Kaerleikshvetjandi blogg

laugardagur, nóvember 05, 2005

Höfundur:
Jóna Rúna


Eftirtektarvert draumlíf
(Svar til Snúlla 16 ára)
Elsku Jóna Rúna! Ég verð að skrifa þér og vona svo sannarlega að þú svarir mér sem fyrst. Ég er 16 ára strákur, sem er gjörsamlega að verða brjálaður, vegna þess að mig dreymir svo rosalega mikið. Frá því að ég var lítill hefur mig dreymt furðulegustu drauma og heilu næturnar nokkurn veginn stanslaust.

Ég er elstur af fjórum systkinum og heima hjá mér er oftast allt á útopnu. Foreldrar mínir eru ágætir, en málið er að þau eru ekki mjög trúuð á dulræna hluti og finnst mér það mjög mikill galli, vegna þess að ég get eiginlega ekkert rætt við þau um þessa sérstöku drauma. Stundum kemur þó fyrir að þau fá áhuga, vegna þess að það hefur sýnt sig að draumarnir mínir gerast næstum nákvæm­lega eins og mig dreymdi þá kannski nokkrum dögum eða vikum seinna.

Ég er þó svolítið hræddur við þetta, því fyrir þó nokkru dreymdi mig að einn vinur minn hefði lent í bílslysi og nokkrum vikum seinna gerðist það, að hann lendir í umferðarslysi alveg á sama stað og mig var áður búið að dreyma. Ég fór alveg í kerfi, vegna þess að ég hafði ekki sagt vini mínum drauminn. Fannst það svo hallærislegt eða eitthvað. Svo þegar hann slasaðist mikið í raunveru­lega slysinu eins og í draumnum, fékk ég svo rosalega bakþanka og einhverja óþægilega tilfinningu innra með mér, sem reyndar er enn þá til staðar.

Ég ræddi þetta við foreldra mína, en þau virðast ekki skilja hvað þetta er óþægilegt fyrir mig. Segja bara að þetta eldist örugglega af mér. Pabbi sagði að enginn geti trúað á drauma, þeir séu ekki tengdir raunveruleikanum. Hann hefur þó sjálfur lent í draumi hjá mér og sá draumur kom fram nákvæmlega eins og mig dreymdi hann. Mig dreymdi að hann væri á spítala og gæti ekki gengið. Tveim mánuðum seinna lenti hann einmitt á spítala, af því að hann gat ekki gengið vegna baksins og það varð að skera hann upp.

Sundum er ég svo hræddur við að sofna, útaf þessum draumum, að ég ligg bara andvaka heilu næturnar. Einu sinni dreymdi mig, að Jesú Krist hann kom til mín og faðmaði mig að sér og setti ljós yfir höfuðið á mér. Ef mig dreymir langa drauma eru þeir eins og heil saga sumir. Stundum finnst mér líka í draumi að ég sé þar sem þeir dánu eru. Það er örugglega rétt hjá mér, vegna þess að stundum hefur afi minn sem er dáinn komið í byrjun draumsins og farið með mig í umhverfi sem er ótrúlega fallegt og friðsælt. Eftir svoleiðis drauma er ég ekkert hræddur, líður bara vel og vildi helst sofa lengur.

Elsku Jóna Rúna hvað á ég að gera? Stundum hef ég á tilfinn­ingunni, að enginn strákur á mínum aldri standi í þessu draumaveseni og það gerir mig svo óvissan, asnalegan og einmanna. Ég hef svo ofboðslega þörf fyrir að tala um þetta. Ég var víst mjög skyggn, þegar ég var undir sex ára aldri og stundum kemur fyrir að ég sé þá sem eru dánir, en ekki oft í seinni tíð. Ég man þó ekki mikið eftir því tímabili sem mest bar á þessari skyggni hjá mér. Sumt man ég þó greinilega.

Viltu hjálpa mér að reyna að skilja, af hverju ég er svona, en ekki t.d. félagar mínir og systkini? Kæra Jóna eru allir miðlar svona skilningsríkir og eins spes og þú? Ekki hætta að svara bréfum í Vikunni, því ég veit að margir félagar mínir liggja í bréfunum sem þú svarar. Það er alveg öruggt mál að við unglingarnir stöndum með þér, þó við og segjum stundum í gríni: " Ætli manneskjan sé alltaf hinumegin?" Eða: " Getur verið að gellan sé göldrótt eða eitthvað?
Þinn einlægur aðdáandi Snúlli

PS. Hvernig gæi heldur þú að ég sé? Viltu aðeins kíkja á manngerðina og kannski hugsanlega möguleika mína? Dreymir þig mikið? Ástarþakkir fyrir allt.

Kæri Snúlli! Mikið var bréfið þitt skemmtilegt. Við skoðum að sjálfsögðu drauma og mögulegt gildi þeirra í svari mínu til þín. Vonandi verður það til að auðvelda þér þetta eitthvað og hugsanlega til að auka skilning þinn á þessum sérstaka hæfileika sem þú sýnilega hefur. Það er gleðilegt að heyra að þið unglingarnir séuð sátt við svörin mín, því ég er mjög "sátt" við ykkur. Sennilega er ég göldrótt á einhvern hátt eins og ykkur hefur svo skynsamlega dottið í hug, ég fer bara vel með það eða þannig. Kærar þakkir fyrir uppörvunina elskan.

Þú spyrð hvort mig dreymi mikið. Sannleikurinn er sá að þetta síðasta ár í lífi mínu hefur mér dreymt ótrúlega nákvæmlega öll aðalatriði í lífi einstaklings, sem hefur verið að kljást við mjög sérkennilegar aðstæður. Þessir mögnuðu draumar hafa ýmist verið berir eða táknrænir, auk þess að hafa innihaldi mjög mikilvæga leiðsögn eða ábendingar fyrir viðkomandi, ýmist í formi hvatningar eða umvöndunar. Ég segi eins og þú, að það getur verið þrautafullt að vera meira en í meðallagi dreymin og ekki síst á dulrænan máta eins og ég og sennilega þú. Við notumst við innsæi mitt, reynslu­þekkingu og hyggjuvit í allri umfjöllun um þig og það sem íþyngir þér.
Draumar nauðsynlegir fólki
Ef við til að byrja með íhugum drauma yfirleitt, þá verð ég að segja, að án þeirra væri tilvera okkar heldur fátækleg a.m.k. stundum. Vísindamenn hafa eytt miklum tíma og fjármunum til þessa að rannsaka draumlíf fólks og gera trúlega enn. Flest í þeim rannsóknum bendir til að draumar séu fullkomlega nauðsynlegir fólki og án þeirra geti skapast hvers kyns sálrænn vandi, sem erfitt getur verið að henda reyður á hvernig kemur fram.

Þær tilraunir sem hafa verið gerðar með tækjum og til þess gerðum útbúnaði á t.d. dýrum hafa gefið mjög mikilvægar vísbendingar. Hafi þau t.d. verið áreitt á byrjunarstigum draumlíf hafa þau brugðist mjög neikvætt við öllu utanaðkomandi áreitt og sérílagi því sem hefur orðið til að vekja þau af svefni, sem inniheldur draumferli á fyrstu stigum. Sum hafa við endurteknar tilraunir fengið tímabundin geðræn vandamál, sem talin eru benda til að í draumi sé einhvers sú útrás nauðsynleg sem ekki fæst í vöku og þá tilfinningaleg og sálræn. Margt í okkar vökulífi okkar er þess eðlis að það samræmist ekki þeim siðgæðiskröfum t.d. sem flest heilbrigt fólk setur sér eða þjóðfélagsstaða þess krefst af því, en kveikir samt ákveðnar þrá og langanir sem við bælum með okkur, af ótta við höfnun eða umvöndu.

Þegar þannig er ástatt fyrir fólki, getur myndast mikil sálræn- og tilfinningaleg spenna, sem verður að fá útrás ef viðkomandi á að halda góðri geðheilsu. Sjálfsvarnar­kerfi þannig ástands virðist vera hvers kyns útrás þessara forboðnu tilfinninga eða langana í draumum sem síðan eru afgreiddir sem rugl, ef eðli þeirra og innihald er óhentugt okkur í vöku. Svokallaðar martraðir eru oftar en ekki af þessum toga. Eins er mannssálin svo margslungi og oftar en ekki hjá ágætasta fólki er eitt og annað sem blundar í sálartetrinu, sem við viljum afneita og horfa framhjá, en krefst samt sem áður einhvers konar léttis eða lausna og eins og áður sagði og af þessum ástæðum er draumlífið oftar en ekki vetvangur tímabundinna úrlausna
okkur til sáluhjálpar.

Berdreymi eða tákdreymi
Mikill eðlismunur er því á þeim draumum sem kallast berir eða táknrænir og áður sögðu draumlífi. Ef við íhugum þitt draumlíf þá ert þú sýnilega það sem kallað er berdreyminn og það meira en í meðallagi, vegna þess að þú virðist eiga nokkuð stöðugt og magnað draumlíf. Draumar sem eru berir koma eins og í þínu tilviki koma nokkuð nákvæmlega fram, mismunandi hratt eftir atvikum þó. Í þannig draumum eru staðhættir, fólk og atburðarrás venjulega nákvæmlega eins og síðar endurtekur sig í raunveruleikanum. Vissulega er á ferðinni í þessum tilvikum forspá sem rætist fyrr eða síðar.

Það er því hægt að fullyrða að þú sér forspár með þessum sérstaka hætti. Aftur á móti er ágætt að að átta sig á, að ekki koma allir draumar fram og sumir þinna drauma geta auðveldlega fallið undir það sem áður sagði eða það sem nauðsynlegt er að fá útrá fyrir. Vissulega getur það verið nokkur áþján, að fá upplýsingar un það sem framtíðin ber í skauti sér með þessum ómeðvitaða hætti.

Tákndreymi mun algengara
Tákndreymi er mun algengara fyrirbæri og mjög marga dreymir fyrir hinu og þessu á táknrænan máta. Þannig draumar eru oftast nokkuð stuttir og fremur skýrir. Í þeim eru oft nöfn mjög mikilvæg og oftar en ekki þarf að ígrunda vel staðhætti, hluti, atburðarás og fólk í tákndraumum og vanda vel alla skoðun og mögulegt gildi þessara tákna.

Sumir verða mjög færir fyrir eða síðar að túlka þannig drauma. Ef okkur dreymir t.d. snjó gæti slíkt verið fyrirboði tímabundinna erfiðleika og þá snjódraumar okkar alltaf vitað á slíkt. Í sumum tilvikum er til fólk sem verður að kallast bæði tákn og berdreymið og dreymir þá jöfnum höndum þessar tvær ólíku tegundir drauma, sem þó hafa svipað gildi og tengjast báðir forspám með þessum sérstaka hætti.

Sálfarir en ekki draumar
Ef við veltum aftur á móti fyrir okkur þessum draumum, sem þér finnst þig vera að dreyma, þar sem afi þinn sækir þig og fer með þig á áður ókunna staði, þar sem þér finnst vera heimkynni þeirra látnu, er ekki um draum að ræða heldur það sem fella mætti undir sálfarir. Vegna þess að sálfarir fólk fara oft fram í tengslum við svefn þá ruglum við þessu tvennu iðulega saman. Sennilegt er að þegar afi þinn birtist þér í svefni, þá sé hann að leiða þig á vit þeirrar veraldar, þar sem hann á heimkynni sín í, en það er ríki Guðs.

Í húsi föðurins eins og Kristur sagði eru margar vistaverur og af þeim ástæðum er ekki ólíklegt að þú kunnir í þessum ferðum með afa, að koma víða við. Hvað varðar það að þú finnir vellíðan og innri frið grípa um sig á hugskoti þínu á meðan og á eftir undirstrikar bara að þú ert á ferðalagi í þessum sálförum þínum á ferð um kærleiksveröld drottins, þar sem við öll eigum vísan sama stað að loknu jarðlífinu enn þó í mismunandi vistar­verum. Nokkuð sem við getum haft áhrif á með breytni okkar hér á jörðinni.

Það er því engin ástæða fyrir þig til að óttast þessa tegund upplifunar í svefnástandi og enn síður þar sem afi þinn leiðir þig og verndar fyrir öllu því sem mögulega gæti valdi þér óþægindum. Það sem virkilega undirstrikar að draumlíf þitt er sérstök náðargáfa, sem þér er ætlað að lifa með og umbera er t.d. draumurinn um Jesú Krist. Hann bendir ákveðið til þess að þú njótir Guðlegrar forsjár, þrátt fyrir eðlilegan ótta þinn og óöryggi vegna alls þessa, en sem komið er.

Sektarkennd og skilningsleysi
Hvað varðar drauminn um vin þinn er þetta að segja. Það er alrangt að fyllast sektarkennd vegna þess sem þú í draumi sást fyrir og síðar varð að veruleika í lífi hans. Þó þú hefðir sagt honum drauminn, er heldur ósennilegt að þú hefðir forðað vanda hans. Það má alveg eins segja í þessu tilviki, að trúlega hafi hann átt að eignast þá reynslu sem slysinu fylgdi. Það er alls ekki víst hvort sem þér líkar að heyra það eða ekki, að vini þínum hefði þótt nokkur þægð í þeim upplýsingu sem þú bjóst yfir vegna vætanlegs slys. Honum eins og þér gæti hafa fundist óviðeigandi að velta sér uppúr þannig möguleika og ekkert óeðlilegt við að gefa sér það að hann hefði hreinlega ýtt þessum möguleika út í hafshauga, þó ekki væri nema vegna ungdóms síns.
Greinilega framsýnn
Hitt er svo annað mál að í þessu tilviki var greinilega um framsýni eða forspá þína að ræða í gegnum þennan bera draum, en hvernig á ungur strákur eins og þú að hafa fullt traust á sérkennilegu draumlífi sínu, þegar hann skortir bæði þekkingu og trú á eigin hæfni á þessu makalausa sviði. Það er elskulegur margra ára fyrirhöfn að þjálfa fullan eigin skilning á því sem tengist draumlífi okkar og þar af leiðandi mjög ósanngjarnt af þér, að refsa sjálfum þér, þó þú hafir séð í draumi fyrir ókomin atburð. Ef þú hefðir verið fullkomlega viss um sannleik þann sem draumurinn innihélt, þá hefðir þú örugglega beitt öllum tiltækum ráðum til að reyna að afstýra slysinu.

Á þessum vangaveltum sérðu, að það er engin ástæða fyrir þig til að vera með sektarkennd. Hún er tilgangslaus núna, vegna þess að slysið hefur átt sér stað og við breytum ekki því sem þegar hefur gerst. Eins veit maður alls ekki nema eins og áður sagði, að það kunni að vera einhver tilgangur á bak við þennan atburð, sem getur orðið til góðs fyrir vin þinn, þegar betur er að gáð og síðar kann að koma í ljós.

Einsemd dreymanda
Þú átt í ákveðnum erfiðleikum vegna þessa draumlífs og ekki síst hvað varðar þína nánustu, vegna þess hvað fráhverf þau eru því yfirskilvitlega og er það hryggilegt sérstaklega með tilliti til þess að það er svo mikilvægt þegar við erum ung og ómótuð, þó við séum ólík foreldrum okkar að eðlisþáttum og upplagi, að þeir beri gæfu til að virða það sem okkur er eiginlegt. Þar sem þau hafa orðið vitni að því að þú hefur reynst sannspár í gegnum drauma, væri eðlilegra að þú gætir rætt þessa sérgáfu þína við þau.

Öll umræða um það sem annars vegar vekur vellíðan okkar eða ótta er mikilvæg og ekki síst til að auka líkur á frekari skilningi okkar sjálfra á fyrirbærinu. Ef útilokað er að vænta skilnings af foreldrum þínum verður þú að finna einhvern, annað hvort skyldan eða óskylda til að tala um þessa þætti í þér um. Vertu viss þú ert örugglega ekki einn um það að þurfa að létta á hjarta þínu hvað varðar drauma. Alla dreymir en fáa þannig að það sé mjög mikils virði, en nógu marga þó, til að einhver þeirra verði á vegi þínum, ef þú ert ófeiminn, við að þreyfa lítilega fyrir þér. Mögulega gæti það bæði orðið gagnlegt fyrir þig og þann sem þess heiður verður aðnjótandi að fá að kynnast því sem þú ert að upplifa á nóttunum.

Manngerð og möguleikar.
Þú spyrð hvernig gæi þú sért og ég segi bara eins og mamma gamla hefði sagt af sinni alkunnu speki: " Góður náttúrlega". Þú virðist mjög marþættur og fellur sennilega undir það sem kalla mætti að skaðlausu fremur flókna manngerð. Styrkur þinn gæti þó fremur legið á sviðum tækni og jafnvel uppgötvana, en öðru. Þú virðist nokkuð skapstiltur, en ert trúlega langrækinn og hefur þörf mikla þörf fyrir athygli og persónulega ást. Metnaður þinn mætti að skaðlausu vera ögn meiri fyrir eigin hönd. Spenna og ósamlyndi á trúlega mjög illa við þig og hætt við að þú leggir á flótta við þannig aðstæður.

Það tímabil í uppvextinum sem virðist hafa haft mest mótandi áhrif á þig, er tímabilið á milli fimm og tólf ára. Á því tímabili kannt þú að hafa eignast mikinn innri styrk, vegna aðstæðna og fólks sem hefur verið þér mikilvægt og náið. Þú verður sennilega einnar konu maður, sem verður að varast ótæpilega eigingirni í tilfinninga­málum. Þú virðist hafa tilheigingu til að slá eign þinn á þann sem þú kemur til með að elska. Þannig stráka eigum við stelpurnar sérlega erfitt með að þola, svona til viðvörunar fyrir þig. Mikilvægasti tími ævi þinnar verður sennilega um eða eftir fertugt. Þar gætu trúlega orðið feikilegar og margþættar breytingar í lífi þínu, sem sennilega munu gjörbreyta viðhorfum þínum til góðs fyrir þig og samferðarfólk þitt.

ÞÚ gætir haft nokkrar leti tilhneigingar og því afar mikilvægt fyrir þig að rækta vel innra líf þitt og aga þig ögn til. Þú virðist fyndinn og skemmtilegur og átt sennilega mjög auðvelt með að sjá spaugilegu hliðar sjálfs þíns og annarra. Þennan eiginleika mætti virkja og leyfa sem flestum að njóta góðs af. Hyggilegt er fyrir þig að krækja þér í starfs,þjálfun vegna þess að þú átt sennilega erfitt með að láta aðra drottna yfir þér og þarft þar af leiðandi að vera sem sjálfstæðastur. Það er jafnframt augljóst að þú ert með sérkennilega dulargáfu, sem gæti síðar á ævinni tekið á sig mun þægilegri myndir en draumarnir gera núna. Best er því að efla sem jákvæðast hugsun að staðaldri og staðfast trú á Guð og tilgangsríkt líf. Eða eins og saklausi sveitagæinn sagði einu sinni af alvarlega gefnu tilefni: " Elskurnar mínar eftir að ég fluttist í blæinn hef ég kynnst ýmsu, en trúlega best sjálfum mér. Ég var nefnilega einmanna um tíma og fékk þá gott tækifæri til að rækta eigið sjálf. Málið er þegar við sitjum ein að reynslu okkar, er eins og við verðum miklu meðvitaðri og vissari í vilja okkar til að halda meiriháttar vörð um það, sem verður að teljast sérstakt í upplagi okkar og manngerð".

Guð gefi þér aukna trú á eigið ágæti og vissu um gildi þess að vera öllum stundum einungis þú sjálfur.
Með vinsemd Jóna Rúna
+++
Höfundur:
Jóna Rúna Kvaran
Áhrifamáttur reiðinnar

Kæra Jóna Rúna!
Ég hef lengi leItað að einhverjum, sem gæti leiðbeint mér á þroskabrautinni, og marga hef ég hitt sem lagt hafa mér lið, en samt er ýmislegt sem ég vildi gjarnan fá skýringar á ef hægt væri. Ég sæki lítið venjulega skemmtanir en þrá að upplýsast meir um andlegverðmæti ef kostur er. Ég hef sótt töluvert miðilsfundi og aðrar andlegar samkomur. Ég er rúmlega sextug og hef haft fyrir heimili að sjá og geri enn auðvitað hefur gengið á ýmsu eins og gengur. Móðurfólkið mitt er næmt fólk og við börnin vorum alin upp í einlægri trú á almættið og tilheyrðum þjóðkirkjunni. Við lásum bænir og vers og var kennt að vera heiðarlegur í hvívetna. Heima var mikil fátækt og börnin fleiri en tugur og komust á legg. Af því að mér finnst þú Jóna afskaplega hreinskilin og líkleg til að segja álit þitt beint út ætla ég að opna hug minn. Þegar ég var um þrítugt fór ég að taka eftir því ef ég reiddist einhverjum, og sárnaði verulega , og fannst um hróplegt óréttlæti væri, þá mátti ég eiga víst að eitthvert óhapp henti við - komandi. Þegar ég áttaði mig á þessu fyrst, hélt ég að þetta væri einungis tilviljun og gaf þessu ekki gaum sérstaklega. Þegar þetta gerðist svo ítrekað þá fór ég verulega að passa mig og nú er langt síðan nokkuð hefur skeð, sem ég get tengt við hugsanir mínar á þennan sérkennilega hátt. En hvernig er þetta með reiðina Jóna er það virkilega þannig að við með reiði okkar getum með eða ómeðvitandi gert öðrum illt? Hvað með vernd Guðs t.d. ef einhver út í bæ getur hugsanlega gert kunningja sínum illt, bara ef viðkomandi kannski neitar persónunni um greiða og hún reiðist og bregst ókvæða við, vegna þess að hún telur neitunina ósann - gjarna? Hvernig er þetta með illskuna yfirleitt, og sjálf býst ég við að hún hitti mann sjálfan fyrir ef áhrif hennar eru manni ókunn? Getur hún virkilega leikið lausum hala og gert fólki alls konar óskunda? Kæra Jóna Rúna það hefur ýmislegt fyrir mig borið á lífsleiðinni eins og gengur ég les allt sem ég get um dulspeki, svörin við sumu finn ég þar, sumt segir minn innri maður mér en að lokum langar mig að spyrja þig dálítils. Get ég hjálpað þeim sem bágt eiga með því að hugsa hlýlega til þeirra, hvernig er hægt að gera þann farveg opnari? Hvernig get ég varið sjálfa mig fyrir of miklum sársauka sem hættir við að taka inn á mig stundum? Hef ég einhvern snefil af hæfileikum í þessa átt, eða er þetta kannski einhver tilhneiging til að upphefja sjálfa sig . Ég hef verið svo lánsöm að hafa kynnst nokkrum af merkilegustu miðlum landsins sem sumir eru dánir núna. Ég hefði getað spurt þá ítarlegar um eitt og annað en það er eins og maður verið svo vitur eftir á, því miður. Í framhjáhlaupi þetta eitt er atvik í lífi mínu hefur nagað mig í um tuttugu ár, ég var eitt sinn stödd á spítala að heimsækja sjúkling sem ekki var mikið veikur . Á stofunni lá fársjúkur maður sem yfir sat mjög sorgmædd og þreytt kona . Hún brá sér frá eitt augnablik og ég fór að rúminu eins og dregin af einhverju ókunnugu afli, og signdi manninn og bað góðan Guð af öllu hjarta að gefa honum hvíld, strauk honum um vangann og fór svo. Morguninn eftir frétti ég lát hans. Mér var brugðið, gat verið að ég hefði flýtt óaðvitandi fyrir andláti hans, gerði ég rangt, ég bað um hvíld ekki bata og hann var ekki mjög aldraður. Ef þú kæra Jóna getur eitthvað liðsinnt mér væri ég mjög þakklát.
Friður Guðs sé með þér.
Þóranna
Kæra Þóranna mér er ljúft að reyna að svara þér og vona svo sannarlega að það geti komið að gagni. Þakka þér traustið sem þú sýnir mér og eins góðan hug til mín. Við reynum að nota innsæið mitt og hugsanlega skriftina þína sem stuðning og hvata að góðum skýringum og einhvers konar ábendingum ef hægt er.
Þroskabrautin
Þegar verið er að tala um leit okkar að dýpri verðmætum er ágæt að við höfum það í huga að eitt og annað sem hendir okkur er vissulega snúið og jafnvel er þess eðlis að okkur skortir kannski skilning og þroska til að átta okkur mikilvægi umburðarlyndis gagnvart okkur sjálfum þegar við einfaldlega skiljum ekki ástandið eða aðstæðurnar. Þegar þannig atvikast í lífi okkar er gott að leita sér hugsanlegra leiðsagnar þeirra sem við trúum að geti auðveldað okkur aukin skilning. Ef við íhugum þroska möguleika okkar er alveg ljóst að leiðirnar eru margar og torsóttar að þroska markinu þótt auðvitað sé eitt og annað verulega ánægjulegt á þessari annars óendanlegu braut. Öll mannleg samskipti verða beint eða óbeint til að til þess að gera okkur kleift að þroskast eða ekki. Hver persóna er hér á jörðinni til að læra eitt og annað sem færir hana nær því guðlega í henni sjálfri eða að þeim andlegu lögmálum sem við óneitanlega verðu öll fyrir eða síðar að lúta en það eru lögmál Guðs. Þegar við eldumst erum við gjörn á að líta yfir farin veg og reynum eftir fremsta megi að breyta og bæta það sem við teljum að hefti þroskamöguleika okkar, ef við finnum ekki leiðir til einhvers konar samkomulags eða jafnvel getum upprætt það sem tefur okkur að markinu stóra, líður okkur illa og við verðu hrædd og vonlaus. Ef við erum sanngjörn í þessum uppgjörum þá gerum við okkur fljótt grein fyrir því að flest okkar gerðum við það sem við höfðum, vit til hverju sinni. Spurningin er því er hægt að ætlast til að við séum fær um að leysa allt það sem hendir okkur eins og við værum alvitur eða jafnvel gallalaus , örugglega ekki. Ef við gerðum aldrei mistök er hætt við að við stæðum kirfilega í stað andlega og hreinlega rykfellum þannig fyrr eða síðar. Mistök og heimskupör eru ekkert til að hafa áhyggjur af, svo fremur sem við reynum að læra og þroskast frá þeim. Hætt er við allt venjulegt líf yrði heldur leiðinlegt ef allir væru nánast gallalausir og þverslaufulegir í athöfnum sínum og hugsunum. Af þessum ástæðum verðum við að losa okkur við allar óþarfa áhyggjur vegna þeirra atvika í lífi okkar þar sem við í hjartans einlægni töldum okkur ekki vera að gera neitt syndsamlegt eða neikvætt þó klaufaleg höfum verið eftir á séð. Aðalatriðið er að vilja vel aukaatriði hvort það tekst endilega alltaf eins og hæfileikar okkar gefa tilefni til að árangurinn ætti að vera. Við erum hreinlega mannlega og þarf af leiðandi ófullkomin og það er einmitt svo yndislegt.
Reiði er orkuuppspretta
Ef við íhugum í framhaldi af þessum vangaveltum reiðina og hugsanlega kosti og galla hennar er öruggt mál að margs er að gæta í þessum efnum sem mörgum öðrum. Til er fólk sem kannast við það sama og þú ert að tala um kæra Þóranna og flest orðið eins klumsa við eins og þú, þegar því var ljóst að reiðin getur haft ákveðnar neikvæðar afleiðingar, og stundum jafnvel afdrífaríkar því miður. Við verðum öll að gera okkur grein fyrir því að reiðin er lifandi afl sem hefur ekki bara áhrif á okkur heldur líka aðra. Ef t. d. manneskja er sálræn hefur hún umfram orku sem hægt er að beita bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Þegar við verðum reið vegna óréttlætis sem við erum beitt eru ýmsar tilfinningar sem losna úr læðingi innra með okkur. Þessar tilfinningar geta verið sem dæmi smæðarkennd, stolt, vonbrigði og óþarfa viðkvæmi. Þegar við erum að leita eftir stuðningi annar á einhverju sem við finnum okkur ekki getað leyst eða skilið hjálparlaust, væntum við sanngjarnra viðbragða og skilnings, en ekki kulda eða hrokafullra athugasemda sem jafnvel fylgja niðurlægjandi ábendingar. Við fáum í framhaldi af þessum leiðinlegu viðbrögðum óþægilega innri tilfinningu sem kallast reiði en er blönduð einu og öðru. Við verðum eins og ein eitt augnablik og upplifum okkur ýmist eins og kjána eða finnst eins og við höfum gert eitthvað rangt bara með því að fara fram á þokkalega framkomu þeirra sem við ýmist leitum til eða óskum eftir stuðningi og ábendingum frá. Við hugsum eitt og annað í þessu ástandi og flest frekar neikvætt og fyllumst ótrúlegum pirringi út í viðkomandi jafnvel óskum persónunni eitt augnablik alls þess versta sem við getum hugsað okkur henni til handa fyrir ónærgætnina. Þar með er orka komin að stað sem hverfur frá okkur og ef við í huganum erum með ákveðna persónu er mjög líklegt að viðkomandi finni einhverja breytingu á líðan sinni, en tengir það sjaldnast atvikinu sem tengdist samskiptunum við þann sem persónan var að koma ódrengilega fram við. Viðkomandi verður í framhaldi af þessari líðan kannski veikar fyrir áföllum og öðru sem tilfellur í kringum hann. Þegar fólk fær yfir sig reiði annarra og vonbrigðasúpu og sjálft kannski illa fyrir kallað og neikvætt bætir þessi kraftur sem sá sem telur sig hafa verið órétti beittur sendir vanhugsað til viðkomandi örugglega ekki sálarástand persónunnar sem upphaflega kom leiðinlega fram. Vissar er að gæta varurðar í þessu sem öðru sem tengist innra lífi okkar og innri manni. Hvað þig snertir kæra Þóranna er gott til þess að vita að þú hefur gert þér grein fyrir þessum möguleika og varast að verða til þess að veika þá sem gera á hlut þinn, þarna held ég að þú hafir raunverulega óaðvitandi komið af stað afleiðingu sem þú sérð svo smátt og smátt við endurtekningu að hefur meir en lítil áhrif og hreinlega gætir að þér.
Sálrænt næmi
Ef við reynum að íhuga hvers við erum svona misjafnlega næm fyrir einu og öðru er ágæt að íhuga mikilvægi jákvæðra lífsviðhorfa í því sambandi. Hver persóna er á einhvern hátt næm, og eru jafnvel ýmis tímabil í lífi okkar mikilvægari hvað næmleika snertir. Í þínu tilviki held ég að ekki sé efi á að þú býrð á einhvern hátt yfir sálrænunæmi og hætt er við í framhaldi af því að þú takir eitt og annað inná þig sem hefur ákveðin áhrif. Hver einasta persóna sendir frá sér áhrif sem stundum er kölluð útgeislun viðkomandi, þetta er eitthvað sem við sum finnum þó við vitum ekki alltaf í hverju tilfinningin liggur sem við verðum gripin nálægt sumu fólki. Stundum líður okkur illa nálægt einhverjum og finnst við þurfa að þrífa okkur burt frá viðkomandi, ekki þarf að fylgja þessari niðurstöðu neitt ákveðið, bara slæm líðan. Blikið sem er í kringum okkur og stundum er kallað ára eða litrof er sífellt á hreyfingu og frá því stafar annars vegar orkuflæði neikvætt eða jákvætt og hins vegar er það allt í litum sem eru mis fallegir. Hugsanir okkar stjórna áhrifum bliksins á aðra og valda auk þess breytingum á orkuflæðinu og litum þess. Ég hef grun um að þú getir t.d. haft mjög létt orkusvið og kannski er það annars vegar afleiðing af þreytu móður þinnar á meðgöngu tímanum þegar þú ert í móðurkviði, og hinsvegar ertu með einhverjar dulargáfur og slíkur aðili er venjulegast með tiltölulega létt orkusvið. Þetta getur haft það í för með sér að þú takir áhrif annars vegar umhverfis og hins vegar hugsanna annarra óþarflega mikið inn á þig. Ef þetta er rétt niðurstaða er ekki ósennilegt að þér geti liðið illa allt í einu á sýnilegrar ástæðu og getur bæði verið að einhver sé í hugsanasambandi við þig það augnabliki sem líður ekki vel, eða að eitthvað sé í loftinu sem tengja mætti fyrirboða einvers konar, þetta skýrist oft eftir á sem betur fer. Það að vita kannski ekki af hverju manni líður svona eða hinsegin er oft þess eðlis að það gerir okkur óróleg og við það tilfinningasamari, auk þess sem okkur hættir við að leita hugsanlegra skýringa í okkur sjálfum eða aðstæðum okkar. Þegar þannig stendur á verða oft til hugsanir og vangaveltur sem ekki eiga við nein rök að styðjast og gerir það okkur enn óvissari og við jafnvel ímyndum okkur að eitthvað sé að okkur sjálfum. Ef verja ætti þig fyrir sársauka sem kannski á rætur sínar í öðrum er hætt við að yrði að loka fyrir næmi þitt með ákveðnum aðgerðum sem hefðu þá í för með sér að þú myndir tapa einu og öðru sem ég er alls ekki viss um að þú værir fús til að tapa. Þú yrðir nefnilega andlega fátækari á flestum sviðum.
Máttur bænarinnar
Hvað varðar vangaveltur þínar um hvort þú getir komið örum að liði og þá hvernig skapað sem best skilyrði á að gera slíkt mögulegt er eitt og annað sem hafa þarf í huga. Vegna þess sem við töluðum um fyrr í þessu bréfi og tengist reiðinni er sú orka sem myndast við reiði af sömu uppsprettu og önnur sálræn innri orka. Ef þú notar hugann rétt það er að segja ert jákvæð sem þú greinilega ert og biður góðan Guð um að leiðbeina þér og ert ekki sjálf að ákvarða hvernig sú þjónusta sem í gegnum þinn sálræna kraft nýtist öðrum, heldur biður um að mega verðaverkfæri í þjónustu kærleikans og lætur í öllum tilvikum vilja Guðs verða afdráttar lausan er öruggt að þú færð innan frá alla þá leiðsögn og uppörvun sem þú þarf á að halda. Hvað varðar það að þú sért haldin einhverjum óþarfa metnaði vísa ég frá á þeirri forsendu að það kemur skýrt fram í skriftinni þinni að ef eitthvað er þá vantar þig meiri metna og trú á sjálfa þig. Það kemur líka fram að þú ert viðkvæm og auðsæranleg auk þess að vera óþarflega hrekklaus. Kostir þínir eru greinlega meiri en gallar og þeir eru þess eðlis að engin vafi er á að þú getur látið feikilega gott af þér leiða. Bænin er eitt dásamlegasta form kærleikans og kostar ekkert nema einlægan vilja til að beita henni öðrum til blessunar og sjálfum sér til uppörvunar og aukins innra lífs. Útbúðu þér lítið afdrep og finndu góðan stól að setja í og gefðu þér 3 til 5 mínútur á hverjum degi til að biðja fyrir öllum þeim sem þrautir og vonbrigði þjaka. Ekki væri verra að um betri og jafnari hlutskipti í skiptingu auðlinda heimsins og að þjáning þeirra sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér tæki enda.
Atvik úr fortíðinni
Ef við að lokum skoðum það sem þú upplifðir sem ung kona í heimsókninni á spítalann er ágætt að gera sér grein fyrir aðalatriðum en láta öll auka atriði lönd og leið. Á þessum árum ert þú ung og óþroskuð eins og gengur, með takmarkaða reynslu í andlegum efnum, þó kærleiksrík og leitandi sért. Þegar þú verður vör við þá óbærilegu líðan sem sjúklingurinn á viða stríða fyllist þú óstöðvandi löngun til að hjálpa honum og velur einfaldlega þá leið sem þér fannst sú eina rétta í þessari annars aumkunarverðu stöðu og lái þér hver sem vill. Þú fannst að ástand viðkomandi sjúklings var sársaukafullt ekki einungis fyrir hann heldur konuna hans líka sem vakti yfir honum dag og nótt og einfaldlega baðst um hvíld fyrir hann. Ekki er ástæða að ætla að þú hafir flýtt fyrir láti mannsins vegna þess að slíkt væri vanmat á Guði, hann er almáttugur og hlýtur að velja okkur rétt skapadægur. Vegna þess að maðurinn dó daginn eftir þá hefur þetta kvalið þig. Ef við íhugum hvað raunverulega gerðist, þá er aðalatriðið að á þessu erfiða augnabliki á leiðarlokum mannsins var ókunnug ung kona fyrir tilviljun stödd í sama herbergi og þau hjónin og sem meira er og mikilvægara en allt annað var að þessi elskulega kona þú áttir í hjarta þínu nógan kærleika til að biðja um hvíld fyrir manninn. Ekki er vafi á því að þú hefur með þessum fyrirbænum gert óhemju mikið gagn og örugglega átt þátt í því beint og óbeint að umskiptin urðu sennilega mun léttari manninum og eftirstöðvarnar konunni. Það eru ekki endilega þau orð sem við notum sem skipta máli heldur hugurinn, sem í þínu tilviki var bæði óeigingjarn og elskuríkur og það er aðalatriði þessa máls kæra Þóranna. Eða eins og hugprúða hárgreiðslukonan sagði fyrir stuttu að gefnu tilefni" Elskurnar mínar þó hárið sé farið að þynnast og grána er ekkert víst að við séum endilega vitrari. Við verðum bara að vera sjálfum okkur samkvæm og kærleiksrík, þá verða allar athafnir okkar og hugsanir einhvers virði, hvers svo sem þiggur þær og á hvaða aldri sem við erum."
JRK
Höf Jóna Rúna
" Auðmýkt"
Hvað sem flestum dygðum líður, er nokkuð víst að lítillæti í hinum ýmsu myndum og af ólíkum tilefnum er eins og hver önnur innri prýði í fari fólks. Fátt reyndar notalegra en kynnast einmitt þannig hugsandi persónu. Við vitum að óhóflegt stærilæti er víða við lýði í hegðun og útgeislun einstaklinga. Merkikerti sem hreykja sér hátt og óheflað oftast af litlum sem engum sérstökum tilefnum reynast oftar en ekki við frekari viðkynningu vera heldur óáhugaverð þegar til lengdar lætur. Manneskja sem hefur til að mynda orðið sigurvegari á hinum ýmsu sviðum sammannlegra samskipta kýs oftar en ekki framkomu og fas sem er hógvært og andlega nærandi. Það segir þó nokkuð mikið um ágæti manngildis þeirra sem eru lítillátir hvað þeim tekst dásamlega, þrátt fyrir andlega yfirburði sína að falla vel að hinum sem mega sín minna í mikilvægi innri dyggða og athygliverðra eðlisþátta. Sá sem er lítillátur og nærgætinn er oftast auðmjúkur jafnframt. Þó viðkomandi sé ekki stöðugt að minna á ágæti sitt virðist engu líkara en þeir sem annað hvort umgangast hann eða bara honum mæta eins og af tilviljun bæði sjái og finni að þar fer hinn athyglisverðasta persóna vegna innri eðlisþátta sinna. Þeir kjósa líka fátt fremur en að fá sem lengst og sem oftast að vera samvistum við viðkomandi. Það er kannski hægt að segja sem svo að lífsbaráttan geri okkur, að minnsta kosti þau okkar sem hafa kynnst mótdrægum hliðum lífsins fyrr eða síðar lítillát. Hitt er svo alveg ljóst líka að innra með sumum okkar er svo mikil fyrirferð á hroka að ekkert það í manngildi okkar fær líf sem minnir eitt augnablik á smálæti. Það sem við köllum stundum meðlæti reynir þó nokkuð einmitt á kost eins og auðmýkt vissulega verður að teljast vera. Það að hafa áorkað einhverri býsn andlega sem veraldlega þýðir ekki að við eigum endilega að telja okkur öðrum fullkomnari. Það er miklu eðlilegra ef svo er, að við í þakklætisskyni við forsjónina fylltumst af og til lotningu til hennar. Eins er hyggilegt að minna sig jafnframt á að það eru vissulega forréttindi að ná hvers kyns árangri sem verður að teljast umtalsverður og öðrum ávinningum eftirtektar­verðari. Það er t.d. ekkert sjálfsagt að vera bæði gáfaður og góður, auk þess t.d. að hafa fengið í vöggugjöf ýmsa þá eðlisþætti og náðargáfur sem líklegar eru til að fleyta okkur langt. Einungis ef við nennum og kjósum að gefa þeim tækifæri til að eflast og stækka. Það ætti vissulega að fylla okkur ákveðinni lotningu til lífsins ef við erum vel af Guði gerð og lánsöm bæði heima og heiman. Jafnvel ætti slík vissa að vera okkur aukin hvatning til frekari dáða og aukinnar hagsældar. Smálæti er aðall sigursælla einstaklinga en oflæti og hroki einkennir þá sem ánetjast hafa smæðarkennd hvers konar og misskilja hrapalega manngildi sitt.
+++
HÖF:JRK
ÁGIRND

Eins og við vitum, þá erum við mörg bæði sérdræg og ágjörn. Auður er afstæður og það er hægt að tala um ytri og innri verðmæti og söfnun þeirra jafnframt.Ef að við sjáum tilgang í auðsöfnun,þá er heppilegt að við leggjum jafn mikið upp úr því að safna innri verðmætum eins og þeim ytri. Ágirnd í hvaða mynd sem er telst löstur og er því hnekkur fyrir manngildi okkar.Verst er þó sú girnd sem liggur í því, að þrá að fá það sem aðrir eiga, þó að við eigum nóg fyrir og svífast einskis til að ná því.Við getum valdi öðrum tjóni, ef við göngum á rétt þeirra og hrifsum gráðug til okkar það sem er þeirra. Þegar við verðum þess áskynja að við göngum of langt í ágirndinni, er ágætt að við endur­skoðum viðhorf okkar til gullsins. Það kostar okkur svipaða vinnu og fyrirhöfn að afla ytri og innri gæða. Innri verðmæti eru ekkert síður mikilvæg en þau ytri og við getum aldrei eignast of mikið af þeim.Haldist þetta tvennt ekki í hendur, þá líður okkur fyrr eða síðar illa. Það er því sorgleg staðreynd, ef dýrkun á gulli gengur of langt.Ekki síst ef hún er á kostnað innri verðmæta­sköpunar. Hyggi­legt er, að við venjum okkur á að íhuga af hverju og til hvers við girnumst meira en við þörfnumst. Best er, að við vinnum sjálf fyrir ávinn­ingum okkar, hvort sem þeir eru andlegir eða verald­legir.Jafnframt er viturlegt að við venjum okkur á að deila með öðrum því sem okkur áskotnast. Maura­púkar og féfíklar eru óáhuga­verðir og frá­hrind­andi.Við sem þannig erum,girnumst venjulega meira en okkur ber.Það er því slæmt og varhugavert, að við séum ágjörn og gróðafíkin. Við getum t.d.ekki keypt það sem er mest virði og það er m.a. góð heilsa, friðkær samskipti og eftir­sóknarvert manngildi. Sérdrægni og auðhyggja er neigjarnt atferli og veldur sökum þess glundroða og ill­indum í samskiptum. Það er siðleysi að ágirnast umfram fé og óþarfa lúxus.Það er óviturlegt af okkur að ýta undir aurasótt og síngirni í eigin fari. Við eigum heldur að örva í hugsun okkar og athöfnum, auðmýkt og lítillæti gagnvart auði og ytri verðmætum. Það er áríð­andi að við gerum okkur fulla grein fyrir kostum og göllum ytri verð­mæta.Ágætt er, að við séum með­vituð um það, að við þurfum að umgangast allan auð hyggilega, jafnframt því sem við þurfum að kunna að deila honum réttlátlega. Græðgi í hvað myndum sem er, er óæskileg og óásættanleg. Höfnum því aura­hyggju og gull­græðgi, en eflum fremur áhuga okkar og löngun í þau verðmæti sem ekki eru hverful og óþörf. Það er þess virði að uppræta og vinna bug á ágirnd og sér­drægni. Það er gott að eiga nóg fyrir sig og sína.Það er á hinn bóginn óviturlegt að safna auði og öðrum verð­mætum, þjóni sú þrá þeim tilgangi,að ýta undir eign ágirnd og mammonsdýrkun.Við verðum ekkert hamingju­samari, þó að við eignumst allt sem hugur okkar þráir og girnist.
+++
Höf:
Jona Runa ÁGISKANIR
Það getur skipt töluverðu máli þegar kemur að því að við þurfum að taka ákvarðanir varðandi menn og málefni að við getum greint aukaatriði frá aðalatriðum.Best er að sem flestar vangaveltur okkar og framkvæmdir séum rökrænar og glögg­skyggnar. Ekki er æskilegt að getgátur og ímyndanir séu forsendur neins konar niðurstaðna. Ágiskanir verða m.a.til þess að við getum tekið ranga afstöðu til hvers annars og kringumstæðna okkar. Við sem sífellt höfum grun um að hlutunum sé ekki fyrir komið með réttum hætti erum oft tortryggin og smámunasöm og af þeim sökum m.a. hættir okkur við að láta ímyndunaraflið trufla afstöðu okkar af ólíkum ástæðum. Ágætt er fyrir okkur að temja okkur víðsýni og lang­lundar­geð,auk þess að æfa okkur jafnframt í rökfestu og raunsæissjónamiðum. Getgátur eiga rétt á sér í ákveðnum tilvikum en sjaldan af þeim ástæðum sem valda því að þær fá líf.'I sammann­legum samskiptum byggjast ákveðnar staðreyndir þannig upp að við þurfum að geta í eyðurnar til þess að eiga þess kost að komast að ákjósanlegum niðurstöðum. Ef að málum er þannig háttað er heppilegt að við reynum að halda ágiskunum okkar innan bæði velsæmis og raunsæismarka. Það fer alltaf vel á því að við séum ekki ginnkeypt fyrir því sem úr lausu lofti er gripið. Venjulega eru skiljanlegar og jafnvel frambærilegar ástæður fyrir því að við sjáum kringum­stæður og samskipti í ákveðnu ljósi og bregðumst við með tilliti þess.Á hinn bóginn er það afleitt ef við erum stöðugt að gefa okkur misvitrar forsendur fyrir því sem okkur er ætlaða að takast á við. Verst er þó ef að við höfum tamið okkur að geta okkur til um það sem við höfum litla þekkingu á eða þurfum að kynna okkur af kostgæfni án þess að vera hlaðin ímyndunum og skakkri ályktunar­þörf.Hyggilegt er ef að við sjáum ekki hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru að við slökum á og skoðum málsatvik rólega og yfirvegað án þess að láta ímyndunar­aflið hlaupa með okkur í gönur. Við sem teljum það mikilvægt að vera sem raunsæust reynum í flestum tilvikum að vera eins meðvituð og mögulega má vera um aðalatriði alls þess sem við þurfum að kljást við. Við álítum það skipta grundvallarmáli að vera ekki að velta okkur upp úr því sem við höfum litla þekkingu á og neitum að gefa okkur fyrirfram ákveðnar forsendur fyrir því sem við höfum ekki kynnst og tekist á við. Okkur er ljóst að það er rangt að vera með tilhæfulausar ágiskanir varðandi menn og málefni. Einmitt þess vegna kynnum við okkur ávallt vel og vandlega helstu forsendur mála áður en við tökumst á við þau eða höfnum afskiptum af þeim. Okkur er ljóst að það er oftast farsælast þegar við ætlum okkur að ná árangri í einhverjum tilvikum að við kynnum okkur allt sem viðkemur aðalatriðum mála þannig að aukatriði hlutana séu ekki að villa okkur sýn á staðreyndir málsatvika.
+++
Höf. jona Runa

Bæn

Við snuum hug okkar og hjarta til þin drottinn og biðjum þig um að vernda okkur og blessa og bua um kærleika og hugrekki i sál okkar sem veitir okkur aukið frelsi of frið auk þarfar fyrir hlú að þvi besta sem innra með okkur byr.Gefðu okkur Faðir aukna aumykt og tru á þig og þinn vilja i verkum okkar Gerðu okkur ennþa´öflugri i að fylgja eftir lögmmálum þinum. Helst þannig að við fáum aukinn innri frið og ró. Kæri faðir við truum á eilifa og stöðuga elsku þina og nálægt i öllum okkar atthöfnum. Við vitum að við getum i örmum þinum orðið enn betri fyrrimyndir þess jakæra og uppygglega i tilveru okkar og þeirra sem lifa hana með okkur. Takk fyrir alla leiðsögn og aukinn skilning á þer og þinum viðhorfum til barna þina sekra eða saklausra þvi þu elskar þau öll jafnt. Hjálpaðu okkur til að læra að virða hvert annað og stiðja er einhvert okkar er í hættu. Haldu Herra utanum okkur ef við erum hjálparþurfi og utangáttar. Verndaðu okkur fra ölllum mögulegu syndum og þeim innribrestum sem þem henni a´fallt fylgja. Alvaldur himins go jarðar viltu horfa framhjá þeim timabundna misskilningi sem við mennirnir stöndum oft i vegna minnimattarekndar og vondepurðar o særum þá og meiðum sökum þessa að við finnum til vanhæfni og oöryggis hið innra.. Gefðu okkur aukna gleði í hjartað go skarpari sjón á þarfir litilmagnans.Þörf okkar fyrir andlega leiðsögn er mikil og til að reynast þokknanleg þurfum við aukinn heiðarleika og enn sterkari kærleiksvitund inni sál okkar og hjarta.Viltu þvi elsku Drottinn vaka yfir okkur og vernda fra ölllu illu og styðja okkur til goðara verka Amen
+++

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Skoðun:
Nauðganir í skjóli friðhelgi heimilanna

Knúin til viðbragða
Eins og þjóðinni er kunnugt um, hef ég undangengna áratugi átt því láni að fagna að hafa geta orðið að mannúðar- og kærleiksástæðum, mjög sterkur áhrifavaldur hvatningar, verndar og skilnings í lífi samborgara minna sem hafa í örvæntingu og vanlíðan snúið sér til mín af ýmsum ástæðum hlekkja eða fjötra fortíðar eða nútíðar í von um stuðning og skjól í mínu farteski bæna, reynsluþekkingar og dulargáfna. Stundum hefur tekist að opna augu fólks og létta því lífsgönguna og er það vel. En í ákveðnum tilvikum, þar sem kemur að leyndarmálum sem liggja í skjóli friðhelgi heimilanna, er þraut, pína, misskilningur og skammar- og sektaráþján þess sem ásjár leitar vegna óréttlætanlegs athæfis náinna, svo kvalafullt að viðkomandi notar ekki bara mjög undarlegar og annarlegar leiðir til að leita stuðnings heldur getur tæplega, jafnvel eftir ávinninga sér í stað, horfst í augu við að slíkt hafi í raun gerst. Svo rosaleg er annars vegar reiði viðkomandi og hins vegar sú gríðarlega skömm og vandlæting á að hans eigið hold og blóð skuli geta beitt sér gegn einstaklingnum varnarlausum og gert hann að kynlífsþræli fyrir ástvini. Hér er ég að tala um sifjaspell.
Það vill þannig til, að á undangegnum tveimur árum hef ég í miðjum afleiðingum vinnuslyss sem hefur reynst mér þrautinni þyngra, flækst inní, eins og fyrir tilviljun, þrjú mjög erfið tilvik hrottafenginnar kynferðislegrar misnotkunar barna í heimahúsum af hendi náinna. Í dag eru þessi börn fullorðnir einstaklingar og áratugir liðnir frá atburðum fortíðarinnar. Um er að ræða þrjá stórvel gefna og athafnasama einstaklinga og viljasterka, sem virðast í fljótu bragði færir í flestan sjó. Einn þessara þriggja stendur þó upp úr vegna afburðavits, sérgáfna og alls sem prýða má þann sem er meira virði en við hinir vegna mannkosta og framskarandi upplags. Allir eiga það sameiginlegt að hafa náð umtalsverðum starfsárangri og vera sérlega vel settir í samfélaginu bæði hvað varðar virðingu, áhuga annarra á þeim og ekki síst vegna augljósra mannkosta.
En hvers virði er slík mannleg höll þegar grunnurinn er veiklaðri en ekkert vegna stórfelldra glæpa sem framdir voru á viðkomandi fórnarlömbum áratugum áður, í skjóli ástar og trausts þeirra á foreldrum sem síðan reyndust þeirra hættulegustu óvinir, hreinir sakamenn, níðingar og nauðgarar?

Ást og traust nýtt til svika
Þar sem ég hef eins og fyrir tilviljun eða fyrir ásetning æðri máttarvalda, gerst áhrifavaldur í lífi þessara fórnarlamba og málin hafa verið misflókin og erfið til úrlausnar og léttis fyrir fórnarlömb, tel ég það siðferðilega skyldu mína, ekki síst sem aðila sem aldrei hefur orðið fórnarlamb viðlíka viðbjóðs og sem móðir og amma væntanlegra barna sem munu þurfa að geta treyst fullorðnum, ekki síst foreldrum, að upplýsa þjóðina um hvað mikill stórglæpur er samfara þeim níðingshætti sem liggur í hvers kyns nauðgunum, þar sem gerandi er ekki látinn taka afleiðingum gerða sinna, heldur getur ótruflaður í skjóli friðhelgi heimilisins, haldið áfram að valda sínu eigin holdi og blóði slíkri kvöl og þjáningu sem slíkt athæfi felur í sér sem framið er af grimmd, samviskuleysi og hrottaskap þess sem barnið elskar, treystir og dáir umfram aðra. Það segir sig sjálft að viðlíka stórglæpir eru miklu flóknari og varhugaverðari og leyndari heldur en afleiðingar þeirra ófyrirgefanlegu nauðgana sem fara fram á öðrum vettvangi og eru þjóðinni ljósari og réttarkerfið tekur á.
Uppeldishlutverk foreldris hlýtur að liggja að stórum hluta í skynsamlegri og réttlátri forræðishyggju sem vegvísi að framtíð sem hlýtur að fela í sér þjálfun til samskipta við hvort kynið sem er, sem eru heilbrigð og sönn og kærleiksrík. Heilbrigt samband foreldris og barns á ekki að liggja í svikum, vanhelgun, lygum, óheiðarleika, feluleikjum og leyndarmálum sem innifela í eðli sínu skjól fyrir ódæðisverk, framin á barni af foreldri. Heilbrigt samband á heldur ekki að liggja í því að búa um í sálarlífi barns sjálfsútskúfun, stórfelldan ótta og kynferðislegan undirlægjuhátt og óeðlilega þræls- og þjónustulund. Það sem ég á við, er að þau óeðlilegu og óheilbrigðu samskipti sem barn lærir sem bundið er í viðjum sifjaspells, eiga það til að færast yfir á önnur sambönd seinna meir í lífi fórnarlambsins. Við eigum ekki, eins og gerist í tilvikum sifjaspella, að þjálfa upp viljalausar undirlægjur í höndum allra þeirra óprúttnu einstaklinga sem barnið getur hitt síðar á lífsleiðinni, sem geta viljað endurtaka leik fortíðar af því að fórnarlambið er niðurbrotið vegna fortíðarreynslu sinnar og ber ekki hönd yfir höfuð sér. Á fyrstu stigum fullorðinsára eru fórnarlömb sifjaspella sérstaklega berskjölduð fyrir deyfandi áhrifum vímuefna, sem tímabundið geta breitt yfir þá óbærilegu sorg og þjáningu sem nagar þau að ósekju, þar sem þau ekki bara útskúfa sjálfum sér vegna synda annarra og glæpa heldur líka vegna þess að þau finna og verða þess áskynja að notagildisviðhorf annarra virðist vera altækt undir vissum kringumstæðum og því heldur kynlífsþrælkunin oft áfram í gegnum aðra. Einstaklinga sem eru óprúttnir og velja frekar að misnota varnarlausa heldur en að styðja þá til sjálfshjálpar og aukinnar sjálfsvirðingar. Við sem köllum okkur kristinn vitum að við misnotum ekki náungann heldur reynum að hjálpum honum eftir bestu getu.
Öll börn elska foreldra sína. Líka þau sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi heima fyrir. Samband foreldris og barns er byggt á algjöru trúnaðartrausti og kærleika sem gerir það að verkum að sjúkir foreldrar geta auðveldlega nýtt sér sakleysi barnsins til þess að fremja ólýsanlega glæpi sem aldrei verða teknir aftur. Þegar barn er misnotað kynferðislega eru afleiðingarnar skelfilegar. En þegar níðingurinn er foreldri barnsins eru þær ólýsanlega skelfilegar. Stærra trúnaðarbrot og meiri svik er ekki hægt að ímynda sér og afleiðingarnar eru margflóknari en margur getur, jafnvel með skáldaleyfi, skilið. Það er ekki nóg með að barn sé látið taka þátt í algjörlega óviðeigandi kynferðislegu athæfi, heldur er barnið í flestum tilvikum látið standa í þeirri trú að það sé á einhvern hátt sjálft ábyrgt fyrir því sem gerst hafi. Ólíkt því athæfi sem á sér stað þegar ókunnugir kippa varnarlausum börnum upp í bíla og nauðga þeim og myrða með ofsafengunum hætti, þá fer kynferðislegt ofbeldi í heimahúsum sjaldan fram með offorsi eða barsmíðum. Mun algengara er að gerandinn hafi hvort eð er sem foreldri, það mikil sálfræðileg tök á barni sínu að auðvelt sé að tala það til og tæla til athæfis sem það hefur ekki skilning á að er óviðeigandi og rangt. Þegar barnið smám saman eldist og skilningur þess á sjúkleika þess sem hefur gerst hellist yfir það, fyllist það yfirþyrmandi sektarkennd yfir því að hafa ekki mótmælt eða stöðvað athæfið, krafa sem í raun er ómannúðleg og engan veginn hægt að leggja á saklaust barn sem treystir foreldri sínu fullkomlega án nokkurra efasemda. Því eru afleiðingar sifjaspells margflókið sálfræðilegt fyrirbæri sektarkenndar, skammar, viðbjóðs, sjálfsafneitunar og sjálfsásakana. Niðurstaðan er að fórnarlambið er algjörlega vanmáttugt og getur engar bjargir veitt sér við aðstæður sem framkalla vegna viljaleysis, afturhvarf til tilfinningalegrar og sálrænnar reynslu þeirrar valdníðslu sem sifjaspellið þjálfaði þau í. Þau eru því tilvalinn fórnarlömb hvers kyns níðingsháttar þeirra sem af samviskuleysi og forherðingu í skjóli valds, aflsmuna eða fagurgala, níðast á viðkomandi fórnarlambi bjargarlausu.

Liggur líkn og lausn hjá okkur?
Hvernig getum við verndað börnin okkar fyrir vanhelgun og vanvirðingu sifjaspella? Við getum ekki sæst á það að í friðhelgi heimilanna þrífist stórskaðlegir verknaðir framdir af glæpamönnum og að landslög verndi slíka hegðun með því að rjúfa ekki friðhelgina þannig að refsa megi slíkum gerendum án þess að ætlast til að barnið beri persónulega ábyrgð á þeim framkvæmdum. Það sem mér dettur í hug til ráða er að það séu sett landslög til verndar börnum sem liggja í því að þau séu uppfrædd í leikskólum og barnaskóla, um góða snertingu og slæma snertingu. Jafnvel væri hægt að koma á fót innan menntakerfisins eins konar samskiptakennslu fyrir börn, þar sem farið væri yfir helstu þætti heilbrigða samskipta við aðra. Leggja þyrfti áherslu á að við eigum að vera góð hvert við annað og alltaf að virða skoðanir og vilja hvers annars. Hluta þessarar kennslu yrði þá beint sérstaklega að óviðeigandi samskiptum og hægt væri að kenna börnum hvaða hluta líkama þeirra sé óviðeigandi að leyfa öðrum að snerta og öfugt. En fyrst og fremst yrði að leggja áherslu á að hvetja börn til þess að segja einhverjum fullorðnum frá því ef þau grunar að eitthvað sé ekki með felldu í samskiptum þeirra við aðra, hvort sem það eru skólafélagar, ókunnugir, kunningjar eða foreldrar. Ef að ekki er á þau hlustað á fyrsta stað sem leitað er til, þá þarf að kenna þeim að gefast ekki upp heldur leita til einhvers annars. Fólk sem vinnur með börnum eins og kennarar, þarf auk kennslufræðinnar að læra að taka eftir hegðun barna þannig að hægt sé að greina þau börn úr sem sýna einkenni þess að eitthvað sé stórlega að heima fyrir sem mögulega mætti tengja misnotkun eða viðlíka valdníðslu. Ef að grunur lægi fyrir að eitthvað væri að, þá væri fyrsta skref að kalla foreldra á fund vegna þessa og meta viðbrögð þeirra út frá þeim fundi. Þá mætti spyrja foreldra hvort þeir hefðu orðið varir við breytingar á hegðun barnsins heima fyrir og færi allt slíkt fram án ásakanna. Í kjölfarið yrði útskýrt fyrir foreldrum að ástæða þætti til að rannsaka mál barnsins nánar þar sem alla hegðun sem benti til kynferðismisnotkunar bæri að skoða nánar og komast að rót vandans hvar sem svo hún gæti legið. Það þarf að útskýra fyrir fólki að óeðlileg kynferðishegðun barna (umfram eðlilega forvitni og læknisleiki) sé ekki meðfætt né eðlilegt athæfi heldur lært fyrirbæri og því verði að beita öllum ráðum til að finna ,,kennarann”. Ef að í ljós kemur að barnið hefir lært slíkt af öðru barni, þá væri eðlilegast að rannsaka hagi þess barns örlítið nánar og fá forráðamenn þess til liðs við þá rannsókn til að finna út hvar upphaf slíkrar þjálfunar liggur.
Í allri baráttu gegn kynferðismisnotkun barna af hendi foreldra, má segja að um sé að ræða Davíðs og Golíatsbardaga, þar sem hlutur Davíðs virðist heldur vondapur og vart líklegur til sigurs sem þó reyndist verða eins og þeir vita sem þekkja Biblíuna. Þessi mál eru vandmeðfarin og viðkvæm og hjúpuð leyndardómshulu sem gerir það að verkum að erfitt er að ráða bót á þeim. En við verðum að berjast gegn þessu ekki síst sökum þess að um er að ræða óbærilegt víti fyrir fórnarlambið vegna þess djúpa ástar- og trúnaðarbrots sem það verður fyrir. Dæmin sýna því miður að fullorðnir einstaklingar sem eiga þennan sársaukafulla bakgrunn taka ekki bara út óbærilegar þjáningar á meðan framferðið á sér stað heldur jafnvel áratugum saman eftir að því lýkur, sem liggja ekki síst í sektar- og skammarkennd sem náttúrulega er alröng því fórnarlamb verður aldrei ábyrgt fyrir syndum gerandans þó það sé neytt til þátttöku í slíku athæfi.
Ég sem foreldri og kristinn einstaklingur neita að trúa því að börnin okkar sem Faðirinn gefur okkur til að hlúa að og hvetja á kærleiksríkan og jákæran hátt, séu skikkuð, í framhjáhlaupi alls sem er heilbrigt og kærleikshvetjandi, inn í þann hremmingarheim mannfyrirlitningar þar sem réttur friðhelginnar er svo mikils virtur að jafnvel nauðgun foreldris fær líf og þróast sem sannleikur í sálarlífi þess barns sem fyrir slíkri sorg og þjáningu verður. Hinir verða að vera tiltækir í lífum ekki bara sinna barna heldur annarra líka, gruni þá að eitthvað í lífi viðkomandi sé honum ofraun og falli undir einhvers konar valdníðslu eða vanhelgun sem við getum ekki varist sem börn vegna umkomu- og þekkingarleysis okkar á eðli ódæðanna. Allra síst ef að versti óvinur okkar og sá hættulegast reynist vera þeir sem við elskum og treystum best, þ.e. foreldrar okkar eða þeir sem ganga okkur í foreldrastað.

Höf:Jóna Rúna Kvaran,
Blaðamaður og rithöfundur.
+++Umræða:
Lygin: lyfseðils-lofgjörð taparans

Í kjölfar þess að ég horfði á sjónvarpsþátt með þjóðþekktum einstakling sem vill svo til að ég átt sjálf viðtal við um 1990, get ég ekki orða bundist. Ég var afar hrifin af því sem þessi einstaklingur sagði því hann var opinn og hreinskilinn. Stór hluti þáttarins snérist um lygina. Hvernig hann notaði lygina meira og minna að því er virtist að tilefnislausu. Þar sem þessi aðili er magnaður áhrifavaldur í lífi stórs hluta íslensku þjóðarinnar og ekki síst unga fólksins, þá skiptir máli að viðkomandi benti á að, að degi loknum þegar hann liti yfir farinn veg, þá var honum ljóst að hann hafði beitt fyrir sig lyga-lyfseðli sem í raun þjónaði engum tilgangi og var algjörlega óþarfur. Viðkomandi sagðist iðrast þessarar notkunar en það var of seint. Lyginni var sáð. Þessi aðili benti á sjálfum sér til varnar, að viðkomandi hefði byggt í átján ár líf sitt á lygi og því væri svo handhægt og eðlilegt honum að grípa til hennar hvort sem það væri nauðsynlegt eða ekki. Það sem hann var að tala um var líf í óreglu, líf þar sem
vímuefni voru hvati að tilvist viðkomandi og ráku hann til verka sem stundum voru þess eðlis að til þess að geta fóðrað og réttlætt ranga breytni sína þá varð hann að grípa til þess að skrökva að samferðafólki sínu. Augljóslega áleit þessi aðili að sannleiksvangeta væru Akkilesarhæll þeirra sem veikja vilja sinn af ásetningi og geta ekki fóðrað ranga hegðun sína og falið nema með því að ljúga til um staðreyndir. Þetta er auðvitað rétt, slík vopn nota flest allir sem misnota áfengi eða lyf. En sannleikurinn er sá að þeir eru ekki einir um viðlíka breytni. Við hin erum líka sek um að nota lygi sjálfum okkur til framdráttar, annars vegar til að þykjast vera annað en við erum í augum samferðafólks okkar og annarra, og hins vegar til að koma okkur fyrir, jafnvel á kolvitlausum forsendum, hvort heldur er í starfi eða tilfinningum annarra.
Það sem heillaði mig við umræddan aðila í sjónvarpsþættinum góða, var að í átta ár hafði viðkomandi ekki notað neitt sem veikti vilja hans en sagðist samt hafa logið af gömlum vana hvort sem það var nauðsynlegt eða ekki, hvort sem það átti að fela eitthvað eða ekki eða gera viðkomandi merkilegri í augum annarra eða ekki. En á síðustu átta árum hefur þessi aðili fengið persónulegt áfall yfir því að hafa verið að skrökva endalaust og sífellt, en það var of seint. Hann gat oftast ekki lagað það sem þegar var búið að plægja og sá, og það var sæði tortryggni og ranghugmynda í huglægan jarðveg annarra.
Jafnvel þó að viðkomandi hafi tekið sér tíma í það að reyna að leiðrétta lygaatferli sitt, þá er ekkert sem segir að viðkomandi hefði í fyrsta lagi náð í þann sem hann laug að eða verið fær um það að snúa við þeim vaxtarbroddi lygafræs sem hann þegar var búinn að koma fyrir án þess að það væri nokkur sérstök ástæða til nema bara gamall vani.
Þessi hreinskilni þessa ágæta aðila segir okkur að það kannski fer betur á því að við venjum okkur á í samskiptum, til þess að tryggja það að við séum ekki kvalin af sektarkennd og vandlætingu á eigin persónu, að venja okkur á að hafa samskiptaseðilinn af annarri tegund heldur en skrök-hlaðinn. Eðlilegra væri siðferðislega að temja sér að segja satt og rétt frá í öllum tilvikum og ef við ekki treystum okkur til þess að segja bara: það hentar mér ekki að vera hreinskilinn og heiðarlegur og þess vil ég ekki tjá mig um tiltekna hluti, atburði, tilfinningar eða það annað sem gæti borið á góma í samræðum okkar. Þannig hugsandi myndum við einfaldlega fría okkur því ókristilega hugarþeli að vera að sviðsetja sjálf okkur í hugum annarra þegar það þjónar tilgangi, því við vitum það að samkvæmt boðorðunun eigum við ekki að hnika til staðreyndum.
Þessi tiltekni áhrifavaldur í íslensku samfélagi kann greinilega þessi boðorð og hefur trúlega verið kennt þau annað hvort í bænum sínum með foreldrum í frumbernsku eða þá síðar í kristnifræði í skóla. Það hvarflar að mér, vegna eigin reynslu, að viðkomandi hafi lært þetta heima og það sé það sem kom upp í hugann að loknum lygadegi. Ástæða er tvenns konar. Í fyrsta lagi þá æxlast það þannig að ég sjálf ásamt systkinum mínum var löngu fyrir allan skólavist búin að læra allt varðandi boðorðin og fékk nákvæma útlistun á innihaldi þeirra og hvernig bæri að nota þau frá móður minni þó svo að ég hafi ekki alltaf borið gæfu til að fara eftir þeim. Ég segi eins og eitt systkina minna sagði (sem reyndar er sama kyns og umræddur aðili og sami töffarinn að sjá og líka áhrifavaldur á ungt fólk, en af öðrum toga) að ef ég geri rangan hlut, og hegða mér á skjön við það sem ég í hjarta mínu veit vegna þess sem mamma mín kenndi mér á sínum tíma, að ég á voðalega erfitt með að fylgja sjálfri mér eftir á rangan hátt því það kemur alltaf upp það sem hún kenndi mér á endanum. Ef ekki jafnóðum þá sækir það á mig þegar ég reyni að sofna, en þá er ekkert sem segir að ég geti lagað hlutina, en komi það upp á meðan ég er að gera ranga hluti þá hætti ég við einfaldlega vegna þess að þetta er það sem mér var kennt. Ég er klár á því að við erum öll sek um að nota sannleikann rangt einhvern tímann og ég er engin undantekning frá því, en með tilliti til þess hvaða skaða lygar geta valdið í samskiptum og áhugaleysi á því sem sannara reynist, er full ástæða til þess að taka orð þessa áhrifavalds alvarlega en gera enn betur, einfaldlega vera ekkert að ljúga; þá þarf ekkert að hafa neina sektarkennd og sofna við þá tilfinningu að maður hafi gefið kolvitlausa mynd af sjálfum sér með því að afbaka staðreyndir og svíkja þannig aðra. Ástæða þess að mig grunar að áhrifavaldurinn sem lýgur af gömlum vana en vill ekki ljúga, sé af sömu ástæðu og ég og systkini mín viljum helst ekki gera það, er þessi. Ég kynntist nefnilega þegar ég var ung að aldri móður þessa manns eftir að hún lenti í hjólastól. Við ræddum lítillega meðal annars mun á réttu og röngu atferli í samskiptum og hún sagði við mig: ,,Jóna, ef að fólk hagaði sér kristilega við hvort annað og breytti eftir lögmálum Drottins þá væru engin vandamál í heiminum sem rekja má til ómerkilegheita”.
Þar sem þessi opinskái aðili skiptir sköpum fyrir íslensku þjóðina á tilteknum sviðum, þá vil ég skora á hann af því að ég veit það sjálf að mamma hans og mamma mín höfðu réttu sjónarmiðin í samskiptum, að hætta þessum lygasamskiptum. En eins og samfélagið er í dag þá erum við flest sek um einhvers konar sannleiksvankanta og við getum því miður beitt óheilindum sannleiksbresta fyrir okkur þó svo að við höfum ekki alltaf byggt líf okkar öllu jafna á lygum, hvort heldur er í sambúð, úti á vinnumarkaðinum, varðandi nám, eða getu, eða það annað sem við álítum að geti gert okkur merkileg í augum þeirra sem eiga við okkur samskipti. Þetta þýðir að við eigum að velja að segja satt og rétt frá, þó það sé erfitt og geti haft óþægilegar afleiðingar, því þannig erum við í liði sigurvegarana og söfnum andlegum vöðvum sem kannski sjást ekki öllu jafna en hafa samt áhrif á allt sem við tökum okkur fyrir hendur og ekki síst sem varðar verk okkar, langanir og þau samskipti sem eru náin eða ekki sem skipt geta sköpum og þá af því að við erum eins og við erum. Ef við gefum ranga mynd af sjálfum okkur, verkum okkar, aðstæðum og löngunum þá erum við í ,,stórskotaliði” taparanna sem brussast áfram og er í raun og veru nákvæmlega sama hvort þeir nota andlegar öskutunnur sem knetti til að villa á sér heimildir og sparka í aðra með. Svo litlar eru kröfurnar til að vera sannur, heiðarlegur og trúverðugur þannig að við séum sómi og góðar fyrirmyndir fyrir þá sem eiga við okkur tal. Mitt mat er að betra sé að eiga minna af öllu og aðgang að færri tækifærum en vera sigurvegarar sem segja satt og rétt frá við sem flestar aðstæður eða sleppa því frekar að koma hugmyndum sínum og vilja á framfæri ef að slíkt á að vera í öskutunnulíki eða einhverju álíka sem er hugsað fyrir úrgang sem við viljum ekki eiga og safna og gera að neins konar styrk eða auðlegð í okkar lífi heldur lítum á að megi missa sig í öllum tilvikum.
Mín áskorun er: það er ekkert að því að eiga lítið, hafa lítið og vera kannski lítið fyrir mann að sjá, en vera maður sjálfur og þora að standa á trú sinni á því sem er einhvers virði og fellur ekki undir neitt sem er í líkingu við lygar, heldur en að eiga allan heiminn og hafa gefið samferðafólki kolvitlausa mynd af sér, en vera minna virði en ekki neitt. Ekki einu sinni öskutunnufær. Ég vil segja, heyr, heyr fyrir þér þjóðargersemi, sem viðurkenndir að við eigum ekki að ljúga eins og þú gerðir af gömlum vana en vildir breyta, og gangi þér það vel, og okkur hinum líka sem við vitum að við getum ekki logið að Drottni. Hann sér, heyrir og veit allt og því er ekki til neins að vera að gera sig merkilegan með því að beita slíkum huglægum hörmungar- hannyrðum fyrir sig í von um að niðurstaðan verði falleg eftirsóknarverð, sérkennileg og andleg lopapeysuniðurstaða: það verður bara lyga-lofgjörð sem er líknarlaus og ljótleikinn uppmálaður. Slíkt huglægt sóðaatgervi er einskis virði í augum þeirra sem fyrir verða og átta sig á að lokum, hvað þá í augum Skaparans, elskurnar.

Jóna Rúna Kvaran
Blaðamaður og rithöfundur.
Höf:JRK +JÓNA RÚNA SKRIFAR UM SÁLRÆN SJÓNARMIÐ+
(AÐALF.) +SAMSKIPTASPELLVIRKI OFBELDISINS+
(UNDIRF.) +SIÐBRJÁLÆÐI OG OFRIKISHRYLLINGUR+
Alvarleg ofbeldisplága hefur of lengi, farið með offorsi og ógn yfir þjóðfélagið og leikið bæði menn og mál­leysingja grátt. Eins og mörg átakanl­eg dæmi sanna, er ofbeldis­fárið meira en uggvænlegt,auk þess sem það ber keim einhvers konar siðbrjálæðis.Það sem vekur jafnframt öðru, óhug og furðu flestra,er sú dæmalausa staðreynd m.a.,að í hópi of­beldis­­­­ógnara nútímans,eru jafnt ungir sem aldnir. Þeir sem sætta sig ekki við samskipta­spell­virki ódæðis­­­­­­hrellanna,óska þess heitt og af ákveðni, að uppræta megi sem skjótast og af afli ofríkishryllinginn úr samfélags­sálinni.Því það væri í raun allra hagur.
(MILLIF.) +AFBRIGÐILEGT ATHÆFI+
Börn og unglingar hafa í meira mæli en áður, tekið upp ódæðisatferli ofbeldisódrengja öllum unnendum frið­­samlegra samskipta til undrunar og kvíða.Við erum því ekki einungis í samtímanum,að kljást við af­brigði­­legt athæfi fullorðinna ofbeldisómenna, heldur ungmenna líka,sem sek eru um freklegan fanta­­skap og of­beldis­­illvirki líkum þeim sem eldri ódæðisníðar ástunda.Það er sárt,ef ungt fólk tekur þennan ósið,af öllum,uppúr farteski fullorðinna, til að nota í neirænum tilgangi.
(MILLIF.) +BÖLYRKJA BORGAR SIG EKKI +
Það er vissulega ekkert járænt eða eftirtektarvert við þau viðmið í hegðun og samskiptum, að ætla sér að byrja líf sitt á bölrænu samneyti við samferðafólks sitt.Unga fólkið á því ekki undir neinum kringumstæðum, að efla bölúð og ofbeldi í athöfnum sínum og viðhorfum til annarra og lífsins.Það segir sig sjálft að það borgar sig ekki að ýta undir og óska eftir að yrkja það sem er ljótt og afskræmt í tilverunni eins og t.d. hvers kyns ofbeldi er.Þess vegna er varhugavert að ástunda tilgangslausa og fávísa bölyrkju.
(MILLIF.) +FJÖTRAR MILD OG MANNÚÐLEG SAMSKIPTI+
Bölyrkja ber aldrei réttan ávöxt. Einmitt sökum neiræns og niðurrífandi eðlis síns. Hún er dæmd til að mistakast, vegna þess að hún gengur út á það að meiða og misbjóða varnarlitlum manneskjum, sem er auðvitað óréttlætan­legt og siðferðislega alrangt.Slík neiyrkja getur því vissu­lega, beri hún einhvern vöxt, náð að skaða og skemma mikið fyrir fólki, áður en hún missir marks. Ekki síst ef bölyrkjan er ástunduð af ómannúðlegu afli og ræktuð af ásetningi.Óhætt er að fullyrða að bölyrkja fjötri vaxtar­möguleika mannúðlegra og mildra samskipti. Sökum þess er hún ræktunar-og samskiptaform sem ber að hunsa sem mein­gallað og miðaldar­legt. Allir góðir yrkjendur vita, að það er fáránlegt að hlú að og rækta ósóma og afskræmingu, því uppskeran verður aukin mannvonska.
(MF.)+ MANNRÉTTINDABROT OG OFBELDISFLÓNSKA+
Eins og flestum er ljóst gefur ofbeldisflónskan fyrst og fremst vís­bendingu um veikleika og vanmátt ódæðis­fantsins, en telst tæplega staðfesting á styrk eða hetju­lund skaðarans.Þeir sem ástunda ofbeldi,eru mögulega á einhvern óviðunandi hátt siðvilltir,auk þess sem stað­reyndir segja flesta of­beldisáreitlana vanvirða sjálf­gefin mannréttindi þeirra sem þeir misbjóða.Jafn­framt virðist meiðana skorta,tilfinnanlega,siðræna sóma­til­finn­ingu og þess vegna teljast þeir væntanlega, ef betur er athugað og spaklega ályktað, að einhverju leyti, en þó mismikið samvisku­heftir, siðruglaðir og sektar­fjötraðir, auk þess að vera mögulega alvarlega dóm­greindar­villtir og geðaflagaðir.
(MILLIF.) +SIÐANDÚÐ OG SÉRFRÆÐISTUÐNINGUR +
Ofbeldislú­skrarar þurfa því sennilega, a.m.k.samkvæmt skilningi þolara og leikmanna á ómaklegum ódæðum þeirra,að leita sér jástuðnings sérfróðra. Kannski fyrst og fremst álíta kunnugir, vegna ógnvekjandi og afdrifa­ríkrar sam­skipta­veiklunar og sennilega áunninnar sið­andúðar.Hvort tveggja verður sjáanlega að staðreynd í hegðun þeirra, þegar þeir falla fyrst í ógnar­gryfju ofbeldis­ins og þess böls sem því fylgir. Það er trúlega sannan­leg staðreynd, þó furðuleg sé, að siðferðis­­vanhæfnin getur verði mislengi blundandi eðliseiginleiki í við­komandi áður en til ofbeldisframkvæmda kemur.
(MILLIF)+ STUÐNINGSTÆKIFÆRI ÞJÓÐHAGSLEGA HAGKVÆM+
Sé einhver grunur um eða staðfesting á ódæðistil­hneigingum í fólki, er ekki spurning að viðkomandi verður að bregðast fljótt við neikvæðum viðvörunarbjöllunum lík­legs ofbeldis og leita sér hjálpar umsvifalaust. það er skynsamlegast að leita sér stuðnings­tækifæris af fræði­legum toga, hugsuðu til leiðsagnar og mögulegrar lausnar fyrir viðkomandi á neirænum tilhneigingum sínum. Slíkur jástuðningur fyrir væntanlega eða núverandi of­beldis­gerara getur óumdeilan­lega reynst þjóð­hags­­lega ­hag­kvæmur, þegar dýpra er skoðað og frammá á framtíðar­veg járænna samskipta er litið.
(MILLIF.) +LÍKLEG LÍKN +
Það er auðvitað íhugunarvert líka, að slíkt stuðnings­tækifæri getur vissulega orðið áreitlunum sjálfum hollt umhugsunarefni og jafnvel gjörbreytt lífi viðkomandi.Enn það sem er kannski ekki síður mikilvægt og mjög líkleg staðreynd jafnframt er, að í hjálpinni getur líka falist líkn fyrir þolara bölrænna illvirkjasamskipta. Ekki síst sökum líklegra járænna viðhorfs­breyt­inga og samskiptau­m­pólana ofbeldisógn­valdsins, einmitt í kjölfar réttrar sérfræði­með­ferðar viðkomandi, til að ná að uppræta og vinna bug á vanda sínum og meiðandi bölúð.
(MF.) +BITBEIN FANTASKAPAR OG FORHEIMSKU+
Eins og ofbeldisflórunni er háttað í samfélaginu, væri ekkert óeðlilegt við það samskiptasjónarmið, að þjóð­félags­­þegnarnir tækju allir á sig rögg og sameinuðumst af meiri ákveðni um það grundvallarmannréttindasjónarmið í samskiptum, að það beri öllum að virða sjálfsagða frið­helgi fólks og til­veru­rétt. Eins væri rétt að efla þau viðhorf í vitund samborgaranna, að enginn eigi varnar- og réttlaust,að verða bit­bein fantaskapar og for­heimsku þeirra ódæðis­hrotta, sem brjóta mannréttindi á fólki. Venju­legast án ábyrgðar og trega, eins og sálar- og samviskulausir væru í frá­hrindandi og firrtu ofbeldis­brjálæði óhæfuverkanna.
(MF.) +FÁVISKA OG FÁGUNARFÁTÆKT+
Það er ekkert járænt eða siðferðislega réttlætan­legt við það,að ástunda freklega misnotkun á valdi, þó verstu of­beldisrótirnar álíti svo vera.Þeir sem haldnir eru of­beldisandúð og ótta við ofbeldiseinræði, álykta að slík reginvitleysa sé fyrst og fremst vísbending um fávisku og fágunarleysi þess sem trúir því að skökk valdbeiting kalli eitthvað gott og eftirtektarvert fram í samferðar­fólki viðkomandi eða lífsförunautum. Öllum siðkærum og réttrænum stendur beinlínis megn stuggur af allri til­gangslausri óþverraillkvittni og miskunnarlítilli vald­níðslu á fólki yfirleitt. Þeir kjósa því framar öllu, að eiga sem fyrst kost á að telja, vonandi skammlífa, líf­daga siðfjötraðra ofbeldisviðhorfa í þjóðarsálinni.
(MILLIF.) +RÉTTLÁT REIÐI OG HNEYKSLUN+
Og vegna þess hvað ofbeldisáþjáninni fylgir mikið böl fyrir þolara, mót­mæla þeir af einurð og vandlætingu sem ekki sjá tilgang í þessum aumkunarverða og aflagaða fylgifisks mis­skilnings, ranglætis, siðbrests og skammar í samskiptum. Siðkærir hljóta þess vegna, að lýsa yfir rétt­látri reiði og hneykslun á fram­ferðinu þeirra, sem ætla sér þá fáránlegu ofbeldis­dríld, að misbjóða öðrum af mann­úðar­leysi og grimmd, án ábyrgðar og eftirtrega í skjóli grófrar valdavillu og ómanneskjulegs hroka sem á ekkert skylt við siðfegurð eða sanngirni yfirleitt.
(MF.) +MANNÚÐARLAUS VILLUAFSKRÆMING+
Með tilliti umfangs ofbeldisváarinnar í sam­félaginu hafa margar misvitrar tilgátur komið fram um líklegar ástæður þess að slík voðaplága fær líf. Ein af þeim og ekki sú vitlausasta segir, að mögulega geti aukið ofríki lemjara og sálfanta samfélagsins reynst vera af­dáttar­­laus vís­bending um úrelta tjá- og samskiptavillu þessara áreitla.Villu sem er skyld mannúðar­lausum hroka og for­herðingu.Villan er sögð bera vott um vonda af­skræmingu og andlega vankunnáttu samskiptaskaðvaldsins.
(MILLIF.) +MIÐALDARSJÓNARMIÐ OG TILVERUÞRJÓSKA+
Okkur ber að upp­­­ræta slíka villuskömm, sé hún sönn stað­reynd í nútímanum. Kannski ekki síst vegna þess að hún telst sennilega, frekar en nokkuð annað, vísbending um þau úreltu mið­aldar­­sjónar­mið, sem enn þá virðast, því miður, lifa í ein­hverju mæli, í siðfáguðum samtímanum. Auðvitað flestum siðþokkuðum til angurs og uggs og það eins allir vita af alvarlega gefnum tilefnum. Tilveru­þrjóska berjara og sálskað­valda í samfélaginu er því með öllu óásættan­leg. Sérstaklega með tilliti til ömurlegrar siðferðis­fátæktar þeirra á reynslutímanum í samfélaginu og takmarkaðs samskiptaþroska þeirra flestra. Þrjóskan er á einhvern hátt óþægileg og óréttlætanleg frekja og ógn við friðelskandi fólk og siðræna þjóð­félagsímynd. Það er því rökrétt, að hafna hegðunar­annmörkum sam­skipta­spell­virkjanna af ákveðni og festu, án eftirtrega.
(MF.) +ÁHRIFASKAÐVALDAR OG VIÐBÓTARSTAÐREYNDIR+
Kannski ekki síst sökum viðsjárverðra afleiðinga myrkra­verka þeirra og svo m.a. vegna þeirrar viðbótar­stað­reyndar, að ógnvaldarnir erum ótrúlega hættulegir áhrifa­skaðvaldar fyrir alla ómótaða og lítt þroskaða unga sam­félags­þegna.Þeim ber því að leita sér hjálpar og frelsunar frá fjötrum sínum. Þessi áskorun ofbeldis­óvinveittra til bölvaldanna er vissulega mikilvæg, ekki síst,ef við teljum okkur búa í samfélagi, sem ætlar ekki að sætta sig við ofbeldis­áþjánina, af því að hún er ill.
(MILLIF.) +FREKLEG MÓÐGUN VIÐ MANNLEGA REISN+
Allir vita að ógnin ögrar öryggi lítilmagnans og veiklar styrk réttlætis og sið­fágunar í samfélagsrótinni.Mann­kærir álíta því,í fullum rétti,að of­beldisfirran sé van­gæf vá, sem þurfi að uppræta og sigrast á.Ekki síst vegna þess að hún felur í eðli sínu óútreiknanlegan fanta­skap og fár.Sökum þessara staðreynda m.a álíta hugfágaðir og óharðrænir ógnina vera freklega móðgun við mannlega reisn ekkert síður en siðbjört sjónarmið.Með vinsemd,Jóna Rúna
+++
HÖF:JRK JÓNA RÚNA Á MANNLEGUM NÓTUM
AMN1495.106 SLÆGÐ
Við sem erum einfaldrar gerðar og laus við lævísi og flærð eigum erfitt með að varast klókindi og slægð, þegar þannig fyrirbæri koma upp í samskiptum okkar við aðra. Þessi staðreynd getur reynst viðsjárvert, ef við eigum eitthvað undir þeim sem eru bragðlyndir og slóttugir. Sérstaklega, ef við áttum okkur ekki á slægð viðkomandi fyrr en við höfum beðið einhvers konar tjón af.Samskipti sem byggjast uppá óheilindum og undir­ferli eru neikær og óviðkunnan­leg, sökum þess að þau grafa undan eðlilegum og hrein­skilnum tengslum fólks.Sum okkar eru það eigin­gjörn og áköf í leit okkar að tæki­færum og möguleikum, að við beitum undirhyggju og vélræði til að ota okkar tota í von um árangur og niður­stöður í þeim málum sem við erum að kljást við hverju sinni.Þegar við erum þannig inn­stillt andlega eigum við til með að gera öðrum grikk, án þess að velta svo mikið sem fyrir okkur afleiðingu slíkrar fram­komu á þá sem fyrir henni verða.Það sem við náum fram sjálfum okkur til framdráttar með slóttug­heitum og fléttu­skap telst ekki mikilsvert manneskju­lega.Einmitt vegna þess að við verðum að beita miklum brögðum og slægð­leika til að áætlanir okkar heppnist. Þetta form bragðkænsku og undir­ferlis er ekki af hinu góða. Aftur móti geta viss klók­indi verið heppileg og rétt­lætanleg, sérstaklega þó, ef við erum að vinna að keppikeflum og markmiðum sem eru torveld og langsótt.Fari hins vegar kænskan útí fláræði og óheil­indi, þá telst hún óheppileg og viðsjárverð. Það má segja að slægðin sé mest áberandi hjá þeim okkar sem erum óþarf­lega metnaðargjörn og sið­hverf. Eðlilegra er að vera ein­lægur og heiðarlegur en slóttugur og fákænn. Undir­ferli í tilfinningamálum, peninga­málum eða atvinnu­málum auð­veldar ekki sönn og heilsteypt samskipti á meðal okkar. Við vitum það, að allt sem við gerum eða segjum sem stenst ekki raunveru­leikann og getur sært eða svekkt aðra er óheppi­­legt og veldur frekar vonbrigðum og víli en gleði og öryggi. Eigin­leikar flærðar og fals liggja ekki í göfugum gildum, heldur ýta slíkir þættir undir lágkúru og fordild í sam­skiptum okkar hvert við annað. Best er því, að við venjum okkur á að rækta og hlú að fasi og framkomu sem er yfir­lætis- og hrokalaus, en látum ekki teymast og freistast af framferði sem er ísmeygilegt og grábiturt. Ágætt er, að við séum ekki að seilast eftir athygli eða árangri sem við höfum ekki burði til að eignast, nema með því að vefja manngerð okkar í viðjar flærðar og fláræðis. Höfnum því þeim klókindum, sem þrífast í óheilindum og sviksemi. Við, sem viljum eiga góð og göfug samskipti við hvert annað, reynum að efla í vitund okkar og vilja jálæg lífs­sjónarmið og einlægt viðmót. Við nennum ekki að ástunda eða rækta með okkur neins konar bölyrkju eða undirferli. Við erum einfaldlega jákær og bjartlynd og líkar það vel.
+++
Höf. JRk

. BÆN
Ó Drottinn það er svo gott að vita af návist þinn alls staðar þar sem við erum go vita að þú yfir gefur okkur aldrei .Vita að þú velskar okkur eins og við erum ófullkomin og breysk. Þú verður að leiðbeina okkur því án þín og þinnar ráðgjafar frá degi til dags megnum við ekki að takast á við lífið á þann hátt sem þér er þóknanlegt. Viltu góði Faðir opna augu okkar fyrir öllu því sem betur má fara í okkar daglega lífi. Okkur langar að vera sönn og heiðarleg og eins langar okkur til að vera auðmjúk og lítillát. Við kjósum ekki að valda Föður okkar á himnum vonbrigðum Við viljum í hvívetna fara eftir þeim lögmálum sem þú hefur fyrir öldum gefið börnum þínum til eftirbreytni. Stundum fýkur í flest skjól og við erum svo vondauf og smá. Viltu á slíkum stundum Kæri Skapari gefa okkur aftur aukna trú á lífið og opna augu okkar fyrir þeim tækifærum til aukinna ávinninga sem við sjáum ekki þegar við erum óhamingjusöm og dauf. Það er svo góð tilhugsun að vita að þú bregst aldrei og ert alltaf til staðar fyrir okkur börnin þín til að hvetja okkur áfram og láta okkur vita að heilög þrenning er svo nálægt okkur að hún umvefur anda okkar og efni þannig að flestum örðugleikum léttir af okkur Elsku Drottinn megum við ávallt vinna öll verk þannig að þú getir vel við unað og á þann hátt að það verði öðrum til eftirbreytni Þakka þér fyrir allt sem þú hefur fyrir okkur gert og megum við kunna að meta þínar góðu gjafir okkur til handa. Enn og aftur hjálpaðu okkur til að gleðja þig og það sem eru beygðir og eiga örðugt með að hjálpa sér sjálfir. Í Jesú nafni. Amen
Höfundur:
Jóna Rúna Kvan
Sjálfsábyrgð er mikilvæg.

Kæra Jóna Rúna !
Ég skrifa þér þetta bréf í þeirri von að fá einhvern botn í líf mitt. Ég ætla að reyna að segja frá lífi mínu í sem stystu máli . Ég er fædd í litlu plássi út á landi, við mjög erfiðar aðstæður. Foreldrar mínir voru ekki í sambúð svo ég kynntist föður mínum tiltölulega lítið í uppvextinum. vegna erfiðra aðstæðna í byrjun naut ég lítillar ástar og umhyggju í æsku því miður. Þessa stundina líður mér mjög illa sálarlega og er frekar vonlaus hvað varðar sjálfa mig. Ég vil taka það fram að ég hef þegar leitað eftir stuðningi sérfræðings og hann reynst mér vel. Ég veit að þú styttir bréfið og tekur burt það sem gæti reynst of auðþekkjanlegt auk þess veit ég líka að þér er hægt að treysta sem betur fer. Ég er við það að skilja við manninn minn eftir bráðum þrjátíu ára sambúð og saman eigum við nokkur börn. Það hefur gengið á ýmsu hjá okkur og við kynntumst ung. Ég hef verið óreglusöm af og til og fór reyndar að heiman rétt eftir fermingu. Á þeim tíma byrjaði ég áfengisneyslu en eftir að ég giftist og börn komu hvert af öðru hætti ég auðvitað allri drykkju, og reyndi að sýna þeim þann kærleik og ástúð sem ég fór á mis við í mínum uppvexti. Við byggðum okkur eigið hús og maðurinn stofnaði sjálfstæðan resktur sem gekk síðan illa. Þarna byrjaði svo aftur að halla undan fæti, við misstum aleiguna og barnið okkar eitt lenti í slysi en náði sér sem betur fer og allt þetta tók verulega á mig. Vissulega veit ég að Guð hefur hjálpað okkur og barnið náði sér ótrúlega vel með hans hjálp og annara. Á þessum tíma fór ég því miður að drekka aftur og reyna merð því að deyfa áhyggjur mínar. Ég fór þó síðar í meðferð og er í dag laus við áfengi sem betur fer. Aftur kom fyrir slys á barni og var það það alvarlegt að óvíst var í langan tíma hvort það næði sér nokkur tíma aftur. Þessi reynsla með barnið tók mikið á okkur foreldranna sem hreinlega gerðum hvað við gátum til að barnið næði sér aftur. Kannski erum við ólík, erum sjaldan sammála og vitum varla hvað við eigum um að tala. Síðan gerist það fyrir þó nokkru að ég verð yfir mig hrifin af öðrum manni, hann fer varla úr huga mér og truflar mig mikið og ég hef óskað þess svo innilega að losna við þetta. Ég veit vel að þetta ástand er bara í huga mér og ekki ástæða til að ætla að viðkomandi sér hrifinn af mér. Við hjónin höfum verið að ræða skilnað og ekki ólíklegt að hann verði farinn af heimilinu þegar þú svarar þessu. Ég er ótrúlega hrædd við að standa á eigin fótum og vex flest í augum, samt veit ég að ég er nokkuð sterk manneskja. Þetta lítur vafalaust út sem eigingirni eða jafnvel móðursýki en ég er bara svo örvingluð og óhamingjusöm. Ég þrái öryggi og sálarró en skortir kannski hæfileikann til að byggja mig upp á ný. Ég hef beðið Guð um að leiðbeina mér en bið kannski af eigingirni sem honum fellur ekki. Stundum hvarlar að mér að líf mitt sé fyrirfram ákveðið að einhverju leiti og mér sé ætlað að vinna mig frá því sem mér reynist erfitt. Kæra Jóna Rúna ég væri þér innilega þakklát ef þú reyndir að auka skilning minn á sjálfri mér og aðstæðum mínum. Ég er svo hrædd við að takast á við lífið og tilveruna. Nánast allt vex mér í augum og verður mér svo erfitt einhvern veginn. Ég vona svo sannarlega að þú getir leiðbeint mér og hjálpað með Guðs hjálp.
Kærar þakkir fyrirfram.
Lóló

Kæra Lóló innilegar þakkir til þín fyrir bréfið og traustið sem þú sínir mér með því að vera svona opin og einlæg. Það gerir mér vissulega auðveldara að skoða aðstæður þínar með innsæi mínu og skriftinni þinni. Ég tók allt úr bréfinu sem rekja mætti til þín, án þess að tapa heildarsvipnum og veit að það gleður þig. Til annarra lesenda þetta ég ein les bréfin og breyti öllu sem teljast verður of persónulegt í almennan dálk sem þennan. Eftir því sem bréfin eru hreinskilnari og einlægari eru líkur mínar og ykkar á góðum árangri óneitanlega meiri. Fullum trúnaði er heitið. Þeir sem enn eiga bréf sem ég hef ekki náð að svara eru beðnir að bíða þolimóðir svarið kemur fyrr eða síðar.

Ástlaus uppvöxtur.

Ef við byrjum á að skoða dálítið uppvöxtinn þá er margt sem kemur þar fram sem örugglega er forvitnilegt að skoða. Í fyrsta lagi er hverju barni nauðsynlegt að finna það það sé velkomið í þennan heim. Þegar foreldra geta ekki fellt sig hvert við annað en barn er komið er mikilvægt að báðum aðilum sé það ljóst að ef barnið fer á mis við ást foreldris í æsku getur það valdið sálrænni kreppu síðar á lífsleið barnsins, sem erfitt getur verið að laga. Öll þráum við að vera elskuð á réttan hátt og ekki síst þegar við erum börn. Margt getur valdið hæfileikaleysi okkar til að sína hvert öðru ást og virðingu. Í þínu tilviki er bersýnilegt að aðstæður uppvaxtarins eru enn að trufla þig sem fullorna konu. Þú ferð að heiman alltof ung, bara rétt fermd. Á þessum unglings árum getur okkur virst við getað tekið ,ábyrgð á okkur sjálfum, því við erum að breytast líkamlega en það er ekki nóg. Í stórum og þroskuðum unglingslíkama er oftast lítið hjarta og stutt í uppgjöf. Það kemur líka í ljós hjá þér fljótlega að þú flýrð ábyrgðina með því að fara að nota áfengi ótæpilega sem auðvitað eykur vandann. Í skriftinni þinni kemur fram að þú hefur verið hlýtt og tilfinninganæmt barn. Það segir að aðstæður þínar hefðu þurft að vera öðruvísi og öruggari. Þegar okkur finnst enginn vilja okkur og förum að heiman fyrr en við erum tilbúin til er hætt við að flest framkallist sem er þvert á upplag okkar. Ég freistast til að álykta að einmitt við heimilisskiptin á unglingsárunum byrji að halla undan fæti hjá þér sem einstakling. Þú segist hafa kynnst manninum þínum ung og þið hafið fljótlega tengst. Mér eru ekki kunnar hans aðstæður en hann hefur vafalaust komið í stað foreldra þinna til að byrja með og sambandið að því leiti gert þig örugga um tíma. Þegar verið er að leita ástar í einhverjum verðum við að getað sé dálítið við okkur sjálfum. Við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því hvað dregur okkur að öðru fólki. Ef við þekkjum ekki einlæga ást úr uppvexti og þaðan af síður að tjá okkur tilfinningalega er hætt við að við hnjótum um okkur sjálf og aðra líka í þessum vandmeðförnu málum. Kona sem á barn í lausaleik eins og móðir þín þig á ekki margra kosta völ á þeim tíma sem hún er í þessari stöðu. Hún verður að sætta sig við að hafa stofnað til sambands sem ekki er framtíð í og það eitt útaf fyrir sig er erfitt og því miður getur komið fram við barnið í ýmsum myndu ómeðvitað eða meðvitað. Barnið verður ósjálfrátt tákrænt fyrir mistök sem ekki er aftur snúið frá. Þetta barn sem í þessu tilviki gæti verið þú getur þá fátt aðhafst sem gleður eða eykur tilfinningalegt samband, við foreldrið og er hafnað eins og kannski þér og jafnvel móður þinni var af föður þínum.
Ekki þarf þessi höfnun að vera persónuleg í raun og veru heldur frekar afleiðing af vonbrigðum og þroskaleysi foreldris. Það hefur því miður lengi viðgengist á okkar annars ágæta landi að feður hafa komist of mikið upp með það að bregðast börnunum sínum bara af því að þeir hafa ekkert átt sameiginlegt með mæðrum þeirra sem er alrangt mat. Börn eiga rétt á að báðir foreldrar séu jafnvígir í uppeldi þeirra og ástarþörf en ekki endilega móðir einn ef hún hefur forsjá barnsins. Foreldri sem ekki sinnir eðlilegum tilfinninga tengslum við barnið sitt getur verið að skapa barninu óþarfa óhamingju bæði í æsku og síðar á ævinni. Við nefnilega leitum að þessari ófullnægðu ást og gengur misvel að bæta hana upp því ekkert er eins ömurlegt eins og að hafa tilfinningu þess að engum geti þótt vænt um mann en vera er þó að við verðum oft sjálf af þessum ástæðum til að hafna okkur og þá er fjandinn laus. Við virðumst ekki geta greint mikilvægi þess að elska sjálf okkur ef við höfum ekki verið elskuð af foreldrum í upphafi á réttan hátt.

Eriðleikar eru þroskandi.

Ef við göngum í hjónaband mjög ung er hætt við að þeir erfiðleikar sem upp geta komið vaxi okkur í augum, þrátt fyrir góðan vilja beggja. Engar tvær manneskjur eru eins og fáir eiga sama bakgrunn þó líkur geti verið. Þetta þíðir að það sem einu okkar getur veist létt reynist hinu þungt í vöfum. Þið giftið ykkur snemma þú og maðurinn þinn og byrjið að koma ykkur áfram og síðan koma börnin hvert af öðru. Þú ert ákveðin í að bjóða þínum börnum ekki upp á þá erfiðleika sem þú máttir þola sem barn og unglingur. Vissulega er þetta mjög jákvæð afstaða en ertu nú alveg viss um kæra Lóló að þú hafir ekki verið heldur meðvituð um ábyrgð og skyldur og þarf af leiðandi jafnvel gleymt að njóta t.d. barnanna sem skildi og um leið þvingað sjálfa þig of mikið og þess vegna flúið aftur á vit flöskunnar sem leysir ekkert en eyðileggur allt. Þið missið fjárhaginn niður um tíma og börnin lenda í slysum. Þetta er hhvorutveggja nóg til að freistast til að gefast upp, því eins og þú bentir á þá lögðuð þið ykkur mjög fram um að reynast börnunum vel og ótrauð byggja upp hjá þeim trú til að takast á við afleiðingar slysanna, þetta tókst og þá hrinur allt. Þú ert þreytt og með sektarkennd yfir því liðna sem þú auðvitar breytir ekki en getur ráðið miklu um framtíðinna. Eftir að hafa farið í meðferð virðist þú vera laus við áfengið sem betur fer og til hamingju með það. En lífs hamingjuna virðist þig en vanta. Þegar ég reyni að skoða skritina þína verð ég fljótt vör við ýmislegt sem gott væri að reyna að skoða .

Óendurgoldin ást.

Þú ert greinilega mjög hugsandi og ráðvillt þessa daganna. Í skriftinni kemur fram að þú ert mjög trygg að eðlisfari og allar breytingar eru þér kvíða efni. Af þessum ástæðum vex þér vissulega í augum að breyta aðstæðum þínum þó þið hjónin eigið fátt sameiginlegt lengur. Í stað þess að reyna skilnað um tíma viltu heldur vera í því sem þú þekkir og hefur þó einhverja stjórn á. Þetta er hryggilegt því þú ert greinilega í huganum komin langt frá manninum þínum og passar að gæla einungis við ást sem þú ert nokkuð viss um að sé ekki endurgoldin og ert svo hund óánægð með sjálfa þig og ekki í fyrsta sinn á ævinni. Í þessu hugarástandi kemst þú upp með að villa um fyrir sjálfri þér og líður síðan enn ver af því að þér finnst þú vera að brjóta af þér við manninn þinn þó ekki sé um annað að ræða en hug þinn til ákveðinnar persónu. Ef aftur á móti þessi huglæga ást væri raunveruleg þá væri ekki svona erfitt að gera upp hug sinn því þá værir þú nokkuð viss um að í þeim aðila biði einhver sem vildi bera ábyrgð á þér og það er nokkuð sem ekki er nauðsynlegt að mínu mati. Allt þetta gerir þig þunga og hrædda og fyllir þig sektarkennd sem síðan blandast gammali reiði út í manninn þinn vegna framkvæmda hans og ábyrgðaleysis í fjármálum. Hyggilegast væri fyrir þig að sleppa allri ótímabæri tilfinningasemi og leggja frekar þungan í að kynnast betur eigin persónu sem innsæi mitt segir mér að sé einkar athygliverð og nánast ókunnug þér sjálfri. Það getur nefnilega enginn kæra Lóló gert þig hamingjusama ef þú heldur áfram að hafna sjálfri þér sem áður. Farðu að heiman í andlegum skilningi og vertu sem mest þú sjálf þá kemur að því að þú eignast ást sem ánægjulegt væri fyrir þann sem hana þiggur að fá að njóta. Notaðu líka næmi þitt á aðra á sjálfa þig og vertu nærgætinn við þig og áhugasöm um eigin velferð.

Óöryggi eða eigingirni.

Eins og líf þitt er í dag finnst þér þú ekki finna neina ánægju í lífi þínu. Þér leiðist og ert ráðvillt. Þú spyrð hvort þetta geti stafað af eigingirni ég held ekki , miklu frekar af óöryggi með sjálfa sig og aðstæður sínar. Þú ert manngerð sem hefur fengið alltof mikla ábyrgð á sjálfri þér í uppvextinum sem verður þér sem fullorðinni konu klípa sem þú verður að finna leið útúr. Um unglingsárin hefur skapast ó0heppilegur misþroski sem er eins og spennitreyja sem þú finnur að þrengir að þér. Við getum ekki verið fjórtán ár alla ævina við eldumst og verðum að getað vaxið frá ákveðnum augnablikum eða atvikum í lífi okkar annars er ekki umþroska að ræða. Þú breytir ekki því sem var heldur því sem er og þannig ertu að vinna með þér en ekki á móti. Vegna áfengisneyslunnar á ýmsum tímum í lífi þínu hefur þú ekki þroskast nákvæmlega rétt við mótlæti það sem dunið hefur á þér heldur stöðvast einhvernveginn félagslega og tilfinningalega og það er meðala annars það sem gerir þig hrædda við nýja ábyrgð á sjálfri þér þótt í öðrum tilvikum sértu sterk og hugrökk eins og hefur sýnt sig þegar á hefur reynt. Þú mátt til með að reyna að sjá tilgang með lífi þínu því þannig líður þér óneitanlega betur. Hæfileikar þínir eru margir og fyrst að nefna er óvenjuleg skipulagsgáfa, listrænir hæfileikar og dugnaður. Þú virðist frekar alvörugefin og áhyggjufull manngerð sem þarf að læra að slaka á og dingla sér eins og sagt er á götumáli. Þetta sínir allt að þér eru margar leiðir færar ef þú vilt og trúir á eigin getu. Eins ertu trúuð og einlæg sem eru kostir sem fleiri mætu gjarnan hafa í ríkara mæli. Minnimáttarkennd er áberandi en ætti að vera fullkomlega ástæðulaus. Eins væri gott ef þú sæir hve auðvelt þú raunverulega átt með að umgangast aðra. Vegna eðlislægrar áhyggjusemi ertu heldur mikið hugsandi um eitt og annað sem breytir svo litlu miklu heldur eykur vandan því of mikilli hugsun um tiltekin atvik eða fólk gerir okkur of tilfinningasöm og jafnvel ósanngjörn hvert við annað. Hætt er við í tilfinningamálum sértu og eftir gefanlega og þurfir að gæta varurðar. Reyndu eftir fremsta megni að vera einfaldlega þú sjálf ef þú treystir þér til þess þannig verður þú öruggari og afslappaðri. Það er mjög gott eins og þú hefur gert að biðja góðan Guð um styrk og leiðsögn en að flokka það undir eigingirni er ekki gott því við erum eðlilega klaufaleg í bænum okkar til Guðs þegar við erum svartsýn og ekkert eðlilegra og getum virkað eigingjörn og er það bara allt í lagi, svo fremur að við sjáum það og tökum það sem part af viðkvæmu ástandi. Persónulega held ég að það sé alveg rétt hjá þér að lífið sé á einhvern hátt fyrirfram ákveðið fyrir okkur öll en það breytir því ekki að við verðum að muna að við fengum frjálsan vilja í vöggugjöf og hann ber okkur að nota og ekki síst á erfiðleika eins og okkur finnst gott að nota hann þegar allt gengur okkur í haginn.

Uppbyggingarstarfið er gefandi

Þegar kemur að þeim tímamótum í lífi okkar að við verðum að gera upp við okkur hvers konar lífi við viljum lifa er gott að eiga góða að. Leit okkar að sjálfum okkur getur verið torsótt og truflandi fyrir sál og líkama en enga síður er nauðsynlegt að finna persónuleika sinn. Ýmsar leiðir eru til eins og lestur uppbyggilegra bóka, góður félagsskapur, og ást einhvers og væntumþykja, auk útiveru og hvíldar í góðum hlutföllum. Eins og þínum málum er háttað er ágætt að þú byrjir á að skoða fólkið í kringum þig og átta þig á að það er ekki allt sem sýnist í fljót heitum, flestir eiga nefnilega nóg með sig og eru að vandræðast með svipaða hlut og við en allir veigra sig við að nefna það af ótta við að tapa nú andlitinu. Vissulega verður að viðurkennast að við eigum misgott með að vinna úr lífi okkar og ekkert við því að segja. Hvað þig snertir er þér vorkunnalaust að ná góðum tökum á lífi þínu. Þú ert skynsöm, réttsýn og hefur þó nokkuð mikla yfirsýn og þar af leiðandi er um að gera að hrista nú duglega upp í öllu sem heitir sjálfsvorkunn og hefja hið snarasta uppingarstarfið. Bíddu ekki eftir að aðrir uppgötvi þig og þinn innrimann finndu hann sjálf og þú átt eftir að verða undrandi og glöð þegar hann fer að njóta sín. Einn dagur í einu er nóg verkefni fyrir okkur en síðan koma þeir auðvitað hver af öðrum og engin ástæða til að láta fortíð eða framtíð íþyngja sér við ráðum hvort sem er flest bara við núið og gengur það svona og svona.
Eða eins og gamla konan sagði stundarhátt í fjölskylduboð ekki alls fyrir löngu. " Elskurnar mínar áhyggjur eru ástæðulausar ef betur er að gáð, við erum öll þannig gerð að við verðum að hafa eitthvað fyrir stafni. Ef við vinnum úr lífi okkar eins við værum að flaka gott fiskstykki handa ástinni okkar, þá vinnum við verkið af alúð og gleði vitandi að ekki borgar sig að slá slöku við verkið. Ef útkoman á að vera góð má ekki vanrækja að fara frá sporði að haus og muna að fiskurinn hefur miðju líka. Það er galdurinn sem sagt að vanrækja ekki heildina."

Guð styrki þig í átt að áhyggjulausu lífi og meiri ró.

Með vinsemd
Jóna Rúna


+++
Höfnun
Jóna Rúna Kvaran

Það er nokkuð öruggt að þegar fjalla á um höfnum að
okkur er töluverður vandi á höndum, meðal annars vegna
þess að þetta er eitt algengasta fyrirbrigði vandræða,
sem við mannfólkið verðum að taka á og horfast í augu
við. Við reynum eins og áður að vera verulega
sanngjörn og málefnaleg eftir atvikum. Það er
auðvitað mjög misjafnt, hvernig við lítum á hvað
verður að teljast höfnun og hvað ekki. Vissulega fer
slíkt mat bæði eftir þroska og greind þess sem fyrir
höfnun verður. Sjálfshöfnun er ekki undanskilin, því
hún er nokkuð algeng ekki síður en það að vera hafnað
af öðrum.Þegar við erum börn koma oft upp atvik hafnanna og þá
af ýmsum ástæðum. Skilnaðarbörn verða áþreifanlega vör
við höfnun. Vegna þess hvað skilnaðir barnafólks eru
tíðir, er full ástæða til að gefa þessu fyrirbrigði
nokkurn gaum. Barnið eða börnin verða einmitt við
skilnað iðulega bitbein foreldra. Báðir vilja barnið
hafa, en hvað vill barnið sjálft? Á þessu tímabili eykst allur áhugi fyrir barninu svo um munar. Það eru keyptir handa því ýmsir áður óþekktir hlutir, og flest gert til að ganga sem mest í
augu þeirra. Þetta framferði okkar foreldrana gerir barnið ruglað og það segir ýmist. "Ég vil vera hjá þér
mamma" eða" Pabbi ég ætla að eiga heima hjá þér."
Þarna magnast upp mikil sálræn- og tilfinningaleg
spenna, bæði hjá barni og foreldrum, því engin vill
verða undir í þessari ósæmilegu valdatogstreitu, sem
ekki er von kannski. Hvað gerist svo þegar fyrsta árið er liðið. Við
foreldrarnir leitum kannski að nýjum lífsförunaut og
af þeim ástæðum a.m.k meðan sú leit og árangur hennar
er á krítísku stigi, er langoftast að áhugi á barninu
fer dvínandi. Þetta veldur barninu miklu taugastríði
sem Guð einn veit hvaða afleiðingar getur haft þegar
litið er til lengri tíma. Á sama tíma og barnið fær minni tíma með foreldri sínu af augljósum ástæðum, er því ætlað að þýðast umbúðar­laust nýjan pabba eða mömmu. Þegar barn finnur sér hafnað, ef það getur ekki aðlagast viðkomandi líður
því mjög illa, án þess kannski að gera sér grein
fyrir, að um er að ræða tilfinningu höfnunar, sem það
auðvitað þekkir ekki og hefur sáralítinn möguleika á
að vinna úr hjálparlaust. Börnin verða nefnilega að
þiggja þær tilfinningar sem að þeim eru réttar og geta
svo að segja engu ráðið eða krafist í þeim efnum.
Allur þessi sársauki er nefnilega tilkomin af því að
pabbi og mamma gátu engan veginn fellt sig hvort við
annað og ákváðu að slíta samvistum. Á sama tíma jafnvel og þessi sársauki er í gangi í
einkalífi þeirra, er þeim kannski hafnað í ofan á lag
af skólasystkinum og jafnvel öðrum. Þegar við full­orðna fólkið erum eyðilögð yfir að okkur hefur verið hafnað er ágætt fyrir okkur að minnast þessa, því við
getum valið okkur fólk og tækifæri eftir höfnun, en
börnin verða að sætta sig við okkur þrátt fyrir að við
á vissan hátt höfum hafnað þeim. Á unglings árum er okkur betur orðið ljóst hvað
tilfinningin höfnun í raun þýðir, því með vaxandi
þroska greinum við þetta allt miklu betur og skiljum
jafnframt, að það að vera hafnað er ömurlegt. Sumir
unglingar hafna sér sjálfir vegna þess t.d., að þeim
finnst þau vera ósjáleg og lítt spennandi í augum
félagana. Þau fyllast þá óbærilegri tilfinningu þess,
að þau séu ekki gjaldgeng og verða tímabundið fráhverf
sjálfum sér og um leið kannski öðrum. Þannig sjálfshöfnun getur óneitanlega dregið dilk á
eftir sér og margur fyrirmyndar unglingurinn hefur
leiðst út í¢áheppilegan félagsskap í von um að verða
ögn álitlegri í hóp þeirra, sem gera ekki ströngustu
kröfur um fullkomnun einmitt vegna þess, að viðkomandi
bera ekki ýkja mikla virðingu fyrir sjálfum sér og þar
af leiðandi kannski ekki dómbær á hvað gagnrýna beri í
annarra manna fari. Á þeim árum sem ástarævintýrin eru í algleymingi er
ekki óalgengt að hafnanir séu tíðar og skapi miklar og
þungbærar skráveifur hér og þar í mannlífinu. Ef við
erum yfir okkur ástfangin af einhverjum og viðkomandi
kærir sig ekki um okkur er það erfið höfnum. Verra er
þó ef viðkomandi hefur sjálfur orðið til að magna
tilfinningar okkar og kveikja stórar væntingar hjá
okkur og síðan hætt við. Við tökum út þvílíkar kvalir að annað eins finnst
varla. Þunglyndi er algengt sem afleiðing af þessu
ástandi og kannski ekkert skrýtið; við verðum svo
innilega sár. Það sem kannski er óhuggulegra er að í
framhaldi af þessu þunglyndi grípur viðkomandi oft til
örþrifaráða sem meðal annars kemur fram í tíðum sjálfsvígum sem afleiðing af höfnun í ástarmálum. Okkur finnst nefnilega að við höfum fallið á prófum
ástarinnar og fyllumst sjálfsfyrirlitningu, sem dregið
getur þennan raunalega dilk á eftir sér.Þau okkar sem erfitt eigum með nám og kannski mistekst
á prófum þeim, sem vissum áföngum getur fylgt, í skóla
getum fyllst óbærilegri sjálfshöfnun og gefist upp
tímabundið á lífinu og einangrast sem afleiðing af
því. Erfitt getur verið að vinna sig frá þessum
tilfinningum og við staðið í þeirri röngu meiningu að
við séum ófær til náms. Í flestum tilvikum er slík
niðurstaða grundvallarmisskilningur. Það aðmistakast á prófum í skólagöngu okkar þarf ekki
endilega að vera mælistika á alhliða hæfni okkar,
miklu nær er að álykta sem svo ,,ég þarf bara að
þjálfast betur og næ árangri á endanum."Við sem erum á kafi í lífsgæðakapphlaupinu erum oft á
tíðum nokkuð háð vinnuveitendum okkar og áliti þeirra
á okkur sem starfsmönnum. Við teljum okkur hafnað, ef
verkin okkar eru að okkar mati ekki metin sem skyldi
og verðum ýmist öskureið eða gjörsamlega eyðilögð, sem
afleiðing að þessari tegund höfnunar. Við virðumst
flest þurfa annað fólk til að segja okkur hvert
manngildi okkar er og þá um leið hæfni til starfa. Eins er með yfirmenn sem starfsmenn hafna, þeir taka það vissulega nærri sér sem er mjög eðlilegt og eiga
venjulegast erfitt með að skilja af hverju þeim er
hafnað, enda ástæður oft mjög loðnar og illkvittnar
jafnvel þegar betur er að gáð. Í þessari tegund
höfnunar felst ekki minni hætta á sterkri kennd
höfnunar, sem ruglað getur sjálfsmatið tímabundið. Það á engin að komast upp með það að ákvarða manngildi okkar og hæfni án þess að við gerum það upp við okkur
hvaða álit við sjálf höfum á verkum okkar og persónu
fyrst. Þannig komum við sjálf í veg fyrir, að
ósanngjörn höfnun meðalmennskunnar fái líf í okkur
sjálfum og lami tímabundið starfshæfni okkar. Af
þessum ástæðum skoðuðum er virkilega viturlegt, aðeyða sem mestum tíma í sem fullkomnasta tegund
sjálfsræktar sem miðar fyrst og fremst að því að gera
okkur hæfari til að verjast hinum ýmsu tegundum
höfnunar og senda þær beint til föðurhúsa, með bros á
vör náttúrlega. Í ellinni er algengt að enn ein tegund höfnunar fái
líf. Við sem yngri erum og brattari erum því miður
mörg tiltölulega skeytingarlaus, þegar við höfnum þeim
sem hafa alið önn fyrir okkur og á árum áður lögðu
flest í sölurnar til að gera veg okkar sem mestan og
bestan. Við erum svo upptekin að eigin þörfum sum hver
að við látum gamla fólkið daga upp á stofnunum eins og
nátttröllin í gamla daga og þeim finnst vissulega að
þeim sé hafnað, óverðskuldað náttúrlega. Við sem erum að byggja okkur hallir og söfnum upp alls
kyns óþarfa lúxus í skjóli lífsaflsins, sem enn er
stöðugt ættum að eyða meiri tíma í mannleg samskipti
t.d. og þá þau samskipti sem liggja í meiri löngun til
að gefa gamla fólkinu ögn af tíma okkar, áður en það
verður of seint. Við gætum líka notað eitthvað af
nýungum tölvuvæðingarinnar til að reikna út til
gamans hvað það kostar að hafa fullorðna aðstandendur
inn á venjulegu heimili, þó hugmyndin kunni að virðast
neyðarleg og jafnvel ósmekkleg. Það er nefnilega
líklegt að kostnaðurinn verði engum ofviða, en sú
gleði sem sambúðinni gæti óneitanlega fylgt er öllumaurum betri. Við eigum að fá að vera eins lengi inn á
venjulegum heimilum og hægt er, en ekki lokast inn á
stofnunum, óhamingjusöm. Auðvitað er yndislegt, að
veikt fólk og illa haldið líkamlega eða andlega skuli
eiga kost á vist á hinum ýmsu stofnunum. Aftur á móti er hryggilegt til þess að vita að í
nútímaþjóðfélagi skuli finnast inn á stofnunum
fullorðið og tiltölulega hraust fólk, sem finnst að
bæði ættingjar og þjóðfélagið hafi hafnað því
freklega með því að afgreiða það langt fyrir tímann
inn á stofnanir, og það er erfið höfnunarkennd sem
þarna er á ferðinni. Hafnanir eru og verða alltaf sárar hvort sem það erum
sjálfshafnanir eða hafnanir af völdum annarra og erfitt
að ímynda sér hvernig og þá hvenær von sé á að slíkt
sé£ár sögunni. Best væri auðvitað að við værum öll
klár á því, að höfnun segir svo lítið um manngildi
okkar. Við getum aldrei í öllum tilvikum gert svo
öllum líki, hvað þá að við getum öllum stundum verið
alsæl með okkur sjálf. En þegar höfnun dregur úr
lífsafli okkar og framkvæmdarvilja er hún neikvæð og
þarf íhugunar við. Mikið er til af sálfræðingum og geðlæknum, sem eru
fúsir eru til að auðvelda okkur að skilja hvernig
vinna megi skipulega að því, að uppræta þessu hvimleiðu tilfinningu úr innra lífi okkar og
algjörlega nauðsynlegt að nota sér frábæra þjónustu
þessara starfsstétta í öllum þeim tilvikum þar sem við
erum þess ekki megnug sjálf, að uppræta höfnunartilfinninguna án utankomandi hjálpar. Það þarf engin að skammast sín fyrir að vera
eyðilagður yfir höfnun einhvers konar, slíkt er
fráleitt. Við getum tæplega komist í gegnum heila
mannsævi öðruvísi en að upplifa einhvers konar höfnun
og ekkert eðlilegra. Aftur á móti er mjög óeðlilegt,
ef þannig atvikast í lífi okkar, að við leggjum upp
laupana, því þá erum við óbeint að fallast á að við
eigum ekkert betra skilið en vera hafnað og það er
synd. Engin á að líða lengur fyrir höfnun en nauðsyn krefur.
Biturleiki og lægri þættir persónuleikans eru mjög
virk tilfinningaáhrif eftir hafnanir, og þá er um að
gera að fullvissa sig um hvort okkur finnst sá sem
hafnar eiga eitthvað sem við eigum ekki tvöfalt. Að lokum þetta; sé tekið tillit til þess, hvað við
erum flest áhugaverð, reyndar alveg yndisleg meira að
segja, er engin ástæða til að gefast upp, þó
ófullkomið fólk kunni að hafna okkar annars ágætu
persónu. Það er sem betur fer til fullt af fólki, sem
hefur enga tilhneigingu til að hafna öðrum og sístóverðskuldað, og þetta fólk er fleira en hitt sem
sérhæfir sig vegna einhvers konar vonbrigða með sjálft
sig í að hafna góðu og hæfileikaríku fólki. Það koma
ekki allir dagar í einu en sem betur fer hver á eftir
öðrum. Þetta er ágætt að hafa í huga, þegar við erum
leið og óhamingjusöm vegna annarlegrar þarfar fólks
til að beita okkur frávísun af nánast óskiljanlegu
tilefni. Allar framkvæmdir sem eru bersýnilegar rangar hitta
okkur sjálf fyrir fyrr en síðar. Þess vegna er engin
ástæða til að gráta óréttlæti það sem við finnum til,
þegar við erum á valdi þeirra viðkvæmu tilfinninga sem
frávísun óneitanlega fylgir. Þeir sem hafa rétt
sjálfsmat og næga virðingu fyrir sjálfum sér, sjá
vitanlega í gegnum allar óþarfa tilhneigingar annarra
til að gera lítið úr þeim, og brosa breitt þegar þeir
fá dyrnar á nefið á sér og dettur ekki í hug að gefast
svo auðveldlega upp, hvaða vopnum eða brögðum sem
beitt er til að hafna þeim. Þeir sem trúa á eigið
manngildi þurfa engu að kvíða, því þegar þeirra tími
kemur sem gerist fyrr eða síðar, sem betur fer, þá fá
þeir vitanlega að fullu notið sín.Í framhaldi af þessum spaklegu niðurstöðum hlustum við
á gott lag og látum okkur dreyma um betri tíma og
aukna hamingju.
+++