Höf.Jona Runa FYRIRHÖFN
Eðlilega höfum við mismikið fyrir því sem tökumst á við hverju sinni. Auðvitað er ekkert athugavert við það, að við þurfum að leggja eitthvað á okkur, ef við viljum ná sem bestum árangri gagnvart þeim áætlunum og markmiðum sem við höfum sett okkur. Sennilega fæst ekkert sem er einhvers virði í raun og veru, nema með nokkru erfiði og hampi. Það þarf þó ekkert endilega að vera samræmi í því sem við leggjum á okkur til að ná sem bestum árangri og svo því sem við uppskerum gegnum áætlanir okkar og markmið. Það er því hyggilegt fyrir okkur að láta ekki deigan síga, þó erfitt geti verið að efla vænlegan árangur og staðgóðan afrakstur í þeim málum sem okkur eru hugleikin. Við, sem höfum þurft að hafa fyrir hlutunum vitum það, að það borgar sig í allflestum tilvikum að gera áætlanir og plön þegar við viljum vinna til sigurs og ávinninga. Ringulreið og upplausnarsjónarmið eru ekki eftirsóknarverð, sökum þess að í eðli þeirra liggur framkvæmdardofi og viljaleysi. Við verðum að temja okkur ákveðna elju og kappsemi, ef við höfum mikil og örðug verk að vinna, þó að allt óþarfa staut og stell fyrirhafnar sé óviturlegt. Það sem við vinnum í af alúð og ákveðni er líklegt til að takast.Sérstaklega þó, ef við litum athafnir okkar bæði þolinmæði og þrautseigju. Þær systur eru nefnilega hvatar sem efla okkur gagnvart því sem við kjósum að sjá magnast og vaxa.Best er, að vinna af athygli og alúð að öllum undirbúningi þess verks, sem ætlað er að skila járænum árangri.Fyrirhöfn og ómak eru mikilvægir uppskeruhvatar. Ágætt er, ef við ætlum að beina sjónum okkar að einhverjum keppikeflum, að við séum meðvituð um það, sem þarf að erfiða til að gera þau mögulega yfirleitt. Það er sem betur fer einhvern baráttuvilji og stolt í afstöðu okkar flestra til þess sem við viljum ná árangri í, sem eins og reka okkur áfram til líklegra ávinninga.Við, sem viljum efla tiltrú okkar á mikilvægi erfiðisins veljum að hunsa og hafna öllum þeim viðhorfum sem okkur þykja ganga þvert á sannfæringu okkar og framkvæmdarþrá.'I flestum tilvikum er hægt með elju og dugnaði að láta eitt og annað okkur viðkomandi vaxa og örvast.Best er því, að við örvum þau skilyrði innra með okkur sem gera okkur upplitsdjörf og ákveðinn við sem flestar aðstæður. Ágætt er, að við höfnum framkvæmdarlegu fyrirhafnarleysi og leti, en örvum frekar af elju og þreki í manngerð okkar dugnað og viljafestu.Við ættum ekki að kjósa einföldustu og fyrirhafnarminnstu leiðirnar til árangurs, því þær bera ekki alltaf í armi sínum bestu uppskeruna. Við, sem höfum haft fyrir því sem við njótum og eigum vitum, að áreynsla og erfiði geta gefið mikið af sér, ef viturlega er með þá krafta farið.Það er því hyggilegt að við örvum og eflum með okkur aukna tiltrú á gildi góðrar og gegnar fyrirhafnar. Góðir hlutir gerast hægt og þá þarf að rækta.
JRK
+++
Hver er lífstilgangurinn ?
Kæra Jóna Rúna!
Ég er rúmlega fertug, gift indælum manni og á ágætis börn. Ég hef ávallt átt auðvelt með að skrifa en nú hikar höndin. Hvernig í ósköpunum á ég að lýsa tilfinningunni sem undanfarnar vikur hefur gagntekið mig, það er eins og þyrmt hafi yfir mig. Hingað til hef ég lifað nokkur veginn áhyggjulausu lífi, dagarnir hafa bara komið og farið. Ég hef reyndar verið eins og lifandi dagatal sem þurft hefur að rífa af, en enginn hefur tekið eftir því, ekki einu sinni ég. Allt í einu hefur persónan ég orðið eins og áþreifanleg og þessar vikur síðan það gerðist hafa truflað mig. Ég er ekki lengur þetta furðulega dagatal, ég er lifandi og mikið hugsandi. Ég hef það á tilfinningunni, að ég standi á einhvers konar innri tímamótum og finnst ég reyndar þurfa að gera eitthvað, en hvað veit ég ekki. Flest virðist hafa breyst í kringum mig meira segja hefur samband mitt við fjölskylduna, vinnufélagana og nánast alla aðra hefur einhvern vegin rofnað og engu líkar en ég fái alla upp á móti mér. Þetta gerist eins og óvart. Innst inni veit ég að þetta er mér að kenna. Ég segi eitthvað rangt og misskil flest sjálf. Ég er að verða eins og ,,Palli ein í heiminum”. Mér gengur illa að sofna á kvöldin, les eitthvað til að dreifa huganum þar til ég dett dauðþreytt útaf. Ég vil með þessu forðast að liggja vakandi og hugsa um ástandið, vegna þess að mér finnst ég engu fá breytt. Ég vakna síðan fyrir allar aldir og hugsa og hugsa. Get ég byrjað líf mitt upp á nýtt? Ég er miðaldra og get varla skrifað það, því sálin er eins óþroskaður unglingur, alls ekki í samræmi við aldur minn. Kæra Jóna ekki veit ég hvort þú getur hjálpað mér, en ég gæti svo sannarlega þegið góð ráð og einhvers konar leiðsögn. Ég á engan trúnaðarvin, engan sem ég get beðið um hjálp til að leysa upp kökkinn í brjóstinu, þó ekki væri nema í táraflóði.
Með fyrirfram þökkum.
Ein í heimi hér.
Kæra Ein! Ég verð að kalla þig það þar sem dulnefnið er óþjált og of langt. Þakka þér innilega fyrir þetta óvenjulega bréf og vissulega skal ég reyna að gefa þér ráð og aðra leiðsögn ef ég mögulega get. Við skoðum tákn í skriftinni þinni og notum síðan innsæi mitt þar sem skriftin nægir ekki. Vandi minn í þínu tilfelli er að þú gefur mér einungis upp líðan þína síðustu vikurnar, en ekki neina hugsanlega forsögu eða upplýsingar um æsku eða síðustu fullorðins ár, sem ég tel mjög hentugt ef svörin eiga vera sem nákvæmust. Því þó að ég kunni að vera nánast göldrótt er vandinn sá að ég hef einungis stutt bréf frá bláókunnugri manneskju að styðjast við, en ekki persónuna sjálfa við nefið mér, sem strax myndi auðvelda skilning minn á þér og vanda þeim sem þú óneitanlega stendur frammi fyrir. Við reynum samt að fá eitthvað fram, kæra Ein, sem getur orðið þér hugsanlegur stuðningur og kannski smá uppörvun. Til annarra lesenda þetta, munið að vera einlæg og heiðarleg og geta helstu staðreynda um forsögu ykkar og aðdraganda þess sem vanda veldur. Þannig er ég mun nákvæmari þegar kemur að svörum. Eins er nauðsynlegt, að þið handskrifið bréfin elskurnar.
Tímabil persónuleikans skoðað
Það er ágæt að íhuga hvað gerist innra með okkur á vissum tímabilum ævinnar, til þess einfaldlega að reyna að auka skilning okkar á því, að nokkuð eðlilegar ástæður geta legið á bak við ótrúlegustu líðan okkar. Þú ert, kæra Ein, nokkurn vegin hálfnuð hugsanlega á því tímabili ævinnar, þar sem hvað mestar og mikilvægastar breytingar eiga sér stað hið innra, og þess vegna ekki nema von að þú hugsir mikið og finnist þú ein og einmanna. Það verða nefnilega verulegar sviptingar á tímabilinu á milli svona þrjátíu til fjörtíu og fimm ára með smá frávikum eftir hver forsaga okkar er. Á þessum árum förum við að hugsa um hugsanlegan lífstilgang og byrjum stórtækt uppgjör við okkar innri mann eftir atvikum. Það sem áður var fullkomlega eðlilegt verður nánast óeðlilegt, af því að við vitum sjaldnast framan af breytingunum hvers vegna flest er öðruvísi. Á þessum árum gengur persónuleikinn út sem kallað er, eins og upplag okkar gefur til kynna, og því getur fylgt tímabundið öryggisleysi og annar innri skjálfti. Þú t.d. finnur fyrir einmannaleika og uppreisnargirni þannig að þér líður eins og þú hafir verið yfirgefin. Það sem hugsanlega er að gerast er að þú ert orðin langþreytt á alltof flötu og áreynslulitlu lífi. Þú ert sennilega bæði frakkari og hreinskilnari en oft áður. Þú virkar sennilega eins og lítil tímasprengja á sjálfa þig og aðra um leið, með áður óþekktum viðbrögðum þínum við sjálfa þig, fjölskylduna, vinnufélaganna, auk kannski annarra sem á vegi þínum verða. Við þessu er ekkert að gera annað en komast að hver þú ert og hvaða mann þú raunverulega hefur að geyma.
Einmannaleiki tímabundinn
Á þessum sérstöku breytingarárum í lífi okkar er mjög algengt, að við finnum til mikils eimannaleika nánast útaf engu. Við skoðum tengsl okkar við vini, kunningja og ekki síst maka og aðra hugsanlega aðstandendur í von um að skýringar séu í þeim á þessu auma ástandi. Í þínu tilviki bendir þú á að þú eigir góða að og ekkert sem þrúgar sérstaklega á heimavígstöðvum, samt ertu bæði einmanna og svekkt. Ef við höfum siglt milli skers og báru hálfa ævina er ekki nema eðlilegt að við viljum eignast einhvern sýnilegan lífstilgang. Hver persóna er á þessari jörð í einhverjum ákveðnum tilgangi og hann verðum við að finna sjálf. Fyrsta skref í átt til annars konar lífs er að átta sig á að það er ekki hægt að fljóta endalaust með straumnum, við verðum stundum í leit okkar að sjálfum okkur að fara hreinlega á móti honum og það gerir okkur svo sannarlega um tíma einmanna.
Lífið er eilíf
Þú spyrð hvort þú getir byrjað líf þitt upp á nýtt. Það er enginn sýnilegur tilgangur í því kæra Ein, því að þú ert ekki eina persónan um fertugt sem er að uppgötva að hún stendur á andlegum tímamótum og finnst hún vera eins og unglingur í þroska. Vissulega er þessi niðurstaða tímabundið óþægileg, en séð til lengri tíma er um að ræða mjög mikilvæga og trúverðuga uppgötvun. Ef við miðum við að lífið sé einhver konar hringrás ert þú ekki einu sinni unglingur, heldur kannski miklu frekar eins og kornabarn miða við það eilífa líf sem Jesú Kristur benti okkur á. Það er okkur öllum afar hollt að finna til auðmýktar og tímabundins vanmáttar gagnvart lífinu sjálfu og ekkert við það að athuga annað að gefast ekki upp þó ástandið geti virka ógnvekjandi.
Hvað er til ráða
Það sem ég ráðlegg þér og öðrum í svipuðu ástandi, er að leggja aðaláherslu á að kynna sér hugsanlega kosti sína og vekja upp eins mikinn áhuga á þeim og frekast er unnt. Ef um tíma hugsun okkar beinist að þeim er nokkuð öruggt að lítill tími vinnst til að láta sér leiðast, því að hugsanlegir kostir geta bæði verið spennandi og fróðlegt rannsóknarefni. Best er að koma sér upp skrifblokk í þessum tilgangi einum saman og vera eins virkur og hægt er við þetta áhugaveða rannsóknarefni. Engum kostum má stinga undan og rannsóknin verður að fara tiltölulega samviskusamlega fram. Ágætt er að íhuga ekki gallana fyrr en við erum viss um að við höfum umtalsverða kosti og meiriháttar áhugaverða. Þegar svoleiðis er komið í huga okkar er eins og við höfum eignast ótal vini í okkur sjálfum, við verðum líka spennt að auka sem mest fjölbreytnina í þessum kostahópi. Afleiðing þessarar rannsóknar verður, að gallarnir verða miklu auðveldari viður- eignar þegar okkur er orðið ljóst, að við erum sannkallað kostafólk, sem virkilega ánægjulegt er að vinna með og kynnast enn betur. Allar bækur sem eru sjálfstyrkjandi eru nauðsynlegar með og eins allt virkilega jákvætt og andlega hugsandi fólk sem við mögulega getum þefað uppi er gulls ígildi í þessari eftirsóknarverðu stöðu gagnvart sínum innra manni. Hvað varðar tímabundið svefnleysi er ágætt að hætta allri kaffidrykkju eftir klukkan fimm á daginn, auk þess er nauðsynlegt að borða ekki sætindi eftir sama tíma. Gönguferðir fyrir svefn eru bráðnauðsynlegar líka. Eins er ráð sem ég nota stundum og aldrei bregst og það er að borða nokkrar vel smurðar brauðsneiðar og drekka mjólk með fyrir svefninn, jafnvel þó aukakílóin séu íþyngjandi. Eins getur verið nauðsynlegt að leita ráðs hjá lækni ef hyggjuvit og eigin skynsemi dugar ekki.
Skriftin skoðuð
Það er bersýnilegt á skriftinni þinni að þú ert miklu léttari að upplagi heldur en þú ert í dag. Þetta þýðir að þú tekur lífið óþarflega hátíðlega og missir við það umtalsvert af lífsafli þínu. Þú virðist vera greind og leitandi en ekki nógu ákveðin í markmiðum þínum. Þetta gerir þig óneitanlega reikula og óörugga og jafnvel hrædda við það ókomna. Eins er alveg ljóst að þú ert nokkuð háð maka og hans sjónarmiðum, sem hentaði þér sennilega mjög vel, þegar þú varst um tuttugu og fimm ára aldurinn, en ekki lengur því þú hefur breyst. Hvað með hann; hefur hann breyst? Þú ættir eftir skriftinni að dæma, að vera þurfandi fyrir þó nokkuð andlegt frelsi og eins virðist þú hafa býsna góð andleg skilyrði, en lítið upplýst í fortíðinni um megintilgang þess að rækta þarf andann ekki síður en efnið. Vegna þessa finnst þér að þú þurfir að byrja upp á nýtt, sem er að mínu mati ástæðulaust. Betra er að átta sig seint en aldrei eins og sumir elskan. Þú virðist fjölhæf og einstaklega handlagin, sem óneitanlega jákvætt. Eins getur þú verið skáldleg þegar því er að skipta. Gætir sennilega skrifað ef þér sýndist svo í framtíðinni. Þú virðist mjög háð fjölskyldu þinni annars vegar en þurfa heilmikið frelsi hins vegar. Þetta myndar sennilega togstreitu innra með þér af og til. Þú virðist sáttfús að eðlisfari, en eiga erfitt með að biðjast afsökunar þegar þú hleypur á þig og færð af þessum ástæðum sennilega oftast sektarkennd fyrir bragðið. Meginkostir eru heiðarleiki, trygglyndi, og mögulegt innsæi. Gallar eru t.d. fljótfærni, hringlandaháttur, og skortur á langlundargeði. Trúlega ertu nokkuð óþolinmóð og sárlynd. Fljótt á litið virðast kostirnir miklu meiri en gallarnir svo þér er vorkunnarlaust að vera til og láta eitthvað gott af þér leiða, sem vissulega myndi verða nokkurs konar lyftistöng fyrir þinn innri mann smátt og smátt.
Eða eins og svekkta sveitastúlkan sagði eitt sinn í hörku heyskap þegar allt gekk á aftur fótunum: ,,Elskurnar mínar vandinn liggur ekki í hrífunni heldur miklu frekar því að hugur minn er staddur allt annars staðar og mig skortir einfaldlega úthald og ögn meiri sjálfsaga til að eitthvað fari nú að ganga undan mér og þá er ekkert mál með blessaða hrífuna"
Guð gefi þér hugrekki til að vera þú sjálf og þannig eignast gott og friðsamt innra líf.
Með vinsemd
Jóna Rúna
+++
HVERNIG VERÐA SKAL SIÐBLINDUKÆR: STÚKU-LYFSEÐILL
HUGARÓRAR HALLGERÐA HÁDAL
Glæta eins og maður sjái ekki svo innilega hvað þetta ofdekraða lið hérna í Hrafnanesinu er að vona svo frekjulega að allt sé á hreinu í skólanum þegar það fær umsögnina um mig á foreldradeginum. Ég veit ekki betur en ég sé gjörsamlega á lærleggjunum eftir að hafa eitt öllum mínum tíma síðustu vikurnar til að hlaupa á milli bekkjarsystkinanna troðandi mér ofan í skólatöskurnar þeirra í von um glósur og annað smálítið sem ég hef gleymt hér og þar vegna ofþreytu og annarar misnotkunar í húsverkum á síðastliðnum mánuðum. Hvernig er,pælið í því, hægt að ætlast til að maður hætti fimm bíóferðum, tveim skíðaferðum og nokkrum partíferðum á viku til að liggja yfir einhverju geldum skólabókum sem hvort sem er gera ekkert gagn það sjá allir. Málið er að mamma má bara þakka fyrir að ég skuli vilja fara aftur í skólann eftir að hún vogaði sér að fara á foreldrafund með rússnesku loðhúfuna sjötta árið í röð. Pabbi þurfti að svindla sér með og var ekkert að hugsa um hvað það er asnalegt þegar menn á hans aldri eru að troða sér í alltof þröngar Levis gallabuxur og hettupeysu. Er ég í kasti? já,og þá meina ég þetta eru dónar og rúmlega það. Samt var ég bæði búin að fela buxurnar og húfuna svo rosalega vel. Baddi bróðir hefur örugglega fengið þetta fimm til tíuþusund kall fyrir að þefa þetta uppi. Þessi njálgur er ekkert eðlilega gráðugur. Gamla settið kom þrátt fyrir að þau fóru svona skammarlega klædd brjáluð heim og sögðu ef að ég reyndi ekki að skipuleggja það sem ég væri með á milli eyrnanna betur og vera bara snögg að því þá fengi ég sko enga Spánarferð eða bara annað gott um páskanna. Eins og mér sé ekki sama þó kennaragellan hafi kvartað yfir því að ég legðist af og til á magann svona rétt til að skerpa minnið þegar hún er að heimta af manni að maður kunni bara allt um hvernig börn eru búin til. Það er svo greinilegt að peran er dóni og pælið í því að gefa svo í skyn við gamla gengið að ég eigi örugglega við geðræn vandamál að stríða. Glæta það er þess einmitt þess göfugmannlega geit sem er eitthvað afbrigðileg enda rosalegt hvað álftin er uppáþrengjandi og afsiðuð. Það sjá allir að minnið bara virkar ekki nema ég liggi og helst á maganum og það opnast bara rosaleg alfræðiorðabók í höfðinu á mér þegar ég hef legið svona eins og hálfan tíman og sofið smá slatta. Það sjá allir að ég er sæmilega þrælkuð og úttauguð. Mig vantar bara fjóra daga í viku þrátt fyrir þreytuna. Við skulum bara athuga það að Jóa vinkona hefur bara ekkert betra gert en það sem ég ráðlagði henni fyrir mánuði og það var:Að fá sæmilega gott velgjukast í hvert skipti sem hún sæi skólatöskuna. Hún var send til sérfræðings sem lét bara hvíla hana í viku frá skólanum þegar köstin urðu mjög slæm. Það má segja að Jóa sé búin að planta sér alveg heima í góðu stuði. Vonandi verð ég uppgötvuð fljótlega.
JRK
Eðlilega höfum við mismikið fyrir því sem tökumst á við hverju sinni. Auðvitað er ekkert athugavert við það, að við þurfum að leggja eitthvað á okkur, ef við viljum ná sem bestum árangri gagnvart þeim áætlunum og markmiðum sem við höfum sett okkur. Sennilega fæst ekkert sem er einhvers virði í raun og veru, nema með nokkru erfiði og hampi. Það þarf þó ekkert endilega að vera samræmi í því sem við leggjum á okkur til að ná sem bestum árangri og svo því sem við uppskerum gegnum áætlanir okkar og markmið. Það er því hyggilegt fyrir okkur að láta ekki deigan síga, þó erfitt geti verið að efla vænlegan árangur og staðgóðan afrakstur í þeim málum sem okkur eru hugleikin. Við, sem höfum þurft að hafa fyrir hlutunum vitum það, að það borgar sig í allflestum tilvikum að gera áætlanir og plön þegar við viljum vinna til sigurs og ávinninga. Ringulreið og upplausnarsjónarmið eru ekki eftirsóknarverð, sökum þess að í eðli þeirra liggur framkvæmdardofi og viljaleysi. Við verðum að temja okkur ákveðna elju og kappsemi, ef við höfum mikil og örðug verk að vinna, þó að allt óþarfa staut og stell fyrirhafnar sé óviturlegt. Það sem við vinnum í af alúð og ákveðni er líklegt til að takast.Sérstaklega þó, ef við litum athafnir okkar bæði þolinmæði og þrautseigju. Þær systur eru nefnilega hvatar sem efla okkur gagnvart því sem við kjósum að sjá magnast og vaxa.Best er, að vinna af athygli og alúð að öllum undirbúningi þess verks, sem ætlað er að skila járænum árangri.Fyrirhöfn og ómak eru mikilvægir uppskeruhvatar. Ágætt er, ef við ætlum að beina sjónum okkar að einhverjum keppikeflum, að við séum meðvituð um það, sem þarf að erfiða til að gera þau mögulega yfirleitt. Það er sem betur fer einhvern baráttuvilji og stolt í afstöðu okkar flestra til þess sem við viljum ná árangri í, sem eins og reka okkur áfram til líklegra ávinninga.Við, sem viljum efla tiltrú okkar á mikilvægi erfiðisins veljum að hunsa og hafna öllum þeim viðhorfum sem okkur þykja ganga þvert á sannfæringu okkar og framkvæmdarþrá.'I flestum tilvikum er hægt með elju og dugnaði að láta eitt og annað okkur viðkomandi vaxa og örvast.Best er því, að við örvum þau skilyrði innra með okkur sem gera okkur upplitsdjörf og ákveðinn við sem flestar aðstæður. Ágætt er, að við höfnum framkvæmdarlegu fyrirhafnarleysi og leti, en örvum frekar af elju og þreki í manngerð okkar dugnað og viljafestu.Við ættum ekki að kjósa einföldustu og fyrirhafnarminnstu leiðirnar til árangurs, því þær bera ekki alltaf í armi sínum bestu uppskeruna. Við, sem höfum haft fyrir því sem við njótum og eigum vitum, að áreynsla og erfiði geta gefið mikið af sér, ef viturlega er með þá krafta farið.Það er því hyggilegt að við örvum og eflum með okkur aukna tiltrú á gildi góðrar og gegnar fyrirhafnar. Góðir hlutir gerast hægt og þá þarf að rækta.
JRK
+++
Hver er lífstilgangurinn ?
Kæra Jóna Rúna!
Ég er rúmlega fertug, gift indælum manni og á ágætis börn. Ég hef ávallt átt auðvelt með að skrifa en nú hikar höndin. Hvernig í ósköpunum á ég að lýsa tilfinningunni sem undanfarnar vikur hefur gagntekið mig, það er eins og þyrmt hafi yfir mig. Hingað til hef ég lifað nokkur veginn áhyggjulausu lífi, dagarnir hafa bara komið og farið. Ég hef reyndar verið eins og lifandi dagatal sem þurft hefur að rífa af, en enginn hefur tekið eftir því, ekki einu sinni ég. Allt í einu hefur persónan ég orðið eins og áþreifanleg og þessar vikur síðan það gerðist hafa truflað mig. Ég er ekki lengur þetta furðulega dagatal, ég er lifandi og mikið hugsandi. Ég hef það á tilfinningunni, að ég standi á einhvers konar innri tímamótum og finnst ég reyndar þurfa að gera eitthvað, en hvað veit ég ekki. Flest virðist hafa breyst í kringum mig meira segja hefur samband mitt við fjölskylduna, vinnufélagana og nánast alla aðra hefur einhvern vegin rofnað og engu líkar en ég fái alla upp á móti mér. Þetta gerist eins og óvart. Innst inni veit ég að þetta er mér að kenna. Ég segi eitthvað rangt og misskil flest sjálf. Ég er að verða eins og ,,Palli ein í heiminum”. Mér gengur illa að sofna á kvöldin, les eitthvað til að dreifa huganum þar til ég dett dauðþreytt útaf. Ég vil með þessu forðast að liggja vakandi og hugsa um ástandið, vegna þess að mér finnst ég engu fá breytt. Ég vakna síðan fyrir allar aldir og hugsa og hugsa. Get ég byrjað líf mitt upp á nýtt? Ég er miðaldra og get varla skrifað það, því sálin er eins óþroskaður unglingur, alls ekki í samræmi við aldur minn. Kæra Jóna ekki veit ég hvort þú getur hjálpað mér, en ég gæti svo sannarlega þegið góð ráð og einhvers konar leiðsögn. Ég á engan trúnaðarvin, engan sem ég get beðið um hjálp til að leysa upp kökkinn í brjóstinu, þó ekki væri nema í táraflóði.
Með fyrirfram þökkum.
Ein í heimi hér.
Kæra Ein! Ég verð að kalla þig það þar sem dulnefnið er óþjált og of langt. Þakka þér innilega fyrir þetta óvenjulega bréf og vissulega skal ég reyna að gefa þér ráð og aðra leiðsögn ef ég mögulega get. Við skoðum tákn í skriftinni þinni og notum síðan innsæi mitt þar sem skriftin nægir ekki. Vandi minn í þínu tilfelli er að þú gefur mér einungis upp líðan þína síðustu vikurnar, en ekki neina hugsanlega forsögu eða upplýsingar um æsku eða síðustu fullorðins ár, sem ég tel mjög hentugt ef svörin eiga vera sem nákvæmust. Því þó að ég kunni að vera nánast göldrótt er vandinn sá að ég hef einungis stutt bréf frá bláókunnugri manneskju að styðjast við, en ekki persónuna sjálfa við nefið mér, sem strax myndi auðvelda skilning minn á þér og vanda þeim sem þú óneitanlega stendur frammi fyrir. Við reynum samt að fá eitthvað fram, kæra Ein, sem getur orðið þér hugsanlegur stuðningur og kannski smá uppörvun. Til annarra lesenda þetta, munið að vera einlæg og heiðarleg og geta helstu staðreynda um forsögu ykkar og aðdraganda þess sem vanda veldur. Þannig er ég mun nákvæmari þegar kemur að svörum. Eins er nauðsynlegt, að þið handskrifið bréfin elskurnar.
Tímabil persónuleikans skoðað
Það er ágæt að íhuga hvað gerist innra með okkur á vissum tímabilum ævinnar, til þess einfaldlega að reyna að auka skilning okkar á því, að nokkuð eðlilegar ástæður geta legið á bak við ótrúlegustu líðan okkar. Þú ert, kæra Ein, nokkurn vegin hálfnuð hugsanlega á því tímabili ævinnar, þar sem hvað mestar og mikilvægastar breytingar eiga sér stað hið innra, og þess vegna ekki nema von að þú hugsir mikið og finnist þú ein og einmanna. Það verða nefnilega verulegar sviptingar á tímabilinu á milli svona þrjátíu til fjörtíu og fimm ára með smá frávikum eftir hver forsaga okkar er. Á þessum árum förum við að hugsa um hugsanlegan lífstilgang og byrjum stórtækt uppgjör við okkar innri mann eftir atvikum. Það sem áður var fullkomlega eðlilegt verður nánast óeðlilegt, af því að við vitum sjaldnast framan af breytingunum hvers vegna flest er öðruvísi. Á þessum árum gengur persónuleikinn út sem kallað er, eins og upplag okkar gefur til kynna, og því getur fylgt tímabundið öryggisleysi og annar innri skjálfti. Þú t.d. finnur fyrir einmannaleika og uppreisnargirni þannig að þér líður eins og þú hafir verið yfirgefin. Það sem hugsanlega er að gerast er að þú ert orðin langþreytt á alltof flötu og áreynslulitlu lífi. Þú ert sennilega bæði frakkari og hreinskilnari en oft áður. Þú virkar sennilega eins og lítil tímasprengja á sjálfa þig og aðra um leið, með áður óþekktum viðbrögðum þínum við sjálfa þig, fjölskylduna, vinnufélaganna, auk kannski annarra sem á vegi þínum verða. Við þessu er ekkert að gera annað en komast að hver þú ert og hvaða mann þú raunverulega hefur að geyma.
Einmannaleiki tímabundinn
Á þessum sérstöku breytingarárum í lífi okkar er mjög algengt, að við finnum til mikils eimannaleika nánast útaf engu. Við skoðum tengsl okkar við vini, kunningja og ekki síst maka og aðra hugsanlega aðstandendur í von um að skýringar séu í þeim á þessu auma ástandi. Í þínu tilviki bendir þú á að þú eigir góða að og ekkert sem þrúgar sérstaklega á heimavígstöðvum, samt ertu bæði einmanna og svekkt. Ef við höfum siglt milli skers og báru hálfa ævina er ekki nema eðlilegt að við viljum eignast einhvern sýnilegan lífstilgang. Hver persóna er á þessari jörð í einhverjum ákveðnum tilgangi og hann verðum við að finna sjálf. Fyrsta skref í átt til annars konar lífs er að átta sig á að það er ekki hægt að fljóta endalaust með straumnum, við verðum stundum í leit okkar að sjálfum okkur að fara hreinlega á móti honum og það gerir okkur svo sannarlega um tíma einmanna.
Lífið er eilíf
Þú spyrð hvort þú getir byrjað líf þitt upp á nýtt. Það er enginn sýnilegur tilgangur í því kæra Ein, því að þú ert ekki eina persónan um fertugt sem er að uppgötva að hún stendur á andlegum tímamótum og finnst hún vera eins og unglingur í þroska. Vissulega er þessi niðurstaða tímabundið óþægileg, en séð til lengri tíma er um að ræða mjög mikilvæga og trúverðuga uppgötvun. Ef við miðum við að lífið sé einhver konar hringrás ert þú ekki einu sinni unglingur, heldur kannski miklu frekar eins og kornabarn miða við það eilífa líf sem Jesú Kristur benti okkur á. Það er okkur öllum afar hollt að finna til auðmýktar og tímabundins vanmáttar gagnvart lífinu sjálfu og ekkert við það að athuga annað að gefast ekki upp þó ástandið geti virka ógnvekjandi.
Hvað er til ráða
Það sem ég ráðlegg þér og öðrum í svipuðu ástandi, er að leggja aðaláherslu á að kynna sér hugsanlega kosti sína og vekja upp eins mikinn áhuga á þeim og frekast er unnt. Ef um tíma hugsun okkar beinist að þeim er nokkuð öruggt að lítill tími vinnst til að láta sér leiðast, því að hugsanlegir kostir geta bæði verið spennandi og fróðlegt rannsóknarefni. Best er að koma sér upp skrifblokk í þessum tilgangi einum saman og vera eins virkur og hægt er við þetta áhugaveða rannsóknarefni. Engum kostum má stinga undan og rannsóknin verður að fara tiltölulega samviskusamlega fram. Ágætt er að íhuga ekki gallana fyrr en við erum viss um að við höfum umtalsverða kosti og meiriháttar áhugaverða. Þegar svoleiðis er komið í huga okkar er eins og við höfum eignast ótal vini í okkur sjálfum, við verðum líka spennt að auka sem mest fjölbreytnina í þessum kostahópi. Afleiðing þessarar rannsóknar verður, að gallarnir verða miklu auðveldari viður- eignar þegar okkur er orðið ljóst, að við erum sannkallað kostafólk, sem virkilega ánægjulegt er að vinna með og kynnast enn betur. Allar bækur sem eru sjálfstyrkjandi eru nauðsynlegar með og eins allt virkilega jákvætt og andlega hugsandi fólk sem við mögulega getum þefað uppi er gulls ígildi í þessari eftirsóknarverðu stöðu gagnvart sínum innra manni. Hvað varðar tímabundið svefnleysi er ágætt að hætta allri kaffidrykkju eftir klukkan fimm á daginn, auk þess er nauðsynlegt að borða ekki sætindi eftir sama tíma. Gönguferðir fyrir svefn eru bráðnauðsynlegar líka. Eins er ráð sem ég nota stundum og aldrei bregst og það er að borða nokkrar vel smurðar brauðsneiðar og drekka mjólk með fyrir svefninn, jafnvel þó aukakílóin séu íþyngjandi. Eins getur verið nauðsynlegt að leita ráðs hjá lækni ef hyggjuvit og eigin skynsemi dugar ekki.
Skriftin skoðuð
Það er bersýnilegt á skriftinni þinni að þú ert miklu léttari að upplagi heldur en þú ert í dag. Þetta þýðir að þú tekur lífið óþarflega hátíðlega og missir við það umtalsvert af lífsafli þínu. Þú virðist vera greind og leitandi en ekki nógu ákveðin í markmiðum þínum. Þetta gerir þig óneitanlega reikula og óörugga og jafnvel hrædda við það ókomna. Eins er alveg ljóst að þú ert nokkuð háð maka og hans sjónarmiðum, sem hentaði þér sennilega mjög vel, þegar þú varst um tuttugu og fimm ára aldurinn, en ekki lengur því þú hefur breyst. Hvað með hann; hefur hann breyst? Þú ættir eftir skriftinni að dæma, að vera þurfandi fyrir þó nokkuð andlegt frelsi og eins virðist þú hafa býsna góð andleg skilyrði, en lítið upplýst í fortíðinni um megintilgang þess að rækta þarf andann ekki síður en efnið. Vegna þessa finnst þér að þú þurfir að byrja upp á nýtt, sem er að mínu mati ástæðulaust. Betra er að átta sig seint en aldrei eins og sumir elskan. Þú virðist fjölhæf og einstaklega handlagin, sem óneitanlega jákvætt. Eins getur þú verið skáldleg þegar því er að skipta. Gætir sennilega skrifað ef þér sýndist svo í framtíðinni. Þú virðist mjög háð fjölskyldu þinni annars vegar en þurfa heilmikið frelsi hins vegar. Þetta myndar sennilega togstreitu innra með þér af og til. Þú virðist sáttfús að eðlisfari, en eiga erfitt með að biðjast afsökunar þegar þú hleypur á þig og færð af þessum ástæðum sennilega oftast sektarkennd fyrir bragðið. Meginkostir eru heiðarleiki, trygglyndi, og mögulegt innsæi. Gallar eru t.d. fljótfærni, hringlandaháttur, og skortur á langlundargeði. Trúlega ertu nokkuð óþolinmóð og sárlynd. Fljótt á litið virðast kostirnir miklu meiri en gallarnir svo þér er vorkunnarlaust að vera til og láta eitthvað gott af þér leiða, sem vissulega myndi verða nokkurs konar lyftistöng fyrir þinn innri mann smátt og smátt.
Eða eins og svekkta sveitastúlkan sagði eitt sinn í hörku heyskap þegar allt gekk á aftur fótunum: ,,Elskurnar mínar vandinn liggur ekki í hrífunni heldur miklu frekar því að hugur minn er staddur allt annars staðar og mig skortir einfaldlega úthald og ögn meiri sjálfsaga til að eitthvað fari nú að ganga undan mér og þá er ekkert mál með blessaða hrífuna"
Guð gefi þér hugrekki til að vera þú sjálf og þannig eignast gott og friðsamt innra líf.
Með vinsemd
Jóna Rúna
+++
HVERNIG VERÐA SKAL SIÐBLINDUKÆR: STÚKU-LYFSEÐILL
HUGARÓRAR HALLGERÐA HÁDAL
Glæta eins og maður sjái ekki svo innilega hvað þetta ofdekraða lið hérna í Hrafnanesinu er að vona svo frekjulega að allt sé á hreinu í skólanum þegar það fær umsögnina um mig á foreldradeginum. Ég veit ekki betur en ég sé gjörsamlega á lærleggjunum eftir að hafa eitt öllum mínum tíma síðustu vikurnar til að hlaupa á milli bekkjarsystkinanna troðandi mér ofan í skólatöskurnar þeirra í von um glósur og annað smálítið sem ég hef gleymt hér og þar vegna ofþreytu og annarar misnotkunar í húsverkum á síðastliðnum mánuðum. Hvernig er,pælið í því, hægt að ætlast til að maður hætti fimm bíóferðum, tveim skíðaferðum og nokkrum partíferðum á viku til að liggja yfir einhverju geldum skólabókum sem hvort sem er gera ekkert gagn það sjá allir. Málið er að mamma má bara þakka fyrir að ég skuli vilja fara aftur í skólann eftir að hún vogaði sér að fara á foreldrafund með rússnesku loðhúfuna sjötta árið í röð. Pabbi þurfti að svindla sér með og var ekkert að hugsa um hvað það er asnalegt þegar menn á hans aldri eru að troða sér í alltof þröngar Levis gallabuxur og hettupeysu. Er ég í kasti? já,og þá meina ég þetta eru dónar og rúmlega það. Samt var ég bæði búin að fela buxurnar og húfuna svo rosalega vel. Baddi bróðir hefur örugglega fengið þetta fimm til tíuþusund kall fyrir að þefa þetta uppi. Þessi njálgur er ekkert eðlilega gráðugur. Gamla settið kom þrátt fyrir að þau fóru svona skammarlega klædd brjáluð heim og sögðu ef að ég reyndi ekki að skipuleggja það sem ég væri með á milli eyrnanna betur og vera bara snögg að því þá fengi ég sko enga Spánarferð eða bara annað gott um páskanna. Eins og mér sé ekki sama þó kennaragellan hafi kvartað yfir því að ég legðist af og til á magann svona rétt til að skerpa minnið þegar hún er að heimta af manni að maður kunni bara allt um hvernig börn eru búin til. Það er svo greinilegt að peran er dóni og pælið í því að gefa svo í skyn við gamla gengið að ég eigi örugglega við geðræn vandamál að stríða. Glæta það er þess einmitt þess göfugmannlega geit sem er eitthvað afbrigðileg enda rosalegt hvað álftin er uppáþrengjandi og afsiðuð. Það sjá allir að minnið bara virkar ekki nema ég liggi og helst á maganum og það opnast bara rosaleg alfræðiorðabók í höfðinu á mér þegar ég hef legið svona eins og hálfan tíman og sofið smá slatta. Það sjá allir að ég er sæmilega þrælkuð og úttauguð. Mig vantar bara fjóra daga í viku þrátt fyrir þreytuna. Við skulum bara athuga það að Jóa vinkona hefur bara ekkert betra gert en það sem ég ráðlagði henni fyrir mánuði og það var:Að fá sæmilega gott velgjukast í hvert skipti sem hún sæi skólatöskuna. Hún var send til sérfræðings sem lét bara hvíla hana í viku frá skólanum þegar köstin urðu mjög slæm. Það má segja að Jóa sé búin að planta sér alveg heima í góðu stuði. Vonandi verð ég uppgötvuð fljótlega.
JRK
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home