Í fjarlægð
Í fjarlægð heyrir frelsisóm sem líknar,
fundin er vinur sem yljar og leysir.
Elska í vissu lyftir vitundinni á flug
og vonin um nálægð umvefur í trú.
Allt um kring er ástúð sem gefur lífskraft
og unað sem umlykur og óskir opinberast.
Ekkert hrífur nema mikil þrá sem eflir styrk
frá sorgum sem veitist öllum sem þrá og vona.
Oft veldur kvíði og kraftleysi hryggð og depurð
og kostir undramáttar skipta öllu þegar þannig árar.
Hvergi er skjól vonarþels og vissu nema í ástarörmum
sem veita trúarvissu og vonaryl og öflug gefa.
Hjartað skelfist og grætur þegar harmar orna
og hæglátir vindar leika léttir um sorgarvöll.
Það er sem sálin hafi horfið um hríð í birtu
og hafsjór vandræða liti völl án gleðiyls.
Í hita og þunga augnabliksins hvílir hljóðlega
hæglát vera og stundarfró opinberast í ró og hvíld.
Ekkert gleymist og gleðivana horfir í myrkur
en gengin spor hverfa í sandinn án orða og trega.
Ef horft er á sorgarský hverfa inní skuggann
og svífa rólega burt breytist allt í gleðióm.
Vitað er að vonarvilji og frelsisþrá eru góðir gafir
gefnar af öllu hjarta fólki sem þeim ljúflega.
Sólin gullofin skín og kveikir elda hlýja
sem ylja og fylla sálina von og vissu um náð.
Hvergi er elska nema í friðararmi frelsisríkum
funheitum sem roðagylltur lýsir tóm og sorgarþel í óvissu.
Höf. Jóna Rúna Kvaran, ort 7.ágúst 2006.
Í fjarlægð heyrir frelsisóm sem líknar,
fundin er vinur sem yljar og leysir.
Elska í vissu lyftir vitundinni á flug
og vonin um nálægð umvefur í trú.
Allt um kring er ástúð sem gefur lífskraft
og unað sem umlykur og óskir opinberast.
Ekkert hrífur nema mikil þrá sem eflir styrk
frá sorgum sem veitist öllum sem þrá og vona.
Oft veldur kvíði og kraftleysi hryggð og depurð
og kostir undramáttar skipta öllu þegar þannig árar.
Hvergi er skjól vonarþels og vissu nema í ástarörmum
sem veita trúarvissu og vonaryl og öflug gefa.
Hjartað skelfist og grætur þegar harmar orna
og hæglátir vindar leika léttir um sorgarvöll.
Það er sem sálin hafi horfið um hríð í birtu
og hafsjór vandræða liti völl án gleðiyls.
Í hita og þunga augnabliksins hvílir hljóðlega
hæglát vera og stundarfró opinberast í ró og hvíld.
Ekkert gleymist og gleðivana horfir í myrkur
en gengin spor hverfa í sandinn án orða og trega.
Ef horft er á sorgarský hverfa inní skuggann
og svífa rólega burt breytist allt í gleðióm.
Vitað er að vonarvilji og frelsisþrá eru góðir gafir
gefnar af öllu hjarta fólki sem þeim ljúflega.
Sólin gullofin skín og kveikir elda hlýja
sem ylja og fylla sálina von og vissu um náð.
Hvergi er elska nema í friðararmi frelsisríkum
funheitum sem roðagylltur lýsir tóm og sorgarþel í óvissu.
Höf. Jóna Rúna Kvaran, ort 7.ágúst 2006.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home