Kaerleikshvetjandi blogg

föstudagur, júní 09, 2006

Höfundur:
Jóna Rúna Kvara

Jákvæðir stjórnendur
"Svar til Mjallhvítar "

Kæra Jóna Rúna!

Mig hefur lengi langað til að skrifa þér og læt verða af því nú. Ég er kona á óræðnum aldri og er í forsvari fyrir stéttarfélagi og langar til að spyrja þig hvernig ég mögulega komið félögum mínum og samferðar­fólki til góðs á komandi tímum.

Ég treysti þér best til allra til að ráða mér heilt í þessum efnum, hvaða aðferð eða leið, er farsælust til þess að ná t.d. trausti fólks og koma jafnframt málum í höfn.

Eins væri áhugavert, að þú skoðaðir manngerðina og gæfir mér umsögn um hana með innsæi þínu. Það vefst fyrir mér hvort ég get mögulega látið gott af mér leiða. Ef þú hefur nokkur tök á að svara mér þætti mér sérlega vænt um það.
Með þakklæti og kærum kveðjum
Mjallhvít

Kæra Mjallhvítt! Þakka þér innilega fyrir bréfið og það traust sem þú sýnir mér, með því að óska eftir mati mínu á vilja þínum til góðra verka. Við skoðum þessar vangaveltur þínar og spurningar í gegnum innsæi mitt og hyggjuvit og þú velur svo úr það sem þér finnst einhvers virði með eigin dómgreind.

Mikilvægt að rækta innra líf sitt
Þegar mannlífið er skoðað kemur iðulega fram sú afstaða hjá okkur mörgum, að það sé of mikill hraði og streita í gangi, sem veldur því að við erum andlega sé sum heldur langt frá upplagi okkar, vegna alls kyns ytri hluta sem glepja. Ef þetta er sannleikur er full ástæða til að hvetja til frekari vilja okkar til að meta mikilvægi innri þátta mannsins líka, þannig að þeir komi að gagni í þjóðfélaginu og á viðkvæmum sem sigursælum augnablikum í lífi okkar flestra. Við verðum að minnast þess af og til a.m.k að persónu­legri þættir mannlífsins fái sitt pláss sem víðast í samskiptum okkar hvert við annað, þannig erum við betur undir sorg og gleði þá sem okkur fellur í skaut á í lífsins ólgu sjó.

Það er nefnilega oft þannig í lífi okkar og athöfnum, að við stöldrum ekki við og íhugum " hver er ég", fyrr en kemur, að einhvers konar áfalli í ytri aðstæðum okkar svo sem atvinnumissi, eignatjóni, heilsufari hrakar eða að við missum ástvini okkar.
Við þurfum ekki að vera ýkja spámannlega hugsandi til að sjá, að þannig lífsmynstur er rangt. Það að verða fyrir áfalli og uppgötva í framhaldi þess, að við höfum ekki andlegan undirbúning, til að takast skynsamlega á við þær erfiðu tilfinningar og hugsanir, sem skapast í kjölfari þannig atburða, er mjög sorgleg staðreynd, sem er alltof algeng, því miður.

Tilfinningaleg þjálfun kostur
Vissulega fáum við flest inná æskuheimilum okkar ákveðna þjálfun í mannlegumsamkiptum, þó ekki væri nema vegna þess, að við verðum að umbera aðra heimilis­fasta og þeir okkur, en er það nóg? Þetta fólk elskar okkur venjulegast og á því mun auðveldara með að fyrirgefa okkur, ef illa tekst til með samskiptin.

Aftur á móti þegar komið er út í lífið mætum við strax í æsku öðruvísi fasi og framkomu annarra og okkur ókunnugra, í gegnum t.d. þá, sem eru samvistum við okkur í skóla og á öðrum þeim vettvangi, þar sem börn koma saman. Vonbrigði og sárindi ýmis konar, eru ekki óalgengir fylgifiskar þjálfunarleysis okkar í almennri tjáningu tilfinnga okkar og hugsana sem koma í kjölfar þeirra og skapa meðal annars tengsl okkar hvert við annað, hvort sem við erum börn eða fullorðin.

Þjálfunarleysi, sem er afleiðing af skeitingarleysi og vanmati okkar á mikilvægi þess,að byrja nógu snemma í lífi okkar markvissa þjálfun og kennslu í mikilvægi heilbrigðra til­finninga­tjáskipta. Það að getað tjáð sig við hvern sem er um okkar hjartans mál og okkur kæra þætti í innra lífi okkar, er gulls í gildi og hverjum manni nauðsynlegt keppikefli að vinna að. Nokkuð sem er náttúrlega mikilvægur styrkur fyrir persónu­leika hvers manns og eykur vissulega líkur á auknum tækifærum og meiri möguleikum sjálfum okkur til handa, hvort sem er í starfi eða leik.

Þar sem innri þættir okkar blasa ekki við, þegar horft er á okkur eða aðstæður okkar metnar, er nauðsynlegt að nota orð til að upplýsa aðra um hvernig við hugsum og hvað við viljum. Orð erum afleiðing tilfinninga og geðhrifa, sem koma af stað hugsunum, sem við veltum svo fyrir okkur í tækinu huganum og notum svo orð til að koma á framfæri niðurstöðum hugsanna okkar, eftir að hugurinn hefur fundið þessum vangaveltum og hughrifum rökrænan búning.

Ef við erum ekki strax í æsku meðvituð um að þarna á sér stað ákveðið rökrænt ferli, sem verður að vera meðvitað og þess vegna þarf það þjálfunar við, er ansi hætt við því, að við sem fullorðið fólk verðum sérfræðingar í að vanmeta okkur sjálf og annað fólk, sem afleiðingu af eigin vanmati á innra lífi okkar og tilfinnum þeim, sem koma hugsunum okkar af stað.

Jákvæð samskipti mikilvæg
Þú talar um að þig langi til að láta gott af þér leiða, í samskiptum þínum við annað fólk, sem að mínu mati er afar heilbrigður og skynsamlegur ásetningur og vonandi eru, sem flestir bæði stjórnendur og aðrir sömu skoðunar. Sá sem kýs að láta gott af sér leiða, er í eðli sínu bæði jákvæður og réttsýn.

Við getum engum leiðbeint eða styrkt andlega, nema byrja á að rækta sjálfs okkar huga fyrst. Þannig afstaða er örugglega nau­ðsynlegur undanfari þess, að geta haft jákvæð áhrif á þá, sem við umgöngumst eða mæta okkur á ólíkum vettfangi lífsins, hvort sem eru samstarfsmenn okkar eða ástvinir, það að byrja á að byggja sjálfan sig upp andlega á sem jákvæðastan og kærleiksríkastan hátt.

Það að vera jákvæður og viðmótsþýður, er kostur í öllum þeim tilvikum, sem tengjast einhvers konar umvöndun. Venjulega er best að beita þannig áhrifum, ef við viljum efla hentug tengsl við þá, sem eiga að lúta vilja okkar eða þurfa yfir höfuð á leiðsögn okkar og ábendingum að halda.

Ef við erum ósátt við framkomu annarra, er ekki rétt að byrja umvöndun á neikvæðri athugasemd, heldur fremur á jákvæðri hreinskilni, sem undirstrikar eitt eða tvennt, sem verulega er eftir­tektarvert í fram­kvæmdum þess, sem þarf að umvanda við.

Ef þetta er gert hefur viðkomandi ákveðið innra öryggi, þegar kemur að því, að áminna eða leiðrétta ranga framkomu eða skökk viðhorf, til þess sem keppt er að hjá tiltekinni persónu og hún sættir sig betur við hreinskilna gagnrýni, í framhaldi af þannig framkomu þess sem umvandar.

Við erum öll þannig, að ef sanngirni og heiðarleiki ræður ríkum í gagrýni á störfum okkar eða persónu, eru við mun fúsari til að hlusta og sættast á að endur­skoða afstöðu okkar. Jákvæð hvatning og uppbygging er langsterkasta vopn þeirra, sem þurfa að gefa öðrum ráð eða á annan hátt vísa samferðafólki sínu veginn.

Að kunna að hlusta
Flestir sem veljast, sem áhrifavaldar í líf annarra, hvort sem er persónulega eða óbeint verða fljót varir við það, að það borgar sig að hlusta vel á viðmælanda sinn og sjónarmið þeirra, sem vinna á fyrir eða með. Ef við leggjum okkur eftir því að gaumgæfa vel vilja þeirra, sem við tengjumst hvort sem er í leik, starfi eða inná heimilum erum við örugglega á hentugum jákvæðum leiðum til hvers kyns framfara.

Skilningur okkar og viðhorf eru mismunandi og sjaldan fullkomlega samsvarandi hjá öllum, því er það að kunna að hlusta ein mjög mikilvæg leið, til að fá fram allan vilja þess sem hlustað er á í hverju því máli, sem krefst umfjöllunar og ákveðinna lausna. Ef ekki er hlustað á önnur sjónarmið en sín eigin, skapast oft misklíð og misskilningur, sem erfitt getur verið að sjá fyrir endann á og sennilega seint unnið að velferð þeirra, sem gjarnan kysu að þiggja stuðning okkar, en ekki ef þeir eru beittir þannig ókurteisi, sem felur í sér megnustu óvirðingu við skoðanir og sjónarmið við­komandi.

Þá er gott að hafa í huga, að öll mál sem unnin eru að í gegnum samvinnu, verða að vinnast á forsendu jafnréttis og heiðarleika, sem eru líklegri aflgjafar til að stuðla að góðri niðurstöðu, á hvers kyns lausnum þeirra mála, sem við ætlum og verðum að sigrast á og yfirvinna, heldur en t.d. neikvæði og tvöfeldni í hugsun. Sá sem hlustar á viðmælendur sína og ígrundar síðan það sem honum er sagt, er örugglega að efla sig sem stjórnanda og eignast traust og virðingu annarra.

Góð fyrirmynd
Í stjórnunarhlutverki er nauðsynlegt að vera vandur að virðingu sinni og gera fyrst og fremst kröfur til sín um vönduð og skynsamleg vinnubrögð. Ef öllum stundum er staðið við það sem sagt er vekur það aukið traust. Eins er að lofa aldrei meiru, en nokkuð öruggt er að hægt sé að standa við. Stundvísi er áríðandi og helst að sá sem stjórnar eða leiðir aðra, sé það kröfuharður við sjálfan sig að viðkomandi velji fremur, að koma fyrstur á fund en síðastur og má helst aldrei koma of seint það gerir þá sem hann á að leiða óörugga með hann og arga, sem er oft undanfari vantrausts. Eins er það að hvetja samstarfsfólk sitt, þegar því greinlega hefur tekist vel til í einhverju því sem notast vel eða er augljós ávinningur í.

Það að vera alþýðlegur og yfirlætislaus í allri um­fjöllun, er jákvætt og virkar þannig að öðrum fer að þykja vænt um mann, sem vissulega eru ákveðin for­réttindi, sem greiða síðan mjög götur okkar, ef við þurfum t.d. skjótan stuðning annarra, þegar vinna á að ákveðnum verkefnum.

Ef verið er að berjast við mjög neikvætt fólk og tillitlaust er ágæt regla að ástunda ekki þann ósið að munhöggvast við fólk, miklu heldur snúa sér frá viðkomandi, þannig að persónunni sé ljóst að þú sættir þig ekki við orðaskak af þessari tegundinni. Oftast er nefnilega sterkari leikur, það sem skapast af ákveð­inni framkomu eða atferli, heldur en leik með inni­haldslítil eða óviðkunnanleg orð, ef umdeilanlegar aðstæður skapast í framhaldi af einhvers konar neikvæði.
Það er stundum að skekkjur í framkomu okkar sjálfra verða þess valdandi, að aðrir hunsa vilja okkar og verk og þess vegna verður það að teljast afar jákvætt, að kjósa eins og þú, að finna farsælar leiðir, til að efla þitt innra líf. Einungis þannig, getur þú á endanum mögulega borið gæfu, til að efla það sem einhvers virði kanna að vera í samferðafólki þínu og öðrum þeim sem tengjast þér og þeim störfum sem þú kannt að leysa af hendi.

Með því að vera þú sjálf með þennan góða ásetning í farteskinu og njóta þín sem slík, eykur þú mjög líkur á því að verða öðrum til blessunnar. Veldu því leiðir til uppbyggingar þínu innra lífi, sem eru kristilegar og umfram allt í eðli sínu jákvæðar, þá kemur þú til með að láta gott af þér leiða, án mikillar fyrirhafnar.

Manngerð og möguleikar
Þú ert greinilega í upplagi þínu bæði réttlát og fordómalaus og það eru vissulega kostir hvað varðar það að leiðbeina öðrum. Skaphöfn þín liggur frekar djúplægt og getur það háð þannig, að ef að þér mis­líkar við fólk eigir þú erfitt með að liggja á því, nema hugsa óþarflega mikið um mögulegar leiðréttingar. Af þessum ástæðum er hentugt fyrir þig að leysa flest ágreiningsmál jafnhraðan og þau verða til, en ekki draga slíkt um og of.
Þú ert býsna skipulögð og frekar verður það að teljast kostur í því hlutverki, sem þú hefur valið þér, en gæti gert þig óþarflega þreytta og kröfuharða á eigin störf. Nokkuð virðist þú til­finningasöm og átt sennilega til með að sveiplast svolítið upp og niður, einmitt vegna tilfinninga þinna og það getur gert þig óörugga, vegna þess að þá fer skynsemin fyrir lítið.

Þú virðist eiga auðvelt með, að fá fólk til að hlusta á sjónarmið þín og það eflir þig í starfi. Þér er eðlilegt að vinna og sennilega áttu til með, að una þér ekki nógu mikillar hvíldar. Sem stjórn­andi ertu nægilega viðkvæm sjálf og lífsreynd, til að eiga auðvelt með að sitja þig í spor þess, sem til þín leytar eftir stuðningi t.d. í persónulegum málum.

Þú hefur mjög sterka réttlætiskennd og ert býsna seig, sem er góður styrkur á móti hentugri viðkvæmi. Það er sennilegt, að þú eigir erfitt með að þola baktjalda­makk hvers konar og getir orðið mjög illa sár og jafnvel reið vegna þess. Flest sem krefst nákvæmni og útsjónar­semi á vel við þig.

Kostir þínir sem stjórn­anda eru t.d. að þér er eðlilegt að beina sjónum þínum að litlu hlutunum og vinna vel úr þeim. Passaðu þig samt á, að það gangi ekki of langt þannig, að þú sjáir ekki blómabeðið fyrir arfanum, þá missir kannski rósin og fegurð hennar gildi sitt, þó í sama beði sé. Vitsmunalega, vilja og framkvæmdalega séð ertu augljós­lega vel sett. Þú gætir verið langrakin, ef því er að skipta.

Eins ertu nokkuð stolt, viljasterk og þrá og það getur valdið því, að þér falli illa fólk, sem er fyrir­ferðar­mikið og stjórnsamt. Það er sennilega mjög ríkt í þér að efast um eigið ágæti, sem er óþarfi, því gallar þínir virðast liggja þannig, að þá má auðveld­lega yfirstíga.

Þú gætir reynst býsna stjórnsöm í ástarmálum, en aftur á móti mjög sveigjan­legt og þægilegt foreldri og góður stjórnandi. Þú ert þess trausts verð sem þér hefur verið sýnt sýnist mér og ekkert annað fyrir mig að gera en óska þér velfarnaðar í starfi.

Eða eins og einhver sagði í góðra vinahóp af gefnu tilefni:" Elskurnar mínar það má alla ævina bæta sig sem betur fer. Málið er bara að það er engin ástæða til að laga allt í einu þá verður maður svo fjári flatur andlega og stressaður."

Guð styrki þig á sem flestan hátt í þeim góða ásetningi þínum, að vilja láta gott af þér leiða.

Með vinsemd
Jóna Rúna

fimmtudagur, júní 08, 2006

Mamma misnotar mig kynferðislega
(Svar til Begga sextán ára)
Bréf:
Kæri Jóna Rúna! Það er mjög erfitt að byrja þetta bréf til þín, enda liggur mér við að hætta við það strax.Samt ætla ég að reyna að stynja þess upp, þó mér líði ömurlega áður en ég byrja að skrifa nokkuð.Ef ég væri ekki að niðurlotum kominn andlega, þá myndi ég sennilega gera allt annað en þetta. Ég hef sem betur fer fylgst lengi með bréfunum þínum og smátt og smátt hefur mér fundist að þér gæti ég treyst. Ég veit að það sem ég vil ræða við þig er ótrúlegt en satt því miður. Ég er bara sextán ára og frekar feiminn og óöruggur. Ég bý með móður minni sem er við það að eyðileggja líf mitt held ég.Ég á ekki systkini eða er í neinu sérstöku sambandi við ættingja fjölskyldunnar. Það sem mig langar að tala um við þig er mamma mín og vandamál sem tengist okkar samskiptum.Ég vil biðja þig fyrirgefningar fyrirfram á hvað þetta er ógeðslegt sem ég ætla að segja þér, en ég bara verð. Við mamma höfum búið saman ein síðan pabbi minn yfirgaf okkur vegna annarra konu, fyrir um það bil fimm árum síðan. Síðan hann fór hefur allt breyst hjá okkur og eiginlega er svo komið að ég held að ég sé að geðbilast eða þaðan af verra. Eftir að pabbi fór af heimilinu fór fljótlega allt að breytast. Mamma hefur alltaf verið erfið í skapi, en mjög góð við mig, nema þegar hún missir stjórn á skapi sínu sem gerist þó nokkuð oft. Hún er áfengissjúklingur og fer á það sem ég held að séu kallaðir túrar. Þá verður hún allt önnur og ógeðslegri persóna og það er einmitt það sem ég ætla að segja þér frá, af því að ég afber ekki lengur að lifa einn með þessa skömm innra með mér hvort sem er. Ég hef síðan ég var um fermingu sofið í sama rúmi og hún. Þetta byrjaði mjög fljótlega eftir að við fórum að sofa saman í rúminu hennar. Eina nóttina eftir að hún hafði verið drukkin í tvo daga finn ég þar sem ég er við hlið hennar, að hún er að káfa á kynfærunum á mér. Ég varð algjörlega máttlaus og það sem gerðist á eftir er einmitt það sem mér finnst svo ógeðslegt. Hún lét mig hafa samfarir við sig og gerir enn. Í þrjú ár hefur hún notað mig oft og iðulega og það byrjar alltaf eins. Hún fer á fyllirí og ég sofna og vakna upp við það að hún er að káfa á mér og síðan skipar hún mér að vera með sér. Ég er svo miður mín að skrifa þér þetta að ég verð hvað eftir annað að hætta og jafna mig. Ég hef engum sagt þetta fyrr og ætla engum að segja þetta, því ég skammast mín svo. Mér finnst ég ógeðslegur og hata sjálfan mig svo mikið, að mig langar helst til að drepa mig sjálfan. Þegar hún er ódrukkin, þá hef ég ekki kjark til að segja henni að ég vilji þetta ekki, því ég er hræddur um að hún brjálist og segi mig ljúga þessu til að hefna mín á henni. Hún hefur ekki í mörg ár sagt mér neitt um tilfinningar sínar til mín og hún myndi aldrei láta sér detta í hug að misnota mig svona ódrukkin.Að minnsta kosti hefur hún ekki gert það enn.Við tölum aldrei um þetta eftir á.Það er engu líkara en hún breytist við drykkjuna í ömurlega manneskju sem nýtur þess að svala fýsnum sínum og það með syni sínum, sem er að mínu mati ógeðslegt og ég þoli ekki að það skuli gerast. Hún kúgar mig til þessara hluta og ég virðist vera svo mikil rola eða kannski er ég svona ömurlega hræddur við hana, að ég bara er eins og tuskudúkka í höndunum á henni. Þegar ég er skólanum finnst mér eins og allir viti þetta og að þetta hljóti að sjást utan á mér. Ég hata sjálfan mig og er viss um að ég ætti að fremja sjálfsmorð, þó ekki væri nema til að losna við þessa skömm og komast í burt frá mömmu. Kæra Jóna Rúna hvað á ég að gera? Getur verið eðlilegt að manneskjan geri þetta? Mamma er í góðri vinnu og við höfum það sæmilega gott þannig séð. Ég má varla umgangast vini mína og hún skiptir sér meira að segja í hverju ég geng dags daglega.Ég er algjörlega á valdi hennar. Er ekki hætt við að ég verði eitthvað afbrigðilegur vegna þessa að þetta er svona eins og það er? Ég hef á tilfinningunni að ég geti ekki hugsað mér síðar meir að umgangast konur með þessum hætti.Get ég orðið á móti konum? Heldur þú að það sé mögulegt að ég verði hommi, af því að hún er búin að fara svona með mig? Það hefur hvarflað að mér að tala um þetta allt við prestinn okkar en ég missi alltaf kjarkinn. Ég skammast mín líka svo mikið fyrir þetta, að mér finnst eins og allt mitt líf eyðileggist ef ég segji frá þessu. Viltu segja mér hvort að það geti verið að hún sé brjáluð? Verður mér refsað fyrir þetta hinum megin? Eru til helvíti hinum megin. Getur verið að hún sé að hefna sín á mér með þessu af því að pabbi brást henni?Viltu vera svo góð að svara mér sem fyrst, en passa að breyta bréfinu og alls ekki nota nafnið mitt. Bara dulnefnið sem fylgir hér með.
Með þakklæti og von um svör
Beggi

Elskulegi Beggi! Mikið var gott að fá bréf frá einhverjum sem lætur sér svolítið annt um mig. Þakka þér kærlega fyrir áhuga þinn á því sem ég er að gera og það annað sem kemur fram í bréfi þínu og tengist því hvað mér gæti þótt erfitt að lesa og síðan kannski svara. Veistu það að ég þoli ýmislegt og það er kannski ekkert skrýtið vegna þess að ég hef farið í gegnum heilmikið sem hugsanlega er ekkert síður ógeðslegt en það sem þú hefur farið í gegnum. Málið er að þó þú hafir valið að skrifa mér um þann ömurleika sem þú býrð við mátt þú alls ekki láta þér detta í hug að ég sé ekki fær um að sjá að þú hefur ekki sjálfur komið þessum hrylling af stað, þó þú sért neyddur til að taka þátt í honum á ófyrirleitinn máta. Hafðu því engar áhyggjur af mér þó ég hafi lesið það sem þú skrifaðir mér nokkrum sinnum. Ég veit að þú ert ekki eini strákur landsins í einmitt þessum vanda og er þess vegna viss um að það er heppilegt að við skoðum þínar aðstæður, ef það mætti verða til að auðvelda þér eitthvað ásamt þeim öðrum strákum sem eru í nákvæmlega sömu þrengingum. Ég nota innsæi mitt, hyggjuvit og reynsluþekkingu áfram til leiðsagnarinnar og mögulegra ábendinga. Mitt hlutverk er ekki að leysa neitt, fremur koma með hugmyndir og veita handleiðslu sem gæti hugsanlega orðið vísir að því að hefðbundnar og bókfærðar leiðir vektu áhuga þinn. Því að í þínu máli verða hefðbundnar aðferðir sérfræðinganna að koma þér til hjálpar ef þú átt að ná að uppræta vanda þinn.

Stígamót mikilvæg miðsstöð fórnarlamba sifjaspella
Ég hef áður fjallað um sifjaspell og þá vegna þess sem er gagnstætt því sem er að gerast í þínu tilviki. Þar var það faðir sem misnotaði að mig minnir öll börnin sín, a.m.k. stúlkuna sem skrifaði mér. Við eigum sem betur fer í samfélaginu í dag kröftug samtök sem berjast gegn kynferðislegri misnotkun af hvað tagi sem er og heita þau samtök "Stígamót". Vissulega hefur flest umfjöllun um afbrot af þessu tagi snúist meira eða minna um misnotkun á stúlkum eða konum, en mun minna á drengjum eða körlum. Vitanlega verð ég að viðurkenna að til mín hafa borist þó nokkur bréf álíka þínu og það skelfir mann alltaf meir og meir að annar eins óþrifnaður andlegur sem líkamlegur skuli viðgangast í samfélagi sem á að teljast siðfágað eins og okkar ágæta þjóðfélag, en svona er nú málum samt fyrir komið all víða. Til að byrja með og áður en ég legg útaf bréfi þínu, vil ég skora á þig að snúa þér umsvifalaust til þessara samtaka og síminn hjá þeim er 5626868. Þessi þrautaganga þín er þess eðlis að full ástæða er fyrir þig til að fá hjálp þeirra sem til álíka vanda þekkja, til þess bara hreinlega að missa ekki móðinn endanlega eins og þú ert orðin niðurlægður og brotinn af þessari hrottalegu meðferð mömmu þinnar á þér varnalausum.
Höldum vörð um mannréttindi barna
Eins veistu elskulegur, að þar þarft þú ekki að óttast neitt sem heitir að þér verði hafnað eða vísað frá mögulegri hjálp, þó svo að þú sért kannski einn af fáum af karlkyninu sem hefur sem betur fer vit á að hrópa á hjálp meðal annars með því að skrifa mér núna.Eins vil ég jafnframt skora á alla foreldra sem hafa minnsta grun um að börnin þeirra hafi verið misnotuð að hafa strax samband við starfsfólk "Stígamóta". Það má líka benda öðrum sem hafa grun um að álíka viðurstyggð sé í gangi einhvers staðar, að koma skilaboðum til réttra aðila svo sem þessara samtaka eða hreinlega geta þessa gruns við lögregluyfirvöld. Við verður að halda vörð um mannréttindi lítilmagnans í þessu samfélagi okkar hvað sem raular eða tautar.Það er því miður sennilegt, þó ekki sé það sannanlegt, að aðeins toppur ísjakans í þessum skelfilegu málum sé komin uppá yfirborðið.

Í burtu með heimilisböðlana
Það er jafnframt skylda okkar allra að halda vörð um mannréttindi barna þessa land með þeim hætti, að ef við höfum einhverja vitneskju um að það sé verið að brjóta á þeim kynferðis­lega heima eða heiman, að koma upp um slíkt athæfi þeirra afbrotamanna eða kvenna sem leyfa sér að beita saklaus börn þannig valdníðslu. Öll umfjöllun sem hefur í för með sér möguleika á að gera gerendur þessara sjúku athafna óörugga með sig er af hinu góða. Enda er full ástæða til að gera heimilsböðlum þessa land ókleift að beita áhrifum sínum sem eru í formi svika við börn þeirra. Í stað þess að vernda börnin sín svíkja þeir þau og eyðileggja lífsmöguleika þeirra. Þess vegna segi ég og meina það: "Í burtu með heimilis­böðlana, því þeir ástunda ófyrirgefanleg grimmdarverk á lítilmagnanum.” Á meðan þessir kynferðislegu harðstjórar vaða áfram í skjóli leyndar og ótta fórnarlamba sinna við refsingar frá þeirra hendi segi þeir frá brotinu, þá er hætt við að endalaust bætist við börn í hóp fórnarlambana sem ekki geta varið sjálf sig fyrir ofbeldi sem þessu. Það tjón sem fórnarlömbin verða fyrir er gjörsamlega óbætanlegt eftir því sem komið hefur í ljós. Kannski ekkert skrýtið þar sem ofbeldisverkin eru oftar en ekki í formi sifjaspella sem þeirra nánustu eiga allan þátt í að gera möguleg.Nokkuð sem er með algjörum ólíkindum og á allan hátt ófyrirgefanlegt, auk þess að vera afar grimmdarlegt.
Uppeldi og siðferði
Í foreldrahúsum skyldi maður ætla ættu börn og unglingar að fá að vera í friði fyrir ofbeldi því sem sifjaspell er. Það að misnota barnið sitt með þessum hrottalega hætti er alveg ótrúlega aflagað siðferðislega fyrir utan það hvað þar er gróft og óbætanlegt trúnaðarbrot gagnvart barninu. Hvort um er að ræða hreina geðvillu eða fullkomna siðblindu hjá gerandanum í þessu tilviki, verða sérfræðingar í geðlæknisfræðum að meta en ekki ég. En alla vega er þarna á ferðinni gróft og ómannúðlegt brot á mannréttindum þínum, ásamt fullkomnum trúnaðarbresti milli þín og móður þinnar. Hætt er við þegar um sifjaspell er að ræða, að ekki sé bara um kynferðis­lega þörf að ræða, heldur og kannski ekki síst ófyrir­leitna valdafíkn þess sem nýtur þess að beygja þann sem er sýnilega "minnimáttar" undir sinn vilja með þessu sjúka og ósæmilega atferli. Æska barna okkar á ekki að liggja í ógn þeirri sem svona athæfi alltaf fylgir. Það ætti að vera sjálfsagður óumbeðinn réttur hvers barns að fá að njóta sín í uppvextinum á friðsaman og tryggan máta. Fólk sem vogar sér að fótum troða eðlilegt tilfinningasamband milli fullorðinna og barna með þessu fráleita athæfi, ætti alls ekki að eiga neitt færi á að hafa börn í sinni umsjón. Börnum á ekki að stafa hætta af foreldrum sínum, hvorki heima eða heiman, þó staðreyndin sé því miður oft allt önnur eins og í þínu tilviki óneitanlega.
Brennivínsdrykkja og brjálsemi
Þú talar um að hún framkvæmi þessar viðurstyggilegu athafnir einungis undir áhrifum áfengis og þar með ertu að telja sjálfum þér trú um, að henni sé bara ekki sjálfrátt eða að hún viti ekki hvað hún er að gera þér. Sannleikurinn er auðvitað sá, þó sárt sé að sættast á hann, að hún veit hvað hún er að gera, því ef hún gerir sér grein fyrir því að hún er kynvera undir áhrifum áfengis, þá veit hún jafnframt hvernig þeim hvötum er fullnægt. Hún veit jafnframt að það ert þú sem hún neyðir til að taka þátt í að svala fýsnum hennar og sjúkum tilhneigingum. Það er ekki hægt að fría hana ábyrgð á gjörðum sínum, vegna þess að hún er drukkin. Þá værum við að réttlæta hegðun hennar einungis vegna þess að hún með drykkjunni veikir eitt augnablik vilja sinn og dómgreind. Það er vissulega erfitt að horfast í við þá staðreynd að í móður þinni býr versti óvinur þinn. Í stað þess að vernda þig og uppörva, brýtur hún þig niður og svíkur þig ómannúðlega með því að gera til þín kynferðislegar kröfur sem eru með öllu óréttmætar og óréttlætanlegar.

Sifjaspell er helvíti fórnarlambsins
Það sem er kannski hroðalegast í þessu átakanlega mynstri sifjaspellanna, er að börn sem fá þannig útreið hjá foreldrum sínum, eiga varla undankomu auðið, nema með hjálp þeirra sem standa utan við vandann. Þess vegna verður fórnar­lambið sjálft oftast að leita sér hjálpar þar sem hægt er og með stuðningi sérfróðra að vinna á vandanum.Vegna þess að þú spyrð hvort geti verið eðlilegt að hún geri þér þetta þá segi ég: Nei! Þetta er afbrigðileg hegðun sem er með öllu óskiljanleg þeim sem standa utan við þannig valdníðslu og atferli það sem þessi sérstaka tegund ofbeldis fellur undir. Engin manneskja sem elskar barnið sitt býður því uppá helvíti það sem sifjaspell alltaf er fyrir þann sem fyrir því verður.
Abrigðilegur eða hommi
Vegna ótta þíns við það hvort þú verðir afbrigði­legur vegna þess að mamma þín hefur beitt þig kynferðis­legu ofbeldi er eðlilegt að segja, svo verður sennilega ekki, en þú mátt búast við að þig komi til með að hrylla við kynlífi yfirleitt á meðan þú ert að fá hjálp við að uppræta ranghugmyndir þær sem hlaðist af upp innra með þér og tengjast skökkum aðgerðum mömmu þinnar við þig. Hommi verður þú auðvitað ekki við það eitt að þér hefur verið misboðið gróflega á þennan hátt af einstakling af gagnstæðu kyni og það nánum ástvini. Samkynhneigð er að mínu mati meðfædd kynhegðun sem varla er hægt með ofbeldi eða ranghugmyndum að búa til í okkur.
Flest er hægt að skilyrða
Vissulega er þó hægt að fallast á að flest atferli hvort sem það er í eðli sínu rétt eða rangt er sennilega með til þess gerðum ásetningi og aðgerðum hægt ef löngun er til að skilyrða. Því fer náttúrlega betur á að skilyrða fremur það rétta en ranga í manngerðum og atferli fólks. Kynheigð okkar er meðfædd en hana má örugglega aflaga og skilyrða á ýmsan máta ef vilji er fyrir slíku. Hitt er svo annað má að séum við með vísi af kynhneigð til beggja kynja, er fremur sennilegt eftir að annað kynið hefur brotið af sér við okkur, að við veljum fremur hitt, sem gæti þá verið einstaklingur sem er af sama kyni. Til þess að slíkt gæti hent þig þrátt fyrir andúð á mömmu þinni, þyrftir þú af hafa þannig kynhneigð annað hvort eingöngu eða jafnframt gagnkynhneigð. Svo engar áhyggjur af afbrigðilegheitum eða samkynhneigð, því bara það að þú skulir vera að íhuga slíkt, gefur fremur til kynna að svo sé ekki. Það er að segja, að þú sért fæddur gagnkynhneigður og verðir þannig með réttum aðgerðum þeirra sem þér geta hjálpað út úr tíma­bundnum sálrænum vanda þínum sem kynveru af eðlilega gefnu tilefni.
Sálfræðihjálp og aflöguð samskipti
Auðvitað gæti verið fræðilegur möguleiki á að andúð þín og ótti við móður þína gætu haft áhrif til dæmis á mat þitt á hinu kyninu. Það er þá bara tímabundið og tengist þá fremur slæmum minningum um móður þína, en því að konur verði þér almennt fjötur um fót þegar inní framtíðina er komið. Þú þarft örugglega sálfræðing til að hjálp þér þarna.Þegar svona framferði okkar nánustu er í gangi, veitir ekki af að leita sér sál-eða geðlæknishjálpar og það sem allra fyrst. Mjög sennilega getur þér almennt stafað ótti af konum og átt erfitt með að teysta þeim eftir að mamma þín hefur svona kirfilega brotið við þig trúnaðinn og traustið sem á að vera á milli barns og foreldris. Mamma þín er ekki tákræn fyrirmynd fyrir venjulega konu. Sú fyrirmynd sem hún hefur kosið að vera í huga þér er mjög sjúk og afsiðuð, þar sem hún er kynferðisleg. Enda hegðun hennar langt frá því að getað talist í, lagi eða heilbrigð á einhvern hátt. Hvort hún er brjáluð skal ósagt látið. En mér virðis fátt heilbrigt eða á annan hátt eðlilegt við þá hegðun ofbeldis sem hún hefur undanfarin ár boðið þér uppá. Siðferðisvitund hennar er gjörsamlega í molum og eins afbökuð og hugsast má. En hvort hún telst brjálsemi eða ekki verða sérfróðir að meta en ekki ég.
Hefndir eða ófyrirleitni
Hvað varðar vangaveltur þínar um það hvort hún með því að beita þig kynferðislegu ofbeldi sé að hefna sín á föður þínum sem yfirgaf ykkur vegna trúnaðarbrots í sambúðinni, getur verið erfitt að fullyrða um. Mögulega má svo vera ómeðvitað hjá henni, en þó er furðulegt og með öllu óréttlætanlegt ef hún telur sig getað hefnt sín á föður þínum fyrir svik hans við ykkur með þessum átakanlega hætti. Hver er nákvæmlega sálfræðilega ástæða fyrir þessari ófyrirleitni hennar er ákaflega erfitt að segja til um. Ekki er þó ósennilegt að góður sálfræðingur eða geðlæknir gæti greitt úr því ferli fyrir þig, þó mér sé það með öllu óskiljanlegt. Það er kannski engin furða, þar sem ég hefði satt best að segja alls ekki látið mér til hugar koma yfirleitt að annað eins og það sem þú hefur mátt þola skuli koma til greina sem möguleiki í samskiptum barns og foreldris.
Sjálfsvíg og refsingar hinum megin
Hvað varða hugsun þína um að svipta sjálfan þig lífi er þetta að segja: Það er með öllu alrangt að láta slíkt svo mikið sem hvarfla að sér. Þó uppgjöf þín og andúð á hegðun mömmu þinnar hafi komið þér niður í myrkur tímabundins þunglyndis, er rétt að benda þér á að þú ert ekki betur settur hinum megin. Þú er ekki sá seki í ykkar samskiptum heldur hún. Málið er þó þannig, að vissulega yrði þér ekki refsað í ríki Guðs. Eins er það alveg ljóst að sál þín mun lifa líkamsdauðann og í henni er persónuleikinn og í honum lifir líka allt sem heitir hugsanir og það sem hefur hent okkur. Nokkuð sem segja mun til sín báðum megin grafar. Þú hefur ekkert rangt gert heldur hún eins og ég sagði áðan. Hún hefur með valdníðslu þess sem drottnar yfir afkvæmi sínu, neytt þig til atferlis sem þér finnst rangt og þú telur að sé afbrigðilegt sem það og er. Þú átt ekki að hafa sektakennd og niðurrifstilhneigingu út af þessu. Það er of mikið af því góða verð ég að segja. Allra síst áttu sjálfviljugur að þurrka þig eins og sakamann út úr samfélagi manna.
Martröð þolandans er sök gerandans
Þú átt að leita þér hjálpar og stuðnings til að losna undan valdníðslu og ofbeldi móður þinnar við þig og það ekki seinna en núna. Vertu viss. Snúir þú þér til samtakanna "Stígamóta" mun þeir einstaklingar sem þar starfa gera allt til að auðvelda þér að komast út úr þessari martröð sem mamma þín óneitanlega er fyrir þér þessa dagana. Það er greinilegt helvíti á jörðu sem þú býrð við núna. Hvort slík helvíti eru til hinum megin vil ég leyfa mér að efast um. Aftur á móti eins og Kristur sagði eru margar og ólíkar vistarverue í húsi föðursins á himnum og mjög sennilega ákvörðum við sjálf með breytni okkar á jörðinni í hvaða vistarverum við munum lifa í eftir líkamsdauðann. Kannski gildir það sem stundum er sagt, "líkur sækir líkan heim."
Sjálfshöfnun og eigin útskúfun
Þú finnur hroðalega til þess sem þú lifir við og það er kynferðislegt ofbeldi móður þinnar gegn þér. Það sem þú finnur jafnframt er mikil sjálfsfyrirlitning sem er ósköp eðlilegt, vegna þess sem þú hefur mátt þola. Málið er bara að þessi átakanlegi vandi þinn stendur ekki utaná þér og því mjög ósennilegt að öðrum en þér sé ljóst hvers konar ofbeldi er í gangi heima hjá þér. Þar sem hún neyðir þig til þessara athafna eru varnir þínar frekar ófullkomnar enda varstu bara um fermingu þegar þessi óþrifnaður hennar byrjaði. Vera má elskulegur, að það sem valdi þér jafnframt áhyggjum sé að þú finnur að þú færð vissa útrás líkamlegrar vellíðanar við þessar samfarir við hana. Eitthvað sem vitanlega hlýtur að gerast, þar sem þú átt líkamlega engs undankomu- leið, þegar hún með valdbeitingu neyðir þig til framkvæmda sem tengist kynkirtlum þínum. Þeir náttúrlega vinna á ákveðinn hátt, eins og við vitum öll, hvort sem þeir eru neyddir til starfa af fúsum og frjálsum vilja eða ekki. Þetta atriði held ég að geri þig enn þá óttaslegnari og fylli þig óbærilegri sjálfsútskúfun eftir á sem von er.
Þrautaganga fórnarlambsins
Málið er bara elskulegur að þú ert bitbein sifjaspells, sem er algjört kvalræði fyrir þann sem fyrir verður.Þú ert náttúrlega enginn undantekning í fórnarlamba- hópnum.Þú finnur fyrir þeim ömurleika vanlíðunar sem þessari sálrænu þrautagöngu fylgir og í kjölfar þannig ofbeldis hljóta að koma upp flóknustu og sárustu vandamál. Skaðinn sem af slíkum ofbeldisverkum alltaf hlýst er átakanlegur vægast sagt. Hvað sem öllu líður þá verður þú að hafa í huga að ennþá hefur þú ekkert gert rangt, heldur hún. Þú ert ekkert annað en fórnarlamb siðblindrar eða geðvillutengdrar hegðunar konu sem þar að auki er ofurseld víndrykkju. Ástand áþjánar sem örugglega bætir ekki áður tæpa siðferðiskennd hennar. Vonandi verður þetta svar mitt til að kveikja hjá þér von og trú á að svona hróplegt óréttlæti er hægt að uppræta, ef fórnarlambið fær hugrekki til að leita sér hjálpar. Eitthvað sem þú getur sökum þess, að þú ert ekki fimm ára heldur sextán ára unglingur sem verður að leita réttar þíns því það eru litlar líkur á að hún geri það fyrir þig eins og þú ert farinn að átta þig á sem betur fer.

Eða eins og vonlitli strákurinn sagði eitt sinn í góðra vina hópi."Elskurnar mínar eftir að mér varð ljóst að ég gæti ekki einu sinni treyst mömmu minni, hefur öruyggisgrundvöllur minn fullkomlega hrunið. Ég óttast allt og alla og sé óvini alls staðar. Mér finnst fótunum hafa verið kippt undan tilveru minni. Samt er svo skrýtið að ég finn á mér að til er fólks sem getur hjálpað mér og til þess að það geti orðið verð ég að létta þessu skelfilega leyndarmáli af mér og varpa því sem staðreynd yfir til þeirra sem vinna að því að gera "valdníðingum" þeim sem sifjaspellin ástunda, ófært með að komast upp með þau svik og þau trúnaðarbrot sem þannig framferði alltaf fylgir.Ég ætla sem sagt ekki að þegja lengur og lái mér hver sem er." Gangi þér vel elskulegur að leita þér raunhæfrar hjálpar og Guð styrki þig og leiðbeini þér að góðri framtíð.
Með vinsemd,
Jóna Rúna

miðvikudagur, júní 07, 2006

Poema XIX

Sueños de ilusiones
Sueños de esperanzas
Momentos de amargura
Que llenaron mi alma entera.

En mis sueños traté de amarte
Sin poder lograr mis deseos
En mis sueños quise tocarte.
Y de mis manos te libraste.

En mis sueños quería verte
Pero tu no estabas presente.
Agotaron sé mis sueños profundos y
Despertando con las ansias de poseerte.

Al terminar mis sueños
Acabó mi vida por ser tu dueño
Recordé una anécdota desde pequeño
Que para lograr un gran amor se debe
Luchar con mucho empeño.

Poema XX

Recuerdo el primer beso
Que te di.
Jamás olvidaré ese día
Por que me enamoré de ti.

Nunca pude sacarte de mi mente.
Nunca pude olvidarte
Pues tus labios quedaron
Grabados en los míos, desde aquél día.

A pesar que fue casualidad
Día, día te adueñaste de mi vida.
Fue ese día que empecé a quererte
Como nunca a nadie quise desde el primer día.

Fue mi tormento toda mi vida
Por no poder tocar tus labios nuevamente
Quise resignarme a perderte
Te digo que aun m sigues en mi mente.

Eras mujer prohibida.
Cuando yo llegué a tu vida.
Pero al llegar ese día
Fui yo el hombre que empezó
A amarte desde el primar día.

Author: Lázaro Luis Núñez Altuna

þriðjudagur, júní 06, 2006

Höfundur: Jóna Rúna Sálræn Sjónarmið
Dáinn afi minn gengur aftur
( Svar til Steinu undir tvítugu)
Elsku Jóna Rúna! Ég hef fylgst með næstum öllum skrifum þínum og hef haft bæði gagn og gaman af. Satt best að segja átti ég síst von á að ég þyrfti sjálf að skrifa til þín. Svona er nú einfeldningshátturinn í manni stundum. Ég geri mér grein fyrir að þú ert afar dulræn og miðill að auki. Ég vil þess vegna fá þína skoðun á þeim vanda sem ég tel mig vera í þessa stundina. Ég er undir tvítugu og frekar raunsæ, enda ætla ég mér að verða lögfræðingur þegar ég hef lokið háskólanámi, sem ég stefni á að byrja eftir að ég hef nælt mér í hvíta kollinn. Ég bý heima hjá foreldrum mínum ásamt kærasta mínum og við höfum það mjög gott öll saman. Ég á ekki slæma fortíð að baki eða yfirleitt nein sérstök vandræði.Fyrsta verulega áfallið sem ég varð fyrir átti sér stað í fyrra og tengist láti afa míns sem mér þótti mjög vænt um.
Einmitt þetta mál með afa er það sem er að gera mér lífið leitt í augnablikinu. Það er bráðum ár síðan hann dó. Eitthvað um tveim vikum eftir lát hans, fór mig að dreyma hann stöðugt og ég náttúrlega hugsaði mikið um tilgang draumana. Oftast fannst mér eins og hann vildi segja mér eitthvað sem virtist valda honum erfiðleikum.Því miður hef ég ekki getað áttað mig á hverju hann er að reyna að koma til mín. Hann var mjög sterkur persónuleiki á meðan hann lifði og hafði komið sér einstaklega vel fyrir. Hann var auðugur og vel metinn. Hann hugsaði ekkert um trúmál og hafði mjög þrönsýnar pólitískar skoðanir. Samt var hann alltaf mjög góður við mig og við ræddum um allt mögulegt saman. Hann þverneitaði að trúa á að líf væri að loknu þessu og sagði oft ef framlíf bar á góma: "Þegar í kistuna er komið á jörðin mann endanlega." Ég hafnaði þessu alltaf vegna þess að ég hef verið skyggn af og til frá því ég var um tveggja ára og veit og trúi að við lifum líkamsdauðann.
Það sem er að gerast núna Jóna Rúna, er að ég sé hann stanslaust eins og hann væri lifandi, hingað og þangað um íbúðina og stundum heyrist umgangur því samfara. Það hafa fleiri séð hann og mér og hinum finnst hann mjög hryggur og vansæll að sjá. Hvað eigum við að gera? Getur verið að hann sé svona illa staddur að hann þurfi einhverja hjálp? Hann virðist verða hér hjá okkur öllum stundum, en við getum ekkert gert. Fyrst hélt ég að þetta væri einungis ímyndun mín og leyndi þessu fyrir hinum. Núna veit ég að svo er ekki því að meira segja kærasti minn sem hlær að öllu dulrænu, hefur bæði heyrt í afa og séð hann. Hann varð svo hræddur að það hafði þau áhrif á hann að hann harðneitar að vera einn í íbúðinni síðan. Hvernig get ég hjálpað honum yfir óttann? Er ekki tekið á móti þeim sem deyja? Er fólk í einhverju reiðileysi hinum megin? Amma mín, konan hans, er enn þá lifandi og hún segist vera viss um að hann sé ónánægður með eitthvað, sem geri það að verkum að hann sé alltaf að birtast okkur. Hérna heima eru allir dauðhræddir og við erum alltaf með ljós allan sólahringinn, vegna þess að það er í gangi umgangur, hljóð og annað óútskýranlegt sem við höldum að tengist afa og við getum ekkert ráðið við. Ég verð þó fyrir mestum óþægindum af þessu og finnst mér ég vera að klikka, því ég bókstaflega sé afa alls staðar eins og hann sé að hlægja að mér eða eitthvað. Viltu kæra Jóna Rúna leiðbeina mér og segja mér hvað þú telur að hægt sé að gera í þessu með afa.
Með kærum kveðjum og innilegu þakklæti
Steina
Kæra Steina!Ég þakka þér innilega fyrir bréfið og veit að það er mikilvægt að ég svari því á minn hátt ekki seinna en strax. Ég notast við hyggjuvit mitt, innsæi og reynsluþekkingu eins og áður, til að leiðsögnin komist sem best til skila. Vissulega er þetta mál þitt sérstakt, en þó eru í augnablikinu í gangi þó nokkur svipuð mál í Reykjavík sem ég hef orðið að blandast inní vegna dulargáfna minna og þeirra möguleika sem þeir þættir í mér gefa þeim sem fyrir áþekkri reynslu hafa orðið og þú. Við reynum því í þessu stutta svari að ígrunda meðal annars hvað mögulega kann að vera í gangi og hvernig heppilegast væri að leiða þetta viðkvæma mál til lykta. Þannig geta svör mín bæði orðið þér og öðrum í svipaðri aðstöðu mögulegur vegvísir að ögn betri skilningi á því yfirskilvitlega í tilverunni, þó ekki verði svörin mín til að leysa beint ástandið.
Óuppgerðir hlutir
Ekki er ósennilegt vegna þess hvað þig í byrjun dreymir afi þinn mikið, að hann telji að hann þurfi að koma einhverjum skilaboðum sem hann telur nauðsynleg til ástvina sinna og velur þig sem heppilegan millilið til þess arna. Það þýðir ekki að hann kunni ekki að vera búinn að reyna ýmsar aðrar leiðir til að létta á sér, þó þær kunni að hafa farið fullkomlega framhjá hans nánustu. Þar sem hann núna er í annari vídd í þeim heimi látinna sem heitir Guðsríki, er honum að vonum vorkunn sé það einlægur ásetningur hans að koma boðum til sinna nánustu um eitthvað sem honum láðist að gefa líf á meðan hann var enn í jarðheimi. Það að koma boðum á milli þessara tveggja heima er meira en að segja það, því venjulegast er það óframkvæmanlegt nema með hjálp manneskju sem býr yfir yfirskilvitlegum eiginleikum sem vissulega falla alltaf undir það sem á mæltu máli er kallað sjötta skilningarvitið. Þetta er meðal annars ástæða þess að dulargáfur miðilsins notast lifendum ekkert síður en látnum, ef einhverra hluta vegna á að brúa bilið á milli þessara tveggja ólíku heima. Heimar sem verða að teljast tilheyra tveim ólíkum víddum, en eru þó furðu nálægt hver öðrum í raun og það vita þeir sem búa m.a. yfir skyggnigáfum. Hvað nákvæmlega hann vill láta fara frá sér er náttúrlega ómögulegt fyrir mig að segja til um, því ég hef hvorki heyrt draumanna þína né séð afa þinn eftir lát hans. Eitthvað er það þó sennilega eins og amma þín heldur, úr því að hann sækir svona fast eftir því að komst í samband við ykkur.
Látnir stundum óþarflega jarðbundnir
Með tilliti til þess sem þú segir um afa þinn og viðhorf hans á meðan hann lifði og það er að að hann afneitaði með öllu að við ættum von á meira lífi eftir líkamsdauðann, er ekkert skrýtið þó vandi hans verði tímabundið umtalsverður við vistaskiptin. Sérstaklega þegar hann uppgötvar að hann lifir þrátt fyrir allt.Það er í sjálfum sér mjög eðlilegt að hann lendi í einhverjum tímabundnum þrautum. Ef við við líkamsdauðann vöknum upp í ríki Guðs og uppgötvum að við erum jafn lifandi sem áður, utan að okkur vantar einungis efnislíkamann, þá er mjög rökrétt að álykta sem svo að vegna þess að við afneituðum fyrirfram möguleika á framlífi að við teljum að ekkert hafi í raun breyst annað en að við erum stödd í aðstæðum sem á engan hátt henta okkur, með tilliti til þess að við héldum að með dauðanum værum við endanlega horfin sjálfum okkur og öðrum.
Sækjum á fornar slóðir
Það liggur því í hlutarins eðli að við hljótum að sækja á fornar slóðir, þanngað til okkur skilst með hjálp þeirra sem hafa þroska og skilning á þessu ástandi, að við munum aldrei fara aftur til jarðarinnar á fyrri forsendu. Sé þetta það sem er að þrúga hann, er ákaflega mikilvægt að reyna að leiðbeina honum með hjálp bæna og óska þess að honum verði veitt öll sú aðstoð sem möguleg er hinum megin grafar, jafnframt aðhlynningu upplýsinga til að öðlast skilning á því, hvernig hans málum í dag er í raun háttað.Það kunna að vera fleiri skýringar á vanda hans í dag en endilega þær að honum kunni að hafa láðst að ljúka einhverjum hlutum áður en hann fór af jörðinni. Hugsanlega er hann ekki sáttur við eitthvað sem þið eruð að gera. Hann getur líka verið tímabundið ósáttur við tilveru sína í þessum nýju heimkynnum í ríki Guðs, vegna þess að fyrirfram vænti hann þess að endir alls lífs væri þegar í kistuna væri komið.
Þjónustubundnir englar og bænir
Þú spyrð hvernig þið geti hjálpað honum best. Ég segi með því að óska honum velfarnaðar á nýjum leiðum og biðja engla sem eru í þjónustu kærleikans að umvefja hann elsku sinni og hjálpa honum til skilnings á breyttum aðstæðum. Englarnir eru þroskaðar verur í þjónustu Drottins sem eru þess umkomnir með kærleikshvetjandi nálægð sinni að auðvelda okkur sem yfir förum, að nálgast á réttan hátt Guð almáttugan og finna okkur pláss í ríki hans. Þess vegna áttu að biðja fyrir honum og minnast hans jafnframt eins og hann sé lifandi. Með þeim hætti eykur þú vinningslíkur hans í nýjum heimkynnum og auðveldar honum jafnframt að sættast á umskiptin þó erfið séu tímabundið.Þannig afstaða til hans mun umvefja hann ljósi því sem líklegt er til að auka hagsæld hans á nýjum og fullkomnari leiðum þess guðlega í tilveru manna við vistaskipin. Þetta svarar í raun spurningu þinni um hvort hann kunni að vera illa staddur. Ég á ekki von á því að svo sé. Hann kann bara ekki enn þá að leita sér hjálpar sjálfur og þess vegna verðið þið að auðvelda honum það á meðan augu hans eru að opnast fyrir þessum miklu breytingum, með því að biðja um að náð Guðs og kærleikur verði þau öfl sem muni gera hann að lokum sáttan við sinn hlut.
Ástæðulaust að óttast látna ástvini
Vegna þess hvað þessar heimsóknir látins afa þín hafa haft mikil áhrif t.d. á kærasta þinn og þig, þá vil ég segja þetta. Það er enginn sérstök ástæða til að óttast þá sem við elskum, þó þeir séu ekki lengur á venjulega máta mitt á meðal okkar. Þú sagðir í bréfi þínu að á milli þín og afa þíns hefðu ríkt þægileg tengsl áður en hann fór af jörðinni. Sé það rétt þá liggur í hlutarins eðli að engin breyting ætti að verða á þeirri væntumþykju og því trausti sem ríkti á milli ykkar, þó hann sé núna hinum megin. Hann lifði af líkamsdauðann af því að sál hans yfirgaf líkamann við andlátið. Í sálinni er manngerð hans og persónuleiki, sem þýðir að hugur hans til þín getur ekki hafað breyst, þó þú kunnir að efast um það, vegna þess að leiðir þær sem hann núna notar til að nálgast þig eru vitanlega ekki hefðbundnar séð frá lifendum eins og þér.
Dauðinn einungis til í hugum eftirlifenda
Aftur á móti séð frá honum núna, ætti honum loksins að vera fyllilega ljóst að dauðinn er ekki til nema í hugum þeirra sem eftir lifa. Hann hefur sjálfur uppgötvað það, vegna þess að hann dó líkamlega, en hefur sannanlega sannað bæði þér og öðrum nánum að hann er jafnt sem áður á lífi þrátt fyrir áður sagða hluti. Eitthvað sem hann fullyrti á meðan hann var hér hjá okkur á venjulega máta, það er í efninu. Þetta var auðvitað bara fullyrðing manns sem var jarðbundinn og trúlaus eða trúlítill og honum er sjálfum að verða ljóst að stenst ekki, því hann lifir, sem betur fer verð ég að segja. Því segi ég að kærasti þinn þarf ekkert illt að óttast sem mögulega getur komið frá afa þínum. Afi þinn sannaði sjálfur á meðan hann var á jörðinni að hann unni þér, sem þýðir að þrátt fyrir vistaskiptin gerir hann það enn. Þess vegna m.a. verður hann svona oft á vegi þínum hinum megin frá. Sé þessi ályktun rétt sem full ástæða er til að fallast á, þá mun honum að sjálfsögðu þykja vænt um alla þá sem þér eru kærir og þar með er náttúrlega kærasti þinn meðtalinn.
Margar vistarverur í húsi föðurins
Réttast væri að þú ræddir þessi mál við kærasta þinn með tilliti til þessara sjónarmiða sem örugglega eru verð íhugunar. Því ef hann er kristinn þá veit hann að Jesú fullyrti að við lifðum líkamsdauðann. Það sem meira var, hann fullyrti líka að við myndum njóta okkar í ríki Guðs ef við fylgdum honum að málum á jörðinni. Hann tók þó fram að í húsi föðursins væru margar vistaverur. Fullyrðing sem vissulega hlýtur að þýða að með breytni okkar fyrir líkamsdauðan, hér og nú erum við sjálf, af því að við höfum frjálsan vilja, að ákvarða í hvaða vistarverum við komum til með að eiga okkar heimkynni að lokum. Kannski einmitt af því að afi þinn hafnaði þessu sjónarmiði og fyrirheiti Krists gengur honum stirðlega að ákvarða sínar vistarverur. Hann lifði nefnilega á jörðinni með tilliti til þess að hann kæmist aldrei að eilífu þaðan. Svo allur undirbúningur hans var fátæklegur og efniskenndur. Þú sérð því sjálf að það er í raun fátt undarlegt að gerast annað en það, að þeir sem ekki reikna með að lifa líkamsdauðann, hljóta af gefnu tilefni að eiga erfitt með að átta sig á breyttum aðstæðum og þar er afi enginn sérstök undantekning.
Guð hjálpar þeim sem hjápar sér sjálfur
Best væri því að bæði þú og kærastinn bæðuð saman fyrir velferð afa þíns og létuð ekki ástæðulausan ótta verða ykkur þar fjötur um fót. Afi þinn varð ekki verri maður við það eitt að deyja. Enginn verður verri en hann vill sjálfur. Það er því mjög ósennilegt að þannig breyting eigi sér stað eftir dauðann, vegna þess að möguleikarnir á því að við verðum betri manneskjur eru svo miklu meiri en orð fá lýst með allan þann kærleika í kringum okkur sem óneitanlega byggir upp tilveruna í Guðsríki. Hitt er svo annað mál að Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir sem þýðir að ef afi þinn vegna eðlislægra fordóma, er ekki í augnablikinu fær um að biðja sér hjálpar, þá verðið þið að hjálpa honum til þess að gera það mögulegt. Hann getur varla slitið sig frá ykkur á jörðinni mögulega vegna þess að hann finnur sig óöruggan og hjálparvana. Það er því ekkert óeðlilegt að láta sér detta í hug að allir sem eftir lifa og þykir vænt um hann sameinuðust fremur í því að óska honum þess að augu hans mættu opnast á réttan hátt í nýjum og öðruvísi heimkynnum, í stað þess að óttast hann og forðast tímabundið samneyti við hann, sem er ástæðulaust með öllu.Hann getur ekkert neikvætt gert ykkur og kærir sig auðvitað ekkert um slíkt.
Auðvitað er tekið á móti látnum
Þú spyrð hvort ekki sé tekið á móti þeim sem látast og jafnframt hvort þeir séu í einhverju reiðileysi hinum megin. Ég fullyrði að það sé vel tekið á móti öllum sem deyja líkamsdauða. Í öllum frásögnum af fólki sem hefur líkamlega dáið en lifnað við aftur, kemur skýrt fram að þann stutta tíma sem þetta einkennilega ástand líkamans þar sem hann er óstarfhæfur varir, er eitthvað nýtt og áður óþekkt í gangi. Þá virðast nefnilega eins og látnir ættingjar og þá sérstaklega þeir allra nánustu, séu eins og í biðstöðu við landamæri lífs og dauða tilbúnir til að umvefja og styðja þá sem eru að losna frá jörðinni inn í breyttar aðstæður himnaríkis. Jafnframt, eins og áður sagði, eru líka þjónustubundnir englar á vakt sem hlú að og umvefja þann sem kemur kærleika sínum og leiða fyrstu skrefin inn í ríki Guðs.
Reiðuleysi þess sem er hjálparvana
Aftur á móti megum við ekki gleyma því að persónuleiki viðkomandi er eins og hann var fyrir breytinguna og viljinn jafn frjáls. Enginn er tilneyddur til að þiggja meiri hjálp þarna megin grafar en hann vill og teystir sér til sjálfur. Líklegt er því að ekki sé mikið reiðuleysi í gangi hvað afa þinn varðar, fremur hæfileikaleysi hann í augnablikinu til að annars vegar þiggja þá hjálp sem hann á kost á og hins vegar erfiðleikar hans við að biðja um eitthvað sem hann trúir sýnilega ekki ennþá á. Hann virðist nefnilega vera svona innilega jarðbundinn af því að hann trúði því og trúir sennilega ennþá, að hann eigi að vera ofan í jörðinni í sinni kistu en alls ekki á hreyfingu um óræðna stigu himnaríkis eins og hann er nú, þó hann heimsæki ykkur jafnframt stöðugt eins og þegar er augljóst. Sú breyting sem hefur átt sér stað í tilveru hans, mun verða honum ljós fyrr en síðar en þó ögn fyrr ef þið sem eftir lifið biðjið um að hann fái þrek og löngun til að þiggja þá hjálp sem ég trúi að þegar sé í gangi honum til uppörvunar og sálarléttis ef hann bara vildi og gæti séð það fyrir fordómum og þröngsýni.
Skyggni eða geðfötlun
Ef við að lokum íhugum ótta þinn við að þú kunnir að vera að klikka þá er þetta um það að segja: Þú hefur að eigin sögn verið skyggn frá barnsaldri og ert að einhverju leyti enn þá. Þessi staðreynd upplýsir það að þú sért á einhvern máta búin dulrænum hæfileikum.Þú sérð í dag látinn afa þinn og það gera ýmsir aðrir í kringum þig.Bara það að þið sjáið hann svona mörg bendir alfarið til þess að á ferðinni sé dulrænt fyrirbæri en ekkert sem er í tengslum eða skyldleika við geðfötlun neins konar. Þeir sem ekki sjá hann heyra hin og þessi hljóð, sem þið virðist telja að séu honum og hans ferðum heim til ykkar viðkomandi. Þetta huglæga ástand fellur alls ekki undir neins konar geðfötlun, fremur undir það sem kallast dulræn reynsla.Eins og við vitum þá verðum við til að getað lifað eðlilegu lífi saman hér á jörðinni, að vera fær um að skynja vissa þætti jarðlífsins á svipaðan máta, annars náum við ekki saman. Þetta skiljum við augljóslega öll. Ef að það er snjór úti, sjá það allir sem ekki eru blindir. Aftur á móti ef þannig veðurfar væri sjáanlegt og einhver reyndi að sannfæra okkur um að það væri þvert á móti sól og þurr jörð úti, myndum við að sjálfsögðu mótmæla kröftuglega auk þess sem við myndum sennilega efast eitt augnablik um geðheilsu viðkomandi.
Ofskynjanir eða sjónvilla
Ef að viðkomandi heldur áfram að telja okkur trú um að það sé ekki snjór úti, þá enda málin venjulega þannig að við teljum hann ekki vera með öllum mjalla. Jafnvel sjáum ástæðu til að kalla til lækni, ef vera kynni að slegið hefði útí fyrir viðkomandi. Nú hugsanlegt og afar eðlilegt væri að læknirinn segði að viðkomandi væri haldinn tímabundinni sjónvillu sem auðveldlega mætti flokka undir einhvers konar ofskynjun. Við hin myndum að sjálfsögðu fallast á þetta álit. Við erum ekki tilbúin að viðurkenna að það sé ekki snjór úti, bara að því að einhver einn aðili heldur því fram. Styrkinn í sannfæringu okkar sækjum við jafnframt í þá staðreynd að það eru aðrir á sömu skoðun og við, og telja þann sem alls ekki sér snjóinn ekki vera með öllum mjalla eða eitthvað enn þá verra.
Skynjun að innan eða utan?
Hvers kyns þannig ofskynjun kemur að innan og verður að teljast sjúkleiki en alls ekki eðlilegur raunveruleiki. Þetta ástand lýsir sér meðal annars í upplifunum skynfæra á hinni og þessari sjónvillu sem skapast getur af vegna geðrænna vandamála eða jafnvel lyfjaneyslu. Ástand sem er öðrum og heilbrigðum með öllu óskiljanlegur óraunveruleiki. Þess vegna hafna þeir honum með ytri skynfærum sínum, af því að þau upplifa aðra staðreynd. Það sem ég er að reyna að segja er, að þar sem þið verðið öll heima meira og minna vör við látinn afa þinn, er heldur ósennilegt að þú sért ein að klikka.Ef svo væri þá myndu hinir ekki verða varir við hann eins og þú fullyrðir. Heldur er ósennilegt að heil fjölskylda sé haldin tímabundinni sjónvillu eða ofskynjunarferli einhvers konar. Vissulega er til í dæminu að þeir sem verða að teljast algjörlega heilbrigðir reynist samt geta þrátt fyrir allt einhver tíma ævinnar af ýmsum ólíkum ástæðum, upplifað einhvers konar skammlífa ofskynjun. Eitthvað sem getur gerst þrátt fyrir að venjulegast tengist slíkt sjúkdómnum "Hallucination" eins og áður sagði.
Vitbrekkurnar og sjötta skilningarvitið
Það má svo sem endalaust hártoga það hver og hverjir sjái og lýsi hinum raunverulega veruleika rétt eða ekki. Þess vegna er ástæðulaust að fella allar skynjanir sem ekki teljast nákvæmlega tengjast skilningarvitunum fimm. Það er fáránlegt að hafna þeim veruleika sem er sjáanlegur og heyranlegur þeim sem telst vera eins og ég, þ.e.a.s. segja einstaklingur sem er með skynjun á tvöfaldan veruleika eða sjón á báða heimana vegna þess að ég bý yfir sjötta skilningarvitinu og telst því dulræn. Ég er dulræn sem er heilbrigt huglægt ástand fyrir þann sem þannig er fæddur. Nokkuð sem telst áhugaverð og sérstök sérgáfa, en alls ekki geðfötlun, þó öðrum og mér meiri "vitbrekkur" gæti þóknast að telja að svo sé. Mér er eðlilegur jafnframt öðrum venjulegum veruleika sá veruleiki sem getur ekki orðið raunverulegur nema þeim sem hafa það sem oftast er kallað sjötta skilnigarvitið og virðist í sumum tilvikum vera mun fullkomnara í eðli sínu en öll hin fimm, þó þau væru lögð saman. Enn þá fráleitara væri þó að afgreiða heila fjölskyldu eins og ykkar, þó ekkert ykkar byggi yfir sjötta skilningarvitinu og þið mynduð öll skynja eða sjá afa þinn á sama tíma eða í sitt í hvoru lagi eftir lát hans, sem geðfatlaða einstak­linga.Eðlilegra væri að álykta sem svo að hann, vegna sterkrar þráar til ykkar og afar jarðbundinna viðhorfa fyrir líkams­dauðann, sé svo nálægur ykkur huglægt, að jafnvel einmitt það geti haft áhrif á að hann sé annars vegar svona ofarlega í hugum ykkar og hins vegar birtist ykkur sem lifandi.
Ímyndun eða raunveruleiki
Þarna er erfitt að greina á milli þess sem í raun er afleiðing af sterkri huglægri nærveru hans og svo aftur hreinlega því sem gæti tekið á sig hans myndir, vegna ótæpilegs ímyndunarafls ykkar og ótta í kjölfar vissu um að hann sé afar nálægur ykkur, þrátt fyrir umskiptin. Hvað nákvæmlega af öllu þessu er í gangi skiptir kannski ekki öllu máli. Það sem skiptir mestu máli er að þið séuð óttalaus og að honum takist þrátt fyrir einhverja tregðu að átta sig á að eðlilegra væri að hann sættist á vistaskiptin og hefði ykkar fremur í huga sér sem elskulega ástvini sem hann vissulega saknar. Ástvini sem að lokum munu komast í hans heimkynni og sameinast honum eins og áður á jörðinni. Þannig er gangur lífsins og líka þess lífs sem bíður við líkamsdauðann. Einmitt þannig afstaða er öllum holl. Það er aftur á móti engum hollt sem farinn er af jörðinni að festast í viðjum vanda þess sem getur ekki þrátt fyrir líkamsdauðann slitið sig frá jörðinni og ástvinum sínum. Jafnvel þó hans bíði ekki síður og kannski enn þá fullkomnara líf í ríki Guðs. Þar sem kærleikurinn er fullkominn.

Eða eins og og draugurinn sagði eitt sinn stundarhátt í annarra draugahópi."Elskurnar mínar ég er ósköp ánægður með mig síðan ég sveif síðast frá jörðinni og áttaði mig á að mér hentaði betur það líf sem er hérna megin grafar. Enda meiningin að fá vængi. Nokkuð sem var ekki séns að fá á jörðinni, þó ágætur hafi ég verið þar sem hér í himnaríki."Gangi þér vel að átta þig á hvað er hvað og vonadi fá mál afa þíns og elskuleg minning hans góða lausn sem fyrst.
Með vinsemd Jóna Rúna

mánudagur, júní 05, 2006

Canadian Teen Literature
Prof. Guðrún Björk Guðsteinsdóttir

The Mother-Daughter Relationship
As Seen in Linda Holeman’s The Raspberry House Blues
Nína Rúna Kvaran
Vorönn 2004
The relationship between mother and daughter is perhaps the most complicated, deep, and sometimes tragic relationship in existence. According to editor Gerd H. Fenchel in her introduction of the book The Mother-Daughter Relationship: Echoes Through Time, the mother-daughter relationship is very different from the mother-son relationship and “ [. . .] in some ways more intense and more awesome” (Fenchel xvi). Why the mother-daughter connection is so popular a subject, especially in literature by women, is a good question that can partly be answered by the fact that all women are their mothers’ daughters and many eventually become the mothers of daughters. Mothers are the most important role models daughters can have and the mother-daughter connection is multi-dimensional, having an immense impact on the entire spectrum of the daughter’s journey into and through womanhood. As I personally see it, women have fundamentally a triangular relationship with their mothers. Firstly, they all want to be different from their mothers and break free from their regime. Secondly, they inevitably compare themselves to their mothers and compete with them, whether it be on a Freudian level with the attention of the father as the goal or simply in the way they compare their lives in general to that of their mothers’. Thirdly, as they eventually develop into womanhood, daughters sometimes become their mothers whether they like it or not. Fenchel further notes that as women go through this process:
Difficulties that arise along the way have consequences concerning how the daughter feels about her body, self-esteem regulations, career choices, and relationship to men (Fenchel xvi).
Raspberry House Blues by Linda Holeman is a book about a teenaged girl’s self-discovery and process of growing up in relation to three prominent but very different mother figures in her life. It is dedicated to Holeman’s own daughter Brenna or as she puts it herself: “For my daughter Brenna, who dyed her hair red while I was dreaming about Poppy.” The reason is probably because the mother-daughter relationship is the main theme, which underlines the whole story, and in this essay the intention is to look a little closer at that particular theme as it is presented in the above-mentioned book.

Raspberry House Blues is a novel for teenagers or young adults. Poppy, the main character, is an adopted child of divorced parents who goes on a mission to discover her birth mother. She has not seen her father in three years and has severe communication problems with her adoptive mother, though not exactly unique amongst mothers and teenaged daughters. She is resentful of her parents’ divorce, of being adopted and of the fact that her mother is trying to start a new life with a new man, a writer named Marcus. Poppy’s obsession is her birth mother. Her favourite hobby is to take pictures from glamorous magazines of women that are tall and red-haired like she is herself, and glue them into her “M Book” (Holeman 6), a scrap book into which she collects these mother figures. After a serious argument, Poppy’s mother Denise decides to go to Greece with her boyfriend for a vacation and Poppy is not invited. She is left in the care of Jan, her mother’s friend. In a tantrum of sorts, Poppy runs away to her father in Winnipeg, determined to find her real mother to whom she has very unrealistic and high hopes of.
The three most important and influential figures in Poppy’s life are three women who all represent a different kind of motherhood to Poppy, each one presenting a part of the triangular mother-daughter experience mentioned above. Firstly, there is Poppy’s own adoptive mother, Denise, who has raised her from infancy and Poppy, in her teenaged immaturity, resents immensely for not being her real mother. Poppy’s behaviour towards her is very cruel and unfair and she repeatedly throws in her face that she not her real mother:
I lowered the book to my lap. “No, you’re not,” I called, not loudly, but loud enough for her to hear. “No, you’re not,” I repeated. “You’re not my real mother. And you never will be.” (Holeman 8)
Denise is the mother figure that Poppy resents, rebels against and wants to break free from. As Poppy leaves without her mother’s permission and settles in her father’s home, she is literarily taking the first step towards womanhood and independence, although one might question whether she is not rather young to be doing so. This behaviour may be seen as symbolic to the Freudian view of maturing daughters needing to make “ [. . .] libidinal connections to the father and -unlike boys -having to overcome the rivalry with the mother” (Fenchel xvi). In Poppy’s case she breaks free from her mother to join her father, but to her horror, realizes that she is not going to be able to enjoy her father by herself since another mother figure has entered the picture.
The second mother figure to come across Poppy’s path is her stepmother, Calypso, whose hippie-vegetarian lifestyle completely disgusts Poppy. Calypso is an object of comparison since Poppy competes with her for her father’s affection. But Calypso does not only offer competition or comparison to Poppy herself but her existence also offers Poppy a new way of looking at her mother Denise in comparison to Calypso. As Poppy accidentally walks in on her stepmother as she is drying her hair, naked in the bathroom, the sight of her huge, pregnant body both serves as a point of revulsion in Poppy’s mind and diverts her thoughts to Denise, her mother:
She’s the total opposite of my mother. In body and mind. I’ve never seen my mother’s body in less than a bathing suit, and I realize now that I’ve never even had a glimpse of her mind (Holeman 115).
One might even interpret Poppy’s disgust of Calypso’s nude and very pregnant body as a sign of her own inner struggle and perhaps resistance to enter the inevitable womanhood that awaits all young girls. Calypso is the ultimate Mother Earth figure and in her huge, pregnant state, with long sleek hair, stretch marks and total lack of bodily shame, she presents a powerful image of proud womanhood.
The third mother figure in Poppy’s life is Becca, the worn-out actress who never made it and Poppy suspects to be her biological mother. In her immaturity, Poppy believes that biological connection is the most important in life as she confesses to Mac, her love interest:
“I’m talking about my real mother, not an adopted one or a stepmother. I’m talking about the connection of blood. The way that connection is so special, so huge that it can make you finally feel that you know who you are.” (Holeman 188)
Becca represents everything that Poppy wants to become. She is a beautiful and sophisticated actress with more then a hint of tragedy around her person, accentuated by her blatantly obvious reference to Tennessee Williams’ most famous, female character, Blanche Dubois from his play A Streetcar Named Desire. Becca even quotes the famous last line of the play and names the small, white kitten Poppy gives her, Blanche. She furthermore flirts with teenager Mac, and seems to share Blanche Dubois notorious affection for the young male.
Becca is almost like a fantasy role model that, as it turns out, is too good to be true. Unlike Calypso, Becca lives in the unrealistic world of a child, with even a governess/mother type (Rakel) to take care of her and very scarce grown-up responsibilities. Poppy’s infatuation with Becca can be interpreted as her own wish to stay eternally away from mature womanhood with all the complication that come along with that, even as she grows up, just like Becca seems to have successfully done. Becca therefore represents the unrealistic mother figure and even self-image Poppy always dreamed of. In her denial, Poppy looks desperately for approval and affirmation from Mac:
I wanted him to tell me that it was the most wonderful thing in the world that I had found my real mother, and that my real home, the one I truly belonged in, was the big beautiful, clean house on Palmerston Avenue (Holeman 189).
Poppy resents her mother Denise’s relatively small (poor) home, Calypso’s jungle of obese cats, bizarre potty training, and chaos and feels she has finally found a sense of belonging in Becca’s sophisticated and richly endowed house. But that illusion comes crashing down on Poppy in the end when she discovers the truth about Becca.
All three women have their own very unique personality and all three of them play a special part in Poppy’s progression from childish selfishness to maturity and young adulthood. Poppy learns by firstly the distance from her mother and secondly the disappointment in others, that Denise, her adoptive mother is of course her real mother, always was and always will be. She is the one that raised her and loved her through all her life and therefore has the biggest claim on Poppy.
From pregnant Calypso, Poppy learns to appreciate a different view of life and a different lifestyle than she is used to. She also learns about responsibility as she lives with Calypso, her father and her two-year-old brother. More importantly, she learns what it means to be a part of a loving family and that the world does not revolve around her. Some problems are far more serious than the ones she has.
From Becca the actress, Poppy learns that things are not always as they might seem and that what we want is not always the best thing for us. Poppy’s disappointment with Becca as the mother image of her fantasies also makes her finally admit to the connection she feels with Denise as she bitterly thinks: “I cried over losing the mother I thought I had, and missing the one I did have” (Holeman 221).

As is so common with literature aimed at teenagers or young adults, the progress of growing up is a major theme in Linda Holeman’s Raspberry House Blues as has been mentioned above. This often takes form in a kind of personal Odyssey where by trial and error the young hero/heroine of the book acquires a new outlook on life and takes the first, delicate steps towards young adulthood, learning how to appreciate what was before taken for granted. Poppy’s journey is no exception from this rule and she certainly is a very changed girl by the end of the novel. The book offers a glimpse into a young girl’s travel to womanhood by way of the opposites of an exciting mystery provided by Becca’s character and very down-to-earth depiction of the modern day complex set of family connections that are the reality of so many children of divorced and remarried parents. All in all, the book offers a deep insight into the complexities of the mother-daughter relations in as beautiful and ugly a form as they can take, brought to the reader through means of a simple and beautiful style of writing.


























Bibliography

Holeman, Linda. Raspberry House Blues. Toronto (Canada). Tundra Books.
2000.
Fenchel, Gerd H. Editor. The Mother-Daughter Relationship: Echoes Through
Time. London. Jason Aronson Inc. 1998.

sunnudagur, júní 04, 2006

Introduction

In literary circles and theory, there exists a definite order of hierarchy amongst the various genres and types of literature. There is a definite tendency to classify especially fiction, into what might be considered serious fiction such as epic tales, war fiction, theatrical dramas etc. and then the less serious, low-culture fiction such as horror and science fiction. Given the enormity of the culture surrounding such fiction, it mayhap seem peculiar why it has the bad reputation it does. In the preface to his book Monsters From The Id: The Rise of Horror in Fiction and Film, E. Michael Jones starts by mentioning a fact that demonstrates clearly the standard of horror has from the beginning been a decisively low one:
Until recently, Mary Wollstonecraft Shelley, unlike her husband, Percy Bysshe Shelley, was not part of the pantheon of English literature. The cover of the Lion Books edition of Frankenstein, brought out in 1953, gives an accurate picture of the literary status of Frankenstein at the time. In the background stands the monster, looking like Marlon Brando on a bad day, staring at his bloodstained hands. In the foreground, an unconscious Blanche Dubois figure exposes a tantalizing bit of cleavage (Jones, ix).
But if it is true that horror deserves to be at the bottom of the literary list, then why are these genres as popular as they are? Everywhere we look, horror has a huge role. The cinemas are filled with horror movies that made a definite come-back in the nineties with Wes Craven’s teenage horror flick Scream and even the big Hollywood stars seem to be more than eager to participate in the further creation of horror movies that they would not have considered doing before. What is it about the ooze, the blood, the gore and the slime that attracts the reader/viewer so?
Perhaps the fact is that the world is full of horror wherever we look. The news are filled with photos and scenes of bloody attacks and violent crimes and sometimes this can be overwhelming to accept. There is a definite reflection of the fears of the global community in literature, the film industry and television productions. On every channel so-called “reality” programs are being run and the latest plastic surgery trend amongst those, where graphic descriptions and images of gory “repairs” on the human body are fully exposed for the eager viewers, are nothing short of a slasher movie imitations. Nobody wants to admit to watching such “trash” but we all take a peek at least every now and again.
In Clare Hanson’s article Stephen King: Powers of Horror, she explains via Freud, Lacan and Julia Kristeva, how horror fiction, which she claims is mostly consumed by men, seems to be “[. . . ] designed to work for the masculine subject as an exorcism: it offers a way of repassing through abjection and distancing oneself once again from the powers of the mother” (Hanson, 153). Being unsure about the validity of Hanson’s claim that horror is mostly consumed by the masculine population, I wonder whether her claim of the exorcistic powers of horror could be expanded to a larger scale where the popularity of horror in a general sense could essentially be explained by its capacity to allow its readers/viewers to “exorcise” their every day fears and concerns in a safe way. This view can then be interpreted as a kind of escape from the horrors of reality into the fictional horrors that may frighten, dismay, shock and repulse us, but when the book is read or the movie is over, no real life harm has been done and we can happily return to our every day lives. Furthermore, this also seems to have an eerie resemblance to Aristotle’s theory on catharsis, or the purifying effect the works of tragic authors can have on the audience. It is not know whether he literarily meant that tragedy as such rids us of our emotions or refines them, but if successful, it does affect the audience to some extent.
In this essay the intention is to look closely at one of the most prolific horror writers of today, Stephen King, with an emphasis on his book On Writing: A Memoir of the Craft where he addresses the issue of writing in a most personal and private way, offering a guiding hand to the next generation of writers and sharing from his vast experience. One of most important element of this book is exactly how King has dealt with the interviewer’s and reader’s most popular question of why he chose to write mostly horror (or rather the underlying question of when he is going to start to write some “real” books). He dives into his early childhood and later adult experience in an attempt to answer this question once and for all, explaining what elements influenced him most and why.

Biographical Facts

As has been mentioned above, the life experience of Stephen King as in most other authors’ cases, has greatly influenced his writing and therefore I will commence by mentioning some basic biographical facts that may give a clearer view of from what kind of background this prolific author has arisen.
King was born in 1947 on September 21, in Portland Maine to a lower middle class family. He has one brother two years his senior and they were raised by a hard-working mother, after the family father went to the store to buy a pack of cigarettes and never returned home. He left the small family in debt and from then on Nellie Ruth Pillsbury King moved with her sons from one place to the next, seeking work where it could be found. She was as King mentions himself “one of America’s early liberated women, but not by choice” (King, 3). She was without a doubt a great, female influence on King (though by all means not the only one) and in her own way steered him into the direction of writing as will be mentioned further own.
King graduated from Lisbon Falls high school in 1966 and took his B.S. in English, a minor in speech, and a side interest in drama at the University of Maine at Orono in 1970. It was during his university years that he met his wife, writer Tabitha Spruce, another influential female force in his life, who has been an indispensable aid to him during his literary career and personal life crisis. King himself spares not the praise and importance of having a supportive spouse:
If she had suggested that the time I spent writing stories on the front porch of our rented house on Pond Street or in the laundry room of our rented trailer on Klatt Road in Hermon was a wasted time, I think a lot of the heart would have gone out of me. Tabby never voiced a single doubt, however. Her support was a constant, one of the few good things I could take as a given. And whenever I see a first novel dedicated to a wife (or a husband), I smile and think, There’s someone who knows (King, 77).
The couple lived with their children under dire financial circumstances in a trailer home in Hermon, Maine, a place that King so affectionately called “the asshole of the world” (King, 75) in his famous Playboy interview XXX. At that point in life King taught English at Hampden Academy (Hampden, Maine), washed sheets at New Franklin Laundry during summer vacations and tried to write his fiction when there was spare time to be found. His breakthrough came when he sold his novel Carrie to Doubleday in hardback, and NAL in paperback for four hundred thousand dollars in 1973. There was no turning back for King. He was an instant success and again his wife is at least partially responsible since she was the one who insisted on his finishing the story after discovering it crumpled in the wastebasket:
She’d spied them while emptying my waste-basket, had shaken the cigarette ashes off the crumpled balls of paper, smoothed them out, and sat down to read them. She wanted me to go on with it, she said. She wanted to know the rest of the story. I told her I didn’t know jack-shit about high school girls. She said she’d help me with that part. She had her chin tilted down and was smiling in that severely cute way of hers. ‘You’ve got something here,’ she said. ‘I really think you do.’ (King, 81)
After Carrie King has produced an almost annual succession of fictional hits and yearly his fan groups become larger. His fame is such that the mere word horror has become synonymous with the name Stephen King, each as inseparable from the other as peas from a pod. He definitely belongs to the group of artists that experience such immense popularity that their work has been analysed and interpreted to oblivion long before their writing career are finished. The list of books that have been written about him is staggering and includes student guides and companions to his work, teacher’s manuals, biographical information and in depth analysis of certain novels and collections of short stories. On top of this, a number of movies, TV shows and audiotapes based on his fiction have been produced not to overlook the original screenplays and teleplays he has written himself.
One important part of King’s life that deserves further discussion is the fact that for years he had a serious substance abuse problem that affected not only his personal life and physical health, but also had its claws firmly imbedded in his work as a writer. He describes this problem in detail in his book On Writing, devoting long passages to it, and therefore this issue will also be examined more closely in these pages later on.

From the Roots of Childhood

In June of 1999, Stephen King took one of his routine walks along the shoulder of a familiar country road in Maine. He was hit by a van and seriously injured as a result. Near death than life, no less than six operations were required to restore his health and mend his completely broken body. After months of painful rehabilitation, the author was finally able to sit up and from then on started writing again. The result was his book On Writing, an unusual mix of autobiography and a writing guide for the aspiring writer.
As King describes it himself in the first pages of his book, his childhood is “a fogged-out landscape from which occasional memories appear like isolated trees . . . the kind that look as if they might like to grab and eat you” (King, 3). This imagery certainly sets the mood for an interesting reading. He goes on to explain that this book is not an autobiography but rather “a kind of curriculum vitae” (King, 4), his own attempt to show how he was formed as a writer.
One of his earliest memories is that of a certain babysitter he names Eula-Beulah, a very large teenage-girl, who laughed a lot, treated four year old Steve rather roughly and had a very peculiar sense of humour to say the least:
Eula-Beulah was prone to farts – the kind that are both loud and smelly. Sometimes when she was so afflicted, she would throw me on the couch, drop her wool-skirted butt on my face, and let loose. ‘Pow!’ she’d cry in high glee. It was like being buried in marshgas fireworks. I remember the dark, the sense that I was suffocating, and I remember laughing. Because, while what was happening was sort of horrible, it was also sort of funny (King, 8).
Mayhap, Eula-Beulah in her own fascinating ways thus became a great influence on young King, as his descriptions of her ring suspiciously close to some of his more infamous female characters, especially the heavy-set Annie Wilkes, who inflicts various tortures on her prisoner, writer Paul Sheldon, in King’s novel Misery which was published in 1987. Those who have seen the movie based on the film might very well picture a younger Kathy Bates[1] in the role Eula-Beulah and be quite satisfied with the result.
As Clare Hanson points out in her article Stephen King: Powers of Horror, the monstrous feminine is very much a living thing in King’s fiction. She also uses his novel Misery as an example of this in which she sees writer Paul Sheldon and nurse Annie Wilkes as oppositions between the masculine and the feminine, a relation in which Annie is the monstrous feminine, the ultimate, domineering mother figure. She is described very feminine in a physical sense (large breasts for example) but at the same time her large body is “big but not generous” (Hanson, 150). Annie is furthermore the ultimate, castrator as Hanson phrases it:
She operates as the castrating female in the most horrifying sense in the text, when she amputates Paul’s foot, wielding an axe and a blow-torch. The castration image is underscored: we are told Paul is sure, in this scene, that Annie will castrate him, and later Annie coyly confesses that she had thought of cutting off Paul’s ‘man-gland’ (Hanson, 150).
Whether Annie Wilkes in all her dimensions is deliberately or even consciously based on King’s notorious babysitter, is hard to say, but there seems to be an eerie sense of similarity between the two females, that certainly struck me the first time I read King’s descriptions of Eula-Beulah. At least he gives her this much credit:
In many ways, Eula-Beulah prepared me for literary criticism. After having a two-hundred pound baby-sitter fart on your face and yell Pow! , the Village Voice holds few terrors (King, 8).
But Eula-Beulah is not the only female person that has thus deeply affected Stephen King. Another very important figure in his life that most likely had a strong influence over how he was formed as a writer has to be his mother, Nellie Ruth Pillsbury King. As said before, she was a person of strong character and determined will. King’s descriptions of her are honest and seem to be completely lacking in any kind of euphoric or heroic exaggerations. He even mentions that he suspects that at some point she might have “farmed his brother and he out to one of her sisters for awhile because she was economically or emotionally unable to cope with them for awhile” (King, 3).
Due to illness, six year old King was pulled out of school for a year and he spent it mostly in bed or otherwise housebound. To pass the time he read comic books and at some point decided to write his own story. As he says himself “imitation preceded creation” (King, 16) and he copied Combat Casey comics and added here and there is own descriptions. At last he showed one of these copies to his mother and her reaction to this probably was a crucial turning-point in his development as a future writer. After asking him whether he wrote it himself and seeming disappointed in his confession that it was mostly copied, she replied: ‘Write one of your own, Stevie,’ she said. ‘Those Combat Casey funnybooks are just junk – he’s always knocking someone’s teeth out. I bet you could do better. Write one of your own.’ (King, 17) These important words opened a whole new world to King; a world of possibilities that had never occurred to him at that young age. The result was a story about four magic animals that rode around in a car and helped small kids. He handed the copy to his mother who immediately put aside what she was doing and read the whole story at once. She then proceeded to tell him that it was “good enough to be in a book”, a statement that truly inspired King to continue or as he says himself: “Nothing anyone has said to me ever since has made me feel any happier” (King, 18). Furthermore she started paying him a quarter apiece for his stories and that was the “first buck he made in this business” (King, 19). Despite that, she later in life advised her son to get a teacher’s credential “so he would have something to fall back on” (King, 68).
Without such support from his parent, who knows what route King might have taken. It seems that the credit he gives to his wife that was mentioned here above when he was struggling as an aspiring writer, may also be given to his mother, who obviously had an important say in guiding her son towards the path of independent and creative writing.
Mrs. King seems to have been a fairly straightforward person and her blunt and honest answers to young King’s childish questions, are in his mind worthy of a small chapter of their own in his book. He remembers asking her at the age of five or six if she had ever seen anyone die. The reply was that she had seen one and heard another die. Intrigued as to how one could actually hear somebody die, he insisted on a further explanation. His mother told him a story of how a fourteen-year-old girl had drowned off Prout’s Neck in the 1920’s because nobody was able to reach her due to strong undertows in the water:
In the end they could only stand around, tourists and townies, the teenager who became my mother among them, waiting for a rescue boat that never came and listening to that girl scream until her strength gave out and she went under. Her body washed up in New Hampshire, my mother said. I asked how old the girl was. Mom said she was fourteen, then read me a comic book and packed me off to bed (King, 10).
In the case of the person she saw die, it was a sailor who jumped off the roof of the Graymore Hotel in Portland, Maine and landed in the street:
‘He splattered,’ my mother said in her most matter-of-fact tone. She paused, then added, ‘The stuff that came out of him was green. I have never forgotten it.’
That makes two of us, Mom (King, 10).
That final statement about him never having been able to forget this interesting piece of his mother’s history, does indicate that he was indeed deeply affected by it. Both the physical horror of the two separate narrations and the human tragedy behind them seem to be parallel to King’s own adult writing. It is true that horror is an ever present force in his writing but what is perhaps most unique to King’s writing is exactly that a lot of that horror is sprouted from human tragedy or emotions rather than real life monster and tedious descriptions of ooze and gore. King feels for people and that capacity to understand, interpret and put into words in a believable way human emotions makes him a very convincing writer, even if what is actually taking place in the narration might seem impossible.
King seems to realize that his mother’s “matter-of-fact tone” is borderline cold-hearted and in that way he does not draw up any rosy image of her. Quite frankly she seems to have scared him quite badly with her gruesome narrations. But it is exactly with this kind of descriptions that he shows the reader how he had even at an early age, an understanding of human desperation and a note of sympathy that rings a strong chord in his writing. Especially when it regards childhood fears but those who have read King to any extent, know that prepubescent kids (10-12 years old) are his expertise. This is the age in which logic and increased intellectual skills are becoming more prominent, but gullibility and naivety still linger on, making certain relapses into childish fears quite common. Most of us lose this as we grow older but a few of the more imaginative individuals (such as King himself) seem to hold on to this quality even as the years pass on, or at the very least, hold strongly on to the memories of those fears.
A good example of King’s fascination and understanding of childhood fears is his story The Library Policeman from his collection of short stories Four Past Midnight published in 1991. In his notes on the story King recalls his son Owen’s fear of the Library Police, an imaginary authority that supposedly comes to one’s house if the library books are overdue and how a discussion of these fears became the base for the above-mentioned story:
What I realized, however, was something I knew already: the fears of childhood have some hideous persistence. Writing is an act of self-hypnosis, and in that state a kind of total emotional recall often takes place and terrors which should have been long dead start to walk and talk again (King, FPM, 386).
He furthermore recalls how he himself as a child was fascinated with the library but at the same time frightened by its dark stacks and corners and intimidating blue-haired, elderly lady-librarians. This personal fear that he recalls, made it easy for him to sympathize with his son and then transport that understanding into a story. His mother’s own lack of understanding of what might be frightening to a child is reflected in the posters Sam, the main character of The Library Policeman views with horror in the library:
Sam looked to his left, and the faint smile on his lips first faltered and then died. Here was a poster which showed a large, dark car speeding away from what he supposed was a school building. A little boy was looking out of the passenger window. His hands were plastered against the glass and his mouth was open in a scream. In the background, a man – only a vague, ominous shape – was hunched over the wheel, driving hell for leather. The words beneath this picture read:

NEVER TAKE RIDES FROM STRANGERS!
(King, FPM, 401)

Substance Abuse and Writing

As mentioned above, Stephen King had for years a very serious problem with alcohol that later escalated into drug use as well. He gives this rather unpleasant and perhaps, embarrassing chapter of his life, a good deal of focus in On Writing and speaks honestly and openly about this issue in his life, how it affected his work and family life, and not to forget, how he dealt with it.
As King so eloquently puts it himself: “Alcoholics build defenses like the Dutch build dikes” (King, 104). This statement more or less sums up the early years of his married life as he assured himself that he “just liked to drink” (King, 104). Another method of denial he also refers to his the “the world famous Hemingway Defense” (King, 104), which he describes as such:
[. . . ] as a writer, I am a very sensitive fellow, but I am also a man, and real men don’t give in to their sensitivities. Only sissy-men do that. Therefore I drink. How else can I face the existential horror of it all and continue to work? Besides, come on, I can handle it. A real man always can (King, 104).
It is interesting to wonder whether this reference to Hemingway is a mere coincidence or not, since King has often been claimed to be under strong influences from that particular writer, especially when it comes to being a very male-ishly thinking writer, even lacking in conviction when writing female characters. Even Clare Hanson states in her above-mentioned essay that King’s work follows “an exemplarily ‘masculine’ trajectory” (Docherty, 135). In any case, the effect Hemingway had on King as a writer and obviously also an alcoholic in denial, parallels nicely in these descriptions.
Perhaps the most important point in adding King’s substance abuse into this essay (and probably the same reason why he saw it necessary to mention it himself at all in his book), is the fact that his problem affected his writing and the writing affected his problem so to speak. He acknowledges that even though he spent years in total denial about having a drinking problem, his inner self, that part of his mind and soul that writes the stories, had been aware of the problem as early as 1975, which is the year that he wrote the novel The Shining. In that story, writer Jack Torrance takes on the job of supervising a remote hotel in the mountains over the dead of winter when there are no other employees or hotel guests present, thinking that the change of scenery and isolation will help him with his writing. Instead, Jack becomes severely blocked, being almost unable to write a single sentence properly and slowly dives into madness by the haunting and presence of evil in the hotel. Many might see this as a reflection of King’s own sub-conscious fear of failing as a writer, especially in context with his increasing substance abuse, which surely is a kind of state of madness. The novel has even been interpreted by some as the tragic ruin of a family that shares its hallucinations and that not only the father but rest of the family also goes insane by the end.
King himself claims that the inner part of him, which writes, began to “scream for help in the only way it knew how, through his fiction and through his monsters” (King, 106). He hand-picks two other novels that clearly echo his own state of mind at the time of writing:
I wrote Misery (the title quite aptly described my state of mind), in which a writer is held prisoner and tortured by a psychotic nurse. In the spring 1986 I wrote The Tommyknockers, often working until midnight with my heart running at a hundred and thirty beats a minute, and cotton swabs stuck up my nose to stem the coke-induced bleeding” King, 107).
Nurse Annie Wilkes in Misery may then be seen as a metaphor for King’s own real-life self-destruction and torture he inflicted upon himself through the substance abuse, while he himself (or in that particular case, writer Paul Sheldon) lay helpless, unable to do anything except watch the horror unfold. But writer Sheldon does eventually triumph over the evil nurse as King did over his addiction problems with the help of his family and closest friends later on in life, so perhaps the novel, despite being written in a state of misery as mentioned above, reflected some evidence of hope never having left King completely, even at his worst moments.
In regards to The Tommyknockers King himself openly confesses that it is a metaphor for drugs and alcohol. An alien crew, hibernating in a spacecraft buried in the ground, weasels into the minds of people, giving them superficial intelligence and powers, takes a heavy toll instead, the person’s own soul. It was “the best metaphor for alcohol and drugs my tired, overstressed mind could come up with” (King, 107).
Not long after his writing The Tommyknockers, King’s wife, Tabitha, formed an intervention group of family and friends, giving King the ultimatum of getting professional help or getting out of the house since she and their children had no desire to witness his slow suicide. It is here that nurse Annie Wilkes came back into King’s mind and helped him make the ultimate decision:
[. . .] what finally decided me was Annie Wilkes, the psycho nurse in Misery. Annie was coke, Annie was booze, and I decided I was tired of being Annie’s pet writer[2]. I was afraid that I wouldn’t be able to work anymore if I quit drinking and drugging, but I decided (again, so far as I was able to decide anything in my distraught and depressed state of mind) that I would trade writing for staying married and watching the kids grow up. If it came to that (King, 109).

The Toolbox

The latter part of King’s book On Writing is exactly what the title suggests, his own personal instructions for the aspiring writers on writing. It is in no way similar to the traditional textbooks that most often are available to student writers. His instructions are written on a very personal note, they arrive from his own vast experience with writing fiction and are therefore written in a very informal way. Because of these above-mentioned facts, it is an unusual reading but extremely practical and I daresay, useful, because the informal style in which it is written, is appealing and personal and the straightforward tone makes his instructions easy to digest and follow.
The first chapter in this part of the book is called The Toolbox. King starts by telling the story of how his uncle Oren insisted on bringing his entire huge toolbox to fix one screen door, despite that it turned out that he only needed to use one small, screwdriver. This puzzled young King but his uncle’s prompt answer was:
‘I didn’t know what else I might find to do once I got out there, did I? It’s best to have your tools with you. If you don’t, you’re apt to find something you didn’t expect and get discouraged’ (King, 125). This advise King has transferred over on to writing and advises the inexperienced writer that in order to make the most of their writing skills, they construct their own toolboxes and build up the muscles to carry them around. That way, they will not get discouraged when looking at a hard job, but simply retrieve the appropriate tool and make use of it.
The first thing a writer should do is to organise the basic tools in his toolbox and those tools go on top. The “commonest of all” (King, 125) is of course vocabulary. Interestingly enough, King sees vocabulary as a cause of small concern, seeing that we all have it and that it is the way we use it and not how large it is, that matters the most. He takes examples of writers with enormous vocabularies, such as H.P. Lovecraft and advises strongly against any conscious effort to improve vocabulary, claiming that this should happen gradually and automatically with increased reading. To prove his point he also takes examples of very successful writers that did not spend to much energy on large vocabulary and complicated sentences. Amongst these are in his view for example John Steinbeck and Ernest Hemingway, his favourite being Hemingway’s: “He came to the river. The river was there.” (King, 127) from his novel Big Two-Hearted River.
King’s reasoning for this view on vocabulary is actually quite interesting. In his view, deliberate decoration of sentences with long and complicated words, instead of using the first and most direct word that comes into mind, is a disaster. He explains this by claiming that the basic rule of vocabulary is to “use the first word that comes to your mind, if it is appropriate and colourful” (King, 130). He claims that:
The word is only a representation of the meaning; even at its best, writing almost always falls short of full meaning. Given that, why in God’s name would you want to make things worse by choosing a word which is only the cousin to the one you really wanted to use? (King, 130)
The next tool in the box should be grammar. In Writing With a Purpose (ed. Joseph F. Trimmer), there is an extensive, twenty page section on the how to write grammatical sentences, and it covers anything from how to eliminate sentence fragments from giving a detailed list of the most notorious irregular verbs in English. As King acknowledges that since On Writing is not a textbook on writing in the traditional sense, he does not dwell extensively on grammar, but solely mentions what he calls is own personal “pet peeves” (King, 136) on the matter. His first rule of grammar is to avoid the passive tense. He even ventures to speculate on why so many writers are attracted to the passive tense, saying that timid writers like it for the same reason timid lovers like passive partners:
The passive voice is safe. There is no troublesome action to contend with; the subject just has to close its eyes and think of England, to paraphrase Queen Victoria. I think unsure writers also feel the passive voice somehow lends their work authority, perhaps even a quality of majesty. If you find instruction manuals and lawyer’s torts majestic, I guess it does (King, 137).
The second “pet peeve” from King’s world of grammar has to do with the use of adverbs. In the above-mentioned book Writing With a Purpose, adverbs are simply defined as modifiers for verbs, adjectives and other adverbs and then exorcises are given in the identification of adverbs from a text. King on the other hand, goes a step further and states: “The adverb is not your friend” (King, 138). He puts it into the same category as the passive voice, as a tool for the timid writer. He feels strongly about this and explains that overuse of adverbs indicates a writer’s fear of not being able to express very clearly his point, finding it necessary to enhance what realy should not need any enhancement. As an example he uses the sentence: “He closed the door firmly”, by no means a really bad sentence, but he questions whether the adverb firmly is really necessary. King admits that some might find this dislike of adverbs a tad “anal retentive” (King, 139) and confesses that of course they have their own use at times. But he absolutely refuses to accept them in dialogue attribution, claiming and showing with examples, how the adverb-filled expressions are infinitely weaker then those without.
Now King dives into the next layer of the toolbox and unfolds the paragraph. He describes them as “maps of intent” (King, 145), claiming that they are almost as important for the way the look as for what they say. His advise on its use in fictional writing is simple and straightforward: to let nature take its course and not think too much about where the paragraph begins or ends. Revising later is of course important but paragraphs in fiction are apt to be most effective if they have that natural flow to them. If compared to the detailed instructions of paragraph structure in Writing With a Purpose, in which topical paragraphs are required to have unity of matter, be complete, exhibit an appropriate order of sentences and display coherence, King’s advise might seem simplistic. But it must not be forgotten that his is not a textbook on writing and he is also solely referring to fictional writing and not academic writing, which might have other requirements.
The ultimate advise on the toolbox, is King’s conviction that in fiction writing, the most important notion is to tell a good story and make the reader feel welcome. In regards to that, he finds that grammatical incorrectness such as fragments, are perfectly legitimate at times, as they can “work beautifully to streamline a narration” (King, 151). This is advise that one will probably not find in any textbooks on writing, but comes from the experience of writers such as King, whose career of successful writing is probably not a coincidence.

On Writing

After concentrating on the toolbox as a fundamental base for writing, King dives further into the more common practises of the writing process and this is perhaps the most exciting part of the book for the aspiring writer to read. He commences by stating that the most important rule of all is to read a lot and write a lot. He explains how despite being a slow reader himself, he manages to get through about seventy or eighty pieces of fiction a year. He reads for the pleasure of it, not for educational purposes as such, but as he explains, there is always a learning process at hand. In Writing With a Purpose the same advise is really being given by examples, since that book is filled with excellent examples of writing, both professional and student samples, for educational purposes. Interestingly enough, King feels that the bad books have ultimately much more to teach than the good ones. He remembers how it felt to read a bad piece of fiction and feel for the first time that he could to better himself. Similarly he recalls how it felt reading a masterpiece such as Steinbeck’s The Grapes of Wrath and being filled with despair over his own insufficiency as a writer. But he acknowledges that ultimately, all reading can have educational purposes:
So we read to experience the mediocre and the outright rotten; such experience helps us to recognize those things when they begin to creep into our own work, and to steer clear of them. We also read in order to measure ourselves against the good and the great, to get a sense of all that can be done. And we read in order to experience different styles (King, 166).
The second issue King tackles is just how much writing is enough? He begins by describing his own personal work methods, and how he writes every day when he is working on a piece and then comes to a full stop in between. He has through the years developed his own work strategy, which is to write about 2000 words a day. That comes to about 180,000 in three months, a good length for a novel. Despite recognising that as he grows older he works slower, King rarely allows himself to rest until he has his 2000 words. The fact that King so straight-forwardly admits to setting a certain word number limit for himself per day, is not only interesting and helpful for the inexperienced writer, it also clearly demonstrates what King himself repeats several times in the book; that writing is hard work. Surely talent comes into play as well, but it is a mistake to think that all the great writers find creation an easy task. It is a slow and tedious job based on a lot of practise and a lot of plain, hard work.
Traditional textbooks on writing rarely suggest a certain word number a day but Writing With a Purpose does share with King the importance of a serene environment. It clearly states that no matter if one’s preference is a secluded corner in the library or something else, it is vital to “develop habits that enhance your concentration rather than interfere with it” (Trimmer, 4). King is of the same opinion, stating that although it is not necessary to have an elaborate situation to work in, a framework of privacy, tranquillity and the determination to close that door and work, are necessary to get the work done. He insists that writing is not some spiritual event in which the writer sits and waits for the muse to come, but just another job that you have to work at. Like he says:
Your job is to make sure that the muse knows where you’re going to be every day from nine ‘til noon or seven ‘til three. If he does know, I assure you that sooner or later he’ll start to showing up, chomping his cigar and making his magic (King, 180).
Perhaps one of the most nightmarish questions that haunt all aspiring writers is: what can I write about? The cliché answer to this is that you should write what you know. King does not fully agree with this, understandably enough, because how could writers of for example horror and science fiction follow that advise and get any writing done, since there material is often completely unrealistic and unknown to the world as we know it? King’s answer as to what a writer should write about is fairly straightforward: “Anything you damn well want. Anything at all . . . as long as you tell the truth” (King, 181). So what does this statement mean? He explains that regarding genre, it is best to write what you would like to read yourself. But ultimately he suggests writing what one wants and then embedding it with one’s own understanding and experience with life. A successful example of this is John Grisham. His novels have sold in immense number of copies and King claims the reason is that although the tales he writes are totally make-believe they are based on a reality he knows to be the truth from his own experience. Grisham is after all, a lawyer by profession himself and although he most likely never worked for the mafia as so many of his characters, he knows what it is like to be a young lawyer and that truth radiates through his novels.

Creating a Story

In the final part of King’s advise on writing, he goes in some detail into the art of creating a story. In his view, a good novel or a story, consist of three basic elements: narration which moves the story from A to B, description which creates a sensory reality to the reader and dialogue which brings life to the characters through speech. Interestingly, he leaves the matter of plot out of this equation. In Writing With a Purpose, plot is described as “coherent, unified, and meaningful sequence of events that forms the beginning, middle and end of a work of literature” (Trimmer, 313). It consists of three basic elements, those being exposition, conflict and climax. King disregards this completely and gives two quite sensible reasons for his disbelief in plot:
I distrust plot for two reasons: first, because our lives are largely plotless, even when you add in all our reasonable precautions and careful planning; and second, because I believe plotting and the spontaneity of real creation aren’t compatible (King, 188).
It may seem odd to think that plot is completely worthless, but that is not really what King is saying here. He certainly confesses to plotting a number of times while creating his fiction, but he does not see plot as a necessary element in the process of creating a good story. Whether this be true or not, his view does offer a mild relief for the aspiring writer. Since King’s writing usually has a decent enough storyline, it can be inspiring for those who think they can only dream to become successful writers, to know that even the ‘master of horror’ himself does not have every detail of the story laid out in front of him before he starts writing. His attitude towards plot as well indicates a certain confidence in his own ability to bring the story to a successful end, even if he has not worked the entire plot out in advance.
King’s compensates lack of plotting by relying on intuition. He says the reason he has been able to do that is because his books tent to rely more on situation rather than story. His method seems to be rather simple: he first thinks of a situation. The characters emerge, flat at first, and then he begins to narrate. He even explicitly says that he never demands from his characters that they do things his way, but rather prefers for them to take their own course. He even gives a few examples of how the characters have taken over and completely surprised King himself.
His initial plan for writer Paul Sheldon in novel Misery was to have him eaten by Annie Wilkes’s pig and his novel bound in his own skin. But as King acknowledges himself, Paul turned out to be more resilient than he anticipated and fought bravely and successfully to save his own life. Nurse Annie Wilkes also surprised her creator and was in the end not only a source of fear but also of sympathy:
And none of the story’s details and incidents proceeded from plot; they were organic, each arising naturally from the initial situation, each an uncovered part of the fossil. And I’m writing all this with a smile. As sick as I was with alcohol as I was much of the time, I had so much fun with that one (King, 195).
Coming back to description, King says that it begins by visualizing what you want the reader to experience and then putting it into words in a way that will “cause your reader to prickle with recognition” (King, 202). But he also warns against over-description of exterior details, of for example characters’ appearances, feeling that if the author goes to far in his descriptions he will ruin the opportunity for the reader to use his own imagination. He feels that a few, well chosen descriptive words that will stand for everything else, are sufficient. In many ways, this is very true. It can often be tiresome to read novels such as Emily Brönte’s Jane Eyre, in which extreme emphasis are on descriptions of personal appearances, or Lucy Maud Montgomery’s Anne of Green Gables series, which are filled with seemingly endless and tedious nature descriptions. When it comes to dialogue, King insists that it can be a great help while trying to enforce the classic rule of writing which says that it is better to show than to tell. Through dialogue, the author can demonstrate many interesting facts about his characters, from what background they come, their general attitude or educational standard. He mentions that obviously, some authors are more talented at creating convincing dialogue than others, and takes H.P. Lovecraft as an example from the latter category. King offers an explanation for this and wonders whether Lovecraft’s shy and reclusive nature had an effect on his dialogue skills, since in order to be able to identify good dialogue, one needs to practise by talking and especially listening to others.
An important element in dialogue is according to King, to maintain honesty. He confesses to receiving more than weekly complaints from readers about profanity and other politically incorrect phrases he has incorporated into dialogue. But as he explains, to maintain realism in the dialogue, it is essential to keep to the truth. If a character accidentally crushes his thumb while hammering a nail into a wall, a very realistic response is unfortunately to use exclamations of profanity. If the writer does not stay true to that fact, is dialogue will most likely not be very convincing to the reader. This is truly more important than it might seem. In order for the reader to have interest in a story, he has to be able to get absorbed in it and for that to take place he has to believe in the characters and their authenticity. If they sound unrealistic or phoney, the reader will be constantly reminded of the fact that he is reading a fictional story that is not real. With that attitude, he probably will not even have enough interest to finish the story. But it is also a fact that King himself has often been criticized for going too far in trying to catch the readers’ interest by almost shoving the horror in their faces.
Symbolism and Theme

Regarding literary tools such as symbolism, theme, stream of consciousness, onomatopoeia and others, King’s attitude is relatively relaxed. He feels that whatever the writer feels he can successfully use to improve his fiction, he should take full advantage of. As King acknowledges, he has often been accused of being symbolically simplistic in his work and he mentions The Green Mile in this context, saying that his choice of giving his main character, sitting innocent on death row, the initials of a famous real life man that was innocent on death row also. But he claims that as he writes, he rarely decides consciously to use symbolism; most often he discovers it later when revising and then he sometimes draws it out more clearly. In fact, for King, second drafts were made for symbolism and theme.
A good example of this is King’s recollection of writing novel Carrie. It is quite obvious to the literary critic that this novel blatantly uses blood symbols in various ways. Carrie’s paranormal abilities are brought out by her first menstrual period and she is later drenched in pig’s blood at the school prom. According to King he did not realise this blood symbolism at the crucial points in the story until he read the first draft himself. The blood symbolism is also strongly connected to the horrors of the female body, as Clare Hanson points out in her essay:
Carrie is brought up to fear and distrust the generative sexual powers of the female body: it is impressed on her not only that sex is sinful, but that sex has its origins in the sinfulness of the mother, in her lust and desire. Her mother tells her of her own pleasure in the sexual act in a kind of retrospective frenzy of repudiation, and then moves into ritualistic chant, the main theme of which is again the sinfulness of Eve, who ‘loosed the raven on the world’ and who was visited by ‘the Curse of Blood’ (Hanson, 143).
In this context it is interesting that Carrie’s paranormal abilities, that in fact make her a kind of telekinetic monster, are brought on by her first menstruation, when her body is changing from that of a child into a grown woman, emphasising the connection between blood and the monstrous feminine.
King has often mentioned that he firmly believes that a story is a pre-existing thing and that the writer’s real job is similar to that of an archaeologist, to search for it and carefully bring it out like a dinosaur’s ancient skeleton. With this view in mind, he says that symbolism can be treated in the same way. For the aspiring writers, symbolism can seem like a nightmare to grasp and use as a literary tool, and King suggests a relaxed attitude towards it. Believe that it pre-exists just as the story, and then when revising, draw it out if it serves a purpose.
But what does King mean by symbolism serving a point or not? As he mentions, symbolism is not a necessity for a story to work, and it can at times damage the work, if it serves only the point of creating what he calls “a sense of artificial profundity”. But if it seems to belong in the story, King feels that symbolism can serve as a focus point for both the reader and the author.
In Writing With a Purpose, in introduction to theme is suggested by examining how authors express themselves through literary devices such as symbols. A symbol is “a person, act, or thing that has both literal significance and metaphorical meaning” (Trimmer, 316). For King, theme is not so important as such, but he does claim, it is there all though he personally does not have too many thematic concerns. He feels that mostly his deepest interests come out as thematic in his books. Examples of this are why God lets terrible occurrences happen, the thin line between reality and fantasy, and why violence seems to have such an attraction for fundamentally good people. He repeats that for him, theme is not a major issue, it is more something that comes up again and again in his writing because that particular issue has sparked his interest in his own personal life.

















Final Words

When looking back at the original thought put forward in the introduction of this chapter, about the status of horror, science fiction and supernatural fiction amongst the various literary genres, it seems obvious that the abovementioned are the least respected. As E.J. Clery says in the introduction to her book The Rise of Supernatural Fiction 1760-1800, the mere title of her book seems paradoxical in the light of the history such literature has amongst literature in general. As she mentions herself, fantasy does not even seem to have a place in the hierarchy of literary genres, but since it is more marginal than elevated. As she says: “Its popular success has more often been described as a spread or even contagion than as a rise” (Clery, 1).
Keeping this dubious status of the genre in mind, it seems amazing that an author such as Stephen King, has managed to become as successful as he is. He has soled millions of copies of his works and the popularity seems never-ending. Despite those numbers, many a King fan finds him/herself defending their choice of reading to others that do not accept the genres that King’s fame is based on, as serious literature. It is often deemed as something frivolous, childish and of having no more value than just a moments entertainment at the best. Some King readers have even confessed to being borderline harassed as teenagers by their English teachers for their ‘shockingly bad’ choice of reading. One would think appreciation of any teenager reading at all by his/her own free will, should be in order rather than reprimands.
But what is it that causes this great prejudice against writers of the fantastic? Why are they so harshly judged? Does the fact that King is a worldwide success phenomenon simply proof some kind of degenerate spiral of fiction readers then? I think not. The fact is that most who judge the hardest the genres of horror and the fantastic, have read the least of it, and therefore are hardly in a position to sit and deem this or that as bad fiction. It is similar to a devoted opera fan openly expressing a disgust in heavy metal music without ever having given that particular genre of music any chance at all. If there is anything worse than musical snob, it is literary snob. The fact is that it is simply wrong for any serious literary critic to deem a piece of fiction before reading it thoroughly and preferably without prejudice. To claim that one genre is acceptable and another is not is a blatant display of literary ignorance. I am not referring to personal tastes here, because in that we all have our preferences. I simply claiming that genre in itself has nothing to do with the quality of the individual piece of fiction. There are some science fiction and horror that frankly belong in the garbage bin, but the same can be said about so many romance novels, thrillers, detective stories, epic stories and dramas. Each piece of literature has to be allowed to stand for itself and on its own merits when critiqued, just as the human being should be judged by his or her individual quality and not by ethnicity or race.
While reading King’s On Writing, it became more and more obvious that that book is in fact a necessary reading for the less appreciative of fantasy fiction. King explains the elements that lie behind his choice of genre or theme, that being that simply his own life’s experience has moulded him as a writer and that what he writes is an honest response to that. He furthermore clearly demonstrates in this book that he is a professional in his field and that it is no mere coincidence that he is successful. He surely has his defects as a writer, often being accused of over-explaining and over-writing his books, but he has worked hard to get where he is and openly confesses everything about the painful process he went through to polish himself in the field of writing. The advise he gives on the writing process is profoundly personal, easy to understand and as a result, very practical. His book is wonderfully different from the textbooks on writing because instead of simply defining different literary tools and methods, it actually tells you how to use them in a way that hits the mark. But it may very well be that the image King, the king of horror himself, portrays of all the rejection slips from various publishers he kept on his wall above his typewriter, is perhaps the best encouragement any aspiring writer that reads his book could get.


















Bibliography

Barnes, Jonathan ed. The Cambridge Companion to Aristotle. New York.
Cambridge University Press. 1995. Pages 277-278.
Beahm, George, ed. The Stephen King Companion. London. Futura Publications.
1991.
Clery, E.J. The Rise of Supernatural Fiction, 1762-1800. New York. Cambridge
University Press. 1995.
Docherty, Brian, ed. American Horror Fiction: From Brckden Brown to Stephen
King. London. The Macmillan Press Ltd. 1990.
Jones, Michael, ed. Monsters From the Id: The Rise of Horror in Fiction and Film.
Dallas. Spence Publishing Company. 2000.
King, Stephen. On Writing: A Memoir of the Craft. London. New English Library.
2001.
Schweitzer, Darrel, ed. Discovering Modern Horror Fiction. Washington. Starmont
House. 1985.
Trimmer, Joseph F., ed. Writing With a Purpose. Boston/New York. Houghton
Mifflin Company. 2001.







[1] Actress Kathy Bates performed the role of Annie Wilkes in the movie Misery (director Rob Reiner, 1990) which was based on King’s novel, with such conviction that even the most hardened film viewers found it hard not to be frightened of her.
[2] A direct reference to the fate of writer Paul Sheldon, whom Annie forces to re-write a novel, her way.