Kaerleikshvetjandi blogg

föstudagur, október 28, 2005

+++
Höf. Jona Runa FRJÁLSLYNDI

Það er óhætt að segja að við séu mismunandi umburðarlynd gagnvart mönnum og málefnum. Það er auðvitað mikið í það varið að við séum hleypidómalítil og frjálsleg í afstöðu okkar til þess sem við tökumst á við hverju sinni. Frjáls­lyndi er sá eiginleiki okkar kallaður, sem liggur m.a. í því að við skoðum, metum og skilgreinum það sem við kynnumst og verðum fyrir af víðsýni, skilningi og fordómaleysi. Miklir og erfiðir árekstra geta skapast í samskiptum okkar hvert við annað, ef við erum þröngsýn og fordómafull í hugsun og athöfnum. Auðvitað erum við ekki alltaf sammála um tilgang og nauðsyn þess sem við erum að kljást við hverju sinni, en það hlýtur þó að vera mikill og góður kostur að kunna að skoða af athygli og frjáls­leika sjónarmið annarra og reyna að umbera þau eftir atvikum. Við eigum ekki að vera of fljót að fella fyrirfram þröngsýna og miður frjáls­lynda dóma um það sem við stöndum frammi fyrir að vega og meta og mynda okkur skoðun á ef þannig vill til. Ákveðið hispursleysi í tjáskiptum er því af hinu góða, sökum þess m.a.,að það skapar oft forsendugrundvöll skilnings í samskiptum sem er heppilegur, ein­lægur og lítt fjötrandi. Sökum þess hve gjörn við getum verið á að fella dóma og slá ákveðnum lítt ígrunduðum skoðunum fram um menn og málefni, án þess að hafa þekkingu á viðkomandi,þá er ágætt regla að hafa það í huga, að við getum ekki metið réttlátlega það sem við höfum ekki þekkingu á og við sjáum ekki sýnilegan tilgang í, nema þá að hafa fyrir því að kynna okkur það kirfi­lega. Fordóma­full afstaða kemur nefnilega fremur fram hjá okkur gagnvart því sem við þekkjum ekki og við höfum haft lítil tækifæri til að nálgast og kynnast af sanngirni og umburðarlyndi. Hún kemur síður fram í því sem okkur er hugleikið og við höfum af eigin raun kynnst þokkaleg vel. Við getum auðvitað ekki tekið afstöðu til manna og málefna, nema við höfum lagt okkur eftir því að kynna okkur hvernig málum annarra er í raun háttað. Við lifum í heimi sem er margbreytilega skreyttur t.d.mannverum, sem eiga sér ólíka forsögu og menningu og eiga jafnvel fátt sameigin­legt annað en það að vera menn. Við getum ekki nálgast viðhorf og verk annarra af sanngirni, nema að við séum hleypidómalaus og meðvituð um mögulegt mikilvægi þess sem við höfum ekki reynt sjálf.Það er því mikill ljóður á samskiptum okkar hvert við annað, þegar við venjum okkur á að taka neikvæða afstöðu fyrir­fram gagnvart því sem við getu ekki skil­greint í við­horfum anna,rra, nema þá með því að kynnast því af eigin raun. Best er því, að við séum hleypidóma­laus þegar við tökumst á við þann veruleika sem öðrum eru kær, en okkur ókunnugur. Það er því ágætt að við venjum okkur á að nálgast menn og mál­efni af for­dómaleysi í stað þess að vera öðrum örðug án skiljanlegs tilgangs.JRK
+++

Takmarkað sjálfsálit

"Svar til þín Sorgmædd"
Kæra
Jóna Rúna!

Þar sem ég hef heyrt mjög góða hluti um þig, þá ákvað ég að skrifa þér þetta bréf og veit að þú lítur á bréf þetta sem algjört trúnaðarmál. Ég kynntist kærasta mínum fyrir þó nokkru og varð reyndar ófrísk skömmu seinna. Hann var þeirrar skoðunar að mitt væri að ákveða um afdrif barnsins. Þar sem ég er ekki tekjuhá og á leið í framhaldsnám erlendis, virtust allir þeir sem ég ráðfæri mig við vissir um, að besta lausnin væri fóstureyðing eða einfaldlega að gefa barnið, þar sem ósennilegt væri að ég gæti framfleytt því við þær aðstæður, sem ég bý og hann reyndar líka sem námsmaður. Ég þráði að halda barninu en óttaðist að enda kannski á bónbjargarstyrk hjá ríkinu. Það var fólk í fjölskyldum okkar beggja, sem bauðst til að taka barnið, ef úr fæðingu þess yrði, en ekki virtist koma til greina að við gerðum það sjálf. Ég var ráðvillt og fór í fóstureyðingu, en hef séð óendanlega mikið eftir því og liðið mjög illa. Ég er þunglynd á köflum og frekar uppstökk og samband mitt og kærastans er fremur stirt enda ekki undarlegt. Mér hefur fundist honum létt eftir þessi óskemmtilegu málalok, sem mér finnst satt best að segja erfitt að fyrirgefa honum. Ég er sár út í hann, fjölskyldu mína, sem hefðu frekar átt að styðja þá hugmynd að ég héldi barninu, en mest sárnar mig þó við sjálfa mig fyrir að hafa framkvæmt þetta neyðarúrræði. Ég vildi gjarnan slíta sambandinu við kærastan, en það sem stöðvar þann vilja minn er einfaldlega ótti við að finna engan annan til að vera með og verða kannski ein. Meiningin er að við förum saman út en málið er bara að okkur kemur alls ekki vel saman lengur. Að námi loknu verð ég mjög nálægt þrítugu og vildi þá helst vera búin að eignast eigin fjölskyldu. Samband mitt við kærasta minn minnir mig stöðugt á þetta ólánsatvik og engu líkara en fjölskyldur okkar beggja reikni með að þetta samband endist hjá okkur og ekki síst þar sem meiningin er að halda saman utan til náms. Ég yrði innilega þakklát ef þú gætir ráðlagt mér eitthvað og svar þitt kannski hjálpað mér til að verða sáttari við sjálfa mig og líf mitt. Vonandi séðu þér fært að svar þessu bréfi þó ég reikni ekki með neinni "patentlausn". Með fyrirfram þökk og óskum um áframhaldandi gæfuríkt starf. Kær kveðja Sorgmædd Kæra Sorgmædd!Þakka þér innilega fyrir uppörvunarorð þín og annan skilning á verkum mínum. Ég bæði breytti bréfinu og stytti það og sé ekki að neinn þér kunnugur ætti að getað rakið slóð þess til þín og ekki síst vegna þeirra hryggilegu staðreyndar, að saga þín er líka saga ótrúlega margra ungra stúlkna sem lifa einmitt í dag. Með einlægni þinni og hreinskilni við mig gerir þú mér mun auðveldar með að koma með mögulegar ábend­ingar þér til handa. Við styðjumst í svörunum við innsæi mitt og hyggjuvit, auk þess sem ég styðst til samanburðar lítillega við skriftina þína, sem er frekar grunnhyggin leið en ágæt þó eftir atvikum. Ákvarðanir og afleiðingar þeirraEf við elskuleg reynum til að byrja með að íhuga hvað veldur því, að við förum eftir ákvörðunum annarra okkur til handa í viðkvæmum málum, sem varða framtíð okkar, en ekki eigin vilja, sem að sjálfsögðu væri það eðlilega. Ef við erum með lítið sjálfstraust og alrangt sjálfsmat, erum við gjörn á að bera undir fleiri manns, það sem við þurfum að taka ákvarðanir um, en erum raunverulega hrædd við að bera ábyrgð á og óttumst líka að kunni að verða okkur til tjóns, ef við styðjum einungis við okkar eigin dómgreind, sem við hreinlega treystum ekki. Við veljum frekar að styðjast við dómgreind þeirra, sem við höldum og trúum að vilji okkur vel og sjái auðveldar hvað okkur hentar, en við sjálf. Í bland við það sem við höldum stundum við þessar kringumstæður, að viðkomandi séu á allan hátt snjallari en við sjálf, ekki bara í ákvarðanatökum, heldur á öllum öðrum sviðum líka. ­ Vanmat á sérÞessi afstaða annars vegar til sjálfs síns skynsemi og hins til mögulegra skynsemi annarra, er oftast afleið­ing af því sem áður sagði þ.e. vanmats á sjálfum sér. Einmitt þetta er ekki ósvipað því t.d. sem þú gerðir hvað varðaði það, að láta eyða barni því sem þú gekkst með. Á þeim tíma varstu hrædd, háð, og vonsvikin vegna þess, að meining þín var að mennta þig áfram, en ekki að lenda í einhvers konar basli. Þér liði örugglega betur núna, ef þú hefðir einungs tekið þessa afdrífaríku ákvörðun sjálf, en ekki í samvinnu við aðra, þó vissulega sé erfitt að sanna eða fullyrða, slíkt. Inni byrgð reiði getur valdið þunglyndiÍ dag líður þér ömurlega og finnur til mikils pirrings í garð, annars vegar kærasta þíns og hins vegar fjölskyldna ykkar, auk þess að vera miður þín vegna eigin breytni. Af þessum ástæðum er athugandi fyrir þig, hvort þú átt ekki hreinlega að leita stuðn­ings t.d. sálfræðings eða geðlæknis, sem eru sér­fróðir eru einmitt í líðan sem þessari og mögulegum afleiðinga hennar, sem meðal annars eru ekkert óáþekk því sem þú einmitt talar um, eins og það að ásaka sjálfa sig með öllum þeim innri kvölum sem því fylgja. Þú ert sennilega mjög reið, án þess að gera þér fulla grein fyrir því út í kærasta þinn og finnst hann sennilega fremur lítilsigldur sem persóna og getur því engan veginn fellt þig við hann, sem er í þessari stöðu ofureðli­legt. Hvað snertir aftur á móti fjöl­skyldur ykkar beggja, er ekki ósennilegt að í garð þeirra sért þú öskureið líka. Eins og þú bendir á, af hverju bentu þær ykkur ekki á mögulega ábyrgð ykkar á að ala önn fyrir nýfædda barninu fremur en að benda á lausn sem lá í áðurnefndri framkvæmd þ.e. fóstur­eyðing­unni. Allar þessar ástæður framkalla ofsafengna reiði, sem virðist snúa inná við og valda þessu tíma­bundna þunglyndi, sem þú finnur fyrir og ættir að leita hjálpar við hjá þeim, sem sérhæft hafa sig í lækningu þess og meðhöndlun eins og áður t.d. geðlæknar og sálfræðingar. Að axla ábyrgðHvað varðar það að þú getir dregið úr ábyrgð ykkar tveggja á framkvæmdinni með því að benda á að fjö­lskyldur ykkar hefðu átt að örva ykkur, til að horfast í augu við vandann og greiða úr honum á annan hátt og þá kannski með því að eignast barnið og ala það upp. Þessu er erfitt að svara á annan hátt en þann, að þið eruð fullorðið fólk, sem á ekki að þurfa að hugsa fyrir eða taka ábyrgða af eða á ef við miðum við það eðlilega. Það er því hyggilegast að láta ekki þannig rang­hugmyndir eitra hug sinn og afstöðu til fram­kvæmdar­innar. Betra væri að reyna að vinna sig frá þannig niðurbrjótandi hugsunum og minna sjálfa sig á, að það sem hefur verið framkvæmt verður ekki aftur tekið, hvað sem öllu ranglæti áhrærir.Guð fyrirgefurÞú iðrast þessarar fram­kvæmdar og það segir, að ef þú stæðir frammi fyrir sömu mögulegu ákvörðun í dag, myndi niðurstaða fram­kvæmda þinna verða allt önnur og líkari því, sem upplag þitt bendir til og það verður þú að sjá og skilja, því það beinir hugsun þinni inná betri og jákvæðari braut fyrir sjálfa þig og framtíð þína. Biddu því góðan Guð um að fyrirgefa þér þennan misskilning og hann gerir það, en jafnframt vertu sjálf fús til að fyrirgefa þér þann þroskaskort, sem lá í augljósu vanmati sjálfrar þín á eigin persónu og því fór sem fór. Stundum er maður ósáttur við gerðan hlut og óskar þess að hafa valið öðruvísi en vel getur verið að þessi ákvörðun hafi verið rétt fyrir þig á þessum tíma og ef til vill þér fyrir bestu þó svo að þér finnist það ekki núna. Þú hefur ekki leyfi andlega séð, til að eyðileggja líf þitt með rangri og óskynsamlegri afstöðu til sjálfrar þín, sem er mikil freisting að gefa líf, einmitt á svona viðkvæmu augna­bliki í lífs­göngu þinni eins og elskuleg þetta tímabil er, vegna þess sem á undan er gengið. Innsæi og hyggjuvitEf við að lokum skoðum manngerðina í gegnum innsæi mitt og hyggjuvit, ásamt því að nota tákn skriftar­innar til samanburðar, er eitt og annað, sem gæti komið fram þó ekki feli það í sér neina lausn fremur viðmið­unnar atriði, sem gott getur verið að hafa til hlið­sjónar á þessum tímamótum. Þú ert á margan hátt virðist vera á miklum tímamótum og mjög sennilegt að framundan sé, um það bil sjö ára vinnu og lærdóms tímabil. Þú virðist viðkvæm og sennilega óörugg, sem veldur því að þér vex í augum eins og þú virðist óttast nokkuð að vera ein og yfirgefin. Af þessum ástæðum heldur þú því dauðahaldi í tengsl, sem raunverulega eru löngu búin. Þarna á ég við samband þitt við kærasta þinn. Þetta er óþarfa ótti, því þú hefur að mér sýnist ágæt skilyrði, til að bjarga þér á eigin vegum, ef þú bara þorir og ýtir gömlum grýlum frá. Þú ert mjög víðsýn og virðist liggja ákaflega vel vitsmunalega, sem ætti að auðvelda þér frekari menntunarmöguleika, sem þú reyndar hefur hug á. Skap þitt er miklu stærra og þyngra held ég, en þú í fljótu bragði virðist gera þér grein fyrir og þess vegna mjög slæmt ef það fer inn eins og núna, en ekki út. Tilfinningalega ertu trygg og fremur þung og sein til dýpri tengsla, sem þýðir, að þó þú hrífist auðveld­lega, er langur aðdragandi að raunverulegri tengsla­myndun. Það er mikil stemmning í þér og þú virðist nokkur óhemja, þegar um er að ræða að fá skýringar og svör, ef þú festist í einhverri hugsun. Það er sennilega kostur fyrir þig, að hafa sem mesta til­breytingu í tengslum við þau störf, sem þú kýst að vinna í framtíðinni, ásamt möguleikum á að eiga frum­kvæði, í flestum framkvæmdum þeim tengdum. Þú virðist skipulögð, en ert líka nokkuð kærulaus og eftir­gefanleg við sjálfa þig, ef þannig stendur á. Áhugasvið þín gætu verið mörg og eiga eftir að breytast, á næsta tímabili í lífi þínu þ.e.s. á milli 3o og 4o ára. Eitt og annað getur verið að gerjast í þér á nákvæmlega sama tíma, en þrátt fyrir það áttu auðvelt með að halda þig við það, sem þér er hug­leiknast í raun og veru, þó þú kunnir að fara króka­leiðir af því. Sjálfstraust verður þú að efla með sjálfri þér og meiri trú á eigin getu, ásamt því að lifa ekki í því liðna, það dregur þig niður eins og gefur að skilja. Þú virðist listræn og mannleg og það eru ágætir kostir þegar til lengri tíma er litið. Sem sagt elskuleg þér eru flestir vegir færir hvað varðar augljósa hæfileika, en ættir að þiggja þann stuðning sem einhvers konar sérfræðingur í heil­brigðis­kerfinu gæti veitt þér á næstu viku, þó ekki væri nema til að flýta fyrir eigin velferð, sem verður að teljast mikilvægt.Eða eins og þunglynda stelpa sagði eitt sinn, þegar henni fannst öll sund hafa lokast sér við vini sína." Elskurnar mínar má ég biðja um eitt gott þung­lyndiskast, fremur en eilíft myrkur og hana nú"Guð gefi þér skjótan bata á augljósum, en tímabundnum vanda þínum með góðra manna stuðningi og sjálfs þíns trú og vilja. Með vinsemd Jóna Rúna +++
HöfJrk
Slæmur hugur óheppilegur "
Órétti beitt
Það vill þannig til að mér hafa borist mörg svipuð bréf á liðnum mánuðum frá fólki sem allt spyr hvort slæmur hugur til annarrar manneskju geti reynst þeim sem fyrir verður fjötur um fót eða jafnvel skaðlegur. Af þessum ástæðum leggjum við að þessu sinni útaf þessum aragrúa fyrirspurna og grípum niður í einu bréfanna sem í sjálfu sér er mjög táknrænt fyrir flest hinna. Kona rúmlega tvítug sem kallar sig Rós segist hafa verið beitt órétti. Hún var svipt vinnu fyrirvaralítið og fylltist mikilli heift út í þann sem það gerði, það er að segja fyrirverandi vinnuveitanda sinn."Sannleikur uppsagnar­innar séð frá mér", segir Rós "liggur í því að hann vildi nota mig sem konu og ég hafnaði því náttúrulega þar sem hann hvorki höfðaði til mín né hentaði minni persónu á nokkurn máta. Eins og ég segi þá fylltist ég heift út í hann og hugsaði jafnvel hvernig ég gæti hefnt mín á honum svo hann fengi að finna jafn mikið til og ég gerði þegar ég stóð uppi atvinnulaus og beygð af hans völdum. Skömmu síðar hvort sem það er tilviljun eða ekki gerist það að viðkomandi lendir í bílslysi og skaðast þannig að hann er í hjólastól núna." Heift og neikvæðar hugsanirRós segist hafa verið gripin mikilli sektarkennd í kjölfar þessa atburðar og spyr hvort það geti hugsast að heift hennar út í viðkomandi geti hafa valdið því að þessi átakanlegi atburður átti sér stað í lífi mannsins. Hún veltir líka fyrir sé hvort það geti verið samband á milli þess hvað gerist í lífi þeirra sem ganga á rétt hennar og hugsanlega hugsana hennar. "Engu líkara", segir Rós " er en ef mér er gert eitthvað neikvætt sem mér sárnar verulega enn þá verði sá sem sárindunum veldur innra með mér fyrir einhverjum skakkaföllum eða leiðindum".Eins spyr Rós og er þungt í henni enda er hún áhyggjufull. "Getur það verið tilfellið að hugsanir okkar séu einhvers konar óbeisluð orka sem leysist úr læðingi af ýmsum ástæðum og hefur þá ákveðin áhrif hvort sem er til góðs eða ills?" Sem sagt áhyggjur Rósar eru samnefnarar fyrir áhyggjur fjölda fólks sem hefur skrifað mér og borið undir mig svipaðar vangaveltur. Rós þakkar mér fyrir fyrirfram og óskar bæði mér og mínum Guðs blessunar sem ég vil þakka henni sérstaklega fyrir og vona að hún verði einhvers vísari eftir að ég hef svarað henni. Auðvitað nota ég áfram hyggjuvit mitt, reynsluþekkingu og innsæi til að styrkja svör mín. Lögmál orsaka og afleiðingaVið lifum við lögmál sem eru ekkert síður andleg en efnisleg. Hver einast orsök hlýtur alltaf að hafa afleiðingu í för með sér hver svo sem hún verður á endanum. Þar er átt við að við getum ekki hegðað okkur hvernig sem við viljum. Allt sem við segjum eða hugsum hefur í för með sér afleiðingar sem eru ýmist góðar eða slæmar.Allt eftir því hvað það er sem við erum að "sá" til hverju sinni. Sé framkvæmd okkar neikvæð, þá kemur sem afleiðing af henni neikvæð útkoma fyrir okkur ekkert síður en þá sem fyrir verða, jafnvel þó síðar verði það sanna dæmin augljóslega.Þetta gerist vegna þess að það er eitthvað til í mannlegum reynsluheimi sem heitir lögmál orsaka og afleiðinga. Lögmál sem er svo sannarlega virkt og lifandi í okkar daglega lífi. Ljótur grikkur og kynferðislegt áreitiEf við íhugum einmitt þetta sjónarmið, þá var vinnuveitandi Rósar vegna tillitsleysis við hana að skapa henni ómælt erfiði með því að gera henni þann ljóta grikk að undirbúa ekki fyrirfram og útskýrra með aðdragandi ástæðu þess að hann kaus að segja Rós upp störfum.Jafnframt því var hann að skapa sjálfum sér vanda því hann kemst ekki hjá því að þurfa sjálfur fyrr eða síðar að horfast á einhvern máta í augu við þessa óréttmætu ráðstöfun sína á persónu Rósar. Það er mikið mál að missa atvinnu sína fyrirvaralaust og af ástæðulaus að því er virðist í fljótu bragði séð. Mér finnst aftur á móti eins og af því að Rós vildi ekki þýðast þennan einstakling kynferðislega á sínum tíma, að þá hafi viðkomandi brugðist við þeirri augljósu höfnun með þessari ósmekklegu og óvönduðu framkvæmd.Kynlífslöngunum yfirmanna á ekki að fullnægja á vinnustað, jafnvel þó það þýði að maður missi starf sitt eins og Rós ef maður neitar að taka þátt í slíku atferli yfirmanns síns. Breytt gildismatÉg lít ekki svo á að neitt samband sé á milli þess slys sem hann lenti svo í síðar og svo aftur framkomu hans við Rós. Aftur á móti stendur hann í mjög erfiðum sporum í dag sem vissulega hafa bæði svipt hann vinnunni og frekari möguleikum til að ráðskast ósæmilega með annað fólk. Slysið sem hann fór í gegnum og afleiðingar þess er ekkert sem Rós hefur vísvitandi kallað yfir hann. Slys bara koma og fara eftir atvikum og eina ráð okkar við þannig vanda er að reyna láta breyttar aðstæður og hvers kyns takmarkanir verða til þess að breyta gildismati okkar og viðhorfum. Bæði til heilbrigðis og svo aftur til þeirra efnislegu gilda sem alltof víða verða til þess að við verðum eins og tillitlausari í samskiptum okkar hvert við annað. Slys en ekki ásetningurAftur á móti má segja að í hverri þraut felist möguleikar á auknum þroska og þess vegna þurfa þannig aðstæður í sjálfum sér alls ekki að gera okkur að ófullkomnara fólki, þrátt fyrir að vera erfiðar í eðli sínu.Auðvitað er alls ekki hægt að gera Rós ábyrga fyrir því slysi sem fyrirverandi vinnuveitandi hennar fór í gegnum og þá náttúrlega alls ekki þeim afleiðingum sem fylgdu í kjölfarið. Slys verða venjulegast að veruleika eins og fyrir röð af tilviljunum, en sjaldnast vegna ásetnings annarra. Við getum reynt að fyrirbyggja þau en alls ekki alltaf komið í veg fyrir þau því miður. Þau bara verða á vegi okkar sumra og þá koma þau okkur venjulegast á óvart. Getgátur og orsakalögmálÓtrúlegt er að við dauðlegir menn og ófullkomnir séum þess megnugir nákvæmlega að segja til um hvaða afleiðingar nákvæmlega eru beinlínis afleiðing af fyrri framkvæmdum okkar.Það eru ekkert nema getgátur þegar við erum að reyna að telja okkur trú um að einmitt tiltekin atburðarrás í lífi okkar eða annarra sé afleiðing af nákvæmlega einu afmörkuðu atferli, þó það hafi í eðli sínu verið neikvæð framkvæmd sem mun sem slík fela í sér einhverja afleiðingu samkvæmt lögmáli orsaka og afleiðinga. Þrátt fyrir að svo sé þá er algjörlega ómögulegt að sanna hverjar rætur orsakarinnar eru, þó okkur þyki stundum eins og Rós og fleiri, að það megi sjá ákveðið orsakasamband á milli fyrri framkvæmda og svo aftur þeirra hluta sem eru í gangi í lífi viðkomandi þá stundina. Einmitt með tilliti til þess að hver orsök sem viðkomandi hefur gefið líf hefur sína afleiðingu góða eða slæma, allt eftir atvikum hverju sinni, þá getur eitt og annað hvarflað að viðkomandi sem mögulega gæti skýrt atburðarrás augnabliksins út fyrir honum. Hugsanir eru lifandi orkaVissulega eins og hvarflar að Rós, er óhætt að fullyrða að hugsanir okkar eru lifandi orka sem við getum í gegnum stjórntækið heila fylgt eftir með viljafestu og ásetningi. Ef við erum í hefndarhug, þá leysist neikvæð hugsanaorkan úr læðingi og hittir auðvitað einhvern fyrir. Ef við beinum henni að einni tiltekinni persónu, þá segir það sig sjálft að við eigum með því þátt í að skapa óþægindi í kringum viðkomandi, þó ekki sé verið að segja að því fylgi eitthvert tjón endilega fyrir persónuna. Alla vega eykur það ekki á vellíðan neins, ef honum eru að staðaldri sendir skaðlegir orkustraumar sem leika án vitundar viðkomandi lausum hala í kringum hann. Ef vísindamenn eru komnir það langt í rannsóknum sínum á mætti mannshugans að getað sannað að góðar hugsanir í formi kærleiksríkra bæna verið þeim sem þær þiggur ávinningur t.d. á þrauta stundum sjúkdóma, þá hljóta neikvæðar hugsanir að skila sér líka til þeirra sem þær eru ætlaðar og mögulega hafa sínar afleiðingar, þó ekki verið það svo auðveldlega sannað hverjar þær gætu orðið nákvæmlega. Niðurrif og sigursældSíðan má líka benda á, að ef við fyllum hugann af neikvæði, þá takamarkast ekki gildi slíkra hugsana bara við þann sem verið er að senda þær. Þær hafa líka og ekkert síður áhrif á höfund sinn. Þær eru í eðli sínu niðurrífandi og geta aldrei annað en haft slæma eftirmála. Aftur á móti má gefa sér það gagnstæða þegar við eflum innra með okkur jákvæðar hugsanir öðrum til handa ekkert síður en okkur sjálfum, þá hafa þær áhrif og þá auðvitað góð áhrif og eiga beinlínis þátt í að auka sigursæld þess eða þeirra sem verið er að senda þær til eins og okkar sjálfra, þó ekki sé hægt að ganga nákvæmlega úr skugga um hvernig eða hvenær. Jákvæð lífsýn og góðleikurÖll hugsun slæm eða góð hefur afleiðingu í för með sér og einmitt vegna þess er eðlilegra að temja sér sem jákvæðasta lífsýn og vera fremur góðgjörn í garð annarra en neikvæð og snúin. Við ættum aldrei að óska öðrum ills og alls ekki þó viðkomandi hafi brotið af sér við okkur. Það er ekki okkar hlutverk að dæma aðra. Ekki einu sinni óvildarmenn okkar. Þeir dæma sig sjálfir með röngum framkvæmdum sínum og verða fyrr eða síðar að taka öllum afleiðingum af rangri breytni sinni hvort sem er. Þannig virka þessi lögmál sem áður var sagt frá. Þessi sérkennilegu andlegu lögmál orsaka og afleiðinga þeirra. Vonbrigði og óréttlætiÉg hvet því Rós og aðra lesendur sem hafa skrifað mér um andúð sína á óvildarmönnum sínu að beina hugsunum sínum séu þær neikvæðar í jákvæðar áttir og snúa sér að sjálfs síns jákvæðri uppbyggingu eftir þau vonbrigði og óréttlæti sem kann af annarra völdum að hafa dunið yfir þá. Það koma ekki allir dagar í einu en þeir koma hver á eftir öðrum. Þess vegna má segja, að þó erfitt sé að kyngja og sætta sig við ódrengilega framkomu annarra að ósekju í manns garð, þá sé sterkur varnarleikur að forðast alla heift út í skaðvaldinn og láta einfaldlega lífið sjálft kenna viðkomandi að það getur engin komist upp með það til lengdar að fótum troða rétt annarra, án þess að það hitt óþyrmilega gerandann fyrir fyrr eða síðar. Hvernig nákvæmlega varðar okkur ekkert um, enda enginn kominn til með að segja nákvæmlega til um við hvaða aðstæður endanlegt uppgjör verður nema Forsjónin sjálf. Öll afstaða önnur í svona málum er óheppileg og eitrar manngildi okkar en göfgar það ekki. Eða eins og bitra stelpan sagði einu sinni mjög reið."Elskurnar mínar ég hefni mín aldrei vegna þess að amma sagði mér þegar ég var tveggja ára að Guð launaði fyrir Hrafninn og þar við situr.Hann veit allt, sér allt og lætur engum líðast að fótum troða sín minnstu börn, án þess að verja þau á sinn hátt. Svona hugsaði amma og svona hugsa ég náttúrlega. Amen eftir efninu." Með vinsemd Jóna Rúna

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home