Kaerleikshvetjandi blogg

miðvikudagur, október 05, 2005

Höfundur:
Jóna Rúna Kvaran
Áhrifamáttur reiðinnar

Kæra Jóna Rúna!
Ég hef lengi leItað að einhverjum, sem gæti leiðbeint mér á þroskabrautinni, og marga hef ég hitt sem lagt hafa mér lið, en samt er ýmislegt sem ég vildi gjarnan fá skýringar á ef hægt væri. Ég sæki lítið venjulega skemmtanir en þrá að upplýsast meir um andlegverðmæti ef kostur er. Ég hef sótt töluvert miðilsfundi og aðrar andlegar samkomur. Ég er rúmlega sextug og hef haft fyrir heimili að sjá og geri enn auðvitað hefur gengið á ýmsu eins og gengur. Móðurfólkið mitt er næmt fólk og við börnin vorum alin upp í einlægri trú á almættið og tilheyrðum þjóðkirkjunni. Við lásum bænir og vers og var kennt að vera heiðarlegur í hvívetna. Heima var mikil fátækt og börnin fleiri en tugur og komust á legg. Af því að mér finnst þú Jóna afskaplega hreinskilin og líkleg til að segja álit þitt beint út ætla ég að opna hug minn. Þegar ég var um þrítugt fór ég að taka eftir því ef ég reiddist einhverjum, og sárnaði verulega , og fannst um hróplegt óréttlæti væri, þá mátti ég eiga víst að eitthvert óhapp henti við - komandi. Þegar ég áttaði mig á þessu fyrst, hélt ég að þetta væri einungis tilviljun og gaf þessu ekki gaum sérstaklega. Þegar þetta gerðist svo ítrekað þá fór ég verulega að passa mig og nú er langt síðan nokkuð hefur skeð, sem ég get tengt við hugsanir mínar á þennan sérkennilega hátt. En hvernig er þetta með reiðina Jóna er það virkilega þannig að við með reiði okkar getum með eða ómeðvitandi gert öðrum illt? Hvað með vernd Guðs t.d. ef einhver út í bæ getur hugsanlega gert kunningja sínum illt, bara ef viðkomandi kannski neitar persónunni um greiða og hún reiðist og bregst ókvæða við, vegna þess að hún telur neitunina ósann - gjarna? Hvernig er þetta með illskuna yfirleitt, og sjálf býst ég við að hún hitti mann sjálfan fyrir ef áhrif hennar eru manni ókunn? Getur hún virkilega leikið lausum hala og gert fólki alls konar óskunda? Kæra Jóna Rúna það hefur ýmislegt fyrir mig borið á lífsleiðinni eins og gengur ég les allt sem ég get um dulspeki, svörin við sumu finn ég þar, sumt segir minn innri maður mér en að lokum langar mig að spyrja þig dálítils. Get ég hjálpað þeim sem bágt eiga með því að hugsa hlýlega til þeirra, hvernig er hægt að gera þann farveg opnari? Hvernig get ég varið sjálfa mig fyrir of miklum sársauka sem hættir við að taka inn á mig stundum? Hef ég einhvern snefil af hæfileikum í þessa átt, eða er þetta kannski einhver tilhneiging til að upphefja sjálfa sig . Ég hef verið svo lánsöm að hafa kynnst nokkrum af merkilegustu miðlum landsins sem sumir eru dánir núna. Ég hefði getað spurt þá ítarlegar um eitt og annað en það er eins og maður verið svo vitur eftir á, því miður. Í framhjáhlaupi þetta eitt er atvik í lífi mínu hefur nagað mig í um tuttugu ár, ég var eitt sinn stödd á spítala að heimsækja sjúkling sem ekki var mikið veikur . Á stofunni lá fársjúkur maður sem yfir sat mjög sorgmædd og þreytt kona . Hún brá sér frá eitt augnablik og ég fór að rúminu eins og dregin af einhverju ókunnugu afli, og signdi manninn og bað góðan Guð af öllu hjarta að gefa honum hvíld, strauk honum um vangann og fór svo. Morguninn eftir frétti ég lát hans. Mér var brugðið, gat verið að ég hefði flýtt óaðvitandi fyrir andláti hans, gerði ég rangt, ég bað um hvíld ekki bata og hann var ekki mjög aldraður. Ef þú kæra Jóna getur eitthvað liðsinnt mér væri ég mjög þakklát.
Friður Guðs sé með þér.
Þóranna
Kæra Þóranna mér er ljúft að reyna að svara þér og vona svo sannarlega að það geti komið að gagni. Þakka þér traustið sem þú sýnir mér og eins góðan hug til mín. Við reynum að nota innsæið mitt og hugsanlega skriftina þína sem stuðning og hvata að góðum skýringum og einhvers konar ábendingum ef hægt er.
Þroskabrautin
Þegar verið er að tala um leit okkar að dýpri verðmætum er ágæt að við höfum það í huga að eitt og annað sem hendir okkur er vissulega snúið og jafnvel er þess eðlis að okkur skortir kannski skilning og þroska til að átta okkur mikilvægi umburðarlyndis gagnvart okkur sjálfum þegar við einfaldlega skiljum ekki ástandið eða aðstæðurnar. Þegar þannig atvikast í lífi okkar er gott að leita sér hugsanlegra leiðsagnar þeirra sem við trúum að geti auðveldað okkur aukin skilning. Ef við íhugum þroska möguleika okkar er alveg ljóst að leiðirnar eru margar og torsóttar að þroska markinu þótt auðvitað sé eitt og annað verulega ánægjulegt á þessari annars óendanlegu braut. Öll mannleg samskipti verða beint eða óbeint til að til þess að gera okkur kleift að þroskast eða ekki. Hver persóna er hér á jörðinni til að læra eitt og annað sem færir hana nær því guðlega í henni sjálfri eða að þeim andlegu lögmálum sem við óneitanlega verðu öll fyrir eða síðar að lúta en það eru lögmál Guðs. Þegar við eldumst erum við gjörn á að líta yfir farin veg og reynum eftir fremsta megi að breyta og bæta það sem við teljum að hefti þroskamöguleika okkar, ef við finnum ekki leiðir til einhvers konar samkomulags eða jafnvel getum upprætt það sem tefur okkur að markinu stóra, líður okkur illa og við verðu hrædd og vonlaus. Ef við erum sanngjörn í þessum uppgjörum þá gerum við okkur fljótt grein fyrir því að flest okkar gerðum við það sem við höfðum, vit til hverju sinni. Spurningin er því er hægt að ætlast til að við séum fær um að leysa allt það sem hendir okkur eins og við værum alvitur eða jafnvel gallalaus , örugglega ekki. Ef við gerðum aldrei mistök er hætt við að við stæðum kirfilega í stað andlega og hreinlega rykfellum þannig fyrr eða síðar. Mistök og heimskupör eru ekkert til að hafa áhyggjur af, svo fremur sem við reynum að læra og þroskast frá þeim. Hætt er við allt venjulegt líf yrði heldur leiðinlegt ef allir væru nánast gallalausir og þverslaufulegir í athöfnum sínum og hugsunum. Af þessum ástæðum verðum við að losa okkur við allar óþarfa áhyggjur vegna þeirra atvika í lífi okkar þar sem við í hjartans einlægni töldum okkur ekki vera að gera neitt syndsamlegt eða neikvætt þó klaufaleg höfum verið eftir á séð. Aðalatriðið er að vilja vel aukaatriði hvort það tekst endilega alltaf eins og hæfileikar okkar gefa tilefni til að árangurinn ætti að vera. Við erum hreinlega mannlega og þarf af leiðandi ófullkomin og það er einmitt svo yndislegt.
Reiði er orkuuppspretta
Ef við íhugum í framhaldi af þessum vangaveltum reiðina og hugsanlega kosti og galla hennar er öruggt mál að margs er að gæta í þessum efnum sem mörgum öðrum. Til er fólk sem kannast við það sama og þú ert að tala um kæra Þóranna og flest orðið eins klumsa við eins og þú, þegar því var ljóst að reiðin getur haft ákveðnar neikvæðar afleiðingar, og stundum jafnvel afdrífaríkar því miður. Við verðum öll að gera okkur grein fyrir því að reiðin er lifandi afl sem hefur ekki bara áhrif á okkur heldur líka aðra. Ef t. d. manneskja er sálræn hefur hún umfram orku sem hægt er að beita bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Þegar við verðum reið vegna óréttlætis sem við erum beitt eru ýmsar tilfinningar sem losna úr læðingi innra með okkur. Þessar tilfinningar geta verið sem dæmi smæðarkennd, stolt, vonbrigði og óþarfa viðkvæmi. Þegar við erum að leita eftir stuðningi annar á einhverju sem við finnum okkur ekki getað leyst eða skilið hjálparlaust, væntum við sanngjarnra viðbragða og skilnings, en ekki kulda eða hrokafullra athugasemda sem jafnvel fylgja niðurlægjandi ábendingar. Við fáum í framhaldi af þessum leiðinlegu viðbrögðum óþægilega innri tilfinningu sem kallast reiði en er blönduð einu og öðru. Við verðum eins og ein eitt augnablik og upplifum okkur ýmist eins og kjána eða finnst eins og við höfum gert eitthvað rangt bara með því að fara fram á þokkalega framkomu þeirra sem við ýmist leitum til eða óskum eftir stuðningi og ábendingum frá. Við hugsum eitt og annað í þessu ástandi og flest frekar neikvætt og fyllumst ótrúlegum pirringi út í viðkomandi jafnvel óskum persónunni eitt augnablik alls þess versta sem við getum hugsað okkur henni til handa fyrir ónærgætnina. Þar með er orka komin að stað sem hverfur frá okkur og ef við í huganum erum með ákveðna persónu er mjög líklegt að viðkomandi finni einhverja breytingu á líðan sinni, en tengir það sjaldnast atvikinu sem tengdist samskiptunum við þann sem persónan var að koma ódrengilega fram við. Viðkomandi verður í framhaldi af þessari líðan kannski veikar fyrir áföllum og öðru sem tilfellur í kringum hann. Þegar fólk fær yfir sig reiði annarra og vonbrigðasúpu og sjálft kannski illa fyrir kallað og neikvætt bætir þessi kraftur sem sá sem telur sig hafa verið órétti beittur sendir vanhugsað til viðkomandi örugglega ekki sálarástand persónunnar sem upphaflega kom leiðinlega fram. Vissar er að gæta varurðar í þessu sem öðru sem tengist innra lífi okkar og innri manni. Hvað þig snertir kæra Þóranna er gott til þess að vita að þú hefur gert þér grein fyrir þessum möguleika og varast að verða til þess að veika þá sem gera á hlut þinn, þarna held ég að þú hafir raunverulega óaðvitandi komið af stað afleiðingu sem þú sérð svo smátt og smátt við endurtekningu að hefur meir en lítil áhrif og hreinlega gætir að þér.
Sálrænt næmi
Ef við reynum að íhuga hvers við erum svona misjafnlega næm fyrir einu og öðru er ágæt að íhuga mikilvægi jákvæðra lífsviðhorfa í því sambandi. Hver persóna er á einhvern hátt næm, og eru jafnvel ýmis tímabil í lífi okkar mikilvægari hvað næmleika snertir. Í þínu tilviki held ég að ekki sé efi á að þú býrð á einhvern hátt yfir sálrænunæmi og hætt er við í framhaldi af því að þú takir eitt og annað inná þig sem hefur ákveðin áhrif. Hver einasta persóna sendir frá sér áhrif sem stundum er kölluð útgeislun viðkomandi, þetta er eitthvað sem við sum finnum þó við vitum ekki alltaf í hverju tilfinningin liggur sem við verðum gripin nálægt sumu fólki. Stundum líður okkur illa nálægt einhverjum og finnst við þurfa að þrífa okkur burt frá viðkomandi, ekki þarf að fylgja þessari niðurstöðu neitt ákveðið, bara slæm líðan. Blikið sem er í kringum okkur og stundum er kallað ára eða litrof er sífellt á hreyfingu og frá því stafar annars vegar orkuflæði neikvætt eða jákvætt og hins vegar er það allt í litum sem eru mis fallegir. Hugsanir okkar stjórna áhrifum bliksins á aðra og valda auk þess breytingum á orkuflæðinu og litum þess. Ég hef grun um að þú getir t.d. haft mjög létt orkusvið og kannski er það annars vegar afleiðing af þreytu móður þinnar á meðgöngu tímanum þegar þú ert í móðurkviði, og hinsvegar ertu með einhverjar dulargáfur og slíkur aðili er venjulegast með tiltölulega létt orkusvið. Þetta getur haft það í för með sér að þú takir áhrif annars vegar umhverfis og hins vegar hugsanna annarra óþarflega mikið inn á þig. Ef þetta er rétt niðurstaða er ekki ósennilegt að þér geti liðið illa allt í einu á sýnilegrar ástæðu og getur bæði verið að einhver sé í hugsanasambandi við þig það augnabliki sem líður ekki vel, eða að eitthvað sé í loftinu sem tengja mætti fyrirboða einvers konar, þetta skýrist oft eftir á sem betur fer. Það að vita kannski ekki af hverju manni líður svona eða hinsegin er oft þess eðlis að það gerir okkur óróleg og við það tilfinningasamari, auk þess sem okkur hættir við að leita hugsanlegra skýringa í okkur sjálfum eða aðstæðum okkar. Þegar þannig stendur á verða oft til hugsanir og vangaveltur sem ekki eiga við nein rök að styðjast og gerir það okkur enn óvissari og við jafnvel ímyndum okkur að eitthvað sé að okkur sjálfum. Ef verja ætti þig fyrir sársauka sem kannski á rætur sínar í öðrum er hætt við að yrði að loka fyrir næmi þitt með ákveðnum aðgerðum sem hefðu þá í för með sér að þú myndir tapa einu og öðru sem ég er alls ekki viss um að þú værir fús til að tapa. Þú yrðir nefnilega andlega fátækari á flestum sviðum.
Máttur bænarinnar
Hvað varðar vangaveltur þínar um hvort þú getir komið örum að liði og þá hvernig skapað sem best skilyrði á að gera slíkt mögulegt er eitt og annað sem hafa þarf í huga. Vegna þess sem við töluðum um fyrr í þessu bréfi og tengist reiðinni er sú orka sem myndast við reiði af sömu uppsprettu og önnur sálræn innri orka. Ef þú notar hugann rétt það er að segja ert jákvæð sem þú greinilega ert og biður góðan Guð um að leiðbeina þér og ert ekki sjálf að ákvarða hvernig sú þjónusta sem í gegnum þinn sálræna kraft nýtist öðrum, heldur biður um að mega verðaverkfæri í þjónustu kærleikans og lætur í öllum tilvikum vilja Guðs verða afdráttar lausan er öruggt að þú færð innan frá alla þá leiðsögn og uppörvun sem þú þarf á að halda. Hvað varðar það að þú sért haldin einhverjum óþarfa metnaði vísa ég frá á þeirri forsendu að það kemur skýrt fram í skriftinni þinni að ef eitthvað er þá vantar þig meiri metna og trú á sjálfa þig. Það kemur líka fram að þú ert viðkvæm og auðsæranleg auk þess að vera óþarflega hrekklaus. Kostir þínir eru greinlega meiri en gallar og þeir eru þess eðlis að engin vafi er á að þú getur látið feikilega gott af þér leiða. Bænin er eitt dásamlegasta form kærleikans og kostar ekkert nema einlægan vilja til að beita henni öðrum til blessunar og sjálfum sér til uppörvunar og aukins innra lífs. Útbúðu þér lítið afdrep og finndu góðan stól að setja í og gefðu þér 3 til 5 mínútur á hverjum degi til að biðja fyrir öllum þeim sem þrautir og vonbrigði þjaka. Ekki væri verra að um betri og jafnari hlutskipti í skiptingu auðlinda heimsins og að þjáning þeirra sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér tæki enda.
Atvik úr fortíðinni
Ef við að lokum skoðum það sem þú upplifðir sem ung kona í heimsókninni á spítalann er ágætt að gera sér grein fyrir aðalatriðum en láta öll auka atriði lönd og leið. Á þessum árum ert þú ung og óþroskuð eins og gengur, með takmarkaða reynslu í andlegum efnum, þó kærleiksrík og leitandi sért. Þegar þú verður vör við þá óbærilegu líðan sem sjúklingurinn á viða stríða fyllist þú óstöðvandi löngun til að hjálpa honum og velur einfaldlega þá leið sem þér fannst sú eina rétta í þessari annars aumkunarverðu stöðu og lái þér hver sem vill. Þú fannst að ástand viðkomandi sjúklings var sársaukafullt ekki einungis fyrir hann heldur konuna hans líka sem vakti yfir honum dag og nótt og einfaldlega baðst um hvíld fyrir hann. Ekki er ástæða að ætla að þú hafir flýtt fyrir láti mannsins vegna þess að slíkt væri vanmat á Guði, hann er almáttugur og hlýtur að velja okkur rétt skapadægur. Vegna þess að maðurinn dó daginn eftir þá hefur þetta kvalið þig. Ef við íhugum hvað raunverulega gerðist, þá er aðalatriðið að á þessu erfiða augnabliki á leiðarlokum mannsins var ókunnug ung kona fyrir tilviljun stödd í sama herbergi og þau hjónin og sem meira er og mikilvægara en allt annað var að þessi elskulega kona þú áttir í hjarta þínu nógan kærleika til að biðja um hvíld fyrir manninn. Ekki er vafi á því að þú hefur með þessum fyrirbænum gert óhemju mikið gagn og örugglega átt þátt í því beint og óbeint að umskiptin urðu sennilega mun léttari manninum og eftirstöðvarnar konunni. Það eru ekki endilega þau orð sem við notum sem skipta máli heldur hugurinn, sem í þínu tilviki var bæði óeigingjarn og elskuríkur og það er aðalatriði þessa máls kæra Þóranna. Eða eins og hugprúða hárgreiðslukonan sagði fyrir stuttu að gefnu tilefni" Elskurnar mínar þó hárið sé farið að þynnast og grána er ekkert víst að við séum endilega vitrari. Við verðum bara að vera sjálfum okkur samkvæm og kærleiksrík, þá verða allar athafnir okkar og hugsanir einhvers virði, hvers svo sem þiggur þær og á hvaða aldri sem við erum."
JRK

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home