Kaerleikshvetjandi blogg

föstudagur, ágúst 11, 2006

Von

Faðmur frelsarans er í trú og gleðióð
sem fagnandi yljar og umvefur þreytta og hrjáða.
Hvar er skjól nema í elskuríkum ofurfaðmi
undraráðgjafans líknandi sem ljúflega leysir og örvar?

Ekkert í heimi er eins ástríkt og hlýtt í raun
en undrafaðmur þess sem styrkir og hvetur þreytta.
Ávallt ferðbúinn, svo kærleiksríkur og örvandi
fullkominn náðarfaðmur þess sem eflist.

Allt svo bjart í vonarfaðmi þess sem
stórkostlegur umvefur og krefst einskis.
Hann er gefandi og góður og veitir von
í vitund sem er sorgmædd og þráir frið.

Af mildi gefur vonarríka, óskiljanlega ást
og ýtir umbun að þeim hrjáðu.
Alltaf umvefjandi og hvetjandi og stjórnar öllu
af elsku sem aldrei dvín og ávallt örvar.

Hvergi er kyrrð og ró nema í faðmi sem hrífur
handan gullofinnar birtu sem allt umleikur yl.
Kraftur þess sem öllu ræður ríkir og veglyndur leysir
og rótfastur eflir vissu um óspillta nærveru sem ann.

Umhyggja þess sem öllu ræður er ótrúleg
alltaf ró, engin armæða, bara kærleiksóður.
Hvergi er að finna vegleysu eða villuráfandi sálir
því velviljinn er ríkjandi og byrðar hverfa í raun.

Himnadyr erm opnar öllum sem þrá frið og ró
án vonaryls grætur hjartað og tregar allt.
Ekkert er eins örvandi og að hvíla hrjáður hjá Guði
sem gefur vissu um gleðiríka og gullofna sigurgleði.

Höf. Jóna Rúna Kvaran, ort 8.-10.ágúst 2006


Sigur

Orð sögðu í hlýju ávallt umvefja
og eru alltaf nærri svo undrahvetjandi.
Hver vinur gefur af elsku og velvild
voryl svo ástúðlegan og ylríkan án hryggðar.

Gleðin er í góðum verkum sem ylja af afli
og gæskurík uppörva af yl svo hlý og góð.
Ekkert vinnur gegn birtu og sólaróð björtum
sem ljúflega unna af elsku og ástaróð ríkum.

Ef horft er til baka er liðin tíð treguð sárt
þá tíminn staðfestir að kvíði og spenna ríktu.
Við vitum að vængjahóf vonleysis hvetur ekki
og vonin liggur í gleðióð og sigurvissu ljúfri.

Í elskunni er skjól se hrífur og dyggð
sem ornar sólrík og gullofin þeim sem vilja
Það er skrýtið hvað gleðióður gefur án orða
og græðir ljúflega innra með þreyttum sem þrá.

Heilindi sem eru ljúf og litrík
fylla sálina ástúð happs og gleði.
En enn þá betra er að finna elskuríkan óð
undrablíðan sem gleður af góðvild og trausti.

Í nóttinni hvílir sorg og biturð þess gera
sem stöðugt knýja á og veikja vonaróð viljans.
Við verðum að hundsa það sem var og sveik
og vongóð sjá sigurþel þess sem styrkir og verður.

Hverfa kvíðaómar sem aldrei dvína eða hryggja
á burt í ofurskugga dapurlegra atvika.
Ef við viljum að þeir víkji og hverfi á braut ljúflega
þá verðum við að trúa og óska gæskuríkrar nálægðar.

Höf: Jóna Rúna Kvaran, 8.-10. ágúst 2006.


Von

Faðmur frelsarans er í trú og gleðióð
sem fagnandi yljar og umvefur þreytta og hrjáða.
Hvar er skjól nema í elskuríkum ofurfaðmi
undraráðgjafans líknandi sem ljúflega leysir og örvar?

Ekkert í heimi er eins ástríkt og hlýtt í raun
en undrafaðmur þess sem styrkir og hvetur þreytta.
Ávallt ferðbúinn, svo kærleiksríkur og örvandi
fullkominn náðarfaðmur þess sem eflist.

Allt svo bjart í vonarfaðmi þess sem
stórkostlegur umvefur og krefst einskis.
Hann er gefandi og góður og veitir von
í vitund sem er sorgmædd og þráir frið.

Af mildi gefur vonarríka, óskiljanlega ást
og ýtir umbun að þeim hrjáðu.
Alltaf umvefjandi og hvetjandi og stjórnar öllu
af elsku sem aldrei dvín og ávallt örvar.

Hvergi er kyrrð og ró nema í faðmi sem hrífur
handan gullofinnar birtu sem allt umleikur yl.
Kraftur þess sem öllu ræður ríkir og veglyndur leysir
og rótfastur eflir vissu um óspillta nærveru sem ann.

Umhyggja þess sem öllu ræður er ótrúleg
alltaf ró, engin armæða, bara kærleiksóður.
Hvergi er að finna vegleysu eða villuráfandi sálir
því velviljinn er ríkjandi og byrðar hverfa í raun.

Himnadyr erm opnar öllum sem þrá frið og ró
án vonaryls grætur hjartað og tregar allt.
Ekkert er eins örvandi og að hvíla hrjáður hjá Guði
sem gefur vissu um gleðiríka og gullofna sigurgleði.

Höf. Jóna Rúna Kvaran, 8.-10.ágúst 2006.

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Í fjarlægð

Í fjarlægð heyrir frelsisóm sem líknar,
fundin er vinur sem yljar og leysir.
Elska í vissu lyftir vitundinni á flug
og vonin um nálægð umvefur í trú.

Allt um kring er ástúð sem gefur lífskraft
og unað sem umlykur og óskir opinberast.
Ekkert hrífur nema mikil þrá sem eflir styrk
frá sorgum sem veitist öllum sem þrá og vona.

Oft veldur kvíði og kraftleysi hryggð og depurð
og kostir undramáttar skipta öllu þegar þannig árar.
Hvergi er skjól vonarþels og vissu nema í ástarörmum
sem veita trúarvissu og vonaryl og öflug gefa.

Hjartað skelfist og grætur þegar harmar orna
og hæglátir vindar leika léttir um sorgarvöll.
Það er sem sálin hafi horfið um hríð í birtu
og hafsjór vandræða liti völl án gleðiyls.

Í hita og þunga augnabliksins hvílir hljóðlega
hæglát vera og stundarfró opinberast í ró og hvíld.
Ekkert gleymist og gleðivana horfir í myrkur
en gengin spor hverfa í sandinn án orða og trega.

Ef horft er á sorgarský hverfa inní skuggann
og svífa rólega burt breytist allt í gleðióm.
Vitað er að vonarvilji og frelsisþrá eru góðir gafir
gefnar af öllu hjarta fólki sem þeim ljúflega.

Sólin gullofin skín og kveikir elda hlýja
sem ylja og fylla sálina von og vissu um náð.
Hvergi er elska nema í friðararmi frelsisríkum
funheitum sem roðagylltur lýsir tóm og sorgarþel í óvissu.

Höf. Jóna Rúna Kvaran, ort 7.ágúst 2006.

sunnudagur, ágúst 06, 2006

Kelly

Lítil stúlka ljúflega gengur veg
og lætur fátt trufla enda indíáni.
Í orði grandvör, hlý og hamingjusöm,
heillandi fögur, svo undurblíð og góð.

Umvefjandi kærleika gefur og krefst einskis
í krafti jafnlyndis ástúðlega horfir í spurn.
Án hennar yrði lífið lágdeyða og vanmáttugt
því leiftursýn umvefur af trúmennsku og gleðióð.

Í hita augnabliksins hrífur viss
og hugsi lítur fram á veg án krafna.
Allt svo bjart og blandað von umlykur þakkláta
sem brosandi af yl opnar faðminn í spurn.

Gleðigjafi sem af kærleiksþeli gefur hlýju
og glæðir tilveru vonlítilla og firrtra.
Þessi litla rós gefur allt sem þarf svo glaðlega
enda gullofin ást sem frelsar vondaufa og hrygga.

Í veröld vonleysis og ótta sem glepur er sýn
um veglyndi sem er kostur litaður trúmennsku.
En vordísin fagra veit allt um sorg og sút
og sefandi yljar trúlitlum sem efast en þrá.

Af elsku umvefur og ástúðlega örvar
athugul sál sem knýr áfram veginn.
Lyftistöng undra og orða sem fylla
allt eldmóði án sorgarþels sem lamar.

Kyngimagnað og kraftmikið lítil ljós
sem líknar stöðugt og styður af afli.
Indíánar gefa án orða gjafir sem orna
af gleðivissu og trúarþeli án endurgjalds.

Höf: Jóna Rúna Kvaran, ort 6. ágúst 2006.