Kaerleikshvetjandi blogg

sunnudagur, ágúst 06, 2006

Kelly

Lítil stúlka ljúflega gengur veg
og lætur fátt trufla enda indíáni.
Í orði grandvör, hlý og hamingjusöm,
heillandi fögur, svo undurblíð og góð.

Umvefjandi kærleika gefur og krefst einskis
í krafti jafnlyndis ástúðlega horfir í spurn.
Án hennar yrði lífið lágdeyða og vanmáttugt
því leiftursýn umvefur af trúmennsku og gleðióð.

Í hita augnabliksins hrífur viss
og hugsi lítur fram á veg án krafna.
Allt svo bjart og blandað von umlykur þakkláta
sem brosandi af yl opnar faðminn í spurn.

Gleðigjafi sem af kærleiksþeli gefur hlýju
og glæðir tilveru vonlítilla og firrtra.
Þessi litla rós gefur allt sem þarf svo glaðlega
enda gullofin ást sem frelsar vondaufa og hrygga.

Í veröld vonleysis og ótta sem glepur er sýn
um veglyndi sem er kostur litaður trúmennsku.
En vordísin fagra veit allt um sorg og sút
og sefandi yljar trúlitlum sem efast en þrá.

Af elsku umvefur og ástúðlega örvar
athugul sál sem knýr áfram veginn.
Lyftistöng undra og orða sem fylla
allt eldmóði án sorgarþels sem lamar.

Kyngimagnað og kraftmikið lítil ljós
sem líknar stöðugt og styður af afli.
Indíánar gefa án orða gjafir sem orna
af gleðivissu og trúarþeli án endurgjalds.

Höf: Jóna Rúna Kvaran, ort 6. ágúst 2006.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home