Kaerleikshvetjandi blogg

laugardagur, október 29, 2005

HÖF:JRK SJÁNDI
(AÐALF.) GEFUM HUGBOÐUM OKKAR GAUM
(UNDIR.) INNSÆIS VITNESKJA ER STAÐREYND
Við þekkjum það mörg úr okkar daglega lífi hvað það getur verið mikilvægt að við gefum hugboðum okkar gaum. Mörg okkar láta þau þó eins og vind um eyru þjóta og átta sig ekki á mikilvægi þeirra fyrr en þau hafa síðar sannað réttmæti tilvistar sinnar í gegnum einhvers konar staðreyndarveruleika okkur eða öðrum viðkomandi. Fá okkar skilja fyrirfram þau skynjunarkenndu huglægu skilaboð sem við köllum hugboð, þrátt fyrir þá staðreynd að hugboð koma og fara í lífi okkar margra. Það er margsönnuð staðreynd að hugboð eru algeng og reynast oftar en ekki innihalda vísi að því sem koma skal. Það gerist alltof oft að við ýtum þeim frá sem einhver konar bábylju eða vitleysu.
(MILLIF.) TÚLKUN HUGBOÐA KREFST ÞJÁLFUNAR
Það er komin tími til þess fyrir mörg okkar að læra að hlusta á hugboðin okkar.Þau byggjast á innsæishugsun og tilfinningalegri skynjun sem getur verið erfitt að skilja rétt nema með langri þjálfun í því að breyta óljósri og óvæntri andlegri skynjun í rökræna hugsun. Hugboð eru mun algengari fyrirbæri en við viljum kannast við og áreiðanleiki þeirra er jafnframt meiri en við áttum okkur á nema við höfum gefi þeim sérstakan gaum og þjálfað okkur í að meta þau og skilja. Það er áríðandi að við æfum okkur í að átta okkur á gildi þeirra hugboða sem við fáum af og til af ástæðum.
(MF.) TILFINNINGAR VELLÍÐUNAR EÐA VANLÍÐUNAR
Við verðum flest að hafa alltof mikið fyrir hversdagsleikanum og sökum þess m.a. erum við á eilífum þeytingi og sífellt spennt og streitufull. Það þarf ró og kyrrð til þess að geta eignast gott samband við innra líf sitt. Hugboðin eru partur af innri upplifunum sem koma og fara og gera ekki boð á undan sér.þau geta borðið í eðli sínu staðreyndir um sigra og ósigra ekkert síður en að þau tengjast oft vonum okkar og vonbrigðum. Það er ógjörningur að panta slíka reynslu fyrirfram. Hún kemur yfir okkur fyrirvaralítið og henni fylgja misflóknar tilfinningar vellíðunar eða vanlíð­unar. Allt eftir því í hverju hugboðið flest og á hvaða staðreyndir það vísar þegar betur er að gáð.
(MILLIF.) ÓÞÆGILEG HUGHVÖRF HUGBOÐ A
Algengustu hugboð sem við fáum varða okkar nánustu og þær aðstæður sem við tengjumst og lifum í. Ekki er óalgengt að við eins og skynjum t.d. mögulega hættu fyrirfram og þá er mikilvægt að við bregðumst við þeim hughrifum umsvifalaust.Eins vísa hugboð okkur gjarnan leið að óvæntum eða langþráðum sigrum.Við munum þó flest betur þau hughvörf hugboða sem hafa tengst óþægindum eða ótta. Það á nefnilega sama við með hugboðin eins og hefðbundna reynslu að það sem veldur okkur uppnámi og skelfingu einhverra hluta vegna og fellur undir örðuga reynslu grefur sig einhvern vegin inní sálarlífið og geymist þar.
(MILLI.) ÓVÆNT REYNSLA Í MIÐJU MATSELDI
Fyrir mörgum árum upplifði ég stödd við matseldi í eigin eldhúsi mjög magnað hugboð. Það var komið kvöld og mikill erill var í blokkinni sem ég bjó í. Til­finningin sem greip um sig í huga mínum allt í einum í miðri steikingaratrennu var óttablandin og óþægileg. Ég skynjaði mjög sterkt mikla hættu yfirvofandi.Mér fannst undir öllum kringumstæðum að ég ætti að fara fram á gang, sem var langur og dimmur, og leita einhvers sem væri í hættu staddur. Ég ýti þessari tilfinningu lengi vel frá mér en hún magnaðist frekar en ekki.Að lokum lét ég undan þessum vaxandi innri þrýstingi ótta og áhyggna.Ég tók af mér svuntuna og hálf hljóp út úr eldhúsinu og fram á ganginn. Þegar þangað var komið var engan að sjá í fljótumbragði en óttatilfinningin magnaðist og óx.Ég fann fyrir óskiljanlegri hættu.
(MILLIF. GRÁTUR OG LÍTILL FÓTUR
Ég ákvað að labba eftir ganginum og kanna aðstæður betur. Þegar ég var komin að bruna- og neyðarsvölum blokkarinnar finn ég skelfinguna eflast en sé ekki neitt markvert. Þegar ég svo þrúguð af ótta og vanlíðan opna út á svalirnar sé ég í lítinn fót sem hangir innanvert á svölunum uppá þriðju hæð en afgangur líkamans var götu megin handriðsins. Ég sá að þegar ég gekk nær að drengur um það bil þriggja til fjögra ára hafði prílað upp á handriðið og lafði einungis á læri sínu á handriðinu. Hann var hágrátandi en gat sig hvergi hreyft.Hann virtist skynja þó lítill væri að hann væri í hættu staddur og var þess vegna hræddur.
(MILLIF.) FÁRÁNLEG TILFINNING BJARGAR MANNSLÍFI
Ég læddist að honum og greip þéttingsfast í fótinn sem sneri inná svalirnar og kippti drengnum í einu handtaki inn á svalargólfið án orða eða athugasemda. Þegar drengurinn sem var bæði hræddur og þreyttur áttaði sig á að hann var kominn í öruggt skjól þá grét hann ennþá hærra enda óvíst hvað hann hafði verið lengi í þessari skelfilegu klemmu fullur ótta og örvæntingar. Mín tilfinning áhyggna og ótta var horfin. Ég þakkaði Guði fyrir það að hafa borið gæfu til þess að fara þarna eftir að því er mér fannst í fyrstu fáránlegum tilfinningum hugboðs sem greinilega átti við rök að styðjast þegar til kom. Ég er enn þann dag í dag sannfærð um það að ég hafi með því að fylgja þessum óræðu dulrænu skilaboðum bjargað lífi þessa litla drengs. Hugboðið um hættuna sem væri yfirvofandi fram á ganginum reyndist rétt metið.
(MILLIF.) FYRIRVARALAUS REYNSLA
Varðandi þetta hugboð þá má segja að hægt hefði verið með mikilli fyrirhöfn að ýta því frá sér ef ég hefði reynt það og afneitað þessum óþægilegu skynjunum og að því er virtist fráleitu í fyrstunni. Oftar en ekki tengjast hugboð hættum sem einhver er í. Þessi reynsla mín er ein af mýmörgum sem ég hef upplifað varðandi hugboð fram að þessu. 'I dag hugsa ég mig tvisvar um áður en ég reyni að láta eins og ég hafi ekki fundið fyrir þeim hughrifum eða skynjunum sem koma fyrirvaralaust yfir mig og venjulegast reynst fyrirboðar atvika eða aðstæðna sem ég hef þurft að takast á við og vinna á eða í.
(MILLIF.) 'ARÍÐANDI SKILABOÐ
Forsendur og tilgangur hugboða er margbreytilegur og þau þurfa alls ekki að tengjast neikvæðri atburðarás eða reynslu. Mörg okkar hafa eins skynjað mögulega sigra og hentugar jákvæðar aðstæður fyrirfram. Vandi okkar flestra er þó að við erum ekki ýkja þjálfuð í því að meta þessar sérkennilegu og oftast í fyrstunni nánast órökrænu tilfinningar skynjunar sem við getum orðið fyrir án þess að skilja hvað þær þýða.Best er ef við eins og finnum eitthvað á okkur sem fylgja óþægilegar eða þægilegar tilfinningar að við reynum að álykta í hverju þær liggja og hverju þær tengjast og þannig þreifa okkur áfram með þær til þess að geta sett þær upp í rökrænan búning og þannig brugðist rétt við þeim. Það verður þó að viðurkennast að þó við reynum þetta tekst okkur alls ekki alltaf að finna út um hvaða mál skynjunin sýnst.Það er þó staðreynd að eftir þessum sérstöku skynjunarleiðum óvæntra hugboð geta opinberast okkur áríðandi skilaboð og tækifæri. Margur hefur forðað sér og sínum frá tjóni og skaða með því að átta sig á hvers kyns fyrirboðum fyrifram ekkert síður en að hafa höndlað hamingjuna eftir þessum sérstöku en leyndardómsfullu leiðum staðreynda.
(MILLIF.) HELTEKIN OG HISSA
Við sjáum síðan mörg eftir á af hverju slíkar tilfinningar hafa heltekið okkur.Alltaf verðum við jafn hissa þegar eftir á kemur í ljós að hugboðin okkar eiga við rök að styðjast og búa yfir ákveðnum sannleika.Það segir sig sjálft að ef að við erum gripin ónotatilfinn­ingu sem er staðbundin og tengist ekki lífi okkar og tilveru þá eru líkur á að þær séu utanaðkomandi og tengist einhverri atburðarás.Algengast er að þessar tilfinningaskynjanir tengist staðreyndum sem reynast fyrirboði einhvers sem viðkemur framtíðinni eða liggur í loftinu sem þarf að takast á við umsvifalaust.
(MILLIF.) LEIÐINLEG OG ÓSANNGJÖRN
Mörg okkar kannast við það ef við erum nálægt fólk sem við höfum ekki verið samvistum við áður getum við fengið einhvert hugboð þess að viðkomandi sé varhuga­verður. Venjulegast ýtum við slíkum ónotum frá okkur við þessar aðstæður á þeirri forsendu að við megum ekki vera leiðinleg eða ósanngjörn við viðkomandi.Við reynum að láta eins og ekkert sé og umberum þann sem í hlut á þrátt fyrir andúð og óhug sem við erum haldin gagnvart viðkomandi. Eftir á að hyggja verðum við flest þess áskynja að upphaflegt hugboð mislitra tilfinninga reyndist rétt sökum þess að iðulega kemur í ljós að það sem við fundum átti við rök að styðjast.
(MILLIF.) SÉRSTÆÐ ÞJÁLFUN
'I álíka tilvikum eigum við að reyna að greina rökrænt hvað nákvæmlega í fasi og framkomu þess sem truflar okkur gerir það. Ef við æfum okkur í því að setja þessa mislitu tilfinningar upp eins og pústurspil í huganum þá náum við því flest smátt og smátt að lesa úr þessum óræðu táknum óþæginda sem eins og hellast yfir okkur nálægt vissu fólk í upphafi viðkynningar. Það sparar okkur óneitanlega vandræðaferli óþæginda og vonbrigða ef við leggjum rækt við þessa sérstæðu þjálfun. Þeir sem það hafa gert hafa náð árangri. Sama sjónarmið skilnings og þjálfunar á við um hugboð varðandi mögulegra sigra og ávinninga og á við þau sem viðkoma mismiklum örðug­leikum og hættum.
(MF.) MÖGULEGUR VÍSIR AÐ GLÆSILEGUM TÆKIFÆRUM
Hugboð tengjast skynjunum sem eru að gerast eða munu gerast og sagan sýnir það að oftar en ekki ef hugboðunum hefur verið fylgt eftir þá hefur verið hægt að koma bæði veg fyrir óhöpp og tjón, auk þess sem hægt hefur verið að efla á þennan hátt mögulegar vinnings­líkur fólks af ýmsum ástæðum. Hugboð hafa oftar en ekki gert okkur manngleggri og sáttari í sammannlegum samskiptum. Engum vafa er undir orpið að varðandi tækifæri og möguleika þar sem áríðandi hefur verið að vera fljótur að taka ákvarðanir hafa hugboð komið að góðum notum. Við fáum nefnilega gjarnan tilfinningu fyrir því að eitthvað gott liggi í loftinu ef við framkvæmdum þetta eða hitt. Mörg okkar fylgja góðum hugboðum eftir og ná glæsilegum árangri af ólíkum toga.
(MILLIF.) NÆMARI Á OKKAR NÁNUSTU
Þegar við höfum lært að treysta hugboðum okkar aukum við líkur á því að okkur lánist að komast hjá vand­ræðum og hættum. Ekkert síður en að okkur auðnast frekar að nýta þau tækifæri og höndla sem við höfum í fyrstunni einungis óljóst hugboð um að liggi í loftinu.Varðandi maka okkar og börn þá er enginn vafi á því að sambönd sem byggjast uppá viðlíka tengslum bjóða oftar en ekki uppá möguleika hugboða. Við erum næmari á vanlíðan og vellíðan okkar nánustu en þeirra sem eru óviðkomandi.
(MILLIF.) DRAUMAR OG FJARSKYNJUN
Við álítum mörg að hugboð okkar komi ekki einungis fram í missterkum tifinningaskynjunum heldur og jafnframt í formi drauma og fjarskynjana. Við aðgreinum jafnvel ekki þessi skyldu en þó ólíku form hvers kyns hugrænna skynjana. Það er þó ljóst að þau hugboð sem koma í vöku geta skipta sköpum varðandi gæfu og gengi þess sem þau tengjast séu þau ígrunduð og af raunsæi og með íhugulli dómgreind. Það þýðir þó engan vegi að okkur auðnist endilega fyrirfram að skilgreina það sem þau í raun innihalda og þýða. Hlustum því af athygli á þau sálrænu skilaboð sem eru innihald hugboða og látum ekkert tækifæri framhjá okkur fara til þess að nýta okkur þessa dulrænu reynslu sjálfum okkur og öðrum til framdráttar og gæfum. Það er varhugavert og beinlínis hættulegt að nýta sér sálræna vitund til neikvæðra hluta. Góð hugboð geta reynst gull ígildi. Með vinsemd,
Jóna Rúna

+++
HÖF.JRK JÓNA RÚNA Á MANNLEGUM NÓTU
FÁLÆTI
Sú sammannlega reynsla sem við tökumst á við frá degi til dags er eins og við vitum eftir atvikum jákvæð eða neikvæð.Fálæti er nokkuð áberandi ljóður á fasi og framkomu okkar margra enda neikvætt tjáform. Þau sam­skipti okkar, sem t.d. einkennast af því að vera bæði stuttaraleg og kuldaleg eru iðulega örðug og óþægileg. Skortur á samtalshæfni og jákvæðum viðhorfum til ýmsra hluta í samskiptum er afleiddur, sökum þess að þannig fjötrum fylgja oft á tíðum hindranir og hvers kyns misskiln­ingur.Það er því ákaflega áríðandi, að við eflum eftir atvikum hæfni okkar til að tjá okkur hvert við annað af hreinskilni og í einlægni af ólíkum og mis­mikil­­vægum tilefnum.Það er staðreynd að í þeim samskipta­tengslum, þar sem við af gefnum tilefnum skiptumst ekki á skoðunum um menn og málefnum eru gjarnan óviðkunnanleg samskipta­­­­viðhorf í gangi. Einmitt og ekki síst vegna þess að hömlur tjáskiptafátæktarinnar sundra okkur fremur en sameina okkur. Þegar þannig er ástatt fyrir okkur vantar mikið á að við skiljum og virðum hvert annað. Við sem erum hlynnt því að mál séu rædd ofan í kjölinn af ýmsum tilefnum, hvort sem þau eru persónuleg eða málefnaleg eigum ákaflega erfitt með að sætta okkur við fáorða og jafnvel afundna einstaklinga. Ein megin­forsenda þess að jákvæð samskipti geti heppnast er t.d. sú staðreynd,að við venjum okkur á að tala um það sem okkur þykir hafa áunnist, ekkert síður en það sem miður kann að hafa farið hjá okkur sjálfum eða öðrum. Þegjanda­háttur getur verið mjög raunarlegur við aðstæður sem krefjast annars konar við­móts. Við eigum val í þessum efnum sem mörgum öðrum um hvaða tegund tjáskipta við kjósum að temja okkur. Best er að við veljum að gefa öðrum sem oftast kost á opnum og jákvæðum samskiptum við okkur af ólíkum til­efnum. Þannig læra aðrir að virða okkar sjónar­mið og eignast auðveld­lega skilning á viðhorfum okkar og vilja til manna og málefna. Ótal aðstæður sem við þurfum að takast á við valda því beinlínis, að við erum tilneydd til að tala og tjá okkur. Það telst auðvitað kostur að geta látið í ljós skoðanir sínar af ólíkum tilefnum. Við getum bætt þó nokkur í samskipta­sjóð sjálfra okkar, ef við ákveðum að hafna fályndi og taka upp öðruvísi og ögn jákvæðari valkosti í samskiptum. Alveg sama hvort heldur er vegna okkar sjálfra, annarra eða einhverra málefna.Við getum illa nálgast hvert annað, ef á milli mögulegra tengsla og tjáskipta eru samskipta­brynjur fáleikans. Höfnum því öllum samskiptum sem eru köld og stuttaraleg, því þau fjötra okkur og aftengja öðrum. Eflum í tómlætis stað hæfileika okkar til að vera uppörvandi og opinská hvert við annað, jafnt í aðstæðum sigra sem ósigra, sem og í öðrum aðstæðum. Þannig hugsandi sigrum við fjötra fályndisins og ölumst við það jákvætt samskiptafrelsi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home