Kaerleikshvetjandi blogg

laugardagur, mars 18, 2006

Ágreiningur

Í sjálfu sér er ekkert skrýtið þó að við séum ekki sammála um alla hluti. Skilningur okkar og viðhorf eru mismunandi og mat okkar á mönnum og málefnum getur verið á ýmsa vegu. Flest erum við þó sammála um að óþarfa þrætugirni og sundurlyndi eru samskiptatengsl sem eru þreytandi og neigjörn.

Alls kyns aðstæður og framkvæmdir geta verið hvati að sundrung og ósætti manna á milli. Ef við viljum örva góð og gegn samskipti verðum við að temja okkur umburðarlyndi og málamiðlanir gagnvart hvert öðru frekar en dómhörku og árekstra. Við verðum jafnframt að temja okkur að hlusta og ígrunda vel sjónarmið hvert annars, sérstaklega ef við viljum komast hjá ágreiningi og ósamlyndi.

Misþokki og deilur eru hvimleið og hefta þægileg og ánægjuleg samskipti. Smá karp gerir lítið ógagn en illskeyttar þrætur og vanvirðandi þref veikir mátt mannúðlegra og mildra samskipta og eru því ekki ákjósanleg. Við eigun ekki að vera tvídræg og ósamþykk af engu tilefni af því að það virkar leiðinlega og neirænt á þá sem fyrir verða.

Best er að við reynum að forðast ágreining og sundurlyndi. Temjum okkur frekar áhuga og alúð ef við stöndum frammi fyrir því að þurfa að karpa um menn og málefni. Við sem unnum friðkærum samskiptum höfum reynt að temja okkur að bregðast jálægt við því sem okkur þykir lítils virði og lítt spennandi. Við erum hreinskilin og opnum umræðuna um ágreiningsefnin frekar en að þrefa um þau og skapa þannig óeiningu og leiðindi. Við viljum all vinna til þess að sem flest samskipti okkar við aðra séu drengræn og réttlát.

Við forðumst misþokka og ágreiningsefni. Komi þau upp reynum við á jágjarnan og hyggilegan hátt að velta upp ýmsum hliðum mála í von um viturlegar niðurstöður og viðunandi samkomulag.

Það er enginn hagur í því að vera ósanngjarn og óvarkár gagnvart því sem er öðruvísi en við vildum. Þannig aðstæður og atburðarás bjóða upp á ósamlyndi og ágreining. Við verðum því að vera vel vakandi gagnvart öllu því sem ögrar og egnir aðra gegn okkur.

Við sem erum friðkær og glögg á aðalatriði lífsins, auk þess að vera sáttvís og sanngjörn, eigum sjaldan í langvinnum deilum við þá sem eiga samneyti við okkur. Við höfnum öllum óþarfa ágreiningi og ósætti en leggjum frekar áherslu á gildi þess að ræða málin í bróðerni. Við kjósum að gera slíkt án þess að grípa til sundurlyndis og þrefs.

Óeindrægni og ósamlyndi tengjast neikærum og svartsömum samskiptum. Það skiptir auðvitað máli að vinna bug á þeim þrætuefnum sem geta komið sér illa fyrir okkur. Ágætt er að við séum á verði gagnvart ómaklegum deiluefnum. Hyggilegt er að við reynum frekar að uppræta þau en efla. Við ættum að hafna ómaklegum deilum og þrefi en efla frekar þau samskipti sem eru jákær og friðræn og laus við óþarfa sundurþykkju og ágreining.
JRK

Dapurleiki
Af gefnu tilefni getum við flest af og til fundið fyrir einhvers konar gleðileysi. Þegar þannig árar innra með okkur er hentugt að finna leið út úr depurðinni með því að gera eitthvað sem grípur huga okkar og sál föstum tökum og gefur okkur um leið góðar tilfinningar og heppilegar hugsanir.
Þegar við erum máttlítil og leið er jafnframt viturlegt að við gefum líf jákvæðum samskiptum við þá sem eru uppörvandi og glaðir. Hvers kyns vonbrigði í aðstæðum okkar og samskiptum við aðra eru vitanlega verkefni sem við þurfum að vinna úr og leysa af kostgæfni ef mögulegt er. Við eigum ekki að láta vonbrigði draga okkur niður í hyldýpi örvæntingar og ótta við líf sem við erum þrátt fyrir allt knúin til að lifa. Með þó nokkurri fyrirhöfn er hægt að temja sér gleði og yl hið innra ef við viljum það og þráum slíka líðan af einlægni og ákveðni.
Ekkert í innra lífi okkar er í raun svo snúið eða flókið að ekki sé hægt að takast á við það með ákveðnum aðgerðum ef við viljum og kjósum það í raun og veru. Tíma- bundin, ókát afstaða til tilverunnar og fólks er líkleg til þess að draga dilk vandræða á eftir sér ef við þjálfum okkur ekki í að bregðast rétt við henni. Það er auðvitað eðlilegt að heilbrigðir geta orðið vondaufir um tíma og þá sérstaklega er þeir sjá t.d. öll sín markmið fara fyrir lítið eða verða fyrir höfnum eða einhvers konar missi.
Öll sammannleg reynsla er margþætt og flókin auk þess að tengjast jafnt sorg sem gleði. Eftir því sem við höfum meiri þekkingu á innra eðli okkar því mun meiri líkur eru á að við getum unnið á dapurleikanum. Best er að við ákveðum að temja okkur gleði og þakklæti við sem flestar aðstæður og forðums að láta tímabundin vandræði gera okkur óvíg og leið. Dapurleiki er ekki óyfirstíganlegt ástand. Þess vegna er mikilvægt að við eflum í mæðunni nánast eingöngu það atferli og þær hugsanir sem ýta undir tiltrú okkar á betri og réttmætari líðan. Bjartsýni borgar sig í viðkvæmum aðstæðum og þá ekki síst í þeim sem okkur þykja gleðisnauðar eða óviðunandi um tíma.
Ef vilji er fyrir hendi getum við stjórnað afstöðu okkar til alls þess sem hendir okkur. Ágætt er því og eðlilegt að við einsetjum okkur fremur að velja að bregðast við örðugleikum með tiltrú á tilgang þeirra heldur en að láta þá í langan tíma gera okkur angurvær og hljóð. Við sem viljum getum líka breytt afstöðu okkar til þess sem við fáum ekki breytt og gerir okkur vondauf og döpur. Það gerum við t.d. með því að vera uppörvandi og jákær gagnvart sjálfum okkur og öðrum, hverjar svo sem aðstæður okkar eru.
Hyggilegast er að breyta dapurleika og lumbru í gleði og bjartsýni. Þannig afstaða auðveldar okkur að njóta þess sem er það dýrmætasta sem við eigum og það er lífið sjálft-þrátt fyrir að við gleymum því stundum af ómaklegu tilefni.
JRK

föstudagur, mars 17, 2006

Draumar
Við Íslendingar höfum alla tíð verið miklir draumamenn, enda finnast í frásögnum okkar stórmerkilegir draumar sem ræst hafa og ráðið miklu um örlög manna. Áhugi okkar á draumum hefur ekki minnkað þrátt fyrir hvers konar framfarir á svo til öllum sviðum sammannlegra samskipta. Skýringin á þessum viðvarandi áhuga okkar á draumum er trúlega sú að við erum flest löngu viss um það að þeir eru mikilvægir og upplýsandi um nútíðina okkar ekkert síður en um framtíð okkar og fortíð.

Eins og við þekkjum flest geta fylgt draumlífi okkar neikvæðar tilfinningar og erfið hughrif ekkert síður en jákvæðar kenndir og lýsandi vitglóð sem bregður birtu innra lífi okkar Draumar hafa óumdeilanlega umtalsverð áhrif á líf okkar og athafnir í dag eins og þeir hafa reyndar gert frá örófi alda þrátt fyrir að til sé fólk sem kann ekki að meta gildi og tilgang þeirra sem skyldi.

Það er mat þeirra sem fylgst hafa með draumlífi sínum og annarra að það sé af hinu góða að afla sér staðgóðrar þekkingar og skilnings á því, vegna þess að í draumlífi okkar getur búið vitneskja sem er leiðbeinandi og uppfræðandi ef við leggjum okkur eftir því að skilja tilgang þess. Það er margsönnuð staðreynd að í draumum okkar getur leynst mikilvæg vitneskja varðandi gæfu okkar og gjörvuleika Það er því ekki vitlegt að gera lítið úr eða hundsa drauma sína eða annarra.

Þær tvær tegundir drauma sem eru einna algengastar eru berir draumar annars vegar og tákndraumar hinsvegar. Við skulum skoða þessar tegnundir nánar. Berdreymi kallast það, þegar mann dreymir hárrétt það sem á eftir að henda. Kemur það oftast fram mjög fljótlega eða jafnvel strax. Í slikum draumum hendir það oft að dreymandinn virðist eiga sér sérstakan verndara, svonefndan draumamann. Hann birtist þannig í svefni og segir oft fyrir um óorðin atvik eða varar við því sem kann að vera hættulegt fyrir dreymandann og jafnvel aðra. Oftar en ekki er um að ræða markvissar leiðbeiningar sem geta skipt sköpum um dagfar viðkomandi dreymanda.

Táknrænir draumar eru algengir hjá flestum sem á annað borð hafa fjölskrúðugt draumlíf og birtist þá fólk, atvik og kringumstæður á misljósan, táknrænan hátt. Í ákveðnum tilvikum getur verið mjög erfitt fyrir dreymandann að lesa úr draumum sínum í vöku. En sumum lærist það smám saman. Því stundum endurtaka viss atvik sig sífellt og verða þannig tákn fyrir áþekka reynslu sem er yfirvofandi eða býr í leyndinni.

Flestir muna kannski eftir tákndraum faraós um kýrnar sjö og kornöxin, sem Jósef varð frægur fyrir að ráða. Varðandi þann draum kemur fram, að einn dreymir og annar ræður drauminn. Fyrr á öldum var þetta fyrirkomulag mjög algengt og menn sem gátu ráðið drauma algerlega ómissandi enda iðulega vinsælir og ríkir. Sumir voru það snjallir að lesa úr slíkum draumum að þeir gátu beinlínis haft atvinnu af því. Í dag erum við líklegri til að nýta okkur draumaráðningabækur fremur en að borga öðrum fyrir mögulega ráðningu drauma. Við sem reynt höfum getum þó staðfest að það getur verið erfitt sé að standast leiðsögn sálræns draumráðningamanns og bóklestur kemur ekki í stað innsæis dulræns draumspekings þegar verið er að túlka t.d. tákndreymi.

Sannleikurinn er þó sá við getum sjálf með ástundun og áhuga lært að skilgreina í öllum aðalatriðum eigin draumlíf ef við kjósum það. Það er mikið um endurtekningar og kunnuglegar vísbendingar í draumum hvers manns sem lærist að túlka ef áhuginn og eftirtektin er til staðar hjá dreymandanum.

Að lokum er rétt að geta lítillega þriðju tegundar drauma sem eru svokallaðir hreinsunardraumar og er þar átt við drauma sem eiga sér sálrænar eða tilfinningarlegar skýringar. Í slíkum draumum fær fólk oft útrás fyrir óskir og þrár sem einhverra hluta vegna fá ekki líf í venjulegri vökuvitund. Með viðlíka útrás í draumi má koma í veg fyrir óæskilegar geðsveiflur og bælingar sem gætu heft eðlilegt líf viðkomandi. Þannig getur þessi tegund draumlífs verið viss lausn eða jafnvel bara léttir. Sálfræðingar kunna góð skil á þessari tegund draumlífs og geta oftast leiðbeint okkur varðandi orsök þeirra. Við getum vitanlega sjálf unnið úr mörgum þeirra en ef ekki og þeir trufla daglegt líf okkar er hyggilegt að leita ráðgjafar sálfræðings.
Ég hvet fólk til þess að skoða drauma sína og velta tilgangi þeirra fyrir sér eftir atvikum. Það er ágætt að skrifa þá niður og íhuga líklega túlkun þeirra. Þannig verðum við meðvitaðri um mögulegan áhrifamátt þeirra og þá leiðsögn sem þeir kunna að innihalda.

JRK

Dapurleiki
Af gefnu tilefni getum við flest af og til fundið fyrir einhvers konar gleðileysi. Þegar þannig árar innra með okkur er hentugt að finna leið út úr depurðinni með því að gera eitthvað sem grípur huga okkar og sál föstum tökum og gefur okkur um leið góðar tilfinningar og heppilegar hugsanir.
Þegar við erum máttlítil og leið er jafnframt viturlegt að við gefum líf jákvæðum samskiptum við þá sem eru uppörvandi og glaðir. Hvers kyns vonbrigði í aðstæðum okkar og samskiptum við aðra eru vitanlega verkefni sem við þurfum að vinna úr og leysa af kostgæfni ef mögulegt er. Við eigum ekki að láta vonbrigði draga okkur niður í hyldýpi örvæntingar og ótta við líf sem við erum þrátt fyrir allt knúin til að lifa. Með þó nokkurri fyrirhöfn er hægt að temja sér gleði og yl hið innra ef við viljum það og þráum slíka líðan af einlægni og ákveðni.
Ekkert í innra lífi okkar er í raun svo snúið eða flókið að ekki sé hægt að takast á við það með ákveðnum aðgerðum ef við viljum og kjósum það í raun og veru. Tíma- bundin, ókát afstaða til tilverunnar og fólks er líkleg til þess að draga dilk vandræða á eftir sér ef við þjálfum okkur ekki í að bregðast rétt við henni. Það er auðvitað eðlilegt að heilbrigðir geta orðið vondaufir um tíma og þá sérstaklega er þeir sjá t.d. öll sín markmið fara fyrir lítið eða verða fyrir höfnum eða einhvers konar missi.
Öll sammannleg reynsla er margþætt og flókin auk þess að tengjast jafnt sorg sem gleði. Eftir því sem við höfum meiri þekkingu á innra eðli okkar því mun meiri líkur eru á að við getum unnið á dapurleikanum. Best er að við ákveðum að temja okkur gleði og þakklæti við sem flestar aðstæður og forðums að láta tímabundin vandræði gera okkur óvíg og leið. Dapurleiki er ekki óyfirstíganlegt ástand. Þess vegna er mikilvægt að við eflum í mæðunni nánast eingöngu það atferli og þær hugsanir sem ýta undir tiltrú okkar á betri og réttmætari líðan. Bjartsýni borgar sig í viðkvæmum aðstæðum og þá ekki síst í þeim sem okkur þykja gleðisnauðar eða óviðunandi um tíma.
Ef vilji er fyrir hendi getum við stjórnað afstöðu okkar til alls þess sem hendir okkur. Ágætt er því og eðlilegt að við einsetjum okkur fremur að velja að bregðast við örðugleikum með tiltrú á tilgang þeirra heldur en að láta þá í langan tíma gera okkur angurvær og hljóð. Við sem viljum getum líka breytt afstöðu okkar til þess sem við fáum ekki breytt og gerir okkur vondauf og döpur. Það gerum við t.d. með því að vera uppörvandi og jákær gagnvart sjálfum okkur og öðrum, hverjar svo sem aðstæður okkar eru.
Hyggilegast er að breyta dapurleika og lumbru í gleði og bjartsýni. Þannig afstaða auðveldar okkur að njóta þess sem er það dýrmætasta sem við eigum og það er lífið sjálft-þrátt fyrir að við gleymum því stundum af ómaklegu tilefni.
JRK

fimmtudagur, mars 16, 2006

Ágreiningur

Í sjálfu sér er ekkert skrýtið þó að við séum ekki sammála um alla hluti. Skilningur okkar og viðhorf eru mismunandi og mat okkar á mönnum og málefnum getur verið á ýmsa vegu. Flest erum við þó sammála um að óþarfa þrætugirni og sundurlyndi eru samskiptatengsl sem eru þreytandi og neigjörn.

Alls kyns aðstæður og framkvæmdir geta verið hvati að sundrung og ósætti manna á milli. Ef við viljum örva góð og gegn samskipti verðum við að temja okkur umburðarlyndi og málamiðlanir gagnvart hvert öðru frekar en dómhörku og árekstra. Við verðum jafnframt að temja okkur að hlusta og ígrunda vel sjónarmið hvert annars, sérstaklega ef við viljum komast hjá ágreiningi og ósamlyndi.

Misþokki og deilur eru hvimleið og hefta þægileg og ánægjuleg samskipti. Smá karp gerir lítið ógagn en illskeyttar þrætur og vanvirðandi þref veikir mátt mannúðlegra og mildra samskipta og eru því ekki ákjósanleg. Við eigun ekki að vera tvídræg og ósamþykk af engu tilefni af því að það virkar leiðinlega og neirænt á þá sem fyrir verða.

Best er að við reynum að forðast ágreining og sundurlyndi. Temjum okkur frekar áhuga og alúð ef við stöndum frammi fyrir því að þurfa að karpa um menn og málefni. Við sem unnum friðkærum samskiptum höfum reynt að temja okkur að bregðast jálægt við því sem okkur þykir lítils virði og lítt spennandi. Við erum hreinskilin og opnum umræðuna um ágreiningsefnin frekar en að þrefa um þau og skapa þannig óeiningu og leiðindi. Við viljum all vinna til þess að sem flest samskipti okkar við aðra séu drengræn og réttlát.

Við forðumst misþokka og ágreiningsefni. Komi þau upp reynum við á jágjarnan og hyggilegan hátt að velta upp ýmsum hliðum mála í von um viturlegar niðurstöður og viðunandi samkomulag.

Það er enginn hagur í því að vera ósanngjarn og óvarkár gagnvart því sem er öðruvísi en við vildum. Þannig aðstæður og atburðarás bjóða upp á ósamlyndi og ágreining. Við verðum því að vera vel vakandi gagnvart öllu því sem ögrar og egnir aðra gegn okkur.

Við sem erum friðkær og glögg á aðalatriði lífsins, auk þess að vera sáttvís og sanngjörn, eigum sjaldan í langvinnum deilum við þá sem eiga samneyti við okkur. Við höfnum öllum óþarfa ágreiningi og ósætti en leggjum frekar áherslu á gildi þess að ræða málin í bróðerni. Við kjósum að gera slíkt án þess að grípa til sundurlyndis og þrefs.

Óeindrægni og ósamlyndi tengjast neikærum og svartsömum samskiptum. Það skiptir auðvitað máli að vinna bug á þeim þrætuefnum sem geta komið sér illa fyrir okkur. Ágætt er að við séum á verði gagnvart ómaklegum deiluefnum. Hyggilegt er að við reynum frekar að uppræta þau en efla. Við ættum að hafna ómaklegum deilum og þrefi en efla frekar þau samskipti sem eru jákær og friðræn og laus við óþarfa sundurþykkju og ágreining.
JRK

Þýtt og endursagt af Nínu Rúnu Kvaran

Afhjúpun lygarans:
Listin að koma upp um lygalaupa


Í kvikmyndinni ,,True Romance”, rétt áður en Christopher Walken skýtur Dennis Hopper í höfuðið fyrir að skrökva, þá heldur hinn illi Walken fyrirlestur yfir fórnarlambi sínu um hinar 17 aðferðir Sikileyinga til þess að sjá hvort að maður er að ljúga. Hvort þetta er sikileysk staðreynd eða aðeins uppspuni handritshöfundarins Tarantino skiptir kannski ekki sköpum, en það er aftur á móti staðreynd að það er hægt að koma upp um lygalaupa.

Fylgist með handahreyfingum
,,Lygarar reyna alltaf að leggja áherslu á orð sín með ýktum handahreyfingum. Það dregur athyglina frá andlitinu og gerir orðin áhrifameiri”, segir David Taylor sálfræðilegur ráðgjafi. ,,Þetta er ósjálfrátt varnarkerfi sem á að vinna gegn því að upp um fólk komist en er í raun mjög uppljóstrandi ef menn eru meðvitaðir um það.”

Hlustið á takt orðræðunnar
Þegar fólk lýgur þá afbakar það vanalega á einn eða annan hátt sína eigin vanalegu orðræðu. ,,Setningar sem leiða að lyginni eru oft sagðar í flýti þar sem fólk er oftast óþreyjufullt að koma sér að sjálfri lyginni”, segir Diane Kingsley talmeinafræðingur. ,,Að lyginni lokinni fellur taktur orðræðunnar aftur í eðlilegt horf.”

Prófið minnið
,,Tilgangur lyganna er að koma fólki úr vandræðum og þegar lygin er sögð þá á hún það til að falla fljótt í gleymsku”, segir þjónustufulltrúinn Alice Mulcahy. ,,Ef mig grunar að fólk sé að ljúga í viðtölum hjá mér, þá legg ég atvikið á minnið og varpa því síðan fram seinna og bið fólk að segja mér nánar frá því. Ef viðkomandi var að ljúga þá man hann oftast ekkert eftir því sem ég er að tala um.”

Hlustið á raddblæinn
Diane Kingsley talmeinafræðingur segir enn fremur: ,,Þegar fólk lýgur þá er því hættara við að vera meðvitað um sína eigin rödd og þá er sterk tilhneiging fyrir því að raddblærinn breyti um tónhæð, þó ekki sé nema í sekúndubrot. Það að tala er okkur vanalega svo eðlislægt að við tökum ekkert eftir því, en augnabliksálag með þurrk í munni og örari hjartslátt getur haft djúpstæð áhrif á röddina og valdið því að hún titrar örlítið eða brotnar jafnvel alveg.”

Leiddu lygarann í gildru
,,Við beitum okkar eigin blekkingum”, segir Simon Newman. ,,Þegar ég var í Devon & Cornwall lögreglunni þá þurftum við stundum að eiga við náunga sem komu frá London til þess að selja fíkniefni. Ef við tókum þá niður á stöð tiil yfirheyrslu þá áttu þeir það til að gefa okkur fölsk heimilisföng í nágrenninu til þess að sleppa. Þá sögðum við stundum: ,,Já, ég veit hvar þetta er, þarna rétt hjá keiluhöllinni?” Og þeir sögðu: ,,Já, einmitt” og vissu náttúrulega ekki að það var engin keiluhöll í bænum.”

Fylgist með augnsambandi
Það er óvenjulegt þegar fólk á í samræðum við einhvern og myndar ekki augnsamband, jafnvel þó ekki sé nema af og til og það staðfestir toll-og landamæravörður nokkur sem er orðinn gamall í hettunni: ,,Það er alltaf tilefni til tortryggni ef fólk myndar ekki augnsamband. Einu sinni lenti ég í því að maður sem ætlaði að keyra sendibíl í gegnum hliðin hjá okkur, bara myndaði alls ekkert augnsamband þegar ég talaði við hann. Hann virtist undrandi þegar við stoppuðum hann og báðum hann að fylgja okkur inn í tollskýlið en þegar málið var rannsakað frekar þá fundum við heilan farm af kössum fullum af tequila í bílnum”.

Varist flóttalegt augnaráð
,,Mitt starf felst mikið í því að hlusta á lygarnar í fólki”, segir einkaspæjarinn Tony Barnes, ,,en ég er með nánast 100% öruggt próf til að koma upp um það. Um leið og menn fara að skjóta augunum til vinstri þá veit ég að þeir ljúga. Fólk reynir að þykjast vera upptekið við að horfa á eitthvað en í raun er það bara að koma upp um sig.”

Hlustið eftir óhóflegum smáatriðum og staðreyndum
Simon Jodrell lögreglusálfræðingur hefur þetta að segja um málið: ,,Undir venjulegum kringumstæðum þá flæða staðreyndir eins og nöfn og staðarheiti eðlilega og hóflega fram í samtali. En í samræðum sem byggjast á blekkingum þá ræður lygarinn ekki við þörfina til þess að skreyta frásögn sína með einhverjum áþreifanlegum staðreyndum. Þannig að það sem þú heyrir er oft algjörlega ofskreytt og fullt af ónauðsynlegum upplýsingum sem troðið er inn í lygina til þess að gefa henni raunveruleikablæ.

Varist ofnotkun orðatiltækja
Með þessu er átt við að menn ættu að taka eftir mikilli notkun orðatiltækja eins og : ,,Þú veist hvað ég meina”, ,,sko” og ,,eða þannig”. Þau eru notuð til þess að fylla upp í þá þögn sem getur myndast þegar lygarinn tapar þræðinum vegna truflana eða skorts á þekkingu á því sem hann lýgur um. Þegar fólk lýgur og bullar þá vantar það oft þann grunn sem liggur í því að segja sannleikann og þarfnast tíma til þess að hugsa upp lygina og þann tíma fyllir það upp með tilgangslausum orðatiltækjum.
NRK

miðvikudagur, mars 15, 2006

Andaglas hættulegt kukl
" Svar til tveggja unglingsstráka í vanda"
Bréf:
,,Kæra Jóna Rúna! Við erum hérna tveir vinir sem höfum mikinn áhuga á öllu sem tengist dularfullum fyrirbærum. Ástæða þess að við skrifum þér er, að við höfum heyrt að þú værir dulræn og sjáandi líka. Við höfum verið á heimavistarskóla í tvö ár og líkar það bara vel. Við erum báðir úr sveit og viljum helst ekki vera á mölinni. Hér í skólanum er mikið talað um líf og dauða. Flestir hafa áhuga fyrir dulrænum málum og oft erum við strákarnir að gera alls konar tilraunir með hugsana­flutning og annað álíka. Aðalástæðan fyrir því að við skrifum þér er, að fyrr í vetur tókum við okkur saman nokkur og fórum að fara saman í andaglas sem okkur fannst til að byrja með mjög skemmtilegt. Það gekk allt vel og við náðum sambandi að við höldum við ástvini okkar sumra sem eru löngu farnir. Svo gerist það smátt og smátt að hinir ýmsu andar fóru að gera vart við sig með mismiklum árangri. Loks fer að koma í glasið andi sem er mjög neikvæður og hrottalega grófur. Okkur stóð ekki á sama en samt héldum við áfram uppteknum hætti. Nú er svo komið að við ásamt ýmsum öðrum hér í skólanum eru dauðhræddir, vegna þess að þegar við erum að þessum leik þá magnast upp einhvers konar óhugur í okkur og á eftir liggur við að við getum ekki gengið einir um. Við erum orðnir það myrkfælnir, að það liggur við að við getum ekki sofið einir í rúmi. Það er líka eins og þessi skemmtun, ef skemmtun skyldi kalla, eins og kalli á okkur. Við erum einhvern veginn eins og helteknir af þessu. Við finnum líka til mikils eirðarleysis á daginn og hugsum nánast ekki um neitt nema þetta. Hvað eigum við að gera Jóna Rúna? Við erum skíthræddir og eiginlega höldum að við séum búnir að koma einhverju af stað sem er ekki hægt að losna við. Eru til illir andar? Er hægt að verða andsetinn? Er hættulegt að fara í andaglas? Hverjir koma eiginlega í svona andaglas? Heldurðu að draugar séu til? Getum við orðið geðveikir af þessu öllu saman? Kæra Jóna Rúna viltu vera svo góð að svara okkur sem fyrst ef það er hægt.”
Tveir unglingsstrákar í vanda.

Svar Jónu Rúnu:
,,Kæru félagar!
Það var virkilega ánægjulegt að lesa bréfið frá ykkur, þó ég verði að viðurkenna að á köflum risu á mér hárin við að lesa lýsingar ykkar á þeim óhugnaði sem þið hafið upplifað í sambandi við andaglasið. Satt best að segja taldi ég ekki ráðlagt vegna annarra og hugsan­lega viðkvæmra lesanda að láta kaflann sem lýsir grófleika þeirrar veru sem komið hefur í glasinu hjá ykkur koma fram. Vonandi virðið þið þá ákvörðun mína og skiljið að það hentar ekki öllum að heyra allar staðreyndir málsins, þó þeir geti auðveldlega getið sér til um þær.
Vissulega er ég með meðfæddar dulargáfur og meðal annars sjáandi eins og þið kallið mig, auk þess að vera búin miðilsgáfum sem ég hef í rólegheitum þjálfað nokkuð stöðugt í á þriðja áratug. Vonandi af því að ég er dulræn og bý yfir þessari miklu og löngu reynslu á sviðum sálrænna fyrirbæra get ég uppfrætt ykkur fóstbræður um eitt og annað sem reynst getur ykkur gagnlegt eins og ykkar málum er háttað í dag. Nú, áfram nota ég jafnframt innsæi mitt til að svara ykkur og öðrum. Innsæi sem á rætur sínar að rekja í meðfæddum dulargáfum mínum, ásamt því að ég notast við reynsluþekkingu og mögulegt hyggjuvit mitt líka.
Nýju föt keisarans
Vissulega má segja að í seinni tíð hafi verið mikil andleg uppsveifla í þjóðarsálinni og vart hafa menn þótt vera með mönnum ef þeir hafa ekki haft einhver tengsl eða óbein afskipti af einhverjum þeim leyndardómum sem fella má undir það yfirskilvitlega í tilverunni. Hvað mikið af nýju fötum keisarans eru í gangi andlega er kannski erfitt að segja til um, þó ljóst sé að keisarinn eigi í umferð þó nokkurn slatta af ósýnilegum fötum sem mismikið er dáðst af. Vera má nefnilega að innan um og saman við föt keisarans sé og hafi einungis verið á ferðinni áhugi sem komið hefur besta fólki á einhvers kona andlegt fyllerí sem tæpast verður fellt undir neitt sérstaklega göfugt andlega séð.
Siðfræði Krists og kenningar hans
Hvað sem öllum fylliríum líður og fataskáp keisarans jafnframt, er sem betur fer margt mjög gott í gangi andlega, þrátt fyrir allt. Það er t.d. mjög ánægjulegt til þess að vita ef fólk eykur við andlega viðleitni sína í dagsins önn af einlægni og heiðarleik. Styrkir jafnvel sjálfs síns manngildi og eflir með sér virðingu og stöðuga trú á það góða í mannsálinni. Eins er mjög jákvætt ef fólk snýr huga sínum til Jesús Krists og hans kenninga í leit að því guðlega í sjálfum sér og öðrum. Yfir okkur vakir nefnilega góður Guð og hans vilji verður að hafa áhrif á allt líf okkar og andlega viðleitni. Annað er með öllu óviðunandi fyrir þann sem vill lifa friðsömu og kærleikshvetjandi kristnu lífi. Sú siðfræði sem okkur stendur opin í kenningum frelsarans er það veganesti andlega sem ætti að nægja okkur raunverulega til að skerpa löngun okkar til að lifa grandvöru og ylríku lífi. Eins ætti öll andleg viðleitni að styrkja tiltrú okkar á bræðralag og jöfn hlutskipti allra.
Kukl og lágþróaðar verur
Unglingar eru ekkert öðruvísi en fullorðnir að því leyti til að innra með þeim blundar mikill áhugi á alls kyns leyndardómum og öðru sem fella má undir yfirskilvitleg fyrirbæri. Það hefur því miður verið algengt meðal ungra að fara í það sem kallað er andaglas. Miðað við það sem ég hef heyrt um af slíku fikti er óhætt að fullyrða að enginn ætti að láta hafa sig útí kukl sem þetta. Mýmörg dæmi er um að fólk hafi þurft á geðlæknishjálp eftir að hafa verið að leika sér í andaglasi, vegna þess að geðheilsa viðkomandi bauð ekki uppá þannig fikt. Við verðum að gera okkur fulla grein fyrir því að hörmulegar og næstum óleysanlegar afleiðingar geta orðið innra með þeim sem fer að stunda það kukl sem andaglas alltaf er. Dulspekingar hafa löngum sagt að allra lágþróuðustu verur hinum megin frá, kæmu í umvörpum í andaglasið, þegar það er sviðsett með tilheyrandi tilþrifum. Á öllum sérsviðum þarf ákveðna þekkingu og það á ekkert síður við þegar verið er að leika sér við það sem virkilega er ókunnugt fólki og stundum er kallaður borðdans og fellur náttúrulega undir það yfirskilvitlega.
Prestar andlegir fræðarar
Þar sem þið strákarnir eruð í miklum vanda vegna andlegs fikts er vissulega mikils virði fyrir ykkur að vita af því að í samfélaginu eru ríkjandi kristileg viðhorf og við eigum bæði ágæta kennimenn þar sem prestar landsins eru og góðan hug vísan okkur til handa innan íslensku þjóðkirkjunnar. Þið ættuð því sem fyrst að fá umsögn prests um það sem þið eruð að takast á við og láta af andaglasinu hið snarasta af alvarlega gefnu tilefni vandræða sem þegar hafa skapast vegna þessa óvarkára andlega kukls ykkar skólasystkinanna. Fikts sem aldrei hefði reyndar átt að fá líf, enda þegar komið í ljós að það er hægara sagt en gert að losna frá afleiðingum og áhrifum þess en ykkur gat órað fyrir. Það er miklu skynsamlegra fyrir ykkur skólasystkinin að leggja leið ykkar í kirkjur landsins fremur en að láta þetta ömurlega ástand halda áfram að valda ykkur vanda og jafnvel síðar hvers kyns skaða. Best er að láta sér segjast og gera ekki fleiri svona barnalegar en stórvarasamar tilraunir til að ná sambandi við þá sem farnir eru af jörðinni.
Andaglas og rafmagn
Það verður að segjast eins og áður hefur verið bent á, að eitt það varhugaverðasta sem við getum tekið okkur fyrir hendur andlega séð er að fara andaglas. Þegar slíkt gerist er venjulegast verið að opna fyrir og leysa úr læðingi einhver öfl sem þeim sem andaglas fara í er ekki kunnugt um hvaða vanda geta valdið. Þið félagarnir spyrjið hvort hættulegt sé að fara í andaglas. Svarið er einfaldlega og af hreinskilni sagt: já, og meira að segja mjög. Af hverju, kann að hvarfla að ykkur elskurnar. Jú, þið eruð að fikta við andleg öfl sem eins og þið hafið upplifað geta verið tvíeggjuð og reyndar stórvarhugaverð í meðförum viðvaninga. Ef þig færuð til samlíkingar að fikta við rafmagn með álíka litla þekkingu á eðli og áhrifamætti þess og þið hafið á dularöflum tilverunnar, gæti farið svo að þið hreinlega biðuð stórtjón af og mögulega aðrir og saklausir líka. Rafmagn má nota til að lýsa húsin okkar upp og hita þau líka. Samt er það staðreynd líka að það er ekkert síður hægt að nota rafmagni í neikvæðum tilgangi. Menn eru stundum deyddir einmitt með rafmagni. Við vitum í sjálfu sér ekkert hvað rafmagn er í raun en rafmagnsfagmenn kunna samt þau skil á möguleikum þess, til að nota það til ýmsra hluta og gera sér grein fyrir því, að ef nákvæmlega og kunnáttusamlega er á málum haldið, er enginn sérstök hætta á skaða eða áföllum vegna þess. Stundum verða slys af völdum rafmagns sem enginn getur komið í veg fyrir. Þau bara gerast allt í einu og engin átti kannski von á þeim. Það segir sig sjálft að ekki þarf minni varkárni við ósýnileg öfl tilverunnar en þau öfl sem sem eru mun efnislegri og afleiðingar notkunar á þeim eru þó öllum sýnileg. Það verður örugglega erfitt í mjög mörgum tilvikum að átta sig á þeim afleiðingum fyrirfram sem geta komið í kjölfar dulræns kukls.
Óþroskaðar andar
Hvað sem öllum efasemdum líður þá lifum við líkamsdauðann og það að deyja breytir ekki persónuleika þess sem af jörðinni fer. Ef við reiknum með því sem vissulega er staðreynd að það deyja ekki allir sáttir eða sérlega jákvæðir með sitt hlutskipti, þá segir það sig sjálft að það hljóta að vera til misgóðir andlegir einstaklingar eða öllu heldur sálir. Sumir jafnvel bitrir og sérlega ósáttir og neikvæðir.
Meðal annars vegna þess að við viðskilnað frá jarðneska líkamanum hverfum við úr efninu mjög mismunandi vel sett í andlegum þroska, er virkilega áríðandi að hleypa ekki hverjum sem er að sér, þó dáinn sé. Við eignumst að vísu andlegan líkama við brottförina af jörðinni en það þýðir ekki endilega að við verðum algóð aðeins við það eitt að deyja. Ef við erum ekki góð fyrir viðskilnaðinn breytumst við ekkert fyrr en við ákveðum það sjálf með tilheyrandi fyrirhöfn hinum megin grafar ekkert síður en hérna megin grafar. Við eignumst eins og áður sagði andlegan líkama sem einungis skyggnir sjá. Það er bara ekki nóg, ef sálin er neikvæð og hugurinn afskræmdur eins og greinilega kemur fram hjá þessum grófa manni sem hefur skelft ykkur vinina upp úr skónum og kemur í glasið hjá ykkur. Sál með mjög ógeðfellda nærveru og tungutak sem ekki einu sinni forhertir glæpamenn myndu leyfa sér að nota nema af alvarlega gefnu tilefni.
Okkar er valið
Eins og ég sagði áður, er það skoðun þeirra sem kynnt hafa sér dulvísindi að oftast séu það mjög óþroskaðar og virkilega neikvæðar verur sem koma fram í andaglasinu. Það er talað um að fólk geti verið jarðbundið eftir dauðann og þar er sennilega á vissan hátt ákveðinn sannleikur. Málið er að það má segja sem svo, að ef að neikvæð persóna vill ekki deyja að hún sæki mjög stíft eftir samskiptum við lifendur hérna megin grafar og þá ekki endilega í neitt sérstaklega jákvæðum tilgangi. Sá sem í eðli sínu er neikvæður verður að teljast andi sem er varhugaverður hvort sem viðkomandi er enn þá hérna megin grafar eða einfaldlega hinum megin móðunnar miklu. Staðsetning verunnar breytir engu heldur einungis eðli og innræti viðkomandi. Það að deyja gerir fólk ekki umsvifalaust algott. Þvert á móti verður engin góður eða göfugur nema hann vilji það sjálfur. Það gilda sömu lögmál báðum megin grafar. Við höfum frjálsan vilja og getum valið sjálf það ástand andlega sem við kjósum okkur þrátt fyrir allt og þetta gengur sumum okkur illa að skilja.
Neikvæð öfl
Það er eðli neikvæðra afla að finna sér líf í aðstæðum sem eru með einhverjum hætti hagstæðar viðkomandi veru. Það er því ekkert skrýtið þegar þið opnið fyrir dularöfl sem þið hafið takmarkaða þekkingu á og leyfið hverjum sem er að heilsa uppá ykkur að eitthvað leiðinlegt geti gerst. Jafnvel að svokallaður slæmur andi verði til að trufla framrás þess sem mögulega gæti reynst jákvætt og bjóði sjálfum sér í heimsókn í glasið á borðinu sem þið eru að fikta með. Ef þið eruð aftur á móti jákvæðir sjálfir getur slíkur andi alls ekki sest að í ykkur heldur forðast fremur samskipti við ykkur til lengdar eins og aðra sem eru jákvæðir. Það þýðir þó ekki að viðkomandi geti ekki valdið ykkur einhverjum vandræðum áður en hann hverfur á braut. Það sanna dæmin því miður. Borðdans er og verður öllum þeim sem hann stunda og vita ekkert um ókunng öfl, virkilega varhuga­verður. Draugagangur svokallaður kemur oft í kjölfar andaglasatilrauna og fólk telur sig oft á tíðum finna mikinn óhugnað magnast upp ef verið er að leika sér við og með ókunnug öfl.
Geðheilsunni telft í tvísýnu
Þið talið um að þið séuð eins og helteknir af þessu og jafnframt að þið séuð mjög hræddir á milli. Eins segist þið finna fyrir eirðarleysi og öðrum áður nánast óþekktum tilfinningum og geðhrifum. Þetta er ekki gott og segir bara það, að borðdansinn verður að hætta og það strax. Jafnframt þessu spyrjið þið hvort þátttaka ykkar í þessum ósóma geti leitt til geðveiki hjá ykkur. Það liggur í augum uppi, að ef þið hættið ekki þessu fikti, þá er ýmislegt miður gott sem getur hlotist af þessu, auk þess sem það bendir flest til að þið hafið ekki geðheilsu til að taka svona djarfa andlega áhættu. Það virðist beinlínis vera ykkur ofviða miðað við þær upplýsingar sem þið gefið. Hvort þið getið orðið geðveikir af öllu fiktinu veit ég ekki í ykkar tilviki. Slíkt fikt hefur kostað fólk geðheilsuna því miður, en við vonum bara að ef þið hættið þessu hið snarasta þá séuð þið þar með komnir úr slíkri hættu, hafi hún þá verið til staðar. Vissulega er verið að tefla geðheilsu sinni í hættu, þegar verið er að fikta við öfl sem þegar hafa reynst vera neikvæð og hafa sett sitt mark á líðan ykkar eftir því sem þið segið. Allt andlegt, sálrænt og tilfinnigalegt áreiti sem veldur stöðugum óttablöndnum óþægindum og taugaveiklunarkenndum getur aflagað geðlheilsu okkar, ef betur er að gáð og er það svo sem ekkert dularfullt, heldur óþægileg staðreynd.
Andsetni getur verið staðreynd
Þess vegna er áríðandi, eins og áður sagði, að koma aldrei framar nálægt neinu sem yfirleitt tengist kukli sem þessu. Þið ættuð að biðja um guðlega vernd og jafnframt biðja Jesús Krist að umvefja ykkur með nálægð sinni og elsku. Þið skuluð jafnframt biðja fyrir þessum ógæfusömu verum og óska eftir því við Guð að þeim verði leiðbeint frá villu síns vegar ef mögulegt er. Eins jafnframt að þeim veitist hvers kyns vellíðan sem mögulega má gefa þeim og þær gætu notað sér til að breyta hugsunum sínum og slæmri framkomu.Ekkert í bréfinu segir til um eða gefur til kynna að þið séuð andsetnir, en vissulega eru til dæmi um slíkt. Um leið og við verðum hrædd og reikul hrynja andlegir varnarveggir okkar og líkur á hvers kyns vandræðum vegna andlegs fikts margfaldast. Þó ekki sé þannig staða algeng, þá er andsetni þó til staðar í fólki en í undantekningartilvikum sem betur fer. Eitt tilvik er reyndar þegar einu tilviki of mikið satt best að segja, vegna þess að andsetni er virkilega óhuggulegt fyrirbæri og ég vildi engum óska að sjá slíkt gerast kannski hjá sínum nánustu.
Mikilvægi raunsæis
Í öllum tilvikum sem varða sammannlega reynsluþætti tilveru okkar og reynast okkur erfið, er ágætt að temja sér að vinna á þeim af raunsæi og hyggindum. Ef við íhugum íbúðir okkar eða líkama, þá er hægt að bera þetta tvennt saman við andlegt fikt á vissan hátt. Við göngum ekki um nakin fyrir framan hvern sem er og myndum sennilega aldrei gera það. Eins er að við vitum að við skiljum íbúðir okkar ekki eftir galopnar. Ef við gerðum það er ekkert eðlilegra en að eitt og annað miður óæskilegt kynni að detta þar inn óboðið. Okkur og öðrum heimilisföstum til mikillar mæðu. Það má því segja að með því að fara að fikta við ókunn öfl eins og það sé ekkert eðlilegra séum við að kalla yfir okkur aðstæður og ástand sem mikið má deila um hvort að sé skaðlegt eða ekki. Við getum flest reiknað út líkur á vandræðum, ef t.d. stigi dettur ofan á höfuð okkar fyrir röð af tilviljunum. Það geta hlotnast af þannig höggi áverkar og mikil vandræði kvilla og sjúkdóma þó síðar verði. Á þessum upplýsingum sést að það er hreinn hálfvitaháttur að gefa löngun sinni í að fara í andaglas líf.Vonandi getið þið félagarnir eitthvað pælt í svörum mínum og hugsanlega áttað ykkur á að það er ekki alltaf þess virði að velta sér uppúr andlegum málefnum eða dulrænum. Sér í lagi ef við þekkum lítið hvernig þau virka eða lifa. Best er fyrir ykkur unga fólkið að velja bara og hafna í þessum efnum sem öðrum með þeim fyrirvara að það er oft því miður alls kyns kukl í gangi, þó erfitt geti verið að átta sig í fljótu bragði á slíku. Innan um og saman við eru svo aftur á móti frábærir hlutir að gerast sem rekja má beint til dulhyggju hvers konar og húrra fyrir því. Eða eins og stóri fermingarstrákurinn sagði um daginn í góðra vina hópi:,, Elskurnar mínar, ég verð ennþá að sofa með bangsa hjá mér, því ég er svo rosalega myrkfælinn síðan ég missti trúnna og fór að pæla svona mikið í dularfullum fyrirbærum. Nú er ég stopp í bili og ætla að hugsa meira um skólann og áhugamálin sem aðallega eru hálf draugaleg. Hvað um það ég er farinn að fara í kirkju á sunnudögum og það er meiriháttar og þar er ég aldrei hræddur.Var einhver að segja að ég ætti áhugamál? Ekki? Nú ég hef þá bara heyrt í draug... eða þannig.”

Með vinsemd
Jóna Rúna.

Hindranir

Andlegar sem líkamlegar torfærur eru liður í lífi margra okkar. Ef við höfum ákveðið að ná árangri í einhverju máli getur okkur þótt ósanngjarnt og fjötrandi að finna til þess að verið sé að tefja framkvæmdir okkar og framgang að ósekju.

Við getum reynt að spyrna á móti og ákveðið að halda okkar striki þrátt fyrir hlekkina. Auðvitað getur það reynst okkur torvelt og aftrandi ef augljósar hömlur og truflanir eru eins og slagbrandar fyrir áætlunum okkar og þrám. Þegar þannig árar skiptir máli að við séum bæði jásýn og hugrökk og veljum fremur að sigrast á viðstöðunum en að gefast upp fyrir höftunum og láta deigan síga.

Við verðum jafnframt að átta okkur á gildi þess sem við kjósum að aðhafast og vera nokkuð viss um að það sé þess virði að berjast fyrir. Við getum ekki verið viss um að allt sem við viljum sjá vaxa og dafna geri það án óþæginda og tálma. Oftast þurfum við að vera ákveðin og stefnuvís ef okkur langar til þess að sjá ákjósanlega uppskeru af því sem við áætlum og sáum

Torveldar aðstæður og afstýrandi geta óneitanlega verið reynslumiklar og þroskaörvandi. Eriðleikar eru til þess að sigrast á þeim og það er ekkert fengið við að allt sem við tökumst á við gangi snuðru- og skakkafallalaust fyrir sig. Við sem viljum hafa fyrir hlutunum vitum að það sem krefst fyrirhafnar og fórna vex oft og eflist í höndunum á okkur þannig að við getum verið bæði hreykin og stolt af.

Hindranir eru margvíslegar og oftar en ekki eru þær fylgifiskar góðra og athyglisverðra markmiða. Best er því að við lítum þær jásýnum augum en ekki neisýnum, jafnvel þó þær séu tímabundið bæði hamlandi og aftrandi. Því er rétt að við eflum með okkur aukna tiltrú á mikilvægi þess að verða ekki sjálf til þess að veikja vinningsvonir okkar með uppgjöf og depurð á tímum tálma og óhagræðis. Við sem viljum vinna til sigurs í sem flestum tilvikum eigum að vera fastákveðin í því að láta ekki augljósar hindranir og skorður draga úr baráttuvilja okkar og vissu um mikilvægi þess sem við erum að vinna að hverju sinni.

Ágætt er að muna að við sem erum ákveðin og stefnustaðföst eigum mun betra með að yfirstíga og vinna bug á truflunum og öftrunum en þau okkar sem eru lingeðja og sérhlífin. Hyggilegt er að við séum vonglöð og kröftug þegar þvergirðingssveifla og útilokunarþytur umlykja markmið okkar og þrár. Höfnum því hindrunum sem fjötrandi og frjálsræðissviptandi afli í lífi okkar og tilveru. Lítum á torveldar aðstæður sem áskorandi aflgjafa og sigurvísandi árangurskveikju frekar en niðurrífandi og neisama tálmagildru sem örðugt er að uppræta og vinna bug á þrátt fyrir góðan vilja.

JRK

þriðjudagur, mars 14, 2006

Kem með greiningu á einhverfu síðar, fáviti. Bið að heila Yolöndu, Carol. Harold, Matt Redman, Magna Kristjánsen. Díönu McMillan, Chrystal Lewis og öðru pakki sem ég hef þegar kært. Guð veri með þér, verndi þig og blessi í Jesú nafni. Amen,
Jóna Rúna.
Narsissa er miðlungsgóð, í raun fáránleg.
Mamma misnotar mig kynferðislega
(Svar til Begga sextán ára)
Bréf:
Kæri Jóna Rúna! Það er mjög erfitt að byrja þetta bréf til þín, enda liggur mér við að hætta við það strax.Samt ætla ég að reyna að stynja þess upp, þó mér líði ömurlega áður en ég byrja að skrifa nokkuð.Ef ég væri ekki að niðurlotum kominn andlega, þá myndi ég sennilega gera allt annað en þetta. Ég hef sem betur fer fylgst lengi með bréfunum þínum og smátt og smátt hefur mér fundist að þér gæti ég treyst. Ég veit að það sem ég vil ræða við þig er ótrúlegt en satt því miður. Ég er bara sextán ára og frekar feiminn og óöruggur. Ég bý með móður minni sem er við það að eyðileggja líf mitt held ég.Ég á ekki systkini eða er í neinu sérstöku sambandi við ættingja fjölskyldunnar. Það sem mig langar að tala um við þig er mamma mín og vandamál sem tengist okkar samskiptum.Ég vil biðja þig fyrirgefningar fyrirfram á hvað þetta er ógeðslegt sem ég ætla að segja þér, en ég bara verð. Við mamma höfum búið saman ein síðan pabbi minn yfirgaf okkur vegna annarra konu, fyrir um það bil fimm árum síðan. Síðan hann fór hefur allt breyst hjá okkur og eiginlega er svo komið að ég held að ég sé að geðbilast eða þaðan af verra. Eftir að pabbi fór af heimilinu fór fljótlega allt að breytast. Mamma hefur alltaf verið erfið í skapi, en mjög góð við mig, nema þegar hún missir stjórn á skapi sínu sem gerist þó nokkuð oft. Hún er áfengissjúklingur og fer á það sem ég held að séu kallaðir túrar. Þá verður hún allt önnur og ógeðslegri persóna og það er einmitt það sem ég ætla að segja þér frá, af því að ég afber ekki lengur að lifa einn með þessa skömm innra með mér hvort sem er. Ég hef síðan ég var um fermingu sofið í sama rúmi og hún. Þetta byrjaði mjög fljótlega eftir að við fórum að sofa saman í rúminu hennar. Eina nóttina eftir að hún hafði verið drukkin í tvo daga finn ég þar sem ég er við hlið hennar, að hún er að káfa á kynfærunum á mér. Ég varð algjörlega máttlaus og það sem gerðist á eftir er einmitt það sem mér finnst svo ógeðslegt. Hún lét mig hafa samfarir við sig og gerir enn. Í þrjú ár hefur hún notað mig oft og iðulega og það byrjar alltaf eins. Hún fer á fyllirí og ég sofna og vakna upp við það að hún er að káfa á mér og síðan skipar hún mér að vera með sér. Ég er svo miður mín að skrifa þér þetta að ég verð hvað eftir annað að hætta og jafna mig. Ég hef engum sagt þetta fyrr og ætla engum að segja þetta, því ég skammast mín svo. Mér finnst ég ógeðslegur og hata sjálfan mig svo mikið, að mig langar helst til að drepa mig sjálfan. Þegar hún er ódrukkin, þá hef ég ekki kjark til að segja henni að ég vilji þetta ekki, því ég er hræddur um að hún brjálist og segi mig ljúga þessu til að hefna mín á henni. Hún hefur ekki í mörg ár sagt mér neitt um tilfinningar sínar til mín og hún myndi aldrei láta sér detta í hug að misnota mig svona ódrukkin.Að minnsta kosti hefur hún ekki gert það enn.Við tölum aldrei um þetta eftir á.Það er engu líkara en hún breytist við drykkjuna í ömurlega manneskju sem nýtur þess að svala fýsnum sínum og það með syni sínum, sem er að mínu mati ógeðslegt og ég þoli ekki að það skuli gerast. Hún kúgar mig til þessara hluta og ég virðist vera svo mikil rola eða kannski er ég svona ömurlega hræddur við hana, að ég bara er eins og tuskudúkka í höndunum á henni. Þegar ég er skólanum finnst mér eins og allir viti þetta og að þetta hljóti að sjást utan á mér. Ég hata sjálfan mig og er viss um að ég ætti að fremja sjálfsmorð, þó ekki væri nema til að losna við þessa skömm og komast í burt frá mömmu. Kæra Jóna Rúna hvað á ég að gera? Getur verið eðlilegt að manneskjan geri þetta? Mamma er í góðri vinnu og við höfum það sæmilega gott þannig séð. Ég má varla umgangast vini mína og hún skiptir sér meira að segja í hverju ég geng dags daglega.Ég er algjörlega á valdi hennar. Er ekki hætt við að ég verði eitthvað afbrigðilegur vegna þessa að þetta er svona eins og það er? Ég hef á tilfinningunni að ég geti ekki hugsað mér síðar meir að umgangast konur með þessum hætti.Get ég orðið á móti konum? Heldur þú að það sé mögulegt að ég verði hommi, af því að hún er búin að fara svona með mig? Það hefur hvarflað að mér að tala um þetta allt við prestinn okkar en ég missi alltaf kjarkinn. Ég skammast mín líka svo mikið fyrir þetta, að mér finnst eins og allt mitt líf eyðileggist ef ég segji frá þessu. Viltu segja mér hvort að það geti verið að hún sé brjáluð? Verður mér refsað fyrir þetta hinum megin? Eru til helvíti hinum megin. Getur verið að hún sé að hefna sín á mér með þessu af því að pabbi brást henni?Viltu vera svo góð að svara mér sem fyrst, en passa að breyta bréfinu og alls ekki nota nafnið mitt. Bara dulnefnið sem fylgir hér með.
Með þakklæti og von um svör
Beggi

Elskulegi Beggi! Mikið var gott að fá bréf frá einhverjum sem lætur sér svolítið annt um mig. Þakka þér kærlega fyrir áhuga þinn á því sem ég er að gera og það annað sem kemur fram í bréfi þínu og tengist því hvað mér gæti þótt erfitt að lesa og síðan kannski svara. Veistu það að ég þoli ýmislegt og það er kannski ekkert skrýtið vegna þess að ég hef farið í gegnum heilmikið sem hugsanlega er ekkert síður ógeðslegt en það sem þú hefur farið í gegnum. Málið er að þó þú hafir valið að skrifa mér um þann ömurleika sem þú býrð við mátt þú alls ekki láta þér detta í hug að ég sé ekki fær um að sjá að þú hefur ekki sjálfur komið þessum hrylling af stað, þó þú sért neyddur til að taka þátt í honum á ófyrirleitinn máta. Hafðu því engar áhyggjur af mér þó ég hafi lesið það sem þú skrifaðir mér nokkrum sinnum. Ég veit að þú ert ekki eini strákur landsins í einmitt þessum vanda og er þess vegna viss um að það er heppilegt að við skoðum þínar aðstæður, ef það mætti verða til að auðvelda þér eitthvað ásamt þeim öðrum strákum sem eru í nákvæmlega sömu þrengingum. Ég nota innsæi mitt, hyggjuvit og reynsluþekkingu áfram til leiðsagnarinnar og mögulegra ábendinga. Mitt hlutverk er ekki að leysa neitt, fremur koma með hugmyndir og veita handleiðslu sem gæti hugsanlega orðið vísir að því að hefðbundnar og bókfærðar leiðir vektu áhuga þinn. Því að í þínu máli verða hefðbundnar aðferðir sérfræðinganna að koma þér til hjálpar ef þú átt að ná að uppræta vanda þinn.

Stígamót mikilvæg miðsstöð fórnarlamba sifjaspella
Ég hef áður fjallað um sifjaspell og þá vegna þess sem er gagnstætt því sem er að gerast í þínu tilviki. Þar var það faðir sem misnotaði að mig minnir öll börnin sín, a.m.k. stúlkuna sem skrifaði mér. Við eigum sem betur fer í samfélaginu í dag kröftug samtök sem berjast gegn kynferðislegri misnotkun af hvað tagi sem er og heita þau samtök "Stígamót". Vissulega hefur flest umfjöllun um afbrot af þessu tagi snúist meira eða minna um misnotkun á stúlkum eða konum, en mun minna á drengjum eða körlum. Vitanlega verð ég að viðurkenna að til mín hafa borist þó nokkur bréf álíka þínu og það skelfir mann alltaf meir og meir að annar eins óþrifnaður andlegur sem líkamlegur skuli viðgangast í samfélagi sem á að teljast siðfágað eins og okkar ágæta þjóðfélag, en svona er nú málum samt fyrir komið all víða. Til að byrja með og áður en ég legg útaf bréfi þínu, vil ég skora á þig að snúa þér umsvifalaust til þessara samtaka og síminn hjá þeim er 5626868. Þessi þrautaganga þín er þess eðlis að full ástæða er fyrir þig til að fá hjálp þeirra sem til álíka vanda þekkja, til þess bara hreinlega að missa ekki móðinn endanlega eins og þú ert orðin niðurlægður og brotinn af þessari hrottalegu meðferð mömmu þinnar á þér varnalausum.
Höldum vörð um mannréttindi barna
Eins veistu elskulegur, að þar þarft þú ekki að óttast neitt sem heitir að þér verði hafnað eða vísað frá mögulegri hjálp, þó svo að þú sért kannski einn af fáum af karlkyninu sem hefur sem betur fer vit á að hrópa á hjálp meðal annars með því að skrifa mér núna.Eins vil ég jafnframt skora á alla foreldra sem hafa minnsta grun um að börnin þeirra hafi verið misnotuð að hafa strax samband við starfsfólk "Stígamóta". Það má líka benda öðrum sem hafa grun um að álíka viðurstyggð sé í gangi einhvers staðar, að koma skilaboðum til réttra aðila svo sem þessara samtaka eða hreinlega geta þessa gruns við lögregluyfirvöld. Við verður að halda vörð um mannréttindi lítilmagnans í þessu samfélagi okkar hvað sem raular eða tautar.Það er því miður sennilegt, þó ekki sé það sannanlegt, að aðeins toppur ísjakans í þessum skelfilegu málum sé komin uppá yfirborðið.

Í burtu með heimilisböðlana
Það er jafnframt skylda okkar allra að halda vörð um mannréttindi barna þessa land með þeim hætti, að ef við höfum einhverja vitneskju um að það sé verið að brjóta á þeim kynferðis­lega heima eða heiman, að koma upp um slíkt athæfi þeirra afbrotamanna eða kvenna sem leyfa sér að beita saklaus börn þannig valdníðslu. Öll umfjöllun sem hefur í för með sér möguleika á að gera gerendur þessara sjúku athafna óörugga með sig er af hinu góða. Enda er full ástæða til að gera heimilsböðlum þessa land ókleift að beita áhrifum sínum sem eru í formi svika við börn þeirra. Í stað þess að vernda börnin sín svíkja þeir þau og eyðileggja lífsmöguleika þeirra. Þess vegna segi ég og meina það: "Í burtu með heimilis­böðlana, því þeir ástunda ófyrirgefanleg grimmdarverk á lítilmagnanum.” Á meðan þessir kynferðislegu harðstjórar vaða áfram í skjóli leyndar og ótta fórnarlamba sinna við refsingar frá þeirra hendi segi þeir frá brotinu, þá er hætt við að endalaust bætist við börn í hóp fórnarlambana sem ekki geta varið sjálf sig fyrir ofbeldi sem þessu. Það tjón sem fórnarlömbin verða fyrir er gjörsamlega óbætanlegt eftir því sem komið hefur í ljós. Kannski ekkert skrýtið þar sem ofbeldisverkin eru oftar en ekki í formi sifjaspella sem þeirra nánustu eiga allan þátt í að gera möguleg.Nokkuð sem er með algjörum ólíkindum og á allan hátt ófyrirgefanlegt, auk þess að vera afar grimmdarlegt.
Uppeldi og siðferði
Í foreldrahúsum skyldi maður ætla ættu börn og unglingar að fá að vera í friði fyrir ofbeldi því sem sifjaspell er. Það að misnota barnið sitt með þessum hrottalega hætti er alveg ótrúlega aflagað siðferðislega fyrir utan það hvað þar er gróft og óbætanlegt trúnaðarbrot gagnvart barninu. Hvort um er að ræða hreina geðvillu eða fullkomna siðblindu hjá gerandanum í þessu tilviki, verða sérfræðingar í geðlæknisfræðum að meta en ekki ég. En alla vega er þarna á ferðinni gróft og ómannúðlegt brot á mannréttindum þínum, ásamt fullkomnum trúnaðarbresti milli þín og móður þinnar. Hætt er við þegar um sifjaspell er að ræða, að ekki sé bara um kynferðis­lega þörf að ræða, heldur og kannski ekki síst ófyrir­leitna valdafíkn þess sem nýtur þess að beygja þann sem er sýnilega "minnimáttar" undir sinn vilja með þessu sjúka og ósæmilega atferli. Æska barna okkar á ekki að liggja í ógn þeirri sem svona athæfi alltaf fylgir. Það ætti að vera sjálfsagður óumbeðinn réttur hvers barns að fá að njóta sín í uppvextinum á friðsaman og tryggan máta. Fólk sem vogar sér að fótum troða eðlilegt tilfinningasamband milli fullorðinna og barna með þessu fráleita athæfi, ætti alls ekki að eiga neitt færi á að hafa börn í sinni umsjón. Börnum á ekki að stafa hætta af foreldrum sínum, hvorki heima eða heiman, þó staðreyndin sé því miður oft allt önnur eins og í þínu tilviki óneitanlega.
Brennivínsdrykkja og brjálsemi
Þú talar um að hún framkvæmi þessar viðurstyggilegu athafnir einungis undir áhrifum áfengis og þar með ertu að telja sjálfum þér trú um, að henni sé bara ekki sjálfrátt eða að hún viti ekki hvað hún er að gera þér. Sannleikurinn er auðvitað sá, þó sárt sé að sættast á hann, að hún veit hvað hún er að gera, því ef hún gerir sér grein fyrir því að hún er kynvera undir áhrifum áfengis, þá veit hún jafnframt hvernig þeim hvötum er fullnægt. Hún veit jafnframt að það ert þú sem hún neyðir til að taka þátt í að svala fýsnum hennar og sjúkum tilhneigingum. Það er ekki hægt að fría hana ábyrgð á gjörðum sínum, vegna þess að hún er drukkin. Þá værum við að réttlæta hegðun hennar einungis vegna þess að hún með drykkjunni veikir eitt augnablik vilja sinn og dómgreind. Það er vissulega erfitt að horfast í við þá staðreynd að í móður þinni býr versti óvinur þinn. Í stað þess að vernda þig og uppörva, brýtur hún þig niður og svíkur þig ómannúðlega með því að gera til þín kynferðislegar kröfur sem eru með öllu óréttmætar og óréttlætanlegar.

Sifjaspell er helvíti fórnarlambsins
Það sem er kannski hroðalegast í þessu átakanlega mynstri sifjaspellanna, er að börn sem fá þannig útreið hjá foreldrum sínum, eiga varla undankomu auðið, nema með hjálp þeirra sem standa utan við vandann. Þess vegna verður fórnar­lambið sjálft oftast að leita sér hjálpar þar sem hægt er og með stuðningi sérfróðra að vinna á vandanum.Vegna þess að þú spyrð hvort geti verið eðlilegt að hún geri þér þetta þá segi ég: Nei! Þetta er afbrigðileg hegðun sem er með öllu óskiljanleg þeim sem standa utan við þannig valdníðslu og atferli það sem þessi sérstaka tegund ofbeldis fellur undir. Engin manneskja sem elskar barnið sitt býður því uppá helvíti það sem sifjaspell alltaf er fyrir þann sem fyrir því verður.
Abrigðilegur eða hommi
Vegna ótta þíns við það hvort þú verðir afbrigði­legur vegna þess að mamma þín hefur beitt þig kynferðis­legu ofbeldi er eðlilegt að segja, svo verður sennilega ekki, en þú mátt búast við að þig komi til með að hrylla við kynlífi yfirleitt á meðan þú ert að fá hjálp við að uppræta ranghugmyndir þær sem hlaðist af upp innra með þér og tengjast skökkum aðgerðum mömmu þinnar við þig. Hommi verður þú auðvitað ekki við það eitt að þér hefur verið misboðið gróflega á þennan hátt af einstakling af gagnstæðu kyni og það nánum ástvini. Samkynhneigð er að mínu mati meðfædd kynhegðun sem varla er hægt með ofbeldi eða ranghugmyndum að búa til í okkur.
Flest er hægt að skilyrða
Vissulega er þó hægt að fallast á að flest atferli hvort sem það er í eðli sínu rétt eða rangt er sennilega með til þess gerðum ásetningi og aðgerðum hægt ef löngun er til að skilyrða. Því fer náttúrlega betur á að skilyrða fremur það rétta en ranga í manngerðum og atferli fólks. Kynheigð okkar er meðfædd en hana má örugglega aflaga og skilyrða á ýmsan máta ef vilji er fyrir slíku. Hitt er svo annað má að séum við með vísi af kynhneigð til beggja kynja, er fremur sennilegt eftir að annað kynið hefur brotið af sér við okkur, að við veljum fremur hitt, sem gæti þá verið einstaklingur sem er af sama kyni. Til þess að slíkt gæti hent þig þrátt fyrir andúð á mömmu þinni, þyrftir þú af hafa þannig kynhneigð annað hvort eingöngu eða jafnframt gagnkynhneigð. Svo engar áhyggjur af afbrigðilegheitum eða samkynhneigð, því bara það að þú skulir vera að íhuga slíkt, gefur fremur til kynna að svo sé ekki. Það er að segja, að þú sért fæddur gagnkynhneigður og verðir þannig með réttum aðgerðum þeirra sem þér geta hjálpað út úr tíma­bundnum sálrænum vanda þínum sem kynveru af eðlilega gefnu tilefni.
Sálfræðihjálp og aflöguð samskipti
Auðvitað gæti verið fræðilegur möguleiki á að andúð þín og ótti við móður þína gætu haft áhrif til dæmis á mat þitt á hinu kyninu. Það er þá bara tímabundið og tengist þá fremur slæmum minningum um móður þína, en því að konur verði þér almennt fjötur um fót þegar inní framtíðina er komið. Þú þarft örugglega sálfræðing til að hjálp þér þarna.Þegar svona framferði okkar nánustu er í gangi, veitir ekki af að leita sér sál-eða geðlæknishjálpar og það sem allra fyrst. Mjög sennilega getur þér almennt stafað ótti af konum og átt erfitt með að teysta þeim eftir að mamma þín hefur svona kirfilega brotið við þig trúnaðinn og traustið sem á að vera á milli barns og foreldris. Mamma þín er ekki tákræn fyrirmynd fyrir venjulega konu. Sú fyrirmynd sem hún hefur kosið að vera í huga þér er mjög sjúk og afsiðuð, þar sem hún er kynferðisleg. Enda hegðun hennar langt frá því að getað talist í, lagi eða heilbrigð á einhvern hátt. Hvort hún er brjáluð skal ósagt látið. En mér virðis fátt heilbrigt eða á annan hátt eðlilegt við þá hegðun ofbeldis sem hún hefur undanfarin ár boðið þér uppá. Siðferðisvitund hennar er gjörsamlega í molum og eins afbökuð og hugsast má. En hvort hún telst brjálsemi eða ekki verða sérfróðir að meta en ekki ég.
Hefndir eða ófyrirleitni
Hvað varðar vangaveltur þínar um það hvort hún með því að beita þig kynferðislegu ofbeldi sé að hefna sín á föður þínum sem yfirgaf ykkur vegna trúnaðarbrots í sambúðinni, getur verið erfitt að fullyrða um. Mögulega má svo vera ómeðvitað hjá henni, en þó er furðulegt og með öllu óréttlætanlegt ef hún telur sig getað hefnt sín á föður þínum fyrir svik hans við ykkur með þessum átakanlega hætti. Hver er nákvæmlega sálfræðilega ástæða fyrir þessari ófyrirleitni hennar er ákaflega erfitt að segja til um. Ekki er þó ósennilegt að góður sálfræðingur eða geðlæknir gæti greitt úr því ferli fyrir þig, þó mér sé það með öllu óskiljanlegt. Það er kannski engin furða, þar sem ég hefði satt best að segja alls ekki látið mér til hugar koma yfirleitt að annað eins og það sem þú hefur mátt þola skuli koma til greina sem möguleiki í samskiptum barns og foreldris.
Sjálfsvíg og refsingar hinum megin
Hvað varða hugsun þína um að svipta sjálfan þig lífi er þetta að segja: Það er með öllu alrangt að láta slíkt svo mikið sem hvarfla að sér. Þó uppgjöf þín og andúð á hegðun mömmu þinnar hafi komið þér niður í myrkur tímabundins þunglyndis, er rétt að benda þér á að þú ert ekki betur settur hinum megin. Þú er ekki sá seki í ykkar samskiptum heldur hún. Málið er þó þannig, að vissulega yrði þér ekki refsað í ríki Guðs. Eins er það alveg ljóst að sál þín mun lifa líkamsdauðann og í henni er persónuleikinn og í honum lifir líka allt sem heitir hugsanir og það sem hefur hent okkur. Nokkuð sem segja mun til sín báðum megin grafar. Þú hefur ekkert rangt gert heldur hún eins og ég sagði áðan. Hún hefur með valdníðslu þess sem drottnar yfir afkvæmi sínu, neytt þig til atferlis sem þér finnst rangt og þú telur að sé afbrigðilegt sem það og er. Þú átt ekki að hafa sektakennd og niðurrifstilhneigingu út af þessu. Það er of mikið af því góða verð ég að segja. Allra síst áttu sjálfviljugur að þurrka þig eins og sakamann út úr samfélagi manna.
Martröð þolandans er sök gerandans
Þú átt að leita þér hjálpar og stuðnings til að losna undan valdníðslu og ofbeldi móður þinnar við þig og það ekki seinna en núna. Vertu viss. Snúir þú þér til samtakanna "Stígamóta" mun þeir einstaklingar sem þar starfa gera allt til að auðvelda þér að komast út úr þessari martröð sem mamma þín óneitanlega er fyrir þér þessa dagana. Það er greinilegt helvíti á jörðu sem þú býrð við núna. Hvort slík helvíti eru til hinum megin vil ég leyfa mér að efast um. Aftur á móti eins og Kristur sagði eru margar og ólíkar vistarverue í húsi föðursins á himnum og mjög sennilega ákvörðum við sjálf með breytni okkar á jörðinni í hvaða vistarverum við munum lifa í eftir líkamsdauðann. Kannski gildir það sem stundum er sagt, "líkur sækir líkan heim."
Sjálfshöfnun og eigin útskúfun
Þú finnur hroðalega til þess sem þú lifir við og það er kynferðislegt ofbeldi móður þinnar gegn þér. Það sem þú finnur jafnframt er mikil sjálfsfyrirlitning sem er ósköp eðlilegt, vegna þess sem þú hefur mátt þola. Málið er bara að þessi átakanlegi vandi þinn stendur ekki utaná þér og því mjög ósennilegt að öðrum en þér sé ljóst hvers konar ofbeldi er í gangi heima hjá þér. Þar sem hún neyðir þig til þessara athafna eru varnir þínar frekar ófullkomnar enda varstu bara um fermingu þegar þessi óþrifnaður hennar byrjaði. Vera má elskulegur, að það sem valdi þér jafnframt áhyggjum sé að þú finnur að þú færð vissa útrás líkamlegrar vellíðanar við þessar samfarir við hana. Eitthvað sem vitanlega hlýtur að gerast, þar sem þú átt líkamlega engs undankomu- leið, þegar hún með valdbeitingu neyðir þig til framkvæmda sem tengist kynkirtlum þínum. Þeir náttúrlega vinna á ákveðinn hátt, eins og við vitum öll, hvort sem þeir eru neyddir til starfa af fúsum og frjálsum vilja eða ekki. Þetta atriði held ég að geri þig enn þá óttaslegnari og fylli þig óbærilegri sjálfsútskúfun eftir á sem von er.
Þrautaganga fórnarlambsins
Málið er bara elskulegur að þú ert bitbein sifjaspells, sem er algjört kvalræði fyrir þann sem fyrir verður.Þú ert náttúrlega enginn undantekning í fórnarlamba- hópnum.Þú finnur fyrir þeim ömurleika vanlíðunar sem þessari sálrænu þrautagöngu fylgir og í kjölfar þannig ofbeldis hljóta að koma upp flóknustu og sárustu vandamál. Skaðinn sem af slíkum ofbeldisverkum alltaf hlýst er átakanlegur vægast sagt. Hvað sem öllu líður þá verður þú að hafa í huga að ennþá hefur þú ekkert gert rangt, heldur hún. Þú ert ekkert annað en fórnarlamb siðblindrar eða geðvillutengdrar hegðunar konu sem þar að auki er ofurseld víndrykkju. Ástand áþjánar sem örugglega bætir ekki áður tæpa siðferðiskennd hennar. Vonandi verður þetta svar mitt til að kveikja hjá þér von og trú á að svona hróplegt óréttlæti er hægt að uppræta, ef fórnarlambið fær hugrekki til að leita sér hjálpar. Eitthvað sem þú getur sökum þess, að þú ert ekki fimm ára heldur sextán ára unglingur sem verður að leita réttar þíns því það eru litlar líkur á að hún geri það fyrir þig eins og þú ert farinn að átta þig á sem betur fer.

Eða eins og vonlitli strákurinn sagði eitt sinn í góðra vina hópi."Elskurnar mínar eftir að mér varð ljóst að ég gæti ekki einu sinni treyst mömmu minni, hefur öruyggisgrundvöllur minn fullkomlega hrunið. Ég óttast allt og alla og sé óvini alls staðar. Mér finnst fótunum hafa verið kippt undan tilveru minni. Samt er svo skrýtið að ég finn á mér að til er fólks sem getur hjálpað mér og til þess að það geti orðið verð ég að létta þessu skelfilega leyndarmáli af mér og varpa því sem staðreynd yfir til þeirra sem vinna að því að gera "valdníðingum" þeim sem sifjaspellin ástunda, ófært með að komast upp með þau svik og þau trúnaðarbrot sem þannig framferði alltaf fylgir.Ég ætla sem sagt ekki að þegja lengur og lái mér hver sem er." Gangi þér vel elskulegur að leita þér raunhæfrar hjálpar og Guð styrki þig og leiðbeini þér að góðri framtíð.
Með vinsemd,
Jóna Rúna

Hugarórar Hallgerðar
Hallgerður og bólukremið
Pabbi er eitt stress þessa dagana, vegna þess að hann er svo rosalega spéhræddur. Málið er að hann er með meiriháttar bólu framan á nefinu, sem sést auðveldlega í myrkri. Hann er búin að fara til læknis og allt, en hnappurinn bara vex og vex. Hann hefur ekki mætt í vinnuna í tvær vikur og allir eru að verða brjálaðir hér heima. Mamma fær móðursýkiskast tvisvar til þrisvar á dag. Ég sá greinilega að hann hefur stolist í bólukremið mitt. Við skulum bara athuga það að ég hef ekkert efni á að splæsa tvö þúsund krónum í krem á næstunni. Hann þrætir samt fyrir það sá gamli, en ég sá svo greinilega hvað hann varð flóttalegur í framan, þegar hann áttaði sig á að ég er sko með eigur mínar á hreinu. Ef hann verður heima einn dag í viðbót verð ég að flytja út í garð, ég meina það. Ég er sagði honum að ég gæti auðveldlega leyst þetta mál fyrir hann og gaf honum hvítlaukskrem sem ég hafði búið til úr nokkrum belgjum. Karlinn bar þetta á sig og maður tók ekki lengur feil á honum og appelsínu. Hvað haldið þið að hafi svo gerst í gærkvöld? Jú, gamla gengið fór í bíó og myndin var stoppuð í miðjum klíðum og gömul kona sem sat við hliðina á þeim var borin út í yfirliði. Þegar þau komu heim sagði pabbi að ég væri fáviti að nota hvítlaukinn í þessum tilgangi. Ég sagði honum að það hefði aldrei verið talað um að hann settist hjá óspjallaðri gamalli óhemju, þó hann færi í bíó, auk þess sem ég sæi ekki betur en sveppurinn á nefinu á honum væri horfinn. Gamli forngripurinn hefði bara fengið slag og sennilega af því að myndin hefði verið of djörf fyrir svona slitið lið. Mamma sagði undirförul af sinni alkunnu speki: " Bólan hefur bara horfið við öll lætin og ég man ekki til þess að hafa séð neitt blátt, þó ég hafi litið nokkrum sinnum undan." Pabbi gamli var nú alls ekki á því sem mútta sagði um túttuna og sagði:" Ég reif hana sjálfur af í öllu patinu og stakk henni í vasann." Mér finnst ansi ósanngjarnt að gamla settið sé að eigna sér ráðin manns. Laukurinn virkar. Ég ráðlagði t.d. Jóu vinkonu að nota hann á frunsu og allt gekk upp hjá henni með það sama. Ég veit ekki betur en Kalli kærastinn hennar hafi horfið sporlaust úr meiriháttar kelirí og ekki sést síðan. Jóa var búin að reyna allt til að losna við gaurinn, en viti menn, hvítlaukurinn sá um að aftengja boltann. Hún er með frunsuna ennþá og hún hefur stækkað. En við skulum bara muna það, að Jóa var orðin svo þreytt á Kalla, að það er ekkert skrýtið þó eitthvað stækki á henni. Vonandi verð ég uppgötvuð fljótlega. Ég er meiriháttar, það er á tæru.
JRK

mánudagur, mars 13, 2006

Ég verð að viðurkenna það, að ég er svo orðlaus yfir trúuðum, að ég get illa skrifað. svo að ég ætla að geyma um óákveðinn tíma að koma með niðurstöðurnar í sambandi við Einhverfu, þ.e. Magnús, Evu Dögg, Hrefnu, Ingibjörgu og fl. viðlíka lygar, ómerkilegheit og viðurstyggð og viðgengst í forhólfum Hallelúja Amen, er leitun að. Hvað þig varðar Sérhverfa, norska götufrík sem stelur öllu steini léttara, þú varst framúrskarandi í útvarpinu og mundu elskuleg að fá bókarann hjá svindl-fyrirtækinu sem ekkert fyrirtæki er, því öllu er stýrt úr lítilli lófatölvu, til að vera með þér öllum stundum, hún er heiðarleg, jákvæð og góð og sérlega vel af Guði gerð, þó að barnaníðingur geri það í núinu og barnaníðingur í fortíðinni, bátagaurinn hafi gert það, þá mun bókarinn aldrei svíkja þig. fyndið að Bókarinn skuli vera bæði í forhólfi vandræða þar sem þú átt athvarf þitt og í forhólfi lófatölvu og að tónlistarséní skuli vera í forsvari á báðum stöðum. Jólanda og Carol, þið eruð drulluhalar, sóðadót sem JRK vill ekki sjá nálægt sér. Þið eruð núna að stela stórfé af íslensku þjóðinni og ljúgið því til að þess þurfi til að reka lófatölvu. Þetta er viðlíka ómerkilegt Magnús, sem stýrir öllu úr lófatölvunni, að JRK á ekki orð yfir ömurlegheit og neikvæði viðlíka. Ég vil benda þér á EInhverfur, hættu þessum sinnum þrisvar á dag, stundum því þær eru tómar lygar frá upphafi til enda, því þær eru tómar lygar frá upphafi til enda. Þú lýgur nóg þó þú ljúgir ekki meiru. Hvað varðar féið sem safnast hefur nú þegar sem er algjör synd, þá er sumt af því meira en logið og sviðsett bara til að æsa fólk upp í að gefa sem er eins ömurlegt og nauðaómerkilegt og framast má vera.
Hafðu góðan dag í Jesú nafni, Amen,
JRK.
Höfundur: Jóna Rúna Sálræn Sjónarmið
Dáinn afi minn gengur aftur
( Svar til Steinu undir tvítugu)
Elsku Jóna Rúna! Ég hef fylgst með næstum öllum skrifum þínum og hef haft bæði gagn og gaman af. Satt best að segja átti ég síst von á að ég þyrfti sjálf að skrifa til þín. Svona er nú einfeldningshátturinn í manni stundum. Ég geri mér grein fyrir að þú ert afar dulræn og miðill að auki. Ég vil þess vegna fá þína skoðun á þeim vanda sem ég tel mig vera í þessa stundina. Ég er undir tvítugu og frekar raunsæ, enda ætla ég mér að verða lögfræðingur þegar ég hef lokið háskólanámi, sem ég stefni á að byrja eftir að ég hef nælt mér í hvíta kollinn. Ég bý heima hjá foreldrum mínum ásamt kærasta mínum og við höfum það mjög gott öll saman. Ég á ekki slæma fortíð að baki eða yfirleitt nein sérstök vandræði.Fyrsta verulega áfallið sem ég varð fyrir átti sér stað í fyrra og tengist láti afa míns sem mér þótti mjög vænt um.
Einmitt þetta mál með afa er það sem er að gera mér lífið leitt í augnablikinu. Það er bráðum ár síðan hann dó. Eitthvað um tveim vikum eftir lát hans, fór mig að dreyma hann stöðugt og ég náttúrlega hugsaði mikið um tilgang draumana. Oftast fannst mér eins og hann vildi segja mér eitthvað sem virtist valda honum erfiðleikum.Því miður hef ég ekki getað áttað mig á hverju hann er að reyna að koma til mín. Hann var mjög sterkur persónuleiki á meðan hann lifði og hafði komið sér einstaklega vel fyrir. Hann var auðugur og vel metinn. Hann hugsaði ekkert um trúmál og hafði mjög þrönsýnar pólitískar skoðanir. Samt var hann alltaf mjög góður við mig og við ræddum um allt mögulegt saman. Hann þverneitaði að trúa á að líf væri að loknu þessu og sagði oft ef framlíf bar á góma: "Þegar í kistuna er komið á jörðin mann endanlega." Ég hafnaði þessu alltaf vegna þess að ég hef verið skyggn af og til frá því ég var um tveggja ára og veit og trúi að við lifum líkamsdauðann.
Það sem er að gerast núna Jóna Rúna, er að ég sé hann stanslaust eins og hann væri lifandi, hingað og þangað um íbúðina og stundum heyrist umgangur því samfara. Það hafa fleiri séð hann og mér og hinum finnst hann mjög hryggur og vansæll að sjá. Hvað eigum við að gera? Getur verið að hann sé svona illa staddur að hann þurfi einhverja hjálp? Hann virðist verða hér hjá okkur öllum stundum, en við getum ekkert gert. Fyrst hélt ég að þetta væri einungis ímyndun mín og leyndi þessu fyrir hinum. Núna veit ég að svo er ekki því að meira segja kærasti minn sem hlær að öllu dulrænu, hefur bæði heyrt í afa og séð hann. Hann varð svo hræddur að það hafði þau áhrif á hann að hann harðneitar að vera einn í íbúðinni síðan. Hvernig get ég hjálpað honum yfir óttann? Er ekki tekið á móti þeim sem deyja? Er fólk í einhverju reiðileysi hinum megin? Amma mín, konan hans, er enn þá lifandi og hún segist vera viss um að hann sé ónánægður með eitthvað, sem geri það að verkum að hann sé alltaf að birtast okkur. Hérna heima eru allir dauðhræddir og við erum alltaf með ljós allan sólahringinn, vegna þess að það er í gangi umgangur, hljóð og annað óútskýranlegt sem við höldum að tengist afa og við getum ekkert ráðið við. Ég verð þó fyrir mestum óþægindum af þessu og finnst mér ég vera að klikka, því ég bókstaflega sé afa alls staðar eins og hann sé að hlægja að mér eða eitthvað. Viltu kæra Jóna Rúna leiðbeina mér og segja mér hvað þú telur að hægt sé að gera í þessu með afa.
Með kærum kveðjum og innilegu þakklæti
Steina
Kæra Steina!Ég þakka þér innilega fyrir bréfið og veit að það er mikilvægt að ég svari því á minn hátt ekki seinna en strax. Ég notast við hyggjuvit mitt, innsæi og reynsluþekkingu eins og áður, til að leiðsögnin komist sem best til skila. Vissulega er þetta mál þitt sérstakt, en þó eru í augnablikinu í gangi þó nokkur svipuð mál í Reykjavík sem ég hef orðið að blandast inní vegna dulargáfna minna og þeirra möguleika sem þeir þættir í mér gefa þeim sem fyrir áþekkri reynslu hafa orðið og þú. Við reynum því í þessu stutta svari að ígrunda meðal annars hvað mögulega kann að vera í gangi og hvernig heppilegast væri að leiða þetta viðkvæma mál til lykta. Þannig geta svör mín bæði orðið þér og öðrum í svipaðri aðstöðu mögulegur vegvísir að ögn betri skilningi á því yfirskilvitlega í tilverunni, þó ekki verði svörin mín til að leysa beint ástandið.
Óuppgerðir hlutir
Ekki er ósennilegt vegna þess hvað þig í byrjun dreymir afi þinn mikið, að hann telji að hann þurfi að koma einhverjum skilaboðum sem hann telur nauðsynleg til ástvina sinna og velur þig sem heppilegan millilið til þess arna. Það þýðir ekki að hann kunni ekki að vera búinn að reyna ýmsar aðrar leiðir til að létta á sér, þó þær kunni að hafa farið fullkomlega framhjá hans nánustu. Þar sem hann núna er í annari vídd í þeim heimi látinna sem heitir Guðsríki, er honum að vonum vorkunn sé það einlægur ásetningur hans að koma boðum til sinna nánustu um eitthvað sem honum láðist að gefa líf á meðan hann var enn í jarðheimi. Það að koma boðum á milli þessara tveggja heima er meira en að segja það, því venjulegast er það óframkvæmanlegt nema með hjálp manneskju sem býr yfir yfirskilvitlegum eiginleikum sem vissulega falla alltaf undir það sem á mæltu máli er kallað sjötta skilningarvitið. Þetta er meðal annars ástæða þess að dulargáfur miðilsins notast lifendum ekkert síður en látnum, ef einhverra hluta vegna á að brúa bilið á milli þessara tveggja ólíku heima. Heimar sem verða að teljast tilheyra tveim ólíkum víddum, en eru þó furðu nálægt hver öðrum í raun og það vita þeir sem búa m.a. yfir skyggnigáfum. Hvað nákvæmlega hann vill láta fara frá sér er náttúrlega ómögulegt fyrir mig að segja til um, því ég hef hvorki heyrt draumanna þína né séð afa þinn eftir lát hans. Eitthvað er það þó sennilega eins og amma þín heldur, úr því að hann sækir svona fast eftir því að komst í samband við ykkur.
Látnir stundum óþarflega jarðbundnir
Með tilliti til þess sem þú segir um afa þinn og viðhorf hans á meðan hann lifði og það er að að hann afneitaði með öllu að við ættum von á meira lífi eftir líkamsdauðann, er ekkert skrýtið þó vandi hans verði tímabundið umtalsverður við vistaskiptin. Sérstaklega þegar hann uppgötvar að hann lifir þrátt fyrir allt.Það er í sjálfum sér mjög eðlilegt að hann lendi í einhverjum tímabundnum þrautum. Ef við við líkamsdauðann vöknum upp í ríki Guðs og uppgötvum að við erum jafn lifandi sem áður, utan að okkur vantar einungis efnislíkamann, þá er mjög rökrétt að álykta sem svo að vegna þess að við afneituðum fyrirfram möguleika á framlífi að við teljum að ekkert hafi í raun breyst annað en að við erum stödd í aðstæðum sem á engan hátt henta okkur, með tilliti til þess að við héldum að með dauðanum værum við endanlega horfin sjálfum okkur og öðrum.
Sækjum á fornar slóðir
Það liggur því í hlutarins eðli að við hljótum að sækja á fornar slóðir, þanngað til okkur skilst með hjálp þeirra sem hafa þroska og skilning á þessu ástandi, að við munum aldrei fara aftur til jarðarinnar á fyrri forsendu. Sé þetta það sem er að þrúga hann, er ákaflega mikilvægt að reyna að leiðbeina honum með hjálp bæna og óska þess að honum verði veitt öll sú aðstoð sem möguleg er hinum megin grafar, jafnframt aðhlynningu upplýsinga til að öðlast skilning á því, hvernig hans málum í dag er í raun háttað.Það kunna að vera fleiri skýringar á vanda hans í dag en endilega þær að honum kunni að hafa láðst að ljúka einhverjum hlutum áður en hann fór af jörðinni. Hugsanlega er hann ekki sáttur við eitthvað sem þið eruð að gera. Hann getur líka verið tímabundið ósáttur við tilveru sína í þessum nýju heimkynnum í ríki Guðs, vegna þess að fyrirfram vænti hann þess að endir alls lífs væri þegar í kistuna væri komið.
Þjónustubundnir englar og bænir
Þú spyrð hvernig þið geti hjálpað honum best. Ég segi með því að óska honum velfarnaðar á nýjum leiðum og biðja engla sem eru í þjónustu kærleikans að umvefja hann elsku sinni og hjálpa honum til skilnings á breyttum aðstæðum. Englarnir eru þroskaðar verur í þjónustu Drottins sem eru þess umkomnir með kærleikshvetjandi nálægð sinni að auðvelda okkur sem yfir förum, að nálgast á réttan hátt Guð almáttugan og finna okkur pláss í ríki hans. Þess vegna áttu að biðja fyrir honum og minnast hans jafnframt eins og hann sé lifandi. Með þeim hætti eykur þú vinningslíkur hans í nýjum heimkynnum og auðveldar honum jafnframt að sættast á umskiptin þó erfið séu tímabundið.Þannig afstaða til hans mun umvefja hann ljósi því sem líklegt er til að auka hagsæld hans á nýjum og fullkomnari leiðum þess guðlega í tilveru manna við vistaskipin. Þetta svarar í raun spurningu þinni um hvort hann kunni að vera illa staddur. Ég á ekki von á því að svo sé. Hann kann bara ekki enn þá að leita sér hjálpar sjálfur og þess vegna verðið þið að auðvelda honum það á meðan augu hans eru að opnast fyrir þessum miklu breytingum, með því að biðja um að náð Guðs og kærleikur verði þau öfl sem muni gera hann að lokum sáttan við sinn hlut.
Ástæðulaust að óttast látna ástvini
Vegna þess hvað þessar heimsóknir látins afa þín hafa haft mikil áhrif t.d. á kærasta þinn og þig, þá vil ég segja þetta. Það er enginn sérstök ástæða til að óttast þá sem við elskum, þó þeir séu ekki lengur á venjulega máta mitt á meðal okkar. Þú sagðir í bréfi þínu að á milli þín og afa þíns hefðu ríkt þægileg tengsl áður en hann fór af jörðinni. Sé það rétt þá liggur í hlutarins eðli að engin breyting ætti að verða á þeirri væntumþykju og því trausti sem ríkti á milli ykkar, þó hann sé núna hinum megin. Hann lifði af líkamsdauðann af því að sál hans yfirgaf líkamann við andlátið. Í sálinni er manngerð hans og persónuleiki, sem þýðir að hugur hans til þín getur ekki hafað breyst, þó þú kunnir að efast um það, vegna þess að leiðir þær sem hann núna notar til að nálgast þig eru vitanlega ekki hefðbundnar séð frá lifendum eins og þér.
Dauðinn einungis til í hugum eftirlifenda
Aftur á móti séð frá honum núna, ætti honum loksins að vera fyllilega ljóst að dauðinn er ekki til nema í hugum þeirra sem eftir lifa. Hann hefur sjálfur uppgötvað það, vegna þess að hann dó líkamlega, en hefur sannanlega sannað bæði þér og öðrum nánum að hann er jafnt sem áður á lífi þrátt fyrir áður sagða hluti. Eitthvað sem hann fullyrti á meðan hann var hér hjá okkur á venjulega máta, það er í efninu. Þetta var auðvitað bara fullyrðing manns sem var jarðbundinn og trúlaus eða trúlítill og honum er sjálfum að verða ljóst að stenst ekki, því hann lifir, sem betur fer verð ég að segja. Því segi ég að kærasti þinn þarf ekkert illt að óttast sem mögulega getur komið frá afa þínum. Afi þinn sannaði sjálfur á meðan hann var á jörðinni að hann unni þér, sem þýðir að þrátt fyrir vistaskiptin gerir hann það enn. Þess vegna m.a. verður hann svona oft á vegi þínum hinum megin frá. Sé þessi ályktun rétt sem full ástæða er til að fallast á, þá mun honum að sjálfsögðu þykja vænt um alla þá sem þér eru kærir og þar með er náttúrlega kærasti þinn meðtalinn.
Margar vistarverur í húsi föðurins
Réttast væri að þú ræddir þessi mál við kærasta þinn með tilliti til þessara sjónarmiða sem örugglega eru verð íhugunar. Því ef hann er kristinn þá veit hann að Jesú fullyrti að við lifðum líkamsdauðann. Það sem meira var, hann fullyrti líka að við myndum njóta okkar í ríki Guðs ef við fylgdum honum að málum á jörðinni. Hann tók þó fram að í húsi föðursins væru margar vistaverur. Fullyrðing sem vissulega hlýtur að þýða að með breytni okkar fyrir líkamsdauðan, hér og nú erum við sjálf, af því að við höfum frjálsan vilja, að ákvarða í hvaða vistarverum við komum til með að eiga okkar heimkynni að lokum. Kannski einmitt af því að afi þinn hafnaði þessu sjónarmiði og fyrirheiti Krists gengur honum stirðlega að ákvarða sínar vistarverur. Hann lifði nefnilega á jörðinni með tilliti til þess að hann kæmist aldrei að eilífu þaðan. Svo allur undirbúningur hans var fátæklegur og efniskenndur. Þú sérð því sjálf að það er í raun fátt undarlegt að gerast annað en það, að þeir sem ekki reikna með að lifa líkamsdauðann, hljóta af gefnu tilefni að eiga erfitt með að átta sig á breyttum aðstæðum og þar er afi enginn sérstök undantekning.
Guð hjálpar þeim sem hjápar sér sjálfur
Best væri því að bæði þú og kærastinn bæðuð saman fyrir velferð afa þíns og létuð ekki ástæðulausan ótta verða ykkur þar fjötur um fót. Afi þinn varð ekki verri maður við það eitt að deyja. Enginn verður verri en hann vill sjálfur. Það er því mjög ósennilegt að þannig breyting eigi sér stað eftir dauðann, vegna þess að möguleikarnir á því að við verðum betri manneskjur eru svo miklu meiri en orð fá lýst með allan þann kærleika í kringum okkur sem óneitanlega byggir upp tilveruna í Guðsríki. Hitt er svo annað mál að Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir sem þýðir að ef afi þinn vegna eðlislægra fordóma, er ekki í augnablikinu fær um að biðja sér hjálpar, þá verðið þið að hjálpa honum til þess að gera það mögulegt. Hann getur varla slitið sig frá ykkur á jörðinni mögulega vegna þess að hann finnur sig óöruggan og hjálparvana. Það er því ekkert óeðlilegt að láta sér detta í hug að allir sem eftir lifa og þykir vænt um hann sameinuðust fremur í því að óska honum þess að augu hans mættu opnast á réttan hátt í nýjum og öðruvísi heimkynnum, í stað þess að óttast hann og forðast tímabundið samneyti við hann, sem er ástæðulaust með öllu.Hann getur ekkert neikvætt gert ykkur og kærir sig auðvitað ekkert um slíkt.
Auðvitað er tekið á móti látnum
Þú spyrð hvort ekki sé tekið á móti þeim sem látast og jafnframt hvort þeir séu í einhverju reiðileysi hinum megin. Ég fullyrði að það sé vel tekið á móti öllum sem deyja líkamsdauða. Í öllum frásögnum af fólki sem hefur líkamlega dáið en lifnað við aftur, kemur skýrt fram að þann stutta tíma sem þetta einkennilega ástand líkamans þar sem hann er óstarfhæfur varir, er eitthvað nýtt og áður óþekkt í gangi. Þá virðast nefnilega eins og látnir ættingjar og þá sérstaklega þeir allra nánustu, séu eins og í biðstöðu við landamæri lífs og dauða tilbúnir til að umvefja og styðja þá sem eru að losna frá jörðinni inn í breyttar aðstæður himnaríkis. Jafnframt, eins og áður sagði, eru líka þjónustubundnir englar á vakt sem hlú að og umvefja þann sem kemur kærleika sínum og leiða fyrstu skrefin inn í ríki Guðs.
Reiðuleysi þess sem er hjálparvana
Aftur á móti megum við ekki gleyma því að persónuleiki viðkomandi er eins og hann var fyrir breytinguna og viljinn jafn frjáls. Enginn er tilneyddur til að þiggja meiri hjálp þarna megin grafar en hann vill og teystir sér til sjálfur. Líklegt er því að ekki sé mikið reiðuleysi í gangi hvað afa þinn varðar, fremur hæfileikaleysi hann í augnablikinu til að annars vegar þiggja þá hjálp sem hann á kost á og hins vegar erfiðleikar hans við að biðja um eitthvað sem hann trúir sýnilega ekki ennþá á. Hann virðist nefnilega vera svona innilega jarðbundinn af því að hann trúði því og trúir sennilega ennþá, að hann eigi að vera ofan í jörðinni í sinni kistu en alls ekki á hreyfingu um óræðna stigu himnaríkis eins og hann er nú, þó hann heimsæki ykkur jafnframt stöðugt eins og þegar er augljóst. Sú breyting sem hefur átt sér stað í tilveru hans, mun verða honum ljós fyrr en síðar en þó ögn fyrr ef þið sem eftir lifið biðjið um að hann fái þrek og löngun til að þiggja þá hjálp sem ég trúi að þegar sé í gangi honum til uppörvunar og sálarléttis ef hann bara vildi og gæti séð það fyrir fordómum og þröngsýni.
Skyggni eða geðfötlun
Ef við að lokum íhugum ótta þinn við að þú kunnir að vera að klikka þá er þetta um það að segja: Þú hefur að eigin sögn verið skyggn frá barnsaldri og ert að einhverju leyti enn þá. Þessi staðreynd upplýsir það að þú sért á einhvern máta búin dulrænum hæfileikum.Þú sérð í dag látinn afa þinn og það gera ýmsir aðrir í kringum þig.Bara það að þið sjáið hann svona mörg bendir alfarið til þess að á ferðinni sé dulrænt fyrirbæri en ekkert sem er í tengslum eða skyldleika við geðfötlun neins konar. Þeir sem ekki sjá hann heyra hin og þessi hljóð, sem þið virðist telja að séu honum og hans ferðum heim til ykkar viðkomandi. Þetta huglæga ástand fellur alls ekki undir neins konar geðfötlun, fremur undir það sem kallast dulræn reynsla.Eins og við vitum þá verðum við til að getað lifað eðlilegu lífi saman hér á jörðinni, að vera fær um að skynja vissa þætti jarðlífsins á svipaðan máta, annars náum við ekki saman. Þetta skiljum við augljóslega öll. Ef að það er snjór úti, sjá það allir sem ekki eru blindir. Aftur á móti ef þannig veðurfar væri sjáanlegt og einhver reyndi að sannfæra okkur um að það væri þvert á móti sól og þurr jörð úti, myndum við að sjálfsögðu mótmæla kröftuglega auk þess sem við myndum sennilega efast eitt augnablik um geðheilsu viðkomandi.
Ofskynjanir eða sjónvilla
Ef að viðkomandi heldur áfram að telja okkur trú um að það sé ekki snjór úti, þá enda málin venjulega þannig að við teljum hann ekki vera með öllum mjalla. Jafnvel sjáum ástæðu til að kalla til lækni, ef vera kynni að slegið hefði útí fyrir viðkomandi. Nú hugsanlegt og afar eðlilegt væri að læknirinn segði að viðkomandi væri haldinn tímabundinni sjónvillu sem auðveldlega mætti flokka undir einhvers konar ofskynjun. Við hin myndum að sjálfsögðu fallast á þetta álit. Við erum ekki tilbúin að viðurkenna að það sé ekki snjór úti, bara að því að einhver einn aðili heldur því fram. Styrkinn í sannfæringu okkar sækjum við jafnframt í þá staðreynd að það eru aðrir á sömu skoðun og við, og telja þann sem alls ekki sér snjóinn ekki vera með öllum mjalla eða eitthvað enn þá verra.
Skynjun að innan eða utan?
Hvers kyns þannig ofskynjun kemur að innan og verður að teljast sjúkleiki en alls ekki eðlilegur raunveruleiki. Þetta ástand lýsir sér meðal annars í upplifunum skynfæra á hinni og þessari sjónvillu sem skapast getur af vegna geðrænna vandamála eða jafnvel lyfjaneyslu. Ástand sem er öðrum og heilbrigðum með öllu óskiljanlegur óraunveruleiki. Þess vegna hafna þeir honum með ytri skynfærum sínum, af því að þau upplifa aðra staðreynd. Það sem ég er að reyna að segja er, að þar sem þið verðið öll heima meira og minna vör við látinn afa þinn, er heldur ósennilegt að þú sért ein að klikka.Ef svo væri þá myndu hinir ekki verða varir við hann eins og þú fullyrðir. Heldur er ósennilegt að heil fjölskylda sé haldin tímabundinni sjónvillu eða ofskynjunarferli einhvers konar. Vissulega er til í dæminu að þeir sem verða að teljast algjörlega heilbrigðir reynist samt geta þrátt fyrir allt einhver tíma ævinnar af ýmsum ólíkum ástæðum, upplifað einhvers konar skammlífa ofskynjun. Eitthvað sem getur gerst þrátt fyrir að venjulegast tengist slíkt sjúkdómnum "Hallucination" eins og áður sagði.
Vitbrekkurnar og sjötta skilningarvitið
Það má svo sem endalaust hártoga það hver og hverjir sjái og lýsi hinum raunverulega veruleika rétt eða ekki. Þess vegna er ástæðulaust að fella allar skynjanir sem ekki teljast nákvæmlega tengjast skilningarvitunum fimm. Það er fáránlegt að hafna þeim veruleika sem er sjáanlegur og heyranlegur þeim sem telst vera eins og ég, þ.e.a.s. segja einstaklingur sem er með skynjun á tvöfaldan veruleika eða sjón á báða heimana vegna þess að ég bý yfir sjötta skilningarvitinu og telst því dulræn. Ég er dulræn sem er heilbrigt huglægt ástand fyrir þann sem þannig er fæddur. Nokkuð sem telst áhugaverð og sérstök sérgáfa, en alls ekki geðfötlun, þó öðrum og mér meiri "vitbrekkur" gæti þóknast að telja að svo sé. Mér er eðlilegur jafnframt öðrum venjulegum veruleika sá veruleiki sem getur ekki orðið raunverulegur nema þeim sem hafa það sem oftast er kallað sjötta skilnigarvitið og virðist í sumum tilvikum vera mun fullkomnara í eðli sínu en öll hin fimm, þó þau væru lögð saman. Enn þá fráleitara væri þó að afgreiða heila fjölskyldu eins og ykkar, þó ekkert ykkar byggi yfir sjötta skilningarvitinu og þið mynduð öll skynja eða sjá afa þinn á sama tíma eða í sitt í hvoru lagi eftir lát hans, sem geðfatlaða einstak­linga.Eðlilegra væri að álykta sem svo að hann, vegna sterkrar þráar til ykkar og afar jarðbundinna viðhorfa fyrir líkams­dauðann, sé svo nálægur ykkur huglægt, að jafnvel einmitt það geti haft áhrif á að hann sé annars vegar svona ofarlega í hugum ykkar og hins vegar birtist ykkur sem lifandi.
Ímyndun eða raunveruleiki
Þarna er erfitt að greina á milli þess sem í raun er afleiðing af sterkri huglægri nærveru hans og svo aftur hreinlega því sem gæti tekið á sig hans myndir, vegna ótæpilegs ímyndunarafls ykkar og ótta í kjölfar vissu um að hann sé afar nálægur ykkur, þrátt fyrir umskiptin. Hvað nákvæmlega af öllu þessu er í gangi skiptir kannski ekki öllu máli. Það sem skiptir mestu máli er að þið séuð óttalaus og að honum takist þrátt fyrir einhverja tregðu að átta sig á að eðlilegra væri að hann sættist á vistaskiptin og hefði ykkar fremur í huga sér sem elskulega ástvini sem hann vissulega saknar. Ástvini sem að lokum munu komast í hans heimkynni og sameinast honum eins og áður á jörðinni. Þannig er gangur lífsins og líka þess lífs sem bíður við líkamsdauðann. Einmitt þannig afstaða er öllum holl. Það er aftur á móti engum hollt sem farinn er af jörðinni að festast í viðjum vanda þess sem getur ekki þrátt fyrir líkamsdauðann slitið sig frá jörðinni og ástvinum sínum. Jafnvel þó hans bíði ekki síður og kannski enn þá fullkomnara líf í ríki Guðs. Þar sem kærleikurinn er fullkominn.

Eða eins og og draugurinn sagði eitt sinn stundarhátt í annarra draugahópi."Elskurnar mínar ég er ósköp ánægður með mig síðan ég sveif síðast frá jörðinni og áttaði mig á að mér hentaði betur það líf sem er hérna megin grafar. Enda meiningin að fá vængi. Nokkuð sem var ekki séns að fá á jörðinni, þó ágætur hafi ég verið þar sem hér í himnaríki."Gangi þér vel að átta þig á hvað er hvað og vonadi fá mál afa þíns og elskuleg minning hans góða lausn sem fyrst.
Með vinsemd Jóna Rúna


Fléttur andartaksins
Í ómi andartaksins, tifar lífstakturinn í ljúfu samræmi.
En þegar litið er um öxl bergmálar stöðugt það sem var.
Í minningaflórunni lifa brostnar forsendur og vonbrigði
sem vænta skilnings og lausnar frá því sem brást og var.
Andartakið á ekki að vista það forgengilega, því það er.
Það sem er, sefar og veit, en ekki það sem var eða verður.

Í vitund andartaksins, búa þær systur, Von og Birta.
Þær sjá nútíðina, skynja framtíðina og umbera fortíðina.
Þær neita að hafna því sem er vegna þess sem var, þó að
myrkur örðugleika og óláns eflist um tíma í minningunni.
Andartakið á ekki að líða fyrir það sem var, því það er.
Það sem er, skilur og sér, en ekki það sem var eða verður.

Í krafti andartaksins, lifa lífsástin og eldmóðurinn.
Systkinin sem kveikja orkubál sigurloga og vonarbirtu.
Oftast í skjóli trúar og elsku til þess sem er og án
hlekkja þess sem var og leið, en geymir liðna tíð.
Andartakið lifir í samhljóm sköpunarinnar, því það er.
Það sem er, vex og dafnar, en ekki það sem var eða verður.

Í sál andartaksins, eru þeir fortíðarfjötrar verstir,
sem þrúgaðir eru af brostinni lífssýn og bölyrkju andans.
Það er áríðandi að uppræta það sem er hverfult, vegna þess
að það kemur og fer, en festir ekki rætur eða dafnar.
Andartakið grætur og tregar ef lífið tapast, því það er.
Það sem er, græðir og agar, en ekki það sem var eða verður.

Í birtu andartaksins, lifa þeir sem einskis vænta, en
kunna að örva og elska án óska um umbun eða eftirtekt.
Það sem er, gefur lífinu gildi og tilgang umfram það sem
var eða verður, ef það er örvað af trú, von og kærleika.
Andartakið flýgur á viskuvængjum lífsins, því það er.
Það sem er, yljar og örvar, en ekki það sem var eða verður.

Í armi andartaksins, hvílir sannleikskorn skilnings um
það lífsform, sem glæðir í hjartanu loga ástar og gleði.
Það borgar sig ekki að láta lífið daga uppi í hyldýpi
vonbrigða, vegna þess sem var og kemur aldrei aftur.
Andartakið kveikir lífsloga og sigurglóð, því það er.
Það sem er, sigrar og skín, en ekki það sem var eða verður.

Í tónum andartaksins, óma guðlegir sannleikshljómar, sem
ætlað er líf og þroski í vitund þess sem efast, en er.
Tónarnir geta breytt myrkri í birtu og ósætti í frið í
hugum allra sem þrá ljósið, en sjá það ekki ef þeir sofa.
Andartakið geymir sögu kynslóðanna án orða, því það er.
Það sem er, öðlast eilífð, en ekki það sem var eða verður.
JRK

sunnudagur, mars 12, 2006

Lítill drengur í lífshættu
Flest okkar búa yfir ýmsum sálrænum hæfileikum þótt þeir kunni að hafa farið framhjá okkur. Þannig munu ýmsir kannast við nánari umhugsun, að hafa orðið varir við hugboð hjá sér einhvern tímann. Þetta getur lýst sér með ýmsum hætti. Sumir finna t.d. á sér óvænt gestaboð eða þess háttar. Aðrir vita einhvern veginn áður en þeir svara í síma hver vill tala við þá o.s.frv. Önnur skipti geta hugboð verið miklu mikilvægari en þessi. Þannig var hugboð sem ég fékk í eldhúsinu hjá mér fyrir allnokkrum árum. Það var kvöld og ég var við matargerð og alls ekki að hugsa um neitt sérstakt nema náttúrulega pottana og það sem í þeim var að malla. Allt í einu kom yfir mig furðuleg tilfinning sem ég botnaði ekkert í. Það sótti nefnilega á mig sterk löngun til að fara út úr íbúðinni og fram á gang, en á þessum tíma bjó ég á þriðju hæð í blokk. Ég reyndi eins og ég gat að reka þessa vitleysishugmynd úr huga mér. En það blátt áfram tókst ekki. Eftir nokkurn tíma, þegar tilfinningin var orðin nánast óbærileg, ákvað ég að kíkja fram á gang og athuga hvort kannski væri eitthvað að ske. Ekkert virtist þar að finna,en þó jókst ónotatilfinningin að mun þegar fram var komið. Stigagangurinn var langur og voru sex íbúðir á stigapallinum. Í örvæntingu minni gekk ég hröðum skrefum eftir ganginum í átt að stórum svölum sem þar voru. Svalir þessar voru hugsaðar sem neyðarútgangur ef í húsinu yrði bruni. Þegar þangað kom blasti við skelfileg sjón. Á handriði svalanna hékk u.þ.b. 4 ára gamall drengur klofvega, aldeilis laus við að skynja þá gífurlegu hættu sem hann var í. Mér var mjög brugðið og nú voru góð ráð dýr. Ég sá í hendi mér að ekkert mætti raska ró drengsins því þá gæti honum brugðið svo að hann steyptist fram af svölunum, niður þrjár hæðir og biði jafnvel bana af. Fyrir neðan svalirnar var bílastæði og var það malbikað. Ég ákvað að læðast að drengnum og reyna að ná taki á peysunni hans. Ég beið þar til ég taldi öruggt að drengurinn sæi mig ekki og læddist hröðum skrefum að honum. En um leið og ég snerti peysuna hans rak hann upp skaðræðisóp og virtist um tíma ætla að renna úr greipum mér. Ég henti mér þá yfir hann og tókst við illan leik að koma bæði mér og honum ofan af handriðinu og niður á svalagólfið. Þar brast ég í grát með lítinn undrandi dreng þéttingsfast í fangi mér, eins og um mitt eigið barn væri að ræða. Það er ljóst að þarna bjargaði sú ónotalega tilfinning sem mig greip, ókunnugum dreng frá hörmulegum aðstæðum sem enginn veit hvað endi hefðu fengið hefði ég ekki látið stjórnast af hugboðinu sem ég fékk af engu tilefni í eldhúsinu mínu. Gefum því hugboðum okkar jafnan gaum og reynum að fara eftir þeim ef þau benda athöfnum okkar í ákveðnar áttir.
JRK

Manngæska
Eins og við vitum er eðli okkar mannanna mismunandi og eitt af því sem prýðir einstaka mann er manngæska. Það er vitanlega enginn vandi að vera slæmur og neilægur en það getur verið flókið og fyrirhafnarmikið að vera góðgjarn og réttsýnn.
Hjartagæska kemur meðal annars fram í því að vilja öðrum vel við allar aðstæður. Gæska í öllum myndum telst uppbyggilegur, andlegur aflvaki og ætti því að efla járæn og heilbrigð samskipti. Það er mikilvægt að vera öðrum góður. Ekkert launungarmál er að við sem erum þannig innstillt andlega finnum fyrir vellíðan og friði í samskiptum við aðra. Líknarlundin er mannkær og óeigingjörn atferlisstefna sem finnur venjulega sinn vitjunartíma. Hún verður þeim sem njóta hennar venjulega til blessunar og ávinnings. Veglyndi getur verið margs konar en telst þó fyrst og fremst tengjast kærleikshvetjandi, jágjörnum lífsviðhorfum.
Við verðum sjálf að rækta upp og hlúa að þeim eðlisþáttum í innra lífi okkar sem okkur þykja eftirsóknarverðir og heppilegir til að göfga og fága. Góðsemi verður ekki til fyrir tilviljun eða af sjálfu sér. Það þarf að rækta hana og efla eins og annað. Hún fær þó frekar líf í hugskoti okkar og athöfnum ef við skiljum mögulegan tilgang hennar og teljum hana eftirsóknarverðan aflvaka og mikilvægan í samskiptum. Það verður enginn veraldlega ríkur af því einu að ausa aðra kærleika en viðkomandi eignast þess í stað hugþýðan og hamingjuríkan innri auð sem hvorki ryð né mölur fær grandað.
Ágætt er, ef við erum ósátt við aðra, að reyna eftir megni að hugsa fremur jákvætt en neikvætt til viðkomandi. Hyggilegt er að við mildum vísvitandi neigjarna afstöðu til þeirra sem við eigum í erjum við og þá helst með heppilegu, góðgjörnu hugarþeli. Ástúð getur aldrei misst marks þótt að skilyrði einstaka fólks til að meðtaka hana séu óviðunandi. Það að verða mannkær og jágjarn hlýtur að vera eftirsóknanlegt keppikefli fyrir þá sem vilja efla gæskuna í sjálfum sér og öðrum. Við vitum að það er enginn vandi að vera góður við þann sem er elskulegur og viðmótsþýður. Við vitum líka að það þarf heilbrigða, andlega lífssýn til að sætta sig við og hlúa að þeim sem eru óbilgjarnir og neikærir. Göfgi og manngæska ættu að auka líkur á fullkomnari samskiptum vegna þess að þannig afstaða til lífsins og annarra ýta undir það besta sem innra með okkur býr.
Best er að byggja upp og rækta af kostgæfni það andlega atferli í samskiptum sem er gæskuríkt og göfugt en ekki það sem tengist andlegum nöturleika og annarri álíka ógerð. Manngæskan tengist hugfáguðum og hamingjuhvetjandi lífsstíl. Hún eflir okkur sem góðar manneskjur og þess vegna er vel þess virði að rækta hana upp í innra lífi okkar, sé hún af skornum skammti. Það er mikilvægt að vera mannkær og jásýnn; vera þess megnugur að ylja öðrum og þurfandi, af mannúðlegri mýkt og andlegri reisn.
JRK