Kaerleikshvetjandi blogg

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Höf:JRK +JÓNA RÚNA SKRIFAR UM SÁLRÆN SJÓNARMIÐ+
(AÐALF.) +SAMSKIPTASPELLVIRKI OFBELDISINS+
(UNDIRF.) +SIÐBRJÁLÆÐI OG OFRIKISHRYLLINGUR+
Alvarleg ofbeldisplága hefur of lengi, farið með offorsi og ógn yfir þjóðfélagið og leikið bæði menn og mál­leysingja grátt. Eins og mörg átakanl­eg dæmi sanna, er ofbeldis­fárið meira en uggvænlegt,auk þess sem það ber keim einhvers konar siðbrjálæðis.Það sem vekur jafnframt öðru, óhug og furðu flestra,er sú dæmalausa staðreynd m.a.,að í hópi of­beldis­­­­ógnara nútímans,eru jafnt ungir sem aldnir. Þeir sem sætta sig ekki við samskipta­spell­virki ódæðis­­­­­­hrellanna,óska þess heitt og af ákveðni, að uppræta megi sem skjótast og af afli ofríkishryllinginn úr samfélags­sálinni.Því það væri í raun allra hagur.
(MILLIF.) +AFBRIGÐILEGT ATHÆFI+
Börn og unglingar hafa í meira mæli en áður, tekið upp ódæðisatferli ofbeldisódrengja öllum unnendum frið­­samlegra samskipta til undrunar og kvíða.Við erum því ekki einungis í samtímanum,að kljást við af­brigði­­legt athæfi fullorðinna ofbeldisómenna, heldur ungmenna líka,sem sek eru um freklegan fanta­­skap og of­beldis­­illvirki líkum þeim sem eldri ódæðisníðar ástunda.Það er sárt,ef ungt fólk tekur þennan ósið,af öllum,uppúr farteski fullorðinna, til að nota í neirænum tilgangi.
(MILLIF.) +BÖLYRKJA BORGAR SIG EKKI +
Það er vissulega ekkert járænt eða eftirtektarvert við þau viðmið í hegðun og samskiptum, að ætla sér að byrja líf sitt á bölrænu samneyti við samferðafólks sitt.Unga fólkið á því ekki undir neinum kringumstæðum, að efla bölúð og ofbeldi í athöfnum sínum og viðhorfum til annarra og lífsins.Það segir sig sjálft að það borgar sig ekki að ýta undir og óska eftir að yrkja það sem er ljótt og afskræmt í tilverunni eins og t.d. hvers kyns ofbeldi er.Þess vegna er varhugavert að ástunda tilgangslausa og fávísa bölyrkju.
(MILLIF.) +FJÖTRAR MILD OG MANNÚÐLEG SAMSKIPTI+
Bölyrkja ber aldrei réttan ávöxt. Einmitt sökum neiræns og niðurrífandi eðlis síns. Hún er dæmd til að mistakast, vegna þess að hún gengur út á það að meiða og misbjóða varnarlitlum manneskjum, sem er auðvitað óréttlætan­legt og siðferðislega alrangt.Slík neiyrkja getur því vissu­lega, beri hún einhvern vöxt, náð að skaða og skemma mikið fyrir fólki, áður en hún missir marks. Ekki síst ef bölyrkjan er ástunduð af ómannúðlegu afli og ræktuð af ásetningi.Óhætt er að fullyrða að bölyrkja fjötri vaxtar­möguleika mannúðlegra og mildra samskipti. Sökum þess er hún ræktunar-og samskiptaform sem ber að hunsa sem mein­gallað og miðaldar­legt. Allir góðir yrkjendur vita, að það er fáránlegt að hlú að og rækta ósóma og afskræmingu, því uppskeran verður aukin mannvonska.
(MF.)+ MANNRÉTTINDABROT OG OFBELDISFLÓNSKA+
Eins og flestum er ljóst gefur ofbeldisflónskan fyrst og fremst vís­bendingu um veikleika og vanmátt ódæðis­fantsins, en telst tæplega staðfesting á styrk eða hetju­lund skaðarans.Þeir sem ástunda ofbeldi,eru mögulega á einhvern óviðunandi hátt siðvilltir,auk þess sem stað­reyndir segja flesta of­beldisáreitlana vanvirða sjálf­gefin mannréttindi þeirra sem þeir misbjóða.Jafn­framt virðist meiðana skorta,tilfinnanlega,siðræna sóma­til­finn­ingu og þess vegna teljast þeir væntanlega, ef betur er athugað og spaklega ályktað, að einhverju leyti, en þó mismikið samvisku­heftir, siðruglaðir og sektar­fjötraðir, auk þess að vera mögulega alvarlega dóm­greindar­villtir og geðaflagaðir.
(MILLIF.) +SIÐANDÚÐ OG SÉRFRÆÐISTUÐNINGUR +
Ofbeldislú­skrarar þurfa því sennilega, a.m.k.samkvæmt skilningi þolara og leikmanna á ómaklegum ódæðum þeirra,að leita sér jástuðnings sérfróðra. Kannski fyrst og fremst álíta kunnugir, vegna ógnvekjandi og afdrifa­ríkrar sam­skipta­veiklunar og sennilega áunninnar sið­andúðar.Hvort tveggja verður sjáanlega að staðreynd í hegðun þeirra, þegar þeir falla fyrst í ógnar­gryfju ofbeldis­ins og þess böls sem því fylgir. Það er trúlega sannan­leg staðreynd, þó furðuleg sé, að siðferðis­­vanhæfnin getur verði mislengi blundandi eðliseiginleiki í við­komandi áður en til ofbeldisframkvæmda kemur.
(MILLIF)+ STUÐNINGSTÆKIFÆRI ÞJÓÐHAGSLEGA HAGKVÆM+
Sé einhver grunur um eða staðfesting á ódæðistil­hneigingum í fólki, er ekki spurning að viðkomandi verður að bregðast fljótt við neikvæðum viðvörunarbjöllunum lík­legs ofbeldis og leita sér hjálpar umsvifalaust. það er skynsamlegast að leita sér stuðnings­tækifæris af fræði­legum toga, hugsuðu til leiðsagnar og mögulegrar lausnar fyrir viðkomandi á neirænum tilhneigingum sínum. Slíkur jástuðningur fyrir væntanlega eða núverandi of­beldis­gerara getur óumdeilan­lega reynst þjóð­hags­­lega ­hag­kvæmur, þegar dýpra er skoðað og frammá á framtíðar­veg járænna samskipta er litið.
(MILLIF.) +LÍKLEG LÍKN +
Það er auðvitað íhugunarvert líka, að slíkt stuðnings­tækifæri getur vissulega orðið áreitlunum sjálfum hollt umhugsunarefni og jafnvel gjörbreytt lífi viðkomandi.Enn það sem er kannski ekki síður mikilvægt og mjög líkleg staðreynd jafnframt er, að í hjálpinni getur líka falist líkn fyrir þolara bölrænna illvirkjasamskipta. Ekki síst sökum líklegra járænna viðhorfs­breyt­inga og samskiptau­m­pólana ofbeldisógn­valdsins, einmitt í kjölfar réttrar sérfræði­með­ferðar viðkomandi, til að ná að uppræta og vinna bug á vanda sínum og meiðandi bölúð.
(MF.) +BITBEIN FANTASKAPAR OG FORHEIMSKU+
Eins og ofbeldisflórunni er háttað í samfélaginu, væri ekkert óeðlilegt við það samskiptasjónarmið, að þjóð­félags­­þegnarnir tækju allir á sig rögg og sameinuðumst af meiri ákveðni um það grundvallarmannréttindasjónarmið í samskiptum, að það beri öllum að virða sjálfsagða frið­helgi fólks og til­veru­rétt. Eins væri rétt að efla þau viðhorf í vitund samborgaranna, að enginn eigi varnar- og réttlaust,að verða bit­bein fantaskapar og for­heimsku þeirra ódæðis­hrotta, sem brjóta mannréttindi á fólki. Venju­legast án ábyrgðar og trega, eins og sálar- og samviskulausir væru í frá­hrindandi og firrtu ofbeldis­brjálæði óhæfuverkanna.
(MF.) +FÁVISKA OG FÁGUNARFÁTÆKT+
Það er ekkert járænt eða siðferðislega réttlætan­legt við það,að ástunda freklega misnotkun á valdi, þó verstu of­beldisrótirnar álíti svo vera.Þeir sem haldnir eru of­beldisandúð og ótta við ofbeldiseinræði, álykta að slík reginvitleysa sé fyrst og fremst vísbending um fávisku og fágunarleysi þess sem trúir því að skökk valdbeiting kalli eitthvað gott og eftirtektarvert fram í samferðar­fólki viðkomandi eða lífsförunautum. Öllum siðkærum og réttrænum stendur beinlínis megn stuggur af allri til­gangslausri óþverraillkvittni og miskunnarlítilli vald­níðslu á fólki yfirleitt. Þeir kjósa því framar öllu, að eiga sem fyrst kost á að telja, vonandi skammlífa, líf­daga siðfjötraðra ofbeldisviðhorfa í þjóðarsálinni.
(MILLIF.) +RÉTTLÁT REIÐI OG HNEYKSLUN+
Og vegna þess hvað ofbeldisáþjáninni fylgir mikið böl fyrir þolara, mót­mæla þeir af einurð og vandlætingu sem ekki sjá tilgang í þessum aumkunarverða og aflagaða fylgifisks mis­skilnings, ranglætis, siðbrests og skammar í samskiptum. Siðkærir hljóta þess vegna, að lýsa yfir rétt­látri reiði og hneykslun á fram­ferðinu þeirra, sem ætla sér þá fáránlegu ofbeldis­dríld, að misbjóða öðrum af mann­úðar­leysi og grimmd, án ábyrgðar og eftirtrega í skjóli grófrar valdavillu og ómanneskjulegs hroka sem á ekkert skylt við siðfegurð eða sanngirni yfirleitt.
(MF.) +MANNÚÐARLAUS VILLUAFSKRÆMING+
Með tilliti umfangs ofbeldisváarinnar í sam­félaginu hafa margar misvitrar tilgátur komið fram um líklegar ástæður þess að slík voðaplága fær líf. Ein af þeim og ekki sú vitlausasta segir, að mögulega geti aukið ofríki lemjara og sálfanta samfélagsins reynst vera af­dáttar­­laus vís­bending um úrelta tjá- og samskiptavillu þessara áreitla.Villu sem er skyld mannúðar­lausum hroka og for­herðingu.Villan er sögð bera vott um vonda af­skræmingu og andlega vankunnáttu samskiptaskaðvaldsins.
(MILLIF.) +MIÐALDARSJÓNARMIÐ OG TILVERUÞRJÓSKA+
Okkur ber að upp­­­ræta slíka villuskömm, sé hún sönn stað­reynd í nútímanum. Kannski ekki síst vegna þess að hún telst sennilega, frekar en nokkuð annað, vísbending um þau úreltu mið­aldar­­sjónar­mið, sem enn þá virðast, því miður, lifa í ein­hverju mæli, í siðfáguðum samtímanum. Auðvitað flestum siðþokkuðum til angurs og uggs og það eins allir vita af alvarlega gefnum tilefnum. Tilveru­þrjóska berjara og sálskað­valda í samfélaginu er því með öllu óásættan­leg. Sérstaklega með tilliti til ömurlegrar siðferðis­fátæktar þeirra á reynslutímanum í samfélaginu og takmarkaðs samskiptaþroska þeirra flestra. Þrjóskan er á einhvern hátt óþægileg og óréttlætanleg frekja og ógn við friðelskandi fólk og siðræna þjóð­félagsímynd. Það er því rökrétt, að hafna hegðunar­annmörkum sam­skipta­spell­virkjanna af ákveðni og festu, án eftirtrega.
(MF.) +ÁHRIFASKAÐVALDAR OG VIÐBÓTARSTAÐREYNDIR+
Kannski ekki síst sökum viðsjárverðra afleiðinga myrkra­verka þeirra og svo m.a. vegna þeirrar viðbótar­stað­reyndar, að ógnvaldarnir erum ótrúlega hættulegir áhrifa­skaðvaldar fyrir alla ómótaða og lítt þroskaða unga sam­félags­þegna.Þeim ber því að leita sér hjálpar og frelsunar frá fjötrum sínum. Þessi áskorun ofbeldis­óvinveittra til bölvaldanna er vissulega mikilvæg, ekki síst,ef við teljum okkur búa í samfélagi, sem ætlar ekki að sætta sig við ofbeldis­áþjánina, af því að hún er ill.
(MILLIF.) +FREKLEG MÓÐGUN VIÐ MANNLEGA REISN+
Allir vita að ógnin ögrar öryggi lítilmagnans og veiklar styrk réttlætis og sið­fágunar í samfélagsrótinni.Mann­kærir álíta því,í fullum rétti,að of­beldisfirran sé van­gæf vá, sem þurfi að uppræta og sigrast á.Ekki síst vegna þess að hún felur í eðli sínu óútreiknanlegan fanta­skap og fár.Sökum þessara staðreynda m.a álíta hugfágaðir og óharðrænir ógnina vera freklega móðgun við mannlega reisn ekkert síður en siðbjört sjónarmið.Með vinsemd,Jóna Rúna
+++
HÖF:JRK JÓNA RÚNA Á MANNLEGUM NÓTUM
AMN1495.106 SLÆGÐ
Við sem erum einfaldrar gerðar og laus við lævísi og flærð eigum erfitt með að varast klókindi og slægð, þegar þannig fyrirbæri koma upp í samskiptum okkar við aðra. Þessi staðreynd getur reynst viðsjárvert, ef við eigum eitthvað undir þeim sem eru bragðlyndir og slóttugir. Sérstaklega, ef við áttum okkur ekki á slægð viðkomandi fyrr en við höfum beðið einhvers konar tjón af.Samskipti sem byggjast uppá óheilindum og undir­ferli eru neikær og óviðkunnan­leg, sökum þess að þau grafa undan eðlilegum og hrein­skilnum tengslum fólks.Sum okkar eru það eigin­gjörn og áköf í leit okkar að tæki­færum og möguleikum, að við beitum undirhyggju og vélræði til að ota okkar tota í von um árangur og niður­stöður í þeim málum sem við erum að kljást við hverju sinni.Þegar við erum þannig inn­stillt andlega eigum við til með að gera öðrum grikk, án þess að velta svo mikið sem fyrir okkur afleiðingu slíkrar fram­komu á þá sem fyrir henni verða.Það sem við náum fram sjálfum okkur til framdráttar með slóttug­heitum og fléttu­skap telst ekki mikilsvert manneskju­lega.Einmitt vegna þess að við verðum að beita miklum brögðum og slægð­leika til að áætlanir okkar heppnist. Þetta form bragðkænsku og undir­ferlis er ekki af hinu góða. Aftur móti geta viss klók­indi verið heppileg og rétt­lætanleg, sérstaklega þó, ef við erum að vinna að keppikeflum og markmiðum sem eru torveld og langsótt.Fari hins vegar kænskan útí fláræði og óheil­indi, þá telst hún óheppileg og viðsjárverð. Það má segja að slægðin sé mest áberandi hjá þeim okkar sem erum óþarf­lega metnaðargjörn og sið­hverf. Eðlilegra er að vera ein­lægur og heiðarlegur en slóttugur og fákænn. Undir­ferli í tilfinningamálum, peninga­málum eða atvinnu­málum auð­veldar ekki sönn og heilsteypt samskipti á meðal okkar. Við vitum það, að allt sem við gerum eða segjum sem stenst ekki raunveru­leikann og getur sært eða svekkt aðra er óheppi­­legt og veldur frekar vonbrigðum og víli en gleði og öryggi. Eigin­leikar flærðar og fals liggja ekki í göfugum gildum, heldur ýta slíkir þættir undir lágkúru og fordild í sam­skiptum okkar hvert við annað. Best er því, að við venjum okkur á að rækta og hlú að fasi og framkomu sem er yfir­lætis- og hrokalaus, en látum ekki teymast og freistast af framferði sem er ísmeygilegt og grábiturt. Ágætt er, að við séum ekki að seilast eftir athygli eða árangri sem við höfum ekki burði til að eignast, nema með því að vefja manngerð okkar í viðjar flærðar og fláræðis. Höfnum því þeim klókindum, sem þrífast í óheilindum og sviksemi. Við, sem viljum eiga góð og göfug samskipti við hvert annað, reynum að efla í vitund okkar og vilja jálæg lífs­sjónarmið og einlægt viðmót. Við nennum ekki að ástunda eða rækta með okkur neins konar bölyrkju eða undirferli. Við erum einfaldlega jákær og bjartlynd og líkar það vel.
+++
Höf. JRk

. BÆN
Ó Drottinn það er svo gott að vita af návist þinn alls staðar þar sem við erum go vita að þú yfir gefur okkur aldrei .Vita að þú velskar okkur eins og við erum ófullkomin og breysk. Þú verður að leiðbeina okkur því án þín og þinnar ráðgjafar frá degi til dags megnum við ekki að takast á við lífið á þann hátt sem þér er þóknanlegt. Viltu góði Faðir opna augu okkar fyrir öllu því sem betur má fara í okkar daglega lífi. Okkur langar að vera sönn og heiðarleg og eins langar okkur til að vera auðmjúk og lítillát. Við kjósum ekki að valda Föður okkar á himnum vonbrigðum Við viljum í hvívetna fara eftir þeim lögmálum sem þú hefur fyrir öldum gefið börnum þínum til eftirbreytni. Stundum fýkur í flest skjól og við erum svo vondauf og smá. Viltu á slíkum stundum Kæri Skapari gefa okkur aftur aukna trú á lífið og opna augu okkar fyrir þeim tækifærum til aukinna ávinninga sem við sjáum ekki þegar við erum óhamingjusöm og dauf. Það er svo góð tilhugsun að vita að þú bregst aldrei og ert alltaf til staðar fyrir okkur börnin þín til að hvetja okkur áfram og láta okkur vita að heilög þrenning er svo nálægt okkur að hún umvefur anda okkar og efni þannig að flestum örðugleikum léttir af okkur Elsku Drottinn megum við ávallt vinna öll verk þannig að þú getir vel við unað og á þann hátt að það verði öðrum til eftirbreytni Þakka þér fyrir allt sem þú hefur fyrir okkur gert og megum við kunna að meta þínar góðu gjafir okkur til handa. Enn og aftur hjálpaðu okkur til að gleðja þig og það sem eru beygðir og eiga örðugt með að hjálpa sér sjálfir. Í Jesú nafni. Amen

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home