Kaerleikshvetjandi blogg

miðvikudagur, júní 28, 2006

Ljóð II
Hugmyndir

Ópin læðast um hugann og hverfa
hægt inn í þögn sálar sem grætur.
Allt svo undurhljótt sem lifir hér
og ekkert sem hvetur eða örvar hugann.

Að horfa í spurn og líta heiminn
er hamingja um stund og yljar.
En óttin kemur og hvergi hlífir
og hönd sorgar umvefur einan.

Það er alltaf spurn hvar hugmyndir eru
sem hvetja áfram veg gleði og vonar.
Kannski í skjóli sem leynist í birtu
sólar opinberast ef beðið er af afli.

Ekki er von á létti í bráð þó ætíð
sé óskað alls sem örvar og hlýjar þreyttum.
Ef skimað er yfir völl undra sem leynast
og ógna þögul þá eflist og magnast vonarvissa.

Án gleði sýna vaknar leiði og líkn
er langt frá þeim heimi sem blasir við.
Ó, að allt verði sem nýtt og notist
án neikvæðis í hafi synda og vondeyfðar.

Ögrandi ógnir vissu um uppgjöf
æpa mót kvíða og drungatrega.
Allt ljómar er litið er lengra fram
á ljóshaf sigra sem blasa við í hryggð.

Ó, að horfa af gleði inn í trúarvissu
er huggun óttaslegnum sem trega.
Ef kvöl er nærri þá kalla á hjálp
og kallið heyrist og allt verður svo bjart.

Höf. Jóna Rúna Kvaran.
Ort á Hjálpræðishernum 29.janúar 2006.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home