þótt undarlegt megi virðast þá fellur manni vel við snjó. Ekki síst sökum þess að honum fylgir pínu kuldi sem maður tekur í nefið og er það vel. Föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag verður frost og ég fæ pínu hroll en samt: ég er ánægð. Það kann að verða væta og þá myndi það trúlega verða snjór. Það er svo einkennilegt að það er engu líkar en að veðurfar hafi snúist við í heiminum. það er svo miklu kaldara og erfiðara veður víða í Evrópu heldur en á okkar norðlæga hjara veraldar. þegar litioð er til baka í Íslandssögunni fær maður vægan hroll því að viðlíka var kuldinn að flest utadyra stóð bara stíft, kalt og frosið og haggaðist ekki þó að men reyndu að blása heitum gusti á það sem fyrir var. Þegar maður hugsar tilbaka, þá hugsar maður um fossana líka, þeir eru margir á Íslandi. Þeir eru svo undurfallegir skyldu þeir hafa frosið eða fallið? Vitiði hvað? Ég held þeir hafi fallið. Haldið þið að þetta sé óskhyggja? Nei, það er bara einhvern vegin hægt að ímynda sér að foss geti frosið sökum þess að vatnsfallið er það aflmikið og ótrúlegt, að það bara getur ekki staðið kyrrt, Það bara rennur og rennur og rennur. Kannski mest á Höfn í Hornafirði, hver veit. Eða kannski bara á Selfossi, hver veit. Eða kannski bara í Vestmannaeyjum, hver veit. Ekki ég, en ykkur að segja þá held ég að fossarnir út um allt land bjóði upp á sömu lögmál, það er, að falla án þess að frjósa alveg og það er bara fínt.
Guð gefi ykkur gott kvöld, góða nótt og gleðilegan dag,
þess óskar Jóna Rúna,
í Jesú nafni,
Amen.
Guð gefi ykkur gott kvöld, góða nótt og gleðilegan dag,
þess óskar Jóna Rúna,
í Jesú nafni,
Amen.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home