Kaerleikshvetjandi blogg

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Höf.jrk GLÆSILEIKI
Óneitanlega leggjum við mismunandi mikið upp úr hvers kyns glæsimennsku og íburði. Við sem viljum taka okkur vel út og hafa aðstæður okkar sem glæsilegastar eyðum venjulegast miklum tíma í að skreyta bæði okkur sjálf og umhverfi okkar. Það er auðvitað allt í lagi svo fremur sem við vanrækjum ekki manngildi okkar og hugsanir. Það er eðlilegt að við höfum áhuga fyrir því að vera fín og vel til höfð en það er lítið í það varið ef það er á kostnað innri gilda og góðra og velviljaðra samskipti. Best er að það ríki ákveðið jafnvægi á milli innra og ytra lífs okkar. Hugsanir okkar skipta verulegu máli og ef þær skortir fágun og jákvæðan styrk veldur það okkur vandræðum og óþægindum.Ágætt er að við höldum okkur til og að við leggjum einhverja áherslu á að vera glæst og fögur en það má alls ekki vera á kostnað þeirra verðmæta sem ekki sjást en hafa þrátt fyrir það áhrif á líf okkar og tilveru.Ef að við veljum að halda okkur til og leggjum ákveðna vinnu í að vera fönguleg og fín líður okkur óneitanlega betur en ef við erum drusluleg og kæruleysis­lega klædd.Það virkar jafnframt vel á okkur að umhverfi okkar og aðstæður séu heilstæðar og skipulagðar. Það er niðurdrepandi að búa í óskipulagi og upplausn þar sem ríkir ljótleiki og sóðaskapur. Ákveðinn glæsibragur getur verið mikilvægur m.a. vegna þess að hann ýtir á jásaman hátt undir fegurða­rvitund okkar. Fari hann hins vegar út í öfgar og óhóf þá vinnur hann gegn velferð okkar og framgangi á marga vegu.Glæsileiki sem er styrktur af jálægum lífsviðhorfum auk þess að vera íhalds­samur og formfastur er ákjósanlegur því sá sem býr yfir honum er venjulega glæstur og smart án þess að það kosti viðkomandi óþarfa fé og fyrirhöfn. Hvers kyns innihalds­leysi og sýndarmennska veikja glæsileika okkar og sjarma. Skraut­girni og pjatt sem þjónar einungis skammsýnum sjónarmiðum og veraldlegum eða andlega hégóma er ekki til eftir­breytni og gefur hvorki aðstæðum okkar eða okkur sjálfum ferskara og ákjósanlegra yfirbragð.Glæsileiki getur jafnframt legið í góðum og álitlegum árangri í leik eða starfi ekkert síður en í þeim höfðingsskap sem liggur í því að nálgast aðra af velvild og hlýju. Öll samskipti ættu að mótast af einhverju leyti af myndarskap og upp­örvandi viðmiðum sem auðvelda okkur að takast á við okkar daglega líf. Það er fyrirmyndar sjónarmið í sam­skiptum að velja að vera alúðlegur og jákær.Það er glæsi­legt að vera uppör­vandi og meðvitaður um mikilvægi þess að gera öðrum lífið áhugavert og léttbært.Höfnum því þeim glæsileika sem er vanvirðandi og skammsýnn auk þess að vera hlaðin skrumi og óþarfa skrauti.Það er ákjósanlegra að við styrkjum fremur þann myndarskap sem er varfærin og velviljaður og virkar glæsilega vegna þess að hann er látlaus og fagur í eðli sínu og innri uppbyggingu.
+++
Höfund.Hallgerður Hádal "Hugarórar Hallgerður"

HVERNIG VERÐA SKAL SIÐBLINDUKÆR: STÚKU-LYFSEÐILL
HUGARÓRAR HALLGERÐAR HÁDAL
Vá. Það er ekkert eðlilegur fílingur í mér útaf nýja árinu. Það er sko á hreinu að ég ætla að breyta öllu í mínu og annarra lífi. Ég byrja á að planta mér í "súmóglímu" með það sama. Það má segja að ég sé eiginlega í stöðugri hættu hérna heima. Ég finn það svo innilega. Glætan.Gamla settið hérna heima er á kafi í áramóta­heitunum og ætlar að byrja á rosalegri megrun eftir miðnætti á gamlársdag. Ég verð sennilega að búa hjá afa á Grandanum á meðan. Ég læt ekki geðvonskuna í þessu sjúka lið böggast á mér á meðan mörin fýkur af þeim. Það verður hrikalega gaman að komast inní nýja árið. Raketturnar eru komnar í bílskúrinn og það má búast við að pabbi þurfi að skjóta upp fyrir alla götuna. Hann var í skátunum þegar hann var átta ára. Skammast ég mín eitthvað smá. Já. Ég meina sumir eiga bágt. Ég ætla breyta lífi mínu þannig á nýja árinu að ég má segja verði eins og ný. Það er svo geggjað dansnámskeið í gangi með vorinu í Japan. Ég fæ vetrahjálpina til redda Því dæmi fyrir mig, ef ég kemst ekki sparigrísinn hjá liðinu hérna. Ég þarf líka að komast á tónleika bæði í Englandi og Kína. Sénsinn. Eins og maður missi svona smotterí þó sumum gangi erfiðlega að opna fyrir túkallana. Vesen að gamli gaurinn skyldi finna nýja áramótaheitaplaggið mitt.Glætan.Ég meina þó maður búi til stundatöflu yfir markmið sín, þarf ekki allt að brjálast hérna heima. Það á að senda mig til geðlæknis af því að ég gerði stunda­töflu yfir hálsbólgur, höfuðverki, vöðvabólgur og ögn af roslegu kvefi fram til vorsins. Það sjá allir að ég get ekki verið í skólanum allan þennan tíma sem er eftir án þess að taugakerfið gefi sig sviplega.Sénsinn.Eins og þetta gengi fái frekjulega að stoppi fríin mín af. Það er ekkert eðlilegt hvernig þetta lið horfir á mig síðan plaggið fannst. Ég veit að það elskar mig enginn. Ég fer þó ekki í lífstykki og tel öðrum trú um að ég hafi grennst eins og pabbi gerir reglulega. Ég hringdi í afa útaf þessu með súmóglímuna og hann bauðst strax til að koma og þjálfa með mér. Ég meina pælið í því það á að bögga mann með öllu. Það er ógeðslegt að komast að því svona rétt þegar maður sér fram á nýtt ár að það á að lækka við mig vasapeninginn. Ég hef rétt marið það að láta þennan tíu þúsundkall duga á viku í vetur. Glætan. Ég get ekki búið með svona afbrigðilegu liði. Ég þroskast ábyggilega ekki rétt eða eitthvað. Ég meina við skulum bara athuga það að þegar ég ráðlagði Jóu vinkonu að láta liðið heima hjá henni ekki komast upp með að kvelja hana með kröfum um peningasparnað, þá gekk allt upp með það sama. Jóa bara grenjaði svo hátt að öll gatan var komin í málið. Ef liðið heima hjá henni átti að getað látið sjá sig útá götu oftar, þá varð það að hækka við hana gullið. Jóa er alsæl. Vasarnir hennar eru eins og gatasigti útaf nýja seðladæminu. Vonandi verð ég uppgötvuð snarlega.
+++
Höf jrk BREYTINGAR
Það segir sig sjálft, að við getum fæst komist hjá því að þurfa að takast á við einhvers konar breytingar á lífs­leiðinni.Við, sem erum fastheldin og íhaldssöm eigum mun erfiðara með umbreytingar og viðbrigði, en þau okkar sem hafa hentuga aðlögunarhæfni og sveigjanleika. Ger­breytingar geta t.d. verið með þeim hætti, að okkur vaxi þær í augum af eðlilegum ástæðum og þess vegna getum við orðið fráhverf þeim. Sammannleg samskipti eru breytileg og aðstæður okkar þurfa ekki að vera eins frá vöggu til grafar. Erfiðust eru þau stakkaskipti, sem eru óvænt og óútreiknanl­eg og tilkomin án þess að við beinlínis óskum þeirra.Best er,þegar við stöndum frammi fyrir þeim breyt­ingum sem eru óumflýjanlegar og erfiðar, að við gerum það að reglu að skoða af kostgæfni og varfærni það sem áætlað er að við förum í gegnum. Varkárni er af hinu góða og allur undirbúningur umpólanna krefst alltaf ein­hverrar fyrirhafnar og fórna. Þau hvörf sem tengjast tilfinninga­legum sársauka eru venjulegast örðugri en önnur stakka­skipti. Þegar við verðum t.d að brjóta upp daglegt líf okkar á allan hátt, þá eigum við oft á tíðum erfitt og líður illa. Við viljum fæst þannig breyt­ingar.Ágætt er, að við tökum ekki ótilneydd þátt í þeirri endurgerð sem felur í sér vanlíðan og ótta.Þær gerbreyt­ingar sem valda spennu og áhyggjum eru þess eðlis, að þær verður að skoða og undirbúa af kost­gæfni og samviskusemi. Við vitum, að sumar þróunarað­ferðir breytinga eru óþarf­lega flóknar og þær þarf því að íhuga vel og vandlega með tilliti til ummyndana og endur­mats. Við getum ekki ætlast til þess, að við komust hjá því að þurfa að fara í gegnum einhvers konar endurgerð af og til. Slíkar hvörf og misbrigði geta haft ákveðnar þroska­forsendur í för með sér, sérstaklega, ef við veljum að nýta stakka­skiptin sem slík.Á öllum aldurs­skeiðum verða ein­hver um­sköp og skipti í lífi okkar flestra. Best er, að skoða öll frávik frá því sem við þekkjum og höfum tök á, vel og viturlega.Við verðum síðan að vinna markvisst og ákveðið, á járænan og vitlægan hátt úr því þróunar­ferli sem er í gangi hverju sinni. Við, sem viljum vaxa sem manneskjur lítum ekki á um­myndanir og fram­rás sem galla, heldur sem þroskatæki­færi.Þess vegna leggjum við okkur fram við að vinna af raunsæi og skap­festu úr þeim. Við veljum líka að sigrast á þeim óþæg­indum sem geta fylgt tilbreytni og umsköpum. Við eigum ekki að breyta neinu í okkar daglega lífi einungis breyt­ing­­anna vegna.Ágætt er hins vegar, að við tökum jálægt og hyggilega á þeim um­skiptum sem eru óum­flýjan­leg.Við verðum að sætta okkur við og vinnum úr þeim breytingum sem lífið réttir að okkur. Hvers kyns hvörf eru líkleg til þess að setja svip sinn á hversdags­leika okkar og því er um að gera að vinna kænlega og járænt úr þeim,án þess að missa móðinn eða fyllast óþarfa vanlíðan og kvíða.
+++
Guð gefi þér góða nótt amen eða hvað var það nú aftur ju greinlega amen elsku hajrtað mitt .

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home