálfum okkur, er ekki vafi á að í íslensku þjóðfélagi myndi smátt og smátt finnast þvílíkt fyrirmyndarfólk að álit annarra þjóða myndi stórum eflast á okkur sem lifum og hrærumst hér norður á hjara veraldarinnar í vosbúð og vandræðum.
+++

fimmtudagur, október 13, 2005

Höf jrk BREYTINGAR
Það segir sig sjálft, að við getum fæst komist hjá því að þurfa að takast á við einhvers konar breytingar á lífs­leiðinni.Við, sem erum fastheldin og íhaldssöm eigum mun erfiðara með umbreytingar og viðbrigði, en þau okkar sem hafa hentuga aðlögunarhæfni og sveigjanleika. Ger­breytingar geta t.d. verið með þeim hætti, að okkur vaxi þær í augum af eðlilegum ástæðum og þess vegna getum við orðið fráhverf þeim. Sammannleg samskipti eru breytileg og aðstæður okkar þurfa ekki að vera eins frá vöggu til grafar. Erfiðust eru þau stakkaskipti, sem eru óvænt og óútreiknanl­eg og tilkomin án þess að við beinlínis óskum þeirra.Best er,þegar við stöndum frammi fyrir þeim breyt­ingum sem eru óumflýjanlegar og erfiðar, að við gerum það að reglu að skoða af kostgæfni og varfærni það sem áætlað er að við förum í gegnum. Varkárni er af hinu góða og allur undirbúningur umpólanna krefst alltaf ein­hverrar fyrirhafnar og fórna. Þau hvörf sem tengjast tilfinninga­legum sársauka eru venjulegast örðugri en önnur stakka­skipti. Þegar við verðum t.d að brjóta upp daglegt líf okkar á allan hátt, þá eigum við oft á tíðum erfitt og líður illa. Við viljum fæst þannig breyt­ingar.Ágætt er, að við tökum ekki ótilneydd þátt í þeirri endurgerð sem felur í sér vanlíðan og ótta.Þær gerbreyt­ingar sem valda spennu og áhyggjum eru þess eðlis, að þær verður að skoða og undirbúa af kost­gæfni og samviskusemi. Við vitum, að sumar þróunarað­ferðir breytinga eru óþarf­lega flóknar og þær þarf því að íhuga vel og vandlega með tilliti til ummyndana og endur­mats. Við getum ekki ætlast til þess, að við komust hjá því að þurfa að fara í gegnum einhvers konar endurgerð af og til. Slíkar hvörf og misbrigði geta haft ákveðnar þroska­forsendur í för með sér, sérstaklega, ef við veljum að nýta stakka­skiptin sem slík.Á öllum aldurs­skeiðum verða ein­hver um­sköp og skipti í lífi okkar flestra. Best er, að skoða öll frávik frá því sem við þekkjum og höfum tök á, vel og viturlega.Við verðum síðan að vinna markvisst og ákveðið, á járænan og vitlægan hátt úr því þróunar­ferli sem er í gangi hverju sinni. Við, sem viljum vaxa sem manneskjur lítum ekki á um­myndanir og fram­rás sem galla, heldur sem þroskatæki­færi.Þess vegna leggjum við okkur fram við að vinna af raunsæi og skap­festu úr þeim. Við veljum líka að sigrast á þeim óþæg­indum sem geta fylgt tilbreytni og umsköpum. Við eigum ekki að breyta neinu í okkar daglega lífi einungis breyt­ing­­anna vegna.Ágætt er hins vegar, að við tökum jálægt og hyggilega á þeim um­skiptum sem eru óum­flýjan­leg.Við verðum að sætta okkur við og vinnum úr þeim breytingum sem lífið réttir að okkur. Hvers kyns hvörf eru líkleg til þess að setja svip sinn á hversdags­leika okkar og því er um að gera að vinna kænlega og járænt úr þeim,án þess að missa móðinn eða fyllast óþarfa vanlíðan og kvíða.
+++
Höfundur:
Jóna Rúna Kvaran

Vantar samband við dóttur mína.

Kæra Jóna Rúna!

Ég vil byrja á þakka þér greinar og pistla áður og nú, sem ávallt hafa gefið mér tilefni til hugleiðinga. Tilefni þess að ég skrifa þér er að ég á dóttur sem er þó nokkuð mikið undir tvítugu, og þegar ég horfi til baka hef ég tilfinningu þess, að við höfum ekki í langan tíma ná almennilega saman. Það er kannski rétt að ég segi þér dálítið forsögu okkar.

Ég er alin upp í Reykjavík , ásamt nokkrum systkinum af foreldrum sem voru mjög ólík. Pabbi var gleðimaður töluverður, bæði skemmti sér og notaði þó nokkuð vín, en samt var okkar samband tiltölulega gott þrátt fyrir allt. Mamma var allt öðruvísi, dul og gaf frekar lítið af sér. Hún átti þó til að vera skemmtileg í spari­fötunum og á sunnudögum. Reyndar voru þau bæði myndar­leg.

Samband mitt við mömmu var þannig, að ég man lítið eftir henni milli þess sem áður er sagt. Hún virtist svo hlutlaus í öllu. Mér var aldrei hrósað og mér aldrei veitt viðurkenning, sama hvað vel gekk. Ég var talin baldin, skapstór, þrá og ósanngjörn. Sjálf tel ég að ég hafi verið ákveðin, stríðin, músíkölsk, ásamt því að hafa sérlega mikla hreyfiþörf.

Að heiman sleit ég mig undir tvítugu, ásamt kærasta. Ég og hann vorum ágætir félagar og fluttum seinna út á land og þar kynntist ég honum fyrst. Samband við mömmu rofnaði nokkuð við þetta. Saman eigum við stúlkuna sem vandi minn liggur í. Við slitum sam­vistum, mér féll ekki, hvað hann var langt frá mér andlega, auk þess gátu foreldra hans ekki fellt sig við mig, fannst ég ekki samboðin honum held ég.

Eftir þetta gaf ég líf þrá minni til að mennta mig
og fljótlega upp úr þessu kynnist ég seinni manninum mínum. Þessi maður var alin upp við mjög mikla ein­stak­lings- umhyggju og var þroskaður. Við dvöldum um tíma erlendis og á þeim tíma á ég barn númer tvö. Þessu barni sinni ég mikið og þar byrjar sennilega að rofna sambandið á milli mín og eldra barnsins. Ósjálfrátt ýtti ég henni burt og hún varð mjög erfið og óstýrlát, sem afleiðing af þessu sem er eðlilegt.
Auðvitað varð þetta vítahringur, sem ég hefði átt að rjúfa fyrir löngu og sjá fyrir. En á þessum árum uppvaxtar hennar var ég líka að reyna að mennta mig og viðurkenni að í það fór líka mikill tími, sem vafalaust gerði það að verkum, að ég hef jafnvel ýtt henni of mikið frá mér af þeim ástæðum líka, þó erfitt sé að viðurkenna það. Við fluttum við frá útlöndum, þegar hún var en fremur ung og hún var að eigin ósk af og til í lengri tíma hjá föður sínum.

Við náðum þó nokkuð vel saman í um ár, en ástandið er núna þannig að hún er með pilti, búin að eiga barn og vill mig ekki sjá. Samt voru þau búin að ákveða að búa hér. Kærasti hennar er óábyrgur, og hún vill ekki sjá það. Hún telur okkur vera ósann­gjörn og þreytandi. Hann aftur á móti tekur ekki tillit til neins.

Ég sé vel hvernig þetta hefur þróast, en skaðinn er skeður, við náum ekki saman. Hvað get ég gert til að hlú að og ná til dóttur minnar. Það er eins og sagan sé alltaf að endurtaka sig; það vonda hafi yfirhöndina í sambandi mínu við móður mína og nú við dóttur mína. Ég er óþolimóð, hreinskilin og kannski særi ég aðra óavitandi einmitt af þessum ástæðum. Ég hef náð því, að ástúð, hvattning, og jákvæði eru nauðsynlegir þættir uppeldis.

Einhverja hluta vegna hef ég ekki fundið hlutverk mitt og vinnumarkmið. Ég er á krossgötum og langar að gera listina að aðalatriði í starfi, en vissar efasemdir og skortur á sjálfstrausti hindra það. Kæra Jóna ef til vill sérð þú eitthvað sem mér er hulið og gæti leiðbeint mér, þó ég viti að mörg önnur mál kunni að vera meira aðkallandi. Gangi þér svo allt í haginn og vonandi verður hægt að höggva á hnút þann, sem erfiðleikunum fylgja.
Með kveðju Hulda.

Kæra Huld!
Þakka þér innilega bréfið, sem var bæði opið og elskulegt. Ég varð því miður að stytta það töluvert, bæði til þess að ekki uppgötvaðist hver þú ert, og líka vegna þess að sumt var það hreinskilið, að engin ástæða, er til að það sé nema milli þín og mín. Ég viðurkenni að með því að vera svona opinská við mig er mun auðveldar fyrir mig að bregðast við óskum þínum. Við notumst við innsæi mitt og hyggjuvit. Ásamt þessu skoða ég táknin í rithönd þinni til upplýsingar.

Uppvöxtur kannaður
Það er bersýnilegt kæra Hulda, að eitt og annað í uppvexti sjálfrar þín þarfnast athugunar. Samband þitt við móður þína hefur trúlega verið þér fjötur um fót meiri part ævinnar. Við sem ölumst upp við mikinn tilfinningakulda verðum óneitanlega mun ófærari um að veita okkar börnum þá tilfinningalegu nærgætni, sem þau þurfa sárlega á að halda sem lítil börn. Pabbi þinn virðist hafa haft hæfileika til að gefa af sjálfum sér, þrátt fyrir að hegðun hans á milli hafi skapað nokkur vandamál. Mamma þín aftur á móti virðist hafa verið of lokuð til að getað tjáð sínar tilfinn­ingar og er það sorglegt, því auðvitað hefði henni liðið mun betur, ef svo hefði verið. Öll börn þurfa nokkra athygli og vissulega hvatningu í æsku, og ekki síst þau börn, sem virðast stjórnast af tilfinningum sínum fremur en skynsemi, eins og allt bendir til að þú hafir gert í æsku.

Það er því miður mikið um tilfinningalega fjötra hjá eldri kynslóðum íslendinga og það stafar kannski af því, að þetta fólk var alið upp af fólki sem átti ekki neitt. Lífsbarátta þessa fólks var svo hörð, að það átti ekki mikla möguleika á að rækta viðkæmari þætti uppeldisins á sama tíma og það varð að leggja dag við nótt til að afla nauðþurfta. Hvað þá að hafa stöðugt sálrænt og tilfinninga­legt samband við sína, vegna kannski annars vegar þreytu eða þjálfunarleysis í því sem kalla mætti opnunarhæfni innanfrá. Þetta fólk talaði sáralítið um innri líðan það var bara ekki til siðs.

Mamma þín getur hafað verið fremur lokaður persónu­leiki á allt það sem var dýpst í henni og fullkomnast. Það kemur líka fram í bréfi þínu, að hún virðist hafa falið sig töluvert á bak við einhvers konar ytri grímu, sem svo erfitt er að losna frá, jafnvel þó við sjáum að það er ekki til neins gagns að vera í ein­hverjum feluleik hvert við annað.


Sambúð er stundum flótti
Þú ferð snemma að heima og varla búin að kynnast sjálfri þér þegar komið er bæði barn og maður til að bera ábyrgð á. Samskiptafjötrar þeir sem einkenndu þinn eigin uppvöxt fylgja þér inn í nýja sambandið, og þar koma fljótt upp ákveðnir erfiðleikar, þrátt fyrir ágætan félagsskap og væntumþykju. Þessi fyrri maður þinn er öðruvísi gerður en þú, og ekki inn á þeim skapandi, andlegu línum, sem þú aftur á móti hrífst af.

Hætt er við að þegar við þekkjum ekki okkar innri mann, séum við gjörn á að reyna að finna hann í gegnum einhvern annan, sem vissulega er algjör misskilningur, eins og kom fjótt í ljós í ykkar sambúð. Hann var ekki á sömu nótum og þú sem bæði langaðir að mennta þig og finna þér verðugt markmið með lífi þínu. Flótti þinn frá ófullnægðu innra lífi, sem kannski lá ekki síst í hæfileikaleysi foreldra þinna til að skynja þig eins og þú ert eða vilt vera skapar fyrst og fremst þessi fyrstu tengsl þín við aðra menneskju og í þessu tilviki barnsföður þinn.


Frelsi er aldrei einhlítt.
Þú finnur að þér gengur vel að mennta þig og myndar í því stússi samband við nýjan lífsförunaut. Þegar bæði er verið að þróa nýtt samband og bæta við þekkingu sína er augljóst að vandfundinn getur verið sá tími, sem við eigum með börnunum okkar. Hitt er svo annað mál, að sektarkennd yfir því liðna gerir engum gott og bætir ekki það ástand sem er ríkjandi í núinu. Í gegnum þennan nýja lífsförunaut kynnist þú fyrst sem fullorðin kona því, sem vitanlega hefði átt að vera þungamiðja þíns eigin uppvaxtar, nefnilega jákvæði og kærleikur, ásamt því sem fellur undir uppörvandi hvattningu af einhverju tagi. Barnið sem þið eigið síðan saman fæðist undir breyttum viðhorfum þínum, og nýtur þar af leiðandi bæði frá föður og móður mikillar ástúðar strax í byrjun.

Aftur á móti er hætt við að eldra barnið hafi fundið til ómeðvitaðar afbrýði í þess garð, sem getur verið mjög erfitt að sjá við, þó við séum öll af vilja gerð að koma í veg fyrir slíkt. Þetta eldra barn er líka nokkuð smitað af viðhorfum raunverulegs föður, sem gætu hafa verið á skjön við þau nýju, sem þú óneitan­lega kynntist með seinni manni.

Ást og athygli
Þegar barn er alið upp á tveim stöðum í æsku, þó svo að um sé að ræða blóðforeldra í báðum tilvikum er það sjaldan kostur, því það verður sem afleiðing slíks óöruggt og jafnvel efins um að það sé í raun elskað og velkomið. Þannig geta viðhorf dóttur þinnar hafa mótast í uppvexti gagnvart þér og föður sínum. Hún virðist með vilja sínum til að vera langdvölum hjá honum vera að leita að athygli og einstaklings umhyggju, sem hún kannski fann ekki nógu vel fyrir þar sem þinn tími og tilfinningar dreifðust mikið og ekkert við það að athuga.

Aftur á móti er hún, að því er virðist að upplagi eigingjörn, en óvenju til­finninga­­­næm og lítil í sér, og af þeim ástæðum nokkuð erfitt að nálgast hana á nákvæmalega þann hátt sem hún kýs. Þó þú hefðir ekkert barn átt fyrir eða eitt tíma í að mennta þig, þá er samt hætt við að erfiðleikar þessir hefðu komið fram vegna þess, að þegar hún er að mótast hefur þú ekki sama þroska og í dag, auk þess sem þú ert líka tilfinningalega að uppgötva í eigin fari eitt og annað sem betur má fara fyrir utan samband þitt við nýja makann.

Börnin öðruvísi sálir
Það að eiga barn er engin trygging fyrir að barnið sé nákvæmlega eins og við sjálf. Hver sál sem gistir þessa annars ágætu jörð, er komin hingað í ákveðnum tilgangi, sem getur verið býsna erfitt að átta sig á hver er. Barni sem er óþjált, mislynt, og óútreiknan­legt verður að sýna mikla þolimæði og það getur verið þrautum þyngra fyrir þau okkur, sem óþolimóð erum árum saman sem er í sjálfu sér ekkert skrítið.
Það má líta á tengsl barns og foreldris eins og einn lið í löngu skólanámi og þá eru fögin jafnvel það sem kemur upp á heimilinu,einmitt í samskiptum við barnið. Við viljum flest standa okkur sem foreldrar, sem er ofur­­eðlilegt.

Hitt er svo annað mál að við getum aldrei gert meira en við höfum þroska og skilning á hverju sinni. Það er líka ágætt að minna okkur sjálf á að barnið þarf kannski líka þessa foreldra sem það hefur í kringum sig til að verða þroskuð sál af reynslu þeirri sem samskiptin gefa af sér. Þessi afstaða er miðuð við það, að lífið sé ekki bara hér og nú, heldur áður og áfram, það er að segja eilíft.

Innsæi og skriftin skoðuð

Þú ert eftir því sem mér sýnist gjörn á að eyða of miklum tíma í hugsun um það sem þú jafnvel getur ekki fengið botn í svo vel fari. Manneskja með eins stórt skap og þú hefur, á mjög erfitt með að fella sig við hugsanleg mistök frá eigin hendi og þess vegna kvelur sú tilhugun þig sennilega mikið, að það kunni að vera af þínum völdum þetta sambandsleysi við dóttur þína, sem er fyrirstaða í heilbrigðum samskiptum ykkar í dag. Þetta er held ég óþarfa harka við sjálfa þig, það er sjaldan einn sem veldur. Það er mjög gleðilegt að þú skulir vilja breyta ástandinu, en mundu bara, að hún hefur ekki sama vilja og þú en þá, og á fullan rétt á að hafa það ekki.

Það er augljóst að þú ert bæði skapandi og listfeng og af þeim ástæðum nauðsynlegt, að ýta öllum efasemdum um hæfni sína í þeim málum frá. Þér myndi trúlega farnast mjög vel á listasviðum eftir því sem skriftin segir.
Þú ert líka mikil verk­manneskja, þannig að þér fellur sennilega sjaldan verk úr hendi og þyrftir að læra að slappa betur af, af og til. Þrjóska er áberandi í skriftinni þinni, en á móti mjög sanngjarnt eðli. Það er líka viðbúið að þú getir verið nokkuð langrækin, en ekki nema við endurtekin brot annarra við þig. Þú ert mjög tilfinninganæm, auðsæranleg og átt sennilega mjög erfitt með að taka óheiðarleika og yfirgangi annarra. Nokkuð stjórnsöm gætir þú verið, en greind og forvitin um flest, án þess að koma því kannski áleiðis. Þú ert ákveðinn ef þú ert búin að bíta eitthvað í þig, og af þeim ástæðum eru öll frávik frá fyrri ákvörðunum erfið þér, samanber að dóttir þín ætlaði sér að búa hjá þér, en vill ekki núna. Láttu hana algjörlega ráða hvar hún kýs að vera, hún er sjálfráða og verður að fara þær leiðir sem henni henta og það á ekki að særa þig.

Skriftin áfram skoðuð
Hitt er svo annað mál að það kemur svo vel fram í bréfi þínu til mín að þú gerir þér fullkomlega grein fyrir því sjálf hvar skorinn kreppir í ykkar samskiptum; og sennilega væri best fyrir ykkur báðar, að þú skrifaðir henni bréf sem væri þá þín leið til að nálgast hana aftur og í því gerðir þú henni jafnframt ljóst, að þú elskar hana og vilt umfram allt standa með henni og byggja upp gott andlegt samband við hana ef hægt væri.

Það er sennilega ekki hyggilegt í þessari viðkvæmu stöðu að þvinga hana til samstarfs, heldur nálgast hana óbeint eins og áður sagði með bréfi. Þér veitist sennilega auðveldara þannig að skýra henni frá afstöðu þinni til hennar og sjálfrar þín.

Þú ert hrifnæm og nokkuð fljótfær ef því er að skipta, en sannleiks­­leitandi og þess vegna verður þú ekki róleg fyrr en búið er að laga sambandið á milli ykkar. Hvað varðar mat þitt á kærasta hennar er það sennilega rétt, en málið er bara, að hún velur sér þann lífsföru­naut, sem hentar þroska hennar í dag og sú reynsla, sem kann að skapast af sambandi þessu fyrir hana, kann að vera eitt af því sem henni er ætlað til að þroskast af, og einmitt þess vegna ekki þitt verk að koma í veg fyrir það, að hún finni út annmarka þess sjálf, ef hægt væri fyrr eða síðar. Ótti þinn og áhyggjur eru eðlilegar, en gera í raun ekkert annað en að lama framkvæmdarvilja þinn, þar sem þú getur litlu breytt.

Þú ert sjálf fullfær um að breyta því sem þarf að breyta og hægt er að hafa áhrif, með góðum vilja og jákvæðu viðhorfi til þess sem hrjáir og þarft í raun ekki mig eða aðra til að auðvelda þér það. Það er aftur á móti ágætt að gera eins og þú að skoða ástandi með því að trúa annarri manneskju fyrir leyndustu hugsunum sínum eins og þú mér, því með því ertu að neyða sjálfa þig til að finna því sem þú skynjar tilfinningalegan farveg og um leið finna því rökrænan búning með orðunum sem þú nota til að koma hugsunum þínum til mín.

Að lokum þetta þú ert mjög hreyfanleg hið innra og virðist hafa mjög góð skilyrði til þroska, og verður því að líta á að það sem hendir þig sé liður í áframhaldandi möguleikum þínum til staðfastara og stöðugra innra lífs.

Eða eins og áhyggjufulla konan sagði eitt sinn þegar allt virtist vera að láta undan í kringum hana við vini sína: "Elskurnar mínar þegar ég ákvað að líta ekki til baka í líf mitt meira en góðu hófi gegnandi og reyna að fremsta megni að lifa fyrir daginn í dag fór allt að ganga betur. Ég fékk betri skilning og aukin tækifæri til ávinnings, þegar ég loksins sá að ég breyti ekki því sem var, heldur einfaldlega því sem er og hana nú."

Guð gefi þér tækifæri til að glæða lífi, verulega góðu sambandi við dóttur þína.

Með vinsemd
Jóna Rúna

miðvikudagur, október 12, 2005

Höf.Hallgerður Hádal "Hugarórar Hallgerðar"NR.28

HVERNIG VERÐA SKAL SIÐBLINDUKÆR: STÚKU-LYFSEÐILL
HUGARÓRAR HALLGERÐAR HÁDAL
Glætan.Ég meina að þetta pakk skuli voga sér að segja mig bæði stjórnsama og ráðríka er meira en mín geðheilsa má við. Það á bara að dömpa mig og bögga sviplega til bana það sjá allir. Eins og skátaeðlið í mér sé "frekja" eða eitthvað. Ég lærði á skátaárunum að gera tvo rosalega hnúta, enda get ég næstum leyst hvað sem er síðan á þessum árunum það sjá allir.Sénsinn.Ég varð bara snögg­lega að redda góðri gellu fyrir Badda bróður þennan ástsjúka ofdekraða njálg. Glætan. Það reyna allir að merja svona sviplega til bana. Ég næ mér ábyggilega aldrei. Samt er ég orðin svo vön svona innilegu vanþakk­læti.Baddi bróðir var í kasti út af peru sem sveik hann og mér fannst gott mál að hann fengi eina sæmilega gellu til að hugga sig við.Þess vegna leigði ég þennan heimaling sem heitir "Fífí" svona rétt til þess að gaurinn kæmist upp úr rosalegu þunglyndi. Ég hef alltaf skilið aðra svo svakalega vel.Þessi unaður sem ég fann eftir auglýsing­unni er meiriháttar dæmi.Þessi huggulegi heimalingur er algjört spes. Hinir strákarnir eru líka svo spenntir fyrir svona stelpunum með svona svakaleg "big mama,s brjóst" og svona stórum á alla kanta.Ég meina ég vissi nátturlega ekki að pabbi þessi kynóði bolti færi að elta "Fífí girl" út um allt. Sumt fólk kann sig bara ekki. Glætan. Þetta gengi hérna heima er ekkert eðlilega mikið fyrir kynlífið.Gamla geitinn er brjáluð og segir að ég sé algjört viðrini og skuli gjöra svo vel og koma þessari pöddu í burtu. Ég verð nú að fá að ráða einhverju. Svona kjaftæði böggar mig ekkert sérstaklega. Sénsinn.Ég meina manneskjan er ekki búin að vera nema einn dag og allir orðnir brjálaðir. Það er bara ekkert eðlilegt hvað sumt fólk er eitthvað afbrigðilegt og sjúklega dónalega pælandi.Afi á Grandanum skilur ekki svona vanþakklátt gengi og bað mig að láta sig hafa forgang ef Fífí yrði send í burtu. Glætan.Ég meina ég finn svo innilega hvað þetta var gott mál. Aumingja Fífí hún er svo svakalega viðkvæm, þó hún sé svona meiriháttar umfang.Rosalega er sumt fólk innilega vanþakklát.Þetta gengi er afbrigðilegt. Það má segja að ég hafi verið rekin af heimilinu fyrir að ætla rétt að bjarga Badda bróður frá því að gráta bara úr sér kyn­hvötina. Ég vissi ekki að pabbi væri svona spenntur fyrir "big girl Hansen". Mamma segir að ég eigi við geðflækju að stríða. Glætan eins og sálfræðingur sæi ekki strax hvað er búið að brjóta rosalega niður.Ég hef minnkað um millimetri síðan ég fermdist.Fífí fer ekki neitt. Það er rosalegt að spila við hana Ólsen. Við skulum bara athuga það að það er allt í logni heima hjá Jóu vinkonu síðan hún fór að ráðum mínum og réði bara eina ekta öskubusku eftir ­auglýsingu til að þjóna sér. Öskubuskan hefur aldrei fengið svona sjúklega athygli. Það eru allir að biðja hana um eitthvað. Vonandi verð ég uppgötvuð fljótlega.
+++
BÚIÐ AÐ BIRTA Á BLOGGI
Höfundur:
Jóna Rúna

Óttast höfnun
( Svar til unglingsstúkunnar Pat)

Kæra Jóna Rúna!
Ég er unglingsstúlka sem á í vandræðum, en fyrst ætla ég að byrja frá botni. Foreldrar mínir skildu þegar ég var fimm ára. Eftir að hann hvarf af heimilinu, vegna ýmisa vandræða, sem hann skapaði okkur hef ég ekki séð hann.

Sjálf er ég mjög lokuð, frekar feimin og á erfitt með að tjá mig. Reyndar fer flest í rugl þegar fólk talar við mig. Mér finnst aftur á móti mjög auðvelt að skrifa hugsanir mínar. Hef þó á tilfinn­ingunni, að þetta geti verið að lagast.

Ástæðan fyrir því að ég skrifa þér er, að ég efast um að vinkona mín, sem ég hef ekki fyrir löngu kynnst kæri sig ekki um vináttu mína. Reyndar hófust kynni okkar í gegnum sameiginleg áhugamál, þar sem hún er leiðandi, en ég ekki. Ég átti frumkvæðið af kynnum okkar sagði henni einfaldlega að ég væri einmana og hún tók mér vel í fyrstu. Nú síðan kom í ljós að faðir hennar hafði verið ósköp svipaður mínum. Vinkonan er yndisleg, kát, auk þess að vera fljót að hugsa og breyta um umræðuefni.

Eftir að ég trúði henni fyrir leyndarmáli, sem gaf vissar upplýsingar um mig, er engu líkar en hún forðist mig á vissan hátt. Hún brosir ekki til mín lengur eða segir neitt skemmtilegt. Aftur á móti er blátt áfram og elskuleg við hinar stelpurnar.

Mér virðist standa aftur á móti einhver ótti af henni, því ég hálfpartin verð miður mín, ef mig langar til að tala hennar eins og ég haldi að hún vilji ekki fá mig og þá dreg ég mig afsíðis og verð alveg miður mín. Hún hélt boð um daginn og bauð hinum stelpunum í hópnum en ekki mér. Ég aftur á móti spurði hvort ég mætti koma og svarið var: " já, já. Sjálf hef ég á tilfinn­ingunni, að mér hafi upphaflega alls ekki verið ætlað, að koma í þetta boð. Mér finnst reyndar að ég hafi verið frekja að næstum bjóða mér sjálf þarna.

Að undanförnu hefur verið sýning á góðum árangri þessa hóps, sem við tilheyrum og hún valdi kátustu og hressustu stelpurnar til að sýna. Aftur á móti er ég svo feimin að ég get ekki sagt neitt frábært eða spennandi. Ég held að henni og öðrum finnist ég vera ömurleg. Satt að segja veit ég ekki hvað ég hef gert rangt og skil ekki af hverju mér finnst hún forðast mig. Mig langar að spyrja hana hvernig standi á þessari breytingu í minn garð og jafnvel spyrja vinkonur hennar ef eitthvað skýrðist. Málið er bara að ég vil heldur spyrja einhvern sem gæti skilið hvernig hugsanir mínar og persóna er, þess vegna skrifa ég þér. Vonandi eigum við, ég og hún, eftir að verða góðar vinkonur, því mér finnst hún frábær. Ég vona kæra Jóna að þú getir ráðlagt mér eitthvað. Takk fyrir að vera til!
Með fyrirfram þökk
Pat

Elskulega Pat!
Þakk kærlega fyrir yndislegt bréf og elskuleg uppörvun til mín.. Ef þú hefðir ekki sagt mér hvað gömul þú ert hefði ég haldi þig miklu eldri, því bréfið er svo gott og þú ert svo ótrúlega ung. Reyndar sýnir það furðu mikinn þroska á vissum sviðum.

Eins og þú sérð hef ég stytt það mjög mikið og líka breytt orðalagi töluvert, vegna ótta um að það mætti rekja slóðina til þín. Vonandi finnst þér það skynsamleg ráðstöfun hjá mér. Við skoðum ástandið með innsæi mínu og hyggjuvit fyrst. Ég mun svo enda á að gefa þér umsögn um manngerð og hugsanlega möguleika þína eins og hvort tveggja plasir við mér.

Afleiðingar heimilisófriðar
Það er ekki spurning um að það erfiða heimilislíf, sem þér var boðið uppá á fyrstu árum ævi þinnar er þér á einhvern hátt fjötur um fót. Það vill nú þannig til að ég leið svipaðar þrautir í mínum uppvexti og þú og þekki því mjög vel af eigin raun hvaða skaða og almenn vandræði slíkt getur haft í för með sér fyrir okkur, sem fyrir verða. Óöruggi það sem óstöðugt og hvervullt fjölskyldulíf myndar, hefur því miður ákveðin sýnileg áhrif, geðræn, tilfinningaleg og sálræn á börnin frá þessum heimilum, sem gera þau óörugg í tengslamyndun við aðra og ókunnuga.

Inn á þínu heimili viðgengust t.d. barsmíðar og augljós fyrirgangur föðurs, sem er ástand sem reynir mjög á taugakerfi barns. Það veit varla hvað er rétt og hvað rangt félags- og tilfinningalega, þegar það kynnist snemma í uppvexti sviptivindum þeim, sem alltaf fylgja ótæpilegum yfirgangi þess, sem vandanum veldur. Það verður venjulega lokaðra tilfinningalega, en óþarflega snemma á vissum sviðum sjálfbjargar kröftugt og þá mun meira, en hentugt er lítilli barnssál. það er nefnilega ómeðvitað alltaf að passa, að gera ekkert eða segja, sem hugsanlega gæti skapað meiri vanda.

Samskiptaörðuleikar
Af þessu ástandi eimir sennilega hjá þér elskan mín, vegna þess, að það vefst fyrir þér að eiga frumkvæði, að tengslum við aðra, af ótta sennilega við hugsanleg viðbrögð vandræða, sem er það sem þú þekkir best frá mótunnar árum þínum. Þá auðvitað í gegnum foreldra þína og þá samskiptaörðuleika sem þau stóðu í, þegar þú varst að mótast. Þarna er um að ræða ómeðvitaða vörn þín fyrir mögulegu neikvæðum viðbrögðum annarra, sem þú getur ekki með nokkru móti reiknað út fyrir, þó fegin vildir. Þetta hefur svo í för með sér að þú gefur þér það, að öðrum líki ekki við þig.

Nokkuð sem stafar af því, að þú sjálf hreinlega nýtur ekki eðlilegra samskipta við þá, sem þú gjarnan vildir tengjast, vegna sennilega gamallar djúplægrar innri varnar. Vörn sem áður hefur reynst hentug, þegar allt var logandi vitlaust heima fyrir, en hentar náttúrlega ekki þegar þú myndar samband við fólk í dag. Persónum sem ekki er haldið sömum hegðunarörðuleikum og t.d. faðir þinn var og þú þekkir best vegna þess, að þau eru tilkomin á fyrstu mótunarárum þínum.

Tortryggni og óvissa
Sennilega ertu ómeðvitað bæði tortryggin og óviss. Vegna þessa verður þú sennilega innhvervari, en þú ert raunveruleg og finnur svo vel, þegar þú ert ein og skrifar vilja þinn til viðkomandi, þá er allt í lagi. Þá þarftur nefnilega ekki, að sjá viðbrögðin sem koma á móti, því það er einmitt það sem þú óttast og tengist fyrri tíð og örðuleikum uppeldis sennilega.

Ef ég væri sem þú myndi ég alvarlega íhuga það einhvern tíma, að bera þessi vanræði þín undir notalega og skilningsríkan sálfræðing, sem vanur er að kljást við tilfinningar sem þessar, en ekki ég elskuleg, þó minn skilningur geti verið gagnlegur á sinn einfalda hátt a.m.k. umhugsunarefni.

Þegar móðir stendur ein eftir með barn eða börn og á að baki mjög þrautafulla sambúð, eins og mamma þín var á sínum tíma, er alveg ljóst að hennar sálar- og tilfinningalíf, er alveg í molum og þess vegna kannski lítil afgangur fyrir börnin, að byggja upp alla vega fyrst framan af skilnaði. Þar sem þú ert mjög ung og þráir góð tengsl við aðra og sér í lagi þessa ágætu stúlku, sem hefur á einhvern hátt hrifið þig, þá er margt að athuga en fátt um sýnileg vandamál.

Breytt sjálfsmat nauðsynlegt
Í fyrsta lagi virðist þú ekki hafa mikið sjálfstraust, sem er ósköp eðlilegt, en þú verður sem fyrst að byrja að byggja upp, vegna þess að skortur á sjálfstrausti stafar oftast af þekkingar­leysi á upplagi sínu og hugsanlegum kostum og göllum þá. Best væri fyrir þig, að skoða fyrst sjálfa þig með tilliti til kosta þinna og gera það eins og þú værir hlutlaus aðili í rann­sóknar­lögregluleik og þyrftir nausynlega að átta þig á viðkomandi sem fyrst.

Þegar þú ert búin, að skrifa upp alla mögulega kosti þína, þá skaltu skoða hvern kost fyrir sig og athuga hvað möguleika hann inniheldur fyrir hugsanlega vináttu þína við viðkomandi stúlku og sjálfa þig yfirleitt.

Þú verður náttúrlega að vera mjög sanngjörn og heiðarleg og kannski kemstu að því, að það er verulegur missir fyrir hana, að sjá ekki hvaða kostamanneskju hún er dónalega að hafna.

Þegar þú ert svo búin að skoða sjálfa þig með þessum hætti, íhugar þú og skoðar jafnvel alla hina kosti þína, sem koma í kjölfar þessarar skoðunar sennilega í nýju ljósi. Þú getur jafnvel notað mína hugmyndir um manngerð þína og hugsanlega möguleika til viðmiðunar.

Ekki efast um eigið ágæti
Við eigum ekki að þurfa, að troða okkur inn í líf þeirra sem við viljum þekkja. Ef það fólk sér ekki neitt áhugavert við okkur, er það þeirra mál en ekki okkar, í langflestum tilvikum. þó ekki sé það regla. Þaðan af síður á það að gera okkur ósátt eða óviss um verulegt ágæti okkar. Þú skoðar svo gallana, þegar þú ert búin að fá kostina fyllilega á hreint, því þannig einungis er líklegt, að þú fáir rétta og heilbrigða úttekt á eigin ágæti.

Finnst þér þetta ekki svolítið spennandi, því þegar þú varst að telja upp kosti þessarar vinkonu þinnar, stóð nefnilega ekki á hæfileika þínum, til að sjá hvað hún hefur að bera. Ef þú getur gert þetta, þá getur þú auðveldlega gert það sama hvað varðar þína eigin persónu, sem engin getur og á að þekkja betur en þú, enda hafið þið verið samvistum hver við aðra frá upphafi.

Kannski kemstu að þeirri niðurstöðu, að þú sért á flestan hátt áhugaverðari, en vinkonan er fær um að skilja og njóta, og ef það gerist máttu vera heppin, að hún skuli ekki vera búin að líma sig fasta á þig, sem væri hræðileg tilhugsun með þennan möguleika í bakhöndina kannski.

Breytt afstaða kostur
Hvað varðar það, að afstaða hennar til þín kunni, að hafa breyst við það, að þú gafst henni hlutdeild í leyndustu hugsunum þínu, er þetta að segja. Ef löngu liðnir atburðir og kannski leiðinlegri í eðli sínu breyta áliti fólks á persónu okkar í dag er eitthvað mikið athugavert við viðkom­andi.

Batnandi fólki er best að lifa og við eigum ekki, að umgangst fólk, sem metur okkur eftir því sem við gerðum eða framkvæmdum áður, vegna þess að við vissum ekki betur eða skorti skilning eða þroska, til að meta viðkomandi framkvæmd. Litla líkur er á, að það sem þú sagðir henni endurtaki sig, á nákvæmlega sama hátt í dag og áður, af því að þú ert þegar búin að gera upp við þig, að það hentar þér ekki.

Svo annað hvort fellur henni við þig eins og þú ert eða þú einfaldlega lætur hennar tengsl lönd og leið, ef þér sýnist svo, án þess að efast eina mínútu um það, að þín bíði vinkona einhver staðar, sem virkilega kann að meta þína ágætu persónu og jafnvel býr sjálf yfir ennþá skemmtilegri yfirsýn og mögulegri nærveru framkvæmda en þessi stúlka sem dregur þig svona sterkt að sér í augnablikinu. Jafnvel gæti komið í ljós, að sá aðili yrði þér mun meira að skapi.

Manngerð og möguleikar
Við skoðum núna í gegnum innsæi mitt og hyggjuvit hugsanlega manngerð þína og líklega möguleika. Það er alveg ljóst, að þú ert hlédræg og innhverf ekki bara vegna uppeldis, heldur líka vegna þess að það er í upplagi þínu sýnist mér.

Þú hefur afar djúplægar og magnaðar tilfinningar, sem eru að því er virðist mjög tengdar ímyndunarafli þínu. Þetta getur þýtt að ef þú kemst í uppnám tilfinninga­lega, þá eigir þú til óaðvitandi að blása óþarflega mikið upp viðbrögð annarra við persónu þinni og af þeim ástæðum verður sennilega oftar en ekki misskiln­ingur á mati þínu á áhuga annarra á þér elskuleg.

Skapið er býsna mikið og mjög djúpt á því eins og tilfinningunum. Þú þarft að losa um það vísvitandi af og til. Forðast safna svona mikið reiði og vonbrigðum upp og inn í sálarlífið, það gerir þig þunga, vonsvikna og líka vonlausa. Þú virðist þrjósk og eiga erfitt með að fyrirgefa, ef um bersýnilegt óréttlæti er að ræða. Það er töluvert um skapandi möguleika hjá þér, en líka mjög vitræna eiginleika. Rannsóknareðli og hæfni til að kafa undir yfirborð hlutanna, er mjög sérstakt virðist vera í fari þínu.

Þetta tvennt á að gera þig fremur glögga á aðra, en í vissum tilvikum getur það gert þig óörugga og fráhverfa, af því að þá skynjar þú kannski eitthvað, sem þú skilur ekki rökrænt, þó þú finnir fyrir því tilfinningalega. Það er mjög einlægur og elskulegur hugur, sem þú býrð yfir og með aldrinum verður þú sennilega bæði vel skipulögð og úthaldsgóð.

Það borgar sig að sitja markið hátt
Eins er alveg víst, að hyggilegt er fyrir þig að setja marki nokkuð hátt og leggja töluverða vinnu í að byggja upp varanlegt og stöðugt sjálfstraust, sem afleiðingu af nákvæmri og einlægri sjálfsskoðun. Þér hentar vel að vera með þér eldra fólki, en þarft þó barnalegt fólk með, til að ólíkir þættir í eigin fari fái ákveðið áreiti og fullnægju. Þú hefur sterka trúarþörf, sem þú skalt varst að fari ekki út í öfgar.
Nokkur sjálfseyðingartilhneiging virðist til staðar, sem þýðir að þú virðist vera of sjálfsgagnrýnin og óþarflega smásmugulega í mati á eigin framkvæmdum og vilja. Það eru góð skilirði yfir höfuð þarna sýnist mér og þér vorkunnarlaust að vinna að eigin velferð, en þarft eins og við öll þér hliðhollt fólk til að hvetja þig og styðja á réttum stöðum. Það fólk má ekki slá eign sinni á þig, heldur þarf að skilja og skynja þinn vilja líka.

Sem sagt elskuleg, nú er að setjast niður og pæla og svitna svolítið yfir sjálfri þér og stefna að því að fá aukin áhuga á eigin ágæti. Reyndu ekki að sannfæra aðra um sjálfs þíns kosti, heldur miklu frekar sjálfa þig. Þannig verður þú örugg og lærir smátt og smátt að treysta þeim tengslum, sem þú kýst að mynda við aðra.

Eða eins og fermingarstelpan stórklára sagði einu sinni þegar henni fannst sér hafnað frekju­lega. "Elskurnar mínar blessuð stelpan veit ekki hvaða gullmola hún er að henda frá sér, þegar hún hunsar mig, enda ekkert á leiðinni að vera ríkari, af félagsskap við elskulegt fólk."

Guð er almáttugur og elskar þig. Í honum áttu vin og ef þú biður hann um leiðsögn, til að eignast aukna trú á sjálfs þíns manngildi, mun hann reynast þér vel og kærleiksríkur í því, að hjálpa þér, til að hjálpa sjálfri þér, vertu viss. Gangi þér svo allt í haginn hvar sem þú drýpur niður þínum ágæta fæti í fram­tíðinni.

með vinsemd
Jóna Rúna
höfundur:


Gleði

Jóna Rúna Kvaran

Hugleiðing

Þegar fjalla á um gleði í mannlegum samskiptum er ekki
ósennilegt að eitt og annað komi upp í hugann, sem
gefur til kynna að gleðiþættir okkar séu margir og
misjafnir að umfangi, kannski eins og bestu og
fegurstu skrúðgarðar geta verið á sumrinn, þegar bæði
er bjart og hlýtt umhverfis okkur og himininn og jörð
skarta sínu fegursta. Við reynum eins og áður að vera
verulega málefnaleg, auk þess að vera eftir atvikum
óþolandi smásmuguleg, þannig að þeim sem alla gleði
skortir verði nánast fyllilega ljóst, að án þessa
gullna eigin¬leika verður vart við fólk unað.Þegar við erum agnarlítil erum við gjörn á að brosa
eins og litla sólir við gestum og gangandi nánast án
tilefnis; við erum einfaldlega oftast glöð og gleðjum
þá sem samvistum eru við okkur með þessari innbyggðu
gleði, algjörlega fyrirhafnarlaust að því að virðist. Það er alveg óhætt að segja, að við á þessum ungbarna­árum séum eins og leiðarljós gleðinnar, við mótum allt
umhverfi okkar með falslausri gleði, getum meira að
segja fengið forhertan fílupúka til að brosa og finna
til einhvers konar innri gleði, þrátt fyrir nánast
sjálfgefna ólund og annan augljósan kjallaragang. Auðvitað eru bernskuár okkar sumra með þeim hætti, að það verður ekki sagt með sanni, að þau séu nein lyfti­stöng fyrir gleðimöguleika okkar í uppvextinum. Börn
sem alin eru t.d. upp við óreglu og það óöryggi, sem
þannig heimilisháttum óneitanlega fylgir, eru oft
fullkomlega gleðivana. Vissulega má með sanni segja,
að börn hafa mikla aðlögunarhæfni og eru tiltölulega
fljót að koma sér upp hæfni til að gleðjast þrátt
fyrir brostnar heimilisaðstæður t.d. í leik eða með
lestri bóka. Hitt er svo annað mál, að það breyti því
ekki, að það kvalræði, sem ófullkomnum samskipta­mynstrum fylgir inn á æskuheimili er til staðar þrátt
fyrir allt, og setur vissulega gleðinni sín
óútreiknanlegu takmörk. Óreglu inná heimilum fylgir streita, rifrildi, ofbeldi
andlegt og líkamlegt, auk alls konar upplausnar innan
frá, svo sem tilfinningalegri og sálrænni. Það er
ekkert gleðilegt fyrir barn að horfa upp á alls kyns
niðurlægingarhegðun foreldris, sem ekki hefur stjórn á
lífi sínu og framkomu, þvert á móti er slík reynsla
fullkomlega gleðivana. Hitt er svo annað mál hvort barnið með eigin
eiginleikum getur nælt sér í einhvers konar gleði í
umhverfinu sem býr utan heimilis. Við foreldrarnir
verðum að gefa börnunum okkar alla þá möguleika á
gleðiríkum uppvexti sem hægt er, ef við trúum því aðþað sé markmið okkar meðal annars sem foreldra, að ýta
undir það sem bersýnilega er göfugast og gleðilegast í
samskiptum okkar við börnin. Auðvitað eigum við sem
börn okkur hundfúlu stundir og þarf ekki heimilis­óreiðu til. Ef við fáum ekki það sem við viljum sum
hver, getur myndast, sem afleiðing af því tímabundið
fullkomlega gleðivana augnablik, þar sem ekki verður
að teljast ávinningur fyrir vini og vandamenn, að
verða svo mikið sem á vegi okkar, hvað þá að yrða á
okkur. Eins er með vinina, ef þeir bregðast okkur,
þegar við erum kannski bara tíu ára getur auðveldlega
myndast nokkuð stór kafli gleðilausra daga, þegar
fátt gerist annað í huga okkar en að við vorkennum
sjálfum okkur í gleðileysinu og vonbrigðunum yfir, að
vinirnir eru svona ömurlegir og að okkur finnst lagnir
við að gera tilveru okkar tímabundið svarta og
gleðisnauða með heimskunni í sér og hvimleiðum
viðbrögðum sínum við okkur.Þegar við erum á þessum frægu og margumtöluðu
unglingsárum getur eitt og annað auðveldlega komið í
veg fyrir, að við séum hentugir gleðigjafar fyrir
gesti og gangandi. Ef við unglingarnir erum t.d.
óánægð með útlitið, sem er kannski ekkert of glæsilegt
að okkur finnst er engu líkara en við breytumst í
undur¬fúlar og kátínusnauðar manneskjur, sem er engin
unaður fyrir foreldra okkar og aðra að lifa af svo vel
fari. Ólögulegt holdafar er oft vísir að verulegumstraumhvörfum í gleðihæfninni. og allt eins víst að
áhyggjur út af aukakílóum gerir litlar unglingssálir
aldeilis yfir¬þyrmandi svarsýnar og blessunarlega
lausar við bros og þá gleði, sem því oftast fylgir.
Við göngum um heima og heiman kannski með dökkan svip
og samanbitnar varir og ef einhver gleðisprengjan
verður á vegi okkar fyllumst við yfirþyrmandi vanlíðan
og óskum ekki eftir að sjá viðkomandi á næstu dögum. Eins er ef við vegna aðstæðna okkar erum ekki nánast í
klæðaburði eins og allir hinir, og pabbi og mamma hafa
ekki möguleika á að uppfylla nánast allar okkar þarfir
í þeim efnum er hætt við að við um tíma töpum
gleðinni, þó vandræða¬laust við eignumst hana kannski
síðar. Morgunskortur á gleði er líka býsna kunnuglegt
fyrirbrigði unglingsáranna. Við unglingarnir getum
verið óendanlega þung og óáhugaverð svona í morgunsárið þannig, að aðrir heimilisfastir eru með kökkinn
í hálsinum að reyna að fá okkur til að gleðjast smávegis. Þarna er gott að hafa í huga það að vera glöð
eftir atvikum þó ekki væri nema vegna þess að við erum
svo heppinn að vera kannski fædd heilbrigð og erum auk
þess jafnvel nokkuð snotur og býsna greind. En jafnt
sem áður erum við ekki þeir gleðigjafar sem aðstandendur okkar þrá. Þetta á ekki síst við, þegar þeir eru
búnir að hafa fyrir að splæsa klukkutíma í, að reynaað draga okkur fram úr rúminu og brosa þannig við
okkur, að í endajaxla skín, til að gera okkur
unglinunum auðveldara að finna gleðina streyma um
litlu umglingssálina okkar með nánast engum sýnilegum
árangri. Vissulega verður að viðurkennast, að á
margumræddum unglingsárum er svo undurmargt, sem
hreinlega kemur okkur úr jafnvægi og af þeim ástæðum
getum við varla verið endalausir gleðigjafar, þó
nánast allir myndu taka slíkri framkomu frá okkur
fengins hendi. Á þessum árum erum við að reyna að vera svo sjálfstæð
og meiriháttar, en erum á sama tíma bæði lítil í okkur
og ekkert of örugg með sjálf¬straustið, þannig að það
þarf ekki flóknar aðgerðir til að gera okkur fullkomlega gleðivana. Ágætt ráð okkar foreldranna er að vera ekki of uppáþrengjandi við þessar elskur, þegar svona stendur á heldur reyna bara að halda okkar eigin gleði þrátt
fyrir allt og við séum kannski sár og allt það. Við
vorum eitt sinn álíka fúlir unglingar og sáum sjaldan
neitt ýkja mikið athugavert við það, sem er náttúrlega
synd, þegar við lítum til baka eða finnst ykkur það
ekki, svona ef við erum alveg hreinskilin hvert við
annað og leggjum hátíðleikann til hliðar.

Ef við íhugum gleði hjónabandsins smá stund þá getur
eitt og annað sennilega komið fram í svokölluðum
gleðimálum hjóna eða annarra sambýlinga, ef grant er
skoðað og djúpt er kafað. Þegar við erum í tilhuga­lífinu erum við flest ósköp glöð og viljum undir öllum kringumstæðum vera það, sem er kannski ekkert skrítið
þegar á það er lítið, að við erum af festu og ákveðni
að reyna að ganga í augun hvort á öðru. Við verðum líka allt í einu sum hver svo undarlega létt á morgnanna, þegar við erum yfir okkur ástfangin
og ólund sú sem kann að hafa plagað okkur áður
hreinlega hverfur. Því hefur nefnilega verið haldið
stíft fram af sérfræðingum, að ástin breyti lyndis­einkennum okkar og til bóta sem betur fer, ef hún er
endurgoldin. Sé hún aftur á móti ekki endurgoldin er
nokkuð víst, að við erum ekkert sérlega árennileg í
gleðimálunum og eins víst að við séum fremur döpur og
jafnvel neikvæð og með hárið niður undir hné af von­brigðum. Á vængum ástarinnar fljúga draumar okkar og þrá
tengdar framtíðarplönum ýmis konar um sál okkar og
hjarta. Við verðum tiltölulega glöð af litlum sem
engum tilefnum. Augngota, smá hvatning, lítill koss
eða bara hlýtt handtak frá þeim, sem við erum ást­fangin af getur gert okkur svo undurglöð. Það þarf
ekki mikið að ske á milli þessara ástardúfna til aðgleðin fái völd. Þegar við tökum svo aftur til við
baslið, sem fylgir stofnun heimilis erum við í
vandræðum sum hver að halda gleði okkar vegna þess að
okkur hreinlega vex eitt og annað í augum sem áður var
okkur ókunnugt og framandi. Við verðum á þessum
viðkvæmu vendipunktum sambands, að vara okkur á að
tapa ekki alfarið tímabundið hæfni okkar, til að
gleðjast og gefa þeim, sem eru samvistum við okkur
hlutdeild í mögulegri gleðisveiflu af og til. Það er mikið atriði í sambúð að vera jákvæður og kátur, þó á móti blási. Hitt er svo ósköp eðlilegt að
geta fundið gleði okkar dvína, og jafnvel vera um tíma
dálítið leið eða hrygg, það er nánast óumflýjanlegt
og tóm ímyndun og heimtufrekja, að ætlast til að
gleðin sé allan tímann það afl, sem knýr okkur áfram.
Ef við finnum til hryggðar er ágætt að reyna að tala
um þær tilfinningar við þá sem skilja okkur, og geta
kannski fundið út með okkur hvaða hvatir að baki búa.
Ef þetta gengur ekki, þá gefa okkur sjálfum tækifæri
til að leyfa hryggðinni að ganga sig til húðar og
vinna sig síðan rólega upp í mögulega gleði aftur í
burt frá sorg og sút. Þegar við verðum verulega háð gleðinni finnum við hvað
hún auðveldar okkur ótrúlega margt í daglegu amstri
okkar og almennum samskiptum hvert við annað. Við sem
erum ung og hress ættum að íhuga hvað þeir sem eldrieru og lúnari eru oft mun glaðari en við, og þá nánast
af engu tilefni. Ellin gerir okkur oft kröfu minni og
umburðarlynd í tengslum okkar við aðra. Inn á
elliheimilum er iðulega að við sjáum mikla gleði skína
út úr kannski hrukkóttum veðurbörðum andlitum fólks,
sem man tímana tvenna og kann að gleðjast af litlu
tilefni. Þeir íslendingar sem ræktuðu sitt líf í gegnum armæðu,
þrengingar og fátækt, en eru í dag sestir nánast í
helgan stein, gleðjast við innlit ástvina og minningar
liðinna ára, þó mikið hafi verið á þá lagt. Gleðin
yfir því að hafa bara ofaní sig og á er kannski
þessari kynslóð í blóð borin og þess vegna gleðst
þetta fólk yfir svo til engu að okkur finnst sem yngri
erum og öllu kröfuharðari kannski. Gleðin gefur lífinu
aukið gildi og dregur úr sorgum okkar og áhyggjum ýmis
konar, og einmitt þess vegna er hún svo mikilsvirði
fyrir okkur öll. Ef við að skoðum vinnugleði svolítið, þá er hún ekki
hvað mikilvægasti hvati að verulega góðum árangri í
starfi. Við sem göngum glöð að störfum okkar, alveg
sama hvernig aðstæður okkar kunna að vera, ljúkum mun
meiru af í dagsins önn en þeir sem skortir alla gleði.Við sem ætlum okkur að vera í flokki þeirra sem
sigursælir eru, verðum að temja okkur gleðiríkt dagfar
og sjá jafnframt það sem mögulega getur fært okkur nærþví ágæta markmið. Inn á mörgum vinnustöðum er skortur
á kátínu og léttri ¬¬lund mikil og erfið fyrirstaða í
mannlegum samskiptum. Það er ekkert áhugavert við það
t.d. að eiga að eyða kannski átta tímum á dag innan um
tóma geðvonskupúka, sem ekki stekkur bros af vörum
heilu og hálfu tímana og lekur reyndar af luntinn. Við finnum það líka þegar við þurfum á þjónustu hinna ýmsu stofnanna að halda, að það er aldeilis ekkert
uppörvandi við það fólk, sem er fullkomlega ófært um
að útdeila einhvers konar gleði í starfi sínu, er
jafnvel með ólund og hökuna niður við nafla vegna
mislyndis og gleðileysis. Við erum fljót að ákveða, að
viðkomandi sé á rangri hillu í starfi og viðkunnanlegra væri, ef þessi persóna tæki sér annað fyrir hendur en að þjóna samborgurum sínum í starfi sínu.
Það er fátt yndis¬legra en finna starfsgleði koma fram
í verkum okkar og ekki síst af fremur litlu tilefni. Þau okkar sem leggja eitthvað á sig í gleðimálum sínum
eru yfirleitt fær um að brosa við lífinu og
mannfólkinu, án þess að krefjast endilega einhvers
endurgjalds, annars en að finna að við getum með einu
sönnu gleðibrosi fengið mestu jötna ólundar, til að
brosa á móti og gleyma eitt augnablik vandræðum hins
daglega lífs og er þá til mikils unnið. Að lokum þetta: Þeir sem veikir eru eða búa við dapurleg skilyrði ættu að reyna að temja sér sem allra
mesta gleði, vegna þess að hún auðveldar okkur svo
margt sem þyngir og þreytir okkur þrátt fyrir allt.
Við verðum að muna að andstreymi er ætlað okkur öllum
í einhverjum myndum og til þess hugsað að við vinnum á
því sem glöðust og verðum þannig að þroskuðum áhuga­verðum einstaklingum sem aðrir finna styrk og gleði í nálægð við. Engin er svo vanræktur af forsjónarinnar hendi að eitthvað gott leggist ekki viðkomandi til, þegar öll
sund virðast lokast og fá sem engin kennileiti til
staðar til að vísa okkur leið út úr öngstrætum þeim,
sem við vissulega getum strandað í innilega gleðivana
og afskipt að okkur finnst um tíma. Við erum öll
þannig útbúin að við getum dregið að okkur betri og
verri þætti lífsins með hugsunum okkar og vilja. Af þessum ástæðum upplýstum er nokkuð ljóst að við verðum að vera lagin við að draga að okkur allt það
sem líklegast er til að gera okkur að virkilegum
gleðisprengjum, sem lýsa lífið og tilveruna upp af
nánast engu öðru tilefni en að fá að vera til og
kannski njóta lífsins á einhvern hátt ef hægt væri. Í
framhaldi af þessari gáfulegu hugleiðingu skulum við
hlusta ágætt lag og láta okkur dreyma um aukna gleð á
næstu dögum, ef hægt væri alveg sama þó allt fyllist
af fýlupúkum í kringum okkar indælu persónu elskurnar.

þriðjudagur, október 11, 2005

Höfundur

Afbrýðisemi
Jóna Rúna Kvaran

Hugleiðing II
Þegar við erum að velta fyrir okkur afbrýðisemi sem
einni af þeim tilfinningum sem gegnum sálarlíf okkar
fara og koma er fátt sem ekki getur breyt góðri
manneskju í slæma í þeim efnum. Þegar hjón skilja
og fara í sitt hverja áttina verða náttúrulega marg
þættar breytingar á högum þeirra og barnanna ef þau
eru partur af fyrri sambúð. Börnin verða oft sjálf
mjög afbrýðisöm og sundurtætt ef upp kemur sú staða að
annað hvort eða jafnvel báðir foreldrarnir finna sér
nýjan lífsförunaut. Þeim er líka ætlað að í flestum
tilvikum að sætta sig við að hafa misst annað
foreldrið útaf heimilinu og kannski nánast samtímis
að búa í sig tilfinningar til einstaklings sem kemur
að þeirra mati eins og þjófur inn í líf þeirra.
Flestir sem hafa þurft að gerast fósturforeldra barna
frá fyrra hjónabandi er fullkomlega fyrir þessum
blessuðu börnum að minnsta kosti um stunda sakir og
jafnvel lengur eftir atvikum. Börnin taka allt nærri
sér og geta misskilið eitt og annað sem látið er fjúka
í¢ávarkárni og veldur þeim slæmri líðan eftir á.
Afbrýðisemin færi mjög gott svigrúm í hugum þeirra og
ekki alltaf af ástæðulausu því miður. Nýja
fósturforeldrið er ekki öfundsvert og oft sjálft
afbrýðisamt út í fortíð þess aðila sem börnintengjast. Oft verður ástand sem þetta til að skemma
mikið fyrir öllum sem málinu tengjast og draga
leiðinda dilk á eftir sér. Stundum er nánast eins
og enginn geti fundið skynsamlega leið frá þessu
ástandi þó góður vilji sé kannski fyrir hendi að
minnsta kosti tíma og tíma. Við verðum að átta okkur
á því að þegar við erum orðin fullorðin er sennilegra
að við séum með einhverja fortíð að baki þó hún sé
ekki í öllum tilvikum flókin. Ef við eignumst þannig
börn sem aðrir hafa fætt af sér en við höfum við líka
einhverjar skyldur við þau og ekki síst þegar um er að
ræða ung börn. Þau eiga rétt á nánu sambandi við
foreldri sitt og ætti þá ekki að breyta neinu þó
viðkomandi foreldri sé ástfangin af öðrum aðila það
ætti engin að gleyma börnunum sínum eða vanrækja,
hvort sem foreldrið er inn á heimili með því eða ekki.‰
Nýr lífsförunautur getur aldrei slitið þau tengsl sem
foreldri hefur við börn sín frá fyrri sambúð öðruvísi
en að valda einhverjum öðrum sársauka eða verða særður
sjálfur fyrr eða síðar sem afleiðing af slíkri
fávisku. Best er sennilega að öll tengsl myndist hægt
og börnin fái gott og skilningsríkt svigrúm til að
komast yfir hugsanlega afbrýðisemi og aðra áþekka
kvilla. Ef við íhugum aðeins samband barna hvert við
annað er stutt í afbrýðisemi t.d. út í skólafélaga sem
skarar framúr á einhvern hátt og er öðrum fremri og
jafnvel vekur eftirtekt og áhuga kennara í þokkabót.
Slíkur aðili er venjulega ófyrirgefanlegur og fær oftneyðarlegar athugasemdir frá hinum sem ekki ná sömu
hæfni eða athygli kennara og framhaldið verður
óbærilegt fyrir viðkomandi barn sem getur kannski ekki
skilið viðbrögðin við sér. Eins er ef barn eða
fullorðin er manneskja er óvenjulega fullkomin hvað
útlit og annað atgervi snertir er nánast fullvíst að
viðkomandi mætir afbrýðisemi annarra í einhverri mynd.
Framkoma annarra hefur töluvert að segja fyrir okkur
og þess vegna er mjög erfitt fyrir okkur flest að mæta
kannski ókurteisi og frekjulegu viðmóti annarra bara
vegna þess kannski að forsjónin hefur lagt stolt sitt
í að við værum með útliti okkar fegurðarauki fyrir
samferðafólk okkar. Þau okkar sem eru kannski ekkert
augnayndi sleppa sem betur fer við þessa hvimleiðu
afbrýði fólks en við getum aftur á móti verið svo
fögur sálarlega að fólk fái ofbirtu í augun nánast í
meters fjarlægð frá og finni sig knúið af þeim ástæðum
til að annað hvort gera lítið úr okkur eða einfaldlega
forðast okkur. Svo spurningin er hvort er betra að
vera andlegt eða líkamlegt augnayndi ef við viljum
komast hjá afbrýðisemi annarra? Þessi var erfið
úff. Þegar við erum skotin í einhverjum og alls ekki
viss um að viðkomandi sé ástfanginn af okkur er
ótrúlegt hvað við verðum flest hallærisleg andlega og
flest þó gömul séum eins og sautján ára þegar við
förum í gegnum viss stig afbrýðinnar sem fylgir
náttúrulega óvissunni. Við öndum öðruvísi, hugsum á
annan hátt, framkvæmum flest þvert um hug okkar ogerum virkilega lítilfjörleg sálarlega svo sitthvað sé
tínt til. Best er að enginn óviðkomandi verði á vegi
okkar í þessu ástandi því viðkomandi gæti haldið að
við ættum við alvarleg sálræn vandamál að stríða og
hyggilegast að forðast okkur ef eitthvað er. Sagt er
að við stelpurnar séum nánast sérfræðingar í bókhaldi
afbrýðiseminnar jafnvel eins og lifandi upplýsinga
miðstöð fyrir flest það sem tengt er afbrýði á
einhvern hátt. Þessi barnalega skoðun er auðvitað í
flestum tilvikum tengd einhverjum þverslaufu hætti
vissra karlmanna og er hér með vísað á bug án
sektarkenndar. Sannleikurinn er miklu verkar sá að
þessi fyrirferðar mikla tilfinning finnst svo
sannarlega hjá strákunum líka og í engu minni eða
stærri skömmtum en hjá litlu drauma stelpunum þeirra.
Þeir eru bara lokaðri ef við og verða gjarnan fúlir og
kaldir ef hjá þeim bólar á þó ekki sé nema minnstu
tegund afbrýðinnar. Það er ekkert uppörvandi við að
þurfa að sætta sig við að þurfa kannski að vera í
vinnu eða inn á heimili með hegðunarmynstur þess
afbrýðisama eins og svipu yfir sér vitandi aldrei
hverju við eigum von á. Ef við íhugum dálítið t.d.
afbrýðisemi foreldra í garð barna sinna er ekki
óalgengt að foreldri í flestum tilvikum ómeðvitað geti
verið haldið afbrýðisemi í garð einhvers barna sinna.
Þegar um slíkt er að ræða getur viðkomandi barn
sjaldan gert foreldri sínu til hæfis á nákvæmlega
réttan hátt. Þó barnið sé jafnvel orðin fullorðinmanneskja og gangi vel að ná árangri getur það þjáðst
vegna þess að viðkomandi foreldri getur ekki glaðst
yfir unnum sigrum barnsins heldur fer jafnvel að tala
um eitthvað annað sé reynt að benda því á góðan
árangur persónunnar. Eins er ekki óalgengt að tiltekið
barn velji sér lífshlutverk sem er tengt áhugasviði og
vilja foreldris í einhverri mynd í von um að verða
kannski skilið eða metið á réttan hátt í huga
foreldrisins sem allt miðast við að þóknast á sem
fullkomnastan hátt. Það er heldur ekki ósjaldan að
foreldri í þessari ömurlegu stöðu gagnvart barni sínu
reyni í örvæntingarfullri afbrýðisemi sinni að fara
sömu leiðir að árangri t.d. starfslega og barnið.
Venjulega er slíkt klökkara en tárum taki fyrir barnið
að horfa upp á og láta óáreitt. Það er líka erfitt að
vera stanslaust að reyna að sanna sjálfan sig í von um
pínulítið hrós eða uppörvun frá foreldrinu sem barn í
þessari stöðu þráir svo að fá viðurkenningu frá og
vissu um að viðkomandi foreldri elski það í raun og
veru. Mörg góð sálin hefur farið flatt á þess konar
sambandi við foreldri sem er í raun hörmulegt að vita
til en gerist alltof oft. Þetta barn þarf stanslaust
að ver að sanna sig í von um að eftir því sé tekið sem
það gerir og virðist óaðfinnanlegt í allra augum nema
þessa þráa foreldris. Fullkomunnar árátta þessara
barn er yfir þyrmandi og þau hella sér yfirleitt út í
alltof miklar kvaðir sem engin sýnileg þörf er á vegna
afkomu eða aðstæðna. Það sorglega er að í stað þessað viðurkenna sjálfs sín getu fórna þau öllu þessu til
til að aðeins ein persóna geti fellt sig við þau og
elskað á réttan hátt. Svona foreldri er ekkert annað
en harðstjóri sem þyrftir að leita sér sálfræði
hjálpar við að uppræta vandan og læra á sín eigin
takmörk um leið en til þess að af slíku yrði þyrfti
viðkomandi foreldri náttúrulega að sjá vandan sem það
er í auk erfiðleikanna sem það kallar yfir barnið sitt
jafnvel sem fullorðinnar manneskju. Að lokum er
kannski ekki svo vitlaust að benda á afbrýðisemi
tengdafólks út í makann sem vogaði sér að giftast
barninu þeirra og taka þar með af foreldrunum
umráðaréttinn yfir blessuðu barninu sem þeir hald
stundum að geti tæplega lifað án sín. Við sem erum of
stjórnsöm ættum að reyna að vera minnug þess að það
tekur enginn börnin okkar frá okkur við einfaldlega
eigum þau ekki heldur er okkur um tíma trúað fyrir
þessum elskum. Til fróðleiks má að skaðlausu benda á
að enginn er ómissandi og allra síst við foreldrarnir
sem betur fer .

+++
Höfundur:
Jóna Rúna Kvaran


Takmarkað sjálfsálit
"Svar til þín Sorgmædd"
Kæra Jóna Rúna!
Þar sem ég hef heyrt mjög góða hluti um þig, þá ákvað ég að skrifa þér þetta bréf og veit að þú lítur á bréf þetta sem algjört trúnaðarmál. Ég kynntist kærasta mínum fyrir þó nokkru og varð reyndar ófrísk skömmu seinna. Hann var þeirrar skoðunar að mitt væri að ákveða um afdrif barnsins.

Þar sem ég er ekki tekjuhá og á leið í framhaldsnám erlendis, virtust allir þeir sem ég ráðfæri mig við vissir um, að besta lausnin væri fóstureyðing eða einfaldlega að gefa barnið, þar sem ósennilegt væri að ég gæti framfleytt því við þær aðstæður, sem ég bý og hann reyndar líka sem námsmaður.

Ég þráði að halda barninu en óttaðist að enda kannski á bónbjargarstyrk hjá ríkinu. Það var fólk í fjölskyldum okkar beggja, sem bauðst til að taka barnið, ef úr fæðingu þess yrði, en ekki virtist koma til greina að við gerðum það sjálf. Ég var ráðvillt og fór í fóstureyðingu, en hef séð óendanlega mikið eftir því og liðið mjög illa. Ég er þunglynd á köflum og frekar uppstökk og samband mitt og kærastans er fremur stirt enda ekki undarlegt. Mér hefur fundist honum létt eftir þessi óskemmtilegu málalok, sem mér finnst satt best að segja erfitt að fyrirgefa honum.
Ég er sár út í hann, fjölskyldu mína, sem hefðu frekar átt að styðja þá hugmynd að ég héldi barninu, en mest sárnar mig þó við sjálfa mig fyrir að hafa framkvæmt þetta neyðarúræði.

Ég vildi gjarnan slíta sambandinu við kærastan, en það sem stöðvar þann vilja minn er einfaldlega ótti við að finna engan annan til að vera með og verða kannski ein. Meiningin er að við förum saman út en málið er bara að okkur kemur alls ekki vel saman lengur. Að námi loknu verð ég mjög nálægt þrítugu og vildi þá helst vera búin að eignast eigin fjölskyldu.

Samband mitt við kærasta minn minnir mig stöðugt á þetta ólánsatvik og engu líkara en fjölskyldur okkar beggja reikni með að þetta samband endist hjá okkur og ekki síst þar sem meiningin er að halda saman utan til náms. Ég yrði innilega þakklát ef þú gætir ráðlagt mér eitthvað og svar þitt kannski hjálpað mér til að verða sáttari við sjálfa mig og líf mitt. Vonandi séðu þér fært að svar þessu bréfi þó ég reikni ekki með neinni "patentlausn". Með fyrirfram þökk og óskum um áframhaldandi gæfuríkt starf. Kær kveðja Sorgmædd

Kæra Sorgmædd!
Þakka þér innilega fyrir uppörvunarorð þín og annan skilning á verkum mínum. Ég bæði breytti bréfinu og stytti það og sé ekki að neinn þér kunnugur ætti að getað rakið slóð þess til þín og ekki síst vegna þeirra hryggilegu staðreyndar, að saga þín er líka saga ótrúlega margra ungra stúlkna sem lifa eimitt í dag.

Með einlægni þinni og hreinskilni við mig gerir þú mér mun auðveldar með að koma með mögulegar ábend­ingar þér til handa. Við styðjumst í svörunum við innsæi mitt og hyggjuvit, auk þess sem ég styðst til samanburðar lítillega við skriftina þína, sem er frekar grunnhyggin leið en ágæt þó eftir atvikum.

Ákvarðanir og afleiðingar þeirra
Ef við elskuleg reynum til að byrja með að íhuga hvað veldur því, að við förum eftir ákvörðunum annarra okkur til handa í viðkvæmum málum, sem varða framtíð okkar, en ekki eigin vilja, sem að sjálfsögðu væri það eðlilega.

Ef við erum með lítið sjálfstraust og alrangt sjálfsmat, erum við gjörn á að bera undir fleirri manns, það sem við þurfum að taka ákvarðanir um, en erum raunverulega hrædd við að bera ábyrgð á og óttumst líka að kunni að verða okkur til tjóns, ef við styðjum einungis við okkar eigin dómgreind, sem við hreinlega treystum ekki.

Við veljum frekar að styðjst við dómgreind þeirra, sem við höldum og trúum að vilji okkur vel og sjái auðveldar hvað okkur hentar, en við sjálf. Í bland við það sem við höldum stundum við þessar kringumstæður, að viðkomandi séu á allan hátt snjallari en við sjálf, ekki bara í ákvarðanatökum, heldur á öllum öðrum sviðum líka.
­ Vanmat á sér
Þessi afstaða annars vegar til sjálfs síns skynsemi og hins til mögulegra skynsemi annarra, er oftast afleið­ing af því sem áður sagði þ.e. vanmats á sjálfum sér. Einmitt þetta er ekki ósvipað því t.d. sem þú gerðir hvað varðaði það, að láta eyða barni því sem þú gekkst með.

Á þeim tíma varstu hrædd, háð, og vonsvikin vegna þess, að meining þín var að mennta þig áfram, en ekki að lenda í einhvers konar basli. Þér liði örugglega betur núna, ef þú hefðir einungs tekið þessa afdrífaríku ákvörðun sjálf, en ekki í samvinnu við aðra, þó vissulega sé erfitt að sanna eða fullyrða, slíkt.

Innibyrgð reiði getur valdið þunglyndi
Í dag líður þér ömurlega og finnur til mikils pirrings í garð, annars vegar kærasta þíns og hins vegar fjölskyldna ykkar, auk þess að vera miður þín vegna eigin breytni. Af þessum ástæðum er athugandi fyrir þig, hvort þú átt ekki hreinlega að leyta stuðn­ings t.d. sálfræðings eða geðlæknis, sem eru sér­fróðir eru einmitt í líðan sem þessari og mögulegum afleiðinga hennar, sem meðal annars eru ekkert óáþekk því sem þú einmitt talar um, eins og það að ásaka sjálfa sig með öllum þeim innri kvölum sem því fylgja.

Þú ert sennilega mjög reið, án þess að gera þér fulla grein fyrir því út í kærasta þinn og finnst hann sennilega fremur lítilsigldur sem persóna og getur því engan veginn fellt þig við hann, sem er í þessari stöðu ofureðli­legt.

Hvað snertir aftur á móti fjöl­skyldur ykkar beggja, er ekki ósennilegt að í garð þeirra sért þú öskureið líka. Eins og þú bendir á, af hverju bentu þær ykkur ekki á mögulega ábyrgð ykkar á að ala önn fyrir nýfædda barninu fremur en að benda á lausn sem lá í áðurnefndri framkvæmd þ.e. fóstur­eyðing­unni.

Allar þessar ástæður framkalla ofsafengna reiði, sem virðist snúa inná við og valda þessu tíma­bundna þunglyndi, sem þú finnur fyrir og ættir að leyta hjálpar við hjá þeim, sem sérhæft hafa sig í lækningu þess og meðhöndlun eins og áður t.d. geðlæknar og sálfræðingar.
Að axla ábyrgð
Hvað varðar það að þú getir dregið úr ábyrgð ykkar tveggja á framkvæmdinni með því að benda á að fjö­lskyldur ykkar hefðu átt að örva ykkur, til að horfast í augu við vandan og greiða úr honum á annan hátt og þá kannski með því að eignast barnið og ala það upp. Þessu er erfitt að svara á annan hátt en þann, að þið eruð fullorðið fólk, sem á ekki að þurfa að hugsa fyrir eða taka ábyrgða af eða á ef við miðum við það eðlilega.

Það er því hyggilegast að láta ekki þannig rang­hugmyndir eitra hug sinn og afstöðu til fram­kvæmdar­innar. Betra væri að reyna að vinna sig frá þannig niðurbrjótandi hugsunum og minna sjálfa sig á, að það sem hefur verið framkvæmt verður ekki aftur tekið, hvað sem öllu ranglæti áhrærir.

Sektarkennd
Það er jafnframt þessu, sem áður er talið fullástæða til að ætla elskan, að þú þjáist af mikilli sektar­kennd, sem blandast sennilega sjálfsfyrir­litningu, sem er ofureðlilegt, þó vissulega sé ástæða til að skoða þær kenndir betur.

Við vitum það að oft er það þannig í lífi okkar, að við bregðumst við aðstæðum miðað við þann skilning, sem við höfum hverju sinni á málunum og því sem þeim tengist. Það segir ekkert til um mann­gildi okkar, miklu frekar er vísbending um það inni­falin í því, hvernig við vinnum okkur útúr því, sem á eftir kemur. Í þínu tilviki er alveg ljóst, að ótti, óöryggi og vanmat á sjálfum sér, auk sennilega þjálfunar­leysis í að taka ákvarðanir, sem litar alla þessa erfiðu ákvörðun, en ekki upplag þitt og augljósir kostir.

Fóstureyðingar
Vissulega verður að viðurkennast, að fóstur­eyðingar eru rangar í ein­hverjum skilningi þess orðs, en hverjum treysti ég mér ekki til að meta, vegna þess að ég gæti sjálf hafa brugðist við á sama hátt og þú, af svipuðum ástæðum og liðið nákvæmlega eins illa á eftir.

Með þessu er ég ekki að mæla þessari framkvæmd bót, svo langt því frá, vegna þess að ég virði rétt barnsins, sem ekki getur sagt til um vilja sinn til að lifa, meðan það er enn í móðurkviði. Það hljóta að vera brot á lögmálum Guðs, að deyða það líf sem hann býr til, hvort sem það er á jörðinni eða í móðurkviði.

Um það hljótum við að vera sammála, þó sárt sé að segja það við þig þar sem þér líður svona illa, en á móti kemur, að þú vissir ekki betur, en þetta á til­teknum tíma, svo þarna er ekki um beinan ásetning að ræða, heldur miklu fremur barnalega sjálfsvörn.

Það getur enginn ásakað mannætu fyrir, að borða mannakjöt þó, ógeðfellt sé, ef hún veit ekki og gerir sér enga ljósa grein fyrir að það er alfarið rangt, þó mögulegt gæti verið að benda henni á það við tækifæri og þá myndi viðkomandi örugglega fyllast fyrst framan af algjörum hryllingi, á sjálfs síns athöfnum og líða mjög illa.

Eins til viðbótar er ágætt að gera sér grein fyrir því, að allar staðreyndir benda til þess, að þær framkvæmdir okkar, sem runnar eru undan rifjum tímabundins þekkingar eða þroska­leysis okkar, eru venjulega þess eðlis, að þær eru ekki nema í undan­tekningar tilvikum vísbending um raunverulegan vilja okkar, í tilteknum málum.

Guð fyrirgefur
Þú iðrast þessarar fram­kvæmdar og það segir, að ef þú stæðir frammi fyrir sömu mögulegu ákvörðun í dag, myndi niðurstaða fram­kvæmda þinna verða allt önnur og líkari því, sem upplag þitt bendir til og það verður þú að sjá og skilja, því það beinir hugsun þinni inná betri og jákvæðari braut fyrir sjálfa þig og framtíð þína.
Biddu því góðan Guð um að fyrirgefa þér þennan misskilning og hann gerir það, en jafnframt vertu sjálf fús til að fyrirgefa þér þann þroskaskort, sem lá í augljósu vanmati sjálfrar þín á eigin persónu og því fór sem fór.

Þú hefur ekki leyfi andlega séð, til að eyðileggja líf þitt með rangri og óskynsamlegri afstöðu til sjálfrar þín, sem er mikil freisting að gefa líf, einmitt á svona viðkvæmu augna­bliki í lífs­göngu þinni eins og elskuleg þetta tímabil er, vegna þess sem á undan er gengið.
Innsæi og hyggjuvit
Ef við að lokum skoðum manngerðina í gegnum innsæi mitt og hyggjuvit, ásamt því að nota tákn skriftar­innar til samanburðar, er eitt og annað, sem gæti komið fram þó ekki feli það í sér neina lausn fremur viðmið­unnar atriði, sem gott getur verið að hafa til hlið­sjónar á þessum tímamótum.

Þú ert á margan hátt virðist vera á miklum tímamótum og mjög sennilegt að framundan sé, um það bil sjö ára vinnu og lærdóms tímabil. Þú virðist viðkvæm og sennilega óörugg, sem veldur því að þér vex í augum eins og þú virðist óttast nokkuð að vera ein og yfirgefin.

Af þessum ástæðum heldur þú því dauðahaldi í tengsl, sem raunverulega eru löngu búin. Þarna á ég við samband þitt við kærasta þinn. Þetta er óþarfa ótti, því þú hefur að mér sýnist ágæt skilyrði, til að bjarga þér á eigin vegum, ef þú bara þorir og ýtir gömlum grýlum frá.

Þú ert mjög víðsýn og virðist liggja ákaflega vel vitsmunalega, sem ætti að auðvelda þér frekari menntunarmöguleika, sem þú reyndar hefur hug á. Skap þitt er miklu stærra og þyngra held ég, en þú í fljótu bragði virðist gera þér grein fyrir og þess vegna mjög slæmt ef það fer inn eins og núna, en ekki út.

Tilfinningalega ertu trygg og fremur þung og sein til dýpri tengsla, sem þýðir, að þó þú hrífist auðveld­lega, er langur aðdragandi að raunverulegri tengsla­myndun. Það er mikil stemmning í þér og þú virðist nokkur óhemja, þegar um er að ræða að fá skýringar og svör, ef þú festist í einhverri hugsun.

Það er sennilega kostur fyrir þig, að hafa sem mesta til­breytingu í tengslum við þau störf, sem þú kýst að vinna í framtíðinni, ásamt möguleikum á að eiga frum­kvæði, í flestum framkvæmdum þeim tengdum. Þú virðist skipulögð, en ert líka nokkuð kærulaus og eftir­gefanleg við sjálfa þig, ef þannig stendur á.
Áhugasvið þín gætu verið mörg og eiga eftir að breytast, á næsta tímabili í lífi þínu þ.e.s. á milli 3o og 4o ára. Eitt og annað getur verið að gerjast í þér á nákvæmlega sama tíma, en þrátt fyrir það áttu auðvelt með að halda þig við það, sem þér er hug­leiknast í raun og veru, þó þú kunnir að fara króka­leiðir af því.

Sjálfstraust verður þú að efla með sjálfri þér og meiri trú á eigin getu, ásamt því að lifa ekki í því liðna, það dregur þig niður eins og gefur að skilja. Þú virðist listræn og mannleg og það eru ágætir kostir þegar til lengri tíma er litið.

Sem sagt elskuleg þér eru flestir vegir færir hvað varðar augljósa hæfileika, en ættir að þiggja þann stuðning sem einhvers konar sérfræðingur í heil­brigðis­kerfinu gæti veitt þér á næstu viku, þó ekki væri nema til að flýta fyrir eigin velferð, sem verður að teljast mikilvægt.

Eða eins og þunglynda stelpa sagði eitt sinn, þegar henni fannst öll sund hafa lokast sér við vini sína." Elskurnar mínar má ég biðja um eitt gott þung­lyndiskast, fremur en eilíft myrkur og hana nú"

Guð gefi þér skjótan bata á augljósum, en tímabundnum vanda þínum með góðra manna stuðningi og sjálfs þíns trú og vilja. Með vinsemd Jóna Rúna
+++

Höfundur: Ástin
Jóna Rúna Kvaran

Hugleiðing um ástina

Þegar við ætlum að íhuga ástina og áhrif hennar í lífi
okkar og tilveru er okkur vissulega vandi á höndum.Við verðum eins og áður að reyna að vera bæði heiðarleg og um leið málefnaleg, til að vangavelturnar
nái tilgangi sínum. Ástin er eins og vitsmunirnir
margþætt og náttúrlega breytileg eftir atvikum og
kannski aldrei nákvæmlega eins í öllum tilvikum. Sumir segja að hún göfgi okkur og geri okkur að betra fólki, en aðrir segja að aldrei þrífist meiri lákúra í okkur, eins og þegar við erum einmitt á valdi
ástarinnar, sem verður að teljast mjög hryggilegt og
nánast óskiljanlegt sé tekið tillit til þess, hvað
okkur getur liðið ótrúlega vel einmitt í hita þeirra
til¬finninga sem ástin ein getur framkallað í hug okkar
og hjarta. Móður- og föðurástin eru þær tilfinningar sem við
þekkjum flest og kynnumst strax frumbernsku. Þessi
ást er talin ein fullkomnasta tegund ástar og sú ást
sem við síst getum verið án. Þegar lítið barn breiðir
út faðminn á móti foreldri sínu, ljómandi í framan,
brjótast fram unaðslegar tilfinningar bæði í okkur
foreldrunum og barninu sjálfu. Börnin geta nefnilega ekki þrifist svo vel fari án ástar, þau þurfa að finna og skynja persónulega ást
okkar foreldranna eða þeirra sem annast um þau, annars
er eins og þau hreinlega visni í andlegum skilningi
þess orðs. Börnin með einlægni sinni og þrá eftir ást
og umhyggju gera okkur sem kannski erum köld og
tilfinninga sljó að betra fólki vegna þess, að þau
gefa okkur ekki eftir í þessum efnum og þar af
leiðandi ná þau ástum okkar flestra að lokum, sem
betur fer.Þegar við erum sex ára og erum að byrja skólagöngu
erum við flest mjög spennt og upprifin fyrstu vikurnar
í skólanum. Við erum að kynnast nýjum aðstæðum og
fólki sem við eigum að tengjast á næstu mánuðum. Á
þessum eftirminnilegu árum er mjög algengt að ástin á
hinu kyninu fái líf svo um munar, þó erfitt sé að trúa
slíku og hvað þá að ástandið geti valdið umtalsverðum
vandræðum og myndrænum breytingum á smáfólkinu. Sá strákurinn sem tætir af sér mestu brandarana eða er bestur í fótbolta er mjög álitlegur ástarkostur. Það skiptir kannski minna máli þó viðkomandi uppfylli ekki
ströngustu útlitskröfur og sé ekkert sérlega gáfaður.
Það hefur nefnilega svo miklu meira gildi, að finna
innra með sér áður óþekka tilfinningu og gera tilraun
til að fylgja henni eftir ef hægt er. Reyndar er alveg
meiri háttar, að hafa uppgötvað svona svakalegaspennandi strák sem getur allt, jafnvel þó við þurfum
að breyta okkur töluvert til að krækja í smá athygli
frá viðkomandi.Við stelpurnar hreinlega verðum veikar og spurningin
er bara hver okkar er meiriháttar að hans mati. Við
lesum alla Hafnarfjarðar© brandara sem við komumst
yfir og látum þá fjúka af minnsta tilefni í von um að
hækka í áliti hjá stráknum. Eins fáum við lánaða
alltof stóra fótboltaskó og látum okkur ekki vanta á
varamanna¬bekkinn ef ske kynni að guttinn tæki eftir
okkur og kippti okkur í liðið. Síðan gerist það einn daginn að við lendum í
slagsmálum nokkur saman og strákurinn okkar eltir
okkur. Eftir að hafa verið á harðahlaupum í tíu
mínútur nær stráksi okkur og klípur fast, við verðum
öskureiðar og spörkum í hann og við þá reynslu þegar
sársaukinn er mestur kallar hann okkur öllum þeim
ónöfnum, sem hann í fljótheitum finnur. Þetta verður
yfirleitt til þess að ástin kulnar og áfallið verður
það mikið, að varla er hægt að horfa á viðkomandi í
langan tíma á eftir, öðruvísi en að fá grænar bólur af
hryllingi. Á unglingsárunum vandast málin, því þar fer ástin að
blómstra svo um munar. Við hreinlega getum orðið svo
ástfangin, að allt annað í daglegu lífi okkar nánastriðar til falls, því ekkert er hægt að gera eða
framkvæma í ástarhitanum nema hugsa um væntanlegt
samband við þann konfektmola sem við höfum augastað
á og þráum ekkert heitara en að taka eignarnámi. Ömurlegast er ef ástin er ekki endurgoldin eða jafnvel viðkomandi í föstu sambandi við einhvern annan.
Keyptir eru fullkomlega hljóðlátir kínaskór, svo hægt
sé að fylgjast grannt með viðkomandi bæði á
skólagöngum og jafnvel fyrir utan gluggann á
herberginu hans eftir að tekur að skyggja og möguleiki
er á að sjá viðkomandi bregða fyrir eitt augnablik.
Þetta tímabil getur verið bæði sársaukafullt og
neyðarlegt eftir atvikum. Andvökunætur verða
óneitanlega margar, auk þess verður draumlífið þess
eðlis að ekki er ástæða til að gera það að umfjöllunar
efni hér af siðgæðisástæðum auðvitað. Við erum á þessum árum sérstaklega næm og þurfandi fyrir náið tilfinningasamband, af ósköp eðlilegum
ástæðum. Hormónabreytingar eru miklar og við hvorki
fullorðin né börn heldur einungis tilfinningasprengjur, sem varast ber að styggja eða áreyta af litlu tilefni. Við erum flest í námi en hugurinn
miklu vinsamlegri líkamanum en skólabókunum og þar af
leiðandi býsna erfitt að sætta sig við fúlheit þau,
sem skólinn og aginn sem honum fylgir leggja á okkur.
Hætt er við að við dettum í sælgæti eða annan ósóma,ef okkur finnst við ekki líkleg til að njóta ástar
þess sem við þráum og erum orðin kannski
örvæntingarfull um að hafi ekki skilning á hversu
rosalega girnileg við annars erum.Þegar við síðan eldumst ögn og kemur að því að við teljum hyggilegt að stofna til sambúðar gengur oft
betur að láta hlutina gerast nánast í hvelli. Við
teljum okkur flest fær í allt og njótum þess að vera
ung og ástfangin. Vissulega getum við tekið út
allskyns tilfinningar í þessu ástandi, sem eru ekkert
sérstaklega höfðinglegar og þaðan af síður
stórmannlegar, því stutt er í afbrýði og annan úrvalskjallaragang, sem virkilega getur verið höfuðverkur út af fyrir sig. Á þessum árum koma oftast börnin og íbúðarkaupin á sama tíma og myndast getur basl og annað álíka vesen,
sem getur verulega reynt á ástina og raunverulegar
tilfinningar. Þarna getur mikið breyst því frá því, að
hafa gengið á bleiku ástarskýi í töluverðan tíma getur
verið ansi hart að þurfa að taka furðulegustu framkomu
mótpólsins sem alls ekki virðist standa í neinu
sambandi við eld þann og hlýju sem ástinni óneitanlega fylgdi á fyrstu stigum hennar að minnsta ¬kosti. Við uppgötvum að í blindu ástareldsins tókum við ekki eftir hvað Jói er ömurlega morgunfúll og Dísahryllilega ljót á morgnanna, fyrir utan hvað hún er
átakanlega mikill nöldrari. Eitt og annað getur á
næstu árum verið fullkomlega óþolandi eins og t.d.
nískan í Jóa, margur hefur nú byggt hús og á sama tíma
ekki neitað konunni sinni um Spánarferð, nýtt sófasett
eða jafnvel gott jóladress. Það er óhætt að segja að
flest getur orðið rifrildis- og ágreinismál og líklegt
að nánast flest byrjunardekur detti nánast upp
fyrir, þegar við erum orðin nokkuð örugg um að erfitt
sé að losna við okkur með góði móti, vegna þess að
börn og bú þurfa á okkur að halda , jafnvel þó fúl
séum og niðurbrjótandi. Vissulega verður að viðurkennast að það eru eru til
ástarsambönd, sem alls ekki taka á sig svona myndrænar
og hallærislegar myndir, heldur þvert á móti með
vaxandi þroska og auknum skilningi á manngildi sínu,
verði ástin mun heitari og elskulegri en á árum áður
og varla fari hnífurinn á milli okkar. Þegar við aftur á móti förum að finna að tekur að það halla fremur hratt undan fæti og svo kallaður grár
fiðringur fer að gera vart við sig, getur eitt og
annað furðulegt komið upp á jafnvel í ágætustu
samböndum. Strákarnir fara allt í einu að klippa sig
öðruvísi til að fela hárlosið og hugsanlega skalla ­myndun og verða nánast daglegir gestir í hinum ýmsu heilsuræktamiðstövum og ganga með sólgleraugu svosjáist ekki að þeir eru með augun límd á ungu gellunum
sem verða á vegi þeirra. Óttinn við að karlmennskan sé
á hröðu undanhaldi verður yfirþyrmandi og veldur
náttúrlega feikilegum áhuga nýju lambakjöti, ef það er
á sveimi einhvers staðar í grenndinni við þessar
elskur finnst þeim þeir vera eins og sextán ára aftur
og haga sér í samræmi við það, þó vissulega megi deila
um þann árangur sem erfiðinu óneitanlega fylgir. Við stelpurnar verðum aftur á móti mjög viðkvæmar fyrir því að hrukkur fara að myndast, mittið að stækka
gráum hárum að fjölga og allt í einu sjáum við hvað
sonur hennar Stínu í næsta húsi er rosalega niðurmjór
og fullkominn að ofan næstum eins og Tarsan. Við
getum lent í erfiðleikum með eitt og annað einmitt
þegar hann á leið framhjá og kemst ekki hjá að hjálpa
okkur. Það eru nefnilega furðu lík hegðunarvandamál
sem við fáum og strákarnir og við verðum ekki síður
lagnar við að sjá út fjallalömbin og augljósa
hreyfigetu þeirra. Á þessum umdeildu árum virðast framhjáhöld og smáskot
verulega fyrirferðamikil hvað sem hver segir því
alltaf er passað, að ekkert komist upp. Raunveruleg
ást virðist hverfa fyrir alls kyns hégóma og þörfin
fyrir ungdóm verður óþolandi og hallærisleg, því við
vitum og gerum okkur öll grein fyrir því, að vissulega
fer hann dvínandi, þó okkur dreymi dagdrauma um annað.Ef við höfum haft einhvers konar þráhyggju
tilhneigingu, þá má með sanni segja að hún virkilega
fá í huggulegheitum að vaxa og jafnvel blómstra, án
þess að við beinlínis leitum geðlæknis hjálpar,
einmitt á þessu sérstaka tímabili skiptanna frá miðjum
aldri að líklegri elli. Hætt er við að mörg ágætis hjónaböndin hafi splundrast
einungis vegna þess, að annar aðilinn gat ekki sætt
sig við að verða raunverulega miðaldra og í örvæntingu
sinni tók sér tíma í að þróa sig aftur á bak til
fimmtán ára aldursins í von um að geta afsannað aldur
sinn og þá annmarka sem honum geta fylgt. Á þessum
tilþrifamiklu árum getur verið vandlifað og kannski
ekki alltaf nákvæmlega rétt að a.m.k. siðferðislega. Ef við aftur á móti íhugum ástarlíf fugla eins og t.d. álftarinnar þá er þróunin þar allt önnur. Meðan
tilhugalíf álfta stendur sem hæðst er hnakkrifist og
og jafnvel slæst parið upp á líf og dauða. Þegar svo
þessu margslungna og átakamikla tilhugalífi lýkur hjá
álftunum fellur allt í ljúfa löð og þessar elskur
hreinlega í bókstaflegum skilningi þess orðs sjá ekki
ævina út neitt nema hvors annars nef og njóta vel og
mikið. Vissulega gætum við mennirnir tekið þetta skynsamlega
ferli til eftirbreytni og bitist ögn í framan af, tilað ljúka flestum leiðindum af í byrjun, til að geta
svo virkilega elskað hvort annað svo um munar meir og
meir með hverju því ári sem guð gefur okkur saman,
þannig, að logi ástareldsins kulni ekki heldur teygi
sig hlýr og fasmikill um líf okkar og tilveru þannig
að við virkilega finnum hvað það er yndislegt að vera
ástfangin alveg sama á hvaða aldri við erum.Sagan segir að á efri fullorðinsárum komi yfir okkur
óstjórnleg ástarævintýraþrá og hvergi dafni ástin og
unaður hennar eins og á elliheimilum landsins. Í
matar© og kaffitímum hafa þykkar vinnulúnar hendur
sést teygja sig varfærnislega undir borð og strjúka
létt læri og hné kærustunnar sem á móti brosir
feimnislega. Eins er mikið pískrað á göngunum ef
einhverjir eru að skjóta sér saman og vilja jafnvel
ekki við það kannast á almennafæri. Hvíslingar geta
verið í þessa áttina. " Hann er bara alltaf að læðast
inn til hennar eða ég skil ekkert í manneskjunni að
líta við þessum dóna, því hann er heimavanur á öllum
hæðum". Eins getur heyrst þetta. " Hvað er að
manninum, sér hann ekki að manneskjan er algjörlega
brjósta© og mittislaus, voðalega hefur honum farið
aftur". Í ellinni er dásamlegt að verða ástfangin því við erum
þá flest búin að skila bæði þjóðfélaginu sínu, auk
þess að hafa stutt blessuð börnin og jafnvelbarnabörnin líka, fyrir utan kannski allan skarann sem
við hygluðum einu og öðru að um daganna. Trúlofanir og
giftingar er mun tíðari en við kannski ætlum einmitt í
ellinni og kannski furðu litlar líkur á nokkrum
alvarlegum mistökum í vali á lífsförunauti, vegna þess
að við eru ekki eins eigingjörn í ástinni eins og á
árum áður. Kannski leggja aldraðir meira upp úr
kærleikanum og tillitsemi en við sem yngri erum og
óþroskaðri og þess vegna kunna þeir að elska svo um
munar og eftir er tekið.Og að lokum þetta. Ástin er nauðsynleg og á að vera
kveikja að öllu því besta sem í okkur býr, fyrir utan
það hvað hún er okkur öllum holl. Til þess að hún fái
það líf í hug okkar og hjarta sem henni sæmir er
nauðsynlegt að við sýnum henni virðingu. Það er alls
ekki rétt að kveikja væntingar hjá annarri persónu sem
við ætlum ekki að rækta og fylgja eftir. Við sköpum þá
annarri sál miklar þjáningar og sorgir, sem vissulega
er óafsakanlegt og verður að teljast grimmdarlegt. Ef
við viljum sjálf verða ástar njótandi ættum við að
flýta okkur hægt á hálum vegi ástarinnar, vegna þess
að þegar við erum á valdi tilfinninga okkar erum við
svo hrekklaus og væntingar okkar ekki alltaf rökrænar
og þaðan af síður ýkja skynsamlegar, ef betur er að
gáð. Það er því hyggilegt að gefa sér góðan tíma og
reyna eftir föngum að kíkja undir spariföt viðkomandi.
Það eru mikil forréttindi að fá að elska og vera
elskaður á réttan og einlægan hátt, og full ástæða til
að gera sig líklegan til þess arna. Hitt er svo annað
mál að ef okkur skortir áþreifanlega skilning á okkar
innra manni og dýpstu þrám, er hætt við að við verðum
vanhæfari til að veita og þiggja ást og þess vegna er
mikill styrkur fyrir ástina, að við eflum okkar
andlega líf eftir föngum og séum jafnframt minnug þess
að ástin á að göfga okkur en ekki öfugt elskurnar.
Hún á að gera okkur færari til að taka sigrum sem
ósigrum lífsins, auk þess að efla allt það sem teljast
verður styrkur fyrir manngildi okkar og framtíð í
þessum annars ágæta en hverfula heimi.