Kaerleikshvetjandi blogg

mánudagur, október 31, 2005

KveðjaI HEIMI EÐALBIRTU HIMNASYNARHNÍPIN SÝTIR FARINN VEG.ÞU FINNUR ÞO Í FRELSI ÞRAUTAFRIÐ LÍKARYLS FRA ANGRI.

MARGT I MINNINGAFLÓRUNNI ORNARÍ MÆTTI ÞESS ÆÐRA STYRKIR.Í NYJUM VÍDDUM VAKNAR SÁLINVERNDUÐ AF GUÐLEGUM ELDI.


Í SKJOLI HELGRAR HIMNADÝRÐARHVERGI ER SKUGGI AN VONAR.UMLUKT ENGLUM Í BLAMA BÆNAYLS BROSIR GLEÐIOFINN ANDINN.
HÖF. Jóna Rúna Kvaran

+++
HINSTA KVEÐJA

Að eilífðarósi
umvafin elsku
frjáls ert farin
ferðina löngu

Í englaveröld
andinn lúinn,
í föðurfaðmi
friðsæll hvílir.


Takk fyrir tímann
og tryggðarþelið,
Í mörgum mætum
minningum er lifa.
( Höf:Jóna Rúna Kvaran)

+++
Höf jrk ÁST
Sett á Bloggið vegna örfárra áskorann.
Við getum ekki neitað því, að ástin í ótal myndum á mikil ítök í öllum okkar samskiptum.Við elskum flest börnin okkar og maka og þá aðra,sem tengjast okkur nánum böndum. Hætt er við, að okkur þætti lítið í lífið varið, ef við hefðum ekki tækifæri til að kynnast þeirri ást, sem er persónu­leg og nálæg. Öll höfum við þörf fyrir að elska og vera elskuð á einlægan og viðfelldinn máta.Það er því mikil­vægt,að við eflum með okkur ástina til þeirra sem okkur eru kærir. Best er, að við látum ekkert tækifæri ónotað til að sýna okkar nánustu ástúð og kærleika. Skortur á elsku og vináttu gerir okkur fátæk sem mann­eskjur. Það er því áríðandi fyrir okkur, að þjálfa með okkur þær tilfinn­ingar, sem eru elskuríkar og nærandi fyrir okkur og þá sem eiga kost á athygli okkar og um­hyggju. Hvers kyns hugþokki og elskusemi örvar það góða í okkur og ýtir undir vilja okkar, til að göfga og hlú að því, sem er einlægt og heilbrigt í tilfinningalífi okkar og viðmóti.Við, sem erum óþarf­lega köld og fráhrindandi, verðum að gefa þeim tilfinn­ingum líf innra með okkur, sem eru uppbyggjandi og elsku­ríkar.Kærleiksvana lífssýn er aumkunarverð og fátæk­leg. Það er því viturlegt og spenn­andi, að örva vel og viturlega þær kærleikstilfinningar, sem við viljum sjá vaxa og dafna.Ágætt er,að við venjum okkur á að láta þá sem við unnum heyra og sjá, að við gerum það.Við sem,tjáum okkur af ólíkum tilefnum um ást okkar,gleðjum og örvum þá sem við elskum. Jákær hugþokki er áríðandi og hvetjandi. Hann gefur okkur öryggi og sjálfs­traust. Það er ekki nóg að láta verkin tala, við þurfum jafnframt að tala um tilfinningar okkar til hvers annars og láta það koma skýrt fram með orðum, athöfnum og snert­ingu, að við elskum þá sem okkur eru kærir. Ágætt er jafn­framt, að okkur sé vel við fólk yfirleitt og að við viljum að öllum líði sem best.Það munar um kærleiks­hvetj­andi lífsviðhorf, vegna þess að þau bæta sammannleg sam­skipti. Við,sem höfum vanið okkur á væntumþykju til annarra líður vel,vegna þess, að þeir ylstraumar kær­leika, sem við sendum frá okkur,koma til okkar aftur ósjálf­rátt í auknum kær­leika. Ástin er dýrmæt og sér­lega áríðandi sem andleg og tilfinninga­leg vaxtar og þroska for­senda, fyrir alla þá, sem þrá og vilja göfga og efla járænt innra og ytra líf sitt. Verum því óhrædd við að unna þeim sem okkur eru kærir, án þess að krefjast of mikils í nafni ástar­innar. Elskan á að vera hvetjandi og nærandi,en ekki neikær og fjötrandi.Já­kær ást er ham­ingju­­­­­örvandi,en eigingjörn ást er heftandi og neiræn. Það þarf að halda ástinni við, eins og öllum öðrum tilfinn­ingum sem eru jálægar og þroskandi.Örvum því ásthverf sjónarmið,en höfnum þeim samskiptum sem eru elsku­vana og köld.Án ástar og umhyggju er líf okkar fá­tækt og félags­­lega rýrt og örðugt.Ástin er því gulls ígildi.
JRK
+++
Höf Jona Runa FRJÁLSLYNDI
Það er óhætt að segja að við séu mismunandi umburðarlynd gagnvart mönnum og málefnum. Það er auðvitað mikið í það varið að við séum hleypidómalítil og frjálsleg í afstöðu okkar til þess sem við tökumst á við hverju sinni. Frjáls­lyndi er sá eiginleiki okkar kallaður, sem liggur m.a. í því að við skoðum, metum og skilgreinum það sem við kynnumst og verðum fyrir af víðsýni, skilningi og fordómaleysi. Miklir og erfiðir árekstra geta skapast í samskiptum okkar hvert við annað, ef við erum þröngsýn og fordómafull í hugsun og athöfnum. Auðvitað erum við ekki alltaf sammála um tilgang og nauðsyn þess sem við erum að kljást við hverju sinni, en það hlýtur þó að vera mikill og góður kostur að kunna að skoða af athygli og frjáls­leika sjónarmið annarra og reyna að umbera þau eftir atvikum. Við eigum ekki að vera of fljót að fella fyrirfram þröngsýna og miður frjáls­lynda dóma um það sem við stöndum frammi fyrir að vega og meta og mynda okkur skoðun á ef þannig vill til. Ákveðið hispursleysi í tjáskiptum er því af hinu góða, sökum þess m.a.,að það skapar oft forsendugrundvöll skilnings í samskiptum sem er heppilegur, ein­lægur og lítt fjötrandi. Sökum þess hve gjörn við getum verið á að fella dóma og slá ákveðnum lítt ígrunduðum skoðunum fram um menn og málefni, án þess að hafa þekkingu á viðkomandi,þá er ágætt regla að hafa það í huga, að við getum ekki metið réttlátlega það sem við höfum ekki þekkingu á og við sjáum ekki sýnilegan tilgang í, nema þá að hafa fyrir því að kynna okkur það kirfi­lega. Fordóma­full afstaða kemur nefnilega fremur fram hjá okkur gagnvart því sem við þekkjum ekki og við höfum haft lítil tækifæri til að nálgast og kynnast af sanngirni og umburðarlyndi. Hún kemur síður fram í því sem okkur er hugleikið og við höfum af eigin raun kynnst þokkaleg vel. Við getum auðvitað ekki tekið afstöðu til manna og málefna, nema við höfum lagt okkur eftir því að kynna okkur hvernig málum annarra er í raun háttað. Við lifum í heimi sem er margbreytilega skreyttur t.d.mannverum, sem eiga sér ólíka forsögu og menningu og eiga jafnvel fátt sameigin­legt annað en það að vera menn. Við getum ekki nálgast viðhorf og verk annarra af sanngirni, nema að við séum hleypidómalaus og meðvituð um mögulegt mikilvægi þess sem við höfum ekki reynt sjálf.Það er því mikill ljóður á samskiptum okkar hvert við annað, þegar við venjum okkur á að taka neikvæða afstöðu fyrir­fram gagnvart því sem við getu ekki skil­greint í við­horfum anna,rra, nema þá með því að kynnast því af eigin raun. Best er því, að við séum hleypidóma­laus þegar við tökumst á við þann veruleika sem öðrum eru kær, en okkur ókunnugur. Það er því ágætt að við venjum okkur á að nálgast menn og mál­efni af for­dómaleysi í stað þess að vera öðrum örðug án skiljanlegs tilgangs.
JRK
+++
kossar, Amen. Þvilikt losæti. Eg trui ekki minum eigin augum vá má eg fá meira amen eða hvað segir maður aftur æ jú maður segir eg gæti etið þig og amen á eftir eða þannig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home