Kaerleikshvetjandi blogg

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

HÖF.JRK VANSÆMD
Vart er hægt að komast hjá því einhvern tíma ævinnar að finna sig sneyptan og vanvirtan af mismunandi alvarlegum tilefnum okkar sjálfra eða annarra. Það er t.d. ill­mögulegt fyrir okkur að forðast eða koma í veg fyrir ef einhver ákveður að gera lítið úr persónu okkar.Jafnvel tekur sér það vald að vanvirða hana og gera lítið úr manngildi okkar við okkur sjálf eða aðra. Okkur þykir þannig útreið veru­lega sár og neikvæð, enda óréttmæt með öllu siðferðislega og venjulegast tilkomin af litlu tilefni og ókunnugleika viðkomandi. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til að allir þekki okkur eins og við erum og þaðan af síður er hægt að reikna öllum stundum með réttu mati annarra á manngildi okkar. Hvers kyns blygðunarleysi í samskiptum okkar hvert við annað er þó eins og við vitum líklegt til að draga leiðinda og sársaukadilk á eftir sér sem getur verið erfitt að uppræta og leiðrétta. Það er mikil ósiður að sýna öðrum vansæmd sem getur t.d.legið í háði og svívirðingum, jafnt sem óvirðingu og ómynd hvers konar. Betra er að leggja áherslu á að vera aðgætin og nærfærin í sem flestum samskiptum við aðra og spara frekar en ekki allar óréttmætar og freklegar full­yrðingar fremur en að leyfa sér hvað sem er í viðkvæmri og vandmeðfarinni umfjöllun um aðra. Hvað okkur sjálf varðar er ágætt að reyna að segja ekkert eða framkvæma neitt sem mögulega getur haft í för með sér hneisu eða minnkun fyrir manngildi okkar. Það er mjög auðvelt að kasta til höndunum í öllum samskiptum við aðra, en þegar til lengri tíma er litið er líklegt að öll skammsýni í þessum efnum sem öðrum verði ekki verðugt veganesti og tilhugsunin ein er reyndar neikvæð. Það getur varla verið ástæða til að verða sjálfum sér til minnkunar með því að ástunda rangt atferli. Eðlilegt er að við höfum þann metnað til að bera fyrir sjálfs okkar hönd að leggja okkur fremur eftir því sem er jákvætt, uppbyggi­legt og heiðar­legt, en því sem er neikvætt og niðurrífandi. Þannig kröfur gerðar af okkur sjálfum um það sem varðar fas okkar, framkvæmdir og framferði hljóta alltaf að hafa í för með sér ávinn­inga bæði stóra og smáa og þeir eru verðug og vegleg keppikefli.Vansæmd í hvað mynd sem er verður að teljast óheillavænleg og minnkar möguleika fólks á friðsömum samskiptum. Með þessum ábendingum er t.d. verið að leggja að jöfnu þann skaða sem aðrir verða fyrir af okkar völdum vegna ósæmilegrar umfjöllunar okkar um manngildi þeirra og svo þegar við teljum okkur sjálf verða bitbein rangrar umfjöllunar annarra. Þetta er nefnilega atferli sem er vanvirðandi og ósmekklega vansæmandi. Aftur á móti hljóta þau samskipti sem byggjast upp á gagnkvæmri virðingu og almennri kurteisi að vera eftirsóknarverð og hrífani.
+++
höfþjrk
Rætni
Vafalaust höfum við flest orðið fyrir barðinu á rætnu og taumlausu tungutaki annar að ósekju. Illkvittni í hvaða myndum sem er, er neikvætt og ranglát reynslu- og samskiptaform, sem oft veldur þeim sem fyrir verður töluverðum skaða. Ódrengskapur sem hugsaður er til að klekja á öðrum er varhugaverður, sökum þess að sá sem temur sér þannig hugarþel til annarra, er að safna glóðum elds að eigin höfði, jafnframt því að verða öðrum og ósekum fjötur um fót. Það fer aldrei vel fyrir þeim sem haldin er óviturlegum rótarskap. Venjulega er ódreng­skapur vís­bending um tvöfeldni í hugsun og grófan van­þroska þess sem þannig kemur fram. Verst er þó, ef við höfum treystum persónu, sem reynist síðan leggja sig eftir því að koma á framfæri til annarra skökkum skila­boðum um manngildi okkar. Hitt er svo annað mál að það má kannski segja sem svo, að aðrir megi hafa það álit á persónu okkar sem þeim hentar. Aftur á móti ætti slíkt mat á öðrum ekki að byggjast uppá rótarskap og öðrum álíka ótuktarhætti.Það er ekki lyftistöng fyrir manngildi okkar, ef við reynumst bæði græskugjörn og grálynd í samskiptum okkar við aðra. Við verðum í öllum samskiptum að venja okkur á að vera heiðarleg og nærfærin, en ekki neikvæð og niðurrífandi af tilefnislausu. Rætni er tjáningarform sem veldur venjulega sárindum og tjóni. Lúalegt atferli og ódrengskapur, eru meinvörp sem falla hiklaust undir úrelt samskiptaform og óréttmæt. Töluvert ber þó á þannig andrúmslofti í þeim sem finna til van­máttar gagnvart öðrum. Það er ábyrgðarleysi sem felst í því hugarþeli sem er fjötrandi fyrir framgang fólks. Við vitum það að allir geta ómögulega verið að okkar skapi. Alltaf er og verður til fólk sem er fullkomnara eða ófullkomnara en við sjálf. Þetta er ágætt að hafa í huga.Best er ef við reynum að hefla og fága öll samskipti og reynum fremur að vera uppbyggileg, hugfáguð og jákvæð hvert við annað, en neikvæð, hugmyrk og niðurdrepandi. Við vitum það að góðir hlutir gerast hægt og ef við viljum byggja upp jákvætt huglægt andrúmsloft innra með okkur, þá verðum við að uppræta allt það í fasi okkar og framkomum sem veikir möguleika okkar á heilbrigðum samskiptum. Við skulum því láta allan rótarhátt og annan ótuktarskap hverfa úr eðlilegum samskiptum og leggja fremur áherslu á að koma vel fram við hvert annað, en ekki öfugt. Við ættum að vera viðmótskær á mannúðlegan og mildan máta.Það er enginn vandi fyrir hvaða ófullkominn einstakling sem er að velja að vera meinfýsin í viðhorfum sínum til annarra. Það krefst aftur á móti fyrirhafnar að koma sér upp jákvæðri lífssýn og velja að vilja fremur hvetja aðra, en að gera þeim lífið leitt með því að rægja þá eða meiða með öðrum hætti. Verumþví mannkær og hugfáguð og látum okkur þykja vænt um þannig lífsýn.
+++
Höf jrk VENJUR
Mörg okkar hafa alist upp við það frá blautu barns­beini að það skipti máli að rækta aðstæður sínar og athafnir m.a. í gegnum einhvers konar venjur eða sið­hætti. Við sem þannig viðhorfum höfum kynnst höfum iðu­lega þörf fyrir að viðhalda þeim hefðum og siðvenjum sem hafa skapast í sam­félags­­sálinni, á heimilum okkar og í samskiptum okkar við óviðkomandi. Ákveðin íhaldssemi varðandi venjur og siði er okkur flestum að skapi og við leggjum því töluvert upp úr því að viðhalda þeim sam­skipta­legu sjónarmiðum sem eru hefðbundin og fastmótuð. Auk þeirra siða og venja sem við viðhöldum og höfum kynnst í gegnum uppeldi okkar og lærdóm þá komum við okkur sjálf upp ýmsum eftirtektarverðum siðum og hefðum. Ekki síst þeim sem okkur þykja gagnlegar og sérstæðar vegna þess að þær gleðja okkur og gera okkur áhugasamari um lífið og tilveruna.Við erum flest hrifin að þeim sið­háttum sem eiga sér ákveðna forsögu og tengjast einhvers konar hefðum og venjum sem eiga sér t.d. líf í menningu og mannúð.Best er því að við leggjum áherslu á það að viðhalda þeim samfélagslegu hefðum sem eru rótgrónar og uppbyggilegar og hafa menningar- og mannlegt gildi.Ágætt er að viðhalda ekki siðum og vana sem eru í kjarna sínum og rót gallaðir og veikja því andlega vaxtar­mögu­leika okkar og tiltrú á gildi góðra hefða.Hyggilegt er hafna þeim háttum sem eru fordómafullir og öfugsnúnir m.a. sökum þess að þeir hafa úrelst og misst marks í tímans rás.Ákveðnar venjur sem viðgangast í samfélaginu þjóna einungis neisömum tilgangi. Einstaka hefðum fylgir t.d. óþarfa prjál og punt sem getur verið hvimleitt og var­huga­­­vert.Allur hefð­bundinn íburður sem veikir innri gildi tilveru okkar er ekki eftirsóknarvert að viðhalda sökum þess að hann gerir lítið gagn og eflir ekki manngildi okkar eða vilja til lífsins á jákæran og heilbrigðan hátt.Höfnum því þeim hefðum sem eru hégóm­legar og lítil­lækkandi en eflum þær venjur sem eru mannbætandi og jásamar og líklegar til þess að styrkja gott og göfugt mannlíf. Sá bragur sem gerir lítið úr mannlegri reisn og viðkemur lítilmótlegum staðreyndum á að hverfa úr sam­mann­­legum samskiptum vegna þess að hann upphefur okkur á óvitur­legum stöðum og viðheldur venju­legast hégómlegri og lágkúrlegri afstöðu til lífsins og tilverunnar. Hefðir eru af hinum góða svo fremur sem þær eru lyftistöng fyrir jákvæð mannleg markmið og styrkja fjölþættar framfarir. Venjur sem eru vísar og hafa menningarsögulegt gildi eru jákvæðar og mikilvægar. Það er lítið varið í þær venjur sem eru í eðli sínu neirænar og hvimleiðar vegna þess að þær þjóna ytri þáttum tilveru okkar en ekki þeim innri. Jákvæð hefð á rétt á sér ef hún er t.d.mannúð­leg og menn­ingarleg en ekki sú venja sem er m.a. menningar­lega snauð og vanvirðandi fyrir mannlegt eðli og andlega reisn.
+++

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home