Kaerleikshvetjandi blogg

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Barnið

Í gylltum sólargeisla sigurofnum
stoltir foreldrar í sælu fagna ögn.
Gleðiloga í brennandi trúarglóð
kveikir gulleldur ástarbáls ævióð.

Í roðagylltu skauti lífslindar ljúft
lifir vissa um eilífðargöngu sálar.
Ef mamma tárast eða kímir glatt
undrakrílið í samhyggð tekur þátt.

Um tíma ósýnileg sál í elskuhreiðri
unaðar í kyrrð og yl vex og dafnar.
Með von og vísi að ævisögu í anda
veraldar einbúans af hug og hjarta.

Nú er lítil stjarna í örmum foreldra
umvafin ljómandi kærleiksneistum.
Í okkar veröld með undrun og spurn
opnar lífstakt ævintýraþels framtíðar.

Höf. Jóna Rúna Kvaran

Ort 11-9-2004

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home