Höf jrk
BÖRNIN OKKAR
Það er nú einhvern veginn þannig þegar verið er að fjalla um börn að umræðan takmarkast við þau börn sem ná að fæðast. Börnin sem eru mitt á meðal okkar og við getum notið samvista við. Fáir leiða hugann að þeim börnum sem aldrei sjá dagsins ljós og kannski af því að lífi þeirra hefur verið eytt strax í móðurkviði. Þetta eru mannslífin sem hverfa nánast sporlaus af yfirborði jarðar og fylgir brottför þeirra enginn hátíðleiki og útfararræða. Þetta eru börnin sem láta lífið í skurðstofum landsins vegna t. d. félagslegar aðstæðna. Hver spyr um þessi börn. Hvers eiga þau að gjalda. Þessi ófæddu börn eiga sinn rétt og hver gætir hans, hvarlar kannski að einhverjum. Kannski ég og þú eða kannski ekki neinn? Sem betur fer er til félagsskapur sem heitir lífsvon og er einungis hugsaður og stofnaður til að gæta réttar ófæddra, barna sem meiningin er hugsanlega að nema á burt með fóstureyðingu að þeim forspurðum nátturlega, því enginn spyr fóstur hvort það vilji lifa og væntanlega njóta alls þess sem lífið hefur að gefa því.Í fróðlegu viðtali í útvarpinu fyrir áratug við Huldu Jensdóttur ljósmóður kom fram sá skelfilegi sannleikur að lauslega áætlað voru þá framkvæmdar 687 fóstureyðingar það ár og þar af 95 prósent af svokölluðum félagslegum ástæðum, hverjar sem þær nú eru í sumum tilvikum. Hulda upplýsti þá einnig að stór hópur sem fóstureyðingar framkvæmdu væru nemar í framhaldsskólum landsins. Ef ég man rétt voru um það bil 3 til 4 prósent vegna veikinda ýmis konar, ótrúlegt en satt. Hulda var spurð ýmissa frábærra spurninga og þar á meðal hvort ekki væri réttara, að þessi varnarlausu börn fengju frekar að lifa og þá alast upp hjá fósturforeldrum sem ekki gætu sjálf átt börn, en væru tilbúnir að leggja allt í sölurnar fyrir þessi. Eins var hún spurð hvort ekki væri viturlegra að gefa þessum börnum líf í stað þess að flytja kannski inn þeldökk börn sem yrðu fyrir landlægum kynþáttafordómum þeirra sem fyrir væru í landinu. Hulda var þessu fyllilega sammála og ekki furða. Spyrilinn hélt áfram og fór að velta því fyrir sér, hvort nægilega væri gætt að sálarheill þeirra stúlkna sem svo ólánsamar væru að þurfa að fara í gegnum þessa þungbæru reynslu að láta framkvæma á sér fóstureyðingu. Hulda benti á í framhaldi af þessar spurningu að ekki væru sambærileg eftirköst af því fyrir konur til dæmis að gefa barnið sitt eða að láta hreinlega eyða því. Hún sagði að algengt væri að þessar konur sem færu í fóstureyðingu lentu oft í alvarlegum andlegum erfiðleikum síðar á ævinni. Aftur á móti benti hún á að konur sem gæfu börnin sín vegna ýmiskonar félagslegra erfiðleika vissu þá að barnið ætti framtíð fyrir sér og gæti hugsanlega nýtt sér velvilja fósturforeldra og sú hugsun væri visslega léttbærari þrátt fyrir allt. Ekki er vafi á því að Hulda Jensdóttir, með stuðningi sínum við þessi réttlausu og varnalitlu börn, hefur unnið frábærlega göfugt starf og "Lífsvon" félagsskapurinn sem hún stofnaði, og er væntanlega enn við lýði, er mjög athyglisverður og þarfur félagskapur og væri óskandi að sem flestir styddu þetta þarfa framtak af alefli. En frá ófæddum að fæddum og þá þeim börnum sem við ætlum að gera svo mikið með í sumar. Brátt líður að því að skólunum fer að ljúka, einum af öðrum og langur og þægilegur vetur senn að baki. Það er yndislegt að sjá gleði og tilhlökkun skína út úr hverju barnsandlitinu á fætur öðru. Kannski er hægt að fara upp í sveit, og jafnvel ennþá lengra ef buddan leyfir. En ef til vill er bara gott að vera heima og skemmta sér við eitt og annað sem til fellur eins og gengur. Börn eru yndisleg og full af lífsgleði flest sem betur fer. Þegar litið er til baka í eigin æsku man maður eftir öllum góðu leikjunum eins og brennibolta, snú snú og teygjutvist. Þegar hugurinn hvarflar með þessum hætti finnst manni eitt augnablik maður vera orðin barn að nýju og vera á leið í langan göngutúr eftir hitaveitustokknum upp í Öskjuhlíð með nesti og bros á vör einungis vegna tilhlökkunar ef vera kynni nú að einhver ævintýri biðu manns við stóru vatnsgeymana í Öskjuhlíðinni. Vafalaust fara börn nútímans ekki í sína göngutúra með heita mjólk á gamalli tómatflösku eða rúgbrauð með smjörlíki á en eitthvað þó. Það hefur oft hvarlað að mér hvort börn dagsins í dag séu eins hamingjusöm með prinspólóið sitt og gosflöskuna óviss um að einhver yrði nú heima, þegar ferðinni væri lokið. Sannleikurinn er nefnilega sá, að þegar viðgengust ekki tímar lyklabarna og flestir ytri hlutir af skornum skammti voru þó á þessu landi virkilega hamingjusöm og nánast streitulaus börn sem áttu alltaf einhvern vísan heima, þótt fátæk væru.
Ykkar JRK
+++
Höf:JRK JÓNA RÚNA Á MANNLEGUM NÓTUM
AMN27796.175 GRÁTUR
það er margt í okkar daglega lífi sem við upplifum og þurfum að takast á við sem er örðugt og veldur okkur vonbrigðum og kvíða.Slíkt ástand getur valdið því að við flóum í tárum. Við ættum ekki að skammast okkar fyrir það að vatna músum þegar þannig sentur á. Það er mjög eðlilegt og heilbrigt að losa um tárapokana af og til og ekki síst ef við höfum til þess alvarleg tilefni. Það er léttir að geta grátið af ákveðnum ástæðum og yfir höfuð getur það skipt töluverðu máli fyrir vellíðan okkar og hamingju að gráta þegar við höfum beinlínis þörf fyrir viðlíka útrás. Það er fráleitt að halda aftur að sér á þessum vettvangi ef innra líf okkar og líðan segir að þörfin sé orðin mikil.Best er að sættast á það að við erum þannig byggð andlega að hvort sem er á stundum sigra eða ósigra geta tárapokar okkar farið af stað. Ótti við það að brynna músum af innri þörf er afleitur því það er varhugavert að fjötra og bæla tilfinningar sínar og þörf fyrir létti og útrás með ómannúðlegum aðferðum. Ágætt er að hafa í huga að það sem okkur er eðlilegt og gerir engum mein er eðlilegt að gefa líf svo fremur sem við höfum þörf fyrir það og getum ekki án þess verið.Grátur er því eitt af því sem manninum er eðlilegt að láta eftir sér og enginn ætti að fyrirvara sig fyrir slíka útrás séu hún einlæg og tilkomin af ástæðu og innri þörf. Hvers kyns missir og hafnanir geta valdi því að við erum með grátstafina í kverkunum.Það er ekkert fengið við það sjónarmið okkar margra að það að gráta sé veikleikamerki og vísbending um roluskap og óþarfa viðkvæmni. Grátur segir ekkert til um það hvort við erum viðkvæm eða sterk. Útgrátin einstaklingur getur verið hetja við flestar aðstæður en hefur jafnt sem áður þörf fyrir það að láta eftir sér að vatna músum af tilefnum. Hyggilegt er að bæla ekki og hefta þær tilfinningalegu flóðgáttir sem þurfa að fá að hreyfast í innra lífi okkar ótruflaðar af fordómum og fyrirfram ákvörðuðum sjónarmiðum. Allt líf er á hreyfingu og þar er innra líf okkar engin undantekning. Ef að við erum óþarflega fjötruð af áliti annarra á því hvernig við bregðumst við á stundum sigra eða ósigra þá erum við að vinna gegn því sem okkur er hollt og nauðsynlegt. Við ættum því að gráta eins oft og við hreinlega höfum þörf fyrir það og á meðan við finnum að það léttir á áhyggjum okkar og harmi við þannig útrás. Höfnum þeim sjónarmiðum sem ýta undir tilhneigingu til að fela það sem við þurfum á að halda en þorum ekki að gefa líf nálægt öðrum. Grátum ef við höfum þörf fyrir það án eftirtrega eða skömmustutilfinningar en látum þann klökkva missa sín sem er ósannur og þvingar aðra til þess að vorkenna okkur á vitlausum stöðum. Höfnum jafnframt þeim klökkva sem er notaður eins og stjórntæki á aðra því hann er siðlaus og neilægur auk þess að vera vansæmandi.
+++
HÖF.JRK JÓNA RÚNA Á MANNLEGUM NÓTUM
MANNGÆSKA ÁMN23494.N6o
Eins og við vitum er eðli okkar mannanna mismunandi og eitt af því sem prýðir einstaka mann er manngæska. Það er vitanlega enginn vandi að vera slæmur, en það getur verið þó nokkuð flókið og fyrirhafnarmikið að vera góðgjarn. Hjartagæska kemur meðal annars fram í því að vilja öðrum vel, við allar aðstæður. Gæska í öllum myndum telst uppbyggilegur andlegur aflvaki, sem ætti að efla öll jákvæð og heilbrigð samskipti. Það er mikilvægt að vera öðrum góður og ekkert launungamál, að við sem þannig erum innstillt andlega, finnum fyrir vellíðan og friði í samskiptum við aðra. Líknarlundin telst nefnilega mannkær og óeigingjörn atferlisstefna sem finnur venjulega sinn vitjunartíma, okkur og öðrum til blessunar. Veglyndi getur verið margs konar, en telst þó fyrst og fremst tengjast kærleikshvetjandi lífsviðhorfum. Við verðum sem betur fer flest til þess fyrr eða síðar, að rækta sjálf upp í innra lífi okkar og hlú að þeim eðlisþáttum sem okkur þykja eftirsóknarverðir til ráðstöfunar. Góðsemi verður ekki til fyrir tilviljun eða af sjálfum sér.Það þarf nefnilega að rækta hana og efla eins og annað. Hún fær þó sennilega frekar líf í hugskoti okkar og athöfnum, ef við skiljum mögulegan tilgang hennar og teljum hana eftirsóknarverðan aflvaka og mikilvægan í samskiptum. Það verður enginn veraldlega ríkur af því einu, að ausa aðra kærleika, en viðkomandi eignast þess í stað hugþýðan og hamingjuríkan innri auð, sem hvorki ryð né mölur fær grandað. Rétt er ef við erum ósátt við aðra, að reyna eftir megni að hugsa fremur jákvætt en neikvætt til viðkomandi. Það er rétt að milda vísvitandi neikvæða afstöðu okkar til þeirra, sem við eigum í erjum við og þá helst með heppilegu góðgjörnu hugarþeli. Ástúð getur aldrei misst marks, þó skilyrði einstaka fólks til að meðtaka hana séu óviðunandi. Það, að verða mannkær, hlýtur að vera eftirsóknarvert keppikefli fyrir þá, sem vilja efla gæskuna í sjálfum sér og öðrum. Við vitum það að það er engin vandi að vera góður við þann sem er elskulegur og viðmótsþýður. Aftur á móti þarf heilbrigða andlega lífssýn til að sætta sig við og hlú að þeim sem eru óbilgjarnir og neikvæðir. Göfgi og manngæska ættu því að auka líkur á fullkomnari samskiptum, enda ýtir þannig afstaða okkar sjálfra undir það besta sem innra með okkur býr. Við skulum fremur byggja upp og rækta hyggilega það andlega atferli í samskiptum, sem er gæskuríkt og göfugt, en það sem tengist andlegum nöturleika og annarri álíka innri ógerð. Manngæskan tengist heillandi og hamingjuhvetjandi lífsstíl. Hún eflir okkur sem góðar manneskjur og þess vegna er þess virði að rækta hana upp í innra lífi okkar, sé hún af skornum sammti. Það er örugglega mikilvægt að verða mannkær og verða þess megnugur að ylja öðrum og þurfandi, af mannúðlegri mýkt og andlegri reisn.
+++
BÖRNIN OKKAR
Það er nú einhvern veginn þannig þegar verið er að fjalla um börn að umræðan takmarkast við þau börn sem ná að fæðast. Börnin sem eru mitt á meðal okkar og við getum notið samvista við. Fáir leiða hugann að þeim börnum sem aldrei sjá dagsins ljós og kannski af því að lífi þeirra hefur verið eytt strax í móðurkviði. Þetta eru mannslífin sem hverfa nánast sporlaus af yfirborði jarðar og fylgir brottför þeirra enginn hátíðleiki og útfararræða. Þetta eru börnin sem láta lífið í skurðstofum landsins vegna t. d. félagslegar aðstæðna. Hver spyr um þessi börn. Hvers eiga þau að gjalda. Þessi ófæddu börn eiga sinn rétt og hver gætir hans, hvarlar kannski að einhverjum. Kannski ég og þú eða kannski ekki neinn? Sem betur fer er til félagsskapur sem heitir lífsvon og er einungis hugsaður og stofnaður til að gæta réttar ófæddra, barna sem meiningin er hugsanlega að nema á burt með fóstureyðingu að þeim forspurðum nátturlega, því enginn spyr fóstur hvort það vilji lifa og væntanlega njóta alls þess sem lífið hefur að gefa því.Í fróðlegu viðtali í útvarpinu fyrir áratug við Huldu Jensdóttur ljósmóður kom fram sá skelfilegi sannleikur að lauslega áætlað voru þá framkvæmdar 687 fóstureyðingar það ár og þar af 95 prósent af svokölluðum félagslegum ástæðum, hverjar sem þær nú eru í sumum tilvikum. Hulda upplýsti þá einnig að stór hópur sem fóstureyðingar framkvæmdu væru nemar í framhaldsskólum landsins. Ef ég man rétt voru um það bil 3 til 4 prósent vegna veikinda ýmis konar, ótrúlegt en satt. Hulda var spurð ýmissa frábærra spurninga og þar á meðal hvort ekki væri réttara, að þessi varnarlausu börn fengju frekar að lifa og þá alast upp hjá fósturforeldrum sem ekki gætu sjálf átt börn, en væru tilbúnir að leggja allt í sölurnar fyrir þessi. Eins var hún spurð hvort ekki væri viturlegra að gefa þessum börnum líf í stað þess að flytja kannski inn þeldökk börn sem yrðu fyrir landlægum kynþáttafordómum þeirra sem fyrir væru í landinu. Hulda var þessu fyllilega sammála og ekki furða. Spyrilinn hélt áfram og fór að velta því fyrir sér, hvort nægilega væri gætt að sálarheill þeirra stúlkna sem svo ólánsamar væru að þurfa að fara í gegnum þessa þungbæru reynslu að láta framkvæma á sér fóstureyðingu. Hulda benti á í framhaldi af þessar spurningu að ekki væru sambærileg eftirköst af því fyrir konur til dæmis að gefa barnið sitt eða að láta hreinlega eyða því. Hún sagði að algengt væri að þessar konur sem færu í fóstureyðingu lentu oft í alvarlegum andlegum erfiðleikum síðar á ævinni. Aftur á móti benti hún á að konur sem gæfu börnin sín vegna ýmiskonar félagslegra erfiðleika vissu þá að barnið ætti framtíð fyrir sér og gæti hugsanlega nýtt sér velvilja fósturforeldra og sú hugsun væri visslega léttbærari þrátt fyrir allt. Ekki er vafi á því að Hulda Jensdóttir, með stuðningi sínum við þessi réttlausu og varnalitlu börn, hefur unnið frábærlega göfugt starf og "Lífsvon" félagsskapurinn sem hún stofnaði, og er væntanlega enn við lýði, er mjög athyglisverður og þarfur félagskapur og væri óskandi að sem flestir styddu þetta þarfa framtak af alefli. En frá ófæddum að fæddum og þá þeim börnum sem við ætlum að gera svo mikið með í sumar. Brátt líður að því að skólunum fer að ljúka, einum af öðrum og langur og þægilegur vetur senn að baki. Það er yndislegt að sjá gleði og tilhlökkun skína út úr hverju barnsandlitinu á fætur öðru. Kannski er hægt að fara upp í sveit, og jafnvel ennþá lengra ef buddan leyfir. En ef til vill er bara gott að vera heima og skemmta sér við eitt og annað sem til fellur eins og gengur. Börn eru yndisleg og full af lífsgleði flest sem betur fer. Þegar litið er til baka í eigin æsku man maður eftir öllum góðu leikjunum eins og brennibolta, snú snú og teygjutvist. Þegar hugurinn hvarflar með þessum hætti finnst manni eitt augnablik maður vera orðin barn að nýju og vera á leið í langan göngutúr eftir hitaveitustokknum upp í Öskjuhlíð með nesti og bros á vör einungis vegna tilhlökkunar ef vera kynni nú að einhver ævintýri biðu manns við stóru vatnsgeymana í Öskjuhlíðinni. Vafalaust fara börn nútímans ekki í sína göngutúra með heita mjólk á gamalli tómatflösku eða rúgbrauð með smjörlíki á en eitthvað þó. Það hefur oft hvarlað að mér hvort börn dagsins í dag séu eins hamingjusöm með prinspólóið sitt og gosflöskuna óviss um að einhver yrði nú heima, þegar ferðinni væri lokið. Sannleikurinn er nefnilega sá, að þegar viðgengust ekki tímar lyklabarna og flestir ytri hlutir af skornum skammti voru þó á þessu landi virkilega hamingjusöm og nánast streitulaus börn sem áttu alltaf einhvern vísan heima, þótt fátæk væru.
Ykkar JRK
+++
Höf:JRK JÓNA RÚNA Á MANNLEGUM NÓTUM
AMN27796.175 GRÁTUR
það er margt í okkar daglega lífi sem við upplifum og þurfum að takast á við sem er örðugt og veldur okkur vonbrigðum og kvíða.Slíkt ástand getur valdið því að við flóum í tárum. Við ættum ekki að skammast okkar fyrir það að vatna músum þegar þannig sentur á. Það er mjög eðlilegt og heilbrigt að losa um tárapokana af og til og ekki síst ef við höfum til þess alvarleg tilefni. Það er léttir að geta grátið af ákveðnum ástæðum og yfir höfuð getur það skipt töluverðu máli fyrir vellíðan okkar og hamingju að gráta þegar við höfum beinlínis þörf fyrir viðlíka útrás. Það er fráleitt að halda aftur að sér á þessum vettvangi ef innra líf okkar og líðan segir að þörfin sé orðin mikil.Best er að sættast á það að við erum þannig byggð andlega að hvort sem er á stundum sigra eða ósigra geta tárapokar okkar farið af stað. Ótti við það að brynna músum af innri þörf er afleitur því það er varhugavert að fjötra og bæla tilfinningar sínar og þörf fyrir létti og útrás með ómannúðlegum aðferðum. Ágætt er að hafa í huga að það sem okkur er eðlilegt og gerir engum mein er eðlilegt að gefa líf svo fremur sem við höfum þörf fyrir það og getum ekki án þess verið.Grátur er því eitt af því sem manninum er eðlilegt að láta eftir sér og enginn ætti að fyrirvara sig fyrir slíka útrás séu hún einlæg og tilkomin af ástæðu og innri þörf. Hvers kyns missir og hafnanir geta valdi því að við erum með grátstafina í kverkunum.Það er ekkert fengið við það sjónarmið okkar margra að það að gráta sé veikleikamerki og vísbending um roluskap og óþarfa viðkvæmni. Grátur segir ekkert til um það hvort við erum viðkvæm eða sterk. Útgrátin einstaklingur getur verið hetja við flestar aðstæður en hefur jafnt sem áður þörf fyrir það að láta eftir sér að vatna músum af tilefnum. Hyggilegt er að bæla ekki og hefta þær tilfinningalegu flóðgáttir sem þurfa að fá að hreyfast í innra lífi okkar ótruflaðar af fordómum og fyrirfram ákvörðuðum sjónarmiðum. Allt líf er á hreyfingu og þar er innra líf okkar engin undantekning. Ef að við erum óþarflega fjötruð af áliti annarra á því hvernig við bregðumst við á stundum sigra eða ósigra þá erum við að vinna gegn því sem okkur er hollt og nauðsynlegt. Við ættum því að gráta eins oft og við hreinlega höfum þörf fyrir það og á meðan við finnum að það léttir á áhyggjum okkar og harmi við þannig útrás. Höfnum þeim sjónarmiðum sem ýta undir tilhneigingu til að fela það sem við þurfum á að halda en þorum ekki að gefa líf nálægt öðrum. Grátum ef við höfum þörf fyrir það án eftirtrega eða skömmustutilfinningar en látum þann klökkva missa sín sem er ósannur og þvingar aðra til þess að vorkenna okkur á vitlausum stöðum. Höfnum jafnframt þeim klökkva sem er notaður eins og stjórntæki á aðra því hann er siðlaus og neilægur auk þess að vera vansæmandi.
+++
HÖF.JRK JÓNA RÚNA Á MANNLEGUM NÓTUM
MANNGÆSKA ÁMN23494.N6o
Eins og við vitum er eðli okkar mannanna mismunandi og eitt af því sem prýðir einstaka mann er manngæska. Það er vitanlega enginn vandi að vera slæmur, en það getur verið þó nokkuð flókið og fyrirhafnarmikið að vera góðgjarn. Hjartagæska kemur meðal annars fram í því að vilja öðrum vel, við allar aðstæður. Gæska í öllum myndum telst uppbyggilegur andlegur aflvaki, sem ætti að efla öll jákvæð og heilbrigð samskipti. Það er mikilvægt að vera öðrum góður og ekkert launungamál, að við sem þannig erum innstillt andlega, finnum fyrir vellíðan og friði í samskiptum við aðra. Líknarlundin telst nefnilega mannkær og óeigingjörn atferlisstefna sem finnur venjulega sinn vitjunartíma, okkur og öðrum til blessunar. Veglyndi getur verið margs konar, en telst þó fyrst og fremst tengjast kærleikshvetjandi lífsviðhorfum. Við verðum sem betur fer flest til þess fyrr eða síðar, að rækta sjálf upp í innra lífi okkar og hlú að þeim eðlisþáttum sem okkur þykja eftirsóknarverðir til ráðstöfunar. Góðsemi verður ekki til fyrir tilviljun eða af sjálfum sér.Það þarf nefnilega að rækta hana og efla eins og annað. Hún fær þó sennilega frekar líf í hugskoti okkar og athöfnum, ef við skiljum mögulegan tilgang hennar og teljum hana eftirsóknarverðan aflvaka og mikilvægan í samskiptum. Það verður enginn veraldlega ríkur af því einu, að ausa aðra kærleika, en viðkomandi eignast þess í stað hugþýðan og hamingjuríkan innri auð, sem hvorki ryð né mölur fær grandað. Rétt er ef við erum ósátt við aðra, að reyna eftir megni að hugsa fremur jákvætt en neikvætt til viðkomandi. Það er rétt að milda vísvitandi neikvæða afstöðu okkar til þeirra, sem við eigum í erjum við og þá helst með heppilegu góðgjörnu hugarþeli. Ástúð getur aldrei misst marks, þó skilyrði einstaka fólks til að meðtaka hana séu óviðunandi. Það, að verða mannkær, hlýtur að vera eftirsóknarvert keppikefli fyrir þá, sem vilja efla gæskuna í sjálfum sér og öðrum. Við vitum það að það er engin vandi að vera góður við þann sem er elskulegur og viðmótsþýður. Aftur á móti þarf heilbrigða andlega lífssýn til að sætta sig við og hlú að þeim sem eru óbilgjarnir og neikvæðir. Göfgi og manngæska ættu því að auka líkur á fullkomnari samskiptum, enda ýtir þannig afstaða okkar sjálfra undir það besta sem innra með okkur býr. Við skulum fremur byggja upp og rækta hyggilega það andlega atferli í samskiptum, sem er gæskuríkt og göfugt, en það sem tengist andlegum nöturleika og annarri álíka innri ógerð. Manngæskan tengist heillandi og hamingjuhvetjandi lífsstíl. Hún eflir okkur sem góðar manneskjur og þess vegna er þess virði að rækta hana upp í innra lífi okkar, sé hún af skornum sammti. Það er örugglega mikilvægt að verða mannkær og verða þess megnugur að ylja öðrum og þurfandi, af mannúðlegri mýkt og andlegri reisn.
+++
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home