Kaerleikshvetjandi blogg

fimmtudagur, mars 09, 2006

Bænin.

Carola: ég mun taka þig í gegn þótt síðar verði. Að voga sér viðlíka lygar, þér hefði verið nær að láta Bjarna einan um þetta. Ég vil benda þér á asni, sem lætur misnota þig, ekki bara í þessum tveimur forhólfum goffí og kúrekafata heldur líka í forhólfi norsks götufríks, að ég mun taka æðiskast á þig við tækifæri og ég lít ekki við giftum mönnum, það kemur aldrei til greina. Ég brýt ekki lögmál Drottins, annað í mínu lífi skiptir engu máli. Amen.

Dapurleiki
Af gefnu tilefni getum við flest af og til fundið fyrir einhvers konar gleðileysi. Þegar þannig árar innra með okkur er hentugt að finna leið út úr depurðinni með því að gera eitthvað sem grípur huga okkar og sál föstum tökum og gefur okkur um leið góðar tilfinningar og heppilegar hugsanir.
Þegar við erum máttlítil og leið er jafnframt viturlegt að við gefum líf jákvæðum samskiptum við þá sem eru uppörvandi og glaðir. Hvers kyns vonbrigði í aðstæðum okkar og samskiptum við aðra eru vitanlega verkefni sem við þurfum að vinna úr og leysa af kostgæfni ef mögulegt er. Við eigum ekki að láta vonbrigði draga okkur niður í hyldýpi örvæntingar og ótta við líf sem við erum þrátt fyrir allt knúin til að lifa. Með þó nokkurri fyrirhöfn er hægt að temja sér gleði og yl hið innra ef við viljum það og þráum slíka líðan af einlægni og ákveðni.
Ekkert í innra lífi okkar er í raun svo snúið eða flókið að ekki sé hægt að takast á við það með ákveðnum aðgerðum ef við viljum og kjósum það í raun og veru. Tíma- bundin, ókát afstaða til tilverunnar og fólks er líkleg til þess að draga dilk vandræða á eftir sér ef við þjálfum okkur ekki í að bregðast rétt við henni. Það er auðvitað eðlilegt að heilbrigðir geta orðið vondaufir um tíma og þá sérstaklega er þeir sjá t.d. öll sín markmið fara fyrir lítið eða verða fyrir höfnum eða einhvers konar missi.
Öll sammannleg reynsla er margþætt og flókin auk þess að tengjast jafnt sorg sem gleði. Eftir því sem við höfum meiri þekkingu á innra eðli okkar því mun meiri líkur eru á að við getum unnið á dapurleikanum. Best er að við ákveðum að temja okkur gleði og þakklæti við sem flestar aðstæður og forðums að láta tímabundin vandræði gera okkur óvíg og leið. Dapurleiki er ekki óyfirstíganlegt ástand. Þess vegna er mikilvægt að við eflum í mæðunni nánast eingöngu það atferli og þær hugsanir sem ýta undir tiltrú okkar á betri og réttmætari líðan. Bjartsýni borgar sig í viðkvæmum aðstæðum og þá ekki síst í þeim sem okkur þykja gleðisnauðar eða óviðunandi um tíma.
Ef vilji er fyrir hendi getum við stjórnað afstöðu okkar til alls þess sem hendir okkur. Ágætt er því og eðlilegt að við einsetjum okkur fremur að velja að bregðast við örðugleikum með tiltrú á tilgang þeirra heldur en að láta þá í langan tíma gera okkur angurvær og hljóð. Við sem viljum getum líka breytt afstöðu okkar til þess sem við fáum ekki breytt og gerir okkur vondauf og döpur. Það gerum við t.d. með því að vera uppörvandi og jákær gagnvart sjálfum okkur og öðrum, hverjar svo sem aðstæður okkar eru.
Hyggilegast er að breyta dapurleika og lumbru í gleði og bjartsýni. Þannig afstaða auðveldar okkur að njóta þess sem er það dýrmætasta sem við eigum og það er lífið sjálft-þrátt fyrir að við gleymum því stundum af ómaklegu tilefni.
JRK


Áreiti

Flestum okkar þykir óþægilegt að verða bitbein svokallaðra áreita. Öll áreiti eru óviðkunnanleg vegna þess að á bak við hegðun og hátterni áreitlanna er iðulega einhver brotalöm sem oft virkar eins og skortur á skilningi á þörfum og viðhorfum annarra.
Þegar verið er að hrella okkur á einhvern hátt eigum við í vök að verjast. Við sjáum ekki tilgang með hegðun viðkomandi og eigum því erfitt með að verjast þeim óþægindum sem geta komið upp í lífi okkar og tilveru ef við lendum í því að aðrir og óvarkárir eru að svekkja okkur með til þess gerðu áreiti og aðgerðum, oftast hvimleiðum og röngum. Ertandi nærvera sem er neikær og ósæmileg getur verið óviðeigandi og óþægileg eins og dæmin hafa sannað.
Engar sýnilegar ástæður þurfa að vera til staðar þegar við verðum fyrir því að aðrir amast við okkur. Það er engu líkara en áreitlar beri ekki skynbragð á hvernig eðlilegum samskiptamörkum á að vera háttað á milli manna. Ef við reynum að komast að því hvers vegna við verðum fyrir hrekkjum og skömm annarra að ósekju getum við átt erfitt með að átta okkur á hvaða hvatir liggja á bak við áreitið. Engu er þó líkara en að einstaka okkar verði hreinlega að hrjá aðra til að fá notið sín og við virðumst fá einhverja óskiljanlega ánægju út úr slíku framferði þótt neigjarnt sé og afvegaleitt.
Staðreynd málsins er þó sú að það er afbrigðilegt að hrella aðra og það eigum við öll að vita. Best er að við eigum sem jákærust samskipti hvert við annað og eigum þannig þátt í því að skapa mildara og mannúðlegra mannlíf. Ágætt er að við gerum ekki hvert öðru óbærilegt að þrífast. Það er nefnilega vitað að með öllu óþarfa áreiti getum við stuðlað að því að þeir sem fyrir verða bugist og brotni fyrir bragðið.
Skilningsleysi er eitt af því sem gerir það að verkum að áreitlar eru öðrum óþægilegri, einmitt vegna þess að þeir sökum vanþekkingar og þroskaleysis amast við öðrum að ósekju. Ef við stöndum í þeim staðreyndarsporum að skilja ekki til fulls viðhorf og vilja annarra til lífsins þýðir það ekki að við getum leyft okkur hvað sem er í samskiptum við viðkomandi.
Samskipti sem byggjast upp á því að við getum ekki um frjálst höfuð strokið vegna þess að ófullkomið fólk íþyngir okkur og áreitir, eru röng og þeim þarf að breyta. Það að gera hvert öðru gramt í geði þegar færi gefst er auðvitað slæmt samskiptasjónarmið og því er mikilvægt að uppræta vangæfa og íþyngjandi hegðun áreitla, sem og annarra samskiptaspellvirkja.
Við eigum að forðast að láta eins og það sé í lagi að gera öðrum lífið óbærilegt með vanvirðandi framkomu og ósæmilegu áreiti sem þjónar engum sýnilegum tilgangi. Margir áreitlar ástunda það og þykir það því miður ávinningsvert. Hyggilegast er ef við höfnum öllum heimskulegum hrekkjum og ásækjum ekki aðra að ósekju. Áreitlar eru lítt áhugaverðir og hljóta sem slíkir að vera öllum til uggs og ama.
JRK

Frjáls til góðra verka

Feigðin kallar
eilífðin opnast
englar birtast
dauðinn heilsar
kaldur tekur.

Guð er nærri
allt er hljótt
þjáning hverfur
í armi drottins
líknar ljósið.

Himneskur friður
fullur kærleika
ylríkur sefar
einmana sál
á framandi slóðum.

Guð veri með þér
í nýrri framtíð
fjarri ástvinum
en þó svo nærri
í heimi andans.

Farðu frjáls
áfram veginn
til góðra verka
í eilífðarfaðmi
um aldir alda.

Ort til eiginmanns míns, Ævars R. Kvaran

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home