Höfundur:
Jóna Rúna Kvaran
Eigi ekki framtíð
"Svar til Dódó"
Kæra Jóna Rúna!
Ég er stúlka um tvítugt og mig langar að leita ráða hjá þér.Ég var mjög háð vinkonum mínum í æsku og það tel ég stafa af uppeldinu þ.e. sambandinu milli pabba og mömmu, en ég er elst af fjörum systkinum. Mamma er mjög lokuð og talar mjög lítið um sjálfa sig og mér finnst hún mjög óþolinmóð við okkur krakkana.
Eins hefur hún ofverndað mig alveg frá því að ég var lítil. Pabbi er opnari og talar yfirleitt fyrir mömmu. Honum finnst ég of lokuð og vill að ég komi með vandamál mín til hans, en mér finnst ég svo þvinguð þannig. Yfir¬leitt er andrúmsloftið á heimilinu mjög þvingað og lítið talað um áhyggur og vandamál, sem uppá koma.
Pabbi og mamma sögðu mér eitt kvöldið, að þau væru komin á hæsta standard í lífinu, af því að við erum búin að byggja stórt og fallegt hús og pabbi er komin vel á veg í nýja fyrirtækinu sínu. Reyndar eigum við allt til alls peningalega séð.
Ég er búin að taka þá ákvörðun að hætta í skóla um tíma. Mig langar til að mennta mig eitthvað fyrir framtíðina, en ég veit ekki hvað ég vil og hvar takmörk mín eru. Reyndar er ég mjög hlédræg og á erfitt með að ná tilfinningatengslum við aðra. Ég er ekkert sérlega lagleg og frekar óánægð með útlitið.
Mér finnst gott að getað verið útaf fyrir mig, en langar samt að eignast vini, sem ég get talað við um hvað sem er, þó að ég sé svolítið kuldaleg í sam¬skiptum við aðra.
Ef ég að segja eins og er, þá held ég að ég sé að verða einhvers konar mannafæla og ég er hrædd um að ég sé alltof mikið ein. Ég kvíði fyrir framtíð¬inni því mér finnst ekkert fara batnandi. Mér þætti vænt um, ef þú gætir gefið mér einhverjar ráðleggingar Jóna Rúna.
Kær kveðja
Dódó
Elskulega Dódó!
Mikið er bréfið þitt hnitmiðað og greindarlegt það liggur við, að mér finnist asnalegt, að reyna að ráðleggja þér og skoða ástandið. Mér finnst nefnilega skína allsstaðar milli línanna, að þú skiljir það ótrúlega vel og óskir fremur eftir staðfestingu minni á að þú hafir rétt fyrir þér heldur, en beint ráðum.
Við reynum þó af því að ég bý ekki heima hjá þér og ætti því sem hlutlaus aðili þess vegna, að getað kannski séð út eitthvað til viðbótar við það, sem þú þegar áttar þig á. Við notumst alfarið við innsæi mitt og hyggjuvit, en alls ekki það sem mögulega getur fallið undir einhvers konar sérhæfingu.
Ofverndun í uppeldi er galli
Ef við byrjum eins og oft áður elskan, að fara með þig aftur í fortíðina og skoðum vankvæði þess, að ofvernda börn, þá gæti það mögulega skýrt eitt og annað út, sem ekki virðist alveg ljóst. Oft er það að foreldrar standa í þeim grundvallarmisskilningi, að þeir "eigi" börnin sín og af þeim ástæðum sé það einkamál þeirra, hvort þeir skipuleggi þau og hugsi nánast fyrir þau, sem vissulega gerist iðulega og er einn mikilvægur misskiln¬ingur í uppeldi, þegar um er að ræða ofverndun ein¬hvers konar.
Vissulega verður að viðurkennast að þessi hvimleiði misskilningur, er venjulegast ómeð¬vitaður og í innsta eðli sínu ekki neikvæður, þó pirrandi sé og niðurbrjótandi fyrir persónulegan þroska fólks. Á ferðinni er oft nokkurs konar ofurást á barninu og henni fylgir venjulega ákveðið vanmat á hæfni barnsins á að ráða og hafa skoðun á hugsunum sínum og athöfnum, þó ekki sé verið að tala um nema einföldustu og sjálfsögðustu hluti, sem hverju barni er fullkomlega eðlilegt að hafa skoðun á.
Við foreldrarnir vanmetum oft stórlega huglæga hæfni barna okkar og gerum þeim þar með mjög erfitt fyrir með að þróa eins persónulegt sjálfstæði frá upphafi og hægt er. Þú er elst og mamma þín lokuð eins og þú bendir á þannig, að ekki er ósennilegt að hún hafi fengið einhvers konar tilfinningalega útrás strax í frum¬bernsku þinni á eigin vanda félagslegra hafta og óaðvitandi hugsað í gegnum þig um leið og hún þurfti náttúrlega að nota orð til að koma hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri við þig á sínum tíma.
Henni hefur sennilega létt sálrænt og tilfinningalega við að eiga þessi orðaskipti og um leið fundist hún finna styrk andlega, sem hún virðist ekki finna í gegnum eðlileg tjáskipti við fullorðna og þá kannski fyrst og fremst föður þinn.
Persónulegt sjálfstæði er mikilvægt
Þetta vill svo verða að nokkurs konar vana, sem hún tekur ekki eftir, að er þrúgandi fyrir þig, þar sem þú virðist ekki þurfa ofverndunarinnar við, af því að eins og kemur greinilega fram í bréfi þínu, er þér fremur eðlilegt að hafa skoðun.
Ofverndun í hvaða myndum sem er fyrir börn veikir þau, enda kemur í ljós að þú á erfitt með að tengjast öðrum, vegna þess að þér hefur verið stjórnað og þú skipulögð of mikið. Kemmst sennilega í vandræði, ef þú átt að tjá þig við þá, sem svo gjarna vildu hlusta á þín sjónarmið, án þess að gera minnstu tilraun til að vanmeta skoðanir þínar og hvað þá reyna að taka af þér ráðin. Þetta ætti að vera kostur, en í raun gerir það þig óvissa og óörugga af því að þér er enn þá hitt atferlið tamara.
Þú bendir líka sjálf á að þú teljir, að þú hafir verið óþarflega háð vinkonum þínum í æsku einmitt vegna þess hvað þú varst of¬vernduð af mömmu þinni þótti þér eðlilegt að þær ráðskuðust með þig líka, sem verður að teljast alröng þróun vináttu¬tengsla.
Hvað er réttur staðall
Þú segir að foreldrar þínir séu efnislega velstæðir, en eðlileg áhygguefni séu alls ekki rædd. Flest virðist benda til þess að þér finnist ófullnægjandi, að eiga nóg að bíta og brenna á meðan allt er í einhvers konar flækju í eðlilegum tjáskiptum innan fjölskyld¬unnar.
Á sama tíma bendir þú á að pabbi þinn sé fús til að greiða með þér úr áhyggjuefnum þínum og hugsanlegum vandamálum sem í sjálfum sér mætti líta á sem mögulega kost fyrir þig. Málið er bara elskan að ung kona á ekkert sérlega auðvelt með að ræða sínar leyndustu hugsanir og þrá við karmenn og allra síst föður sinn sem hún óttast að kunni að geta verið of við hlutdrægur í öllum þeim líklegu lausnum sem fáanlega væru og skil ég þig vel. Það er margt sem karmaður fer ekki í gegnum á nákvæmlega sama hátt og kona, þó fremur verði það að teljast stigsmunur en eðlismunur.
Eins er að hann virðist heldur leiða samband sitt og móður þinnar samskiptalega séð, og þar sem þú ert nokkuð spæld yfir ráðríki hennar, á sama tíma og hann er mögulega stóri maðurinn í hennar augum, er hætt við að hann tæki frekar hennar taum en þinn, þó ekki sé hægt að fullyrða það, er það samt líklegt nema hann sé það þroskaðri og þessi möguleiki kemur ekki væntum¬þykju við.
Innri verðmæti áríðandi
Betra væri í þínu tilviki, að eignast góða og skilningsríka trúnaðar¬vinkonu sem svipað þörf hefur og þú á að tjá sig um sínar leyndustu hugsanir og um leið kannski kvarta svolítið yfir skilningsleysi þeirra, sem í kringum þig eru á sjálfum þér og lík¬legum lífstilgangi.
Lífsleiði hjá jafn ungri stúlku og þér hlýtur fyrst og fremst að stafa af annars vegar þekkingarleysi á sjálfs sín möguleikum og hins vegar að það líf, sem hún þekkir úr foreldra húsum, er ekki það líf sem hún kýs sjálfum sér til handa. Þú átt að geta ákvarðað sjálf með réttum viðhorfum gagnvart sjálfri þér og auknum skilningi á mögulegum lífstilgangi, að getað valið það lífsmynstur, sem er í samræmi við hugmyndir þínar og skilning á hvað er rétt eða rangt keppikefli að stefna á í þessum vandmeð¬förnu efnum.
Veraldarhyggja hverful
Þú ert alls ekki á þeirri skoðun virðist vera að að veraldlegir hlutir umfram eðlilegar þarfir okkar séu eins nauðsynlegir til auka hamingju okkar eins og sum okkar vilja meina og jafnvel reikna með, ef þeim er ekki samfara mild og mannbætandi tilfinn¬inga¬tengs.
Það hefur elskuleg enginn orðið hamingju¬samur og æðru¬laus vegna einungis ytri velgengni. Við verðum að eignast innri verðmæti og þau kaupum við ekki, heldur koma þau sem afleiðing af kærleiksríku hugaþeli til annarra og sjálfs sín líka, auk þeirra leiða, sem við veljum til að takast á við manneskjulega og þroskast af.
Því er spurning hvort ekki í ykkar og sumra annarra tilvikum kæmi sér ekki betur, að eiga ögn minni möguleika á óþarfa lúxus, en meiri og betri hæfni til að elska hvert annað og umbera eins og við erum, en ekki eins og aðrir vildu hafa okkur. Hitt er svo annað mál, að með þessari ábendingu er svo langt því frá að verið sé, að gera lítið úr þeim efnislegu gæðum sem fólk á kost á og hefur með eigin höndum unnið fyrir.
Menntun og hæfileikar
Hvað varðar það að þú ætlar að hvíla þig á skólagöngu um tíma og hugsa þinn gang, þá er þetta að segja. Það að mennta sig er og verður ávallt kostur, hvað svo sem tekur við þegar upp er staðið. Þú segist ekki viss um hvar áhugasvið þín liggja nákvæmlega, sem verður að teljast ofureðlilegt, því líklegt er að þú hafir ekki rædd þig og kosti þína og augljósa hæfileika svo mikið við þá sem eru í kringum þig, og þess vegna lítið séð út úr því dæmi enn þá.
Persónulega er hvers kyns lærdómur ávinningur og aldrei hægt að tapa í eiginlegum skilningi þess orðs á að mennta sig. Hitt er svo annað mál að það er ekki endilega galli að hverfa frá skóla um tíma sér í lagi ef okkur finnst við þrúguð af skólavistinni eins og hvarlar af mér í þínu tilviki.
Ómeðvitað gætu þetta verið einhvers konar mótmæli þín við að þér finnst röngum samskiptum inná heimilin, þannig að þér finnst það í sjálfum sér engan varða, þó þú hverfir frá námi um tíma. Foreldrar þínir eru örugglega fremur hlynntir því, að þú haldir áfram og klárir, frekar heldur en þú takir þér frí, sem er auðvelt að skilja.
Þú aftur á móti ert sjálfráða og átt þar af leiðandi rétt á að ákvarða sjálf, hvort skólinn sé þér verðugt keppikefli eða ekki. Það er samt engin trygging fyrir því, að við uppgötvum endilega hæfileika okkar og kosti, þó við hvílum okkur á skólanum. Oft kemur einfaldlega einhvert los á okkur sem afleiðing af slíku, þó ekki sé það regla.
Aftur á móti með því, að auka við lærdóminn og temja sér um leið sjálfs aga er öllu líklegra, að smátt og smátt opnist augu okkar fyrir því, sem við viljum með lífi okkar. Það þarf því ekki, elskan, að vera neinn sjáanlegur kostur, að drífa sig í frí frá skóla og ekki síst, þegar við höfum ákveði, að mennta okkur hvort sem er. Svo hugsaðu þig vel um, áður en þú tekur þessa ákvörðun.
Fegurð er ekki endilega líkamleg
Ef við íhugum hvað er fegurð og hvað ekki, þá er ágætt að hafa í huga að fólk sem í fljótu bragði virðist fallegt vegna fullkomleika í andlitsbyggingu og dráttum getur virkað ófrítt ef það er innhaldslaust og neikvætt kannski. Einstaklingur sem hefur til að mynda óreglulega andlitsdrætti og jafnvel alltof stórt nef, enga höku getur vist afar fallegur ef viðkomandi er óeigingjarn, jákvæður og léttur í skapi.
Á þessu sést að það þýðir ekki elskan mín að standa fyrir framan spegilinn einn út í horni og stara á stóra nefið sitt og í framhaldi af því kannski falla í öngvit af vonbrigðum yfir því hvað forsjónin var spör á fegurð okkur til handa. Þannig skoðun og gagnrýni á eigin útliti er einföldun á því sem er raunveruleg fegurð. Ef þér er hugleikið eins og virðist vera að eignast innri verðmæti og losa þig við kuldalega framkomu sem virðist þér ekki eiginleg er ekki ósennilegt að þér verði brátt ljóst að öðrum finnst þú nokkuð sæt stelpa og sennilega býsna mikið í þig varið.
Innsæi og skriftin
Fljótt á litið virðist þú nokkuð vel af Guði gerð. Þú ert augljóslega viðkvæm og vandmeðfarin og ekki síst vegna þess að þú hefur djúplægar tilfinningar og stórt skap. Það eru hinir og þessir kostir sem þú virðist búa yfir og fljót á litið virðist þú algjörlega jafnvíg til höfuðs og handa og þar af leiðandi getur orðið dálítið hik á þér í vali á mögulegu lífs¬hlutverki.
Af þessum ástæðum er mikilvægt fyrir þig, að setjast niður og skrifa upp í fyrsta lagi, það sem þú telur styrk í eigin fari og alla þá mögulegu hliðarþætti, sem líklegir eru í fari þínu til að styrkja augljósan kosti. Heldur er ósennilegt, að þú uppgötvir ekki nóga kosti í eigin upplagi, miklu fremur of marga einmitt hvað varðar hæfileika.
Það er eins og þú sért á einhvern hátt of nákvæm í fram¬kvæmdum þínum, á nákvæmlega sama tíma, sem augsýnilega gætir nokkrar tilhneigingar til að vilja losna undan ábyrgð. Þú ert á vissan hátt einræn, en ekki þannig, að það ættu að vera höft á þér hvað varðar að tengjast öðru fólki. Ég held að ástæðan fyrir því, að þú ert einmanna og óframfærin, sé frekar ákveðið vanmat þitt á sjálfri þér og kannski óheppi¬legur samanburður þinn á sjálfri og svo aftur þeim, sem þú kannt að eiga kost á að kynnast og þú þér óvinveitt í mati þínu á sjálfri þér.
Það gæti verið kostur að fara í einhvern jákæðan félagskap, þar sem einstaklingur fellur svolítið inn í fjöldann, þannig fengir þú rólega að tengjast ókunn¬ugum og um leið getur fært þig og þinn vilja upp á skaftið, þannig að þú yrðir sjálfsöruggari.
Vanmat er eitt af því, sem þú verður að vinna bug á einmitt hvað varðar eigin getu og möguleika. Það væri alveg upplagt fyrir þig að lesa sjálfstyrkjandi bækur og þá þannig, að þú gæfir þér góðan tíma til að íhuga hverja nýja hugsun eða kunnuglega, sem þar kæmi fram til að bera saman við þig og þína reynslu.
Þú virðist býsna þroskuð eftir aldri og það er kostur, þegar litið er á framtíð þína, en getur gert þig einmanna meðal jafnaldra þinna. Þú ert trygglynd, rómantísk, draumlynd og lítil í þér. Á móti ertu óþolimóð, fljóthuga, framtaksöm og gefin fyrir tilbreytingu í daglegu hegðunarmynstri, sem getur virkað á aðra þannig, að þú virðist í huga þeirra reikul. þÚ virðist nauðsynlega þurfa að eiga þér markmið að keppa að og allt sem hefur í för með sér aukna möguleika þér til handa hvað þetta áhrærir er kostur fyrir þig.
Sem sagt elskuleg þú er ekki svo fráleit finnst þér það nokkuð? Þér er eiginlega vorkunnarlaust, að eignast gott og gæfuríkt líf, ef þú reynir öllum stundum að vera þú sjálf, en ekki einhver ímynd, sem aðrir vilja búa til í þig. Þar er sér í lagi átt við þá sem vilja ráðskast með þig að eigin geðþótta eins og þú værir enn þá 1o ára.
Eða eins og lífsleiða stúlkan sagði eitt sinn af marggefnu tilefni, þegar loksins sæmilega hugsandi fólk bankaði upp hjá henni." Elskurnar mínar auðvitað hlýtur að finnast í veröldinni fólk, sem áhuga hefur á að rækta með sér farsælt innra líf, en ekki endilega á kostnað ytri verðmæta. Best væri náttúrlega að þetta tvennt héldist í hendur hvert við annað og þannig afstöðu langar mig til að temja mér."
Guð gefi þér aukin lífsvilja og meiriháttar trú á lífið og þína ágætu persónu. Með vinsemd Jóna Rúna
+++
i
Höfundur Álit annarra
Jóna Rúna
Hugleiðing
Þegar fjalla á um eins viðkvæmt mál þátt í mannlegum samskiptum og álit annarra á okkur, og þá um leið álit okkar á öðrum, er töluverður vandi að velja hvað er
áhugavert og hvað ekki. Við reynum þó eftir föngum að vera eins sanngjörn og málefnaleg og hægt er, jafnvel þó að tilfinningarnar kunni að bera okkur ofurliði á köflum eins og gengur. Þegar við erum ung og ómótuð erum við þó ekki yngri en það, að við berum eignir okkar saman við eigur leikfélagana og er sá samanburður ekki alltaf tekinn út þrautalaust. Ef Sigga vinkona á stærra hjól en við og það hefur jafnvel aukalúður á stýrinu sem hægt er blása í og mynda með hljóðinu vísi að lúðrasveit, er ekki nokkur efi á að Sigga stór stækkar í áliti hjá okkur ef við erum að auki bara fimm ára. Á þessum annars eftirminnilegum árum var reyndar fátt sem varð ekki álitsauki fyrir vini og kunningja í augum okkar, ef við áttum ekki sjálf tiltekna hluti eða sátum við sama borð í efnahagslegum tilvikum. Börn sem áttu t.d. pabba sem sigldi um heimsins höf, voru í miklu áliti og að gefnu tilefni að sjálfsögðu. Þessi sjómannsbörn fengu t.d. miklu meira af leikföngum ýmis konar og þá jafnvel innan um og saman við gripi sem aldrei höfðu sést í búðum á Íslandi, eftir því sem áreiðanlegar heimildir þessa tíma sögðu. Hver man ekki eftir fornfárlegum indjánahöfuðfötum, ásamt alltof stórum skinnhúfum með feitu löngu skotti sem náði niður að herðablöðum, og sveiflaðist fram og aftur á höfði viðkomandi drengs, sem gat ekki leynt hrifningu sinni og yfirburðum yfir okkur hina ræflana, sem máttum sætta okkur við stórar og þunglamalegar íslenskar lopahúfur á burstaklippt höfuðið. Stelpurnar sem þessa pabba áttu voru venjulegast birgar af alls kyns servíettum keyptum náttúrulega í Ameríku eða Evrópu og fylltu okkur hinar stelpurnar sem bara áttum ósköp venjulegar afmælis- og jólaservíettur öfund, og álit okkar á þessum eignamiklu stallsystrum okkur varð umsvifalaust meira en góðu hófi gegndi. Þessar erlendu munn- eða handþurrkur svo við notum venjulegt alþýðumál voru einhverjar vinsælustu skiptivörur þessa tíma. Óvíst er að það yrði álitsauki fyrir litla nútímastelpu, að eiga umframbirgðir af servíettum í dag, þó þær ættu uppruna sinn í erlendri höfn. Á unglingsárum okkar er það staða okkar í hópnum sem ræður úrslitum um, hvort við njótum álits eða ekki meðal jafnaldrana. Það verður að segjast eins og er þegar litið er til baka í líf okkar, að ekki gekk alltaf of vel að skapa sér sess í hópnum og kom þar margt til. Fyrir það fyrsta ef um hópvináttu er að ræða þurfa helst allir að vera eins, hugsa, klæða og tjá sig sem líkast hinum í hópnum. Ef við erum meiriháttar lummur í augum þeirra sem hóp hafa myndað, er vonlaust að reyna að troða sér inn. Ástæður þær sem geta legið á bak við álitsvöntun á okkur á þessum árum eru margar og misjafnar, ekki er undarlegt þó unglingur geti stórefast um manngildi sitt ef hann ekki fellur inn í hópinn. Erfiðleikar okkar á unglingsárunum eru miklir ef við trúum því að tilvera okkar og velgengni byggist á því, hvort jafnaldrar okkar hafi rétt álit á okkur eða ekki. Unglingur sem ekki á nægilega smart föt og hinir, er umsvifalaust afgreiddur hallærislegur og ófær í hópinn, nema náttúrulega að viðkomandi búi yfir einhverjum sérgáfum eins og t.d. spili á trommur eða gítar eða reynist snjall í íþróttum einhvers konar. Á þessu tímabili í lífi okkar erum við ekki að velta okkur upp úr því hvað kunni að liggja á bak við það, að sá sem ekki er gjaldgengur í hópinn á t.d. ekki alltaf heimangengt, og verður að sætta sig við að ganga í því sem fjölskyldan hefur efni á að kaupa. Við erum á þessum árum ekki í neinum sálfræðikönnunum, heldur afgreiðum jafnaldra okkar annað hvort gjaldgenga eða ekki. Unglingar sem koma frá fátækum heimilum geta ekki vænst þess að vera klædd upp í hverjum mánuði, jafnvel þó álitið sé í húfi. Eins er með börn sem koma frá heimilum sem eru í upplausn, þau fá ekki einu sinni sum hver einstaklings- umhyggju eða tækifæri til að styrkja sjálfsálitið vegna ýmis konar erfiðleika fjölskyldunnar. Þessi börn verða svo kannski að auki að sætta sig við höfnum og dvergvaxið álit skólafélaganna, sem botna ekkert í svona fjölskyldumynstri og gera enga tilraun til að kynnast viðkomandi, bara af því að áhrifa erfiðleikana gætir ýmist í fötum þeirra eða viðhorfum til hlutanna. Auðvitað viljum við öll á þessum árum eignast sem fyrst álit annarra og ekki síst eftir að við förum að skilja, að það er ekki sama að vera bara Jóna, heldur er miklu fínna að vera auðvitað séra Jóna með tilheyrandi umbúnaði að sjálfsögðu. Tröppur þær í mannfélagsstiganum sem liggja beint í átt til álitsauka eru einhverjar almest gengnu tröppur á Íslandi, enda löngu orðnar gatslitnar og lúnar eftir þau okkar sem berjast eins og atvinnufjallgöngumenn í að komast sem fyrst upp á stigapallinn, og hreiðra síðan um okkur þar alsæl með að hafa náð upp, og fá að launum stórbætt álit annarra og jafnvel ókunnugra á okkur sem umbun fyrir. Í meiriháttar fjallgöngum verða menn oft að taka lykkju á leið sína og oft
neyðast þeir til að skríða á köflum, auk þess að verða kannski að sætta sig við veðurhæð sem gerir þá vonlausa og þreytta. Eins er með þá löngu göngu sem við leggjum sjálfviljug á okkur, til að ganga í augu á samferðarfólki okkar og
í framhaldi af henni eignast kannski álit þeirra að lokum. Þessi tröppuganga er á köflum hlægilega og stundum reyndar stór svekkjandi, sérstaklega þegar við
sitjum í sömu tröppunni í mörg á kannski og sjáum ekki hvernig við getum sem þægilegast og fyrirhafnar minnst komist í þá næstu. Álitsþörf okkar getur svo sannarlega gert okkur lífið leitt og dregið okkur á asnaeyrunum, lengra heldur en nokkur raunverulegur asni myndi láta hvarfla að sér að stinga niður fæti, án þess að fyllast óbærilegri blygðunarkennd fyrir vikið. Öllum sem reynt hafa, ber saman um að þessi álitsþörf geri okkur að verra fólki og jafnvel undirstriki galla okkar svo að óhyggjandi sé. Ef við legðum eins mikla vinnu og fyrirhöfn í að efla álit okkar sjálfra á sjálfum okkur, er ekki vafi á að í íslensku þjóðfélagi myndi smátt og smátt finnast þvílíkt fyrirmyndarfólk að álit annarra þjóða myndi stórum eflast á okkur sem lifum og hrærumst hér norður á hjara veraldarinnar í vosbúð og vandræðum.
+++
Jóna Rúna Kvaran
Eigi ekki framtíð
"Svar til Dódó"
Kæra Jóna Rúna!
Ég er stúlka um tvítugt og mig langar að leita ráða hjá þér.Ég var mjög háð vinkonum mínum í æsku og það tel ég stafa af uppeldinu þ.e. sambandinu milli pabba og mömmu, en ég er elst af fjörum systkinum. Mamma er mjög lokuð og talar mjög lítið um sjálfa sig og mér finnst hún mjög óþolinmóð við okkur krakkana.
Eins hefur hún ofverndað mig alveg frá því að ég var lítil. Pabbi er opnari og talar yfirleitt fyrir mömmu. Honum finnst ég of lokuð og vill að ég komi með vandamál mín til hans, en mér finnst ég svo þvinguð þannig. Yfir¬leitt er andrúmsloftið á heimilinu mjög þvingað og lítið talað um áhyggur og vandamál, sem uppá koma.
Pabbi og mamma sögðu mér eitt kvöldið, að þau væru komin á hæsta standard í lífinu, af því að við erum búin að byggja stórt og fallegt hús og pabbi er komin vel á veg í nýja fyrirtækinu sínu. Reyndar eigum við allt til alls peningalega séð.
Ég er búin að taka þá ákvörðun að hætta í skóla um tíma. Mig langar til að mennta mig eitthvað fyrir framtíðina, en ég veit ekki hvað ég vil og hvar takmörk mín eru. Reyndar er ég mjög hlédræg og á erfitt með að ná tilfinningatengslum við aðra. Ég er ekkert sérlega lagleg og frekar óánægð með útlitið.
Mér finnst gott að getað verið útaf fyrir mig, en langar samt að eignast vini, sem ég get talað við um hvað sem er, þó að ég sé svolítið kuldaleg í sam¬skiptum við aðra.
Ef ég að segja eins og er, þá held ég að ég sé að verða einhvers konar mannafæla og ég er hrædd um að ég sé alltof mikið ein. Ég kvíði fyrir framtíð¬inni því mér finnst ekkert fara batnandi. Mér þætti vænt um, ef þú gætir gefið mér einhverjar ráðleggingar Jóna Rúna.
Kær kveðja
Dódó
Elskulega Dódó!
Mikið er bréfið þitt hnitmiðað og greindarlegt það liggur við, að mér finnist asnalegt, að reyna að ráðleggja þér og skoða ástandið. Mér finnst nefnilega skína allsstaðar milli línanna, að þú skiljir það ótrúlega vel og óskir fremur eftir staðfestingu minni á að þú hafir rétt fyrir þér heldur, en beint ráðum.
Við reynum þó af því að ég bý ekki heima hjá þér og ætti því sem hlutlaus aðili þess vegna, að getað kannski séð út eitthvað til viðbótar við það, sem þú þegar áttar þig á. Við notumst alfarið við innsæi mitt og hyggjuvit, en alls ekki það sem mögulega getur fallið undir einhvers konar sérhæfingu.
Ofverndun í uppeldi er galli
Ef við byrjum eins og oft áður elskan, að fara með þig aftur í fortíðina og skoðum vankvæði þess, að ofvernda börn, þá gæti það mögulega skýrt eitt og annað út, sem ekki virðist alveg ljóst. Oft er það að foreldrar standa í þeim grundvallarmisskilningi, að þeir "eigi" börnin sín og af þeim ástæðum sé það einkamál þeirra, hvort þeir skipuleggi þau og hugsi nánast fyrir þau, sem vissulega gerist iðulega og er einn mikilvægur misskiln¬ingur í uppeldi, þegar um er að ræða ofverndun ein¬hvers konar.
Vissulega verður að viðurkennast að þessi hvimleiði misskilningur, er venjulegast ómeð¬vitaður og í innsta eðli sínu ekki neikvæður, þó pirrandi sé og niðurbrjótandi fyrir persónulegan þroska fólks. Á ferðinni er oft nokkurs konar ofurást á barninu og henni fylgir venjulega ákveðið vanmat á hæfni barnsins á að ráða og hafa skoðun á hugsunum sínum og athöfnum, þó ekki sé verið að tala um nema einföldustu og sjálfsögðustu hluti, sem hverju barni er fullkomlega eðlilegt að hafa skoðun á.
Við foreldrarnir vanmetum oft stórlega huglæga hæfni barna okkar og gerum þeim þar með mjög erfitt fyrir með að þróa eins persónulegt sjálfstæði frá upphafi og hægt er. Þú er elst og mamma þín lokuð eins og þú bendir á þannig, að ekki er ósennilegt að hún hafi fengið einhvers konar tilfinningalega útrás strax í frum¬bernsku þinni á eigin vanda félagslegra hafta og óaðvitandi hugsað í gegnum þig um leið og hún þurfti náttúrlega að nota orð til að koma hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri við þig á sínum tíma.
Henni hefur sennilega létt sálrænt og tilfinningalega við að eiga þessi orðaskipti og um leið fundist hún finna styrk andlega, sem hún virðist ekki finna í gegnum eðlileg tjáskipti við fullorðna og þá kannski fyrst og fremst föður þinn.
Persónulegt sjálfstæði er mikilvægt
Þetta vill svo verða að nokkurs konar vana, sem hún tekur ekki eftir, að er þrúgandi fyrir þig, þar sem þú virðist ekki þurfa ofverndunarinnar við, af því að eins og kemur greinilega fram í bréfi þínu, er þér fremur eðlilegt að hafa skoðun.
Ofverndun í hvaða myndum sem er fyrir börn veikir þau, enda kemur í ljós að þú á erfitt með að tengjast öðrum, vegna þess að þér hefur verið stjórnað og þú skipulögð of mikið. Kemmst sennilega í vandræði, ef þú átt að tjá þig við þá, sem svo gjarna vildu hlusta á þín sjónarmið, án þess að gera minnstu tilraun til að vanmeta skoðanir þínar og hvað þá reyna að taka af þér ráðin. Þetta ætti að vera kostur, en í raun gerir það þig óvissa og óörugga af því að þér er enn þá hitt atferlið tamara.
Þú bendir líka sjálf á að þú teljir, að þú hafir verið óþarflega háð vinkonum þínum í æsku einmitt vegna þess hvað þú varst of¬vernduð af mömmu þinni þótti þér eðlilegt að þær ráðskuðust með þig líka, sem verður að teljast alröng þróun vináttu¬tengsla.
Hvað er réttur staðall
Þú segir að foreldrar þínir séu efnislega velstæðir, en eðlileg áhygguefni séu alls ekki rædd. Flest virðist benda til þess að þér finnist ófullnægjandi, að eiga nóg að bíta og brenna á meðan allt er í einhvers konar flækju í eðlilegum tjáskiptum innan fjölskyld¬unnar.
Á sama tíma bendir þú á að pabbi þinn sé fús til að greiða með þér úr áhyggjuefnum þínum og hugsanlegum vandamálum sem í sjálfum sér mætti líta á sem mögulega kost fyrir þig. Málið er bara elskan að ung kona á ekkert sérlega auðvelt með að ræða sínar leyndustu hugsanir og þrá við karmenn og allra síst föður sinn sem hún óttast að kunni að geta verið of við hlutdrægur í öllum þeim líklegu lausnum sem fáanlega væru og skil ég þig vel. Það er margt sem karmaður fer ekki í gegnum á nákvæmlega sama hátt og kona, þó fremur verði það að teljast stigsmunur en eðlismunur.
Eins er að hann virðist heldur leiða samband sitt og móður þinnar samskiptalega séð, og þar sem þú ert nokkuð spæld yfir ráðríki hennar, á sama tíma og hann er mögulega stóri maðurinn í hennar augum, er hætt við að hann tæki frekar hennar taum en þinn, þó ekki sé hægt að fullyrða það, er það samt líklegt nema hann sé það þroskaðri og þessi möguleiki kemur ekki væntum¬þykju við.
Innri verðmæti áríðandi
Betra væri í þínu tilviki, að eignast góða og skilningsríka trúnaðar¬vinkonu sem svipað þörf hefur og þú á að tjá sig um sínar leyndustu hugsanir og um leið kannski kvarta svolítið yfir skilningsleysi þeirra, sem í kringum þig eru á sjálfum þér og lík¬legum lífstilgangi.
Lífsleiði hjá jafn ungri stúlku og þér hlýtur fyrst og fremst að stafa af annars vegar þekkingarleysi á sjálfs sín möguleikum og hins vegar að það líf, sem hún þekkir úr foreldra húsum, er ekki það líf sem hún kýs sjálfum sér til handa. Þú átt að geta ákvarðað sjálf með réttum viðhorfum gagnvart sjálfri þér og auknum skilningi á mögulegum lífstilgangi, að getað valið það lífsmynstur, sem er í samræmi við hugmyndir þínar og skilning á hvað er rétt eða rangt keppikefli að stefna á í þessum vandmeð¬förnu efnum.
Veraldarhyggja hverful
Þú ert alls ekki á þeirri skoðun virðist vera að að veraldlegir hlutir umfram eðlilegar þarfir okkar séu eins nauðsynlegir til auka hamingju okkar eins og sum okkar vilja meina og jafnvel reikna með, ef þeim er ekki samfara mild og mannbætandi tilfinn¬inga¬tengs.
Það hefur elskuleg enginn orðið hamingju¬samur og æðru¬laus vegna einungis ytri velgengni. Við verðum að eignast innri verðmæti og þau kaupum við ekki, heldur koma þau sem afleiðing af kærleiksríku hugaþeli til annarra og sjálfs sín líka, auk þeirra leiða, sem við veljum til að takast á við manneskjulega og þroskast af.
Því er spurning hvort ekki í ykkar og sumra annarra tilvikum kæmi sér ekki betur, að eiga ögn minni möguleika á óþarfa lúxus, en meiri og betri hæfni til að elska hvert annað og umbera eins og við erum, en ekki eins og aðrir vildu hafa okkur. Hitt er svo annað mál, að með þessari ábendingu er svo langt því frá að verið sé, að gera lítið úr þeim efnislegu gæðum sem fólk á kost á og hefur með eigin höndum unnið fyrir.
Menntun og hæfileikar
Hvað varðar það að þú ætlar að hvíla þig á skólagöngu um tíma og hugsa þinn gang, þá er þetta að segja. Það að mennta sig er og verður ávallt kostur, hvað svo sem tekur við þegar upp er staðið. Þú segist ekki viss um hvar áhugasvið þín liggja nákvæmlega, sem verður að teljast ofureðlilegt, því líklegt er að þú hafir ekki rædd þig og kosti þína og augljósa hæfileika svo mikið við þá sem eru í kringum þig, og þess vegna lítið séð út úr því dæmi enn þá.
Persónulega er hvers kyns lærdómur ávinningur og aldrei hægt að tapa í eiginlegum skilningi þess orðs á að mennta sig. Hitt er svo annað mál að það er ekki endilega galli að hverfa frá skóla um tíma sér í lagi ef okkur finnst við þrúguð af skólavistinni eins og hvarlar af mér í þínu tilviki.
Ómeðvitað gætu þetta verið einhvers konar mótmæli þín við að þér finnst röngum samskiptum inná heimilin, þannig að þér finnst það í sjálfum sér engan varða, þó þú hverfir frá námi um tíma. Foreldrar þínir eru örugglega fremur hlynntir því, að þú haldir áfram og klárir, frekar heldur en þú takir þér frí, sem er auðvelt að skilja.
Þú aftur á móti ert sjálfráða og átt þar af leiðandi rétt á að ákvarða sjálf, hvort skólinn sé þér verðugt keppikefli eða ekki. Það er samt engin trygging fyrir því, að við uppgötvum endilega hæfileika okkar og kosti, þó við hvílum okkur á skólanum. Oft kemur einfaldlega einhvert los á okkur sem afleiðing af slíku, þó ekki sé það regla.
Aftur á móti með því, að auka við lærdóminn og temja sér um leið sjálfs aga er öllu líklegra, að smátt og smátt opnist augu okkar fyrir því, sem við viljum með lífi okkar. Það þarf því ekki, elskan, að vera neinn sjáanlegur kostur, að drífa sig í frí frá skóla og ekki síst, þegar við höfum ákveði, að mennta okkur hvort sem er. Svo hugsaðu þig vel um, áður en þú tekur þessa ákvörðun.
Fegurð er ekki endilega líkamleg
Ef við íhugum hvað er fegurð og hvað ekki, þá er ágætt að hafa í huga að fólk sem í fljótu bragði virðist fallegt vegna fullkomleika í andlitsbyggingu og dráttum getur virkað ófrítt ef það er innhaldslaust og neikvætt kannski. Einstaklingur sem hefur til að mynda óreglulega andlitsdrætti og jafnvel alltof stórt nef, enga höku getur vist afar fallegur ef viðkomandi er óeigingjarn, jákvæður og léttur í skapi.
Á þessu sést að það þýðir ekki elskan mín að standa fyrir framan spegilinn einn út í horni og stara á stóra nefið sitt og í framhaldi af því kannski falla í öngvit af vonbrigðum yfir því hvað forsjónin var spör á fegurð okkur til handa. Þannig skoðun og gagnrýni á eigin útliti er einföldun á því sem er raunveruleg fegurð. Ef þér er hugleikið eins og virðist vera að eignast innri verðmæti og losa þig við kuldalega framkomu sem virðist þér ekki eiginleg er ekki ósennilegt að þér verði brátt ljóst að öðrum finnst þú nokkuð sæt stelpa og sennilega býsna mikið í þig varið.
Innsæi og skriftin
Fljótt á litið virðist þú nokkuð vel af Guði gerð. Þú ert augljóslega viðkvæm og vandmeðfarin og ekki síst vegna þess að þú hefur djúplægar tilfinningar og stórt skap. Það eru hinir og þessir kostir sem þú virðist búa yfir og fljót á litið virðist þú algjörlega jafnvíg til höfuðs og handa og þar af leiðandi getur orðið dálítið hik á þér í vali á mögulegu lífs¬hlutverki.
Af þessum ástæðum er mikilvægt fyrir þig, að setjast niður og skrifa upp í fyrsta lagi, það sem þú telur styrk í eigin fari og alla þá mögulegu hliðarþætti, sem líklegir eru í fari þínu til að styrkja augljósan kosti. Heldur er ósennilegt, að þú uppgötvir ekki nóga kosti í eigin upplagi, miklu fremur of marga einmitt hvað varðar hæfileika.
Það er eins og þú sért á einhvern hátt of nákvæm í fram¬kvæmdum þínum, á nákvæmlega sama tíma, sem augsýnilega gætir nokkrar tilhneigingar til að vilja losna undan ábyrgð. Þú ert á vissan hátt einræn, en ekki þannig, að það ættu að vera höft á þér hvað varðar að tengjast öðru fólki. Ég held að ástæðan fyrir því, að þú ert einmanna og óframfærin, sé frekar ákveðið vanmat þitt á sjálfri þér og kannski óheppi¬legur samanburður þinn á sjálfri og svo aftur þeim, sem þú kannt að eiga kost á að kynnast og þú þér óvinveitt í mati þínu á sjálfri þér.
Það gæti verið kostur að fara í einhvern jákæðan félagskap, þar sem einstaklingur fellur svolítið inn í fjöldann, þannig fengir þú rólega að tengjast ókunn¬ugum og um leið getur fært þig og þinn vilja upp á skaftið, þannig að þú yrðir sjálfsöruggari.
Vanmat er eitt af því, sem þú verður að vinna bug á einmitt hvað varðar eigin getu og möguleika. Það væri alveg upplagt fyrir þig að lesa sjálfstyrkjandi bækur og þá þannig, að þú gæfir þér góðan tíma til að íhuga hverja nýja hugsun eða kunnuglega, sem þar kæmi fram til að bera saman við þig og þína reynslu.
Þú virðist býsna þroskuð eftir aldri og það er kostur, þegar litið er á framtíð þína, en getur gert þig einmanna meðal jafnaldra þinna. Þú ert trygglynd, rómantísk, draumlynd og lítil í þér. Á móti ertu óþolimóð, fljóthuga, framtaksöm og gefin fyrir tilbreytingu í daglegu hegðunarmynstri, sem getur virkað á aðra þannig, að þú virðist í huga þeirra reikul. þÚ virðist nauðsynlega þurfa að eiga þér markmið að keppa að og allt sem hefur í för með sér aukna möguleika þér til handa hvað þetta áhrærir er kostur fyrir þig.
Sem sagt elskuleg þú er ekki svo fráleit finnst þér það nokkuð? Þér er eiginlega vorkunnarlaust, að eignast gott og gæfuríkt líf, ef þú reynir öllum stundum að vera þú sjálf, en ekki einhver ímynd, sem aðrir vilja búa til í þig. Þar er sér í lagi átt við þá sem vilja ráðskast með þig að eigin geðþótta eins og þú værir enn þá 1o ára.
Eða eins og lífsleiða stúlkan sagði eitt sinn af marggefnu tilefni, þegar loksins sæmilega hugsandi fólk bankaði upp hjá henni." Elskurnar mínar auðvitað hlýtur að finnast í veröldinni fólk, sem áhuga hefur á að rækta með sér farsælt innra líf, en ekki endilega á kostnað ytri verðmæta. Best væri náttúrlega að þetta tvennt héldist í hendur hvert við annað og þannig afstöðu langar mig til að temja mér."
Guð gefi þér aukin lífsvilja og meiriháttar trú á lífið og þína ágætu persónu. Með vinsemd Jóna Rúna
+++
i
Höfundur Álit annarra
Jóna Rúna
Hugleiðing
Þegar fjalla á um eins viðkvæmt mál þátt í mannlegum samskiptum og álit annarra á okkur, og þá um leið álit okkar á öðrum, er töluverður vandi að velja hvað er
áhugavert og hvað ekki. Við reynum þó eftir föngum að vera eins sanngjörn og málefnaleg og hægt er, jafnvel þó að tilfinningarnar kunni að bera okkur ofurliði á köflum eins og gengur. Þegar við erum ung og ómótuð erum við þó ekki yngri en það, að við berum eignir okkar saman við eigur leikfélagana og er sá samanburður ekki alltaf tekinn út þrautalaust. Ef Sigga vinkona á stærra hjól en við og það hefur jafnvel aukalúður á stýrinu sem hægt er blása í og mynda með hljóðinu vísi að lúðrasveit, er ekki nokkur efi á að Sigga stór stækkar í áliti hjá okkur ef við erum að auki bara fimm ára. Á þessum annars eftirminnilegum árum var reyndar fátt sem varð ekki álitsauki fyrir vini og kunningja í augum okkar, ef við áttum ekki sjálf tiltekna hluti eða sátum við sama borð í efnahagslegum tilvikum. Börn sem áttu t.d. pabba sem sigldi um heimsins höf, voru í miklu áliti og að gefnu tilefni að sjálfsögðu. Þessi sjómannsbörn fengu t.d. miklu meira af leikföngum ýmis konar og þá jafnvel innan um og saman við gripi sem aldrei höfðu sést í búðum á Íslandi, eftir því sem áreiðanlegar heimildir þessa tíma sögðu. Hver man ekki eftir fornfárlegum indjánahöfuðfötum, ásamt alltof stórum skinnhúfum með feitu löngu skotti sem náði niður að herðablöðum, og sveiflaðist fram og aftur á höfði viðkomandi drengs, sem gat ekki leynt hrifningu sinni og yfirburðum yfir okkur hina ræflana, sem máttum sætta okkur við stórar og þunglamalegar íslenskar lopahúfur á burstaklippt höfuðið. Stelpurnar sem þessa pabba áttu voru venjulegast birgar af alls kyns servíettum keyptum náttúrulega í Ameríku eða Evrópu og fylltu okkur hinar stelpurnar sem bara áttum ósköp venjulegar afmælis- og jólaservíettur öfund, og álit okkar á þessum eignamiklu stallsystrum okkur varð umsvifalaust meira en góðu hófi gegndi. Þessar erlendu munn- eða handþurrkur svo við notum venjulegt alþýðumál voru einhverjar vinsælustu skiptivörur þessa tíma. Óvíst er að það yrði álitsauki fyrir litla nútímastelpu, að eiga umframbirgðir af servíettum í dag, þó þær ættu uppruna sinn í erlendri höfn. Á unglingsárum okkar er það staða okkar í hópnum sem ræður úrslitum um, hvort við njótum álits eða ekki meðal jafnaldrana. Það verður að segjast eins og er þegar litið er til baka í líf okkar, að ekki gekk alltaf of vel að skapa sér sess í hópnum og kom þar margt til. Fyrir það fyrsta ef um hópvináttu er að ræða þurfa helst allir að vera eins, hugsa, klæða og tjá sig sem líkast hinum í hópnum. Ef við erum meiriháttar lummur í augum þeirra sem hóp hafa myndað, er vonlaust að reyna að troða sér inn. Ástæður þær sem geta legið á bak við álitsvöntun á okkur á þessum árum eru margar og misjafnar, ekki er undarlegt þó unglingur geti stórefast um manngildi sitt ef hann ekki fellur inn í hópinn. Erfiðleikar okkar á unglingsárunum eru miklir ef við trúum því að tilvera okkar og velgengni byggist á því, hvort jafnaldrar okkar hafi rétt álit á okkur eða ekki. Unglingur sem ekki á nægilega smart föt og hinir, er umsvifalaust afgreiddur hallærislegur og ófær í hópinn, nema náttúrulega að viðkomandi búi yfir einhverjum sérgáfum eins og t.d. spili á trommur eða gítar eða reynist snjall í íþróttum einhvers konar. Á þessu tímabili í lífi okkar erum við ekki að velta okkur upp úr því hvað kunni að liggja á bak við það, að sá sem ekki er gjaldgengur í hópinn á t.d. ekki alltaf heimangengt, og verður að sætta sig við að ganga í því sem fjölskyldan hefur efni á að kaupa. Við erum á þessum árum ekki í neinum sálfræðikönnunum, heldur afgreiðum jafnaldra okkar annað hvort gjaldgenga eða ekki. Unglingar sem koma frá fátækum heimilum geta ekki vænst þess að vera klædd upp í hverjum mánuði, jafnvel þó álitið sé í húfi. Eins er með börn sem koma frá heimilum sem eru í upplausn, þau fá ekki einu sinni sum hver einstaklings- umhyggju eða tækifæri til að styrkja sjálfsálitið vegna ýmis konar erfiðleika fjölskyldunnar. Þessi börn verða svo kannski að auki að sætta sig við höfnum og dvergvaxið álit skólafélaganna, sem botna ekkert í svona fjölskyldumynstri og gera enga tilraun til að kynnast viðkomandi, bara af því að áhrifa erfiðleikana gætir ýmist í fötum þeirra eða viðhorfum til hlutanna. Auðvitað viljum við öll á þessum árum eignast sem fyrst álit annarra og ekki síst eftir að við förum að skilja, að það er ekki sama að vera bara Jóna, heldur er miklu fínna að vera auðvitað séra Jóna með tilheyrandi umbúnaði að sjálfsögðu. Tröppur þær í mannfélagsstiganum sem liggja beint í átt til álitsauka eru einhverjar almest gengnu tröppur á Íslandi, enda löngu orðnar gatslitnar og lúnar eftir þau okkar sem berjast eins og atvinnufjallgöngumenn í að komast sem fyrst upp á stigapallinn, og hreiðra síðan um okkur þar alsæl með að hafa náð upp, og fá að launum stórbætt álit annarra og jafnvel ókunnugra á okkur sem umbun fyrir. Í meiriháttar fjallgöngum verða menn oft að taka lykkju á leið sína og oft
neyðast þeir til að skríða á köflum, auk þess að verða kannski að sætta sig við veðurhæð sem gerir þá vonlausa og þreytta. Eins er með þá löngu göngu sem við leggjum sjálfviljug á okkur, til að ganga í augu á samferðarfólki okkar og
í framhaldi af henni eignast kannski álit þeirra að lokum. Þessi tröppuganga er á köflum hlægilega og stundum reyndar stór svekkjandi, sérstaklega þegar við
sitjum í sömu tröppunni í mörg á kannski og sjáum ekki hvernig við getum sem þægilegast og fyrirhafnar minnst komist í þá næstu. Álitsþörf okkar getur svo sannarlega gert okkur lífið leitt og dregið okkur á asnaeyrunum, lengra heldur en nokkur raunverulegur asni myndi láta hvarfla að sér að stinga niður fæti, án þess að fyllast óbærilegri blygðunarkennd fyrir vikið. Öllum sem reynt hafa, ber saman um að þessi álitsþörf geri okkur að verra fólki og jafnvel undirstriki galla okkar svo að óhyggjandi sé. Ef við legðum eins mikla vinnu og fyrirhöfn í að efla álit okkar sjálfra á sjálfum okkur, er ekki vafi á að í íslensku þjóðfélagi myndi smátt og smátt finnast þvílíkt fyrirmyndarfólk að álit annarra þjóða myndi stórum eflast á okkur sem lifum og hrærumst hér norður á hjara veraldarinnar í vosbúð og vandræðum.
+++
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home