Kaerleikshvetjandi blogg

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Höf.jrk

Vinátta

Þegar verið er að fjalla um vináttuna í daglegu lífi okkar, er gott til þess að vita, að sem betur fer er enn talið mikils virði að vera vinur í raun. Í seinni
tíð er eitt og annað sem glepur, en það yrði auma tíðin ef við gætum ekki þróað gott og tryggt vináttusamband hvert við annað , og væri óskandi að til þess kæmi aldrei, þrátt fyrir miklar breytingar í seinni tíð. Við sem erum fullorðin og höfum farið í gegnum eitt og annað erum örugglega búin að sannreyna það, að tryggð í vináttu er mjög mikils virði. Vinir eiga ekki að útvarpa því sem þeim er treyst fyrir og allra síst gera lítið úr þeim sem treystir þeim. Þegar við opnum okkur hvert við annað erum við oft í tímabundinni innri kreppu og þurfum að losna með orðum og jafnvel tárum það sem þrúgar okkur. Þegar þannig
stendur á erum við ekki alltaf að velta fyrir okkur orðunum sem við notum, heldur hreinlega ausum upp úr okkur því sem vandanum veldur. Vinur verður að kunna að umbera og vera sem hlutlausastur í mati sínu á því sem honum er trúað fyrir eða er upplýstur um, eitt og annað sem vinir okkar fá að heyra, er þess eðlis að óvíst er að það gefi alltaf tæmandi upplýsingar um raunverulegt ástand okkar eða aðstæður. Ef við í framhaldi af þessu íhugum nokkur atriði vináttunnar er missir í einhverri mynd það sem við verðum flest að fara í gegnum. Þegar vinir okkar missa t.d. maka erum við ekki alltaf viss um hvernig við getum sem best reynst þeim aðila sem efir stendur. Enn þá ver erum
við stödd ef vinir okkar missa börnin sín. Sannleikurinn er nefnilega sá að við erum svo sáralítið undirbúin undir dauðann, að við lendum ekki bara sjálf í einhvers konar öngstræti í þeim efnum, heldur erum við frekar klaufalegir vinir að minnsta kosti sum hver. Best væri auðvitað að yfirgefa ekki vin sem á í missi, heldur reyna að ímynda sér sjálfan sig í svipaðri stöðu og gera náttúrulega eftir atvikum það sem við gætum ímyndað okkur að við vildum láta snúa að okkur í þessu annars viðkvæma ástandi. Þannig afstaða gerir okkur nákvæmari og reyndar þægilegri líka og miklu minni líkur á alvarlegum mistökum, vegna gáleysis eða vanþekkingar. Vinir ættu að uppörva og hvetja hver aðra, en ekki öfundast út í vini sína ef þeim sækist eitthvað jafnvel betur en þeim sjálf. Litlu hlutirnir geta farið ótrúlega fyrir brjóstið á okkur og stundum erum við að springa í loft upp að því að einhver sagði við okkur hluti sem okkur þóttu í meira lagi ósanngjarnir, og jafnvel fyrir neðan allar hellur. Við förum alveg í kerfi og verðum að tappa af okkur og ef við eigum trúnaðarvin, þá hlustar hann eitt eyra og auga, hneykslast kannski pínulítið með okkur en reynir síðan að benda á góðar leiðir út úr ástandinu ef hægt er fyrir tilfinninga-seminni í okkur. Ef við uppgötvum að trúnaðarvinur bregst okkur er
voðinn vís, við hreinlega tryllumst og bölvum viðkomandi í sand og ösku og erum tilbúin til að taka svikahrappinn í karphúsið svo um munar. Óskandi væri
að við flest gerðum okkur grein fyrir mikilvægi heilinda í vináttu og yrðum aldrei til að brjóta gróflega af okkur í trúnaðarsambandi sem í góðu
vináttusambandi ætti að ríkja. Eins er að við vitum að ef um mikla upphleðslu er að ræða á því, sem veldur okkur tímabundnum vonbrigðum, erum við þung og kannski leiðinleg, sem ekki gerir okkur upplyftandi fyrir þá sem neyðast til að vera samvistum við okkur. Við stelpurnar erum oft vel settar hvað þetta snertir, reyndar oft á tíðum sérfræðingar í losun leiðinda ef satt og rétt er sagt frá, hitt er svo önnur Lísa hvort við erum alltaf að losa um rétta hluti og hvort atburðarásin riðlast ekki stundum óvart. Strákarnir verða oft geðvondir og loka sín vonbrigði alltof mikið inni, en fá svo útrás kannski eftir áratug og þá byrjuðu auðvitað öll þeirra vandamál með viðkynningu við stelpur sem þeir telja oft valda flestu sem óþægilegt er sem vissulega er óviðunandi afsökun fyrir slæmu skapi eða annarri armæðu sem þessar elskur fara eins og við ekki varhluta af. Strákarnir þurfa trúnaðarvin eins og við og ef ekki hver í öðrum þá í góðri stelpu, sem hefur ekki óþarfa aðdráttarafl í öðrum tilvikum, það gæti spillt vináttunni og valdið vandræðum sem erfitt getur verið að koma sér út úr. Í kaþólskum samfélögum þar sem fólk getur skriftað er ef til vill minna um sálræn vandamál og ekki af ástæðulausu, fólk getur hvenær sem er látið flest fjúka, sem því líður illa með innra með sér í vissu um það að ekkert sem sagt er fer lengra. Þetta er því bersýnilega heppilegt fyrirkomulag sem við ættum að taka upp í það minnsta hvert við annað. Læra að hlusta hvert á annars vanda án þess að hafa tilfinningu þess að aðrir bregðist okkur, eða við þeim. Enginn er að ætlast til að við í vináttu okkar hvert við annað verðum eins og lánastofnun sem lítið greiðir út, og tekur margfalt til baka, heldur kannski að rétturinn sé jafn á báða bóga og báðum sé ljóst að svo sé. Ef öll hjónabönd og sambönd við aðra ættingja byggðust upp á nótum vináttunnar yrði miklu minna um áresktra og misklíð, við bjóðum nefnilega vinum okkur sjaldnast upp á þá framkomu sem við eigum til með að íþyngja ásvinum okkar með. Sérkennilegt en einfaldur sannleikur og alveg þess virði að gefa honum gaum. Það er óhætt að fullyrða að fátt er eins nauðsynlegt okkur en að finna virðingu og hlýju hvert frá öðru, í einlægri vináttu kemur einmitt slíkt fram. Vini sína á ekki að nota bara þegar illa árar, heldur eigum við að setja þá inn í flest það sem er jákvætt líka, þannig verðum við aldrei byrði á vinum okkar, heldur miklu heldur eins og sólargeislar sem af og til hverfa vegna skugganna sem lífið réttir að okkur, en logagylltir og umvefjandi þess á milli. Það er nauðsynlegt að rækta alla vináttu sem á að takast og það gengur sumum okkar vel en öðrum ekki. Ef við í einlægni reynum að skoða vináttutengsl okkar síðasta áratuginn í lífi okkar
gæti eitt og annað komið fram. Best er að vera sem heiðarlegastur í vináttu uppgjörinu þannig að augljósir kostir okkar í þessum efnum komi líka fram
en ekki einungis gallarnir. Hver vill vera álitinn ömurlegur vinur eða vinur sem allir geta misnotað? Ekki við takk. Er þá ekki farsælast að koma bara
einfaldlega fram við vini sína eins og við óskum að þeir komi fram við okkur? Einfalt en notadrjúgt og sennilega vísir að frábærum vináttutengslum, sem ekki
fylgja óþarfa kvaðir eða of mikið píslarvætti.
+++

höf jrk
Bæn

Við snuum hug okkar og hjarta til þin drottinn og biðjum þig um að vernda okkur og blessa og bua um kærleika og hugrekki i sál okkar sem veitir okkur aukið frelsi of frið auk þarfar fyrir hlú að þvi besta sem innra með okkur byr.Gefðu okkur Faðir aukna aumykt og tru á þig og þinn vilja i verkum okkar Gerðu okkur ennþa´öflugri i að fylgja eftir lögmmálum þinum. Helst þannig að við fáum aukinn innri frið og ró. Kæri faðir við truum á eilifa og stöðuga elsku þina og nálægt i öllum okkar atthöfnum. Við vitum að við getum i örmum þinum orðið enn betri fyrrimyndir þess jakæra og uppygglega i tilveru okkar og þeirra sem lifa hana með okkur. Takk fyrir alla leiðsögn og aukinn skilning á þer og þinum viðhorfum til barna þina sekra eða saklausra þvi þu elskar þau öll jafnt. Hjálpaðu okkur til að læra að virða hvert annað og stiðja er einhvert okkar er í hættu. Haldu Herra utanum okkur ef við erum hjálparþurfi og utangáttar. Verndaðu okkur fra ölllum mögulegu syndum og þeim innribrestum sem þem henni a´fallt fylgja. Alvaldur himins go jarðar viltu horfa framhjá þeim timabundna misskilningi sem við mennirnir stöndum oft i vegna minnimattarekndar og vondepurðar o særum þá og meiðum sökum þessa að við finnum til vanhæfni og oöryggis hið innra.. Gefðu okkur aukna gleði í hjartað go skarpari sjón á þarfir litilmagnans.Þörf okkar fyrir andlega leiðsögn er mikil og til að reynast þokknanleg þurfum við aukinn heiðarleika og enn sterkari kærleiksvitund inni sál okkar og hjarta.Viltu þvi elsku Drottinn vaka yfir okkur og vernda fra ölllu illu og styðja okkur til goðara verka Amen
+++
ENN UM JÁKVÆTT HUGARFAR

Þau okkar sem velt hafa fyrir sér andlegum hliðum tilverunnar, eru nokkuð viss um það, að engin verður óbarinn biskup og kannski sem betur fer. Það er ótal margt sem hvert og eitt okkar verður að fara í gegnum
í dagsins önn og sumt er þess eðlis að varla er hægt að nefna það öðruvísi en að fá kökk í hálsinn og fyllast óbærilegu píslarvætti. Þegar þannig árar er ágætt að vera minnugur þess, að öll él hverfa um síðir þó erfitt sé að trúa því, þegar myrkur og einhvers konar vonleysi er ríkjandi í litlu sálinni okkar. Veikindi, ásvinamissir, atvinnuleysi, hjónsskilnaðir, hafnanir og ýmsar brostnar vonir eru oft þau atriði, sem valda okkur leiða og kvíða og kannski ekki af ástæðulaus. Af þessum ástæðum er verulega gott að leggja einhvern þunga í að byggja upp jákvætt hugarfar og sterka lífslöngun. Leiðirnar þær sem við getum farið sjálfum okkur til styrktar eru margar og
væntanlega misgóðar og þess vegna gott að reyna eftir atvikum að leita svolítið leiðsagnar innan frá eða úr sinni eigin sál, sem verður að teljast mikill kostur. Við búum öll yfir bæði innsæi og hyggjuviti, auk þess að vera býsna skynsöm flest, sem ekki má gera lítið úr
þó stuðningur annarra geti verið góður í bland. Eftir því sem við lærum meir og betur að hlusta á okkar innri mann fáum við meira sjálfstraust og ákveðnari löngun til að treysta á það sem við finnum og skynjum í eigin andlegu undirdjúpum, sem er hrífandi tilhugsun
fyrir fyrirmyndar fólk eins og okkur.
JRK

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home