Kaerleikshvetjandi blogg

sunnudagur, janúar 08, 2006

Það er ótrúlegt hvað rignir. Óhætt er að segja að gott sé að hafa húsaskjól þegar vætan er svona mikil sem raun ber vitni. Þó að dropatal geti verið gott, þá er að ekki þannig við þessar aðstæður. Ég fæ hroll þegar ég horfi út um gluggann. Enda ekkert fengið við að gera það. Ég er þessa stundina að horfa á Ævar litla leika sér og Kelly líka, það er skemmtilegt að upplifa sjálfan sig í gegnum leik barnanna. Það gefur manni góðar tilfinningar sem að lifa svo innra með manni þegar frá er farið. Bráðum fara allir að hátta og sofa sem tilheyra Nínu, það er bara regla sem verður að fylgja, annars tekru hún á því ,og efa ég ekki að það verður gert af ákveðni og stöðugleika sem hún hefur að bera, sem kemur skýrt fram í náminu, enda fær hún alltaf 9 í einkunn. Kelly framleiðir mjög áhugaverða hluti, skólastofur og hús, enda frumstætt og öðruvísi. Charo hefur gert náttbuxur í skólanum, að vísu dálítið síðar, en þær voru víst allar látnar gera í sömu stærð, enda annað of erfitt fyrir kennarann. José hefur gert forláta kluku sem sómir sér í hvvaða stórbýli sem enda listasmiður og örugglega vísirinn að því sem framtíðin er.
Peli Ævars litla týndist og það dágóða stund að finna hann aftur en tókst með staðfestu, ákveðni og ýtni höfðu stúlkurnar upp á gripnum og nú er hann kominn við varir litla mannsins og hann er alsæll með það. og líka hinir. Allt gengur sinn vanagang á kambsveginum utan það að Lazaro fór til Perú í dag, já til Perú. Það er margra klst. flug og fyrst fer hann til New York og síðan þaðan til Lima. Þegar hann er kominn á leiðarenda, þá hefur hann samband enda Nína ein með börnin 4 og eitt á leiðinni og upplifir sig því afar eina og afskipta næstu 4 vikurnar á meðan Lazaro endaþendist í Perú og aftur til baka. Þar ætlar hann að hitta mömmu sína og aðra fjölskyldumeðlimi, farið er að halla undir fæti hjá múttí enda komin á níðræðisaldur.

´Með tilliti til þess að verið er að uppljóstra um fjölskylumeðlimi er kannski rétt að komi fram að ef allt gengur að óskum, þá mun Nína um næstu helgi tjalda í stofunni og útbúa einskonar útileigu þar sem allir geta verið með og tekið þátt í ævintýralegu ferðalagi inn og út úr stofunni með pizzu í kaupbæti. Guð gefi öllum góða nótt og megi Jesú Kristur vernda og blessa alla. Þess óskar ykkar Jóna R'una sem alltaf er eins, jafn glöð kát, og umburðarlynd en alltaf jafnerfið og ófyrirsjáanleg.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home