Kaerleikshvetjandi blogg

þriðjudagur, október 25, 2005

Höfundur:Jona Runa kv.
Ráðríki foreldris

Kæra Jóna Rúna!
Þakka þér innilega fyrir þáttinn þinn á Aðalstöðinni
og varð eiginlega til að ég ákvað að skrifa þér. Ég
skrifaði reyndar móður minni bréf líka og barnabarni
því þar eru hlutir að gerast sem mér falla ekki. Þetta
barnabarn mitt er unglingur, sem hefur töluvert skap
og er reyndar uppá kannt við eitt barna minna sem marg
oft hefur reynst að friðmælast, en ekkert gengið. Af
þessum ástæðum ákvað ég að reyna að tala á milli
þeirra, ef vera kynni að það auðveldaði leið að
sáttum. Hitt bréfið skrifaði ég aldraðri móður minni, sem því
miður hefur ekki alltaf haft lag á að halda friðinn.
Ég held að ég hafi eins og ég sagði áðan vegna áhrifa
frá þér ákveðið þetta, eftir að ég hlustaði á þáttinn
þinn. Móðir mín hefur sýnt mér óvinskap og reyndar
líka öllum systkinum mínum líka. Það hefur verið undir
hælinn lagt hvernig hún hefur tekið okkur í gegnum
tíðina. Við erum öll fólk, sem er löngu komið yfir
miðjan aldur samt reynir hún enn að siðar okkur til,
og gerir okkur nánast ókleift að umgangast sig meðendalausum aðfinnslum og segir okkur jafnframt til, ef
henni sýnist svo. Þetta hefur gert það að verkum að
systkini mín forðast hana frekar en hitt. Eftir að ég varð ekkja fyrir ekki löngu hefur samband okkar versnað að mun og hún á flestan hátt orðið mun
leiðinlegri við mig. Ef satt skal segja, hef ég alltaf
reynt að þóknast henni og hafa áhrif á að systkini mín
reyndu að umbera hana. Hún á vitanlega marga ágæta
kosti og er jú móðir okkar. Eftir að breytingar urðu í
mínu lífi við fráfall eiginmannsins er ég í sárum og
get miklu ver en áður sætt mig við þetta virðingar­leysi hennar og ónærgætni okkur við börn sín, sem erum
þó besta fólk. Hún ól okkur upp að mestu ein og ég hafði alltaf mikla
ábyrgðarkennd gagnvart henni, þó hún ræddi oft
niðrandi um föðurfólk mitt. Til skýringar, ef það
hefur eitthvert gildi var hún sjálf umkomulaust barn.
Við systkinin áttum þrátt fyrir þetta sem áður er sagt
góð uppvaxtarár og hjónaband mitt var líka gott þó
erfið væru árin stundum. Eftir ástvinamissi er maður eitthvað svo viðkvæmur og
þarf á vinum að halda, en það er eins og þeir hverfi
frá við þessar breytingar og maður sjálfur er eitthvað
svo ónýtur við að hafa samband sjálfur. Hefur sig bara
einhvern vegin ekki í það. Vonandi kemur ekki að sök,þó bréfið sé frekar sundurlaust, en málið er bara að
mig langar svo að reyna að fá aukin skilning á þessu,
sem veldur mér hugarangri, ef hægt væri. ég væri
þakklát fyrir þínar ábendingar. Kæra Jóna ég óska þér
alls hins besta og óska þér gæfu líka.

Kæra Kona.
Mikið var yndislegt að fá þetta fallega
skrifaða og skynsamlega bréf frá þér og hvatningu þá
sem kemur fram í áhuga þínum á þáttunum mínum í
útvarpinu. Umfjöllunarefnið áhugavert og því miður
alltof algengt að ofríki annars foreldris sé okkur
börnunum fjötur um fót, þó furðulegt megi virðast. Við
reynum elskuleg að skoða þetta viðkvæma ástand eftir
atvikum, með innsæi mínu og kannski skoða ég lítillega
skriftina og táknin sem í henni, sem stundum eru
nokkuð upplýsandi, þá verður að viðurkennast, að
innsæi mitt er öllu nákvæmara.

Ábyrgðarfull æska
Það er því miður oft svo á uppvaxtarárum okkar, að þær
undarlegu aðstæður skapast, að börnin ganga hreinlega
foreldrum sínum í foreldris stað og af þeim ástæðum
geta ekki fyllilega notið æsku sinnar. Þegar við
börnin höfum tilfinningu þess, að við þurfum að passa
mömmu og vernda um og of er veruleg hætta á einhvers
konar misþroska, sem verulega erfitt getur reynst að
laga, nema þá kannski seint og síðar meir. Uppeldi móður þinnar kæra kona var tilfinningalega brenglað, vegna þess að hún naut ekki þess kærleika og
umhyggju sem öllum börnum er nauðsynlegt að upplifa og
skynja í æsku. Þegar svo hún eignast ykkur og lendir
svo í þeirri aðstöðu að þurfa að bera ábyrgð á ykkur
ein eftir viðskilnað við föður þinn er hætt við að
hana hafi skort þá mýkt sem til þurfti. Hún hafði
sjálf farið varhluta af slíkri einstaklings umhyggju í
sínu umkomuleysi í uppvextinum. Þannig uppeldi
byggist fyrst og fremst upp á því, að lifa erfiðar
aðstæður af án tilfinningalegrar útrásar. Þannig hefur hún sennilega herst um og of í vilja, þannig að hann hefur verið hennar aðall og rekið hana
áfram á erfiðleikaaugnablikum þannig, að hún hefur
ekki látið ástandið grípa sig tilfinningalega, heldur
bitið á jaxlinn eins og hún hefur sennilega orðið
nokkuð lagin við í uppvextinum og af þeim ástæðum
lifað af tiltölulega sterk uppvaxtarár ykkar.

Viðurkenning ekki nauðsynleg
Þarna kemur hennar ábyrg á sjálfri sér henni í koll
gagnvart ykkur í æsku, vegna þess að hennar sjónarmið
hefur verið fremur að láta ykkur ekki skorta föt, mat
eða húsaskjól.Þetta skynjar þú sem hörku, sem þú strax
sem barn reynir að milda með því, að leggja þig eftir
að þóknast henni í¢ámeðvitaðri von um einhvers konartilfinningalega viðurkenningu, sem er ofur eðlilegt. Hitt er öllu raunarlegra að slíkt skuli halda áfram að
gerast, þó þú sért löngu fullorðin kona. Þú ert en
litla stúlkan sem er að reyna að mýkja mömmu sína upp
með því að horfa alfarið framhjá augljósum göllum
hennar. Þetta þýðir að ef ekki verður breyting á
verður þinn persónuleiki undir hennar ofan á og hvorug
verður betri manneskja af. Hún breytist ekki úr þessu og þú ert löngu vaxin upp úr þeim þörfum sem áður voru nauðsynlegar, svo sem ást
hennar og viðurkenning. Þú er mun færari um að sjá
sjálf hvar hentugast er fyrir þig að hvetja sjálfa þig
og veita eigin persónu bæði ást og umhyggju.

Fórnarlambs og friðarhlutverk
Þegar við íhugum þá tilhneigingu þína til að stilla
alls staðar til friðar meðal þinna nánustu, þá er ég
ansi hrædd um að það séu leifar frá brengluðu
samskiptamynstri uppvaxtarins, þar sem þú varst
friðarsinninn inn á heimilinu og langduglegust við að
auðvelda mömmu þinni að fá útrás fyrir eitt og annað
sem hrjáði hana, án þess að láta það hvarfla að þér, að
það var ekki í verkahrings barns að koma í veg fyrir
augljósa hegðunarörðuleika mömmu sinnar, heldur hennar
að reyna sjálfri að vinna sig frá þeim hefði henni
fundist nokkuð athugavert við neikvæða framkomu sína. Það sama er að gerast og endurtaka sig í formi þess, að í dag ert þú að gera óhentugar tilraunir til að
breyta skaphöfn unglings sem er í fýlu og á að vera
það þangað til að viðkomandi ákveður eitthvað annað.
Unglingur slær á móti góðum vilja barnsins þíns til
sátta og er reyndar í fullum rétti til þess, þá¢ég sé
eins viss eins og þú að viðkomandi er ekkert sáttur
við ástandi eins og það er, ef betur er að gáð. Sannleikur er sá elskuleg að við breytum ekki öðru fólki alveg sama hvað við elskum viðkomandi og eins er
með ábendingar sem við gefum öðrum sem þess hafa alls
ekki óskað þær fara inn um eitt og út um hitt því
miður. Svona erum við nánast öll og ekki að undra þó
okkur gangi stirðlega að lifa hvert annað af svo vel
fari. Hitt er svo annað mál, að þú gerðir þrátt fyrir
allt rétt að reyna að koma leiðsögn til viðkomandi, en
á móti verður þú að vera jafn sátt við að hún kunni að
missa marks vegna þess að viðkomandi er sennilega ekki
tilbúin til sátta. Miðað við það sem ég skynja í þér er mér alveg ljóst,
að þú hefur mjög mikið að gefa öðrum, en bíddu frekar
eftir að leitað sé til þín þannig færðu miklu betri
árangur þó ömurlegt sé að bíða eftir að fólki sem
maður elskar þóknist að sjá að sér á sama tíma og við
sjáum svo augljóslega hvar skórinn kreppir, eins og
þú, kæra Kona, augljóslega gerir.

Lífið er reynsluskóli
Þú hefur fundið eins og margur annar að eitt og annað
vill breytast við brottför maka af þessari jörð.
Missir sem slíkur veldur um tíma mikilli einsemd og af
þeirri tegundinni sem við erum ekki svo ýkja þjálfuð í
öllu jafna. Af þessari ástæðu er mjög eðlilegt að við
finnum mun meira fyrir því, ef svo vinirnir hverfa
hver af öðrum úr lífi okkar. Hugrekki og kjarkur dvín
eins og þú bendir réttilega á og þess vegna eigum við
kannski sjálf þátt í því¢áaðvitandi, að vinirnir verða
eins og óvissir um að þeirra nálægðar sé¢áskað.
Vináttutengsl verður að rækta og það eigum við svo
erfitt með, þegar við erum langt niðri og einmana, við
höfum fremur í því ástandi tilhneigingu til að ein­angra okkur, án þess beinlínis að það sé ásetningur.Ef við reiknum með því að lífið sé skóli og í skólanum séu ekki bara margir og misþungir bekkir heldur líka
mismunandi hæfir kennarar, auk nemanda, sem eru ólíkir
innbyrðis, þá eigum við betra með að vinna úr lífi
okkar. Þú ert að fara í dag í gegnum nýjan bekk og
við það breytast viðhorf þín og langanir, og af þeim
ástæðum gæti hent sig t.d., að þú værir meðal annars
án þess að gera þér grein fyrir því sjálf vaxin frá
mörgum þinna fyrri vina, og þess vegna forðist þú
einfaldlega að leyta þá uppi. Samt sem áður hefur þú
þörf fyrir einmitt einhvern til að tala við og jafnvel
deila sjálfri þér með og því ekki vitlaust að lítakannski í kringum þig eftir annars konar vinum en þú
hefur þekkt áður.

Andlegur þroski fylgir ekki lífaldri
Hvað varðar tengsl þín við mömmu þína má kannski segja
að með því að umbera hana sért þú öllu jafna að fara
aftur og aftur úr kannski gagnfræðaskóla í barnaskóla,
sem þú hefur lokið, og það verið þér viss þraut, af
því að þú hefur ekki áttað þig á þessu rökrænt, þó þú
skiljir það tilfinningalega og það svekki þig og gerir
þig óörugga með það nám, sem þú hefur lokið umfram
hana í skóla lífsins. Reyndu elskuleg að prófa að ætla
henni ekki meiri þroska, en hún augljóslega hefur, þá
líður þér betur. Við getum nefnilega átt mun meiri
samleið með okkur óskyldu fólki, ef út í það er farið
og er það mjög eðlilegt ef viðkomandi einstaklingar
eru á svipuðu skólastigi í þessum merkilega skóla sem
lífsins skóli óneitanlega er. Vertu því ekki að vænta skilnings á þinni persónu, þar sem þroski til að skilja þig fyrirfinnst ekki í
viðkomandi aðila. Með þessu er alls ekki verið að gera
lítið úr mögulegum kostum mömmu þinnar, þeir kunna að
vera bæði margir og merkilegir, þó hún beri ekki gæfu
til að skilja nákvæm¬lega sálargerðir barna sinna þó
öldruð sé. Láttu hana fremur sækja á þig og settu hana
sem minnst inn í hugsanir þínar og vilja til lífsins,
þannig verða vonbrigði þín mun minni í samskiptumykkar. Hún er hún og verður að fá að vera eins og hún hefur
vit til, þangað til hún ákveður eitthvað annað. Við
getum ekki heldur látið eins og það hafi ekki skipt
máli í hennar persónuleika, að hún fór mjög sennilega
á mis við allan kærleika í sínum uppvexti og það kemur
oft fram sem samskiptagalli og tilfinningalegavanhæfni
hjá þeim, sem þannig uppeldi fá. Við getum breytt
okkur sjálfum, en ekki öðrum, alveg sama hvað við erum
glögg og djúpvitur.

Innsæi og skriftin
Það er afar jákvætt að finna fyrir því sem tengist
þér, þegar ég stilli mig inná þig. Þú virðist vera
mjög jákvæð og heiðarleg í upplagi þínu. Jafnframt
ertu fremur viðkvæm og óörugg, og gæti það torveldað
þér ýmsar nauðsynlegar framkvæmdir og ákvarðanir. Mér
finnst eins og eðlislægur léttleiki liggi í dvala og
hvet þig því til að leggja þig eftir því, sem er létt
og skemmtilegt eins og léttlyndu fólki, eða í versta
falli bara horfa á gamanmyndir af og til, og þannig
gefa sjálfri þér svigrúm til að sjá spaugilegu hliðar
tilverunnar. Þú ert eins og margt hlédrægt fólk gjörn á að einangra
þig, og verður að vinna á móti þeirri tilhneigingu,
með því að ákvarða hvaða tómstundir þú vilt gera að
veruleika í lífi þínu. Þú gætir lært á píanó, farið íleirmunagerð, lært að binda inn bækur, og eitt og
annað sem tengist listum eða lagni, sem þú hefur
sýnilega nóga hæfileika til, ef þú hefðir trú á því.
Eins er greinilegt að þú hefur almenna námshæfileika
og gætir auðveldlega bætt stórlega úr þekkingu þinni,
ef þú drifir þig í einvers konar fullorðins nám eða
aðra og aðgengilega fræðslu.

Tilfinningar og skaphöfn
Skap þitt er alltof bælt og þú virðist ekki fá neins
konar útrás fyrir það. Ágætt er í þessu sambandi að
venja sig á að jafna sig tilfinningalega, ef þú finnur
að þér er misboðið og segja svo mér finnst þetta ekki
eigi að vera svona eða bara ég ætla að gera þetta og
láta liggja á milli hluta, þó einhverjum kunni að
mislíka slík breyting. Öll útivera styrkir þig og
trúlega væru reglulegir göngutúrar mjög hentugir og þá
jafnvel með einhverju ferðafélaginu. Þú fengir þar
líka tækifæri til að kynnast nýju fólki. Þegar þú ert langt niðri ættir þú að skrifa t.d. er ég nokkuð viss um, að þú átt tiltölulega auðvelt með, að
setja saman vísu og sendir mér eina við tækifæri. Þú
ert með mjög sterka trúarlega þörf og þess vegna
áhugasöm um andlega þætti tilverunnar. Góðar bækur þar
að lútandi væru kostur til skoðunar fyrir þig, eins og
samfélag við andlega leitandi fólk mundi vera.
Kirkjuferðir eða annars konar samkomur, sem eru göfgandi og andlega uppliftandi eru greinilega nauðsynlegar þér. Draumana þína ættir þú að íhuga, því á þeim kann að felast leiðsögn og uppörvun fyrir þig, ef betur er að
gáð. Þú ert mjög trygglynd, fordómalaus, en getur
verið föst í því, sem þér finnst þú hafa í hendi
þinni. Þetta getur gert þig óörugga með að kynnast því
ókunna og óvissa í tilverunni, sem er fyrir utan þann
heim, sem þú þekkir og finnst þú ráða við. Þetta ætti
að vera þér nokkuð umhugsunarefni, kæra Kona, og mér
þætti undarlegt ef þú gerðir ekki eitthvað verulega
róttækt í þínum persónu¬legu málum á næstu tveim árunum
og verðir hissa sjálf hvað vel gengur.
Eða eins og undirgefna konan sagði einu sinni í
Fjölskylduboði: ,,Eftir að ég lét ótæpilegt langlundargeð fjúka um tíma er ég miklu markvissari og léttari hið innra, þá¢ég viðurkenni að þessi afstaða mín fram­kallaði fýlu hjá þeim sem töldu sig eiga mig. Hvað um
það, ég á mig sjálf og nota hverja stund til að upp­götva hvað aukið frelsi færir mig í átt að því sem er
einhvers virði í sjálfri mér."
Guð og kærleikur hans verði sá vegvísir sem fylgir þér
á leið þinni að léttara lífi og vinamörgum tækifærum.
Með vinsemd,
Jóna Rúna

+++

Höfundur:
Jóna Rúna

Óttast höfnun
( Svar til unglingsstúkunnar Pat)

Kæra Jóna Rúna!
Ég er unglingsstúlka sem á í vandræðum, en fyrst ætla ég að byrja frá botni. Foreldrar mínir skildu þegar ég var fimm ára. Eftir að hann hvarf af heimilinu, vegna ýmisa vandræða, sem hann skapaði okkur hef ég ekki séð hann.

Sjálf er ég mjög lokuð, frekar feimin og á erfitt með að tjá mig. Reyndar fer flest í rugl þegar fólk talar við mig. Mér finnst aftur á móti mjög auðvelt að skrifa hugsanir mínar. Hef þó á tilfinn­ingunni, að þetta geti verið að lagast.

Ástæðan fyrir því að ég skrifa þér er, að ég efast um að vinkona mín, sem ég hef ekki fyrir löngu kynnst kæri sig ekki um vináttu mína. Reyndar hófust kynni okkar í gegnum sameiginleg áhugamál, þar sem hún er leiðandi, en ég ekki. Ég átti frumkvæðið af kynnum okkar sagði henni einfaldlega að ég væri einmana og hún tók mér vel í fyrstu. Nú síðan kom í ljós að faðir hennar hafði verið ósköp svipaður mínum. Vinkonan er yndisleg, kát, auk þess að vera fljót að hugsa og breyta um umræðuefni.

Eftir að ég trúði henni fyrir leyndarmáli, sem gaf vissar upplýsingar um mig, er engu líkar en hún forðist mig á vissan hátt. Hún brosir ekki til mín lengur eða segir neitt skemmtilegt. Aftur á móti er blátt áfram og elskuleg við hinar stelpurnar.

Mér virðist standa aftur á móti einhver ótti af henni, því ég hálfpartin verð miður mín, ef mig langar til að tala hennar eins og ég haldi að hún vilji ekki fá mig og þá dreg ég mig afsíðis og verð alveg miður mín. Hún hélt boð um daginn og bauð hinum stelpunum í hópnum en ekki mér. Ég aftur á móti spurði hvort ég mætti koma og svarið var: " já, já. Sjálf hef ég á tilfinn­ingunni, að mér hafi upphaflega alls ekki verið ætlað, að koma í þetta boð. Mér finnst reyndar að ég hafi verið frekja að næstum bjóða mér sjálf þarna.

Að undanförnu hefur verið sýning á góðum árangri þessa hóps, sem við tilheyrum og hún valdi kátustu og hressustu stelpurnar til að sýna. Aftur á móti er ég svo feimin að ég get ekki sagt neitt frábært eða spennandi. Ég held að henni og öðrum finnist ég vera ömurleg. Satt að segja veit ég ekki hvað ég hef gert rangt og skil ekki af hverju mér finnst hún forðast mig. Mig langar að spyrja hana hvernig standi á þessari breytingu í minn garð og jafnvel spyrja vinkonur hennar ef eitthvað skýrðist. Málið er bara að ég vil heldur spyrja einhvern sem gæti skilið hvernig hugsanir mínar og persóna er, þess vegna skrifa ég þér. Vonandi eigum við, ég og hún, eftir að verða góðar vinkonur, því mér finnst hún frábær. Ég vona kæra Jóna að þú getir ráðlagt mér eitthvað. Takk fyrir að vera til!
Með fyrirfram þökk
Pat

Elskulega Pat!
Þakk kærlega fyrir yndislegt bréf og elskuleg uppörvun til mín.. Ef þú hefðir ekki sagt mér hvað gömul þú ert hefði ég haldi þig miklu eldri, því bréfið er svo gott og þú ert svo ótrúlega ung. Reyndar sýnir það furðu mikinn þroska á vissum sviðum.

Eins og þú sérð hef ég stytt það mjög mikið og líka breytt orðalagi töluvert, vegna ótta um að það mætti rekja slóðina til þín. Vonandi finnst þér það skynsamleg ráðstöfun hjá mér. Við skoðum ástandið með innsæi mínu og hyggjuvit fyrst. Ég mun svo enda á að gefa þér umsögn um manngerð og hugsanlega möguleika þína eins og hvort tveggja plasir við mér.

Afleiðingar heimilisófriðar
Það er ekki spurning um að það erfiða heimilislíf, sem þér var boðið uppá á fyrstu árum ævi þinnar er þér á einhvern hátt fjötur um fót. Það vill nú þannig til að ég leið svipaðar þrautir í mínum uppvexti og þú og þekki því mjög vel af eigin raun hvaða skaða og almenn vandræði slíkt getur haft í för með sér fyrir okkur, sem fyrir verða. Óöruggi það sem óstöðugt og hvervullt fjölskyldulíf myndar, hefur því miður ákveðin sýnileg áhrif, geðræn, tilfinningaleg og sálræn á börnin frá þessum heimilum, sem gera þau óörugg í tengslamyndun við aðra og ókunnuga.

Inn á þínu heimili viðgengust t.d. barsmíðar og augljós fyrirgangur föðurs, sem er ástand sem reynir mjög á taugakerfi barns. Það veit varla hvað er rétt og hvað rangt félags- og tilfinningalega, þegar það kynnist snemma í uppvexti sviptivindum þeim, sem alltaf fylgja ótæpilegum yfirgangi þess, sem vandanum veldur. Það verður venjulega lokaðra tilfinningalega, en óþarflega snemma á vissum sviðum sjálfbjargar kröftugt og þá mun meira, en hentugt er lítilli barnssál. það er nefnilega ómeðvitað alltaf að passa, að gera ekkert eða segja, sem hugsanlega gæti skapað meiri vanda.

Samskiptaörðuleikar
Af þessu ástandi eimir sennilega hjá þér elskan mín, vegna þess, að það vefst fyrir þér að eiga frumkvæði, að tengslum við aðra, af ótta sennilega við hugsanleg viðbrögð vandræða, sem er það sem þú þekkir best frá mótunnar árum þínum. Þá auðvitað í gegnum foreldra þína og þá samskiptaörðuleika sem þau stóðu í, þegar þú varst að mótast. Þarna er um að ræða ómeðvitaða vörn þín fyrir mögulegu neikvæðum viðbrögðum annarra, sem þú getur ekki með nokkru móti reiknað út fyrir, þó fegin vildir. Þetta hefur svo í för með sér að þú gefur þér það, að öðrum líki ekki við þig.

Nokkuð sem stafar af því, að þú sjálf hreinlega nýtur ekki eðlilegra samskipta við þá, sem þú gjarnan vildir tengjast, vegna sennilega gamallar djúplægrar innri varnar. Vörn sem áður hefur reynst hentug, þegar allt var logandi vitlaust heima fyrir, en hentar náttúrlega ekki þegar þú myndar samband við fólk í dag. Persónum sem ekki er haldið sömum hegðunarörðuleikum og t.d. faðir þinn var og þú þekkir best vegna þess, að þau eru tilkomin á fyrstu mótunarárum þínum.

Tortryggni og óvissa
Sennilega ertu ómeðvitað bæði tortryggin og óviss. Vegna þessa verður þú sennilega innhvervari, en þú ert raunveruleg og finnur svo vel, þegar þú ert ein og skrifar vilja þinn til viðkomandi, þá er allt í lagi. Þá þarftur nefnilega ekki, að sjá viðbrögðin sem koma á móti, því það er einmitt það sem þú óttast og tengist fyrri tíð og örðuleikum uppeldis sennilega.

Ef ég væri sem þú myndi ég alvarlega íhuga það einhvern tíma, að bera þessi vanræði þín undir notalega og skilningsríkan sálfræðing, sem vanur er að kljást við tilfinningar sem þessar, en ekki ég elskuleg, þó minn skilningur geti verið gagnlegur á sinn einfalda hátt a.m.k. umhugsunarefni.

Þegar móðir stendur ein eftir með barn eða börn og á að baki mjög þrautafulla sambúð, eins og mamma þín var á sínum tíma, er alveg ljóst að hennar sálar- og tilfinningalíf, er alveg í molum og þess vegna kannski lítil afgangur fyrir börnin, að byggja upp alla vega fyrst framan af skilnaði. Þar sem þú ert mjög ung og þráir góð tengsl við aðra og sér í lagi þessa ágætu stúlku, sem hefur á einhvern hátt hrifið þig, þá er margt að athuga en fátt um sýnileg vandamál.

Breytt sjálfsmat nauðsynlegt
Í fyrsta lagi virðist þú ekki hafa mikið sjálfstraust, sem er ósköp eðlilegt, en þú verður sem fyrst að byrja að byggja upp, vegna þess að skortur á sjálfstrausti stafar oftast af þekkingar­leysi á upplagi sínu og hugsanlegum kostum og göllum þá. Best væri fyrir þig, að skoða fyrst sjálfa þig með tilliti til kosta þinna og gera það eins og þú værir hlutlaus aðili í rann­sóknar­lögregluleik og þyrftir nausynlega að átta þig á viðkomandi sem fyrst.

Þegar þú ert búin, að skrifa upp alla mögulega kosti þína, þá skaltu skoða hvern kost fyrir sig og athuga hvað möguleika hann inniheldur fyrir hugsanlega vináttu þína við viðkomandi stúlku og sjálfa þig yfirleitt.

Þú verður náttúrlega að vera mjög sanngjörn og heiðarleg og kannski kemstu að því, að það er verulegur missir fyrir hana, að sjá ekki hvaða kostamanneskju hún er dónalega að hafna.

Þegar þú ert svo búin að skoða sjálfa þig með þessum hætti, íhugar þú og skoðar jafnvel alla hina kosti þína, sem koma í kjölfar þessarar skoðunar sennilega í nýju ljósi. Þú getur jafnvel notað mína hugmyndir um manngerð þína og hugsanlega möguleika til viðmiðunar.

Ekki efast um eigið ágæti
Við eigum ekki að þurfa, að troða okkur inn í líf þeirra sem við viljum þekkja. Ef það fólk sér ekki neitt áhugavert við okkur, er það þeirra mál en ekki okkar, í langflestum tilvikum. þó ekki sé það regla. Þaðan af síður á það að gera okkur ósátt eða óviss um verulegt ágæti okkar. Þú skoðar svo gallana, þegar þú ert búin að fá kostina fyllilega á hreint, því þannig einungis er líklegt, að þú fáir rétta og heilbrigða úttekt á eigin ágæti.

Finnst þér þetta ekki svolítið spennandi, því þegar þú varst að telja upp kosti þessarar vinkonu þinnar, stóð nefnilega ekki á hæfileika þínum, til að sjá hvað hún hefur að bera. Ef þú getur gert þetta, þá getur þú auðveldlega gert það sama hvað varðar þína eigin persónu, sem engin getur og á að þekkja betur en þú, enda hafið þið verið samvistum hver við aðra frá upphafi.

Kannski kemstu að þeirri niðurstöðu, að þú sért á flestan hátt áhugaverðari, en vinkonan er fær um að skilja og njóta, og ef það gerist máttu vera heppin, að hún skuli ekki vera búin að líma sig fasta á þig, sem væri hræðileg tilhugsun með þennan möguleika í bakhöndina kannski.

Breytt afstaða kostur
Hvað varðar það, að afstaða hennar til þín kunni, að hafa breyst við það, að þú gafst henni hlutdeild í leyndustu hugsunum þínu, er þetta að segja. Ef löngu liðnir atburðir og kannski leiðinlegri í eðli sínu breyta áliti fólks á persónu okkar í dag er eitthvað mikið athugavert við viðkom­andi.

Batnandi fólki er best að lifa og við eigum ekki, að umgangst fólk, sem metur okkur eftir því sem við gerðum eða framkvæmdum áður, vegna þess að við vissum ekki betur eða skorti skilning eða þroska, til að meta viðkomandi framkvæmd. Litla líkur er á, að það sem þú sagðir henni endurtaki sig, á nákvæmlega sama hátt í dag og áður, af því að þú ert þegar búin að gera upp við þig, að það hentar þér ekki.

Svo annað hvort fellur henni við þig eins og þú ert eða þú einfaldlega lætur hennar tengsl lönd og leið, ef þér sýnist svo, án þess að efast eina mínútu um það, að þín bíði vinkona einhver staðar, sem virkilega kann að meta þína ágætu persónu og jafnvel býr sjálf yfir ennþá skemmtilegri yfirsýn og mögulegri nærveru framkvæmda en þessi stúlka sem dregur þig svona sterkt að sér í augnablikinu. Jafnvel gæti komið í ljós, að sá aðili yrði þér mun meira að skapi.

Manngerð og möguleikar
Við skoðum núna í gegnum innsæi mitt og hyggjuvit hugsanlega manngerð þína og líklega möguleika. Það er alveg ljóst, að þú ert hlédræg og innhverf ekki bara vegna uppeldis, heldur líka vegna þess að það er í upplagi þínu sýnist mér.

Þú hefur afar djúplægar og magnaðar tilfinningar, sem eru að því er virðist mjög tengdar ímyndunarafli þínu. Þetta getur þýtt að ef þú kemst í uppnám tilfinninga­lega, þá eigir þú til óaðvitandi að blása óþarflega mikið upp viðbrögð annarra við persónu þinni og af þeim ástæðum verður sennilega oftar en ekki misskiln­ingur á mati þínu á áhuga annarra á þér elskuleg.

Skapið er býsna mikið og mjög djúpt á því eins og tilfinningunum. Þú þarft að losa um það vísvitandi af og til. Forðast safna svona mikið reiði og vonbrigðum upp og inn í sálarlífið, það gerir þig þunga, vonsvikna og líka vonlausa. Þú virðist þrjósk og eiga erfitt með að fyrirgefa, ef um bersýnilegt óréttlæti er að ræða. Það er töluvert um skapandi möguleika hjá þér, en líka mjög vitræna eiginleika. Rannsóknareðli og hæfni til að kafa undir yfirborð hlutanna, er mjög sérstakt virðist vera í fari þínu.

Þetta tvennt á að gera þig fremur glögga á aðra, en í vissum tilvikum getur það gert þig óörugga og fráhverfa, af því að þá skynjar þú kannski eitthvað, sem þú skilur ekki rökrænt, þó þú finnir fyrir því tilfinningalega. Það er mjög einlægur og elskulegur hugur, sem þú býrð yfir og með aldrinum verður þú sennilega bæði vel skipulögð og úthaldsgóð.

Það borgar sig að sitja markið hátt
Eins er alveg víst, að hyggilegt er fyrir þig að setja marki nokkuð hátt og leggja töluverða vinnu í að byggja upp varanlegt og stöðugt sjálfstraust, sem afleiðingu af nákvæmri og einlægri sjálfsskoðun. Þér hentar vel að vera með þér eldra fólki, en þarft þó barnalegt fólk með, til að ólíkir þættir í eigin fari fái ákveðið áreiti og fullnægju. Þú hefur sterka trúarþörf, sem þú skalt varst að fari ekki út í öfgar.
Nokkur sjálfseyðingartilhneiging virðist til staðar, sem þýðir að þú virðist vera of sjálfsgagnrýnin og óþarflega smásmugulega í mati á eigin framkvæmdum og vilja. Það eru góð skilirði yfir höfuð þarna sýnist mér og þér vorkunnarlaust að vinna að eigin velferð, en þarft eins og við öll þér hliðhollt fólk til að hvetja þig og styðja á réttum stöðum. Það fólk má ekki slá eign sinni á þig, heldur þarf að skilja og skynja þinn vilja líka.

Sem sagt elskuleg, nú er að setjast niður og pæla og svitna svolítið yfir sjálfri þér og stefna að því að fá aukin áhuga á eigin ágæti. Reyndu ekki að sannfæra aðra um sjálfs þíns kosti, heldur miklu frekar sjálfa þig. Þannig verður þú örugg og lærir smátt og smátt að treysta þeim tengslum, sem þú kýst að mynda við aðra.

Eða eins og fermingarstelpan stórklára sagði einu sinni þegar henni fannst sér hafnað frekju­lega. "Elskurnar mínar blessuð stelpan veit ekki hvaða gullmola hún er að henda frá sér, þegar hún hunsar mig, enda ekkert á leiðinni að vera ríkari, af félagsskap við elskulegt fólk."

Guð er almáttugur og elskar þig. Í honum áttu vin og ef þú biður hann um leiðsögn, til að eignast aukna trú á sjálfs þíns manngildi, mun hann reynast þér vel og kærleiksríkur í því, að hjálpa þér, til að hjálpa sjálfri þér, vertu viss. Gangi þér svo allt í haginn hvar sem þú drýpur niður þínum ágæta fæti í fram­tíðinni.

með vinsemd
Jóna Rúna

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home