Kaerleikshvetjandi blogg

föstudagur, janúar 13, 2006

Þegar skoðaður er þankagangur okkar komust við fljótt að því að aðall einstaka fólks er óendanleg þrjóska. Ef um er að ræða slíkan aðila þá fylgir hann vilja sínum eftir með þeim hætti að nánast má teljast að um offar sé að ræða. Í huga viðkomandi kemst fátt annað að en það sem viðkomandi ætlar að gefa líf og ná fram smátt og smátt með þvíað fylgja eftir, að afli, þeim þætti skaphafnar sinnar sem tengdur er löngun til að ná áhrifum og árangri. viðlíka er offorsið að sá sem fyrir verður á vart undankomu auðið. Ef að slegið er þvert á vilja viðkomandi, fer allt í steik. Af hverju? Jú, sökum þess að búið er að eyða vi´ðlíka afli í að viðhalda viljalöngun sinni, að allar breytingar og frávik þar frá, sem eiga sér stundum stað, kosta martröð fyrir þann þrjóska. Þar sem ég ætla að ræða síðar um þráhyggjukenndan misskilning þess sem heldur og trúir að einhverjir séu að taka pláss viðkomandi í tilteknum hlutum, þá er örugglega ekki úr vegi að ræða lítilega stífelsiðgang þess sem aldrei gefur eftir, vegna þess að hann trúir því að sinn vilji sé sá sem endanlega eigi að vera ofaná í öllum tilvikum. Það segir sig sjáflt þar sem að fólk er ekki guð almáttugur, þá getur vilji alls ekki verið altækur. Það er einuigs þegar um er ræða guðalmáttugan, sem viljinn getur verið altækur, því að vilji guðs ER altækur. Hann er alvitur, alséður, alklár, almáttugur og svona til gamans, algóður, alvís, algefandi, alsjáandi, alheyrandi og bara nefnud það, guði er ekkert ómögulegt. Svo að elsku þrjóski endurskoðaðu þá þætti skaphafnar þinnar sem undirstrikar það að ná fram sínum vilja, því að nokkuð l´jost er að niðurstaðan veður að þú ert ófullkomin og getur því ekki verið altækt þrjóskur, en guð er alsterkur og getur því verið alþrjóskur í öllum tilvikum þar sem maðurinn getur alls ekki nema að hluta til. Megi algóður guð gefa þér gott kvöld og góðan dag á morgun og vissu um það að þú verður aldrei alklár. Svo ég kveð þig enda trúi ég á þig og virði þig sem vanmáttuga manneskjum sem getur ekki annað en gert vitleysur.

í jesú nafni, amen.
Jóna Rúna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home