Höf jrk
SJÁLFSTÆÐI
Það skiptir okkur flest máli að finna til þess að við séum óháð og sjálfstæð gagnvart lífinu og tilverunni. Það er óneitanlega erfitt að vera háður og undirgefinn. Það er jafnframt óviðkunnanlegt að finna ekki til frelsis og tiltrúar á sjálfan sig, nema að bera alla hluti undir aðra. Eigið vald er mikilvægt, vegna þess, að við sem það höfum ræktað eigum betra með að vinna úr hugmyndum okkar og vilja til lífsins.Hitt er svo annað mál, að það er og verður alltaf til fólk sem kýs að stjórna öðrum og velur að ráðskast með þá sem í kringum þá eru. Best er, að hafna slíkri ráðsmennsku og ofríki og leggja fremur áherslu á að vinna að eigin dáðum, en að stjórnast af hvötum og vilja annarra. Við eigum ekki að venja okkur á þann ósið í samskiptum, að taka af öðrum ráðin og vanmeta sjálfstæðishæfni þeirra. Ágætt er, að við hvetjum hvert annað eins og við mögulega getum á leið okkar að auknu sjálfsvaldi, í stað þess að draga hvert úr öðru kjarkinn með óþarfa drottnunargirni og ofríki. Það hefur ekkert okkar gott af því, að komast upp með það að gera lítið úr vilja og viðhorfum annarra. Við eigum öll þann rétt, að fá að vera sjálfstæð og óháð,ef við ræktum þær skyldur sem lífið leggur á okkur af alúð og kostgæfni.Engin mannvera er svo merkileg, að hún eigi að komast upp með það að gera aðra mannveru óvirka með yfirgangi og ofríki. Okkur ber að virða tilverurétt hvers annars og þurfum að læra að átta okkur á því, að án okkar sjálfra verður í raun ekkert mikilvægt til okkur til handa.Þess vegna er áríðandi, að við séum sátt og stjórnum lífi okkar sjálf. Það er mikilvægt að við séum óháð og ástundum hvers kyns sjálfsdáðir sjálfum okkur og öðrum til framdráttar.Við, sem erum óháð og sterk í sjálfum okkur, eigum mun betra með að skilja tilgang og markmið lífsins,en þau okkar sem eru háð og undirgefin.Okkur þykir í raun fáránlegt að reyna að stjórna öðrum.Ágætt er,að við venjum okkur ekki á að gera þá sem í eðli sínu eru sjálfstæðir og upplitsdjarfir háða okkur,einungis til þess að fá aukin tækifæri til að ráðskast með þá. Við, sem unnum jafnræði og gagnkvæmri virðingu í samskiptum kjósum, að vera tillitssöm og uppörvandi við aðra, en ekki ágeng og stjórnsöm.Lífið miðar m.a. að því að hvert og eitt okkar fái tækifæri til að byggja sig upp og þroskast á vitlægan og járænan hátt. Stjórnsemi er hvimleið og neilæg. Aftur á móti er mikil ávinningur í þeim samskiptasjónarmiðum, sem byggjast uppá velvilja og leiðsögn, sem hvorki er valdafíkin eða drottnunargjörn.Gleðjum því hvert annað með uppörvandi hvatningu þegar það á við og höfum hana jákæra og örláta.Þannig erum við að styrkja sjálfstæðisforsendur hvers annars, sem er járænt og heilbrigt. Sjálfstæði skiptir okkur öll máli,því án þess eigum við of mikið undir viðhorfum og vilja annarra, sem er auðvitað rangt.
JRK
SJÁLFSTÆÐI
Það skiptir okkur flest máli að finna til þess að við séum óháð og sjálfstæð gagnvart lífinu og tilverunni. Það er óneitanlega erfitt að vera háður og undirgefinn. Það er jafnframt óviðkunnanlegt að finna ekki til frelsis og tiltrúar á sjálfan sig, nema að bera alla hluti undir aðra. Eigið vald er mikilvægt, vegna þess, að við sem það höfum ræktað eigum betra með að vinna úr hugmyndum okkar og vilja til lífsins.Hitt er svo annað mál, að það er og verður alltaf til fólk sem kýs að stjórna öðrum og velur að ráðskast með þá sem í kringum þá eru. Best er, að hafna slíkri ráðsmennsku og ofríki og leggja fremur áherslu á að vinna að eigin dáðum, en að stjórnast af hvötum og vilja annarra. Við eigum ekki að venja okkur á þann ósið í samskiptum, að taka af öðrum ráðin og vanmeta sjálfstæðishæfni þeirra. Ágætt er, að við hvetjum hvert annað eins og við mögulega getum á leið okkar að auknu sjálfsvaldi, í stað þess að draga hvert úr öðru kjarkinn með óþarfa drottnunargirni og ofríki. Það hefur ekkert okkar gott af því, að komast upp með það að gera lítið úr vilja og viðhorfum annarra. Við eigum öll þann rétt, að fá að vera sjálfstæð og óháð,ef við ræktum þær skyldur sem lífið leggur á okkur af alúð og kostgæfni.Engin mannvera er svo merkileg, að hún eigi að komast upp með það að gera aðra mannveru óvirka með yfirgangi og ofríki. Okkur ber að virða tilverurétt hvers annars og þurfum að læra að átta okkur á því, að án okkar sjálfra verður í raun ekkert mikilvægt til okkur til handa.Þess vegna er áríðandi, að við séum sátt og stjórnum lífi okkar sjálf. Það er mikilvægt að við séum óháð og ástundum hvers kyns sjálfsdáðir sjálfum okkur og öðrum til framdráttar.Við, sem erum óháð og sterk í sjálfum okkur, eigum mun betra með að skilja tilgang og markmið lífsins,en þau okkar sem eru háð og undirgefin.Okkur þykir í raun fáránlegt að reyna að stjórna öðrum.Ágætt er,að við venjum okkur ekki á að gera þá sem í eðli sínu eru sjálfstæðir og upplitsdjarfir háða okkur,einungis til þess að fá aukin tækifæri til að ráðskast með þá. Við, sem unnum jafnræði og gagnkvæmri virðingu í samskiptum kjósum, að vera tillitssöm og uppörvandi við aðra, en ekki ágeng og stjórnsöm.Lífið miðar m.a. að því að hvert og eitt okkar fái tækifæri til að byggja sig upp og þroskast á vitlægan og járænan hátt. Stjórnsemi er hvimleið og neilæg. Aftur á móti er mikil ávinningur í þeim samskiptasjónarmiðum, sem byggjast uppá velvilja og leiðsögn, sem hvorki er valdafíkin eða drottnunargjörn.Gleðjum því hvert annað með uppörvandi hvatningu þegar það á við og höfum hana jákæra og örláta.Þannig erum við að styrkja sjálfstæðisforsendur hvers annars, sem er járænt og heilbrigt. Sjálfstæði skiptir okkur öll máli,því án þess eigum við of mikið undir viðhorfum og vilja annarra, sem er auðvitað rangt.
JRK
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home