smá fortíðardæmi hér:
Samantekt og þýðing: Nína Rúna Kvaran
Rock Star
,,Að gera þessa kvikmynd var virkilega geggjuð lífsreynsla. Ég hef líka alltaf verið mikill þungarokksaðdáandi”, segir leikkonan Jennifer Aniston um nýjustu kvikmynd sína, Rock Star, sem SAM-bíóin munu frumsýna í byrjun næsta desember.
Árið er 1985 og Jennifer fer með hlutverk smábæjarstelpunnar Emily, sem flækist inn í skuggalega undirheima þungarokksins, í tilraun sinni til að halda í við kærastann sinn Chris Cole sem leikinn er af Mark Wahlberg.
Chris lifir og hrærist í þungarokki en í stað þess að gera sína eigin tónlist, dýrkar hann söngvarann í hljómsveitinni Steel Dragon og lætur sig dreyma um að standa í hans sporum. Emily (Jennifer) hefur mikla trú á rokkhæfileikum kærastans en þegar Chris fær loksins tækifæri til þess að láta rokkdrauma sína rætast, verður hin trygga kærasta út undan. Stjarna Chris rís og gamla kærastan fellur í bakgrunn öskrandi aðdáenda.
Eins og vaninn er í Hollywood, var mikil vinna og metnaður lögð í myndina enda ekki ófrægari menn en t.d. George Clooney, sem standa að framleiðslu hennar. Hljómsveitirnar sem koma fram í myndinni eru einnig skipaðar raunverulegum tónlistarmönnum sem að sögn sköpuðu magnaðar persónur á sviðinu. ,,Þetta var eins og maður væri á alvöru rokktónleikum. Ég var í áhorfendaskaranum að horfa á Steel Dragon spila og alls staðar í kringum mig var fólk að öskra af innlifun. Það leið meira að segja yfir eina stelpuna! Þetta var næstum því of raunverulegt”, segir Jennifer Aniston sem greinilega þótti mikið til “hljómsveitarmeðlimanna” koma.
En Jennifer sjálf þykir einnig standa sig nokkuð vel í hlutverki hinnar hversdagslegu Emily. Handritshöfundar myndarinnar höfðu reyndar nokkrar áhyggjur af því hvernig væri hægt að telja áhorfendum trú um það að rokkstjarnan Chris Cole (Mark Wahlberg) væri að horfa á eftir öðrum píum þegar hin “hversdagslega” kærasta hans er leikin af hinni kynþokkafullu Jennifer Aniston. En þær efasemdir höfðu ekki áhrif á leikstjóra Rock Star, Stephen Herek, sem augljóslega er ánægður með frammistöðu leikkonunnar: ,,Jennifer er mjög fær leikkona. Það eru fáir sem búa yfir þessari innbyggðu tilfinningu fyrir tímasetningu gamanleiksins sem hún hefur.”
Fyrir hina fjölmörgu aðdáendur Friends-þáttanna er það að segja að ekki hefur enn verið tekin lokaákvörðun um framtíð þeirra svo að líklega munum við geta notið þess að horfa á Jennifer Aniston og hina vinina í einhvern tíma enn. Svona rétt að lokum til þess að svala örlítið forvitni hinna slúðursjúkari lesenda, þá segist Jennifer vera mjög ánægð í hjónabandi sínu með stórleikaranum Brad Pitt þrátt fyrir að stundum erfitt sé að varðveita friðhelgi einkalífsins. Hún segir þau strax hafa skilið hvort annað ótrúlega vel og að síðastliðið ár hafi verið besta en jafnframt erfiðasta ár ævi sinnar. Hún tekur líka fram að þau vilji bæði eignast börn en svar hennar við þrálátum orðrómi er nei. Hún er ekki ófrísk!
Samantekt og þýðing: Nína Rúna Kvaran
Rock Star
,,Að gera þessa kvikmynd var virkilega geggjuð lífsreynsla. Ég hef líka alltaf verið mikill þungarokksaðdáandi”, segir leikkonan Jennifer Aniston um nýjustu kvikmynd sína, Rock Star, sem SAM-bíóin munu frumsýna í byrjun næsta desember.
Árið er 1985 og Jennifer fer með hlutverk smábæjarstelpunnar Emily, sem flækist inn í skuggalega undirheima þungarokksins, í tilraun sinni til að halda í við kærastann sinn Chris Cole sem leikinn er af Mark Wahlberg.
Chris lifir og hrærist í þungarokki en í stað þess að gera sína eigin tónlist, dýrkar hann söngvarann í hljómsveitinni Steel Dragon og lætur sig dreyma um að standa í hans sporum. Emily (Jennifer) hefur mikla trú á rokkhæfileikum kærastans en þegar Chris fær loksins tækifæri til þess að láta rokkdrauma sína rætast, verður hin trygga kærasta út undan. Stjarna Chris rís og gamla kærastan fellur í bakgrunn öskrandi aðdáenda.
Eins og vaninn er í Hollywood, var mikil vinna og metnaður lögð í myndina enda ekki ófrægari menn en t.d. George Clooney, sem standa að framleiðslu hennar. Hljómsveitirnar sem koma fram í myndinni eru einnig skipaðar raunverulegum tónlistarmönnum sem að sögn sköpuðu magnaðar persónur á sviðinu. ,,Þetta var eins og maður væri á alvöru rokktónleikum. Ég var í áhorfendaskaranum að horfa á Steel Dragon spila og alls staðar í kringum mig var fólk að öskra af innlifun. Það leið meira að segja yfir eina stelpuna! Þetta var næstum því of raunverulegt”, segir Jennifer Aniston sem greinilega þótti mikið til “hljómsveitarmeðlimanna” koma.
En Jennifer sjálf þykir einnig standa sig nokkuð vel í hlutverki hinnar hversdagslegu Emily. Handritshöfundar myndarinnar höfðu reyndar nokkrar áhyggjur af því hvernig væri hægt að telja áhorfendum trú um það að rokkstjarnan Chris Cole (Mark Wahlberg) væri að horfa á eftir öðrum píum þegar hin “hversdagslega” kærasta hans er leikin af hinni kynþokkafullu Jennifer Aniston. En þær efasemdir höfðu ekki áhrif á leikstjóra Rock Star, Stephen Herek, sem augljóslega er ánægður með frammistöðu leikkonunnar: ,,Jennifer er mjög fær leikkona. Það eru fáir sem búa yfir þessari innbyggðu tilfinningu fyrir tímasetningu gamanleiksins sem hún hefur.”
Fyrir hina fjölmörgu aðdáendur Friends-þáttanna er það að segja að ekki hefur enn verið tekin lokaákvörðun um framtíð þeirra svo að líklega munum við geta notið þess að horfa á Jennifer Aniston og hina vinina í einhvern tíma enn. Svona rétt að lokum til þess að svala örlítið forvitni hinna slúðursjúkari lesenda, þá segist Jennifer vera mjög ánægð í hjónabandi sínu með stórleikaranum Brad Pitt þrátt fyrir að stundum erfitt sé að varðveita friðhelgi einkalífsins. Hún segir þau strax hafa skilið hvort annað ótrúlega vel og að síðastliðið ár hafi verið besta en jafnframt erfiðasta ár ævi sinnar. Hún tekur líka fram að þau vilji bæði eignast börn en svar hennar við þrálátum orðrómi er nei. Hún er ekki ófrísk!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home