Höfundur
Afbrýðisemi
Jóna Rúna Kvaran
Hugleiðing II
Þegar við erum að velta fyrir okkur afbrýðisemi sem
einni af þeim tilfinningum sem gegnum sálarlíf okkar
fara og koma er fátt sem ekki getur breyt góðri
manneskju í slæma í þeim efnum. Þegar hjón skilja
og fara í sitt hverja áttina verða náttúrulega marg
þættar breytingar á högum þeirra og barnanna ef þau
eru partur af fyrri sambúð. Börnin verða oft sjálf
mjög afbrýðisöm og sundurtætt ef upp kemur sú staða að
annað hvort eða jafnvel báðir foreldrarnir finna sér
nýjan lífsförunaut. Þeim er líka ætlað að í flestum
tilvikum að sætta sig við að hafa misst annað
foreldrið útaf heimilinu og kannski nánast samtímis
að búa í sig tilfinningar til einstaklings sem kemur
að þeirra mati eins og þjófur inn í líf þeirra.
Flestir sem hafa þurft að gerast fósturforeldra barna
frá fyrra hjónabandi er fullkomlega fyrir þessum
blessuðu börnum að minnsta kosti um stunda sakir og
jafnvel lengur eftir atvikum. Börnin taka allt nærri
sér og geta misskilið eitt og annað sem látið er fjúka
í¢ávarkárni og veldur þeim slæmri líðan eftir á.
Afbrýðisemin færi mjög gott svigrúm í hugum þeirra og
ekki alltaf af ástæðulausu því miður. Nýja
fósturforeldrið er ekki öfundsvert og oft sjálft
afbrýðisamt út í fortíð þess aðila sem börnintengjast. Oft verður ástand sem þetta til að skemma
mikið fyrir öllum sem málinu tengjast og draga
leiðinda dilk á eftir sér. Stundum er nánast eins
og enginn geti fundið skynsamlega leið frá þessu
ástandi þó góður vilji sé kannski fyrir hendi að
minnsta kosti tíma og tíma. Við verðum að átta okkur
á því að þegar við erum orðin fullorðin er sennilegra
að við séum með einhverja fortíð að baki þó hún sé
ekki í öllum tilvikum flókin. Ef við eignumst þannig
börn sem aðrir hafa fætt af sér en við höfum við líka
einhverjar skyldur við þau og ekki síst þegar um er að
ræða ung börn. Þau eiga rétt á nánu sambandi við
foreldri sitt og ætti þá ekki að breyta neinu þó
viðkomandi foreldri sé ástfangin af öðrum aðila það
ætti engin að gleyma börnunum sínum eða vanrækja,
hvort sem foreldrið er inn á heimili með því eða ekki.‰
Nýr lífsförunautur getur aldrei slitið þau tengsl sem
foreldri hefur við börn sín frá fyrri sambúð öðruvísi
en að valda einhverjum öðrum sársauka eða verða særður
sjálfur fyrr eða síðar sem afleiðing af slíkri
fávisku. Best er sennilega að öll tengsl myndist hægt
og börnin fái gott og skilningsríkt svigrúm til að
komast yfir hugsanlega afbrýðisemi og aðra áþekka
kvilla. Ef við íhugum aðeins samband barna hvert við
annað er stutt í afbrýðisemi t.d. út í skólafélaga sem
skarar framúr á einhvern hátt og er öðrum fremri og
jafnvel vekur eftirtekt og áhuga kennara í þokkabót.
Slíkur aðili er venjulega ófyrirgefanlegur og fær oftneyðarlegar athugasemdir frá hinum sem ekki ná sömu
hæfni eða athygli kennara og framhaldið verður
óbærilegt fyrir viðkomandi barn sem getur kannski ekki
skilið viðbrögðin við sér. Eins er ef barn eða
fullorðin er manneskja er óvenjulega fullkomin hvað
útlit og annað atgervi snertir er nánast fullvíst að
viðkomandi mætir afbrýðisemi annarra í einhverri mynd.
Framkoma annarra hefur töluvert að segja fyrir okkur
og þess vegna er mjög erfitt fyrir okkur flest að mæta
kannski ókurteisi og frekjulegu viðmóti annarra bara
vegna þess kannski að forsjónin hefur lagt stolt sitt
í að við værum með útliti okkar fegurðarauki fyrir
samferðafólk okkar. Þau okkar sem eru kannski ekkert
augnayndi sleppa sem betur fer við þessa hvimleiðu
afbrýði fólks en við getum aftur á móti verið svo
fögur sálarlega að fólk fái ofbirtu í augun nánast í
meters fjarlægð frá og finni sig knúið af þeim ástæðum
til að annað hvort gera lítið úr okkur eða einfaldlega
forðast okkur. Svo spurningin er hvort er betra að
vera andlegt eða líkamlegt augnayndi ef við viljum
komast hjá afbrýðisemi annarra? Þessi var erfið
úff. Þegar við erum skotin í einhverjum og alls ekki
viss um að viðkomandi sé ástfanginn af okkur er
ótrúlegt hvað við verðum flest hallærisleg andlega og
flest þó gömul séum eins og sautján ára þegar við
förum í gegnum viss stig afbrýðinnar sem fylgir
náttúrulega óvissunni. Við öndum öðruvísi, hugsum á
annan hátt, framkvæmum flest þvert um hug okkar ogerum virkilega lítilfjörleg sálarlega svo sitthvað sé
tínt til. Best er að enginn óviðkomandi verði á vegi
okkar í þessu ástandi því viðkomandi gæti haldið að
við ættum við alvarleg sálræn vandamál að stríða og
hyggilegast að forðast okkur ef eitthvað er. Sagt er
að við stelpurnar séum nánast sérfræðingar í bókhaldi
afbrýðiseminnar jafnvel eins og lifandi upplýsinga
miðstöð fyrir flest það sem tengt er afbrýði á
einhvern hátt. Þessi barnalega skoðun er auðvitað í
flestum tilvikum tengd einhverjum þverslaufu hætti
vissra karlmanna og er hér með vísað á bug án
sektarkenndar. Sannleikurinn er miklu verkar sá að
þessi fyrirferðar mikla tilfinning finnst svo
sannarlega hjá strákunum líka og í engu minni eða
stærri skömmtum en hjá litlu drauma stelpunum þeirra.
Þeir eru bara lokaðri ef við og verða gjarnan fúlir og
kaldir ef hjá þeim bólar á þó ekki sé nema minnstu
tegund afbrýðinnar. Það er ekkert uppörvandi við að
þurfa að sætta sig við að þurfa kannski að vera í
vinnu eða inn á heimili með hegðunarmynstur þess
afbrýðisama eins og svipu yfir sér vitandi aldrei
hverju við eigum von á. Ef við íhugum dálítið t.d.
afbrýðisemi foreldra í garð barna sinna er ekki
óalgengt að foreldri í flestum tilvikum ómeðvitað geti
verið haldið afbrýðisemi í garð einhvers barna sinna.
Þegar um slíkt er að ræða getur viðkomandi barn
sjaldan gert foreldri sínu til hæfis á nákvæmlega
réttan hátt. Þó barnið sé jafnvel orðin fullorðinmanneskja og gangi vel að ná árangri getur það þjáðst
vegna þess að viðkomandi foreldri getur ekki glaðst
yfir unnum sigrum barnsins heldur fer jafnvel að tala
um eitthvað annað sé reynt að benda því á góðan
árangur persónunnar. Eins er ekki óalgengt að tiltekið
barn velji sér lífshlutverk sem er tengt áhugasviði og
vilja foreldris í einhverri mynd í von um að verða
kannski skilið eða metið á réttan hátt í huga
foreldrisins sem allt miðast við að þóknast á sem
fullkomnastan hátt. Það er heldur ekki ósjaldan að
foreldri í þessari ömurlegu stöðu gagnvart barni sínu
reyni í örvæntingarfullri afbrýðisemi sinni að fara
sömu leiðir að árangri t.d. starfslega og barnið.
Venjulega er slíkt klökkara en tárum taki fyrir barnið
að horfa upp á og láta óáreitt. Það er líka erfitt að
vera stanslaust að reyna að sanna sjálfan sig í von um
pínulítið hrós eða uppörvun frá foreldrinu sem barn í
þessari stöðu þráir svo að fá viðurkenningu frá og
vissu um að viðkomandi foreldri elski það í raun og
veru. Mörg góð sálin hefur farið flatt á þess konar
sambandi við foreldri sem er í raun hörmulegt að vita
til en gerist alltof oft. Þetta barn þarf stanslaust
að ver að sanna sig í von um að eftir því sé tekið sem
það gerir og virðist óaðfinnanlegt í allra augum nema
þessa þráa foreldris. Fullkomunnar árátta þessara
barn er yfir þyrmandi og þau hella sér yfirleitt út í
alltof miklar kvaðir sem engin sýnileg þörf er á vegna
afkomu eða aðstæðna. Það sorglega er að í stað þessað viðurkenna sjálfs sín getu fórna þau öllu þessu til
til að aðeins ein persóna geti fellt sig við þau og
elskað á réttan hátt. Svona foreldri er ekkert annað
en harðstjóri sem þyrftir að leita sér sálfræði
hjálpar við að uppræta vandan og læra á sín eigin
takmörk um leið en til þess að af slíku yrði þyrfti
viðkomandi foreldri náttúrulega að sjá vandan sem það
er í auk erfiðleikanna sem það kallar yfir barnið sitt
jafnvel sem fullorðinnar manneskju. Að lokum er
kannski ekki svo vitlaust að benda á afbrýðisemi
tengdafólks út í makann sem vogaði sér að giftast
barninu þeirra og taka þar með af foreldrunum
umráðaréttinn yfir blessuðu barninu sem þeir hald
stundum að geti tæplega lifað án sín. Við sem erum of
stjórnsöm ættum að reyna að vera minnug þess að það
tekur enginn börnin okkar frá okkur við einfaldlega
eigum þau ekki heldur er okkur um tíma trúað fyrir
þessum elskum. Til fróðleiks má að skaðlausu benda á
að enginn er ómissandi og allra síst við foreldrarnir
sem betur fer .
+++
Höfundur:
Jóna Rúna Kvaran
Takmarkað sjálfsálit
"Svar til þín Sorgmædd"
Kæra Jóna Rúna!
Þar sem ég hef heyrt mjög góða hluti um þig, þá ákvað ég að skrifa þér þetta bréf og veit að þú lítur á bréf þetta sem algjört trúnaðarmál. Ég kynntist kærasta mínum fyrir þó nokkru og varð reyndar ófrísk skömmu seinna. Hann var þeirrar skoðunar að mitt væri að ákveða um afdrif barnsins.
Þar sem ég er ekki tekjuhá og á leið í framhaldsnám erlendis, virtust allir þeir sem ég ráðfæri mig við vissir um, að besta lausnin væri fóstureyðing eða einfaldlega að gefa barnið, þar sem ósennilegt væri að ég gæti framfleytt því við þær aðstæður, sem ég bý og hann reyndar líka sem námsmaður.
Ég þráði að halda barninu en óttaðist að enda kannski á bónbjargarstyrk hjá ríkinu. Það var fólk í fjölskyldum okkar beggja, sem bauðst til að taka barnið, ef úr fæðingu þess yrði, en ekki virtist koma til greina að við gerðum það sjálf. Ég var ráðvillt og fór í fóstureyðingu, en hef séð óendanlega mikið eftir því og liðið mjög illa. Ég er þunglynd á köflum og frekar uppstökk og samband mitt og kærastans er fremur stirt enda ekki undarlegt. Mér hefur fundist honum létt eftir þessi óskemmtilegu málalok, sem mér finnst satt best að segja erfitt að fyrirgefa honum.
Ég er sár út í hann, fjölskyldu mína, sem hefðu frekar átt að styðja þá hugmynd að ég héldi barninu, en mest sárnar mig þó við sjálfa mig fyrir að hafa framkvæmt þetta neyðarúræði.
Ég vildi gjarnan slíta sambandinu við kærastan, en það sem stöðvar þann vilja minn er einfaldlega ótti við að finna engan annan til að vera með og verða kannski ein. Meiningin er að við förum saman út en málið er bara að okkur kemur alls ekki vel saman lengur. Að námi loknu verð ég mjög nálægt þrítugu og vildi þá helst vera búin að eignast eigin fjölskyldu.
Samband mitt við kærasta minn minnir mig stöðugt á þetta ólánsatvik og engu líkara en fjölskyldur okkar beggja reikni með að þetta samband endist hjá okkur og ekki síst þar sem meiningin er að halda saman utan til náms. Ég yrði innilega þakklát ef þú gætir ráðlagt mér eitthvað og svar þitt kannski hjálpað mér til að verða sáttari við sjálfa mig og líf mitt. Vonandi séðu þér fært að svar þessu bréfi þó ég reikni ekki með neinni "patentlausn". Með fyrirfram þökk og óskum um áframhaldandi gæfuríkt starf. Kær kveðja Sorgmædd
Kæra Sorgmædd!
Þakka þér innilega fyrir uppörvunarorð þín og annan skilning á verkum mínum. Ég bæði breytti bréfinu og stytti það og sé ekki að neinn þér kunnugur ætti að getað rakið slóð þess til þín og ekki síst vegna þeirra hryggilegu staðreyndar, að saga þín er líka saga ótrúlega margra ungra stúlkna sem lifa eimitt í dag.
Með einlægni þinni og hreinskilni við mig gerir þú mér mun auðveldar með að koma með mögulegar ábendingar þér til handa. Við styðjumst í svörunum við innsæi mitt og hyggjuvit, auk þess sem ég styðst til samanburðar lítillega við skriftina þína, sem er frekar grunnhyggin leið en ágæt þó eftir atvikum.
Ákvarðanir og afleiðingar þeirra
Ef við elskuleg reynum til að byrja með að íhuga hvað veldur því, að við förum eftir ákvörðunum annarra okkur til handa í viðkvæmum málum, sem varða framtíð okkar, en ekki eigin vilja, sem að sjálfsögðu væri það eðlilega.
Ef við erum með lítið sjálfstraust og alrangt sjálfsmat, erum við gjörn á að bera undir fleirri manns, það sem við þurfum að taka ákvarðanir um, en erum raunverulega hrædd við að bera ábyrgð á og óttumst líka að kunni að verða okkur til tjóns, ef við styðjum einungis við okkar eigin dómgreind, sem við hreinlega treystum ekki.
Við veljum frekar að styðjst við dómgreind þeirra, sem við höldum og trúum að vilji okkur vel og sjái auðveldar hvað okkur hentar, en við sjálf. Í bland við það sem við höldum stundum við þessar kringumstæður, að viðkomandi séu á allan hátt snjallari en við sjálf, ekki bara í ákvarðanatökum, heldur á öllum öðrum sviðum líka.
Vanmat á sér
Þessi afstaða annars vegar til sjálfs síns skynsemi og hins til mögulegra skynsemi annarra, er oftast afleiðing af því sem áður sagði þ.e. vanmats á sjálfum sér. Einmitt þetta er ekki ósvipað því t.d. sem þú gerðir hvað varðaði það, að láta eyða barni því sem þú gekkst með.
Á þeim tíma varstu hrædd, háð, og vonsvikin vegna þess, að meining þín var að mennta þig áfram, en ekki að lenda í einhvers konar basli. Þér liði örugglega betur núna, ef þú hefðir einungs tekið þessa afdrífaríku ákvörðun sjálf, en ekki í samvinnu við aðra, þó vissulega sé erfitt að sanna eða fullyrða, slíkt.
Innibyrgð reiði getur valdið þunglyndi
Í dag líður þér ömurlega og finnur til mikils pirrings í garð, annars vegar kærasta þíns og hins vegar fjölskyldna ykkar, auk þess að vera miður þín vegna eigin breytni. Af þessum ástæðum er athugandi fyrir þig, hvort þú átt ekki hreinlega að leyta stuðnings t.d. sálfræðings eða geðlæknis, sem eru sérfróðir eru einmitt í líðan sem þessari og mögulegum afleiðinga hennar, sem meðal annars eru ekkert óáþekk því sem þú einmitt talar um, eins og það að ásaka sjálfa sig með öllum þeim innri kvölum sem því fylgja.
Þú ert sennilega mjög reið, án þess að gera þér fulla grein fyrir því út í kærasta þinn og finnst hann sennilega fremur lítilsigldur sem persóna og getur því engan veginn fellt þig við hann, sem er í þessari stöðu ofureðlilegt.
Hvað snertir aftur á móti fjölskyldur ykkar beggja, er ekki ósennilegt að í garð þeirra sért þú öskureið líka. Eins og þú bendir á, af hverju bentu þær ykkur ekki á mögulega ábyrgð ykkar á að ala önn fyrir nýfædda barninu fremur en að benda á lausn sem lá í áðurnefndri framkvæmd þ.e. fóstureyðingunni.
Allar þessar ástæður framkalla ofsafengna reiði, sem virðist snúa inná við og valda þessu tímabundna þunglyndi, sem þú finnur fyrir og ættir að leyta hjálpar við hjá þeim, sem sérhæft hafa sig í lækningu þess og meðhöndlun eins og áður t.d. geðlæknar og sálfræðingar.
Að axla ábyrgð
Hvað varðar það að þú getir dregið úr ábyrgð ykkar tveggja á framkvæmdinni með því að benda á að fjölskyldur ykkar hefðu átt að örva ykkur, til að horfast í augu við vandan og greiða úr honum á annan hátt og þá kannski með því að eignast barnið og ala það upp. Þessu er erfitt að svara á annan hátt en þann, að þið eruð fullorðið fólk, sem á ekki að þurfa að hugsa fyrir eða taka ábyrgða af eða á ef við miðum við það eðlilega.
Það er því hyggilegast að láta ekki þannig ranghugmyndir eitra hug sinn og afstöðu til framkvæmdarinnar. Betra væri að reyna að vinna sig frá þannig niðurbrjótandi hugsunum og minna sjálfa sig á, að það sem hefur verið framkvæmt verður ekki aftur tekið, hvað sem öllu ranglæti áhrærir.
Sektarkennd
Það er jafnframt þessu, sem áður er talið fullástæða til að ætla elskan, að þú þjáist af mikilli sektarkennd, sem blandast sennilega sjálfsfyrirlitningu, sem er ofureðlilegt, þó vissulega sé ástæða til að skoða þær kenndir betur.
Við vitum það að oft er það þannig í lífi okkar, að við bregðumst við aðstæðum miðað við þann skilning, sem við höfum hverju sinni á málunum og því sem þeim tengist. Það segir ekkert til um manngildi okkar, miklu frekar er vísbending um það innifalin í því, hvernig við vinnum okkur útúr því, sem á eftir kemur. Í þínu tilviki er alveg ljóst, að ótti, óöryggi og vanmat á sjálfum sér, auk sennilega þjálfunarleysis í að taka ákvarðanir, sem litar alla þessa erfiðu ákvörðun, en ekki upplag þitt og augljósir kostir.
Fóstureyðingar
Vissulega verður að viðurkennast, að fóstureyðingar eru rangar í einhverjum skilningi þess orðs, en hverjum treysti ég mér ekki til að meta, vegna þess að ég gæti sjálf hafa brugðist við á sama hátt og þú, af svipuðum ástæðum og liðið nákvæmlega eins illa á eftir.
Með þessu er ég ekki að mæla þessari framkvæmd bót, svo langt því frá, vegna þess að ég virði rétt barnsins, sem ekki getur sagt til um vilja sinn til að lifa, meðan það er enn í móðurkviði. Það hljóta að vera brot á lögmálum Guðs, að deyða það líf sem hann býr til, hvort sem það er á jörðinni eða í móðurkviði.
Um það hljótum við að vera sammála, þó sárt sé að segja það við þig þar sem þér líður svona illa, en á móti kemur, að þú vissir ekki betur, en þetta á tilteknum tíma, svo þarna er ekki um beinan ásetning að ræða, heldur miklu fremur barnalega sjálfsvörn.
Það getur enginn ásakað mannætu fyrir, að borða mannakjöt þó, ógeðfellt sé, ef hún veit ekki og gerir sér enga ljósa grein fyrir að það er alfarið rangt, þó mögulegt gæti verið að benda henni á það við tækifæri og þá myndi viðkomandi örugglega fyllast fyrst framan af algjörum hryllingi, á sjálfs síns athöfnum og líða mjög illa.
Eins til viðbótar er ágætt að gera sér grein fyrir því, að allar staðreyndir benda til þess, að þær framkvæmdir okkar, sem runnar eru undan rifjum tímabundins þekkingar eða þroskaleysis okkar, eru venjulega þess eðlis, að þær eru ekki nema í undantekningar tilvikum vísbending um raunverulegan vilja okkar, í tilteknum málum.
Guð fyrirgefur
Þú iðrast þessarar framkvæmdar og það segir, að ef þú stæðir frammi fyrir sömu mögulegu ákvörðun í dag, myndi niðurstaða framkvæmda þinna verða allt önnur og líkari því, sem upplag þitt bendir til og það verður þú að sjá og skilja, því það beinir hugsun þinni inná betri og jákvæðari braut fyrir sjálfa þig og framtíð þína.
Biddu því góðan Guð um að fyrirgefa þér þennan misskilning og hann gerir það, en jafnframt vertu sjálf fús til að fyrirgefa þér þann þroskaskort, sem lá í augljósu vanmati sjálfrar þín á eigin persónu og því fór sem fór.
Þú hefur ekki leyfi andlega séð, til að eyðileggja líf þitt með rangri og óskynsamlegri afstöðu til sjálfrar þín, sem er mikil freisting að gefa líf, einmitt á svona viðkvæmu augnabliki í lífsgöngu þinni eins og elskuleg þetta tímabil er, vegna þess sem á undan er gengið.
Innsæi og hyggjuvit
Ef við að lokum skoðum manngerðina í gegnum innsæi mitt og hyggjuvit, ásamt því að nota tákn skriftarinnar til samanburðar, er eitt og annað, sem gæti komið fram þó ekki feli það í sér neina lausn fremur viðmiðunnar atriði, sem gott getur verið að hafa til hliðsjónar á þessum tímamótum.
Þú ert á margan hátt virðist vera á miklum tímamótum og mjög sennilegt að framundan sé, um það bil sjö ára vinnu og lærdóms tímabil. Þú virðist viðkvæm og sennilega óörugg, sem veldur því að þér vex í augum eins og þú virðist óttast nokkuð að vera ein og yfirgefin.
Af þessum ástæðum heldur þú því dauðahaldi í tengsl, sem raunverulega eru löngu búin. Þarna á ég við samband þitt við kærasta þinn. Þetta er óþarfa ótti, því þú hefur að mér sýnist ágæt skilyrði, til að bjarga þér á eigin vegum, ef þú bara þorir og ýtir gömlum grýlum frá.
Þú ert mjög víðsýn og virðist liggja ákaflega vel vitsmunalega, sem ætti að auðvelda þér frekari menntunarmöguleika, sem þú reyndar hefur hug á. Skap þitt er miklu stærra og þyngra held ég, en þú í fljótu bragði virðist gera þér grein fyrir og þess vegna mjög slæmt ef það fer inn eins og núna, en ekki út.
Tilfinningalega ertu trygg og fremur þung og sein til dýpri tengsla, sem þýðir, að þó þú hrífist auðveldlega, er langur aðdragandi að raunverulegri tengslamyndun. Það er mikil stemmning í þér og þú virðist nokkur óhemja, þegar um er að ræða að fá skýringar og svör, ef þú festist í einhverri hugsun.
Það er sennilega kostur fyrir þig, að hafa sem mesta tilbreytingu í tengslum við þau störf, sem þú kýst að vinna í framtíðinni, ásamt möguleikum á að eiga frumkvæði, í flestum framkvæmdum þeim tengdum. Þú virðist skipulögð, en ert líka nokkuð kærulaus og eftirgefanleg við sjálfa þig, ef þannig stendur á.
Áhugasvið þín gætu verið mörg og eiga eftir að breytast, á næsta tímabili í lífi þínu þ.e.s. á milli 3o og 4o ára. Eitt og annað getur verið að gerjast í þér á nákvæmlega sama tíma, en þrátt fyrir það áttu auðvelt með að halda þig við það, sem þér er hugleiknast í raun og veru, þó þú kunnir að fara krókaleiðir af því.
Sjálfstraust verður þú að efla með sjálfri þér og meiri trú á eigin getu, ásamt því að lifa ekki í því liðna, það dregur þig niður eins og gefur að skilja. Þú virðist listræn og mannleg og það eru ágætir kostir þegar til lengri tíma er litið.
Sem sagt elskuleg þér eru flestir vegir færir hvað varðar augljósa hæfileika, en ættir að þiggja þann stuðning sem einhvers konar sérfræðingur í heilbrigðiskerfinu gæti veitt þér á næstu viku, þó ekki væri nema til að flýta fyrir eigin velferð, sem verður að teljast mikilvægt.
Eða eins og þunglynda stelpa sagði eitt sinn, þegar henni fannst öll sund hafa lokast sér við vini sína." Elskurnar mínar má ég biðja um eitt gott þunglyndiskast, fremur en eilíft myrkur og hana nú"
Guð gefi þér skjótan bata á augljósum, en tímabundnum vanda þínum með góðra manna stuðningi og sjálfs þíns trú og vilja. Með vinsemd Jóna Rúna
+++
Höfundur: Ástin
Jóna Rúna Kvaran
Hugleiðing um ástina
Þegar við ætlum að íhuga ástina og áhrif hennar í lífi
okkar og tilveru er okkur vissulega vandi á höndum.Við verðum eins og áður að reyna að vera bæði heiðarleg og um leið málefnaleg, til að vangavelturnar
nái tilgangi sínum. Ástin er eins og vitsmunirnir
margþætt og náttúrlega breytileg eftir atvikum og
kannski aldrei nákvæmlega eins í öllum tilvikum. Sumir segja að hún göfgi okkur og geri okkur að betra fólki, en aðrir segja að aldrei þrífist meiri lákúra í okkur, eins og þegar við erum einmitt á valdi
ástarinnar, sem verður að teljast mjög hryggilegt og
nánast óskiljanlegt sé tekið tillit til þess, hvað
okkur getur liðið ótrúlega vel einmitt í hita þeirra
til¬finninga sem ástin ein getur framkallað í hug okkar
og hjarta. Móður- og föðurástin eru þær tilfinningar sem við
þekkjum flest og kynnumst strax frumbernsku. Þessi
ást er talin ein fullkomnasta tegund ástar og sú ást
sem við síst getum verið án. Þegar lítið barn breiðir
út faðminn á móti foreldri sínu, ljómandi í framan,
brjótast fram unaðslegar tilfinningar bæði í okkur
foreldrunum og barninu sjálfu. Börnin geta nefnilega ekki þrifist svo vel fari án ástar, þau þurfa að finna og skynja persónulega ást
okkar foreldranna eða þeirra sem annast um þau, annars
er eins og þau hreinlega visni í andlegum skilningi
þess orðs. Börnin með einlægni sinni og þrá eftir ást
og umhyggju gera okkur sem kannski erum köld og
tilfinninga sljó að betra fólki vegna þess, að þau
gefa okkur ekki eftir í þessum efnum og þar af
leiðandi ná þau ástum okkar flestra að lokum, sem
betur fer.Þegar við erum sex ára og erum að byrja skólagöngu
erum við flest mjög spennt og upprifin fyrstu vikurnar
í skólanum. Við erum að kynnast nýjum aðstæðum og
fólki sem við eigum að tengjast á næstu mánuðum. Á
þessum eftirminnilegu árum er mjög algengt að ástin á
hinu kyninu fái líf svo um munar, þó erfitt sé að trúa
slíku og hvað þá að ástandið geti valdið umtalsverðum
vandræðum og myndrænum breytingum á smáfólkinu. Sá strákurinn sem tætir af sér mestu brandarana eða er bestur í fótbolta er mjög álitlegur ástarkostur. Það skiptir kannski minna máli þó viðkomandi uppfylli ekki
ströngustu útlitskröfur og sé ekkert sérlega gáfaður.
Það hefur nefnilega svo miklu meira gildi, að finna
innra með sér áður óþekka tilfinningu og gera tilraun
til að fylgja henni eftir ef hægt er. Reyndar er alveg
meiri háttar, að hafa uppgötvað svona svakalegaspennandi strák sem getur allt, jafnvel þó við þurfum
að breyta okkur töluvert til að krækja í smá athygli
frá viðkomandi.Við stelpurnar hreinlega verðum veikar og spurningin
er bara hver okkar er meiriháttar að hans mati. Við
lesum alla Hafnarfjarðar© brandara sem við komumst
yfir og látum þá fjúka af minnsta tilefni í von um að
hækka í áliti hjá stráknum. Eins fáum við lánaða
alltof stóra fótboltaskó og látum okkur ekki vanta á
varamanna¬bekkinn ef ske kynni að guttinn tæki eftir
okkur og kippti okkur í liðið. Síðan gerist það einn daginn að við lendum í
slagsmálum nokkur saman og strákurinn okkar eltir
okkur. Eftir að hafa verið á harðahlaupum í tíu
mínútur nær stráksi okkur og klípur fast, við verðum
öskureiðar og spörkum í hann og við þá reynslu þegar
sársaukinn er mestur kallar hann okkur öllum þeim
ónöfnum, sem hann í fljótheitum finnur. Þetta verður
yfirleitt til þess að ástin kulnar og áfallið verður
það mikið, að varla er hægt að horfa á viðkomandi í
langan tíma á eftir, öðruvísi en að fá grænar bólur af
hryllingi. Á unglingsárunum vandast málin, því þar fer ástin að
blómstra svo um munar. Við hreinlega getum orðið svo
ástfangin, að allt annað í daglegu lífi okkar nánastriðar til falls, því ekkert er hægt að gera eða
framkvæma í ástarhitanum nema hugsa um væntanlegt
samband við þann konfektmola sem við höfum augastað
á og þráum ekkert heitara en að taka eignarnámi. Ömurlegast er ef ástin er ekki endurgoldin eða jafnvel viðkomandi í föstu sambandi við einhvern annan.
Keyptir eru fullkomlega hljóðlátir kínaskór, svo hægt
sé að fylgjast grannt með viðkomandi bæði á
skólagöngum og jafnvel fyrir utan gluggann á
herberginu hans eftir að tekur að skyggja og möguleiki
er á að sjá viðkomandi bregða fyrir eitt augnablik.
Þetta tímabil getur verið bæði sársaukafullt og
neyðarlegt eftir atvikum. Andvökunætur verða
óneitanlega margar, auk þess verður draumlífið þess
eðlis að ekki er ástæða til að gera það að umfjöllunar
efni hér af siðgæðisástæðum auðvitað. Við erum á þessum árum sérstaklega næm og þurfandi fyrir náið tilfinningasamband, af ósköp eðlilegum
ástæðum. Hormónabreytingar eru miklar og við hvorki
fullorðin né börn heldur einungis tilfinningasprengjur, sem varast ber að styggja eða áreyta af litlu tilefni. Við erum flest í námi en hugurinn
miklu vinsamlegri líkamanum en skólabókunum og þar af
leiðandi býsna erfitt að sætta sig við fúlheit þau,
sem skólinn og aginn sem honum fylgir leggja á okkur.
Hætt er við að við dettum í sælgæti eða annan ósóma,ef okkur finnst við ekki líkleg til að njóta ástar
þess sem við þráum og erum orðin kannski
örvæntingarfull um að hafi ekki skilning á hversu
rosalega girnileg við annars erum.Þegar við síðan eldumst ögn og kemur að því að við teljum hyggilegt að stofna til sambúðar gengur oft
betur að láta hlutina gerast nánast í hvelli. Við
teljum okkur flest fær í allt og njótum þess að vera
ung og ástfangin. Vissulega getum við tekið út
allskyns tilfinningar í þessu ástandi, sem eru ekkert
sérstaklega höfðinglegar og þaðan af síður
stórmannlegar, því stutt er í afbrýði og annan úrvalskjallaragang, sem virkilega getur verið höfuðverkur út af fyrir sig. Á þessum árum koma oftast börnin og íbúðarkaupin á sama tíma og myndast getur basl og annað álíka vesen,
sem getur verulega reynt á ástina og raunverulegar
tilfinningar. Þarna getur mikið breyst því frá því, að
hafa gengið á bleiku ástarskýi í töluverðan tíma getur
verið ansi hart að þurfa að taka furðulegustu framkomu
mótpólsins sem alls ekki virðist standa í neinu
sambandi við eld þann og hlýju sem ástinni óneitanlega fylgdi á fyrstu stigum hennar að minnsta ¬kosti. Við uppgötvum að í blindu ástareldsins tókum við ekki eftir hvað Jói er ömurlega morgunfúll og Dísahryllilega ljót á morgnanna, fyrir utan hvað hún er
átakanlega mikill nöldrari. Eitt og annað getur á
næstu árum verið fullkomlega óþolandi eins og t.d.
nískan í Jóa, margur hefur nú byggt hús og á sama tíma
ekki neitað konunni sinni um Spánarferð, nýtt sófasett
eða jafnvel gott jóladress. Það er óhætt að segja að
flest getur orðið rifrildis- og ágreinismál og líklegt
að nánast flest byrjunardekur detti nánast upp
fyrir, þegar við erum orðin nokkuð örugg um að erfitt
sé að losna við okkur með góði móti, vegna þess að
börn og bú þurfa á okkur að halda , jafnvel þó fúl
séum og niðurbrjótandi. Vissulega verður að viðurkennast að það eru eru til
ástarsambönd, sem alls ekki taka á sig svona myndrænar
og hallærislegar myndir, heldur þvert á móti með
vaxandi þroska og auknum skilningi á manngildi sínu,
verði ástin mun heitari og elskulegri en á árum áður
og varla fari hnífurinn á milli okkar. Þegar við aftur á móti förum að finna að tekur að það halla fremur hratt undan fæti og svo kallaður grár
fiðringur fer að gera vart við sig, getur eitt og
annað furðulegt komið upp á jafnvel í ágætustu
samböndum. Strákarnir fara allt í einu að klippa sig
öðruvísi til að fela hárlosið og hugsanlega skalla myndun og verða nánast daglegir gestir í hinum ýmsu heilsuræktamiðstövum og ganga með sólgleraugu svosjáist ekki að þeir eru með augun límd á ungu gellunum
sem verða á vegi þeirra. Óttinn við að karlmennskan sé
á hröðu undanhaldi verður yfirþyrmandi og veldur
náttúrlega feikilegum áhuga nýju lambakjöti, ef það er
á sveimi einhvers staðar í grenndinni við þessar
elskur finnst þeim þeir vera eins og sextán ára aftur
og haga sér í samræmi við það, þó vissulega megi deila
um þann árangur sem erfiðinu óneitanlega fylgir. Við stelpurnar verðum aftur á móti mjög viðkvæmar fyrir því að hrukkur fara að myndast, mittið að stækka
gráum hárum að fjölga og allt í einu sjáum við hvað
sonur hennar Stínu í næsta húsi er rosalega niðurmjór
og fullkominn að ofan næstum eins og Tarsan. Við
getum lent í erfiðleikum með eitt og annað einmitt
þegar hann á leið framhjá og kemst ekki hjá að hjálpa
okkur. Það eru nefnilega furðu lík hegðunarvandamál
sem við fáum og strákarnir og við verðum ekki síður
lagnar við að sjá út fjallalömbin og augljósa
hreyfigetu þeirra. Á þessum umdeildu árum virðast framhjáhöld og smáskot
verulega fyrirferðamikil hvað sem hver segir því
alltaf er passað, að ekkert komist upp. Raunveruleg
ást virðist hverfa fyrir alls kyns hégóma og þörfin
fyrir ungdóm verður óþolandi og hallærisleg, því við
vitum og gerum okkur öll grein fyrir því, að vissulega
fer hann dvínandi, þó okkur dreymi dagdrauma um annað.Ef við höfum haft einhvers konar þráhyggju
tilhneigingu, þá má með sanni segja að hún virkilega
fá í huggulegheitum að vaxa og jafnvel blómstra, án
þess að við beinlínis leitum geðlæknis hjálpar,
einmitt á þessu sérstaka tímabili skiptanna frá miðjum
aldri að líklegri elli. Hætt er við að mörg ágætis hjónaböndin hafi splundrast
einungis vegna þess, að annar aðilinn gat ekki sætt
sig við að verða raunverulega miðaldra og í örvæntingu
sinni tók sér tíma í að þróa sig aftur á bak til
fimmtán ára aldursins í von um að geta afsannað aldur
sinn og þá annmarka sem honum geta fylgt. Á þessum
tilþrifamiklu árum getur verið vandlifað og kannski
ekki alltaf nákvæmlega rétt að a.m.k. siðferðislega. Ef við aftur á móti íhugum ástarlíf fugla eins og t.d. álftarinnar þá er þróunin þar allt önnur. Meðan
tilhugalíf álfta stendur sem hæðst er hnakkrifist og
og jafnvel slæst parið upp á líf og dauða. Þegar svo
þessu margslungna og átakamikla tilhugalífi lýkur hjá
álftunum fellur allt í ljúfa löð og þessar elskur
hreinlega í bókstaflegum skilningi þess orðs sjá ekki
ævina út neitt nema hvors annars nef og njóta vel og
mikið. Vissulega gætum við mennirnir tekið þetta skynsamlega
ferli til eftirbreytni og bitist ögn í framan af, tilað ljúka flestum leiðindum af í byrjun, til að geta
svo virkilega elskað hvort annað svo um munar meir og
meir með hverju því ári sem guð gefur okkur saman,
þannig, að logi ástareldsins kulni ekki heldur teygi
sig hlýr og fasmikill um líf okkar og tilveru þannig
að við virkilega finnum hvað það er yndislegt að vera
ástfangin alveg sama á hvaða aldri við erum.Sagan segir að á efri fullorðinsárum komi yfir okkur
óstjórnleg ástarævintýraþrá og hvergi dafni ástin og
unaður hennar eins og á elliheimilum landsins. Í
matar© og kaffitímum hafa þykkar vinnulúnar hendur
sést teygja sig varfærnislega undir borð og strjúka
létt læri og hné kærustunnar sem á móti brosir
feimnislega. Eins er mikið pískrað á göngunum ef
einhverjir eru að skjóta sér saman og vilja jafnvel
ekki við það kannast á almennafæri. Hvíslingar geta
verið í þessa áttina. " Hann er bara alltaf að læðast
inn til hennar eða ég skil ekkert í manneskjunni að
líta við þessum dóna, því hann er heimavanur á öllum
hæðum". Eins getur heyrst þetta. " Hvað er að
manninum, sér hann ekki að manneskjan er algjörlega
brjósta© og mittislaus, voðalega hefur honum farið
aftur". Í ellinni er dásamlegt að verða ástfangin því við erum
þá flest búin að skila bæði þjóðfélaginu sínu, auk
þess að hafa stutt blessuð börnin og jafnvelbarnabörnin líka, fyrir utan kannski allan skarann sem
við hygluðum einu og öðru að um daganna. Trúlofanir og
giftingar er mun tíðari en við kannski ætlum einmitt í
ellinni og kannski furðu litlar líkur á nokkrum
alvarlegum mistökum í vali á lífsförunauti, vegna þess
að við eru ekki eins eigingjörn í ástinni eins og á
árum áður. Kannski leggja aldraðir meira upp úr
kærleikanum og tillitsemi en við sem yngri erum og
óþroskaðri og þess vegna kunna þeir að elska svo um
munar og eftir er tekið.Og að lokum þetta. Ástin er nauðsynleg og á að vera
kveikja að öllu því besta sem í okkur býr, fyrir utan
það hvað hún er okkur öllum holl. Til þess að hún fái
það líf í hug okkar og hjarta sem henni sæmir er
nauðsynlegt að við sýnum henni virðingu. Það er alls
ekki rétt að kveikja væntingar hjá annarri persónu sem
við ætlum ekki að rækta og fylgja eftir. Við sköpum þá
annarri sál miklar þjáningar og sorgir, sem vissulega
er óafsakanlegt og verður að teljast grimmdarlegt. Ef
við viljum sjálf verða ástar njótandi ættum við að
flýta okkur hægt á hálum vegi ástarinnar, vegna þess
að þegar við erum á valdi tilfinninga okkar erum við
svo hrekklaus og væntingar okkar ekki alltaf rökrænar
og þaðan af síður ýkja skynsamlegar, ef betur er að
gáð. Það er því hyggilegt að gefa sér góðan tíma og
reyna eftir föngum að kíkja undir spariföt viðkomandi.
Það eru mikil forréttindi að fá að elska og vera
elskaður á réttan og einlægan hátt, og full ástæða til
að gera sig líklegan til þess arna. Hitt er svo annað
mál að ef okkur skortir áþreifanlega skilning á okkar
innra manni og dýpstu þrám, er hætt við að við verðum
vanhæfari til að veita og þiggja ást og þess vegna er
mikill styrkur fyrir ástina, að við eflum okkar
andlega líf eftir föngum og séum jafnframt minnug þess
að ástin á að göfga okkur en ekki öfugt elskurnar.
Hún á að gera okkur færari til að taka sigrum sem
ósigrum lífsins, auk þess að efla allt það sem teljast
verður styrkur fyrir manngildi okkar og framtíð í
þessum annars ágæta en hverfula heimi.
Afbrýðisemi
Jóna Rúna Kvaran
Hugleiðing II
Þegar við erum að velta fyrir okkur afbrýðisemi sem
einni af þeim tilfinningum sem gegnum sálarlíf okkar
fara og koma er fátt sem ekki getur breyt góðri
manneskju í slæma í þeim efnum. Þegar hjón skilja
og fara í sitt hverja áttina verða náttúrulega marg
þættar breytingar á högum þeirra og barnanna ef þau
eru partur af fyrri sambúð. Börnin verða oft sjálf
mjög afbrýðisöm og sundurtætt ef upp kemur sú staða að
annað hvort eða jafnvel báðir foreldrarnir finna sér
nýjan lífsförunaut. Þeim er líka ætlað að í flestum
tilvikum að sætta sig við að hafa misst annað
foreldrið útaf heimilinu og kannski nánast samtímis
að búa í sig tilfinningar til einstaklings sem kemur
að þeirra mati eins og þjófur inn í líf þeirra.
Flestir sem hafa þurft að gerast fósturforeldra barna
frá fyrra hjónabandi er fullkomlega fyrir þessum
blessuðu börnum að minnsta kosti um stunda sakir og
jafnvel lengur eftir atvikum. Börnin taka allt nærri
sér og geta misskilið eitt og annað sem látið er fjúka
í¢ávarkárni og veldur þeim slæmri líðan eftir á.
Afbrýðisemin færi mjög gott svigrúm í hugum þeirra og
ekki alltaf af ástæðulausu því miður. Nýja
fósturforeldrið er ekki öfundsvert og oft sjálft
afbrýðisamt út í fortíð þess aðila sem börnintengjast. Oft verður ástand sem þetta til að skemma
mikið fyrir öllum sem málinu tengjast og draga
leiðinda dilk á eftir sér. Stundum er nánast eins
og enginn geti fundið skynsamlega leið frá þessu
ástandi þó góður vilji sé kannski fyrir hendi að
minnsta kosti tíma og tíma. Við verðum að átta okkur
á því að þegar við erum orðin fullorðin er sennilegra
að við séum með einhverja fortíð að baki þó hún sé
ekki í öllum tilvikum flókin. Ef við eignumst þannig
börn sem aðrir hafa fætt af sér en við höfum við líka
einhverjar skyldur við þau og ekki síst þegar um er að
ræða ung börn. Þau eiga rétt á nánu sambandi við
foreldri sitt og ætti þá ekki að breyta neinu þó
viðkomandi foreldri sé ástfangin af öðrum aðila það
ætti engin að gleyma börnunum sínum eða vanrækja,
hvort sem foreldrið er inn á heimili með því eða ekki.‰
Nýr lífsförunautur getur aldrei slitið þau tengsl sem
foreldri hefur við börn sín frá fyrri sambúð öðruvísi
en að valda einhverjum öðrum sársauka eða verða særður
sjálfur fyrr eða síðar sem afleiðing af slíkri
fávisku. Best er sennilega að öll tengsl myndist hægt
og börnin fái gott og skilningsríkt svigrúm til að
komast yfir hugsanlega afbrýðisemi og aðra áþekka
kvilla. Ef við íhugum aðeins samband barna hvert við
annað er stutt í afbrýðisemi t.d. út í skólafélaga sem
skarar framúr á einhvern hátt og er öðrum fremri og
jafnvel vekur eftirtekt og áhuga kennara í þokkabót.
Slíkur aðili er venjulega ófyrirgefanlegur og fær oftneyðarlegar athugasemdir frá hinum sem ekki ná sömu
hæfni eða athygli kennara og framhaldið verður
óbærilegt fyrir viðkomandi barn sem getur kannski ekki
skilið viðbrögðin við sér. Eins er ef barn eða
fullorðin er manneskja er óvenjulega fullkomin hvað
útlit og annað atgervi snertir er nánast fullvíst að
viðkomandi mætir afbrýðisemi annarra í einhverri mynd.
Framkoma annarra hefur töluvert að segja fyrir okkur
og þess vegna er mjög erfitt fyrir okkur flest að mæta
kannski ókurteisi og frekjulegu viðmóti annarra bara
vegna þess kannski að forsjónin hefur lagt stolt sitt
í að við værum með útliti okkar fegurðarauki fyrir
samferðafólk okkar. Þau okkar sem eru kannski ekkert
augnayndi sleppa sem betur fer við þessa hvimleiðu
afbrýði fólks en við getum aftur á móti verið svo
fögur sálarlega að fólk fái ofbirtu í augun nánast í
meters fjarlægð frá og finni sig knúið af þeim ástæðum
til að annað hvort gera lítið úr okkur eða einfaldlega
forðast okkur. Svo spurningin er hvort er betra að
vera andlegt eða líkamlegt augnayndi ef við viljum
komast hjá afbrýðisemi annarra? Þessi var erfið
úff. Þegar við erum skotin í einhverjum og alls ekki
viss um að viðkomandi sé ástfanginn af okkur er
ótrúlegt hvað við verðum flest hallærisleg andlega og
flest þó gömul séum eins og sautján ára þegar við
förum í gegnum viss stig afbrýðinnar sem fylgir
náttúrulega óvissunni. Við öndum öðruvísi, hugsum á
annan hátt, framkvæmum flest þvert um hug okkar ogerum virkilega lítilfjörleg sálarlega svo sitthvað sé
tínt til. Best er að enginn óviðkomandi verði á vegi
okkar í þessu ástandi því viðkomandi gæti haldið að
við ættum við alvarleg sálræn vandamál að stríða og
hyggilegast að forðast okkur ef eitthvað er. Sagt er
að við stelpurnar séum nánast sérfræðingar í bókhaldi
afbrýðiseminnar jafnvel eins og lifandi upplýsinga
miðstöð fyrir flest það sem tengt er afbrýði á
einhvern hátt. Þessi barnalega skoðun er auðvitað í
flestum tilvikum tengd einhverjum þverslaufu hætti
vissra karlmanna og er hér með vísað á bug án
sektarkenndar. Sannleikurinn er miklu verkar sá að
þessi fyrirferðar mikla tilfinning finnst svo
sannarlega hjá strákunum líka og í engu minni eða
stærri skömmtum en hjá litlu drauma stelpunum þeirra.
Þeir eru bara lokaðri ef við og verða gjarnan fúlir og
kaldir ef hjá þeim bólar á þó ekki sé nema minnstu
tegund afbrýðinnar. Það er ekkert uppörvandi við að
þurfa að sætta sig við að þurfa kannski að vera í
vinnu eða inn á heimili með hegðunarmynstur þess
afbrýðisama eins og svipu yfir sér vitandi aldrei
hverju við eigum von á. Ef við íhugum dálítið t.d.
afbrýðisemi foreldra í garð barna sinna er ekki
óalgengt að foreldri í flestum tilvikum ómeðvitað geti
verið haldið afbrýðisemi í garð einhvers barna sinna.
Þegar um slíkt er að ræða getur viðkomandi barn
sjaldan gert foreldri sínu til hæfis á nákvæmlega
réttan hátt. Þó barnið sé jafnvel orðin fullorðinmanneskja og gangi vel að ná árangri getur það þjáðst
vegna þess að viðkomandi foreldri getur ekki glaðst
yfir unnum sigrum barnsins heldur fer jafnvel að tala
um eitthvað annað sé reynt að benda því á góðan
árangur persónunnar. Eins er ekki óalgengt að tiltekið
barn velji sér lífshlutverk sem er tengt áhugasviði og
vilja foreldris í einhverri mynd í von um að verða
kannski skilið eða metið á réttan hátt í huga
foreldrisins sem allt miðast við að þóknast á sem
fullkomnastan hátt. Það er heldur ekki ósjaldan að
foreldri í þessari ömurlegu stöðu gagnvart barni sínu
reyni í örvæntingarfullri afbrýðisemi sinni að fara
sömu leiðir að árangri t.d. starfslega og barnið.
Venjulega er slíkt klökkara en tárum taki fyrir barnið
að horfa upp á og láta óáreitt. Það er líka erfitt að
vera stanslaust að reyna að sanna sjálfan sig í von um
pínulítið hrós eða uppörvun frá foreldrinu sem barn í
þessari stöðu þráir svo að fá viðurkenningu frá og
vissu um að viðkomandi foreldri elski það í raun og
veru. Mörg góð sálin hefur farið flatt á þess konar
sambandi við foreldri sem er í raun hörmulegt að vita
til en gerist alltof oft. Þetta barn þarf stanslaust
að ver að sanna sig í von um að eftir því sé tekið sem
það gerir og virðist óaðfinnanlegt í allra augum nema
þessa þráa foreldris. Fullkomunnar árátta þessara
barn er yfir þyrmandi og þau hella sér yfirleitt út í
alltof miklar kvaðir sem engin sýnileg þörf er á vegna
afkomu eða aðstæðna. Það sorglega er að í stað þessað viðurkenna sjálfs sín getu fórna þau öllu þessu til
til að aðeins ein persóna geti fellt sig við þau og
elskað á réttan hátt. Svona foreldri er ekkert annað
en harðstjóri sem þyrftir að leita sér sálfræði
hjálpar við að uppræta vandan og læra á sín eigin
takmörk um leið en til þess að af slíku yrði þyrfti
viðkomandi foreldri náttúrulega að sjá vandan sem það
er í auk erfiðleikanna sem það kallar yfir barnið sitt
jafnvel sem fullorðinnar manneskju. Að lokum er
kannski ekki svo vitlaust að benda á afbrýðisemi
tengdafólks út í makann sem vogaði sér að giftast
barninu þeirra og taka þar með af foreldrunum
umráðaréttinn yfir blessuðu barninu sem þeir hald
stundum að geti tæplega lifað án sín. Við sem erum of
stjórnsöm ættum að reyna að vera minnug þess að það
tekur enginn börnin okkar frá okkur við einfaldlega
eigum þau ekki heldur er okkur um tíma trúað fyrir
þessum elskum. Til fróðleiks má að skaðlausu benda á
að enginn er ómissandi og allra síst við foreldrarnir
sem betur fer .
+++
Höfundur:
Jóna Rúna Kvaran
Takmarkað sjálfsálit
"Svar til þín Sorgmædd"
Kæra Jóna Rúna!
Þar sem ég hef heyrt mjög góða hluti um þig, þá ákvað ég að skrifa þér þetta bréf og veit að þú lítur á bréf þetta sem algjört trúnaðarmál. Ég kynntist kærasta mínum fyrir þó nokkru og varð reyndar ófrísk skömmu seinna. Hann var þeirrar skoðunar að mitt væri að ákveða um afdrif barnsins.
Þar sem ég er ekki tekjuhá og á leið í framhaldsnám erlendis, virtust allir þeir sem ég ráðfæri mig við vissir um, að besta lausnin væri fóstureyðing eða einfaldlega að gefa barnið, þar sem ósennilegt væri að ég gæti framfleytt því við þær aðstæður, sem ég bý og hann reyndar líka sem námsmaður.
Ég þráði að halda barninu en óttaðist að enda kannski á bónbjargarstyrk hjá ríkinu. Það var fólk í fjölskyldum okkar beggja, sem bauðst til að taka barnið, ef úr fæðingu þess yrði, en ekki virtist koma til greina að við gerðum það sjálf. Ég var ráðvillt og fór í fóstureyðingu, en hef séð óendanlega mikið eftir því og liðið mjög illa. Ég er þunglynd á köflum og frekar uppstökk og samband mitt og kærastans er fremur stirt enda ekki undarlegt. Mér hefur fundist honum létt eftir þessi óskemmtilegu málalok, sem mér finnst satt best að segja erfitt að fyrirgefa honum.
Ég er sár út í hann, fjölskyldu mína, sem hefðu frekar átt að styðja þá hugmynd að ég héldi barninu, en mest sárnar mig þó við sjálfa mig fyrir að hafa framkvæmt þetta neyðarúræði.
Ég vildi gjarnan slíta sambandinu við kærastan, en það sem stöðvar þann vilja minn er einfaldlega ótti við að finna engan annan til að vera með og verða kannski ein. Meiningin er að við förum saman út en málið er bara að okkur kemur alls ekki vel saman lengur. Að námi loknu verð ég mjög nálægt þrítugu og vildi þá helst vera búin að eignast eigin fjölskyldu.
Samband mitt við kærasta minn minnir mig stöðugt á þetta ólánsatvik og engu líkara en fjölskyldur okkar beggja reikni með að þetta samband endist hjá okkur og ekki síst þar sem meiningin er að halda saman utan til náms. Ég yrði innilega þakklát ef þú gætir ráðlagt mér eitthvað og svar þitt kannski hjálpað mér til að verða sáttari við sjálfa mig og líf mitt. Vonandi séðu þér fært að svar þessu bréfi þó ég reikni ekki með neinni "patentlausn". Með fyrirfram þökk og óskum um áframhaldandi gæfuríkt starf. Kær kveðja Sorgmædd
Kæra Sorgmædd!
Þakka þér innilega fyrir uppörvunarorð þín og annan skilning á verkum mínum. Ég bæði breytti bréfinu og stytti það og sé ekki að neinn þér kunnugur ætti að getað rakið slóð þess til þín og ekki síst vegna þeirra hryggilegu staðreyndar, að saga þín er líka saga ótrúlega margra ungra stúlkna sem lifa eimitt í dag.
Með einlægni þinni og hreinskilni við mig gerir þú mér mun auðveldar með að koma með mögulegar ábendingar þér til handa. Við styðjumst í svörunum við innsæi mitt og hyggjuvit, auk þess sem ég styðst til samanburðar lítillega við skriftina þína, sem er frekar grunnhyggin leið en ágæt þó eftir atvikum.
Ákvarðanir og afleiðingar þeirra
Ef við elskuleg reynum til að byrja með að íhuga hvað veldur því, að við förum eftir ákvörðunum annarra okkur til handa í viðkvæmum málum, sem varða framtíð okkar, en ekki eigin vilja, sem að sjálfsögðu væri það eðlilega.
Ef við erum með lítið sjálfstraust og alrangt sjálfsmat, erum við gjörn á að bera undir fleirri manns, það sem við þurfum að taka ákvarðanir um, en erum raunverulega hrædd við að bera ábyrgð á og óttumst líka að kunni að verða okkur til tjóns, ef við styðjum einungis við okkar eigin dómgreind, sem við hreinlega treystum ekki.
Við veljum frekar að styðjst við dómgreind þeirra, sem við höldum og trúum að vilji okkur vel og sjái auðveldar hvað okkur hentar, en við sjálf. Í bland við það sem við höldum stundum við þessar kringumstæður, að viðkomandi séu á allan hátt snjallari en við sjálf, ekki bara í ákvarðanatökum, heldur á öllum öðrum sviðum líka.
Vanmat á sér
Þessi afstaða annars vegar til sjálfs síns skynsemi og hins til mögulegra skynsemi annarra, er oftast afleiðing af því sem áður sagði þ.e. vanmats á sjálfum sér. Einmitt þetta er ekki ósvipað því t.d. sem þú gerðir hvað varðaði það, að láta eyða barni því sem þú gekkst með.
Á þeim tíma varstu hrædd, háð, og vonsvikin vegna þess, að meining þín var að mennta þig áfram, en ekki að lenda í einhvers konar basli. Þér liði örugglega betur núna, ef þú hefðir einungs tekið þessa afdrífaríku ákvörðun sjálf, en ekki í samvinnu við aðra, þó vissulega sé erfitt að sanna eða fullyrða, slíkt.
Innibyrgð reiði getur valdið þunglyndi
Í dag líður þér ömurlega og finnur til mikils pirrings í garð, annars vegar kærasta þíns og hins vegar fjölskyldna ykkar, auk þess að vera miður þín vegna eigin breytni. Af þessum ástæðum er athugandi fyrir þig, hvort þú átt ekki hreinlega að leyta stuðnings t.d. sálfræðings eða geðlæknis, sem eru sérfróðir eru einmitt í líðan sem þessari og mögulegum afleiðinga hennar, sem meðal annars eru ekkert óáþekk því sem þú einmitt talar um, eins og það að ásaka sjálfa sig með öllum þeim innri kvölum sem því fylgja.
Þú ert sennilega mjög reið, án þess að gera þér fulla grein fyrir því út í kærasta þinn og finnst hann sennilega fremur lítilsigldur sem persóna og getur því engan veginn fellt þig við hann, sem er í þessari stöðu ofureðlilegt.
Hvað snertir aftur á móti fjölskyldur ykkar beggja, er ekki ósennilegt að í garð þeirra sért þú öskureið líka. Eins og þú bendir á, af hverju bentu þær ykkur ekki á mögulega ábyrgð ykkar á að ala önn fyrir nýfædda barninu fremur en að benda á lausn sem lá í áðurnefndri framkvæmd þ.e. fóstureyðingunni.
Allar þessar ástæður framkalla ofsafengna reiði, sem virðist snúa inná við og valda þessu tímabundna þunglyndi, sem þú finnur fyrir og ættir að leyta hjálpar við hjá þeim, sem sérhæft hafa sig í lækningu þess og meðhöndlun eins og áður t.d. geðlæknar og sálfræðingar.
Að axla ábyrgð
Hvað varðar það að þú getir dregið úr ábyrgð ykkar tveggja á framkvæmdinni með því að benda á að fjölskyldur ykkar hefðu átt að örva ykkur, til að horfast í augu við vandan og greiða úr honum á annan hátt og þá kannski með því að eignast barnið og ala það upp. Þessu er erfitt að svara á annan hátt en þann, að þið eruð fullorðið fólk, sem á ekki að þurfa að hugsa fyrir eða taka ábyrgða af eða á ef við miðum við það eðlilega.
Það er því hyggilegast að láta ekki þannig ranghugmyndir eitra hug sinn og afstöðu til framkvæmdarinnar. Betra væri að reyna að vinna sig frá þannig niðurbrjótandi hugsunum og minna sjálfa sig á, að það sem hefur verið framkvæmt verður ekki aftur tekið, hvað sem öllu ranglæti áhrærir.
Sektarkennd
Það er jafnframt þessu, sem áður er talið fullástæða til að ætla elskan, að þú þjáist af mikilli sektarkennd, sem blandast sennilega sjálfsfyrirlitningu, sem er ofureðlilegt, þó vissulega sé ástæða til að skoða þær kenndir betur.
Við vitum það að oft er það þannig í lífi okkar, að við bregðumst við aðstæðum miðað við þann skilning, sem við höfum hverju sinni á málunum og því sem þeim tengist. Það segir ekkert til um manngildi okkar, miklu frekar er vísbending um það innifalin í því, hvernig við vinnum okkur útúr því, sem á eftir kemur. Í þínu tilviki er alveg ljóst, að ótti, óöryggi og vanmat á sjálfum sér, auk sennilega þjálfunarleysis í að taka ákvarðanir, sem litar alla þessa erfiðu ákvörðun, en ekki upplag þitt og augljósir kostir.
Fóstureyðingar
Vissulega verður að viðurkennast, að fóstureyðingar eru rangar í einhverjum skilningi þess orðs, en hverjum treysti ég mér ekki til að meta, vegna þess að ég gæti sjálf hafa brugðist við á sama hátt og þú, af svipuðum ástæðum og liðið nákvæmlega eins illa á eftir.
Með þessu er ég ekki að mæla þessari framkvæmd bót, svo langt því frá, vegna þess að ég virði rétt barnsins, sem ekki getur sagt til um vilja sinn til að lifa, meðan það er enn í móðurkviði. Það hljóta að vera brot á lögmálum Guðs, að deyða það líf sem hann býr til, hvort sem það er á jörðinni eða í móðurkviði.
Um það hljótum við að vera sammála, þó sárt sé að segja það við þig þar sem þér líður svona illa, en á móti kemur, að þú vissir ekki betur, en þetta á tilteknum tíma, svo þarna er ekki um beinan ásetning að ræða, heldur miklu fremur barnalega sjálfsvörn.
Það getur enginn ásakað mannætu fyrir, að borða mannakjöt þó, ógeðfellt sé, ef hún veit ekki og gerir sér enga ljósa grein fyrir að það er alfarið rangt, þó mögulegt gæti verið að benda henni á það við tækifæri og þá myndi viðkomandi örugglega fyllast fyrst framan af algjörum hryllingi, á sjálfs síns athöfnum og líða mjög illa.
Eins til viðbótar er ágætt að gera sér grein fyrir því, að allar staðreyndir benda til þess, að þær framkvæmdir okkar, sem runnar eru undan rifjum tímabundins þekkingar eða þroskaleysis okkar, eru venjulega þess eðlis, að þær eru ekki nema í undantekningar tilvikum vísbending um raunverulegan vilja okkar, í tilteknum málum.
Guð fyrirgefur
Þú iðrast þessarar framkvæmdar og það segir, að ef þú stæðir frammi fyrir sömu mögulegu ákvörðun í dag, myndi niðurstaða framkvæmda þinna verða allt önnur og líkari því, sem upplag þitt bendir til og það verður þú að sjá og skilja, því það beinir hugsun þinni inná betri og jákvæðari braut fyrir sjálfa þig og framtíð þína.
Biddu því góðan Guð um að fyrirgefa þér þennan misskilning og hann gerir það, en jafnframt vertu sjálf fús til að fyrirgefa þér þann þroskaskort, sem lá í augljósu vanmati sjálfrar þín á eigin persónu og því fór sem fór.
Þú hefur ekki leyfi andlega séð, til að eyðileggja líf þitt með rangri og óskynsamlegri afstöðu til sjálfrar þín, sem er mikil freisting að gefa líf, einmitt á svona viðkvæmu augnabliki í lífsgöngu þinni eins og elskuleg þetta tímabil er, vegna þess sem á undan er gengið.
Innsæi og hyggjuvit
Ef við að lokum skoðum manngerðina í gegnum innsæi mitt og hyggjuvit, ásamt því að nota tákn skriftarinnar til samanburðar, er eitt og annað, sem gæti komið fram þó ekki feli það í sér neina lausn fremur viðmiðunnar atriði, sem gott getur verið að hafa til hliðsjónar á þessum tímamótum.
Þú ert á margan hátt virðist vera á miklum tímamótum og mjög sennilegt að framundan sé, um það bil sjö ára vinnu og lærdóms tímabil. Þú virðist viðkvæm og sennilega óörugg, sem veldur því að þér vex í augum eins og þú virðist óttast nokkuð að vera ein og yfirgefin.
Af þessum ástæðum heldur þú því dauðahaldi í tengsl, sem raunverulega eru löngu búin. Þarna á ég við samband þitt við kærasta þinn. Þetta er óþarfa ótti, því þú hefur að mér sýnist ágæt skilyrði, til að bjarga þér á eigin vegum, ef þú bara þorir og ýtir gömlum grýlum frá.
Þú ert mjög víðsýn og virðist liggja ákaflega vel vitsmunalega, sem ætti að auðvelda þér frekari menntunarmöguleika, sem þú reyndar hefur hug á. Skap þitt er miklu stærra og þyngra held ég, en þú í fljótu bragði virðist gera þér grein fyrir og þess vegna mjög slæmt ef það fer inn eins og núna, en ekki út.
Tilfinningalega ertu trygg og fremur þung og sein til dýpri tengsla, sem þýðir, að þó þú hrífist auðveldlega, er langur aðdragandi að raunverulegri tengslamyndun. Það er mikil stemmning í þér og þú virðist nokkur óhemja, þegar um er að ræða að fá skýringar og svör, ef þú festist í einhverri hugsun.
Það er sennilega kostur fyrir þig, að hafa sem mesta tilbreytingu í tengslum við þau störf, sem þú kýst að vinna í framtíðinni, ásamt möguleikum á að eiga frumkvæði, í flestum framkvæmdum þeim tengdum. Þú virðist skipulögð, en ert líka nokkuð kærulaus og eftirgefanleg við sjálfa þig, ef þannig stendur á.
Áhugasvið þín gætu verið mörg og eiga eftir að breytast, á næsta tímabili í lífi þínu þ.e.s. á milli 3o og 4o ára. Eitt og annað getur verið að gerjast í þér á nákvæmlega sama tíma, en þrátt fyrir það áttu auðvelt með að halda þig við það, sem þér er hugleiknast í raun og veru, þó þú kunnir að fara krókaleiðir af því.
Sjálfstraust verður þú að efla með sjálfri þér og meiri trú á eigin getu, ásamt því að lifa ekki í því liðna, það dregur þig niður eins og gefur að skilja. Þú virðist listræn og mannleg og það eru ágætir kostir þegar til lengri tíma er litið.
Sem sagt elskuleg þér eru flestir vegir færir hvað varðar augljósa hæfileika, en ættir að þiggja þann stuðning sem einhvers konar sérfræðingur í heilbrigðiskerfinu gæti veitt þér á næstu viku, þó ekki væri nema til að flýta fyrir eigin velferð, sem verður að teljast mikilvægt.
Eða eins og þunglynda stelpa sagði eitt sinn, þegar henni fannst öll sund hafa lokast sér við vini sína." Elskurnar mínar má ég biðja um eitt gott þunglyndiskast, fremur en eilíft myrkur og hana nú"
Guð gefi þér skjótan bata á augljósum, en tímabundnum vanda þínum með góðra manna stuðningi og sjálfs þíns trú og vilja. Með vinsemd Jóna Rúna
+++
Höfundur: Ástin
Jóna Rúna Kvaran
Hugleiðing um ástina
Þegar við ætlum að íhuga ástina og áhrif hennar í lífi
okkar og tilveru er okkur vissulega vandi á höndum.Við verðum eins og áður að reyna að vera bæði heiðarleg og um leið málefnaleg, til að vangavelturnar
nái tilgangi sínum. Ástin er eins og vitsmunirnir
margþætt og náttúrlega breytileg eftir atvikum og
kannski aldrei nákvæmlega eins í öllum tilvikum. Sumir segja að hún göfgi okkur og geri okkur að betra fólki, en aðrir segja að aldrei þrífist meiri lákúra í okkur, eins og þegar við erum einmitt á valdi
ástarinnar, sem verður að teljast mjög hryggilegt og
nánast óskiljanlegt sé tekið tillit til þess, hvað
okkur getur liðið ótrúlega vel einmitt í hita þeirra
til¬finninga sem ástin ein getur framkallað í hug okkar
og hjarta. Móður- og föðurástin eru þær tilfinningar sem við
þekkjum flest og kynnumst strax frumbernsku. Þessi
ást er talin ein fullkomnasta tegund ástar og sú ást
sem við síst getum verið án. Þegar lítið barn breiðir
út faðminn á móti foreldri sínu, ljómandi í framan,
brjótast fram unaðslegar tilfinningar bæði í okkur
foreldrunum og barninu sjálfu. Börnin geta nefnilega ekki þrifist svo vel fari án ástar, þau þurfa að finna og skynja persónulega ást
okkar foreldranna eða þeirra sem annast um þau, annars
er eins og þau hreinlega visni í andlegum skilningi
þess orðs. Börnin með einlægni sinni og þrá eftir ást
og umhyggju gera okkur sem kannski erum köld og
tilfinninga sljó að betra fólki vegna þess, að þau
gefa okkur ekki eftir í þessum efnum og þar af
leiðandi ná þau ástum okkar flestra að lokum, sem
betur fer.Þegar við erum sex ára og erum að byrja skólagöngu
erum við flest mjög spennt og upprifin fyrstu vikurnar
í skólanum. Við erum að kynnast nýjum aðstæðum og
fólki sem við eigum að tengjast á næstu mánuðum. Á
þessum eftirminnilegu árum er mjög algengt að ástin á
hinu kyninu fái líf svo um munar, þó erfitt sé að trúa
slíku og hvað þá að ástandið geti valdið umtalsverðum
vandræðum og myndrænum breytingum á smáfólkinu. Sá strákurinn sem tætir af sér mestu brandarana eða er bestur í fótbolta er mjög álitlegur ástarkostur. Það skiptir kannski minna máli þó viðkomandi uppfylli ekki
ströngustu útlitskröfur og sé ekkert sérlega gáfaður.
Það hefur nefnilega svo miklu meira gildi, að finna
innra með sér áður óþekka tilfinningu og gera tilraun
til að fylgja henni eftir ef hægt er. Reyndar er alveg
meiri háttar, að hafa uppgötvað svona svakalegaspennandi strák sem getur allt, jafnvel þó við þurfum
að breyta okkur töluvert til að krækja í smá athygli
frá viðkomandi.Við stelpurnar hreinlega verðum veikar og spurningin
er bara hver okkar er meiriháttar að hans mati. Við
lesum alla Hafnarfjarðar© brandara sem við komumst
yfir og látum þá fjúka af minnsta tilefni í von um að
hækka í áliti hjá stráknum. Eins fáum við lánaða
alltof stóra fótboltaskó og látum okkur ekki vanta á
varamanna¬bekkinn ef ske kynni að guttinn tæki eftir
okkur og kippti okkur í liðið. Síðan gerist það einn daginn að við lendum í
slagsmálum nokkur saman og strákurinn okkar eltir
okkur. Eftir að hafa verið á harðahlaupum í tíu
mínútur nær stráksi okkur og klípur fast, við verðum
öskureiðar og spörkum í hann og við þá reynslu þegar
sársaukinn er mestur kallar hann okkur öllum þeim
ónöfnum, sem hann í fljótheitum finnur. Þetta verður
yfirleitt til þess að ástin kulnar og áfallið verður
það mikið, að varla er hægt að horfa á viðkomandi í
langan tíma á eftir, öðruvísi en að fá grænar bólur af
hryllingi. Á unglingsárunum vandast málin, því þar fer ástin að
blómstra svo um munar. Við hreinlega getum orðið svo
ástfangin, að allt annað í daglegu lífi okkar nánastriðar til falls, því ekkert er hægt að gera eða
framkvæma í ástarhitanum nema hugsa um væntanlegt
samband við þann konfektmola sem við höfum augastað
á og þráum ekkert heitara en að taka eignarnámi. Ömurlegast er ef ástin er ekki endurgoldin eða jafnvel viðkomandi í föstu sambandi við einhvern annan.
Keyptir eru fullkomlega hljóðlátir kínaskór, svo hægt
sé að fylgjast grannt með viðkomandi bæði á
skólagöngum og jafnvel fyrir utan gluggann á
herberginu hans eftir að tekur að skyggja og möguleiki
er á að sjá viðkomandi bregða fyrir eitt augnablik.
Þetta tímabil getur verið bæði sársaukafullt og
neyðarlegt eftir atvikum. Andvökunætur verða
óneitanlega margar, auk þess verður draumlífið þess
eðlis að ekki er ástæða til að gera það að umfjöllunar
efni hér af siðgæðisástæðum auðvitað. Við erum á þessum árum sérstaklega næm og þurfandi fyrir náið tilfinningasamband, af ósköp eðlilegum
ástæðum. Hormónabreytingar eru miklar og við hvorki
fullorðin né börn heldur einungis tilfinningasprengjur, sem varast ber að styggja eða áreyta af litlu tilefni. Við erum flest í námi en hugurinn
miklu vinsamlegri líkamanum en skólabókunum og þar af
leiðandi býsna erfitt að sætta sig við fúlheit þau,
sem skólinn og aginn sem honum fylgir leggja á okkur.
Hætt er við að við dettum í sælgæti eða annan ósóma,ef okkur finnst við ekki líkleg til að njóta ástar
þess sem við þráum og erum orðin kannski
örvæntingarfull um að hafi ekki skilning á hversu
rosalega girnileg við annars erum.Þegar við síðan eldumst ögn og kemur að því að við teljum hyggilegt að stofna til sambúðar gengur oft
betur að láta hlutina gerast nánast í hvelli. Við
teljum okkur flest fær í allt og njótum þess að vera
ung og ástfangin. Vissulega getum við tekið út
allskyns tilfinningar í þessu ástandi, sem eru ekkert
sérstaklega höfðinglegar og þaðan af síður
stórmannlegar, því stutt er í afbrýði og annan úrvalskjallaragang, sem virkilega getur verið höfuðverkur út af fyrir sig. Á þessum árum koma oftast börnin og íbúðarkaupin á sama tíma og myndast getur basl og annað álíka vesen,
sem getur verulega reynt á ástina og raunverulegar
tilfinningar. Þarna getur mikið breyst því frá því, að
hafa gengið á bleiku ástarskýi í töluverðan tíma getur
verið ansi hart að þurfa að taka furðulegustu framkomu
mótpólsins sem alls ekki virðist standa í neinu
sambandi við eld þann og hlýju sem ástinni óneitanlega fylgdi á fyrstu stigum hennar að minnsta ¬kosti. Við uppgötvum að í blindu ástareldsins tókum við ekki eftir hvað Jói er ömurlega morgunfúll og Dísahryllilega ljót á morgnanna, fyrir utan hvað hún er
átakanlega mikill nöldrari. Eitt og annað getur á
næstu árum verið fullkomlega óþolandi eins og t.d.
nískan í Jóa, margur hefur nú byggt hús og á sama tíma
ekki neitað konunni sinni um Spánarferð, nýtt sófasett
eða jafnvel gott jóladress. Það er óhætt að segja að
flest getur orðið rifrildis- og ágreinismál og líklegt
að nánast flest byrjunardekur detti nánast upp
fyrir, þegar við erum orðin nokkuð örugg um að erfitt
sé að losna við okkur með góði móti, vegna þess að
börn og bú þurfa á okkur að halda , jafnvel þó fúl
séum og niðurbrjótandi. Vissulega verður að viðurkennast að það eru eru til
ástarsambönd, sem alls ekki taka á sig svona myndrænar
og hallærislegar myndir, heldur þvert á móti með
vaxandi þroska og auknum skilningi á manngildi sínu,
verði ástin mun heitari og elskulegri en á árum áður
og varla fari hnífurinn á milli okkar. Þegar við aftur á móti förum að finna að tekur að það halla fremur hratt undan fæti og svo kallaður grár
fiðringur fer að gera vart við sig, getur eitt og
annað furðulegt komið upp á jafnvel í ágætustu
samböndum. Strákarnir fara allt í einu að klippa sig
öðruvísi til að fela hárlosið og hugsanlega skalla myndun og verða nánast daglegir gestir í hinum ýmsu heilsuræktamiðstövum og ganga með sólgleraugu svosjáist ekki að þeir eru með augun límd á ungu gellunum
sem verða á vegi þeirra. Óttinn við að karlmennskan sé
á hröðu undanhaldi verður yfirþyrmandi og veldur
náttúrlega feikilegum áhuga nýju lambakjöti, ef það er
á sveimi einhvers staðar í grenndinni við þessar
elskur finnst þeim þeir vera eins og sextán ára aftur
og haga sér í samræmi við það, þó vissulega megi deila
um þann árangur sem erfiðinu óneitanlega fylgir. Við stelpurnar verðum aftur á móti mjög viðkvæmar fyrir því að hrukkur fara að myndast, mittið að stækka
gráum hárum að fjölga og allt í einu sjáum við hvað
sonur hennar Stínu í næsta húsi er rosalega niðurmjór
og fullkominn að ofan næstum eins og Tarsan. Við
getum lent í erfiðleikum með eitt og annað einmitt
þegar hann á leið framhjá og kemst ekki hjá að hjálpa
okkur. Það eru nefnilega furðu lík hegðunarvandamál
sem við fáum og strákarnir og við verðum ekki síður
lagnar við að sjá út fjallalömbin og augljósa
hreyfigetu þeirra. Á þessum umdeildu árum virðast framhjáhöld og smáskot
verulega fyrirferðamikil hvað sem hver segir því
alltaf er passað, að ekkert komist upp. Raunveruleg
ást virðist hverfa fyrir alls kyns hégóma og þörfin
fyrir ungdóm verður óþolandi og hallærisleg, því við
vitum og gerum okkur öll grein fyrir því, að vissulega
fer hann dvínandi, þó okkur dreymi dagdrauma um annað.Ef við höfum haft einhvers konar þráhyggju
tilhneigingu, þá má með sanni segja að hún virkilega
fá í huggulegheitum að vaxa og jafnvel blómstra, án
þess að við beinlínis leitum geðlæknis hjálpar,
einmitt á þessu sérstaka tímabili skiptanna frá miðjum
aldri að líklegri elli. Hætt er við að mörg ágætis hjónaböndin hafi splundrast
einungis vegna þess, að annar aðilinn gat ekki sætt
sig við að verða raunverulega miðaldra og í örvæntingu
sinni tók sér tíma í að þróa sig aftur á bak til
fimmtán ára aldursins í von um að geta afsannað aldur
sinn og þá annmarka sem honum geta fylgt. Á þessum
tilþrifamiklu árum getur verið vandlifað og kannski
ekki alltaf nákvæmlega rétt að a.m.k. siðferðislega. Ef við aftur á móti íhugum ástarlíf fugla eins og t.d. álftarinnar þá er þróunin þar allt önnur. Meðan
tilhugalíf álfta stendur sem hæðst er hnakkrifist og
og jafnvel slæst parið upp á líf og dauða. Þegar svo
þessu margslungna og átakamikla tilhugalífi lýkur hjá
álftunum fellur allt í ljúfa löð og þessar elskur
hreinlega í bókstaflegum skilningi þess orðs sjá ekki
ævina út neitt nema hvors annars nef og njóta vel og
mikið. Vissulega gætum við mennirnir tekið þetta skynsamlega
ferli til eftirbreytni og bitist ögn í framan af, tilað ljúka flestum leiðindum af í byrjun, til að geta
svo virkilega elskað hvort annað svo um munar meir og
meir með hverju því ári sem guð gefur okkur saman,
þannig, að logi ástareldsins kulni ekki heldur teygi
sig hlýr og fasmikill um líf okkar og tilveru þannig
að við virkilega finnum hvað það er yndislegt að vera
ástfangin alveg sama á hvaða aldri við erum.Sagan segir að á efri fullorðinsárum komi yfir okkur
óstjórnleg ástarævintýraþrá og hvergi dafni ástin og
unaður hennar eins og á elliheimilum landsins. Í
matar© og kaffitímum hafa þykkar vinnulúnar hendur
sést teygja sig varfærnislega undir borð og strjúka
létt læri og hné kærustunnar sem á móti brosir
feimnislega. Eins er mikið pískrað á göngunum ef
einhverjir eru að skjóta sér saman og vilja jafnvel
ekki við það kannast á almennafæri. Hvíslingar geta
verið í þessa áttina. " Hann er bara alltaf að læðast
inn til hennar eða ég skil ekkert í manneskjunni að
líta við þessum dóna, því hann er heimavanur á öllum
hæðum". Eins getur heyrst þetta. " Hvað er að
manninum, sér hann ekki að manneskjan er algjörlega
brjósta© og mittislaus, voðalega hefur honum farið
aftur". Í ellinni er dásamlegt að verða ástfangin því við erum
þá flest búin að skila bæði þjóðfélaginu sínu, auk
þess að hafa stutt blessuð börnin og jafnvelbarnabörnin líka, fyrir utan kannski allan skarann sem
við hygluðum einu og öðru að um daganna. Trúlofanir og
giftingar er mun tíðari en við kannski ætlum einmitt í
ellinni og kannski furðu litlar líkur á nokkrum
alvarlegum mistökum í vali á lífsförunauti, vegna þess
að við eru ekki eins eigingjörn í ástinni eins og á
árum áður. Kannski leggja aldraðir meira upp úr
kærleikanum og tillitsemi en við sem yngri erum og
óþroskaðri og þess vegna kunna þeir að elska svo um
munar og eftir er tekið.Og að lokum þetta. Ástin er nauðsynleg og á að vera
kveikja að öllu því besta sem í okkur býr, fyrir utan
það hvað hún er okkur öllum holl. Til þess að hún fái
það líf í hug okkar og hjarta sem henni sæmir er
nauðsynlegt að við sýnum henni virðingu. Það er alls
ekki rétt að kveikja væntingar hjá annarri persónu sem
við ætlum ekki að rækta og fylgja eftir. Við sköpum þá
annarri sál miklar þjáningar og sorgir, sem vissulega
er óafsakanlegt og verður að teljast grimmdarlegt. Ef
við viljum sjálf verða ástar njótandi ættum við að
flýta okkur hægt á hálum vegi ástarinnar, vegna þess
að þegar við erum á valdi tilfinninga okkar erum við
svo hrekklaus og væntingar okkar ekki alltaf rökrænar
og þaðan af síður ýkja skynsamlegar, ef betur er að
gáð. Það er því hyggilegt að gefa sér góðan tíma og
reyna eftir föngum að kíkja undir spariföt viðkomandi.
Það eru mikil forréttindi að fá að elska og vera
elskaður á réttan og einlægan hátt, og full ástæða til
að gera sig líklegan til þess arna. Hitt er svo annað
mál að ef okkur skortir áþreifanlega skilning á okkar
innra manni og dýpstu þrám, er hætt við að við verðum
vanhæfari til að veita og þiggja ást og þess vegna er
mikill styrkur fyrir ástina, að við eflum okkar
andlega líf eftir föngum og séum jafnframt minnug þess
að ástin á að göfga okkur en ekki öfugt elskurnar.
Hún á að gera okkur færari til að taka sigrum sem
ósigrum lífsins, auk þess að efla allt það sem teljast
verður styrkur fyrir manngildi okkar og framtíð í
þessum annars ágæta en hverfula heimi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home