Kaerleikshvetjandi blogg

laugardagur, október 29, 2005

Listakvöld í Leikhúskjallaranum.
LAUGARDAGUR 29 okt. Laugardagskvöldið 29. okt. kl 21.00 verður flutt ljóðadagskrá í Leikhúskjallaranumen höfundur kvöldsins er Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.Flutt verður efni úr tveimur bókum Aðalsteins Ásbergs; annars vegar Eyðibýlum sem kom út sl. vor og er með ljósmyndum Nökkva Elíassonar og ljóðum Aðalsteins; og hins vegar Romsubókinni sem kom út fyrir skemmstu og hefur að geyma fjölskylduvænan kveðskap, litríka langhunda sem höfundur kallar romsur. Flytjendur ásamt höfundi eru leikararnir Arnar Jónsson, Helga E. Jónsdóttir og Margrét Vilhjálmsdóttir, auk Sigurðar Flosasonar sem tónskreytir dagskrána.Sama dag og dagkskráin verður í kjallaranum koma út úrvalsljóðs með lestri skáldsins á geisladiski, en Sigurður Flosason tónskreytir þá útgáfu. Skemmtileg tímasetning þar sem þrjár nýjar ljóðabækur sama höfundar eru í sviðsljósinu samtímis.Ljóðadagskráin tekur um klukkutíma í flutningi. Á eftir ljóðadagskránni, um kl. 23 koma Pörupiltar á svið kjallarans en það eru vel þekktar leikkonur í gervi stráka og er dagskráin í senn ögrandi og skemmtileg.Miðaverð er einungis kr. 1000.Barinn er opinn og hægt er að versla sér veitingar eftir þörfum og einnig er hægt að kaupa smárétti fyrir smápening til að narta í meðan á dagskránni stendur. Leikhúskjallarinn- menningarsuðupottur…

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home