Kaerleikshvetjandi blogg

föstudagur, október 07, 2005

Höf jrk
GLÆSILEIKI
Óneitanlega leggjum við mismunandi mikið upp úr hvers kyns glæsimennsku og íburði. Við sem viljum taka okkur vel út og hafa aðstæður okkar sem glæsilegastar eyðum venjulegast miklum tíma í að skreyta bæði okkur sjálf og umhverfi okkar. Það er auðvitað allt í lagi svo fremur sem við vanrækjum ekki manngildi okkar og hugsanir. Það er eðlilegt að við höfum áhuga fyrir því að vera fín og vel til höfð en það er lítið í það varið ef það er á kostnað innri gilda og góðra og velviljaðra samskipti. Best er að það ríki ákveðið jafnvægi á milli innra og ytra lífs okkar. Hugsanir okkar skipta verulegu máli og ef þær skortir fágun og jákvæðan styrk veldur það okkur vandræðum og óþægindum.Ágætt er að við höldum okkur til og að við leggjum einhverja áherslu á að vera glæst og fögur en það má alls ekki vera á kostnað þeirra verðmæta sem ekki sjást en hafa þrátt fyrir það áhrif á líf okkar og tilveru.Ef að við veljum að halda okkur til og leggjum ákveðna vinnu í að vera fönguleg og fín líður okkur óneitanlega betur en ef við erum drusluleg og kæruleysis­lega klædd.Það virkar jafnframt vel á okkur að umhverfi okkar og aðstæður séu heilstæðar og skipulagðar. Það er niðurdrepandi að búa í óskipulagi og upplausn þar sem ríkir ljótleiki og sóðaskapur. Ákveðinn glæsibragur getur verið mikilvægur m.a. vegna þess að hann ýtir á jásaman hátt undir fegurða­rvitund okkar. Fari hann hins vegar út í öfgar og óhóf þá vinnur hann gegn velferð okkar og framgangi á marga vegu.Glæsileiki sem er styrktur af jálægum lífsviðhorfum auk þess að vera íhalds­samur og formfastur er ákjósanlegur því sá sem býr yfir honum er venjulega glæstur og smart án þess að það kosti viðkomandi óþarfa fé og fyrirhöfn. Hvers kyns innihalds­leysi og sýndarmennska veikja glæsileika okkar og sjarma. Skraut­girni og pjatt sem þjónar einungis skammsýnum sjónarmiðum og veraldlegum eða andlega hégóma er ekki til eftir­breytni og gefur hvorki aðstæðum okkar eða okkur sjálfum ferskara og ákjósanlegra yfirbragð.Glæsileiki getur jafnframt legið í góðum og álitlegum árangri í leik eða starfi ekkert síður en í þeim höfðingsskap sem liggur í því að nálgast aðra af velvild og hlýju. Öll samskipti ættu að mótast af einhverju leyti af myndarskap og upp­örvandi viðmiðum sem auðvelda okkur að takast á við okkar daglega líf. Það er fyrirmyndar sjónarmið í sam­skiptum að velja að vera alúðlegur og jákær.Það er glæsi­legt að vera uppör­vandi og meðvitaður um mikilvægi þess að gera öðrum lífið áhugavert og léttbært.Höfnum því þeim glæsileika sem er vanvirðandi og skammsýnn auk þess að vera hlaðin skrumi og óþarfa skrauti.Það er ákjósanlegra að við styrkjum fremur þann myndarskap sem er varfærin og velviljaður og virkar glæsilega vegna þess að hann er látlaus og fagur í eðli sínu og innri uppbyggingu.

+++
Höf jrk EFTIRVÆNTIg
Það er gott að geta fundið til tilhlökkunar af litlu tilefni.Við sem höfum fundið fyrir þannig tilfinn­ingu og væntingum vitum hvað það gefur okkur mikið að finna slíkar kenndir fara um okkur.Þess vegna kunnum við að meta það ef draumar okkar og langanir verða að veruleika og bíðum venju­legast í ofvæni eftir því að geta látið það sem við áætlum og vonumst eftir fá sjálfstætt líf og tilveru.Ef að við viljum halda í þær kenndir sem tengjast tilhlökkun þá er nauðsynlegt að efla þær og rækta.Til þess að slíkt megi verða er mikilvægt að við áttum okkur á því að það er í raun ekkert í tilverunni sjálfgefið eða sjálfsagt.Best er að muna að fyrir öllu þarf að vinna og venjulegast kostar ræktun markmiða okkar okkur töluverða fyrirhöfn og tíma. Það getur verið mjög skemmtilegt og uppörvandi að finna til tilhlökkunar um lengri eða skemmri tíma og vita að við erum að vinna markvisst að þeim keppikeflum sem okkur eru hugleikin.Þau okkar sem sjaldan eða aldrei hafa upplifað það að langanir okkar hafi orðið að þeim veruleika sem efni stóðu til hafa sjaldan fundið fyrir óvæni eða eftirvæntingu.Það er sorg­legt því það er á margan hátt sérstakt að upplifa slíkar kenndir og ekki verra að þær fái líf og dafni eins efni standa til. Öll tilhlökkun sem er óraunsæ og draumkennd er afleidd og getur skapað með okkur vanlíðan og von­leysi. Ágætt er að kunna að njóta lífsins og upplifa eftirvæntingu og von.Það sem við þráum og stefnum að verður þó að vera innan vissra skynsemismarka. Sum okkar eiga erfitt með það að vera þolinmóð og sýna biðlund þegar mikið stendur til. Væntingar okkar er það miklar að það veldur okkur vandræðum ef við sjáum ekki fyrir endann á því sem við vonuðumst eftir en fengum ekki vegna þess að það stóðst ekki raunveruleikann sjálfan.Væntingar eru af hinu góða og það er skemmtilegt og uppörvandi andlega sem félagsl­ega að vera hlaðin eftirvæntingu vegna ein­hvers sem við trúum að geti verið áhugavert og ánægju­legt. Við verðum þó að passa okkur á því að skapa vonir og væntingar hjá öðrum án þess að við vitum hvort það sem vonast er eftir og tilhlökkunina skapar verður staðreynd í lífi viðkomandi og tilveru. Hyggilegast er að við séum varkár þegar við gefum öðrum vonir sem fylgt geta eftir­vænt­ing og tilhlökkun. Það er öruggt mál að það gefur lífinu gildi á marga vegu að kunna að vænta einhvers og að hafa hæfileika til þess að láta drauma sína rætast. Á hinn bóginn er ömurlegt ef að aðrir verða til þess að vekja hjá okkur tilhlökkun og óvæni sem stenst svo ekki væntingar okkar og vonir. Við verðum hamingjusamari og öflugri ef við finnum fyrir einhvers konar eftirvæntingu varðandi lífið og tilveruna. Höfnum því áhugaleysi og deyfð í sammannlegum samskiptum en örvum með okkur tiltrú á vonarbirtu væntinga og ávinninga okkur öllum til handa.
+++
HöF.JRK FRUMKVÆÐI
Mörg mál eða samskipti sem við þurfum að vinna að og úr geta verið ykkur þung og þrautafull viðureignar, meðal annars sökum þess, að við eigum erfitt með það að eiga frumkvæði að hlutunum.Það þarf heljar mikið átak til að taka sig fram um það, að ýta úr vör, því sem við annað hvort höfum saltað ótæpilega eða efast um að við gætum ráðið við að vinna að og úr á réttan máta.Vissulega verðum við að venja okkur á það, í hverju því sem við keppum að, að ákveða, hvað á að hafa forgang og hvernig við viljum vinna markvisst að því, að gera ákveðna hluti árangur­ríka,sigurstranglega og áhugaverða.Það getur nefnilega skipt miklu máli hvernig við í upphafi ákveðinna verka eða samskipta ákvörðum hvernig við viljum vinna að og auka líkur á, ríkulegum árangri og heppilegri uppskeru. Frumkvæði liggur t.d. í því, að láta sér detta eitthvað jákvætt og mikilsvert í hug og ákveða síðan upp á eigið einsdæmi, að hrinda hugmyndinni, verkinu eða samskiptunum í framkvæmd og reikna auðvitað með að farmtakið skili góðum árangri. Við þurfum að hafa töluverðan eldmóð, jákvætt hugafar, auk framtaks frumkvæðis, ef við viljum að draumar okkar og þrár fái það líf veruleika, sem við getum síðar séð vaxa og eflast á árangurslíkan máta. Við fáum jákætt hugsandi aukið hugrekki, til að vinna að tilvist hugmynda okkar og aukum jafnframt líkur á heppilegum framgangi þeirra, sérstak­lega ef við spörum ekki duginn og viljann við fram­kvæmdirnar. Einmitt þessi tegund frumkvæðis og keppi­kefla er jafnframt heppileg, sökum þess, að það er ekki nóg að láta sig dreyma um árangur, heldur þurfum við að vilja, þora og geta framfylgt þrám okkar og draumum eftir á ákjósanlegan máta. Það þarf líka, að rækta framkvæmdar­viljann, áhugann og frumkvæði, ekkert síður en aðra þá þætti innra lífs okkar, sem gera okkur mögulegt að vinna stóra sem smáa sigra, af ýmsum tilefnum og við marg­breytilegar aðstæður.Það er mikil­vægt að finna og skilja mikilvægi þess, að kunna að taka af skarið og vinna af krafti, elju, skapfestu og dugnaði, að því sem við kjósum að gefa líf. Það er enginn vandi að halda að sér höndunum af smáum sem stórum til­efnum og verða svo óánægður með sjálfan sig, sökum þess að við finnum til vanmáttar vegna framtaksleysis, vilja­vöntunar og áhuga­leysis. Látum því framtaksslen og frumkvæðis­dofa hverfa, en eflum þess í stað allt það í vilja okkar, framkvæmdum og aðstæðum, sem er frumkvætt og kröftugt og líklegt til að gera okkur sjálfsstæðari og framtaksamari á frumkvæðan og hvetjandi máta. Þannig innstillt erum við að efla sjálfstraust okkar og eigum mun meiri möguleika á, að láta þá drauma fá líf, sem við fram að þessu höfum einungis vistað í hugum okkar, án þess að þora og nenna, að gera þá að þeim veruleika sem við þráum og vildum sjá vaxa og dafna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home