Stundum er það í lífinu að við höldum að einhver sé að troða sér inní aðstæður okkar og ætli sér að hafa áhrif á þær í gegnum þriðja aðilann. Þá er þessi aðili sá sem við erum hrifin af kannski. Ef að við erum heilluð af einhverjum, þá er dálítið alvarlegur hlutur ef að við álítum að sá hinn sami sé að svíkja okkur með þriðja aðila. Ég vil benda kurteislega á það að slík tiltrú á sér rætur í ofsafengnu oöryggi, ósjálfstæði og sjálfstraustsleysi þess sem efast. Það að álíta stöðugt að einhver þriðji aðili sé að trufla samband sem maður á við tiltekna persónu, er vísbending um ótrúlegar efasemdir um eigið ágæti, sem er sorglegt því að slíkt framkaalar alls kynd ranghugmyndir, efasemdir og hvers kyns óstðugleika hið innra. Það er eiithvað mjög afbrigðilegt við það að hafa svo litla trú á eigið ágæti, að álíta það nánast reglu að enhver hafi þörf fyfir að trufla og taka frá okkur þann sem við erum hrifin af. Ef svo hugmyndir okkar um slíka órþurft liggja meðal annars í því að sá seki er giftur, þá vil ég benda á það að við tökum ekki giftan aðila og germ að okkar eigin. Það er svíkja hvert annað er alrangt. Það að ágirnast þann sem er giftur er ekkki bara rangt, heldur svo rangt að slíkt á ekki að fyrirgefa heldur hunsa sem gróft brot atferlis sem er bæði sóðalegt, ömurlegt og aðfinnsluvert og verður aldrei fyrirgefið því að við bara hreinlega snertum ekki þá sem eru fráteknir og aðrir eiga og tala nú ekki um að eru lagalega tengdir viðkomandi. Slíkt er ófyrirgefanlegt, óásættanlegt og ömurlegt og alls ekki til eftirbreytni og ekki að líðast undir neinum kringumstæðum. Við eigum einunigs að elska þá og þrá andlega sem líkamlega, sem eru ófráteknir, ógiftir og fullkomlega lausir og liðugir og engum háðir með neinum hætti. Ef að hugsun okkar snýst upp í þráhyggju sem tengist ótta okkar við að þriðji aðili sé að stela frá okkur þeim sem við elskum, þá þarf að uppræta slíkt. Því að viðlíka þráhuggja getur eflst og styrksts og magnast við það líf sem við gefum viðlíka firru vandræða sem venjulegast, ef um slíkt atferli er að ræða, á sér rætur í okkar eigin hugsun, því að framhjáhald hvers kyns, er sem betur fer frekar sjaldgæft og ef að slíkt gerist þá á hugsun okkar ekki að verða þráhyggjukennd gagnvart viðlíka, heldur eigum við einfaldlega að hunsa þá sem hlut á að máli, hvort sem við elskum hluthafandi eða ekki, því að slíkt er fullkomlega ófyrirgefanlegt og á alls ekki að líða hvernig svo sem horft er á málið. Réttara er að vera einn heldur en að sætta sig við að einhver annar sé að toga í og taka þann sem við elskum. Það er alrangt og fullkomlega ömurlegt og ber því að hunsa.
Megi algóður Guð gefa þér gott kvöld, góða nótt og góðan næsta dag og aukna tiltrú á eigið ágæti því best er að vera minnugur þess að við erum öll það mikils virði að við eigum alls ekki að láta svíkja okkur undir neinum kringumstæðum.
Í Jesú nafni, Amen,
ykkar Jóna Rúna.
Megi algóður Guð gefa þér gott kvöld, góða nótt og góðan næsta dag og aukna tiltrú á eigið ágæti því best er að vera minnugur þess að við erum öll það mikils virði að við eigum alls ekki að láta svíkja okkur undir neinum kringumstæðum.
Í Jesú nafni, Amen,
ykkar Jóna Rúna.