Kaerleikshvetjandi blogg

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Höfundur:
Jóna Rúna Kvan
Sjálfsábyrgð er mikilvæg.

Kæra Jóna Rúna !
Ég skrifa þér þetta bréf í þeirri von að fá einhvern botn í líf mitt. Ég ætla að reyna að segja frá lífi mínu í sem stystu máli . Ég er fædd í litlu plássi út á landi, við mjög erfiðar aðstæður. Foreldrar mínir voru ekki í sambúð svo ég kynntist föður mínum tiltölulega lítið í uppvextinum. vegna erfiðra aðstæðna í byrjun naut ég lítillar ástar og umhyggju í æsku því miður. Þessa stundina líður mér mjög illa sálarlega og er frekar vonlaus hvað varðar sjálfa mig. Ég vil taka það fram að ég hef þegar leitað eftir stuðningi sérfræðings og hann reynst mér vel. Ég veit að þú styttir bréfið og tekur burt það sem gæti reynst of auðþekkjanlegt auk þess veit ég líka að þér er hægt að treysta sem betur fer. Ég er við það að skilja við manninn minn eftir bráðum þrjátíu ára sambúð og saman eigum við nokkur börn. Það hefur gengið á ýmsu hjá okkur og við kynntumst ung. Ég hef verið óreglusöm af og til og fór reyndar að heiman rétt eftir fermingu. Á þeim tíma byrjaði ég áfengisneyslu en eftir að ég giftist og börn komu hvert af öðru hætti ég auðvitað allri drykkju, og reyndi að sýna þeim þann kærleik og ástúð sem ég fór á mis við í mínum uppvexti. Við byggðum okkur eigið hús og maðurinn stofnaði sjálfstæðan resktur sem gekk síðan illa. Þarna byrjaði svo aftur að halla undan fæti, við misstum aleiguna og barnið okkar eitt lenti í slysi en náði sér sem betur fer og allt þetta tók verulega á mig. Vissulega veit ég að Guð hefur hjálpað okkur og barnið náði sér ótrúlega vel með hans hjálp og annara. Á þessum tíma fór ég því miður að drekka aftur og reyna merð því að deyfa áhyggjur mínar. Ég fór þó síðar í meðferð og er í dag laus við áfengi sem betur fer. Aftur kom fyrir slys á barni og var það það alvarlegt að óvíst var í langan tíma hvort það næði sér nokkur tíma aftur. Þessi reynsla með barnið tók mikið á okkur foreldranna sem hreinlega gerðum hvað við gátum til að barnið næði sér aftur. Kannski erum við ólík, erum sjaldan sammála og vitum varla hvað við eigum um að tala. Síðan gerist það fyrir þó nokkru að ég verð yfir mig hrifin af öðrum manni, hann fer varla úr huga mér og truflar mig mikið og ég hef óskað þess svo innilega að losna við þetta. Ég veit vel að þetta ástand er bara í huga mér og ekki ástæða til að ætla að viðkomandi sér hrifinn af mér. Við hjónin höfum verið að ræða skilnað og ekki ólíklegt að hann verði farinn af heimilinu þegar þú svarar þessu. Ég er ótrúlega hrædd við að standa á eigin fótum og vex flest í augum, samt veit ég að ég er nokkuð sterk manneskja. Þetta lítur vafalaust út sem eigingirni eða jafnvel móðursýki en ég er bara svo örvingluð og óhamingjusöm. Ég þrái öryggi og sálarró en skortir kannski hæfileikann til að byggja mig upp á ný. Ég hef beðið Guð um að leiðbeina mér en bið kannski af eigingirni sem honum fellur ekki. Stundum hvarlar að mér að líf mitt sé fyrirfram ákveðið að einhverju leiti og mér sé ætlað að vinna mig frá því sem mér reynist erfitt. Kæra Jóna Rúna ég væri þér innilega þakklát ef þú reyndir að auka skilning minn á sjálfri mér og aðstæðum mínum. Ég er svo hrædd við að takast á við lífið og tilveruna. Nánast allt vex mér í augum og verður mér svo erfitt einhvern veginn. Ég vona svo sannarlega að þú getir leiðbeint mér og hjálpað með Guðs hjálp.
Kærar þakkir fyrirfram.
Lóló

Kæra Lóló innilegar þakkir til þín fyrir bréfið og traustið sem þú sínir mér með því að vera svona opin og einlæg. Það gerir mér vissulega auðveldara að skoða aðstæður þínar með innsæi mínu og skriftinni þinni. Ég tók allt úr bréfinu sem rekja mætti til þín, án þess að tapa heildarsvipnum og veit að það gleður þig. Til annarra lesenda þetta ég ein les bréfin og breyti öllu sem teljast verður of persónulegt í almennan dálk sem þennan. Eftir því sem bréfin eru hreinskilnari og einlægari eru líkur mínar og ykkar á góðum árangri óneitanlega meiri. Fullum trúnaði er heitið. Þeir sem enn eiga bréf sem ég hef ekki náð að svara eru beðnir að bíða þolimóðir svarið kemur fyrr eða síðar.

Ástlaus uppvöxtur.

Ef við byrjum á að skoða dálítið uppvöxtinn þá er margt sem kemur þar fram sem örugglega er forvitnilegt að skoða. Í fyrsta lagi er hverju barni nauðsynlegt að finna það það sé velkomið í þennan heim. Þegar foreldra geta ekki fellt sig hvert við annað en barn er komið er mikilvægt að báðum aðilum sé það ljóst að ef barnið fer á mis við ást foreldris í æsku getur það valdið sálrænni kreppu síðar á lífsleið barnsins, sem erfitt getur verið að laga. Öll þráum við að vera elskuð á réttan hátt og ekki síst þegar við erum börn. Margt getur valdið hæfileikaleysi okkar til að sína hvert öðru ást og virðingu. Í þínu tilviki er bersýnilegt að aðstæður uppvaxtarins eru enn að trufla þig sem fullorna konu. Þú ferð að heiman alltof ung, bara rétt fermd. Á þessum unglings árum getur okkur virst við getað tekið ,ábyrgð á okkur sjálfum, því við erum að breytast líkamlega en það er ekki nóg. Í stórum og þroskuðum unglingslíkama er oftast lítið hjarta og stutt í uppgjöf. Það kemur líka í ljós hjá þér fljótlega að þú flýrð ábyrgðina með því að fara að nota áfengi ótæpilega sem auðvitað eykur vandann. Í skriftinni þinni kemur fram að þú hefur verið hlýtt og tilfinninganæmt barn. Það segir að aðstæður þínar hefðu þurft að vera öðruvísi og öruggari. Þegar okkur finnst enginn vilja okkur og förum að heiman fyrr en við erum tilbúin til er hætt við að flest framkallist sem er þvert á upplag okkar. Ég freistast til að álykta að einmitt við heimilisskiptin á unglingsárunum byrji að halla undan fæti hjá þér sem einstakling. Þú segist hafa kynnst manninum þínum ung og þið hafið fljótlega tengst. Mér eru ekki kunnar hans aðstæður en hann hefur vafalaust komið í stað foreldra þinna til að byrja með og sambandið að því leiti gert þig örugga um tíma. Þegar verið er að leita ástar í einhverjum verðum við að getað sé dálítið við okkur sjálfum. Við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því hvað dregur okkur að öðru fólki. Ef við þekkjum ekki einlæga ást úr uppvexti og þaðan af síður að tjá okkur tilfinningalega er hætt við að við hnjótum um okkur sjálf og aðra líka í þessum vandmeðförnu málum. Kona sem á barn í lausaleik eins og móðir þín þig á ekki margra kosta völ á þeim tíma sem hún er í þessari stöðu. Hún verður að sætta sig við að hafa stofnað til sambands sem ekki er framtíð í og það eitt útaf fyrir sig er erfitt og því miður getur komið fram við barnið í ýmsum myndu ómeðvitað eða meðvitað. Barnið verður ósjálfrátt tákrænt fyrir mistök sem ekki er aftur snúið frá. Þetta barn sem í þessu tilviki gæti verið þú getur þá fátt aðhafst sem gleður eða eykur tilfinningalegt samband, við foreldrið og er hafnað eins og kannski þér og jafnvel móður þinni var af föður þínum.
Ekki þarf þessi höfnun að vera persónuleg í raun og veru heldur frekar afleiðing af vonbrigðum og þroskaleysi foreldris. Það hefur því miður lengi viðgengist á okkar annars ágæta landi að feður hafa komist of mikið upp með það að bregðast börnunum sínum bara af því að þeir hafa ekkert átt sameiginlegt með mæðrum þeirra sem er alrangt mat. Börn eiga rétt á að báðir foreldrar séu jafnvígir í uppeldi þeirra og ástarþörf en ekki endilega móðir einn ef hún hefur forsjá barnsins. Foreldri sem ekki sinnir eðlilegum tilfinninga tengslum við barnið sitt getur verið að skapa barninu óþarfa óhamingju bæði í æsku og síðar á ævinni. Við nefnilega leitum að þessari ófullnægðu ást og gengur misvel að bæta hana upp því ekkert er eins ömurlegt eins og að hafa tilfinningu þess að engum geti þótt vænt um mann en vera er þó að við verðum oft sjálf af þessum ástæðum til að hafna okkur og þá er fjandinn laus. Við virðumst ekki geta greint mikilvægi þess að elska sjálf okkur ef við höfum ekki verið elskuð af foreldrum í upphafi á réttan hátt.

Eriðleikar eru þroskandi.

Ef við göngum í hjónaband mjög ung er hætt við að þeir erfiðleikar sem upp geta komið vaxi okkur í augum, þrátt fyrir góðan vilja beggja. Engar tvær manneskjur eru eins og fáir eiga sama bakgrunn þó líkur geti verið. Þetta þíðir að það sem einu okkar getur veist létt reynist hinu þungt í vöfum. Þið giftið ykkur snemma þú og maðurinn þinn og byrjið að koma ykkur áfram og síðan koma börnin hvert af öðru. Þú ert ákveðin í að bjóða þínum börnum ekki upp á þá erfiðleika sem þú máttir þola sem barn og unglingur. Vissulega er þetta mjög jákvæð afstaða en ertu nú alveg viss um kæra Lóló að þú hafir ekki verið heldur meðvituð um ábyrgð og skyldur og þarf af leiðandi jafnvel gleymt að njóta t.d. barnanna sem skildi og um leið þvingað sjálfa þig of mikið og þess vegna flúið aftur á vit flöskunnar sem leysir ekkert en eyðileggur allt. Þið missið fjárhaginn niður um tíma og börnin lenda í slysum. Þetta er hhvorutveggja nóg til að freistast til að gefast upp, því eins og þú bentir á þá lögðuð þið ykkur mjög fram um að reynast börnunum vel og ótrauð byggja upp hjá þeim trú til að takast á við afleiðingar slysanna, þetta tókst og þá hrinur allt. Þú ert þreytt og með sektarkennd yfir því liðna sem þú auðvitar breytir ekki en getur ráðið miklu um framtíðinna. Eftir að hafa farið í meðferð virðist þú vera laus við áfengið sem betur fer og til hamingju með það. En lífs hamingjuna virðist þig en vanta. Þegar ég reyni að skoða skritina þína verð ég fljótt vör við ýmislegt sem gott væri að reyna að skoða .

Óendurgoldin ást.

Þú ert greinilega mjög hugsandi og ráðvillt þessa daganna. Í skriftinni kemur fram að þú ert mjög trygg að eðlisfari og allar breytingar eru þér kvíða efni. Af þessum ástæðum vex þér vissulega í augum að breyta aðstæðum þínum þó þið hjónin eigið fátt sameiginlegt lengur. Í stað þess að reyna skilnað um tíma viltu heldur vera í því sem þú þekkir og hefur þó einhverja stjórn á. Þetta er hryggilegt því þú ert greinilega í huganum komin langt frá manninum þínum og passar að gæla einungis við ást sem þú ert nokkuð viss um að sé ekki endurgoldin og ert svo hund óánægð með sjálfa þig og ekki í fyrsta sinn á ævinni. Í þessu hugarástandi kemst þú upp með að villa um fyrir sjálfri þér og líður síðan enn ver af því að þér finnst þú vera að brjóta af þér við manninn þinn þó ekki sé um annað að ræða en hug þinn til ákveðinnar persónu. Ef aftur á móti þessi huglæga ást væri raunveruleg þá væri ekki svona erfitt að gera upp hug sinn því þá værir þú nokkuð viss um að í þeim aðila biði einhver sem vildi bera ábyrgð á þér og það er nokkuð sem ekki er nauðsynlegt að mínu mati. Allt þetta gerir þig þunga og hrædda og fyllir þig sektarkennd sem síðan blandast gammali reiði út í manninn þinn vegna framkvæmda hans og ábyrgðaleysis í fjármálum. Hyggilegast væri fyrir þig að sleppa allri ótímabæri tilfinningasemi og leggja frekar þungan í að kynnast betur eigin persónu sem innsæi mitt segir mér að sé einkar athygliverð og nánast ókunnug þér sjálfri. Það getur nefnilega enginn kæra Lóló gert þig hamingjusama ef þú heldur áfram að hafna sjálfri þér sem áður. Farðu að heiman í andlegum skilningi og vertu sem mest þú sjálf þá kemur að því að þú eignast ást sem ánægjulegt væri fyrir þann sem hana þiggur að fá að njóta. Notaðu líka næmi þitt á aðra á sjálfa þig og vertu nærgætinn við þig og áhugasöm um eigin velferð.

Óöryggi eða eigingirni.

Eins og líf þitt er í dag finnst þér þú ekki finna neina ánægju í lífi þínu. Þér leiðist og ert ráðvillt. Þú spyrð hvort þetta geti stafað af eigingirni ég held ekki , miklu frekar af óöryggi með sjálfa sig og aðstæður sínar. Þú ert manngerð sem hefur fengið alltof mikla ábyrgð á sjálfri þér í uppvextinum sem verður þér sem fullorðinni konu klípa sem þú verður að finna leið útúr. Um unglingsárin hefur skapast ó0heppilegur misþroski sem er eins og spennitreyja sem þú finnur að þrengir að þér. Við getum ekki verið fjórtán ár alla ævina við eldumst og verðum að getað vaxið frá ákveðnum augnablikum eða atvikum í lífi okkar annars er ekki umþroska að ræða. Þú breytir ekki því sem var heldur því sem er og þannig ertu að vinna með þér en ekki á móti. Vegna áfengisneyslunnar á ýmsum tímum í lífi þínu hefur þú ekki þroskast nákvæmlega rétt við mótlæti það sem dunið hefur á þér heldur stöðvast einhvernveginn félagslega og tilfinningalega og það er meðala annars það sem gerir þig hrædda við nýja ábyrgð á sjálfri þér þótt í öðrum tilvikum sértu sterk og hugrökk eins og hefur sýnt sig þegar á hefur reynt. Þú mátt til með að reyna að sjá tilgang með lífi þínu því þannig líður þér óneitanlega betur. Hæfileikar þínir eru margir og fyrst að nefna er óvenjuleg skipulagsgáfa, listrænir hæfileikar og dugnaður. Þú virðist frekar alvörugefin og áhyggjufull manngerð sem þarf að læra að slaka á og dingla sér eins og sagt er á götumáli. Þetta sínir allt að þér eru margar leiðir færar ef þú vilt og trúir á eigin getu. Eins ertu trúuð og einlæg sem eru kostir sem fleiri mætu gjarnan hafa í ríkara mæli. Minnimáttarkennd er áberandi en ætti að vera fullkomlega ástæðulaus. Eins væri gott ef þú sæir hve auðvelt þú raunverulega átt með að umgangast aðra. Vegna eðlislægrar áhyggjusemi ertu heldur mikið hugsandi um eitt og annað sem breytir svo litlu miklu heldur eykur vandan því of mikilli hugsun um tiltekin atvik eða fólk gerir okkur of tilfinningasöm og jafnvel ósanngjörn hvert við annað. Hætt er við í tilfinningamálum sértu og eftir gefanlega og þurfir að gæta varurðar. Reyndu eftir fremsta megni að vera einfaldlega þú sjálf ef þú treystir þér til þess þannig verður þú öruggari og afslappaðri. Það er mjög gott eins og þú hefur gert að biðja góðan Guð um styrk og leiðsögn en að flokka það undir eigingirni er ekki gott því við erum eðlilega klaufaleg í bænum okkar til Guðs þegar við erum svartsýn og ekkert eðlilegra og getum virkað eigingjörn og er það bara allt í lagi, svo fremur að við sjáum það og tökum það sem part af viðkvæmu ástandi. Persónulega held ég að það sé alveg rétt hjá þér að lífið sé á einhvern hátt fyrirfram ákveðið fyrir okkur öll en það breytir því ekki að við verðum að muna að við fengum frjálsan vilja í vöggugjöf og hann ber okkur að nota og ekki síst á erfiðleika eins og okkur finnst gott að nota hann þegar allt gengur okkur í haginn.

Uppbyggingarstarfið er gefandi

Þegar kemur að þeim tímamótum í lífi okkar að við verðum að gera upp við okkur hvers konar lífi við viljum lifa er gott að eiga góða að. Leit okkar að sjálfum okkur getur verið torsótt og truflandi fyrir sál og líkama en enga síður er nauðsynlegt að finna persónuleika sinn. Ýmsar leiðir eru til eins og lestur uppbyggilegra bóka, góður félagsskapur, og ást einhvers og væntumþykja, auk útiveru og hvíldar í góðum hlutföllum. Eins og þínum málum er háttað er ágætt að þú byrjir á að skoða fólkið í kringum þig og átta þig á að það er ekki allt sem sýnist í fljót heitum, flestir eiga nefnilega nóg með sig og eru að vandræðast með svipaða hlut og við en allir veigra sig við að nefna það af ótta við að tapa nú andlitinu. Vissulega verður að viðurkennast að við eigum misgott með að vinna úr lífi okkar og ekkert við því að segja. Hvað þig snertir er þér vorkunnalaust að ná góðum tökum á lífi þínu. Þú ert skynsöm, réttsýn og hefur þó nokkuð mikla yfirsýn og þar af leiðandi er um að gera að hrista nú duglega upp í öllu sem heitir sjálfsvorkunn og hefja hið snarasta uppingarstarfið. Bíddu ekki eftir að aðrir uppgötvi þig og þinn innrimann finndu hann sjálf og þú átt eftir að verða undrandi og glöð þegar hann fer að njóta sín. Einn dagur í einu er nóg verkefni fyrir okkur en síðan koma þeir auðvitað hver af öðrum og engin ástæða til að láta fortíð eða framtíð íþyngja sér við ráðum hvort sem er flest bara við núið og gengur það svona og svona.
Eða eins og gamla konan sagði stundarhátt í fjölskylduboð ekki alls fyrir löngu. " Elskurnar mínar áhyggjur eru ástæðulausar ef betur er að gáð, við erum öll þannig gerð að við verðum að hafa eitthvað fyrir stafni. Ef við vinnum úr lífi okkar eins við værum að flaka gott fiskstykki handa ástinni okkar, þá vinnum við verkið af alúð og gleði vitandi að ekki borgar sig að slá slöku við verkið. Ef útkoman á að vera góð má ekki vanrækja að fara frá sporði að haus og muna að fiskurinn hefur miðju líka. Það er galdurinn sem sagt að vanrækja ekki heildina."

Guð styrki þig í átt að áhyggjulausu lífi og meiri ró.

Með vinsemd
Jóna Rúna


+++
Höfnun
Jóna Rúna Kvaran

Það er nokkuð öruggt að þegar fjalla á um höfnum að
okkur er töluverður vandi á höndum, meðal annars vegna
þess að þetta er eitt algengasta fyrirbrigði vandræða,
sem við mannfólkið verðum að taka á og horfast í augu
við. Við reynum eins og áður að vera verulega
sanngjörn og málefnaleg eftir atvikum. Það er
auðvitað mjög misjafnt, hvernig við lítum á hvað
verður að teljast höfnun og hvað ekki. Vissulega fer
slíkt mat bæði eftir þroska og greind þess sem fyrir
höfnun verður. Sjálfshöfnun er ekki undanskilin, því
hún er nokkuð algeng ekki síður en það að vera hafnað
af öðrum.Þegar við erum börn koma oft upp atvik hafnanna og þá
af ýmsum ástæðum. Skilnaðarbörn verða áþreifanlega vör
við höfnun. Vegna þess hvað skilnaðir barnafólks eru
tíðir, er full ástæða til að gefa þessu fyrirbrigði
nokkurn gaum. Barnið eða börnin verða einmitt við
skilnað iðulega bitbein foreldra. Báðir vilja barnið
hafa, en hvað vill barnið sjálft? Á þessu tímabili eykst allur áhugi fyrir barninu svo um munar. Það eru keyptir handa því ýmsir áður óþekktir hlutir, og flest gert til að ganga sem mest í
augu þeirra. Þetta framferði okkar foreldrana gerir barnið ruglað og það segir ýmist. "Ég vil vera hjá þér
mamma" eða" Pabbi ég ætla að eiga heima hjá þér."
Þarna magnast upp mikil sálræn- og tilfinningaleg
spenna, bæði hjá barni og foreldrum, því engin vill
verða undir í þessari ósæmilegu valdatogstreitu, sem
ekki er von kannski. Hvað gerist svo þegar fyrsta árið er liðið. Við
foreldrarnir leitum kannski að nýjum lífsförunaut og
af þeim ástæðum a.m.k meðan sú leit og árangur hennar
er á krítísku stigi, er langoftast að áhugi á barninu
fer dvínandi. Þetta veldur barninu miklu taugastríði
sem Guð einn veit hvaða afleiðingar getur haft þegar
litið er til lengri tíma. Á sama tíma og barnið fær minni tíma með foreldri sínu af augljósum ástæðum, er því ætlað að þýðast umbúðar­laust nýjan pabba eða mömmu. Þegar barn finnur sér hafnað, ef það getur ekki aðlagast viðkomandi líður
því mjög illa, án þess kannski að gera sér grein
fyrir, að um er að ræða tilfinningu höfnunar, sem það
auðvitað þekkir ekki og hefur sáralítinn möguleika á
að vinna úr hjálparlaust. Börnin verða nefnilega að
þiggja þær tilfinningar sem að þeim eru réttar og geta
svo að segja engu ráðið eða krafist í þeim efnum.
Allur þessi sársauki er nefnilega tilkomin af því að
pabbi og mamma gátu engan veginn fellt sig hvort við
annað og ákváðu að slíta samvistum. Á sama tíma jafnvel og þessi sársauki er í gangi í
einkalífi þeirra, er þeim kannski hafnað í ofan á lag
af skólasystkinum og jafnvel öðrum. Þegar við full­orðna fólkið erum eyðilögð yfir að okkur hefur verið hafnað er ágætt fyrir okkur að minnast þessa, því við
getum valið okkur fólk og tækifæri eftir höfnun, en
börnin verða að sætta sig við okkur þrátt fyrir að við
á vissan hátt höfum hafnað þeim. Á unglings árum er okkur betur orðið ljóst hvað
tilfinningin höfnun í raun þýðir, því með vaxandi
þroska greinum við þetta allt miklu betur og skiljum
jafnframt, að það að vera hafnað er ömurlegt. Sumir
unglingar hafna sér sjálfir vegna þess t.d., að þeim
finnst þau vera ósjáleg og lítt spennandi í augum
félagana. Þau fyllast þá óbærilegri tilfinningu þess,
að þau séu ekki gjaldgeng og verða tímabundið fráhverf
sjálfum sér og um leið kannski öðrum. Þannig sjálfshöfnun getur óneitanlega dregið dilk á
eftir sér og margur fyrirmyndar unglingurinn hefur
leiðst út í¢áheppilegan félagsskap í von um að verða
ögn álitlegri í hóp þeirra, sem gera ekki ströngustu
kröfur um fullkomnun einmitt vegna þess, að viðkomandi
bera ekki ýkja mikla virðingu fyrir sjálfum sér og þar
af leiðandi kannski ekki dómbær á hvað gagnrýna beri í
annarra manna fari. Á þeim árum sem ástarævintýrin eru í algleymingi er
ekki óalgengt að hafnanir séu tíðar og skapi miklar og
þungbærar skráveifur hér og þar í mannlífinu. Ef við
erum yfir okkur ástfangin af einhverjum og viðkomandi
kærir sig ekki um okkur er það erfið höfnum. Verra er
þó ef viðkomandi hefur sjálfur orðið til að magna
tilfinningar okkar og kveikja stórar væntingar hjá
okkur og síðan hætt við. Við tökum út þvílíkar kvalir að annað eins finnst
varla. Þunglyndi er algengt sem afleiðing af þessu
ástandi og kannski ekkert skrýtið; við verðum svo
innilega sár. Það sem kannski er óhuggulegra er að í
framhaldi af þessu þunglyndi grípur viðkomandi oft til
örþrifaráða sem meðal annars kemur fram í tíðum sjálfsvígum sem afleiðing af höfnun í ástarmálum. Okkur finnst nefnilega að við höfum fallið á prófum
ástarinnar og fyllumst sjálfsfyrirlitningu, sem dregið
getur þennan raunalega dilk á eftir sér.Þau okkar sem erfitt eigum með nám og kannski mistekst
á prófum þeim, sem vissum áföngum getur fylgt, í skóla
getum fyllst óbærilegri sjálfshöfnun og gefist upp
tímabundið á lífinu og einangrast sem afleiðing af
því. Erfitt getur verið að vinna sig frá þessum
tilfinningum og við staðið í þeirri röngu meiningu að
við séum ófær til náms. Í flestum tilvikum er slík
niðurstaða grundvallarmisskilningur. Það aðmistakast á prófum í skólagöngu okkar þarf ekki
endilega að vera mælistika á alhliða hæfni okkar,
miklu nær er að álykta sem svo ,,ég þarf bara að
þjálfast betur og næ árangri á endanum."Við sem erum á kafi í lífsgæðakapphlaupinu erum oft á
tíðum nokkuð háð vinnuveitendum okkar og áliti þeirra
á okkur sem starfsmönnum. Við teljum okkur hafnað, ef
verkin okkar eru að okkar mati ekki metin sem skyldi
og verðum ýmist öskureið eða gjörsamlega eyðilögð, sem
afleiðing að þessari tegund höfnunar. Við virðumst
flest þurfa annað fólk til að segja okkur hvert
manngildi okkar er og þá um leið hæfni til starfa. Eins er með yfirmenn sem starfsmenn hafna, þeir taka það vissulega nærri sér sem er mjög eðlilegt og eiga
venjulegast erfitt með að skilja af hverju þeim er
hafnað, enda ástæður oft mjög loðnar og illkvittnar
jafnvel þegar betur er að gáð. Í þessari tegund
höfnunar felst ekki minni hætta á sterkri kennd
höfnunar, sem ruglað getur sjálfsmatið tímabundið. Það á engin að komast upp með það að ákvarða manngildi okkar og hæfni án þess að við gerum það upp við okkur
hvaða álit við sjálf höfum á verkum okkar og persónu
fyrst. Þannig komum við sjálf í veg fyrir, að
ósanngjörn höfnun meðalmennskunnar fái líf í okkur
sjálfum og lami tímabundið starfshæfni okkar. Af
þessum ástæðum skoðuðum er virkilega viturlegt, aðeyða sem mestum tíma í sem fullkomnasta tegund
sjálfsræktar sem miðar fyrst og fremst að því að gera
okkur hæfari til að verjast hinum ýmsu tegundum
höfnunar og senda þær beint til föðurhúsa, með bros á
vör náttúrlega. Í ellinni er algengt að enn ein tegund höfnunar fái
líf. Við sem yngri erum og brattari erum því miður
mörg tiltölulega skeytingarlaus, þegar við höfnum þeim
sem hafa alið önn fyrir okkur og á árum áður lögðu
flest í sölurnar til að gera veg okkar sem mestan og
bestan. Við erum svo upptekin að eigin þörfum sum hver
að við látum gamla fólkið daga upp á stofnunum eins og
nátttröllin í gamla daga og þeim finnst vissulega að
þeim sé hafnað, óverðskuldað náttúrlega. Við sem erum að byggja okkur hallir og söfnum upp alls
kyns óþarfa lúxus í skjóli lífsaflsins, sem enn er
stöðugt ættum að eyða meiri tíma í mannleg samskipti
t.d. og þá þau samskipti sem liggja í meiri löngun til
að gefa gamla fólkinu ögn af tíma okkar, áður en það
verður of seint. Við gætum líka notað eitthvað af
nýungum tölvuvæðingarinnar til að reikna út til
gamans hvað það kostar að hafa fullorðna aðstandendur
inn á venjulegu heimili, þó hugmyndin kunni að virðast
neyðarleg og jafnvel ósmekkleg. Það er nefnilega
líklegt að kostnaðurinn verði engum ofviða, en sú
gleði sem sambúðinni gæti óneitanlega fylgt er öllumaurum betri. Við eigum að fá að vera eins lengi inn á
venjulegum heimilum og hægt er, en ekki lokast inn á
stofnunum, óhamingjusöm. Auðvitað er yndislegt, að
veikt fólk og illa haldið líkamlega eða andlega skuli
eiga kost á vist á hinum ýmsu stofnunum. Aftur á móti er hryggilegt til þess að vita að í
nútímaþjóðfélagi skuli finnast inn á stofnunum
fullorðið og tiltölulega hraust fólk, sem finnst að
bæði ættingjar og þjóðfélagið hafi hafnað því
freklega með því að afgreiða það langt fyrir tímann
inn á stofnanir, og það er erfið höfnunarkennd sem
þarna er á ferðinni. Hafnanir eru og verða alltaf sárar hvort sem það erum
sjálfshafnanir eða hafnanir af völdum annarra og erfitt
að ímynda sér hvernig og þá hvenær von sé á að slíkt
sé£ár sögunni. Best væri auðvitað að við værum öll
klár á því, að höfnun segir svo lítið um manngildi
okkar. Við getum aldrei í öllum tilvikum gert svo
öllum líki, hvað þá að við getum öllum stundum verið
alsæl með okkur sjálf. En þegar höfnun dregur úr
lífsafli okkar og framkvæmdarvilja er hún neikvæð og
þarf íhugunar við. Mikið er til af sálfræðingum og geðlæknum, sem eru
fúsir eru til að auðvelda okkur að skilja hvernig
vinna megi skipulega að því, að uppræta þessu hvimleiðu tilfinningu úr innra lífi okkar og
algjörlega nauðsynlegt að nota sér frábæra þjónustu
þessara starfsstétta í öllum þeim tilvikum þar sem við
erum þess ekki megnug sjálf, að uppræta höfnunartilfinninguna án utankomandi hjálpar. Það þarf engin að skammast sín fyrir að vera
eyðilagður yfir höfnun einhvers konar, slíkt er
fráleitt. Við getum tæplega komist í gegnum heila
mannsævi öðruvísi en að upplifa einhvers konar höfnun
og ekkert eðlilegra. Aftur á móti er mjög óeðlilegt,
ef þannig atvikast í lífi okkar, að við leggjum upp
laupana, því þá erum við óbeint að fallast á að við
eigum ekkert betra skilið en vera hafnað og það er
synd. Engin á að líða lengur fyrir höfnun en nauðsyn krefur.
Biturleiki og lægri þættir persónuleikans eru mjög
virk tilfinningaáhrif eftir hafnanir, og þá er um að
gera að fullvissa sig um hvort okkur finnst sá sem
hafnar eiga eitthvað sem við eigum ekki tvöfalt. Að lokum þetta; sé tekið tillit til þess, hvað við
erum flest áhugaverð, reyndar alveg yndisleg meira að
segja, er engin ástæða til að gefast upp, þó
ófullkomið fólk kunni að hafna okkar annars ágætu
persónu. Það er sem betur fer til fullt af fólki, sem
hefur enga tilhneigingu til að hafna öðrum og sístóverðskuldað, og þetta fólk er fleira en hitt sem
sérhæfir sig vegna einhvers konar vonbrigða með sjálft
sig í að hafna góðu og hæfileikaríku fólki. Það koma
ekki allir dagar í einu en sem betur fer hver á eftir
öðrum. Þetta er ágætt að hafa í huga, þegar við erum
leið og óhamingjusöm vegna annarlegrar þarfar fólks
til að beita okkur frávísun af nánast óskiljanlegu
tilefni. Allar framkvæmdir sem eru bersýnilegar rangar hitta
okkur sjálf fyrir fyrr en síðar. Þess vegna er engin
ástæða til að gráta óréttlæti það sem við finnum til,
þegar við erum á valdi þeirra viðkvæmu tilfinninga sem
frávísun óneitanlega fylgir. Þeir sem hafa rétt
sjálfsmat og næga virðingu fyrir sjálfum sér, sjá
vitanlega í gegnum allar óþarfa tilhneigingar annarra
til að gera lítið úr þeim, og brosa breitt þegar þeir
fá dyrnar á nefið á sér og dettur ekki í hug að gefast
svo auðveldlega upp, hvaða vopnum eða brögðum sem
beitt er til að hafna þeim. Þeir sem trúa á eigið
manngildi þurfa engu að kvíða, því þegar þeirra tími
kemur sem gerist fyrr eða síðar, sem betur fer, þá fá
þeir vitanlega að fullu notið sín.Í framhaldi af þessum spaklegu niðurstöðum hlustum við
á gott lag og látum okkur dreyma um betri tíma og
aukna hamingju.
+++

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home