Kaerleikshvetjandi blogg

þriðjudagur, september 20, 2005

Höf jrk ÁST
Sett á Bloggið vegna örfárra áskorann.
Við getum ekki neitað því, að ástin í ótal myndum á mikil ítök í öllum okkar samskiptum.Við elskum flest börnin okkar og maka og þá aðra,sem tengjast okkur nánum böndum. Hætt er við, að okkur þætti lítið í lífið varið, ef við hefðum ekki tækifæri til að kynnast þeirri ást, sem er persónu­leg og nálæg. Öll höfum við þörf fyrir að elska og vera elskuð á einlægan og viðfelldinn máta.Það er því mikil­vægt,að við eflum með okkur ástina til þeirra sem okkur eru kærir. Best er, að við látum ekkert tækifæri ónotað til að sýna okkar nánustu ástúð og kærleika. Skortur á elsku og vináttu gerir okkur fátæk sem mann­eskjur. Það er því áríðandi fyrir okkur, að þjálfa með okkur þær tilfinn­ingar, sem eru elskuríkar og nærandi fyrir okkur og þá sem eiga kost á athygli okkar og um­hyggju. Hvers kyns hugþokki og elskusemi örvar það góða í okkur og ýtir undir vilja okkar, til að göfga og hlú að því, sem er einlægt og heilbrigt í tilfinningalífi okkar og viðmóti.Við, sem erum óþarf­lega köld og fráhrindandi, verðum að gefa þeim tilfinn­ingum líf innra með okkur, sem eru uppbyggjandi og elsku­ríkar.Kærleiksvana lífssýn er aumkunarverð og fátæk­leg. Það er því viturlegt og spenn­andi, að örva vel og viturlega þær kærleikstilfinningar, sem við viljum sjá vaxa og dafna.Ágætt er,að við venjum okkur á að láta þá sem við unnum heyra og sjá, að við gerum það.Við sem,tjáum okkur af ólíkum tilefnum um ást okkar,gleðjum og örvum þá sem við elskum. Jákær hugþokki er áríðandi og hvetjandi. Hann gefur okkur öryggi og sjálfs­traust. Það er ekki nóg að láta verkin tala, við þurfum jafnframt að tala um tilfinningar okkar til hvers annars og láta það koma skýrt fram með orðum, athöfnum og snert­ingu, að við elskum þá sem okkur eru kærir. Ágætt er jafn­framt, að okkur sé vel við fólk yfirleitt og að við viljum að öllum líði sem best.Það munar um kærleiks­hvetj­andi lífsviðhorf, vegna þess að þau bæta sammannleg sam­skipti. Við,sem höfum vanið okkur á væntumþykju til annarra líður vel,vegna þess, að þeir ylstraumar kær­leika, sem við sendum frá okkur,koma til okkar aftur ósjálf­rátt í auknum kær­leika. Ástin er dýrmæt og sér­lega áríðandi sem andleg og tilfinninga­leg vaxtar og þroska for­senda, fyrir alla þá, sem þrá og vilja göfga og efla járænt innra og ytra líf sitt. Verum því óhrædd við að unna þeim sem okkur eru kærir, án þess að krefjast of mikils í nafni ástar­innar. Elskan á að vera hvetjandi og nærandi,en ekki neikær og fjötrandi.Já­kær ást er ham­ingju­­­­­örvandi,en eigingjörn ást er heftandi og neiræn. Það þarf að halda ástinni við, eins og öllum öðrum tilfinn­ingum sem eru jálægar og þroskandi.Örvum því ásthverf sjónarmið,en höfnum þeim samskiptum sem eru elsku­vana og köld.Án ástar og umhyggju er líf okkar fá­tækt og félags­­lega rýrt og örðugt.Ástin er því gulls ígildi.
JRK

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home