joaruna
Höfundur:
Jóna Rúna Kvaran
Jákvæðir stjórnendur
"Svar til Mjallhvítar "
Kæra Jóna Rúna!
Mig hefur lengi langað til að skrifa þér og læt verða af því nú. Ég er kona á óræðnum aldri og er í forsvari fyrir stéttarfélagi og langar til að spyrja þig hvernig ég mögulega komið félögum mínum og samferðar¬fólki til góðs á komandi tímum.
Ég treysti þér best til allra til að ráða mér heilt í þessum efnum, hvaða aðferð eða leið, er farsælust til þess að ná t.d. trausti fólks og koma jafnframt málum í höfn.
Eins væri áhugavert, að þú skoðaðir manngerðina og gæfir mér umsögn um hana með innsæi þínu. Það vefst fyrir mér hvort ég get mögulega látið gott af mér leiða. Ef þú hefur nokkur tök á að svara mér þætti mér sérlega vænt um það.
Með þakklæti og kærum kveðjum
Mjallhvít
Kæra Mjallhvítt! Þakka þér innilega fyrir bréfið og það traust sem þú sýnir mér, með því að óska eftir mati mínu á vilja þínum til góðra verka. Við skoðum þessar vangaveltur þínar og spurningar í gegnum innsæi mitt og hyggjuvit og þú velur svo úr það sem þér finnst einhvers virði með eigin dómgreind.
Mikilvægt að rækta innra líf sitt
Þegar mannlífið er skoðað kemur iðulega fram sú afstaða hjá okkur mörgum, að það sé of mikill hraði og streita í gangi, sem veldur því að við erum andlega sé sum heldur langt frá upplagi okkar, vegna alls kyns ytri hluta sem glepja. Ef þetta er sannleikur er full ástæða til að hvetja til frekari vilja okkar til að meta mikilvægi innri þátta mannsins líka, þannig að þeir komi að gagni í þjóðfélaginu og á viðkvæmum sem sigursælum augnablikum í lífi okkar flestra. Við verðum að minnast þess af og til a.m.k að persónu¬legri þættir mannlífsins fái sitt pláss sem víðast í samskiptum okkar hvert við annað, þannig erum við betur undir sorg og gleði þá sem okkur fellur í skaut á í lífsins ólgu sjó.
Það er nefnilega oft þannig í lífi okkar og athöfnum, að við stöldrum ekki við og íhugum " hver er ég", fyrr en kemur, að einhvers konar áfalli í ytri aðstæðum okkar svo sem atvinnumissi, eignatjóni, heilsufari hrakar eða að við missum ástvini okkar.
Við þurfum ekki að vera ýkja spámannlega hugsandi til að sjá, að þannig lífsmynstur er rangt. Það að verða fyrir áfalli og uppgötva í framhaldi þess, að við höfum ekki andlegan undirbúning, til að takast skynsamlega á við þær erfiðu tilfinningar og hugsanir, sem skapast í kjölfari þannig atburða, er mjög sorgleg staðreynd, sem er alltof algeng, því miður.
Tilfinningaleg þjálfun kostur
Vissulega fáum við flest inná æskuheimilum okkar ákveðna þjálfun í mannlegumsamkiptum, þó ekki væri nema vegna þess, að við verðum að umbera aðra heimilis¬fasta og þeir okkur, en er það nóg? Þetta fólk elskar okkur venjulegast og á því mun auðveldara með að fyrirgefa okkur, ef illa tekst til með samskiptin.
Aftur á móti þegar komið er út í lífið mætum við strax í æsku öðruvísi fasi og framkomu annarra og okkur ókunnugra, í gegnum t.d. þá, sem eru samvistum við okkur í skóla og á öðrum þeim vettvangi, þar sem börn koma saman. Vonbrigði og sárindi ýmis konar, eru ekki óalgengir fylgifiskar þjálfunarleysis okkar í almennri tjáningu tilfinnga okkar og hugsana sem koma í kjölfar þeirra og skapa meðal annars tengsl okkar hvert við annað, hvort sem við erum börn eða fullorðin.
Þjálfunarleysi, sem er afleiðing af skeitingarleysi og vanmati okkar á mikilvægi þess,að byrja nógu snemma í lífi okkar markvissa þjálfun og kennslu í mikilvægi heilbrigðra til¬finninga¬tjáskipta. Það að getað tjáð sig við hvern sem er um okkar hjartans mál og okkur kæra þætti í innra lífi okkar, er gulls í gildi og hverjum manni nauðsynlegt keppikefli að vinna að. Nokkuð sem er náttúrlega mikilvægur styrkur fyrir persónu¬leika hvers manns og eykur vissulega líkur á auknum tækifærum og meiri möguleikum sjálfum okkur til handa, hvort sem er í starfi eða leik.
Þar sem innri þættir okkar blasa ekki við, þegar horft er á okkur eða aðstæður okkar metnar, er nauðsynlegt að nota orð til að upplýsa aðra um hvernig við hugsum og hvað við viljum. Orð erum afleiðing tilfinninga og geðhrifa, sem koma af stað hugsunum, sem við veltum svo fyrir okkur í tækinu huganum og notum svo orð til að koma á framfæri niðurstöðum hugsanna okkar, eftir að hugurinn hefur fundið þessum vangaveltum og hughrifum rökrænan búning.
Ef við erum ekki strax í æsku meðvituð um að þarna á sér stað ákveðið rökrænt ferli, sem verður að vera meðvitað og þess vegna þarf það þjálfunar við, er ansi hætt við því, að við sem fullorðið fólk verðum sérfræðingar í að vanmeta okkur sjálf og annað fólk, sem afleiðingu af eigin vanmati á innra lífi okkar og tilfinnum þeim, sem koma hugsunum okkar af stað.
Jákvæð samskipti mikilvæg
Þú talar um að þig langi til að láta gott af þér leiða, í samskiptum þínum við annað fólk, sem að mínu mati er afar heilbrigður og skynsamlegur ásetningur og vonandi eru, sem flestir bæði stjórnendur og aðrir sömu skoðunar. Sá sem kýs að láta gott af sér leiða, er í eðli sínu bæði jákvæður og réttsýn.
Við getum engum leiðbeint eða styrkt andlega, nema byrja á að rækta sjálfs okkar huga fyrst. Þannig afstaða er örugglega nau¬ðsynlegur undanfari þess, að geta haft jákvæð áhrif á þá, sem við umgöngumst eða mæta okkur á ólíkum vettfangi lífsins, hvort sem eru samstarfsmenn okkar eða ástvinir, það að byrja á að byggja sjálfan sig upp andlega á sem jákvæðastan og kærleiksríkastan hátt.
Það að vera jákvæður og viðmótsþýður, er kostur í öllum þeim tilvikum, sem tengjast einhvers konar umvöndun. Venjulega er best að beita þannig áhrifum, ef við viljum efla hentug tengsl við þá, sem eiga að lúta vilja okkar eða þurfa yfir höfuð á leiðsögn okkar og ábendingum að halda.
Ef við erum ósátt við framkomu annarra, er ekki rétt að byrja umvöndun á neikvæðri athugasemd, heldur fremur á jákvæðri hreinskilni, sem undirstrikar eitt eða tvennt, sem verulega er eftir¬tektarvert í fram¬kvæmdum þess, sem þarf að umvanda við.
Ef þetta er gert hefur viðkomandi ákveðið innra öryggi, þegar kemur að því, að áminna eða leiðrétta ranga framkomu eða skökk viðhorf, til þess sem keppt er að hjá tiltekinni persónu og hún sættir sig betur við hreinskilna gagnrýni, í framhaldi af þannig framkomu þess sem umvandar.
Við erum öll þannig, að ef sanngirni og heiðarleiki ræður ríkum í gagrýni á störfum okkar eða persónu, eru við mun fúsari til að hlusta og sættast á að endur¬skoða afstöðu okkar. Jákvæð hvatning og uppbygging er langsterkasta vopn þeirra, sem þurfa að gefa öðrum ráð eða á annan hátt vísa samferðafólki sínu veginn.
Að kunna að hlusta
Flestir sem veljast, sem áhrifavaldar í líf annarra, hvort sem er persónulega eða óbeint verða fljót varir við það, að það borgar sig að hlusta vel á viðmælanda sinn og sjónarmið þeirra, sem vinna á fyrir eða með. Ef við leggjum okkur eftir því að gaumgæfa vel vilja þeirra, sem við tengjumst hvort sem er í leik, starfi eða inná heimilum erum við örugglega á hentugum jákvæðum leiðum til hvers kyns framfara.
Skilningur okkar og viðhorf eru mismunandi og sjaldan fullkomlega samsvarandi hjá öllum, því er það að kunna að hlusta ein mjög mikilvæg leið, til að fá fram allan vilja þess sem hlustað er á í hverju því máli, sem krefst umfjöllunar og ákveðinna lausna. Ef ekki er hlustað á önnur sjónarmið en sín eigin, skapast oft misklíð og misskilningur, sem erfitt getur verið að sjá fyrir endann á og sennilega seint unnið að velferð þeirra, sem gjarnan kysu að þiggja stuðning okkar, en ekki ef þeir eru beittir þannig ókurteisi, sem felur í sér megnustu óvirðingu við skoðanir og sjónarmið við¬komandi.
Þá er gott að hafa í huga, að öll mál sem unnin eru að í gegnum samvinnu, verða að vinnast á forsendu jafnréttis og heiðarleika, sem eru líklegri aflgjafar til að stuðla að góðri niðurstöðu, á hvers kyns lausnum þeirra mála, sem við ætlum og verðum að sigrast á og yfirvinna, heldur en t.d. neikvæði og tvöfeldni í hugsun. Sá sem hlustar á viðmælendur sína og ígrundar síðan það sem honum er sagt, er örugglega að efla sig sem stjórnanda og eignast traust og virðingu annarra.
Góð fyrirmynd
Í stjórnunarhlutverki er nauðsynlegt að vera vandur að virðingu sinni og gera fyrst og fremst kröfur til sín um vönduð og skynsamleg vinnubrögð. Ef öllum stundum er staðið við það sem sagt er vekur það aukið traust. Eins er að lofa aldrei meiru, en nokkuð öruggt er að hægt sé að standa við. Stundvísi er áríðandi og helst að sá sem stjórnar eða leiðir aðra, sé það kröfuharður við sjálfan sig að viðkomandi velji fremur, að koma fyrstur á fund en síðastur og má helst aldrei koma of seint það gerir þá sem hann á að leiða óörugga með hann og arga, sem er oft undanfari vantrausts. Eins er það að hvetja samstarfsfólk sitt, þegar því greinlega hefur tekist vel til í einhverju því sem notast vel eða er augljós ávinningur í.
Það að vera alþýðlegur og yfirlætislaus í allri um¬fjöllun, er jákvætt og virkar þannig að öðrum fer að þykja vænt um mann, sem vissulega eru ákveðin for¬réttindi, sem greiða síðan mjög götur okkar, ef við þurfum t.d. skjótan stuðning annarra, þegar vinna á að ákveðnum verkefnum.
Ef verið er að berjast við mjög neikvætt fólk og tillitlaust er ágæt regla að ástunda ekki þann ósið að munhöggvast við fólk, miklu heldur snúa sér frá viðkomandi, þannig að persónunni sé ljóst að þú sættir þig ekki við orðaskak af þessari tegundinni. Oftast er nefnilega sterkari leikur, það sem skapast af ákveð¬inni framkomu eða atferli, heldur en leik með inni¬haldslítil eða óviðkunnanleg orð, ef umdeilanlegar aðstæður skapast í framhaldi af einhvers konar neikvæði.
Það er stundum að skekkjur í framkomu okkar sjálfra verða þess valdandi, að aðrir hunsa vilja okkar og verk og þess vegna verður það að teljast afar jákvætt, að kjósa eins og þú, að finna farsælar leiðir, til að efla þitt innra líf. Einungis þannig, getur þú á endanum mögulega borið gæfu, til að efla það sem einhvers virði kanna að vera í samferðafólki þínu og öðrum þeim sem tengjast þér og þeim störfum sem þú kannt að leysa af hendi.
Með því að vera þú sjálf með þennan góða ásetning í farteskinu og njóta þín sem slík, eykur þú mjög líkur á því að verða öðrum til blessunnar. Veldu því leiðir til uppbyggingar þínu innra lífi, sem eru kristilegar og umfram allt í eðli sínu jákvæðar, þá kemur þú til með að láta gott af þér leiða, án mikillar fyrirhafnar.
Manngerð og möguleikar
Þú ert greinilega í upplagi þínu bæði réttlát og fordómalaus og það eru vissulega kostir hvað varðar það að leiðbeina öðrum. Skaphöfn þín liggur frekar djúplægt og getur það háð þannig, að ef að þér mis¬líkar við fólk eigir þú erfitt með að liggja á því, nema hugsa óþarflega mikið um mögulegar leiðréttingar. Af þessum ástæðum er hentugt fyrir þig að leysa flest ágreiningsmál jafnhraðan og þau verða til, en ekki draga slíkt um og of.
Þú ert býsna skipulögð og frekar verður það að teljast kostur í því hlutverki, sem þú hefur valið þér, en gæti gert þig óþarflega þreytta og kröfuharða á eigin störf. Nokkuð virðist þú til¬finningasöm og átt sennilega til með að sveiplast svolítið upp og niður, einmitt vegna tilfinninga þinna og það getur gert þig óörugga, vegna þess að þá fer skynsemin fyrir lítið.
Þú virðist eiga auðvelt með, að fá fólk til að hlusta á sjónarmið þín og það eflir þig í starfi. Þér er eðlilegt að vinna og sennilega áttu til með, að una þér ekki nógu mikillar hvíldar. Sem stjórn¬andi ertu nægilega viðkvæm sjálf og lífsreynd, til að eiga auðvelt með að sitja þig í spor þess, sem til þín leytar eftir stuðningi t.d. í persónulegum málum.
Þú hefur mjög sterka réttlætiskennd og ert býsna seig, sem er góður styrkur á móti hentugri viðkvæmi. Það er sennilegt, að þú eigir erfitt með að þola baktjalda¬makk hvers konar og getir orðið mjög illa sár og jafnvel reið vegna þess. Flest sem krefst nákvæmni og útsjónar¬semi á vel við þig.
Kostir þínir sem stjórn¬anda eru t.d. að þér er eðlilegt að beina sjónum þínum að litlu hlutunum og vinna vel úr þeim. Passaðu þig samt á, að það gangi ekki of langt þannig, að þú sjáir ekki blómabeðið fyrir arfanum, þá missir kannski rósin og fegurð hennar gildi sitt, þó í sama beði sé. Vitsmunalega, vilja og framkvæmdalega séð ertu augljós¬lega vel sett. Þú gætir verið langrakin, ef því er að skipta.
Eins ertu nokkuð stolt, viljasterk og þrá og það getur valdið því, að þér falli illa fólk, sem er fyrir¬ferðar¬mikið og stjórnsamt. Það er sennilega mjög ríkt í þér að efast um eigið ágæti, sem er óþarfi, því gallar þínir virðast liggja þannig, að þá má auðveld¬lega yfirstíga.
Þú gætir reynst býsna stjórnsöm í ástarmálum, en aftur á móti mjög sveigjan¬legt og þægilegt foreldri og góður stjórnandi. Þú ert þess trausts verð sem þér hefur verið sýnt sýnist mér og ekkert annað fyrir mig að gera en óska þér velfarnaðar í starfi.
Eða eins og einhver sagði í góðra vinahóp af gefnu tilefni:" Elskurnar mínar það má alla ævina bæta sig sem betur fer. Málið er bara að það er engin ástæða til að laga allt í einu þá verður maður svo fjári flatur andlega og stressaður."
Guð styrki þig á sem flestan hátt í þeim góða ásetningi þínum, að vilja láta gott af þér leiða.
Með vinsemd
Jóna Rúna
+++
Höfnun
Jóna Rúna Kvaran
Það er nokkuð öruggt að þegar fjalla á um höfnum að
okkur er töluverður vandi á höndum, meðal annars vegna
þess að þetta er eitt algengasta fyrirbrigði vandræða,
sem við mannfólkið verðum að taka á og horfast í augu
við. Við reynum eins og áður að vera verulega
sanngjörn og málefnaleg eftir atvikum. Það er
auðvitað mjög misjafnt, hvernig við lítum á hvað
verður að teljast höfnun og hvað ekki. Vissulega fer
slíkt mat bæði eftir þroska og greind þess sem fyrir
höfnun verður. Sjálfshöfnun er ekki undanskilin, því
hún er nokkuð algeng ekki síður en það að vera hafnað
af öðrum.Þegar við erum börn koma oft upp atvik hafnanna og þá
af ýmsum ástæðum. Skilnaðarbörn verða áþreifanlega vör
við höfnun. Vegna þess hvað skilnaðir barnafólks eru
tíðir, er full ástæða til að gefa þessu fyrirbrigði
nokkurn gaum. Barnið eða börnin verða einmitt við
skilnað iðulega bitbein foreldra. Báðir vilja barnið
hafa, en hvað vill barnið sjálft? Á þessu tímabili eykst allur áhugi fyrir barninu svo um munar. Það eru keyptir handa því ýmsir áður óþekktir hlutir, og flest gert til að ganga sem mest í
augu þeirra. Þetta framferði okkar foreldrana gerir barnið ruglað og það segir ýmist. "Ég vil vera hjá þér
mamma" eða" Pabbi ég ætla að eiga heima hjá þér."
Þarna magnast upp mikil sálræn- og tilfinningaleg
spenna, bæði hjá barni og foreldrum, því engin vill
verða undir í þessari ósæmilegu valdatogstreitu, sem
ekki er von kannski. Hvað gerist svo þegar fyrsta árið er liðið. Við
foreldrarnir leitum kannski að nýjum lífsförunaut og
af þeim ástæðum a.m.k meðan sú leit og árangur hennar
er á krítísku stigi, er langoftast að áhugi á barninu
fer dvínandi. Þetta veldur barninu miklu taugastríði
sem Guð einn veit hvaða afleiðingar getur haft þegar
litið er til lengri tíma. Á sama tíma og barnið fær minni tíma með foreldri sínu af augljósum ástæðum, er því ætlað að þýðast umbúðarlaust nýjan pabba eða mömmu. Þegar barn finnur sér hafnað, ef það getur ekki aðlagast viðkomandi líður
því mjög illa, án þess kannski að gera sér grein
fyrir, að um er að ræða tilfinningu höfnunar, sem það
auðvitað þekkir ekki og hefur sáralítinn möguleika á
að vinna úr hjálparlaust. Börnin verða nefnilega að
þiggja þær tilfinningar sem að þeim eru réttar og geta
svo að segja engu ráðið eða krafist í þeim efnum.
Allur þessi sársauki er nefnilega tilkomin af því að
pabbi og mamma gátu engan veginn fellt sig hvort við
annað og ákváðu að slíta samvistum. Á sama tíma jafnvel og þessi sársauki er í gangi í
einkalífi þeirra, er þeim kannski hafnað í ofan á lag
af skólasystkinum og jafnvel öðrum. Þegar við fullorðna fólkið erum eyðilögð yfir að okkur hefur verið hafnað er ágætt fyrir okkur að minnast þessa, því við
getum valið okkur fólk og tækifæri eftir höfnun, en
börnin verða að sætta sig við okkur þrátt fyrir að við
á vissan hátt höfum hafnað þeim. Á unglings árum er okkur betur orðið ljóst hvað
tilfinningin höfnun í raun þýðir, því með vaxandi
þroska greinum við þetta allt miklu betur og skiljum
jafnframt, að það að vera hafnað er ömurlegt. Sumir
unglingar hafna sér sjálfir vegna þess t.d., að þeim
finnst þau vera ósjáleg og lítt spennandi í augum
félagana. Þau fyllast þá óbærilegri tilfinningu þess,
að þau séu ekki gjaldgeng og verða tímabundið fráhverf
sjálfum sér og um leið kannski öðrum. Þannig sjálfshöfnun getur óneitanlega dregið dilk á
eftir sér og margur fyrirmyndar unglingurinn hefur
leiðst út í¢áheppilegan félagsskap í von um að verða
ögn álitlegri í hóp þeirra, sem gera ekki ströngustu
kröfur um fullkomnun einmitt vegna þess, að viðkomandi
bera ekki ýkja mikla virðingu fyrir sjálfum sér og þar
af leiðandi kannski ekki dómbær á hvað gagnrýna beri í
annarra manna fari. Á þeim árum sem ástarævintýrin eru í algleymingi er
ekki óalgengt að hafnanir séu tíðar og skapi miklar og
þungbærar skráveifur hér og þar í mannlífinu. Ef við
erum yfir okkur ástfangin af einhverjum og viðkomandi
kærir sig ekki um okkur er það erfið höfnum. Verra er
þó ef viðkomandi hefur sjálfur orðið til að magna
tilfinningar okkar og kveikja stórar væntingar hjá
okkur og síðan hætt við. Við tökum út þvílíkar kvalir að annað eins finnst
varla. Þunglyndi er algengt sem afleiðing af þessu
ástandi og kannski ekkert skrýtið; við verðum svo
innilega sár. Það sem kannski er óhuggulegra er að í
framhaldi af þessu þunglyndi grípur viðkomandi oft til
örþrifaráða sem meðal annars kemur fram í tíðum sjálfsvígum sem afleiðing af höfnun í ástarmálum. Okkur finnst nefnilega að við höfum fallið á prófum
ástarinnar og fyllumst sjálfsfyrirlitningu, sem dregið
getur þennan raunalega dilk á eftir sér.Þau okkar sem erfitt eigum með nám og kannski mistekst
á prófum þeim, sem vissum áföngum getur fylgt, í skóla
getum fyllst óbærilegri sjálfshöfnun og gefist upp
tímabundið á lífinu og einangrast sem afleiðing af
því. Erfitt getur verið að vinna sig frá þessum
tilfinningum og við staðið í þeirri röngu meiningu að
við séum ófær til náms. Í flestum tilvikum er slík
niðurstaða grundvallarmisskilningur. Það aðmistakast á prófum í skólagöngu okkar þarf ekki
endilega að vera mælistika á alhliða hæfni okkar,
miklu nær er að álykta sem svo ,,ég þarf bara að
þjálfast betur og næ árangri á endanum."Við sem erum á kafi í lífsgæðakapphlaupinu erum oft á
tíðum nokkuð háð vinnuveitendum okkar og áliti þeirra
á okkur sem starfsmönnum. Við teljum okkur hafnað, ef
verkin okkar eru að okkar mati ekki metin sem skyldi
og verðum ýmist öskureið eða gjörsamlega eyðilögð, sem
afleiðing að þessari tegund höfnunar. Við virðumst
flest þurfa annað fólk til að segja okkur hvert
manngildi okkar er og þá um leið hæfni til starfa. Eins er með yfirmenn sem starfsmenn hafna, þeir taka það vissulega nærri sér sem er mjög eðlilegt og eiga
venjulegast erfitt með að skilja af hverju þeim er
hafnað, enda ástæður oft mjög loðnar og illkvittnar
jafnvel þegar betur er að gáð. Í þessari tegund
höfnunar felst ekki minni hætta á sterkri kennd
höfnunar, sem ruglað getur sjálfsmatið tímabundið. Það á engin að komast upp með það að ákvarða manngildi okkar og hæfni án þess að við gerum það upp við okkur
hvaða álit við sjálf höfum á verkum okkar og persónu
fyrst. Þannig komum við sjálf í veg fyrir, að
ósanngjörn höfnun meðalmennskunnar fái líf í okkur
sjálfum og lami tímabundið starfshæfni okkar. Af
þessum ástæðum skoðuðum er virkilega viturlegt, aðeyða sem mestum tíma í sem fullkomnasta tegund
sjálfsræktar sem miðar fyrst og fremst að því að gera
okkur hæfari til að verjast hinum ýmsu tegundum
höfnunar og senda þær beint til föðurhúsa, með bros á
vör náttúrlega. Í ellinni er algengt að enn ein tegund höfnunar fái
líf. Við sem yngri erum og brattari erum því miður
mörg tiltölulega skeytingarlaus, þegar við höfnum þeim
sem hafa alið önn fyrir okkur og á árum áður lögðu
flest í sölurnar til að gera veg okkar sem mestan og
bestan. Við erum svo upptekin að eigin þörfum sum hver
að við látum gamla fólkið daga upp á stofnunum eins og
nátttröllin í gamla daga og þeim finnst vissulega að
þeim sé hafnað, óverðskuldað náttúrlega. Við sem erum að byggja okkur hallir og söfnum upp alls
kyns óþarfa lúxus í skjóli lífsaflsins, sem enn er
stöðugt ættum að eyða meiri tíma í mannleg samskipti
t.d. og þá þau samskipti sem liggja í meiri löngun til
að gefa gamla fólkinu ögn af tíma okkar, áður en það
verður of seint. Við gætum líka notað eitthvað af
nýungum tölvuvæðingarinnar til að reikna út til
gamans hvað það kostar að hafa fullorðna aðstandendur
inn á venjulegu heimili, þó hugmyndin kunni að virðast
neyðarleg og jafnvel ósmekkleg. Það er nefnilega
líklegt að kostnaðurinn verði engum ofviða, en sú
gleði sem sambúðinni gæti óneitanlega fylgt er öllumaurum betri. Við eigum að fá að vera eins lengi inn á
venjulegum heimilum og hægt er, en ekki lokast inn á
stofnunum, óhamingjusöm. Auðvitað er yndislegt, að
veikt fólk og illa haldið líkamlega eða andlega skuli
eiga kost á vist á hinum ýmsu stofnunum. Aftur á móti er hryggilegt til þess að vita að í
nútímaþjóðfélagi skuli finnast inn á stofnunum
fullorðið og tiltölulega hraust fólk, sem finnst að
bæði ættingjar og þjóðfélagið hafi hafnað því
freklega með því að afgreiða það langt fyrir tímann
inn á stofnanir, og það er erfið höfnunarkennd sem
þarna er á ferðinni. Hafnanir eru og verða alltaf sárar hvort sem það erum
sjálfshafnanir eða hafnanir af völdum annarra og erfitt
að ímynda sér hvernig og þá hvenær von sé á að slíkt
sé£ár sögunni. Best væri auðvitað að við værum öll
klár á því, að höfnun segir svo lítið um manngildi
okkar. Við getum aldrei í öllum tilvikum gert svo
öllum líki, hvað þá að við getum öllum stundum verið
alsæl með okkur sjálf. En þegar höfnun dregur úr
lífsafli okkar og framkvæmdarvilja er hún neikvæð og
þarf íhugunar við. Mikið er til af sálfræðingum og geðlæknum, sem eru
fúsir eru til að auðvelda okkur að skilja hvernig
vinna megi skipulega að því, að uppræta þessu hvimleiðu tilfinningu úr innra lífi okkar og
algjörlega nauðsynlegt að nota sér frábæra þjónustu
þessara starfsstétta í öllum þeim tilvikum þar sem við
erum þess ekki megnug sjálf, að uppræta höfnunartilfinninguna án utankomandi hjálpar. Það þarf engin að skammast sín fyrir að vera
eyðilagður yfir höfnun einhvers konar, slíkt er
fráleitt. Við getum tæplega komist í gegnum heila
mannsævi öðruvísi en að upplifa einhvers konar höfnun
og ekkert eðlilegra. Aftur á móti er mjög óeðlilegt,
ef þannig atvikast í lífi okkar, að við leggjum upp
laupana, því þá erum við óbeint að fallast á að við
eigum ekkert betra skilið en vera hafnað og það er
synd. Engin á að líða lengur fyrir höfnun en nauðsyn krefur.
Biturleiki og lægri þættir persónuleikans eru mjög
virk tilfinningaáhrif eftir hafnanir, og þá er um að
gera að fullvissa sig um hvort okkur finnst sá sem
hafnar eiga eitthvað sem við eigum ekki tvöfalt. Að lokum þetta; sé tekið tillit til þess, hvað við
erum flest áhugaverð, reyndar alveg yndisleg meira að
segja, er engin ástæða til að gefast upp, þó
ófullkomið fólk kunni að hafna okkar annars ágætu
persónu. Það er sem betur fer til fullt af fólki, sem
hefur enga tilhneigingu til að hafna öðrum og sístóverðskuldað, og þetta fólk er fleira en hitt sem
sérhæfir sig vegna einhvers konar vonbrigða með sjálft
sig í að hafna góðu og hæfileikaríku fólki. Það koma
ekki allir dagar í einu en sem betur fer hver á eftir
öðrum. Þetta er ágætt að hafa í huga, þegar við erum
leið og óhamingjusöm vegna annarlegrar þarfar fólks
til að beita okkur frávísun af nánast óskiljanlegu
tilefni. Allar framkvæmdir sem eru bersýnilegar rangar hitta
okkur sjálf fyrir fyrr en síðar. Þess vegna er engin
ástæða til að gráta óréttlæti það sem við finnum til,
þegar við erum á valdi þeirra viðkvæmu tilfinninga sem
frávísun óneitanlega fylgir. Þeir sem hafa rétt
sjálfsmat og næga virðingu fyrir sjálfum sér, sjá
vitanlega í gegnum allar óþarfa tilhneigingar annarra
til að gera lítið úr þeim, og brosa breitt þegar þeir
fá dyrnar á nefið á sér og dettur ekki í hug að gefast
svo auðveldlega upp, hvaða vopnum eða brögðum sem
beitt er til að hafna þeim. Þeir sem trúa á eigið
manngildi þurfa engu að kvíða, því þegar þeirra tími
kemur sem gerist fyrr eða síðar, sem betur fer, þá fá
þeir vitanlega að fullu notið sín.Í framhaldi af þessum spaklegu niðurstöðum hlustum við
á gott lag og látum okkur dreyma um betri tíma og
aukna hamingju.
+++
Jóna Rúna Kvaran
Jákvæðir stjórnendur
"Svar til Mjallhvítar "
Kæra Jóna Rúna!
Mig hefur lengi langað til að skrifa þér og læt verða af því nú. Ég er kona á óræðnum aldri og er í forsvari fyrir stéttarfélagi og langar til að spyrja þig hvernig ég mögulega komið félögum mínum og samferðar¬fólki til góðs á komandi tímum.
Ég treysti þér best til allra til að ráða mér heilt í þessum efnum, hvaða aðferð eða leið, er farsælust til þess að ná t.d. trausti fólks og koma jafnframt málum í höfn.
Eins væri áhugavert, að þú skoðaðir manngerðina og gæfir mér umsögn um hana með innsæi þínu. Það vefst fyrir mér hvort ég get mögulega látið gott af mér leiða. Ef þú hefur nokkur tök á að svara mér þætti mér sérlega vænt um það.
Með þakklæti og kærum kveðjum
Mjallhvít
Kæra Mjallhvítt! Þakka þér innilega fyrir bréfið og það traust sem þú sýnir mér, með því að óska eftir mati mínu á vilja þínum til góðra verka. Við skoðum þessar vangaveltur þínar og spurningar í gegnum innsæi mitt og hyggjuvit og þú velur svo úr það sem þér finnst einhvers virði með eigin dómgreind.
Mikilvægt að rækta innra líf sitt
Þegar mannlífið er skoðað kemur iðulega fram sú afstaða hjá okkur mörgum, að það sé of mikill hraði og streita í gangi, sem veldur því að við erum andlega sé sum heldur langt frá upplagi okkar, vegna alls kyns ytri hluta sem glepja. Ef þetta er sannleikur er full ástæða til að hvetja til frekari vilja okkar til að meta mikilvægi innri þátta mannsins líka, þannig að þeir komi að gagni í þjóðfélaginu og á viðkvæmum sem sigursælum augnablikum í lífi okkar flestra. Við verðum að minnast þess af og til a.m.k að persónu¬legri þættir mannlífsins fái sitt pláss sem víðast í samskiptum okkar hvert við annað, þannig erum við betur undir sorg og gleði þá sem okkur fellur í skaut á í lífsins ólgu sjó.
Það er nefnilega oft þannig í lífi okkar og athöfnum, að við stöldrum ekki við og íhugum " hver er ég", fyrr en kemur, að einhvers konar áfalli í ytri aðstæðum okkar svo sem atvinnumissi, eignatjóni, heilsufari hrakar eða að við missum ástvini okkar.
Við þurfum ekki að vera ýkja spámannlega hugsandi til að sjá, að þannig lífsmynstur er rangt. Það að verða fyrir áfalli og uppgötva í framhaldi þess, að við höfum ekki andlegan undirbúning, til að takast skynsamlega á við þær erfiðu tilfinningar og hugsanir, sem skapast í kjölfari þannig atburða, er mjög sorgleg staðreynd, sem er alltof algeng, því miður.
Tilfinningaleg þjálfun kostur
Vissulega fáum við flest inná æskuheimilum okkar ákveðna þjálfun í mannlegumsamkiptum, þó ekki væri nema vegna þess, að við verðum að umbera aðra heimilis¬fasta og þeir okkur, en er það nóg? Þetta fólk elskar okkur venjulegast og á því mun auðveldara með að fyrirgefa okkur, ef illa tekst til með samskiptin.
Aftur á móti þegar komið er út í lífið mætum við strax í æsku öðruvísi fasi og framkomu annarra og okkur ókunnugra, í gegnum t.d. þá, sem eru samvistum við okkur í skóla og á öðrum þeim vettvangi, þar sem börn koma saman. Vonbrigði og sárindi ýmis konar, eru ekki óalgengir fylgifiskar þjálfunarleysis okkar í almennri tjáningu tilfinnga okkar og hugsana sem koma í kjölfar þeirra og skapa meðal annars tengsl okkar hvert við annað, hvort sem við erum börn eða fullorðin.
Þjálfunarleysi, sem er afleiðing af skeitingarleysi og vanmati okkar á mikilvægi þess,að byrja nógu snemma í lífi okkar markvissa þjálfun og kennslu í mikilvægi heilbrigðra til¬finninga¬tjáskipta. Það að getað tjáð sig við hvern sem er um okkar hjartans mál og okkur kæra þætti í innra lífi okkar, er gulls í gildi og hverjum manni nauðsynlegt keppikefli að vinna að. Nokkuð sem er náttúrlega mikilvægur styrkur fyrir persónu¬leika hvers manns og eykur vissulega líkur á auknum tækifærum og meiri möguleikum sjálfum okkur til handa, hvort sem er í starfi eða leik.
Þar sem innri þættir okkar blasa ekki við, þegar horft er á okkur eða aðstæður okkar metnar, er nauðsynlegt að nota orð til að upplýsa aðra um hvernig við hugsum og hvað við viljum. Orð erum afleiðing tilfinninga og geðhrifa, sem koma af stað hugsunum, sem við veltum svo fyrir okkur í tækinu huganum og notum svo orð til að koma á framfæri niðurstöðum hugsanna okkar, eftir að hugurinn hefur fundið þessum vangaveltum og hughrifum rökrænan búning.
Ef við erum ekki strax í æsku meðvituð um að þarna á sér stað ákveðið rökrænt ferli, sem verður að vera meðvitað og þess vegna þarf það þjálfunar við, er ansi hætt við því, að við sem fullorðið fólk verðum sérfræðingar í að vanmeta okkur sjálf og annað fólk, sem afleiðingu af eigin vanmati á innra lífi okkar og tilfinnum þeim, sem koma hugsunum okkar af stað.
Jákvæð samskipti mikilvæg
Þú talar um að þig langi til að láta gott af þér leiða, í samskiptum þínum við annað fólk, sem að mínu mati er afar heilbrigður og skynsamlegur ásetningur og vonandi eru, sem flestir bæði stjórnendur og aðrir sömu skoðunar. Sá sem kýs að láta gott af sér leiða, er í eðli sínu bæði jákvæður og réttsýn.
Við getum engum leiðbeint eða styrkt andlega, nema byrja á að rækta sjálfs okkar huga fyrst. Þannig afstaða er örugglega nau¬ðsynlegur undanfari þess, að geta haft jákvæð áhrif á þá, sem við umgöngumst eða mæta okkur á ólíkum vettfangi lífsins, hvort sem eru samstarfsmenn okkar eða ástvinir, það að byrja á að byggja sjálfan sig upp andlega á sem jákvæðastan og kærleiksríkastan hátt.
Það að vera jákvæður og viðmótsþýður, er kostur í öllum þeim tilvikum, sem tengjast einhvers konar umvöndun. Venjulega er best að beita þannig áhrifum, ef við viljum efla hentug tengsl við þá, sem eiga að lúta vilja okkar eða þurfa yfir höfuð á leiðsögn okkar og ábendingum að halda.
Ef við erum ósátt við framkomu annarra, er ekki rétt að byrja umvöndun á neikvæðri athugasemd, heldur fremur á jákvæðri hreinskilni, sem undirstrikar eitt eða tvennt, sem verulega er eftir¬tektarvert í fram¬kvæmdum þess, sem þarf að umvanda við.
Ef þetta er gert hefur viðkomandi ákveðið innra öryggi, þegar kemur að því, að áminna eða leiðrétta ranga framkomu eða skökk viðhorf, til þess sem keppt er að hjá tiltekinni persónu og hún sættir sig betur við hreinskilna gagnrýni, í framhaldi af þannig framkomu þess sem umvandar.
Við erum öll þannig, að ef sanngirni og heiðarleiki ræður ríkum í gagrýni á störfum okkar eða persónu, eru við mun fúsari til að hlusta og sættast á að endur¬skoða afstöðu okkar. Jákvæð hvatning og uppbygging er langsterkasta vopn þeirra, sem þurfa að gefa öðrum ráð eða á annan hátt vísa samferðafólki sínu veginn.
Að kunna að hlusta
Flestir sem veljast, sem áhrifavaldar í líf annarra, hvort sem er persónulega eða óbeint verða fljót varir við það, að það borgar sig að hlusta vel á viðmælanda sinn og sjónarmið þeirra, sem vinna á fyrir eða með. Ef við leggjum okkur eftir því að gaumgæfa vel vilja þeirra, sem við tengjumst hvort sem er í leik, starfi eða inná heimilum erum við örugglega á hentugum jákvæðum leiðum til hvers kyns framfara.
Skilningur okkar og viðhorf eru mismunandi og sjaldan fullkomlega samsvarandi hjá öllum, því er það að kunna að hlusta ein mjög mikilvæg leið, til að fá fram allan vilja þess sem hlustað er á í hverju því máli, sem krefst umfjöllunar og ákveðinna lausna. Ef ekki er hlustað á önnur sjónarmið en sín eigin, skapast oft misklíð og misskilningur, sem erfitt getur verið að sjá fyrir endann á og sennilega seint unnið að velferð þeirra, sem gjarnan kysu að þiggja stuðning okkar, en ekki ef þeir eru beittir þannig ókurteisi, sem felur í sér megnustu óvirðingu við skoðanir og sjónarmið við¬komandi.
Þá er gott að hafa í huga, að öll mál sem unnin eru að í gegnum samvinnu, verða að vinnast á forsendu jafnréttis og heiðarleika, sem eru líklegri aflgjafar til að stuðla að góðri niðurstöðu, á hvers kyns lausnum þeirra mála, sem við ætlum og verðum að sigrast á og yfirvinna, heldur en t.d. neikvæði og tvöfeldni í hugsun. Sá sem hlustar á viðmælendur sína og ígrundar síðan það sem honum er sagt, er örugglega að efla sig sem stjórnanda og eignast traust og virðingu annarra.
Góð fyrirmynd
Í stjórnunarhlutverki er nauðsynlegt að vera vandur að virðingu sinni og gera fyrst og fremst kröfur til sín um vönduð og skynsamleg vinnubrögð. Ef öllum stundum er staðið við það sem sagt er vekur það aukið traust. Eins er að lofa aldrei meiru, en nokkuð öruggt er að hægt sé að standa við. Stundvísi er áríðandi og helst að sá sem stjórnar eða leiðir aðra, sé það kröfuharður við sjálfan sig að viðkomandi velji fremur, að koma fyrstur á fund en síðastur og má helst aldrei koma of seint það gerir þá sem hann á að leiða óörugga með hann og arga, sem er oft undanfari vantrausts. Eins er það að hvetja samstarfsfólk sitt, þegar því greinlega hefur tekist vel til í einhverju því sem notast vel eða er augljós ávinningur í.
Það að vera alþýðlegur og yfirlætislaus í allri um¬fjöllun, er jákvætt og virkar þannig að öðrum fer að þykja vænt um mann, sem vissulega eru ákveðin for¬réttindi, sem greiða síðan mjög götur okkar, ef við þurfum t.d. skjótan stuðning annarra, þegar vinna á að ákveðnum verkefnum.
Ef verið er að berjast við mjög neikvætt fólk og tillitlaust er ágæt regla að ástunda ekki þann ósið að munhöggvast við fólk, miklu heldur snúa sér frá viðkomandi, þannig að persónunni sé ljóst að þú sættir þig ekki við orðaskak af þessari tegundinni. Oftast er nefnilega sterkari leikur, það sem skapast af ákveð¬inni framkomu eða atferli, heldur en leik með inni¬haldslítil eða óviðkunnanleg orð, ef umdeilanlegar aðstæður skapast í framhaldi af einhvers konar neikvæði.
Það er stundum að skekkjur í framkomu okkar sjálfra verða þess valdandi, að aðrir hunsa vilja okkar og verk og þess vegna verður það að teljast afar jákvætt, að kjósa eins og þú, að finna farsælar leiðir, til að efla þitt innra líf. Einungis þannig, getur þú á endanum mögulega borið gæfu, til að efla það sem einhvers virði kanna að vera í samferðafólki þínu og öðrum þeim sem tengjast þér og þeim störfum sem þú kannt að leysa af hendi.
Með því að vera þú sjálf með þennan góða ásetning í farteskinu og njóta þín sem slík, eykur þú mjög líkur á því að verða öðrum til blessunnar. Veldu því leiðir til uppbyggingar þínu innra lífi, sem eru kristilegar og umfram allt í eðli sínu jákvæðar, þá kemur þú til með að láta gott af þér leiða, án mikillar fyrirhafnar.
Manngerð og möguleikar
Þú ert greinilega í upplagi þínu bæði réttlát og fordómalaus og það eru vissulega kostir hvað varðar það að leiðbeina öðrum. Skaphöfn þín liggur frekar djúplægt og getur það háð þannig, að ef að þér mis¬líkar við fólk eigir þú erfitt með að liggja á því, nema hugsa óþarflega mikið um mögulegar leiðréttingar. Af þessum ástæðum er hentugt fyrir þig að leysa flest ágreiningsmál jafnhraðan og þau verða til, en ekki draga slíkt um og of.
Þú ert býsna skipulögð og frekar verður það að teljast kostur í því hlutverki, sem þú hefur valið þér, en gæti gert þig óþarflega þreytta og kröfuharða á eigin störf. Nokkuð virðist þú til¬finningasöm og átt sennilega til með að sveiplast svolítið upp og niður, einmitt vegna tilfinninga þinna og það getur gert þig óörugga, vegna þess að þá fer skynsemin fyrir lítið.
Þú virðist eiga auðvelt með, að fá fólk til að hlusta á sjónarmið þín og það eflir þig í starfi. Þér er eðlilegt að vinna og sennilega áttu til með, að una þér ekki nógu mikillar hvíldar. Sem stjórn¬andi ertu nægilega viðkvæm sjálf og lífsreynd, til að eiga auðvelt með að sitja þig í spor þess, sem til þín leytar eftir stuðningi t.d. í persónulegum málum.
Þú hefur mjög sterka réttlætiskennd og ert býsna seig, sem er góður styrkur á móti hentugri viðkvæmi. Það er sennilegt, að þú eigir erfitt með að þola baktjalda¬makk hvers konar og getir orðið mjög illa sár og jafnvel reið vegna þess. Flest sem krefst nákvæmni og útsjónar¬semi á vel við þig.
Kostir þínir sem stjórn¬anda eru t.d. að þér er eðlilegt að beina sjónum þínum að litlu hlutunum og vinna vel úr þeim. Passaðu þig samt á, að það gangi ekki of langt þannig, að þú sjáir ekki blómabeðið fyrir arfanum, þá missir kannski rósin og fegurð hennar gildi sitt, þó í sama beði sé. Vitsmunalega, vilja og framkvæmdalega séð ertu augljós¬lega vel sett. Þú gætir verið langrakin, ef því er að skipta.
Eins ertu nokkuð stolt, viljasterk og þrá og það getur valdið því, að þér falli illa fólk, sem er fyrir¬ferðar¬mikið og stjórnsamt. Það er sennilega mjög ríkt í þér að efast um eigið ágæti, sem er óþarfi, því gallar þínir virðast liggja þannig, að þá má auðveld¬lega yfirstíga.
Þú gætir reynst býsna stjórnsöm í ástarmálum, en aftur á móti mjög sveigjan¬legt og þægilegt foreldri og góður stjórnandi. Þú ert þess trausts verð sem þér hefur verið sýnt sýnist mér og ekkert annað fyrir mig að gera en óska þér velfarnaðar í starfi.
Eða eins og einhver sagði í góðra vinahóp af gefnu tilefni:" Elskurnar mínar það má alla ævina bæta sig sem betur fer. Málið er bara að það er engin ástæða til að laga allt í einu þá verður maður svo fjári flatur andlega og stressaður."
Guð styrki þig á sem flestan hátt í þeim góða ásetningi þínum, að vilja láta gott af þér leiða.
Með vinsemd
Jóna Rúna
+++
Höfnun
Jóna Rúna Kvaran
Það er nokkuð öruggt að þegar fjalla á um höfnum að
okkur er töluverður vandi á höndum, meðal annars vegna
þess að þetta er eitt algengasta fyrirbrigði vandræða,
sem við mannfólkið verðum að taka á og horfast í augu
við. Við reynum eins og áður að vera verulega
sanngjörn og málefnaleg eftir atvikum. Það er
auðvitað mjög misjafnt, hvernig við lítum á hvað
verður að teljast höfnun og hvað ekki. Vissulega fer
slíkt mat bæði eftir þroska og greind þess sem fyrir
höfnun verður. Sjálfshöfnun er ekki undanskilin, því
hún er nokkuð algeng ekki síður en það að vera hafnað
af öðrum.Þegar við erum börn koma oft upp atvik hafnanna og þá
af ýmsum ástæðum. Skilnaðarbörn verða áþreifanlega vör
við höfnun. Vegna þess hvað skilnaðir barnafólks eru
tíðir, er full ástæða til að gefa þessu fyrirbrigði
nokkurn gaum. Barnið eða börnin verða einmitt við
skilnað iðulega bitbein foreldra. Báðir vilja barnið
hafa, en hvað vill barnið sjálft? Á þessu tímabili eykst allur áhugi fyrir barninu svo um munar. Það eru keyptir handa því ýmsir áður óþekktir hlutir, og flest gert til að ganga sem mest í
augu þeirra. Þetta framferði okkar foreldrana gerir barnið ruglað og það segir ýmist. "Ég vil vera hjá þér
mamma" eða" Pabbi ég ætla að eiga heima hjá þér."
Þarna magnast upp mikil sálræn- og tilfinningaleg
spenna, bæði hjá barni og foreldrum, því engin vill
verða undir í þessari ósæmilegu valdatogstreitu, sem
ekki er von kannski. Hvað gerist svo þegar fyrsta árið er liðið. Við
foreldrarnir leitum kannski að nýjum lífsförunaut og
af þeim ástæðum a.m.k meðan sú leit og árangur hennar
er á krítísku stigi, er langoftast að áhugi á barninu
fer dvínandi. Þetta veldur barninu miklu taugastríði
sem Guð einn veit hvaða afleiðingar getur haft þegar
litið er til lengri tíma. Á sama tíma og barnið fær minni tíma með foreldri sínu af augljósum ástæðum, er því ætlað að þýðast umbúðarlaust nýjan pabba eða mömmu. Þegar barn finnur sér hafnað, ef það getur ekki aðlagast viðkomandi líður
því mjög illa, án þess kannski að gera sér grein
fyrir, að um er að ræða tilfinningu höfnunar, sem það
auðvitað þekkir ekki og hefur sáralítinn möguleika á
að vinna úr hjálparlaust. Börnin verða nefnilega að
þiggja þær tilfinningar sem að þeim eru réttar og geta
svo að segja engu ráðið eða krafist í þeim efnum.
Allur þessi sársauki er nefnilega tilkomin af því að
pabbi og mamma gátu engan veginn fellt sig hvort við
annað og ákváðu að slíta samvistum. Á sama tíma jafnvel og þessi sársauki er í gangi í
einkalífi þeirra, er þeim kannski hafnað í ofan á lag
af skólasystkinum og jafnvel öðrum. Þegar við fullorðna fólkið erum eyðilögð yfir að okkur hefur verið hafnað er ágætt fyrir okkur að minnast þessa, því við
getum valið okkur fólk og tækifæri eftir höfnun, en
börnin verða að sætta sig við okkur þrátt fyrir að við
á vissan hátt höfum hafnað þeim. Á unglings árum er okkur betur orðið ljóst hvað
tilfinningin höfnun í raun þýðir, því með vaxandi
þroska greinum við þetta allt miklu betur og skiljum
jafnframt, að það að vera hafnað er ömurlegt. Sumir
unglingar hafna sér sjálfir vegna þess t.d., að þeim
finnst þau vera ósjáleg og lítt spennandi í augum
félagana. Þau fyllast þá óbærilegri tilfinningu þess,
að þau séu ekki gjaldgeng og verða tímabundið fráhverf
sjálfum sér og um leið kannski öðrum. Þannig sjálfshöfnun getur óneitanlega dregið dilk á
eftir sér og margur fyrirmyndar unglingurinn hefur
leiðst út í¢áheppilegan félagsskap í von um að verða
ögn álitlegri í hóp þeirra, sem gera ekki ströngustu
kröfur um fullkomnun einmitt vegna þess, að viðkomandi
bera ekki ýkja mikla virðingu fyrir sjálfum sér og þar
af leiðandi kannski ekki dómbær á hvað gagnrýna beri í
annarra manna fari. Á þeim árum sem ástarævintýrin eru í algleymingi er
ekki óalgengt að hafnanir séu tíðar og skapi miklar og
þungbærar skráveifur hér og þar í mannlífinu. Ef við
erum yfir okkur ástfangin af einhverjum og viðkomandi
kærir sig ekki um okkur er það erfið höfnum. Verra er
þó ef viðkomandi hefur sjálfur orðið til að magna
tilfinningar okkar og kveikja stórar væntingar hjá
okkur og síðan hætt við. Við tökum út þvílíkar kvalir að annað eins finnst
varla. Þunglyndi er algengt sem afleiðing af þessu
ástandi og kannski ekkert skrýtið; við verðum svo
innilega sár. Það sem kannski er óhuggulegra er að í
framhaldi af þessu þunglyndi grípur viðkomandi oft til
örþrifaráða sem meðal annars kemur fram í tíðum sjálfsvígum sem afleiðing af höfnun í ástarmálum. Okkur finnst nefnilega að við höfum fallið á prófum
ástarinnar og fyllumst sjálfsfyrirlitningu, sem dregið
getur þennan raunalega dilk á eftir sér.Þau okkar sem erfitt eigum með nám og kannski mistekst
á prófum þeim, sem vissum áföngum getur fylgt, í skóla
getum fyllst óbærilegri sjálfshöfnun og gefist upp
tímabundið á lífinu og einangrast sem afleiðing af
því. Erfitt getur verið að vinna sig frá þessum
tilfinningum og við staðið í þeirri röngu meiningu að
við séum ófær til náms. Í flestum tilvikum er slík
niðurstaða grundvallarmisskilningur. Það aðmistakast á prófum í skólagöngu okkar þarf ekki
endilega að vera mælistika á alhliða hæfni okkar,
miklu nær er að álykta sem svo ,,ég þarf bara að
þjálfast betur og næ árangri á endanum."Við sem erum á kafi í lífsgæðakapphlaupinu erum oft á
tíðum nokkuð háð vinnuveitendum okkar og áliti þeirra
á okkur sem starfsmönnum. Við teljum okkur hafnað, ef
verkin okkar eru að okkar mati ekki metin sem skyldi
og verðum ýmist öskureið eða gjörsamlega eyðilögð, sem
afleiðing að þessari tegund höfnunar. Við virðumst
flest þurfa annað fólk til að segja okkur hvert
manngildi okkar er og þá um leið hæfni til starfa. Eins er með yfirmenn sem starfsmenn hafna, þeir taka það vissulega nærri sér sem er mjög eðlilegt og eiga
venjulegast erfitt með að skilja af hverju þeim er
hafnað, enda ástæður oft mjög loðnar og illkvittnar
jafnvel þegar betur er að gáð. Í þessari tegund
höfnunar felst ekki minni hætta á sterkri kennd
höfnunar, sem ruglað getur sjálfsmatið tímabundið. Það á engin að komast upp með það að ákvarða manngildi okkar og hæfni án þess að við gerum það upp við okkur
hvaða álit við sjálf höfum á verkum okkar og persónu
fyrst. Þannig komum við sjálf í veg fyrir, að
ósanngjörn höfnun meðalmennskunnar fái líf í okkur
sjálfum og lami tímabundið starfshæfni okkar. Af
þessum ástæðum skoðuðum er virkilega viturlegt, aðeyða sem mestum tíma í sem fullkomnasta tegund
sjálfsræktar sem miðar fyrst og fremst að því að gera
okkur hæfari til að verjast hinum ýmsu tegundum
höfnunar og senda þær beint til föðurhúsa, með bros á
vör náttúrlega. Í ellinni er algengt að enn ein tegund höfnunar fái
líf. Við sem yngri erum og brattari erum því miður
mörg tiltölulega skeytingarlaus, þegar við höfnum þeim
sem hafa alið önn fyrir okkur og á árum áður lögðu
flest í sölurnar til að gera veg okkar sem mestan og
bestan. Við erum svo upptekin að eigin þörfum sum hver
að við látum gamla fólkið daga upp á stofnunum eins og
nátttröllin í gamla daga og þeim finnst vissulega að
þeim sé hafnað, óverðskuldað náttúrlega. Við sem erum að byggja okkur hallir og söfnum upp alls
kyns óþarfa lúxus í skjóli lífsaflsins, sem enn er
stöðugt ættum að eyða meiri tíma í mannleg samskipti
t.d. og þá þau samskipti sem liggja í meiri löngun til
að gefa gamla fólkinu ögn af tíma okkar, áður en það
verður of seint. Við gætum líka notað eitthvað af
nýungum tölvuvæðingarinnar til að reikna út til
gamans hvað það kostar að hafa fullorðna aðstandendur
inn á venjulegu heimili, þó hugmyndin kunni að virðast
neyðarleg og jafnvel ósmekkleg. Það er nefnilega
líklegt að kostnaðurinn verði engum ofviða, en sú
gleði sem sambúðinni gæti óneitanlega fylgt er öllumaurum betri. Við eigum að fá að vera eins lengi inn á
venjulegum heimilum og hægt er, en ekki lokast inn á
stofnunum, óhamingjusöm. Auðvitað er yndislegt, að
veikt fólk og illa haldið líkamlega eða andlega skuli
eiga kost á vist á hinum ýmsu stofnunum. Aftur á móti er hryggilegt til þess að vita að í
nútímaþjóðfélagi skuli finnast inn á stofnunum
fullorðið og tiltölulega hraust fólk, sem finnst að
bæði ættingjar og þjóðfélagið hafi hafnað því
freklega með því að afgreiða það langt fyrir tímann
inn á stofnanir, og það er erfið höfnunarkennd sem
þarna er á ferðinni. Hafnanir eru og verða alltaf sárar hvort sem það erum
sjálfshafnanir eða hafnanir af völdum annarra og erfitt
að ímynda sér hvernig og þá hvenær von sé á að slíkt
sé£ár sögunni. Best væri auðvitað að við værum öll
klár á því, að höfnun segir svo lítið um manngildi
okkar. Við getum aldrei í öllum tilvikum gert svo
öllum líki, hvað þá að við getum öllum stundum verið
alsæl með okkur sjálf. En þegar höfnun dregur úr
lífsafli okkar og framkvæmdarvilja er hún neikvæð og
þarf íhugunar við. Mikið er til af sálfræðingum og geðlæknum, sem eru
fúsir eru til að auðvelda okkur að skilja hvernig
vinna megi skipulega að því, að uppræta þessu hvimleiðu tilfinningu úr innra lífi okkar og
algjörlega nauðsynlegt að nota sér frábæra þjónustu
þessara starfsstétta í öllum þeim tilvikum þar sem við
erum þess ekki megnug sjálf, að uppræta höfnunartilfinninguna án utankomandi hjálpar. Það þarf engin að skammast sín fyrir að vera
eyðilagður yfir höfnun einhvers konar, slíkt er
fráleitt. Við getum tæplega komist í gegnum heila
mannsævi öðruvísi en að upplifa einhvers konar höfnun
og ekkert eðlilegra. Aftur á móti er mjög óeðlilegt,
ef þannig atvikast í lífi okkar, að við leggjum upp
laupana, því þá erum við óbeint að fallast á að við
eigum ekkert betra skilið en vera hafnað og það er
synd. Engin á að líða lengur fyrir höfnun en nauðsyn krefur.
Biturleiki og lægri þættir persónuleikans eru mjög
virk tilfinningaáhrif eftir hafnanir, og þá er um að
gera að fullvissa sig um hvort okkur finnst sá sem
hafnar eiga eitthvað sem við eigum ekki tvöfalt. Að lokum þetta; sé tekið tillit til þess, hvað við
erum flest áhugaverð, reyndar alveg yndisleg meira að
segja, er engin ástæða til að gefast upp, þó
ófullkomið fólk kunni að hafna okkar annars ágætu
persónu. Það er sem betur fer til fullt af fólki, sem
hefur enga tilhneigingu til að hafna öðrum og sístóverðskuldað, og þetta fólk er fleira en hitt sem
sérhæfir sig vegna einhvers konar vonbrigða með sjálft
sig í að hafna góðu og hæfileikaríku fólki. Það koma
ekki allir dagar í einu en sem betur fer hver á eftir
öðrum. Þetta er ágætt að hafa í huga, þegar við erum
leið og óhamingjusöm vegna annarlegrar þarfar fólks
til að beita okkur frávísun af nánast óskiljanlegu
tilefni. Allar framkvæmdir sem eru bersýnilegar rangar hitta
okkur sjálf fyrir fyrr en síðar. Þess vegna er engin
ástæða til að gráta óréttlæti það sem við finnum til,
þegar við erum á valdi þeirra viðkvæmu tilfinninga sem
frávísun óneitanlega fylgir. Þeir sem hafa rétt
sjálfsmat og næga virðingu fyrir sjálfum sér, sjá
vitanlega í gegnum allar óþarfa tilhneigingar annarra
til að gera lítið úr þeim, og brosa breitt þegar þeir
fá dyrnar á nefið á sér og dettur ekki í hug að gefast
svo auðveldlega upp, hvaða vopnum eða brögðum sem
beitt er til að hafna þeim. Þeir sem trúa á eigið
manngildi þurfa engu að kvíða, því þegar þeirra tími
kemur sem gerist fyrr eða síðar, sem betur fer, þá fá
þeir vitanlega að fullu notið sín.Í framhaldi af þessum spaklegu niðurstöðum hlustum við
á gott lag og látum okkur dreyma um betri tíma og
aukna hamingju.
+++