Kaerleikshvetjandi blogg

laugardagur, nóvember 05, 2005

Höf Jóna Rúna
" Auðmýkt"
Hvað sem flestum dygðum líður, er nokkuð víst að lítillæti í hinum ýmsu myndum og af ólíkum tilefnum er eins og hver önnur innri prýði í fari fólks. Fátt reyndar notalegra en kynnast einmitt þannig hugsandi persónu. Við vitum að óhóflegt stærilæti er víða við lýði í hegðun og útgeislun einstaklinga. Merkikerti sem hreykja sér hátt og óheflað oftast af litlum sem engum sérstökum tilefnum reynast oftar en ekki við frekari viðkynningu vera heldur óáhugaverð þegar til lengdar lætur. Manneskja sem hefur til að mynda orðið sigurvegari á hinum ýmsu sviðum sammannlegra samskipta kýs oftar en ekki framkomu og fas sem er hógvært og andlega nærandi. Það segir þó nokkuð mikið um ágæti manngildis þeirra sem eru lítillátir hvað þeim tekst dásamlega, þrátt fyrir andlega yfirburði sína að falla vel að hinum sem mega sín minna í mikilvægi innri dyggða og athygliverðra eðlisþátta. Sá sem er lítillátur og nærgætinn er oftast auðmjúkur jafnframt. Þó viðkomandi sé ekki stöðugt að minna á ágæti sitt virðist engu líkara en þeir sem annað hvort umgangast hann eða bara honum mæta eins og af tilviljun bæði sjái og finni að þar fer hinn athyglisverðasta persóna vegna innri eðlisþátta sinna. Þeir kjósa líka fátt fremur en að fá sem lengst og sem oftast að vera samvistum við viðkomandi. Það er kannski hægt að segja sem svo að lífsbaráttan geri okkur, að minnsta kosti þau okkar sem hafa kynnst mótdrægum hliðum lífsins fyrr eða síðar lítillát. Hitt er svo alveg ljóst líka að innra með sumum okkar er svo mikil fyrirferð á hroka að ekkert það í manngildi okkar fær líf sem minnir eitt augnablik á smálæti. Það sem við köllum stundum meðlæti reynir þó nokkuð einmitt á kost eins og auðmýkt vissulega verður að teljast vera. Það að hafa áorkað einhverri býsn andlega sem veraldlega þýðir ekki að við eigum endilega að telja okkur öðrum fullkomnari. Það er miklu eðlilegra ef svo er, að við í þakklætisskyni við forsjónina fylltumst af og til lotningu til hennar. Eins er hyggilegt að minna sig jafnframt á að það eru vissulega forréttindi að ná hvers kyns árangri sem verður að teljast umtalsverður og öðrum ávinningum eftirtektar­verðari. Það er t.d. ekkert sjálfsagt að vera bæði gáfaður og góður, auk þess t.d. að hafa fengið í vöggugjöf ýmsa þá eðlisþætti og náðargáfur sem líklegar eru til að fleyta okkur langt. Einungis ef við nennum og kjósum að gefa þeim tækifæri til að eflast og stækka. Það ætti vissulega að fylla okkur ákveðinni lotningu til lífsins ef við erum vel af Guði gerð og lánsöm bæði heima og heiman. Jafnvel ætti slík vissa að vera okkur aukin hvatning til frekari dáða og aukinnar hagsældar. Smálæti er aðall sigursælla einstaklinga en oflæti og hroki einkennir þá sem ánetjast hafa smæðarkennd hvers konar og misskilja hrapalega manngildi sitt.
+++
HÖF:JRK
ÁGIRND

Eins og við vitum, þá erum við mörg bæði sérdræg og ágjörn. Auður er afstæður og það er hægt að tala um ytri og innri verðmæti og söfnun þeirra jafnframt.Ef að við sjáum tilgang í auðsöfnun,þá er heppilegt að við leggjum jafn mikið upp úr því að safna innri verðmætum eins og þeim ytri. Ágirnd í hvaða mynd sem er telst löstur og er því hnekkur fyrir manngildi okkar.Verst er þó sú girnd sem liggur í því, að þrá að fá það sem aðrir eiga, þó að við eigum nóg fyrir og svífast einskis til að ná því.Við getum valdi öðrum tjóni, ef við göngum á rétt þeirra og hrifsum gráðug til okkar það sem er þeirra. Þegar við verðum þess áskynja að við göngum of langt í ágirndinni, er ágætt að við endur­skoðum viðhorf okkar til gullsins. Það kostar okkur svipaða vinnu og fyrirhöfn að afla ytri og innri gæða. Innri verðmæti eru ekkert síður mikilvæg en þau ytri og við getum aldrei eignast of mikið af þeim.Haldist þetta tvennt ekki í hendur, þá líður okkur fyrr eða síðar illa. Það er því sorgleg staðreynd, ef dýrkun á gulli gengur of langt.Ekki síst ef hún er á kostnað innri verðmæta­sköpunar. Hyggi­legt er, að við venjum okkur á að íhuga af hverju og til hvers við girnumst meira en við þörfnumst. Best er, að við vinnum sjálf fyrir ávinn­ingum okkar, hvort sem þeir eru andlegir eða verald­legir.Jafnframt er viturlegt að við venjum okkur á að deila með öðrum því sem okkur áskotnast. Maura­púkar og féfíklar eru óáhuga­verðir og frá­hrind­andi.Við sem þannig erum,girnumst venjulega meira en okkur ber.Það er því slæmt og varhugavert, að við séum ágjörn og gróðafíkin. Við getum t.d.ekki keypt það sem er mest virði og það er m.a. góð heilsa, friðkær samskipti og eftir­sóknarvert manngildi. Sérdrægni og auðhyggja er neigjarnt atferli og veldur sökum þess glundroða og ill­indum í samskiptum. Það er siðleysi að ágirnast umfram fé og óþarfa lúxus.Það er óviturlegt af okkur að ýta undir aurasótt og síngirni í eigin fari. Við eigum heldur að örva í hugsun okkar og athöfnum, auðmýkt og lítillæti gagnvart auði og ytri verðmætum. Það er áríð­andi að við gerum okkur fulla grein fyrir kostum og göllum ytri verð­mæta.Ágætt er, að við séum með­vituð um það, að við þurfum að umgangast allan auð hyggilega, jafnframt því sem við þurfum að kunna að deila honum réttlátlega. Græðgi í hvað myndum sem er, er óæskileg og óásættanleg. Höfnum því aura­hyggju og gull­græðgi, en eflum fremur áhuga okkar og löngun í þau verðmæti sem ekki eru hverful og óþörf. Það er þess virði að uppræta og vinna bug á ágirnd og sér­drægni. Það er gott að eiga nóg fyrir sig og sína.Það er á hinn bóginn óviturlegt að safna auði og öðrum verð­mætum, þjóni sú þrá þeim tilgangi,að ýta undir eign ágirnd og mammonsdýrkun.Við verðum ekkert hamingju­samari, þó að við eignumst allt sem hugur okkar þráir og girnist.
+++
Höf:
Jona Runa ÁGISKANIR
Það getur skipt töluverðu máli þegar kemur að því að við þurfum að taka ákvarðanir varðandi menn og málefni að við getum greint aukaatriði frá aðalatriðum.Best er að sem flestar vangaveltur okkar og framkvæmdir séum rökrænar og glögg­skyggnar. Ekki er æskilegt að getgátur og ímyndanir séu forsendur neins konar niðurstaðna. Ágiskanir verða m.a.til þess að við getum tekið ranga afstöðu til hvers annars og kringumstæðna okkar. Við sem sífellt höfum grun um að hlutunum sé ekki fyrir komið með réttum hætti erum oft tortryggin og smámunasöm og af þeim sökum m.a. hættir okkur við að láta ímyndunaraflið trufla afstöðu okkar af ólíkum ástæðum. Ágætt er fyrir okkur að temja okkur víðsýni og lang­lundar­geð,auk þess að æfa okkur jafnframt í rökfestu og raunsæissjónamiðum. Getgátur eiga rétt á sér í ákveðnum tilvikum en sjaldan af þeim ástæðum sem valda því að þær fá líf.'I sammann­legum samskiptum byggjast ákveðnar staðreyndir þannig upp að við þurfum að geta í eyðurnar til þess að eiga þess kost að komast að ákjósanlegum niðurstöðum. Ef að málum er þannig háttað er heppilegt að við reynum að halda ágiskunum okkar innan bæði velsæmis og raunsæismarka. Það fer alltaf vel á því að við séum ekki ginnkeypt fyrir því sem úr lausu lofti er gripið. Venjulega eru skiljanlegar og jafnvel frambærilegar ástæður fyrir því að við sjáum kringum­stæður og samskipti í ákveðnu ljósi og bregðumst við með tilliti þess.Á hinn bóginn er það afleitt ef við erum stöðugt að gefa okkur misvitrar forsendur fyrir því sem okkur er ætlaða að takast á við. Verst er þó ef að við höfum tamið okkur að geta okkur til um það sem við höfum litla þekkingu á eða þurfum að kynna okkur af kostgæfni án þess að vera hlaðin ímyndunum og skakkri ályktunar­þörf.Hyggilegt er ef að við sjáum ekki hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru að við slökum á og skoðum málsatvik rólega og yfirvegað án þess að láta ímyndunar­aflið hlaupa með okkur í gönur. Við sem teljum það mikilvægt að vera sem raunsæust reynum í flestum tilvikum að vera eins meðvituð og mögulega má vera um aðalatriði alls þess sem við þurfum að kljást við. Við álítum það skipta grundvallarmáli að vera ekki að velta okkur upp úr því sem við höfum litla þekkingu á og neitum að gefa okkur fyrirfram ákveðnar forsendur fyrir því sem við höfum ekki kynnst og tekist á við. Okkur er ljóst að það er rangt að vera með tilhæfulausar ágiskanir varðandi menn og málefni. Einmitt þess vegna kynnum við okkur ávallt vel og vandlega helstu forsendur mála áður en við tökumst á við þau eða höfnum afskiptum af þeim. Okkur er ljóst að það er oftast farsælast þegar við ætlum okkur að ná árangri í einhverjum tilvikum að við kynnum okkur allt sem viðkemur aðalatriðum mála þannig að aukatriði hlutana séu ekki að villa okkur sýn á staðreyndir málsatvika.
+++
Höf. jona Runa

Bæn

Við snuum hug okkar og hjarta til þin drottinn og biðjum þig um að vernda okkur og blessa og bua um kærleika og hugrekki i sál okkar sem veitir okkur aukið frelsi of frið auk þarfar fyrir hlú að þvi besta sem innra með okkur byr.Gefðu okkur Faðir aukna aumykt og tru á þig og þinn vilja i verkum okkar Gerðu okkur ennþa´öflugri i að fylgja eftir lögmmálum þinum. Helst þannig að við fáum aukinn innri frið og ró. Kæri faðir við truum á eilifa og stöðuga elsku þina og nálægt i öllum okkar atthöfnum. Við vitum að við getum i örmum þinum orðið enn betri fyrrimyndir þess jakæra og uppygglega i tilveru okkar og þeirra sem lifa hana með okkur. Takk fyrir alla leiðsögn og aukinn skilning á þer og þinum viðhorfum til barna þina sekra eða saklausra þvi þu elskar þau öll jafnt. Hjálpaðu okkur til að læra að virða hvert annað og stiðja er einhvert okkar er í hættu. Haldu Herra utanum okkur ef við erum hjálparþurfi og utangáttar. Verndaðu okkur fra ölllum mögulegu syndum og þeim innribrestum sem þem henni a´fallt fylgja. Alvaldur himins go jarðar viltu horfa framhjá þeim timabundna misskilningi sem við mennirnir stöndum oft i vegna minnimattarekndar og vondepurðar o særum þá og meiðum sökum þessa að við finnum til vanhæfni og oöryggis hið innra.. Gefðu okkur aukna gleði í hjartað go skarpari sjón á þarfir litilmagnans.Þörf okkar fyrir andlega leiðsögn er mikil og til að reynast þokknanleg þurfum við aukinn heiðarleika og enn sterkari kærleiksvitund inni sál okkar og hjarta.Viltu þvi elsku Drottinn vaka yfir okkur og vernda fra ölllu illu og styðja okkur til goðara verka Amen
+++

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home