Höf Jóna Rúna
" Auðmýkt"
Hvað sem flestum dygðum líður, er nokkuð víst að lítillæti í hinum ýmsu myndum og af ólíkum tilefnum er eins og hver önnur innri prýði í fari fólks. Fátt reyndar notalegra en kynnast einmitt þannig hugsandi persónu. Við vitum að óhóflegt stærilæti er víða við lýði í hegðun og útgeislun einstaklinga. Merkikerti sem hreykja sér hátt og óheflað oftast af litlum sem engum sérstökum tilefnum reynast oftar en ekki við frekari viðkynningu vera heldur óáhugaverð þegar til lengdar lætur. Manneskja sem hefur til að mynda orðið sigurvegari á hinum ýmsu sviðum sammannlegra samskipta kýs oftar en ekki framkomu og fas sem er hógvært og andlega nærandi. Það segir þó nokkuð mikið um ágæti manngildis þeirra sem eru lítillátir hvað þeim tekst dásamlega, þrátt fyrir andlega yfirburði sína að falla vel að hinum sem mega sín minna í mikilvægi innri dyggða og athygliverðra eðlisþátta. Sá sem er lítillátur og nærgætinn er oftast auðmjúkur jafnframt. Þó viðkomandi sé ekki stöðugt að minna á ágæti sitt virðist engu líkara en þeir sem annað hvort umgangast hann eða bara honum mæta eins og af tilviljun bæði sjái og finni að þar fer hinn athyglisverðasta persóna vegna innri eðlisþátta sinna. Þeir kjósa líka fátt fremur en að fá sem lengst og sem oftast að vera samvistum við viðkomandi. Það er kannski hægt að segja sem svo að lífsbaráttan geri okkur, að minnsta kosti þau okkar sem hafa kynnst mótdrægum hliðum lífsins fyrr eða síðar lítillát. Hitt er svo alveg ljóst líka að innra með sumum okkar er svo mikil fyrirferð á hroka að ekkert það í manngildi okkar fær líf sem minnir eitt augnablik á smálæti. Það sem við köllum stundum meðlæti reynir þó nokkuð einmitt á kost eins og auðmýkt vissulega verður að teljast vera. Það að hafa áorkað einhverri býsn andlega sem veraldlega þýðir ekki að við eigum endilega að telja okkur öðrum fullkomnari. Það er miklu eðlilegra ef svo er, að við í þakklætisskyni við forsjónina fylltumst af og til lotningu til hennar. Eins er hyggilegt að minna sig jafnframt á að það eru vissulega forréttindi að ná hvers kyns árangri sem verður að teljast umtalsverður og öðrum ávinningum eftirtektarverðari. Það er t.d. ekkert sjálfsagt að vera bæði gáfaður og góður, auk þess t.d. að hafa fengið í vöggugjöf ýmsa þá eðlisþætti og náðargáfur sem líklegar eru til að fleyta okkur langt. Einungis ef við nennum og kjósum að gefa þeim tækifæri til að eflast og stækka. Það ætti vissulega að fylla okkur ákveðinni lotningu til lífsins ef við erum vel af Guði gerð og lánsöm bæði heima og heiman. Jafnvel ætti slík vissa að vera okkur aukin hvatning til frekari dáða og aukinnar hagsældar. Smálæti er aðall sigursælla einstaklinga en oflæti og hroki einkennir þá sem ánetjast hafa smæðarkennd hvers konar og misskilja hrapalega manngildi sitt.
" Auðmýkt"
Hvað sem flestum dygðum líður, er nokkuð víst að lítillæti í hinum ýmsu myndum og af ólíkum tilefnum er eins og hver önnur innri prýði í fari fólks. Fátt reyndar notalegra en kynnast einmitt þannig hugsandi persónu. Við vitum að óhóflegt stærilæti er víða við lýði í hegðun og útgeislun einstaklinga. Merkikerti sem hreykja sér hátt og óheflað oftast af litlum sem engum sérstökum tilefnum reynast oftar en ekki við frekari viðkynningu vera heldur óáhugaverð þegar til lengdar lætur. Manneskja sem hefur til að mynda orðið sigurvegari á hinum ýmsu sviðum sammannlegra samskipta kýs oftar en ekki framkomu og fas sem er hógvært og andlega nærandi. Það segir þó nokkuð mikið um ágæti manngildis þeirra sem eru lítillátir hvað þeim tekst dásamlega, þrátt fyrir andlega yfirburði sína að falla vel að hinum sem mega sín minna í mikilvægi innri dyggða og athygliverðra eðlisþátta. Sá sem er lítillátur og nærgætinn er oftast auðmjúkur jafnframt. Þó viðkomandi sé ekki stöðugt að minna á ágæti sitt virðist engu líkara en þeir sem annað hvort umgangast hann eða bara honum mæta eins og af tilviljun bæði sjái og finni að þar fer hinn athyglisverðasta persóna vegna innri eðlisþátta sinna. Þeir kjósa líka fátt fremur en að fá sem lengst og sem oftast að vera samvistum við viðkomandi. Það er kannski hægt að segja sem svo að lífsbaráttan geri okkur, að minnsta kosti þau okkar sem hafa kynnst mótdrægum hliðum lífsins fyrr eða síðar lítillát. Hitt er svo alveg ljóst líka að innra með sumum okkar er svo mikil fyrirferð á hroka að ekkert það í manngildi okkar fær líf sem minnir eitt augnablik á smálæti. Það sem við köllum stundum meðlæti reynir þó nokkuð einmitt á kost eins og auðmýkt vissulega verður að teljast vera. Það að hafa áorkað einhverri býsn andlega sem veraldlega þýðir ekki að við eigum endilega að telja okkur öðrum fullkomnari. Það er miklu eðlilegra ef svo er, að við í þakklætisskyni við forsjónina fylltumst af og til lotningu til hennar. Eins er hyggilegt að minna sig jafnframt á að það eru vissulega forréttindi að ná hvers kyns árangri sem verður að teljast umtalsverður og öðrum ávinningum eftirtektarverðari. Það er t.d. ekkert sjálfsagt að vera bæði gáfaður og góður, auk þess t.d. að hafa fengið í vöggugjöf ýmsa þá eðlisþætti og náðargáfur sem líklegar eru til að fleyta okkur langt. Einungis ef við nennum og kjósum að gefa þeim tækifæri til að eflast og stækka. Það ætti vissulega að fylla okkur ákveðinni lotningu til lífsins ef við erum vel af Guði gerð og lánsöm bæði heima og heiman. Jafnvel ætti slík vissa að vera okkur aukin hvatning til frekari dáða og aukinnar hagsældar. Smálæti er aðall sigursælla einstaklinga en oflæti og hroki einkennir þá sem ánetjast hafa smæðarkennd hvers konar og misskilja hrapalega manngildi sitt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home