Kaerleikshvetjandi blogg

laugardagur, október 29, 2005

Höfundur+
Jóna Rúna Kvaran
”Hugleiðing I

Eins og áður sagði erum við að fjalla um vináttuna og
gildi hennar í mannlegum samskiptum. Eins og við
vitum er alltaf gott að eiga einhvern vin sem maður
getur treyst. Því miður er alltof margir sem eiga
enga vini og eru afskaplega einmanna. Vinátta er
eitt besta form tengsla sem við getum myndað hvert við
annað. Í lífinu er eitt og annað sem við verðum að
horfast í augu við og reynist okkar mis þungbært eða
léttbært eftir atvikum. Þegar við erum lítil er
oftast auðvelt fyrir okkur að koma okkur upp heilli
tylft vina ef við viljum, og kannski fer ekki mikið
fyrir ýmsum örðuleikum, sem svo aftur síðar geta komið
fram í vinahópnum. Í æsku okkar er sjaldan langur
aðdragandi að vináttunni, og tengslin sjaldan flókin
sem betur fer. Við hittum kannski út á götu einhverja
krakka sem við horfum fyrst tortryggnu augnaráði á og
setjum hökuna sem næst bringu og snúum okkur kannski í
eins og einn eða tvo hringi, drögum djúpt andann og í
útblæstrinum sem myndast kemur eins og óvart, má ég
vera með og aftur er tekin einn auka hringur svona til
öryggis og við erum komin í hópinn. Síðan kemur að
því að við veljum eitt eða tvö börn út úr hópnum og þannig verða tengslin auðvitað mun nánari og auðvitað
tilfinningasamari. Eitt og annað verður til að
slettist upp á vináttuna eins og gengur. Hver manekki eftir sjálfum sér að vetri til í uppvextinum með
bláar kinnar og frostdropa á nefinu með grátstafina í
kverkunum að því að Anna vinkona var að gera óhugsaðar
tilraunir með snjókúlu sem hitti akkúrat á versta stað
náttúrulega og úr tárapokunum spruttu tár í allar áttir
sem engin leið var að stoppa. Við slík skilyrði er
gott að eiga pabba eða mömmu, afa eða ömmu innan dyra
sem taka okkur opnum örmum þegar inn er komið og þerra
tárin og stappa í okkur stálinu aftur. Í framhaldi af
þessu er ekkert mál að gleyma að slettist upp á
vinskapi eitt augnablik, heldur er aftur farið út í
flestum tilvikum og vináttan endurnýjuð eins og ekkert
hafi á undan gengið. Þessi atburðarás gengur ekki
t.d. á unglings árunum þar má ekki miklu muna til að
himin og jörð sé ekki að riða til falls, ef upp kemur
eitthvað í vinahópnum sem verður að teljast lásí
framkoma að okkar mati. Ef við rifjum upp til gamans
eins og eitt algengt form vinarslits á unglingsárunum, gæti það t.d. stafað af því að við verðum við miklar hormónabreytingar á þessum árum mjög viðkvæm
fyrir útliti okkar. Eitt kvöldið erum við að fara í
níu bíó og búin að vera frá hádegi að tætta allt út úr
klæðaskápnum og loksins orðin nokkuð sátt með
klæðnaðinn, þó ekkert hafi verið hægt að gera raunhæft
við stóru rauðu bóluna sem liggur í rólegheitum þvert
yfir nefið á okkur og hefur dögum saman valdið
vonbrigðum og öðrum tilheyrandi sársauka. Þegar svonastendur á vonumst við auðvitað ekki eftir athugasemdum
eins og "af hverju ertu í þessum buxum, rassinn á þér
er eins og olíutankur í þessu manneskja". Þetta er
athugasemd sem hugsunarlaust er látin fjúka og
auðvitað fátt sem liggur að baki annað en fljótfæri og
hreinskilni unglings áranna. Bíóferði verður af
þessum ástæðum hreinasta kvalræði og við ýtum peysunni
eins langt niður með lærunum og hægt er, ákveðin í því
að tala aldrei við þessa manneskju að fyrra bragði
aftur. Maður var nú einu sinni búin að splæsa í bíó
miðann og poppkornið í ofaná lag og þess vegna ekki
vinnandi vegur að segja þessum asna að gleyma
vináttunni. Það er óhætt að segja að vináttatengslin
breytast og kannski þróast og eru jafnvel á mismunandi
stigum eftir atvikum allt lífið. Hvað sem öllum
upprifjunum líður er alveg ljóst að vina laus ætti
enginn að vera, það er engan veginn hollt. Þegar við
eldumst leggjum við kannski annars konar þunga í hvað
er einhvers virði í vináttunni. Ef við látum hugann
reika til þess tíma þegar við fórum að verða ástfangin
annan hvern dag með tilheyrandi sársauka og vonbrigðum
er eitt og annað sem hugurinn staldrar við. Það kemur
stundum fyrir að góð vinátta við einhvern að gagn
stæðu kyni þróast upp í tilfinningasemi, sem vart er
hægt að fella undir vináttu sem er hefðbundin. Við
þessar aðstæður breytist margt og verður t. d. erfitt
að umgangast viðkomandi ef ekki er um endurgoldnartilfinningar að ræða og sá aðili sem við verðum
ástfangin af er enn á nótum vináttunnar í afstöðu
sinni til okkar og sambandsins. Þetta er óneitanlega
ástand sem getur kostað mörg fýluköstin heima og annað
eins af andvöku nóttum og viðkvæmum hugsunum. Við
viljum sjaldan viðurkenna þessar nýju tilfinningar og
verðum eyðilög þegar við finnum að í návist persónu
sem áður var bara ósköp venjulegur vinur erum við
farin að fá æðaslátt, svitakóf og skiptum litum eins
og himininn gerir stundum. Hvað er í veröldinni
þungbærara en einmitt ástand af þessum hörmulega toga,
þar til að kannski í útilegu kemur í ljós á
tjaldbotninum þegar þrengslin verða ótæpileg, að til
tekin persóna þrýstir sér óvart fast að okkur og
tækifæri gefst eins og ekkert sé eðlilegra að þrýsta
þétt á móti og vonast eftir að framhaldið verði
kannski koss og önnur huggulegheit, ef spilað er af
slægð á aðstæðurnar og hugurinn er nógu sterkur. Já
vináttan getur svo sannarlega verið margbreytilega og
viðkvæm á stundum. Þegar vinátta myndast aftur á móti
við aðstæður í lífi okkar þegar hallar verulega undir
fæti af einhverjum ástæðum í kringum okkur í einkalífi
eða á öðrum vettvangi, er ósköp gott að geta treyst
vináttu sem kemur eins og fyrir röð af alls konar
tilviljunum upp í hendurnar á okkur, þegar verst
lætur. Ef við lendum t. d. í því að maki yfirgefur
okkur vegna annarrar persónu er afleitt að geta ekkilosað um þær tilinningar, sem um sálina fara og bæði
draga úr okkur kraft og kjark þegar myrkrið er sem
mest í sálinni af þessum áður sögðu ástæðum. Við
getum nefnilega átt auðveldar með að tappa af okkur
við einhvern sem er ókunnugur þeim sem er að bregðast,
að því þegar við erum á valdi vonbrigðanna erum við
ekki sátt við að vera kannski minnt á kosti þess sem
er að bregðast okkur, en slíkt er líklegra að
sameiginlegur vinur geri og sem betur fer þó¢áhentugt
sé¡á þessari aumu stöðu. Aftur á móti getur góður
hlustandi verið gulls í gildi í þessari stöðu og þá er
kannski sama hvort viðkomandi er garðyrkjumaðurinn
okkar eða konan sem afgreiðir í vefnaðarvörubúðinni
bara ef viðkomandi er ekki að benta á eitt og annað
sem okkur fellur ekki að heyra, heldur hlustar með
andtakt á lýsingar okkar á hve við eigum annars bágt.
Seinna nefnilega þegar okkur er runnin reiðinni og
stoltið búið að jafna sig getum við notfært okkur
gömlu vinina og fengið kannski í gegnum þá skynsamleg
rá og notalegar ábendingar, sem við síðan vinnum úr
og leysum auðvitað sjálf um fjötra þá sem höfnunin og
sviksemin ollu okkur. Auðvitað er ekki í þessum
einföldu hugmyndum mínum um að ræða neinar lausnir sem
eru öðrum betri en getur kannski verið gott að skoða
þær eins og annað sem til fellur í lífinu.
+++

HÖF.JRK

BÆN
Við leitum til þin Drottin i auðmýkt og biðjum þig að opna augu okkar fyrir því sem er jákært og kærleikshvetjandi i sál okkar og anda. Við óskum þess að þú styðjir okkur til góðar verka og réttra athafna Við vitum að við eigum sem þin börn að elska náunga okkar eins og sjálf okkur sem við gerum eftir bestu vitund. En Þrátt fyrir góðan ásetning og þennan skilning á mikilvægi bróðurkærleika finnum fyrir því á stundum að við erum ekki nógu óeigingjörn og fórnfús gagnvart hvert öðru þrátt fyrir löngun til þess Við verðum það ekki fyrr en að við í verki skiljum að okkur beri að taka tillit til þeirra sem eru í kringum okkur.Hjálpaðu okkur Faðir til að mæta þeim sem eru i kringum okkur eða hitta okkur við aðrar aðstæður með hlýju og kærleika. Við vitum að það eru svo margir sem eiga um sárt að binda og þurfa sökum þess bæði hvatningu og kærleiksþel halda sem gefið viðkomandi án krafna um endurgjald.Við vitum af fenginni reynslu kæri Drottin að jafnvel einlægt og fallegt bros getur á sundum kvalar og pínu lyft sálum þjakaðra og umkomulausra í æðraveldi þrátt fyrir þrengingar og fátækt. Viltu drottinn styðja okkur til að stilla hjörtu okkar og huga i inni þinn eilífðartón þannig að athafnir okkar og hugsanir hljómi eins og þinn kærleiksómur vísar á og gefur okkurr tilefni til hverju sinni Við óskum þess að Drottinn umvefji okkur og verndi i hverju spori og minni okkur á að það skiptir mali að við umberum og skiljum þarfir hvers annars. Megi þinn vilji alltaf umvefja okkur og hvetja áfram okkur til jálægra athafna Kæri Faðir forðaðu okkur frá ollu slæmu Vertu kæri frelsari afallt nálægur okkur til að vernda okkur og minna á að það að okkur beri að virða hvert annað og styðja til góðra verka Láttu Drottinn engla himinsins vaka yfir okkur og opna með vængjahafi sinu fyrir okkur aðgang1 að vegi frelsis og friðar. Lát kæri Herra líknarljós þitt lýsa upp tilveru okkar þannig að við verðugar fyrirmyndir góðra breytni og verka sem vísa á vilja trúar og vonar um elskuríka nálægð þina Viltu lata okkur skiljast að minnst þess ef okkur gengur vel eigum við að deila ávinningum okkar með þeim sem lifa i við þrengingar og örbyrgð hvar sem þau börn þin verða á vegi okkar. Við munum lata þau vita að við eru alsæl yfir að hafa fengið að örvast til dáða goðara verka i náðarörmum þinum Við óskum, þess að læra að skilja þarfir annarra barna þinna ekkert síður en okkar. Láttu sólskin frá himneskum dýrðarkrafti þinum baða okkur i logagiltum kærleiksgeislum sinum og vernda okkur á augnablikum örvæntingar og kviða. Við þráum að verðskulda stuðning þinn og viljum í öll gera það sm þér er þóknanlegt þóknanlegt. Við þökkum þér fyrir samfylgd þina við allar aðstæður og biðjum þig að yfirgefa okkur aldrei jafnvel ekki þegar við gerum það sem þér er ekki þóknanlegt Láttu ávalt kærleiksarma þina halda fast utan um okkur auðvelda okkur þannig að ganga´ávalt þá vegu sem þer er umhugað um að við fetum til aukins andlegs þroska og sterkari vitundar um mikilvægi kærleiksríkra samskipta Við þökkum umhyggju þina og elsku til okkar og munum reyna að breyta einungis eins þer er umhugað um og þóknanlegt kæri Faðir Amen JRK

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home