Bæn Höf.jrk Við leitum til þin Drottinn í auðmykt hjartans og biðjum þig að vera alltaf nálægan okkur Ekki bara á stundum sigra heldur ósigra lika. Við munum ætið reyna að gera allt sem þer er þokknanlegt jafnvel þo það se þrautum þyngjar á stundum sökum ófullkomleika okkar og bresta. Við viljum gefa þér hlutdeild i öllu okkar lifi og haga hugsunum okkar og athöfnum þannig að þu sem Faðir okkar getir verið sáttur við okkur börnin þin. Það væri gott kæri Faðir að þu reyndir okkur af og til eins go þu hefur gert og þá bæði að þu reynir á trumennsku okkar og einlægni gagnvart þer og þinum vilja til hlutanna Viltu elskulegi Drottinn gefa okkur aukna kærleiksvitund i salina þannig að við eigum enn þa betra með að umbera og elska meðbræður okkar Viltu gefa okkur aukna visku til að meiga ávallt sja hvað er einhver virði og hvað einskis.Viltu jafnframt gefa okkur vit að við sjám þá meðbræðru okkar sem þurfa stuðnigns,umhyggju og kærlieka. Viltu kæri Sakapari himins og jarðar gefa okkur visdóm til að breyta ávallt eins og þu vilt. Alveg sama þo það kosti okkur fornir og fyrirhöfn Megum við himneski faðir virða og fara eftir þeim lögmálum sem þú hefur gefið okkur börnunum þinum til að farmfylgja og fara i hvietna eftir. Við vitum það að þu vakir yfir okkur og veitir okkur innsyn inni þinn vilja til að við latum gott af okkur leiða. Elsku Faðir meigum við alltaf verða þess verðug að hafa navist þina vissa. Við oskum þess að verða alltaf meðvituð að gefa þinum kærleiksvilja lif gangvart hvert öðru Þu drottinn elskar okkur eins og við erum. Við vitum að ef við breytum ekki rett þa erum við að hryggja þig og valda þer vonbrigðum þo svo að þu elskir okkur eins go við erum Við munum þvi kappkosta að þvi kæri Drottinn að lata ætið þinn vilja með fulltingi lögmals þins fá það lif semm þú oskar. Við biðjum þig i auðmykt að hjálpa okkur til að svo verði Verndaðu okkur og leiðbeindu á þeim stigum sem við munum þræða inni framtiðnni. Lattu ljos þinna himnesku lampa lysa okkur á vegi sannleikans og visa okkur leið til þeirrar breytni og þess lifs sem þer er þoknanlegt. Amen JRKMeð kveðju jrk
föstudagur, október 21, 2005
Höldum vörð um viðreista
Ekki fer hjá því á langri ævi að einhvers konar kaflaskil séu tengd lífsgöngu okkar, sem geta verið misvitur og haft ólíkar, margflóknar afleiðingar í för með sér hvort heldur þær eru jálægar eða neilægar. Ég held að það sé nokkuð ljóst að ef okkur um tíma hefur skrikað fótur og við höfum af ýmsum ástæðum vikið af þröngum vegi dyggðarinnar inná breiðan veg hvers kyns bölvunar og vesens, þá er það örugglega ekki lyftistöng sem við kjósum að flagga né sýna öðrum seinna meir þegar okkur tekst að komast aftur á beinu brautina.
Við nefnilega kærum okkur ekki um að undirstrika hvert við annað eða hina, að við kunnum að hafa villst af leið um tíma. Séð frá mér, er ekkert sérstaklega annarlegt við það þó að við þurfum, til að öðlast persónulegan andlegan þroska, að taka af og til einhvers konar drullupolladýfur á vegi vandræða ekkert síður heldur en að fljóta fallega með straumnum á björtum vegi dyggðarinnar.
Það er algjör grundvallarmisskilningur að gera lítið úr þeirri reynslu sem virðist veikja möguleika okkar til vegs og virðingar í samfélagi manna, sér í lagi ef reynslan er lituð einhvers konar myrkri að mati sérfróðra. Ástæðan er sú, að slík reynsla getur í raun verið mjög heppilegt viðmið þakklætis og löngunar í geislum velgengni, sem áminning um það að það skiptir máli að við náum að fóta okkur inní birtunni. En það vill oft gleymast þegar við erum komin þangað að kannski eigum við betra með að halda okkur á þeim stígum einmitt af því að við þekkjum hvað það er mikil þraut og pína, ekki bara fyrir okkur sjálf heldur alla sem elska okkur, að vera á þeim vegi sem leiðir mögulega til hvers kyns glötunar.
Það sama á við afvegaleiðingu myrkurs og þegar við náum okkur upp úr hvers kyns veikindum eða slysum, að þegar okkur farnast vel og allt virðist okkur í haginn, þá kærum við okkur ekkert sérstaklega um að við séum minnt á það að við fengum 0,7 á síðasta prófi eða gátum ekki gengið vegna opins fótasárs. Það er nefnilega sammerkt með okkur öllum að þegar að vel gengur og allt opnast okkur varðandi jákæra framvindu og gleði, þá óskum við ekki eftir að muna að einu sinni var önnur tíð og miklu verri.
Mér hefur þótt afar sárt að fylgjast með því á stundum hvernig fólki sem hefur sigrað veikleika sína og persónuleg vandræði, hefur nánast verið gert ókleift af samferðarmönnum sínum að fá notið sín, miðað við innri gerð reynsluþekkingar og getu vegna þess að viðkomandi á fortíð sem að tilteknum aðilum nútíðar þykir þess eðlis að hún blindar þá á sjón sem er dýrmæt og mikils virði og liggur í því að það er mjög sérstakt að sigra sjálfan sig. Það er alrangt að hanga í fortíðarsýn skakkafalla og misbresta varðandi viðreista, ef þeim auðnast að halda sig á beinu brautinni og gerast sigurvegarar yfir sjálfs síns veikleikum.
Ef við skoðum það hvað það er að vera sigurvegari þá getur enginn orðið slíkur nema sá einn sem nennir að leggja á sig ómælt erfiði og vinnu og hefur eitthvað í innri gerð sinni sem er sérlega eftirtektarvert og liggur frekar í kostum heldur en göllum. Þetta gleymist stundum. Við nefnilega náum ekki tökum á lífi okkar nema að hafa eitthvað til að bera sem manneskjur. Það þýðir ekki að hafa einungis kosti heldur líka galla vegna þess að það er lítið varið í, ef við berum okkur saman við náttúruna, að upplifa frá vöggu til grafar, tengsl við náttúru sem er ein samfella rósa. Við viljum sjá í árstíðum og veðurfari, hvers kyns tilbreytingu sem gleður okkur, hryggir, örvar okkur og dregur úr okkur. Einmitt slíkar viðlíka umpólanir og sviptivindar hið innra gera okkur margflókin og fjölbreytt sem í raun þýðir að við eigum auðveldara með að skilja hvert annað, takast á við atvik og aðstæður, skapa og gefa, þiggja og njóta, auk alls annars sem gerist í innra lífi okkar ef við miðum við að það stjórnist af tilbreytingarríku hreyfiafli eins og allt annað í heiminum og okkur þykir sjálfsagt þó við gleðjumst stundum og hryggjumst líka og allt þar á milli.
Ef við íhugum þann viðreista sem hefur náð að yfirstíga veikleika sína, þá eigum við ekki að gera þá kröfur til viðkomandi með endalausum áminningum um það sem áður var, að sá hinn sami sé eins og eitt allherjarsólskin stöðugt. Ef að það dregur fyrir sólu, þá er ekki gott að viðkomandi sé stöðugt minntur á það að það hafi ekki verið nein gæfa því samfara að vera í skugganum. Þetta getur gerst á sama tíma og við sem ekki höfum afvegaleiðst erum að hlaupa upp og niður, út og suður, í alls kyns hreyfihvörfum sviptinga hið innra, sem kalla auðvitað á ýmis konar hvörf skemmtilegra og miður skemmtilegra þátta sem auðvitað búa inn í okkur öllum. En í okkar huga þá á hinn viðreisti að vera stöðugt eins og geislandi sól og ef dregur fyrir hana innra með viðkomandi þá erum við fljót að lýsa frati á þá persónu.
Það segir sig sjálft að svona afstaða okkar til hvers annars og sér í lagi til þeirra viðreistu, er algjörlega langt frá því að vera náttúruleg, því að þegar allt kemur til alls þá er uppbygging okkar og eðli afar skylt öllu því sem fer fram í náttúrunni sjálfri, sem þýðir að við hljótum að fara frá því hæsta til þess lægsta, frá svartasta myrkri til mestu birtu, og allt hlýtur að gerast innra með okkur sem má finna í hreyfihvörfum náttúrunnar, hvort sem það heitir fegurð eða ljótleiki, styrkur eða veikleiki eða annað.
Höldum því vörð um þá viðreistu og virðum þá sem hetjur sem sigrast hafa á veikleikum sjálfs síns og þannig orðið sigurvegarar vegna eigin kosta þó svo að einhver okkar hinna hafi verið svo heppin að fá tækifæri til að ýta undir að slíkt yrði mögulegt. Meðferð okkar á hetjum á að vera jákvæð, uppörvandi og hvetjandi en ekki lamandi, niðurrífandi og vanvirðandi eða lituð af einhvers konar afskræmdri afstöðu til þeirra sem hafa sýnt vilja og dug til að drífa sig inn á veg tækifæra, dugnaðar og löngunar til að láta gott af sér leiða. Mér hefur þótt sem að við sem ekki höfum verið villuráfandi um tíma svo eftir sé tekið, hafa haft tilhneigingu til að þvælast fyrir þeim viðreistu með alls konar fordómum og leiðindum og frekar draga úr þeim kraft og getu heldur en að hoppa hæð okkar yfir framgangi og sigurvilja þeirra sem hlýtur að verða aðdáunarverður.
Það sem er kannski enn þá sorglegra er að við höfum tilhneigingu til að mismuna viðreistum á þann hátt að það virðist vera algjör grundarvallarmunur á því að vera viðreistur karlmaður í íslensku samfélagi heldur en viðreist kona. Af einhverjum annarlegum ástæðum virðumst við sameinast ranglátlega um það að vera umburðarlyndari gagnvart karlmönnum sem taka á veikleikum sínum heldur en konum sem gera hið sama. Sökum þessa hefur framgangur viðreistra karla verið miklu meira áberandi í samfélaginu og þeir notið mun meiri velgengni heldur en konurnar sem mun frekar eru stimplaðar ævilangt vegna fortíðar sinnar. Þetta þýðir að framtakssamar og viðreistar konur sem hafa eitthvað til að bera sem við hin getum grætt á, halda sig til hlés, annars vegar af ótta við vandlætingu annarra og hins vegar vegna þreytu og vonbrigða vegna endalausra áminninga um að kvenmaður sem kemur úr brostinni fortíð geti haft lítið fram að færa og sé einskis virði. En karlmanni með sama bakgrunn er mun betur tekið heldur en konunni sem á nákvæmlega sömu reynsluþætti úr sinni fortíð og karlmaðurinn.
Ég vil því skora á okkur hin sem ekki höfum afvegaleiðst að sýna þeim viðreistu ekki bara virðingu heldur líka hollustu, minnug þess að það er enginn meðal Jón eða Gunna sem drífur sig upp úr drullunni og verður með dýrmæta reynsluþekkingu í farteskinu sem afleiðing, heldur fólk sem sannar svo um munar með því að sigra sjálft sig, að það er hetjur og manna líklegast til að verða ekki bara sjálfum sér heldur líka þeim sem mæta þeim, til gleði og hvatningar af alls kyns toga, ekkert síður en að geta pirrað og valdið leiðindum. Þá minni ég á að nákvæmlega það sama bjóðum við hin upp á, af því að þegar allt kemur til alls, þá erum við öll hluti þess sem lifir, sem þýðir að í hverju einu okkar býr eitthvert afbrigði náttúrunnar og sem slík hljótum við alltaf að vera á alls kyns innri hreyfingu sem ýmist gleður eða hryggir.
Húrra fyrir ykkur sem hafið náð tökum á lífi ykkar þannig að eftir er tekið og megi hetjulund ykkar verða okkur hinum, ekki bara góð og holl fyrirmynd heldur líka til þess að gleðja okkur og hvetja og auka skilning okkar á því að öll reynsla, hvernig sem hún er tilkomin, eykur ríkidæmi okkar. Þetta þýðir aukið frelsi og möguleika sem geta orðið blessunarríkir ef við viljum það sjálf og okkur er ekki gert ókleift að rísa upp til velgengni og aukins frama, af misvitru fólki sem sér ekki tilgang og dýrmæti það sem í því liggur að hafa ekki farið sléttan veg og beinan til að finna sig og kosti sína. Hunsum því ekki góðar afleiðingar hvers kyns myrkurs ef að það eykur í núinu birtu og yl. Við eigum engu af mannanna börnum að mismuna og því eiga viðreistar konur sama rétt og karlar til að fá að njóta sín án þess að verða fyrir fordómum og fyrirstöðum í þeim okkar sem ekki hafa þurft að fara sömu leið í átt til persónulegs þroska.
Munum að það er Guði þóknanlegt að gleðjast yfir því ef týndur sauður ratar inn í réttir ávinnings og árangurs, í burt frá myrkri og hvers kyns volæði. Gerum ekki viðreista að flóttamönnum sem velja að fela sig fyrir umheiminum í stað þess að ganga um mitt á meðal okkar og leyfa okkur hinum að skína undir reynslusól þeirra sem einhvern tíma hafa villst af leið og í millitíðinni nælt sér í aukna sólargeisla sem getur yljað okkur hinum og lýst upp líf okkar. Höfnum ekki hetjum fyrir misviturt hugvit.
Jóna Rúna Kvaran,
Blaðamaður og rithöfundur.
Ekki fer hjá því á langri ævi að einhvers konar kaflaskil séu tengd lífsgöngu okkar, sem geta verið misvitur og haft ólíkar, margflóknar afleiðingar í för með sér hvort heldur þær eru jálægar eða neilægar. Ég held að það sé nokkuð ljóst að ef okkur um tíma hefur skrikað fótur og við höfum af ýmsum ástæðum vikið af þröngum vegi dyggðarinnar inná breiðan veg hvers kyns bölvunar og vesens, þá er það örugglega ekki lyftistöng sem við kjósum að flagga né sýna öðrum seinna meir þegar okkur tekst að komast aftur á beinu brautina.
Við nefnilega kærum okkur ekki um að undirstrika hvert við annað eða hina, að við kunnum að hafa villst af leið um tíma. Séð frá mér, er ekkert sérstaklega annarlegt við það þó að við þurfum, til að öðlast persónulegan andlegan þroska, að taka af og til einhvers konar drullupolladýfur á vegi vandræða ekkert síður heldur en að fljóta fallega með straumnum á björtum vegi dyggðarinnar.
Það er algjör grundvallarmisskilningur að gera lítið úr þeirri reynslu sem virðist veikja möguleika okkar til vegs og virðingar í samfélagi manna, sér í lagi ef reynslan er lituð einhvers konar myrkri að mati sérfróðra. Ástæðan er sú, að slík reynsla getur í raun verið mjög heppilegt viðmið þakklætis og löngunar í geislum velgengni, sem áminning um það að það skiptir máli að við náum að fóta okkur inní birtunni. En það vill oft gleymast þegar við erum komin þangað að kannski eigum við betra með að halda okkur á þeim stígum einmitt af því að við þekkjum hvað það er mikil þraut og pína, ekki bara fyrir okkur sjálf heldur alla sem elska okkur, að vera á þeim vegi sem leiðir mögulega til hvers kyns glötunar.
Það sama á við afvegaleiðingu myrkurs og þegar við náum okkur upp úr hvers kyns veikindum eða slysum, að þegar okkur farnast vel og allt virðist okkur í haginn, þá kærum við okkur ekkert sérstaklega um að við séum minnt á það að við fengum 0,7 á síðasta prófi eða gátum ekki gengið vegna opins fótasárs. Það er nefnilega sammerkt með okkur öllum að þegar að vel gengur og allt opnast okkur varðandi jákæra framvindu og gleði, þá óskum við ekki eftir að muna að einu sinni var önnur tíð og miklu verri.
Mér hefur þótt afar sárt að fylgjast með því á stundum hvernig fólki sem hefur sigrað veikleika sína og persónuleg vandræði, hefur nánast verið gert ókleift af samferðarmönnum sínum að fá notið sín, miðað við innri gerð reynsluþekkingar og getu vegna þess að viðkomandi á fortíð sem að tilteknum aðilum nútíðar þykir þess eðlis að hún blindar þá á sjón sem er dýrmæt og mikils virði og liggur í því að það er mjög sérstakt að sigra sjálfan sig. Það er alrangt að hanga í fortíðarsýn skakkafalla og misbresta varðandi viðreista, ef þeim auðnast að halda sig á beinu brautinni og gerast sigurvegarar yfir sjálfs síns veikleikum.
Ef við skoðum það hvað það er að vera sigurvegari þá getur enginn orðið slíkur nema sá einn sem nennir að leggja á sig ómælt erfiði og vinnu og hefur eitthvað í innri gerð sinni sem er sérlega eftirtektarvert og liggur frekar í kostum heldur en göllum. Þetta gleymist stundum. Við nefnilega náum ekki tökum á lífi okkar nema að hafa eitthvað til að bera sem manneskjur. Það þýðir ekki að hafa einungis kosti heldur líka galla vegna þess að það er lítið varið í, ef við berum okkur saman við náttúruna, að upplifa frá vöggu til grafar, tengsl við náttúru sem er ein samfella rósa. Við viljum sjá í árstíðum og veðurfari, hvers kyns tilbreytingu sem gleður okkur, hryggir, örvar okkur og dregur úr okkur. Einmitt slíkar viðlíka umpólanir og sviptivindar hið innra gera okkur margflókin og fjölbreytt sem í raun þýðir að við eigum auðveldara með að skilja hvert annað, takast á við atvik og aðstæður, skapa og gefa, þiggja og njóta, auk alls annars sem gerist í innra lífi okkar ef við miðum við að það stjórnist af tilbreytingarríku hreyfiafli eins og allt annað í heiminum og okkur þykir sjálfsagt þó við gleðjumst stundum og hryggjumst líka og allt þar á milli.
Ef við íhugum þann viðreista sem hefur náð að yfirstíga veikleika sína, þá eigum við ekki að gera þá kröfur til viðkomandi með endalausum áminningum um það sem áður var, að sá hinn sami sé eins og eitt allherjarsólskin stöðugt. Ef að það dregur fyrir sólu, þá er ekki gott að viðkomandi sé stöðugt minntur á það að það hafi ekki verið nein gæfa því samfara að vera í skugganum. Þetta getur gerst á sama tíma og við sem ekki höfum afvegaleiðst erum að hlaupa upp og niður, út og suður, í alls kyns hreyfihvörfum sviptinga hið innra, sem kalla auðvitað á ýmis konar hvörf skemmtilegra og miður skemmtilegra þátta sem auðvitað búa inn í okkur öllum. En í okkar huga þá á hinn viðreisti að vera stöðugt eins og geislandi sól og ef dregur fyrir hana innra með viðkomandi þá erum við fljót að lýsa frati á þá persónu.
Það segir sig sjálft að svona afstaða okkar til hvers annars og sér í lagi til þeirra viðreistu, er algjörlega langt frá því að vera náttúruleg, því að þegar allt kemur til alls þá er uppbygging okkar og eðli afar skylt öllu því sem fer fram í náttúrunni sjálfri, sem þýðir að við hljótum að fara frá því hæsta til þess lægsta, frá svartasta myrkri til mestu birtu, og allt hlýtur að gerast innra með okkur sem má finna í hreyfihvörfum náttúrunnar, hvort sem það heitir fegurð eða ljótleiki, styrkur eða veikleiki eða annað.
Höldum því vörð um þá viðreistu og virðum þá sem hetjur sem sigrast hafa á veikleikum sjálfs síns og þannig orðið sigurvegarar vegna eigin kosta þó svo að einhver okkar hinna hafi verið svo heppin að fá tækifæri til að ýta undir að slíkt yrði mögulegt. Meðferð okkar á hetjum á að vera jákvæð, uppörvandi og hvetjandi en ekki lamandi, niðurrífandi og vanvirðandi eða lituð af einhvers konar afskræmdri afstöðu til þeirra sem hafa sýnt vilja og dug til að drífa sig inn á veg tækifæra, dugnaðar og löngunar til að láta gott af sér leiða. Mér hefur þótt sem að við sem ekki höfum verið villuráfandi um tíma svo eftir sé tekið, hafa haft tilhneigingu til að þvælast fyrir þeim viðreistu með alls konar fordómum og leiðindum og frekar draga úr þeim kraft og getu heldur en að hoppa hæð okkar yfir framgangi og sigurvilja þeirra sem hlýtur að verða aðdáunarverður.
Það sem er kannski enn þá sorglegra er að við höfum tilhneigingu til að mismuna viðreistum á þann hátt að það virðist vera algjör grundarvallarmunur á því að vera viðreistur karlmaður í íslensku samfélagi heldur en viðreist kona. Af einhverjum annarlegum ástæðum virðumst við sameinast ranglátlega um það að vera umburðarlyndari gagnvart karlmönnum sem taka á veikleikum sínum heldur en konum sem gera hið sama. Sökum þessa hefur framgangur viðreistra karla verið miklu meira áberandi í samfélaginu og þeir notið mun meiri velgengni heldur en konurnar sem mun frekar eru stimplaðar ævilangt vegna fortíðar sinnar. Þetta þýðir að framtakssamar og viðreistar konur sem hafa eitthvað til að bera sem við hin getum grætt á, halda sig til hlés, annars vegar af ótta við vandlætingu annarra og hins vegar vegna þreytu og vonbrigða vegna endalausra áminninga um að kvenmaður sem kemur úr brostinni fortíð geti haft lítið fram að færa og sé einskis virði. En karlmanni með sama bakgrunn er mun betur tekið heldur en konunni sem á nákvæmlega sömu reynsluþætti úr sinni fortíð og karlmaðurinn.
Ég vil því skora á okkur hin sem ekki höfum afvegaleiðst að sýna þeim viðreistu ekki bara virðingu heldur líka hollustu, minnug þess að það er enginn meðal Jón eða Gunna sem drífur sig upp úr drullunni og verður með dýrmæta reynsluþekkingu í farteskinu sem afleiðing, heldur fólk sem sannar svo um munar með því að sigra sjálft sig, að það er hetjur og manna líklegast til að verða ekki bara sjálfum sér heldur líka þeim sem mæta þeim, til gleði og hvatningar af alls kyns toga, ekkert síður en að geta pirrað og valdið leiðindum. Þá minni ég á að nákvæmlega það sama bjóðum við hin upp á, af því að þegar allt kemur til alls, þá erum við öll hluti þess sem lifir, sem þýðir að í hverju einu okkar býr eitthvert afbrigði náttúrunnar og sem slík hljótum við alltaf að vera á alls kyns innri hreyfingu sem ýmist gleður eða hryggir.
Húrra fyrir ykkur sem hafið náð tökum á lífi ykkar þannig að eftir er tekið og megi hetjulund ykkar verða okkur hinum, ekki bara góð og holl fyrirmynd heldur líka til þess að gleðja okkur og hvetja og auka skilning okkar á því að öll reynsla, hvernig sem hún er tilkomin, eykur ríkidæmi okkar. Þetta þýðir aukið frelsi og möguleika sem geta orðið blessunarríkir ef við viljum það sjálf og okkur er ekki gert ókleift að rísa upp til velgengni og aukins frama, af misvitru fólki sem sér ekki tilgang og dýrmæti það sem í því liggur að hafa ekki farið sléttan veg og beinan til að finna sig og kosti sína. Hunsum því ekki góðar afleiðingar hvers kyns myrkurs ef að það eykur í núinu birtu og yl. Við eigum engu af mannanna börnum að mismuna og því eiga viðreistar konur sama rétt og karlar til að fá að njóta sín án þess að verða fyrir fordómum og fyrirstöðum í þeim okkar sem ekki hafa þurft að fara sömu leið í átt til persónulegs þroska.
Munum að það er Guði þóknanlegt að gleðjast yfir því ef týndur sauður ratar inn í réttir ávinnings og árangurs, í burt frá myrkri og hvers kyns volæði. Gerum ekki viðreista að flóttamönnum sem velja að fela sig fyrir umheiminum í stað þess að ganga um mitt á meðal okkar og leyfa okkur hinum að skína undir reynslusól þeirra sem einhvern tíma hafa villst af leið og í millitíðinni nælt sér í aukna sólargeisla sem getur yljað okkur hinum og lýst upp líf okkar. Höfnum ekki hetjum fyrir misviturt hugvit.
Jóna Rúna Kvaran,
Blaðamaður og rithöfundur.
Hindranir
Höf:Jona Runa
Andlegar sem líkamlegar torfærur eru liður í lífi margra okkar. Ef við höfum ákveðið að ná árangri í einhverju máli getur okkur þótt ósanngjarnt og fjötrandi að finna til þess að verið sé að tefja framkvæmdir okkar og framgang að ósekju.
Við getum reynt að spyrna á móti og ákveðið að halda okkar striki þrátt fyrir hlekkina. Auðvitað getur það reynst okkur torvelt og aftrandi ef augljósar hömlur og truflanir eru eins og slagbrandar fyrir áætlunum okkar og þrám. Þegar þannig árar skiptir máli að við séum bæði jásýn og hugrökk og veljum fremur að sigrast á viðstöðunum en að gefast upp fyrir höftunum og láta deigan síga.
Við verðum jafnframt að átta okkur á gildi þess sem við kjósum að aðhafast og vera nokkuð viss um að það sé þess virði að berjast fyrir. Við getum ekki verið viss um að allt sem við viljum sjá vaxa og dafna geri það án óþæginda og tálma. Oftast þurfum við að vera ákveðin og stefnuvís ef okkur langar til þess að sjá ákjósanlega uppskeru af því sem við áætlum og sáum
Torveldar aðstæður og afstýrandi geta óneitanlega verið reynslumiklar og þroskaörvandi. Eriðleikar eru til þess að sigrast á þeim og það er ekkert fengið við að allt sem við tökumst á við gangi snuðru- og skakkafallalaust fyrir sig. Við sem viljum hafa fyrir hlutunum vitum að það sem krefst fyrirhafnar og fórna vex oft og eflist í höndunum á okkur þannig að við getum verið bæði hreykin og stolt af.
Hindranir eru margvíslegar og oftar en ekki eru þær fylgifiskar góðra og athyglisverðra markmiða. Best er því að við lítum þær jásýnum augum en ekki neisýnum, jafnvel þó þær séu tímabundið bæði hamlandi og aftrandi. Því er rétt að við eflum með okkur aukna tiltrú á mikilvægi þess að verða ekki sjálf til þess að veikja vinningsvonir okkar með uppgjöf og depurð á tímum tálma og óhagræðis. Við sem viljum vinna til sigurs í sem flestum tilvikum eigum að vera fastákveðin í því að láta ekki augljósar hindranir og skorður draga úr baráttuvilja okkar og vissu um mikilvægi þess sem við erum að vinna að hverju sinni.
Ágætt er að muna að við sem erum ákveðin og stefnustaðföst eigum mun betra með að yfirstíga og vinna bug á truflunum og öftrunum en þau okkar sem eru lingeðja og sérhlífin. Hyggilegt er að við séum vonglöð og kröftug þegar þvergirðingssveifla og útilokunarþytur umlykja markmið okkar og þrár. Höfnum því hindrunum sem fjötrandi og frjálsræðissviptandi afli í lífi okkar og tilveru. Lítum á torveldar aðstæður sem áskorandi aflgjafa og sigurvísandi árangurskveikju frekar en niðurrífandi og neisama tálmagildru sem örðugt er að uppræta og vinna bug á þrátt fyrir góðan vilja.
+++
Umræða:
Fatlaður! Fínt ég skelli á!
Eins og þjóðin veit væntanlega, þá lenti ég í vinnuslysi sumarið 2002 og skaddaðist mjög alvarlega á þremur útlimum. Í kjölfar þess hafa fylgt aðgerðir og tilheyrandi vesen bæði fyrir mig og þá sem hafa löngun til að styðja mig. Það segir sig sjálft að þetta þýðir ekki að bara eitt breytist í lífi manns heldur bókstaflega allt. Einn liðurinn í þessari breytingu er að í bónus fékk ég tiltekna líkamlega þætti og suma félags- og samskiptalega mjög óþægilega vægast sagt.
Eins og við vitum öll sem höfum skírst og fermst inn í kristna kirkju og höfum lesið Gamla testamentið, þá var einn aðaleinstaklingur þess , Móses, mjög alvarlegur stamari. Svo alvarlegur að hann gat ekki talað sjálfur heldur hafði bróður sinn sem túlk fyrir sig. Eftir að hafa öðlast sem hlut af stamarabónus, öll einkenni Móses-syndrómsins og orðið stamari frá mínútu til mínútu, í hvert einasta skiptið sem ég opna á mér munninn, þá hef ég kynnst ýmsu sem ég þekkti ekki áður. Ég er samfélagsþegn, borga skatta og á samskipti af ýmsum toga sem ég kýs ekki síður núna eins farlama og ég er, að láta fara fram í gegnum síma frekar en annað, þar sem ég geng við tvo stafi eða göngugrind, sem leið að meðal annars tækifærum til að borga reikninga, afla mér upplýsinga um eitt og annað. Hafi ég haft gagn af símanum fyrir sjálfa mig áður, sem var mjög takmarkað því mér í raun leiðast slík samskipti, fellur betur þau sem fara fram auga fyrir auga, þá hef ég í gegnum vinnuslysafötlun mína, öðlast alveg nýjan skilning á því hvað það er að geta hvorki gengið né talað svo vel fari.
Það sem ég varð vör við mjög fljótlega, um leið og ég þurfti að nota símann, bæði hjá opinberum fyrirtækjum og ýmis konar stofnunum sem hafa með hvers kyns fyrirgreiðslur að gera, var ótrúlegur hegðunarháttur þeirra sem sátu hinum megin á línunni og þurftu að eiga við stamarann samskipti, sem fram að þessu höfðu alltaf farið fram á jafnréttisgrundvelli. Ég minnist þess ekki þegar ég lít til baka, nema í svo miklum undantekningartilvikum, að ég hafi nokkrum tíma í fortíðinni orðið fyrir þeirri bitru reynslu að snúið hafi verið útúr fyrir mér hjá þjónustufyrirtæki sem aflar fólki upplýsinga, hæðst að talanda mínum eða skellt á mig. Jafnvel hefur þetta gengið svo langt að fólk hefur vogað sér að spyrja mig af hverju ég talaði svona, fólk sem er í þjónustu og fær greitt fyrir það, á ekkert með það að eyða tíma í alla þessa ömurlegu þætti sem maður uppgötvar og verða hluti af daglegri reynslu manns, þegar maður því miður vegna ástands síns þarf, með viðlíka Móses-stam, að nýta sér þennan samskiptahátt til þess að t.d. borga skuldir sínar.
Ef við berum saman mismun þess að þurfa stamandi að tala í símann og að síðan að mæta í viðlíka fyrirtæki farlama með tvo stafi, þá er algjör grundvallarbreyting á þeim sem þjónustuna veita. En til að gæta alls velsæmis og réttlætis, vil ég taka fram að frá þessu öllu hafa verið heppilegar undantekningar sem ekki hafa látið á neinu bera, heldur tekið manni eins og á að gera, eins og Jónu Rúnu, sem þrátt fyrir alla þessa þrautagöngu, hefur hvorki tapað persónuleikanum sem á sér bústað í sálinni eða sálinni sem á sér bústað í andanum. Ég hef heldur ekki tapað stolti, skapsmunum eða tilfinningum hvort heldur slíkt er jákært eða neikært af minni hendi. Um slíkt verða þeir að dæma sem eiga samskipti við mig, því á meðan ég tala við vegggina eða stólinn sem ég sit mest á, þá fæ ég engar athugasemdir, né heldur frá hundinum mínum né geðstirða fuglinum sem er erfðagóss sem ég í búbót fékk eftir að Nína mín Rúna, flutti frá mér fyrir 5 árum síðan.
Það sem ég ætlaði að segja, eftir þessu persónulegu frávik er þetta: ég er svo orðlaus yfir því framferði og þeirri hegðan sem samborgara mínir í þjónustuhlutverkum í stórum stíl hafa sýnst mér að ég get ekki orða bundist. Ég er orðin þreytt og dauðsár og í raun reið , út í ekki bara áskellingar, útúrsnúninga og yfirheyrslur vegna Móses-syndrómsins, heldur er ég yfir mig hneyksluð og reið yfir því að ef að fötlun einstaklingsins er meðal annars talandinn, þá virðist það skapa skilyrði á allt öðru framferði við hann, hvort sem er í síma (og jafnvel augliti til auglitis sem er þó sjaldgæfara), heldur en vegna líkamlegrar fötlunar. Ef mér skrikar sjáanlega fótur úti fyrir þá eru allir boðnir og búnir, jafnvel stirðasta fólk sem hefur ekki einkenni spretthlaupara eða kúluvarpara, til þess að grípa mig. Það er dásamleg samstaða samborgarana og mikill og jálægur kristilegur nágrannakærleikur, sem auðvitað getur truflað stolt manns á stundum. Maður verður bara að hafa vaðið fyrir neðan sig og líta á hlutina út frá miskunnsama Samverjanum og virða viðleitni hans sem eðalkost viðkomandi, að vilja styðja mann, og láta slíkt jafnvel gerast án þess að vera að velta því nokkuð fyrir sér, hvort að maður myndi detta eða ekki, af því að viðkomandi langar til þess að hjálpa manni og maður leyfir honum það í flestum tilvikum eða bendir og pent á að maður geti bjargað sér sjálfur þó útlitið bendi til annars. Þetta er auðvitað dásamlegt því þetta er hinn sanni náungakærleikur í verki án umhugsunar, því auðvitað getur þetta verið óþægilegt fyrir stolt og skap þess fatlaða. En hitti maður þetta sama fólk í síma, þá er viðmótið allt annað. Þegar kemur í ljós að maður er illa haldinn af barka-fötlun og getur ekki klárað neina setningu án þess að humma eða hiksta, tafsa eða tvítaka vegna sérhljóðavandkvæða, samloku-brengla og endurtekningaatferlis ýmissa orða innan setninga þá er maður í verulega vondum málum Í stað þess að láta ekki á neinu bera og styðja mig eins og þjónustuhlutverk viðkomandi býður upp á, þá hef ég orðið fyrir þeirri bitru og óskemmtilegu reynslu í langan tíma að það er snúið út úr fyrir mér, það eru tekin upp orðin mín og smjattað á þeim, það er jafnvel skellt á mig eða talað til mín eins og ég væri sauðdrukkinn, útúr dópuð eða hreinlega kvartviti. Ef að ekkert af þessu gerist þá heyrist samúðarfull rödd upphefja níutíu gráðu yfirheyrslu eins og ég væri stödd hjá Rannsóknarlögreglu Reykjavík, eins og ég hafi brotið eitthvað af mér sem mér beri að gefa skýrslu um. Jafnvel við þessar annars vegar Sherlock Holmes yfirheyrslur og hinsvegar Florence Nightingale-aðstæður þjónustuaðilans, þó ég hafi bent kurteislega á að ég hafi vegna talanda míns ekki tök á því að útskýra ástand mitt, þá er samt haldið áfram að yfirheyra mig þvert á mótmæli mín, til að undirstrika sem best við mig að á ferðinni sé einhvers konar skilningur sem virkar bara þveröfugt á þann sem er haldinn þessum skelfilegu barkafjötrum. Hann getur ekkert skýrt af hverju ástand hans sé svona. Ef við eigum að tala um hótfyndni í samhengi þessara tveggja viðhorfa til fatlaðra, annars vegar þegar þeim er mætt úti á götu og síðan talað við í síma, þá er samaburður á hegðan jafnvel sömu einstaklinga afar sérstakur við þessar ólíku aðstæður. Ef að fólk styður mann úti á götu þá bara grípur það til manns og vill styðja mann en spyr alls ekki neins, a.m.k að minni reynslu, en hringi ég í sama fólk þá verð ég nánast undantekningalaust fyrir einhverri af þessum bitru samskiptastaðreyndum sem áður eru upptaldar. Eftir á að hyggja, þá er ég eyðilögð yfir þeim staðreyndasannleika, að það skuli virkilega vera brugðist allt öðruvísi við manni ef maður er tungufjötraður og maður þarf að nota síma til samskipta, heldur en ef að maður er með tvo stafi eða í göngugrind eins og ég er líka eftir vinnuslys. Fólkið úti á götu er svo umhugað um að maður nái að halda áfram að það þakkar Föðurnum fyrir það að hafa verið svo heppið hvort sem það var nauðsyn eða ekki, að hafa fengið að styðja mann, og er ánægt með sig og er ekkert að velta því fyrir sér þótt maður þakki fyrir sig eða eigi nokkur orð við það, hvort heldur maður stami eða ekki. Þess vegna get ég ekki skilið af hverju þetta sama fólk leyfir sér að sýna þeim sem hefur Móses-syndróm á jafn háu stigi eins og ég, þetta ótrúlega hámark óháttvísinnar, að vera yfirleitt að gera á nokkurn hátt lítið úr stamaranum í síma með áskellingum, útúrsnúningum og yfirheyrslum þegar það liggur í hlutarins eðli að sá sem hefur viðlíka fötlun og þarf að eiga samskipti í gegnum Bellu, vill ekki láta beina athyglinni að því með neinum hætti eða að það verði til þess að tefja þjónustuaðilann eða hafa af honum tækifæri til að styðja mann fallega af nærfærni og tillitssemi þannig að eftir símtal hugsi maður, ég ætla að hringja á morgun í þessa manneskju. Þetta er ekki mín reynsla af símasamskiptum í nýfenginni talfæravillu minni.
Ég er búin verða fyrir svo átakanlegu og ranglátu framferði af hendi þjónustufulltrúa hinna ýmsu stofnana að ég verð að taka mig taki til þess að geta hugsað mér að nota símasamskiptaleiðina til afgreiðslu minna mála sem ástand mitt með tvö göngustafi og grind segir hljóti að vera auðveldari leið fyrir mig heldur en að þurfa að mæta í eigin persónu á umrædda staði. Ég er ekki að halda því að þetta sé altækt en þetta hefur gerst því miður í meira en 80% tilvika. Vegna þess að á þessu þarf að verða bragarbót, ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir þá sem hafa orðið fyrir áföllum en þurfa samt að eiga símasamskipti til að auðvelda lausn sinna mál sem þjónustufulltrúar eiga að leysa, þá ákvað ég að leggja höfuðið í bleyti. Í fyrstu af sjálfselsku, fyrir eigið egó sem var svo gróflega misboðið vegna þessara samskipta, ef að það mætti verða til þess að ég mætti annars konar framferði. Og viti menn, eftir að ég fór að nota þessa uppskrift þá er framferðið allt annað. Ég vil segja ykkur kæra þjóðin mín, um hvað málið snýst. Núna mæti ég öðru viðhorfi vegna þess að ég tók þá ákvörðun niðurlægð og sár efir að hafa reynt þrautargönguna sem ég er búin að telja upp, að gefa ekki fólki færi á að fara svona með mig. Núna segi ég áður en að nokkur getur sagt annað en halló hinum megin í línunni: ég er stamari, ég vil ekki láta snúa útúr fyrir mér, yfirheyra mig, skella á mig eða efast um ágæti mitt, heldur fá sömu góðu þjónustu hjá fyrirtækinu þínu áður en ég varð fyrir vinnuslysi, varð farlama líkamlega og eignaðist þetta sérstaka stamara-syndróm. Og viti menn, noti ég þessa stamara-uppskrift þá eru engar áskellingar, útúrsnúningar eða yfirheyrslu, heldur sama háttvísin og áður var, tillitssemin, löngunin til þess að auðvelda mér öll þau mögulegum viðskipti eða samskipti sem ég er tilneydd til að eiga við viðkomandi fyrirtæki. Ég segi bara , er þjóðin mín svo furðulega illa upplýst varðandi stamara eða þá sem eiga við talgalla að stríða, að hún kunni ekki að dæma ekki fólk svona eða hinsegin þó að það komi í ljós í símtali við það að talandi þess, raddblær, eða samskiptaháttur viðkomandi sé ekki sniðin algjörlega að hefðbundnum hugmyndum um hvernig hinn venjulegi maður á að tala? Með svona framferði er verið að segja mér stamaranum, að ef þú ert ekki eftir kokkabókum í munninum eða útliti eins og venjulegur maður þá færðu ekkert endilega þá framkomu sem hinn svokallaði eðlilegi einstaklingur mætir í samfélaginu. Með þessu er verið að segja okkur fatlaða fólkinu, að við hentum ekki sem sjálfstæðir, sterkir persónuleikar inn í samfélag manna. Samkvæmt þessu ætti að rífa allt sem er öðruvísi upp með rótum og útrýma því, og slíkt framferði mundum við ekki bjóða trjánum út í garði hjá okkur þó þau vaxi svolítið kræklótt upp. Eða er það elskurnar?
Jóna Rúna Kvaran
Blaðamaður og rithöfundur
Höf:Jona Runa
Andlegar sem líkamlegar torfærur eru liður í lífi margra okkar. Ef við höfum ákveðið að ná árangri í einhverju máli getur okkur þótt ósanngjarnt og fjötrandi að finna til þess að verið sé að tefja framkvæmdir okkar og framgang að ósekju.
Við getum reynt að spyrna á móti og ákveðið að halda okkar striki þrátt fyrir hlekkina. Auðvitað getur það reynst okkur torvelt og aftrandi ef augljósar hömlur og truflanir eru eins og slagbrandar fyrir áætlunum okkar og þrám. Þegar þannig árar skiptir máli að við séum bæði jásýn og hugrökk og veljum fremur að sigrast á viðstöðunum en að gefast upp fyrir höftunum og láta deigan síga.
Við verðum jafnframt að átta okkur á gildi þess sem við kjósum að aðhafast og vera nokkuð viss um að það sé þess virði að berjast fyrir. Við getum ekki verið viss um að allt sem við viljum sjá vaxa og dafna geri það án óþæginda og tálma. Oftast þurfum við að vera ákveðin og stefnuvís ef okkur langar til þess að sjá ákjósanlega uppskeru af því sem við áætlum og sáum
Torveldar aðstæður og afstýrandi geta óneitanlega verið reynslumiklar og þroskaörvandi. Eriðleikar eru til þess að sigrast á þeim og það er ekkert fengið við að allt sem við tökumst á við gangi snuðru- og skakkafallalaust fyrir sig. Við sem viljum hafa fyrir hlutunum vitum að það sem krefst fyrirhafnar og fórna vex oft og eflist í höndunum á okkur þannig að við getum verið bæði hreykin og stolt af.
Hindranir eru margvíslegar og oftar en ekki eru þær fylgifiskar góðra og athyglisverðra markmiða. Best er því að við lítum þær jásýnum augum en ekki neisýnum, jafnvel þó þær séu tímabundið bæði hamlandi og aftrandi. Því er rétt að við eflum með okkur aukna tiltrú á mikilvægi þess að verða ekki sjálf til þess að veikja vinningsvonir okkar með uppgjöf og depurð á tímum tálma og óhagræðis. Við sem viljum vinna til sigurs í sem flestum tilvikum eigum að vera fastákveðin í því að láta ekki augljósar hindranir og skorður draga úr baráttuvilja okkar og vissu um mikilvægi þess sem við erum að vinna að hverju sinni.
Ágætt er að muna að við sem erum ákveðin og stefnustaðföst eigum mun betra með að yfirstíga og vinna bug á truflunum og öftrunum en þau okkar sem eru lingeðja og sérhlífin. Hyggilegt er að við séum vonglöð og kröftug þegar þvergirðingssveifla og útilokunarþytur umlykja markmið okkar og þrár. Höfnum því hindrunum sem fjötrandi og frjálsræðissviptandi afli í lífi okkar og tilveru. Lítum á torveldar aðstæður sem áskorandi aflgjafa og sigurvísandi árangurskveikju frekar en niðurrífandi og neisama tálmagildru sem örðugt er að uppræta og vinna bug á þrátt fyrir góðan vilja.
+++
Umræða:
Fatlaður! Fínt ég skelli á!
Eins og þjóðin veit væntanlega, þá lenti ég í vinnuslysi sumarið 2002 og skaddaðist mjög alvarlega á þremur útlimum. Í kjölfar þess hafa fylgt aðgerðir og tilheyrandi vesen bæði fyrir mig og þá sem hafa löngun til að styðja mig. Það segir sig sjálft að þetta þýðir ekki að bara eitt breytist í lífi manns heldur bókstaflega allt. Einn liðurinn í þessari breytingu er að í bónus fékk ég tiltekna líkamlega þætti og suma félags- og samskiptalega mjög óþægilega vægast sagt.
Eins og við vitum öll sem höfum skírst og fermst inn í kristna kirkju og höfum lesið Gamla testamentið, þá var einn aðaleinstaklingur þess , Móses, mjög alvarlegur stamari. Svo alvarlegur að hann gat ekki talað sjálfur heldur hafði bróður sinn sem túlk fyrir sig. Eftir að hafa öðlast sem hlut af stamarabónus, öll einkenni Móses-syndrómsins og orðið stamari frá mínútu til mínútu, í hvert einasta skiptið sem ég opna á mér munninn, þá hef ég kynnst ýmsu sem ég þekkti ekki áður. Ég er samfélagsþegn, borga skatta og á samskipti af ýmsum toga sem ég kýs ekki síður núna eins farlama og ég er, að láta fara fram í gegnum síma frekar en annað, þar sem ég geng við tvo stafi eða göngugrind, sem leið að meðal annars tækifærum til að borga reikninga, afla mér upplýsinga um eitt og annað. Hafi ég haft gagn af símanum fyrir sjálfa mig áður, sem var mjög takmarkað því mér í raun leiðast slík samskipti, fellur betur þau sem fara fram auga fyrir auga, þá hef ég í gegnum vinnuslysafötlun mína, öðlast alveg nýjan skilning á því hvað það er að geta hvorki gengið né talað svo vel fari.
Það sem ég varð vör við mjög fljótlega, um leið og ég þurfti að nota símann, bæði hjá opinberum fyrirtækjum og ýmis konar stofnunum sem hafa með hvers kyns fyrirgreiðslur að gera, var ótrúlegur hegðunarháttur þeirra sem sátu hinum megin á línunni og þurftu að eiga við stamarann samskipti, sem fram að þessu höfðu alltaf farið fram á jafnréttisgrundvelli. Ég minnist þess ekki þegar ég lít til baka, nema í svo miklum undantekningartilvikum, að ég hafi nokkrum tíma í fortíðinni orðið fyrir þeirri bitru reynslu að snúið hafi verið útúr fyrir mér hjá þjónustufyrirtæki sem aflar fólki upplýsinga, hæðst að talanda mínum eða skellt á mig. Jafnvel hefur þetta gengið svo langt að fólk hefur vogað sér að spyrja mig af hverju ég talaði svona, fólk sem er í þjónustu og fær greitt fyrir það, á ekkert með það að eyða tíma í alla þessa ömurlegu þætti sem maður uppgötvar og verða hluti af daglegri reynslu manns, þegar maður því miður vegna ástands síns þarf, með viðlíka Móses-stam, að nýta sér þennan samskiptahátt til þess að t.d. borga skuldir sínar.
Ef við berum saman mismun þess að þurfa stamandi að tala í símann og að síðan að mæta í viðlíka fyrirtæki farlama með tvo stafi, þá er algjör grundvallarbreyting á þeim sem þjónustuna veita. En til að gæta alls velsæmis og réttlætis, vil ég taka fram að frá þessu öllu hafa verið heppilegar undantekningar sem ekki hafa látið á neinu bera, heldur tekið manni eins og á að gera, eins og Jónu Rúnu, sem þrátt fyrir alla þessa þrautagöngu, hefur hvorki tapað persónuleikanum sem á sér bústað í sálinni eða sálinni sem á sér bústað í andanum. Ég hef heldur ekki tapað stolti, skapsmunum eða tilfinningum hvort heldur slíkt er jákært eða neikært af minni hendi. Um slíkt verða þeir að dæma sem eiga samskipti við mig, því á meðan ég tala við vegggina eða stólinn sem ég sit mest á, þá fæ ég engar athugasemdir, né heldur frá hundinum mínum né geðstirða fuglinum sem er erfðagóss sem ég í búbót fékk eftir að Nína mín Rúna, flutti frá mér fyrir 5 árum síðan.
Það sem ég ætlaði að segja, eftir þessu persónulegu frávik er þetta: ég er svo orðlaus yfir því framferði og þeirri hegðan sem samborgara mínir í þjónustuhlutverkum í stórum stíl hafa sýnst mér að ég get ekki orða bundist. Ég er orðin þreytt og dauðsár og í raun reið , út í ekki bara áskellingar, útúrsnúninga og yfirheyrslur vegna Móses-syndrómsins, heldur er ég yfir mig hneyksluð og reið yfir því að ef að fötlun einstaklingsins er meðal annars talandinn, þá virðist það skapa skilyrði á allt öðru framferði við hann, hvort sem er í síma (og jafnvel augliti til auglitis sem er þó sjaldgæfara), heldur en vegna líkamlegrar fötlunar. Ef mér skrikar sjáanlega fótur úti fyrir þá eru allir boðnir og búnir, jafnvel stirðasta fólk sem hefur ekki einkenni spretthlaupara eða kúluvarpara, til þess að grípa mig. Það er dásamleg samstaða samborgarana og mikill og jálægur kristilegur nágrannakærleikur, sem auðvitað getur truflað stolt manns á stundum. Maður verður bara að hafa vaðið fyrir neðan sig og líta á hlutina út frá miskunnsama Samverjanum og virða viðleitni hans sem eðalkost viðkomandi, að vilja styðja mann, og láta slíkt jafnvel gerast án þess að vera að velta því nokkuð fyrir sér, hvort að maður myndi detta eða ekki, af því að viðkomandi langar til þess að hjálpa manni og maður leyfir honum það í flestum tilvikum eða bendir og pent á að maður geti bjargað sér sjálfur þó útlitið bendi til annars. Þetta er auðvitað dásamlegt því þetta er hinn sanni náungakærleikur í verki án umhugsunar, því auðvitað getur þetta verið óþægilegt fyrir stolt og skap þess fatlaða. En hitti maður þetta sama fólk í síma, þá er viðmótið allt annað. Þegar kemur í ljós að maður er illa haldinn af barka-fötlun og getur ekki klárað neina setningu án þess að humma eða hiksta, tafsa eða tvítaka vegna sérhljóðavandkvæða, samloku-brengla og endurtekningaatferlis ýmissa orða innan setninga þá er maður í verulega vondum málum Í stað þess að láta ekki á neinu bera og styðja mig eins og þjónustuhlutverk viðkomandi býður upp á, þá hef ég orðið fyrir þeirri bitru og óskemmtilegu reynslu í langan tíma að það er snúið út úr fyrir mér, það eru tekin upp orðin mín og smjattað á þeim, það er jafnvel skellt á mig eða talað til mín eins og ég væri sauðdrukkinn, útúr dópuð eða hreinlega kvartviti. Ef að ekkert af þessu gerist þá heyrist samúðarfull rödd upphefja níutíu gráðu yfirheyrslu eins og ég væri stödd hjá Rannsóknarlögreglu Reykjavík, eins og ég hafi brotið eitthvað af mér sem mér beri að gefa skýrslu um. Jafnvel við þessar annars vegar Sherlock Holmes yfirheyrslur og hinsvegar Florence Nightingale-aðstæður þjónustuaðilans, þó ég hafi bent kurteislega á að ég hafi vegna talanda míns ekki tök á því að útskýra ástand mitt, þá er samt haldið áfram að yfirheyra mig þvert á mótmæli mín, til að undirstrika sem best við mig að á ferðinni sé einhvers konar skilningur sem virkar bara þveröfugt á þann sem er haldinn þessum skelfilegu barkafjötrum. Hann getur ekkert skýrt af hverju ástand hans sé svona. Ef við eigum að tala um hótfyndni í samhengi þessara tveggja viðhorfa til fatlaðra, annars vegar þegar þeim er mætt úti á götu og síðan talað við í síma, þá er samaburður á hegðan jafnvel sömu einstaklinga afar sérstakur við þessar ólíku aðstæður. Ef að fólk styður mann úti á götu þá bara grípur það til manns og vill styðja mann en spyr alls ekki neins, a.m.k að minni reynslu, en hringi ég í sama fólk þá verð ég nánast undantekningalaust fyrir einhverri af þessum bitru samskiptastaðreyndum sem áður eru upptaldar. Eftir á að hyggja, þá er ég eyðilögð yfir þeim staðreyndasannleika, að það skuli virkilega vera brugðist allt öðruvísi við manni ef maður er tungufjötraður og maður þarf að nota síma til samskipta, heldur en ef að maður er með tvo stafi eða í göngugrind eins og ég er líka eftir vinnuslys. Fólkið úti á götu er svo umhugað um að maður nái að halda áfram að það þakkar Föðurnum fyrir það að hafa verið svo heppið hvort sem það var nauðsyn eða ekki, að hafa fengið að styðja mann, og er ánægt með sig og er ekkert að velta því fyrir sér þótt maður þakki fyrir sig eða eigi nokkur orð við það, hvort heldur maður stami eða ekki. Þess vegna get ég ekki skilið af hverju þetta sama fólk leyfir sér að sýna þeim sem hefur Móses-syndróm á jafn háu stigi eins og ég, þetta ótrúlega hámark óháttvísinnar, að vera yfirleitt að gera á nokkurn hátt lítið úr stamaranum í síma með áskellingum, útúrsnúningum og yfirheyrslum þegar það liggur í hlutarins eðli að sá sem hefur viðlíka fötlun og þarf að eiga samskipti í gegnum Bellu, vill ekki láta beina athyglinni að því með neinum hætti eða að það verði til þess að tefja þjónustuaðilann eða hafa af honum tækifæri til að styðja mann fallega af nærfærni og tillitssemi þannig að eftir símtal hugsi maður, ég ætla að hringja á morgun í þessa manneskju. Þetta er ekki mín reynsla af símasamskiptum í nýfenginni talfæravillu minni.
Ég er búin verða fyrir svo átakanlegu og ranglátu framferði af hendi þjónustufulltrúa hinna ýmsu stofnana að ég verð að taka mig taki til þess að geta hugsað mér að nota símasamskiptaleiðina til afgreiðslu minna mála sem ástand mitt með tvö göngustafi og grind segir hljóti að vera auðveldari leið fyrir mig heldur en að þurfa að mæta í eigin persónu á umrædda staði. Ég er ekki að halda því að þetta sé altækt en þetta hefur gerst því miður í meira en 80% tilvika. Vegna þess að á þessu þarf að verða bragarbót, ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir þá sem hafa orðið fyrir áföllum en þurfa samt að eiga símasamskipti til að auðvelda lausn sinna mál sem þjónustufulltrúar eiga að leysa, þá ákvað ég að leggja höfuðið í bleyti. Í fyrstu af sjálfselsku, fyrir eigið egó sem var svo gróflega misboðið vegna þessara samskipta, ef að það mætti verða til þess að ég mætti annars konar framferði. Og viti menn, eftir að ég fór að nota þessa uppskrift þá er framferðið allt annað. Ég vil segja ykkur kæra þjóðin mín, um hvað málið snýst. Núna mæti ég öðru viðhorfi vegna þess að ég tók þá ákvörðun niðurlægð og sár efir að hafa reynt þrautargönguna sem ég er búin að telja upp, að gefa ekki fólki færi á að fara svona með mig. Núna segi ég áður en að nokkur getur sagt annað en halló hinum megin í línunni: ég er stamari, ég vil ekki láta snúa útúr fyrir mér, yfirheyra mig, skella á mig eða efast um ágæti mitt, heldur fá sömu góðu þjónustu hjá fyrirtækinu þínu áður en ég varð fyrir vinnuslysi, varð farlama líkamlega og eignaðist þetta sérstaka stamara-syndróm. Og viti menn, noti ég þessa stamara-uppskrift þá eru engar áskellingar, útúrsnúningar eða yfirheyrslu, heldur sama háttvísin og áður var, tillitssemin, löngunin til þess að auðvelda mér öll þau mögulegum viðskipti eða samskipti sem ég er tilneydd til að eiga við viðkomandi fyrirtæki. Ég segi bara , er þjóðin mín svo furðulega illa upplýst varðandi stamara eða þá sem eiga við talgalla að stríða, að hún kunni ekki að dæma ekki fólk svona eða hinsegin þó að það komi í ljós í símtali við það að talandi þess, raddblær, eða samskiptaháttur viðkomandi sé ekki sniðin algjörlega að hefðbundnum hugmyndum um hvernig hinn venjulegi maður á að tala? Með svona framferði er verið að segja mér stamaranum, að ef þú ert ekki eftir kokkabókum í munninum eða útliti eins og venjulegur maður þá færðu ekkert endilega þá framkomu sem hinn svokallaði eðlilegi einstaklingur mætir í samfélaginu. Með þessu er verið að segja okkur fatlaða fólkinu, að við hentum ekki sem sjálfstæðir, sterkir persónuleikar inn í samfélag manna. Samkvæmt þessu ætti að rífa allt sem er öðruvísi upp með rótum og útrýma því, og slíkt framferði mundum við ekki bjóða trjánum út í garði hjá okkur þó þau vaxi svolítið kræklótt upp. Eða er það elskurnar?
Jóna Rúna Kvaran
Blaðamaður og rithöfundur
miðvikudagur, október 19, 2005
Höf Jóna Rúna
" Auðmýkt"
Hvað sem flestum dygðum líður, er nokkuð víst að lítillæti í hinum ýmsu myndum og af ólíkum tilefnum er eins og hver önnur innri prýði í fari fólks. Fátt reyndar notalegra en kynnast einmitt þannig hugsandi persónu. Við vitum að óhóflegt stærilæti er víða við lýði í hegðun og útgeislun einstaklinga. Merkikerti sem hreykja sér hátt og óheflað oftast af litlum sem engum sérstökum tilefnum reynast oftar en ekki við frekari viðkynningu vera heldur óáhugaverð þegar til lengdar lætur. Manneskja sem hefur til að mynda orðið sigurvegari á hinum ýmsu sviðum sammannlegra samskipta kýs oftar en ekki framkomu og fas sem er hógvært og andlega nærandi. Það segir þó nokkuð mikið um ágæti manngildis þeirra sem eru lítillátir hvað þeim tekst dásamlega, þrátt fyrir andlega yfirburði sína að falla vel að hinum sem mega sín minna í mikilvægi innri dyggða og athygliverðra eðlisþátta. Sá sem er lítillátur og nærgætinn er oftast auðmjúkur jafnframt. Þó viðkomandi sé ekki stöðugt að minna á ágæti sitt virðist engu líkara en þeir sem annað hvort umgangast hann eða bara honum mæta eins og af tilviljun bæði sjái og finni að þar fer hinn athyglisverðasta persóna vegna innri eðlisþátta sinna. Þeir kjósa líka fátt fremur en að fá sem lengst og sem oftast að vera samvistum við viðkomandi. Það er kannski hægt að segja sem svo að lífsbaráttan geri okkur, að minnsta kosti þau okkar sem hafa kynnst mótdrægum hliðum lífsins fyrr eða síðar lítillát. Hitt er svo alveg ljóst líka að innra með sumum okkar er svo mikil fyrirferð á hroka að ekkert það í manngildi okkar fær líf sem minnir eitt augnablik á smálæti. Það sem við köllum stundum meðlæti reynir þó nokkuð einmitt á kost eins og auðmýkt vissulega verður að teljast vera. Það að hafa áorkað einhverri býsn andlega sem veraldlega þýðir ekki að við eigum endilega að telja okkur öðrum fullkomnari. Það er miklu eðlilegra ef svo er, að við í þakklætisskyni við forsjónina fylltumst af og til lotningu til hennar. Eins er hyggilegt að minna sig jafnframt á að það eru vissulega forréttindi að ná hvers kyns árangri sem verður að teljast umtalsverður og öðrum ávinningum eftirtektarverðari. Það er t.d. ekkert sjálfsagt að vera bæði gáfaður og góður, auk þess t.d. að hafa fengið í vöggugjöf ýmsa þá eðlisþætti og náðargáfur sem líklegar eru til að fleyta okkur langt. Einungis ef við nennum og kjósum að gefa þeim tækifæri til að eflast og stækka. Það ætti vissulega að fylla okkur ákveðinni lotningu til lífsins ef við erum vel af Guði gerð og lánsöm bæði heima og heiman. Jafnvel ætti slík vissa að vera okkur aukin hvatning til frekari dáða og aukinnar hagsældar. Smálæti er aðall sigursælla einstaklinga en oflæti og hroki einkennir þá sem ánetjast hafa smæðarkennd hvers konar og misskilja hrapalega manngildi sitt.
" Auðmýkt"
Hvað sem flestum dygðum líður, er nokkuð víst að lítillæti í hinum ýmsu myndum og af ólíkum tilefnum er eins og hver önnur innri prýði í fari fólks. Fátt reyndar notalegra en kynnast einmitt þannig hugsandi persónu. Við vitum að óhóflegt stærilæti er víða við lýði í hegðun og útgeislun einstaklinga. Merkikerti sem hreykja sér hátt og óheflað oftast af litlum sem engum sérstökum tilefnum reynast oftar en ekki við frekari viðkynningu vera heldur óáhugaverð þegar til lengdar lætur. Manneskja sem hefur til að mynda orðið sigurvegari á hinum ýmsu sviðum sammannlegra samskipta kýs oftar en ekki framkomu og fas sem er hógvært og andlega nærandi. Það segir þó nokkuð mikið um ágæti manngildis þeirra sem eru lítillátir hvað þeim tekst dásamlega, þrátt fyrir andlega yfirburði sína að falla vel að hinum sem mega sín minna í mikilvægi innri dyggða og athygliverðra eðlisþátta. Sá sem er lítillátur og nærgætinn er oftast auðmjúkur jafnframt. Þó viðkomandi sé ekki stöðugt að minna á ágæti sitt virðist engu líkara en þeir sem annað hvort umgangast hann eða bara honum mæta eins og af tilviljun bæði sjái og finni að þar fer hinn athyglisverðasta persóna vegna innri eðlisþátta sinna. Þeir kjósa líka fátt fremur en að fá sem lengst og sem oftast að vera samvistum við viðkomandi. Það er kannski hægt að segja sem svo að lífsbaráttan geri okkur, að minnsta kosti þau okkar sem hafa kynnst mótdrægum hliðum lífsins fyrr eða síðar lítillát. Hitt er svo alveg ljóst líka að innra með sumum okkar er svo mikil fyrirferð á hroka að ekkert það í manngildi okkar fær líf sem minnir eitt augnablik á smálæti. Það sem við köllum stundum meðlæti reynir þó nokkuð einmitt á kost eins og auðmýkt vissulega verður að teljast vera. Það að hafa áorkað einhverri býsn andlega sem veraldlega þýðir ekki að við eigum endilega að telja okkur öðrum fullkomnari. Það er miklu eðlilegra ef svo er, að við í þakklætisskyni við forsjónina fylltumst af og til lotningu til hennar. Eins er hyggilegt að minna sig jafnframt á að það eru vissulega forréttindi að ná hvers kyns árangri sem verður að teljast umtalsverður og öðrum ávinningum eftirtektarverðari. Það er t.d. ekkert sjálfsagt að vera bæði gáfaður og góður, auk þess t.d. að hafa fengið í vöggugjöf ýmsa þá eðlisþætti og náðargáfur sem líklegar eru til að fleyta okkur langt. Einungis ef við nennum og kjósum að gefa þeim tækifæri til að eflast og stækka. Það ætti vissulega að fylla okkur ákveðinni lotningu til lífsins ef við erum vel af Guði gerð og lánsöm bæði heima og heiman. Jafnvel ætti slík vissa að vera okkur aukin hvatning til frekari dáða og aukinnar hagsældar. Smálæti er aðall sigursælla einstaklinga en oflæti og hroki einkennir þá sem ánetjast hafa smæðarkennd hvers konar og misskilja hrapalega manngildi sitt.
sunnudagur, október 16, 2005
Höfundur:
Jóna Rúna Kvar
Eigi ekki framtíð
"Svar til Dódó"
Kæra Jóna Rúna!
Ég er stúlka um tvítugt og mig langar að leita ráða hjá þér.Ég var mjög háð vinkonum mínum í æsku og það tel ég stafa af uppeldinu þ.e. sambandinu milli pabba og mömmu, en ég er elst af fjörum systkinum. Mamma er mjög lokuð og talar mjög lítið um sjálfa sig og mér finnst hún mjög óþolinmóð við okkur krakkana.
Eins hefur hún ofverndað mig alveg frá því að ég var lítil. Pabbi er opnari og talar yfirleitt fyrir mömmu. Honum finnst ég of lokuð og vill að ég komi með vandamál mín til hans, en mér finnst ég svo þvinguð þannig. Yfirleitt er andrúmsloftið á heimilinu mjög þvingað og lítið talað um áhyggur og vandamál, sem uppá koma.
Pabbi og mamma sögðu mér eitt kvöldið, að þau væru komin á hæsta standard í lífinu, af því að við erum búin að byggja stórt og fallegt hús og pabbi er komin vel á veg í nýja fyrirtækinu sínu. Reyndar eigum við allt til alls peningalega séð.
Ég er búin að taka þá ákvörðun að hætta í skóla um tíma. Mig langar til að mennta mig eitthvað fyrir framtíðina, en ég veit ekki hvað ég vil og hvar takmörk mín eru. Reyndar er ég mjög hlédræg og á erfitt með að ná tilfinningatengslum við aðra. Ég er ekkert sérlega lagleg og frekar óánægð með útlitið.
Mér finnst gott að getað verið útaf fyrir mig, en langar samt að eignast vini, sem ég get talað við um hvað sem er, þó að ég sé svolítið kuldaleg í samskiptum við aðra.
Ef ég að segja eins og er, þá held ég að ég sé að verða einhvers konar mannafæla og ég er hrædd um að ég sé alltof mikið ein. Ég kvíði fyrir framtíðinni því mér finnst ekkert fara batnandi. Mér þætti vænt um, ef þú gætir gefið mér einhverjar ráðleggingar Jóna Rúna.
Kær kveðja
Dódó
Elskulega Dódó!
Mikið er bréfið þitt hnitmiðað og greindarlegt
Jóna Rúna Kvar
Eigi ekki framtíð
"Svar til Dódó"
Kæra Jóna Rúna!
Ég er stúlka um tvítugt og mig langar að leita ráða hjá þér.Ég var mjög háð vinkonum mínum í æsku og það tel ég stafa af uppeldinu þ.e. sambandinu milli pabba og mömmu, en ég er elst af fjörum systkinum. Mamma er mjög lokuð og talar mjög lítið um sjálfa sig og mér finnst hún mjög óþolinmóð við okkur krakkana.
Eins hefur hún ofverndað mig alveg frá því að ég var lítil. Pabbi er opnari og talar yfirleitt fyrir mömmu. Honum finnst ég of lokuð og vill að ég komi með vandamál mín til hans, en mér finnst ég svo þvinguð þannig. Yfirleitt er andrúmsloftið á heimilinu mjög þvingað og lítið talað um áhyggur og vandamál, sem uppá koma.
Pabbi og mamma sögðu mér eitt kvöldið, að þau væru komin á hæsta standard í lífinu, af því að við erum búin að byggja stórt og fallegt hús og pabbi er komin vel á veg í nýja fyrirtækinu sínu. Reyndar eigum við allt til alls peningalega séð.
Ég er búin að taka þá ákvörðun að hætta í skóla um tíma. Mig langar til að mennta mig eitthvað fyrir framtíðina, en ég veit ekki hvað ég vil og hvar takmörk mín eru. Reyndar er ég mjög hlédræg og á erfitt með að ná tilfinningatengslum við aðra. Ég er ekkert sérlega lagleg og frekar óánægð með útlitið.
Mér finnst gott að getað verið útaf fyrir mig, en langar samt að eignast vini, sem ég get talað við um hvað sem er, þó að ég sé svolítið kuldaleg í samskiptum við aðra.
Ef ég að segja eins og er, þá held ég að ég sé að verða einhvers konar mannafæla og ég er hrædd um að ég sé alltof mikið ein. Ég kvíði fyrir framtíðinni því mér finnst ekkert fara batnandi. Mér þætti vænt um, ef þú gætir gefið mér einhverjar ráðleggingar Jóna Rúna.
Kær kveðja
Dódó
Elskulega Dódó!
Mikið er bréfið þitt hnitmiðað og greindarlegt