Myndlistarstörf
Fyrir rúmum tuttugu árum lenti ég í því að eiga ekki bót fyrir boruna á mér. Hafði ég þá um tiltekinn tíma gefið alla vinnu mína og með frábærum árangri segja sumir. Var þar um að ræða andleg störf s.s. persónulegur stuðningur, erindi og skriftir ýmis konar á opinberum vettvangi. Þegar maður tekur ekki túkall fyrir það sem maður er að gera þá þarf maður að leysa hlutina aðeins öðruvísi. Mig bráðvantaði bíl, ég átti kost á því að fá einn slíkan hjá afa mínum sem hann hafði keypt eftir að hafa fengið fyrir hjartað, og það kom í ljós að hann gat ekki, þótt feginn hefði viljað, keyrt viðkomandi bíl. Um var að ræða himinbláan Alegro aðeins ekinn 7000 kílómetra. Nú varð að hafa snarar hendur svo ég missti ekki af bílnum. Á þessum tíma keypti ég inn einu sinni í mánuði brennivín fyrir afa sinn, en hann víkkaði út æðarnar með því að drekka einn sjúss á kvöldi. Viðlíka hófmaður var hann að það kom aldrei til greina að láta inn fyrir sínar varir meira en þennan eina sjúss á dag. Afi minn tók mig tali þegar honum varð ljóst að ég átti ekki fyrir bílnum, og sagði við mig: ,,Jóna, þótt þú haldir málverkasýninguna, þá er ekkert sem segir að þú seljir allt og heldur ósennlilegt að þú eigir fyrir bílnum, þó þú borgir hann bara mánaðarlega. Mér datt í hug hvort þú vildir ekki kaupa vínið fyrir mig sem hluta af greiðslu til mín og líta á það sem afborgun út af fyrir sig.” Ég greip þetta náttúrulega á lofti og sá í hendi minni að hluti andvirði tækisins yrði að kaupa fyrir hann og ef það dreifðist í nokkra mánuði yrði það blessun fyrir mig.
En hvað um það, ég ákvað að halda málverkasýningu. Svo lítinn áhuga hafði ég fyrir því að ég ákvað að biðja mömmu mína sem var ótrúlegur listamaður að hafa á sýningunni að minnsta kosti tvær til þrjár hannyrðamyndir eftir sig, svona til þess að flikka upp á sýninguna og gefa henni öðruvísi gildi sem yrði gleðilegt fyrir þá sem sæu. Myndirnar hennar voru svo fagrar og sérstakar að þær yfirskyggðu öll málverkin, en það breytti því ekki að þau höfðu sitt aðdráttarafl líka. Sökum þess sem ég hafði unnið komu á sýninguna meira og minna allir sem ég hafði verið að hjálpa um árabil, til að sýna mér hollustu og sjá hvaða þátt ég átti til að bera sem var öðruvísi en andlegu málin. En það var ekki nóg með það heldur ákváðu þessir einstaklingar þótt ekki þekktust innbyrgðist, að kaupa öll verkin mín, svo þau seldust upp á ótrúlega stuttum tíma, bara á methraða, þannig að ég varð orðlaus. Þessi málverk voru mjög ólík innbyrðis og ég ákvað þegar ég sá hvert stefndi að kippa til hliðar nokkrum myndum því mér langaði að eiga þær. Ég hef þær enn þá í kringum mig og hef gaman af. Ein er til dæmis blómamynd sem var á sýningunni, og hana tók ég og málaði að hluta nýverið, upp á nýtt og gaf dóttur minni. Mér finnst mjög áhugavert, ánægjulegt og gleðilegt að stinga niður pensli af og til og láta fljóta yfir spýturnar mér til léttis frá öðru og erfiðara. Til dæmis er ég í vetur einungis ásamt fullt af öðrum hlutum, búin að mála á sjöunda tug mynda, og hafði ég þá ekki snert pensil í rúm tuttugu ár, sökum anna, nema í smá undantekningatilvikum þar sem ég skuldaði peninga og varð að greiða skuldirnar með málverkum eftir sjálfa mig. Eins og núna, varð ég að láta frá mér um tuttugu myndir af því ég skuldaði svo mikið. Það getur enginn verið öryrki á Íslandi í dag nema fara markvisst á hausinn, sér í lagi ef viðkomandi, eins og Jóna Rúna þurfti, að láta laga hjá sér tiltekna hluti sem í sjálfu sér kostuðu ekki mikið en urðu mér samt ofraun nema ég léti myndirnar eftir. Sumir þeir sem fengu myndirnar nánast hlupu með þær út, alsælir að hafa krækt í þær þótt með serkennilegum hætti væri. Ég held sjálf að hluti af því að lækna mig í dag, hafi verið að láta mig mála, því ég er svo illa farin eftir skurðarborðið, þrisvar sinnum, þar sem ég var markvisst skemmd líkamlega. Ég er þrílömuð með yfir tuttugu önnur einkenni. Hvað um það, ég er að hugsa um að halda áfram að mála svona af og til, mér til ánægju og öðrum til gleði. Þessar myndir mínar má sjá inni á blogginu mínu undir málverk. Það sem mér þótti eftirsóknarverðast á sínum tíma, voru dásamlegar myndir sem mamma átti. Hún var dásamlegur listamaður og svo ótrúlega snjöll að setja saman efni að slíkt verður varla eftir leikið. Hún seldi ekki sínar myndir, enda stóð það ekki til, þó að glás af fólki sýndi þeim áhuga og óskaði eftir að kaupa þær, en hún sagði alltaf nei. Af hverju veit ég ekki, því hana sárvantaði aura líka eins og undirritaðar.
Það er gleðilegt til þess að vita að málverkin mín skuli vera vistuð í öðrum húsum og það sem gerðist mjög skömmu seinna er svo furðulegt að ég get varla lýst því en ég ætla að reyna það samt. Það fóru ýmsir af þeim sem höfðu eignast málverkin að hringja í mig og segja mér farir sínar ekki sléttar í samskiptum við verkin. Um var að ræða fólk sem ekki þekktist innbyrðis og hafði ekki haft neitt sambandi hvað við annað, svo ekki var hægt að halda því fram að það hafi smitast af hvort öðru. Eftir því sem símtölunum fjölgaði varð ég algjörlega orðlaus. Í málverkunum mínum, sem voru misfalleg, fóru að birtast svipir látinna ættingja þeirra sem þau höfðu keypt. Ýmist voru svipirnar á stærð við neglur eða stærri, og þær komu og fóru í málverkin og stundum birtust heilu fjölskyldurnar. Þessar sýnir í málverkunum sáu þeir sem eignuðust þau. Ég varð satt best að segja svo undrandi yfir þessum tilvikum að ég átti bágt með að trúa þessu. Ég hugsaði með mér að fólk væri svona ímyndunarveikt og héldi, vegna þess hve þekkt ég var sem dulrænn aðili og rammskyggn, að þessar sýnir birust. En eftir því sem á leið og tilvikin yrðu fleiri, fór ég smám saman að trúa því að um væri að ræða sýnir af látnun ástvinum. Allt þetta varð sýnilegt ekki bara heimilisföstum heldur þeim sem komu í heimsókn til þeirra líka. En þetta varð ekki nóg því sum málverkin fóru líka að breytast í litum og ýmist voru þau ljós eða dökk eftir atvikum. Ef að þetta er ekki furðulegt þá veit ég ekki hvað. En þeir sem þetta upplifðu að það hefði fylgt þessu óendanlegur friður og mögnuð kærleikshvertjandi ástúð og friður. Allt er þetta mjög gleðilegt og þakkarvert því þetta er einmitt það sem við þurfum á að halda í sammannlegum samskiptum: annað hvort að elska hvort annað, fyllast löngun til að hvetja hvort annað og gleðja og vera handviss um það að án guðlegrar forsjár mun okkur ekki auðnast að gera neitt því ef við treystum honum ekki mun allt fara forgörðum.
Af því að ég er svo hjátrúarfull langar mig til að biðja lesendur um að senda mér ástúðlegar hugsanir og óska þess jafnframt að ég byrji að mála aftur eftir stutt hlé. Hafið góðan dag, kvöld og nótt. Ég verð að hætta núna, vegna þess að mér langar svo hrylliega í kaffi og helst eitthvað sætt með, því ég er sjúk í sætindi og elska að borða suðusúkkulaði, lakkrískonfekt, marsipansúkkulaði og Prins Polo í neyð, með þessu vil ég helst drekka Fresca, er ekki mikið fyrir mat en elska sælgæti. McinTosh finnst mér líka ótrúlega gott. Megi guð geyma ykkur og vernda framtið. Kveðja,
Jóna Rúna.
Fyrir rúmum tuttugu árum lenti ég í því að eiga ekki bót fyrir boruna á mér. Hafði ég þá um tiltekinn tíma gefið alla vinnu mína og með frábærum árangri segja sumir. Var þar um að ræða andleg störf s.s. persónulegur stuðningur, erindi og skriftir ýmis konar á opinberum vettvangi. Þegar maður tekur ekki túkall fyrir það sem maður er að gera þá þarf maður að leysa hlutina aðeins öðruvísi. Mig bráðvantaði bíl, ég átti kost á því að fá einn slíkan hjá afa mínum sem hann hafði keypt eftir að hafa fengið fyrir hjartað, og það kom í ljós að hann gat ekki, þótt feginn hefði viljað, keyrt viðkomandi bíl. Um var að ræða himinbláan Alegro aðeins ekinn 7000 kílómetra. Nú varð að hafa snarar hendur svo ég missti ekki af bílnum. Á þessum tíma keypti ég inn einu sinni í mánuði brennivín fyrir afa sinn, en hann víkkaði út æðarnar með því að drekka einn sjúss á kvöldi. Viðlíka hófmaður var hann að það kom aldrei til greina að láta inn fyrir sínar varir meira en þennan eina sjúss á dag. Afi minn tók mig tali þegar honum varð ljóst að ég átti ekki fyrir bílnum, og sagði við mig: ,,Jóna, þótt þú haldir málverkasýninguna, þá er ekkert sem segir að þú seljir allt og heldur ósennlilegt að þú eigir fyrir bílnum, þó þú borgir hann bara mánaðarlega. Mér datt í hug hvort þú vildir ekki kaupa vínið fyrir mig sem hluta af greiðslu til mín og líta á það sem afborgun út af fyrir sig.” Ég greip þetta náttúrulega á lofti og sá í hendi minni að hluti andvirði tækisins yrði að kaupa fyrir hann og ef það dreifðist í nokkra mánuði yrði það blessun fyrir mig.
En hvað um það, ég ákvað að halda málverkasýningu. Svo lítinn áhuga hafði ég fyrir því að ég ákvað að biðja mömmu mína sem var ótrúlegur listamaður að hafa á sýningunni að minnsta kosti tvær til þrjár hannyrðamyndir eftir sig, svona til þess að flikka upp á sýninguna og gefa henni öðruvísi gildi sem yrði gleðilegt fyrir þá sem sæu. Myndirnar hennar voru svo fagrar og sérstakar að þær yfirskyggðu öll málverkin, en það breytti því ekki að þau höfðu sitt aðdráttarafl líka. Sökum þess sem ég hafði unnið komu á sýninguna meira og minna allir sem ég hafði verið að hjálpa um árabil, til að sýna mér hollustu og sjá hvaða þátt ég átti til að bera sem var öðruvísi en andlegu málin. En það var ekki nóg með það heldur ákváðu þessir einstaklingar þótt ekki þekktust innbyrgðist, að kaupa öll verkin mín, svo þau seldust upp á ótrúlega stuttum tíma, bara á methraða, þannig að ég varð orðlaus. Þessi málverk voru mjög ólík innbyrðis og ég ákvað þegar ég sá hvert stefndi að kippa til hliðar nokkrum myndum því mér langaði að eiga þær. Ég hef þær enn þá í kringum mig og hef gaman af. Ein er til dæmis blómamynd sem var á sýningunni, og hana tók ég og málaði að hluta nýverið, upp á nýtt og gaf dóttur minni. Mér finnst mjög áhugavert, ánægjulegt og gleðilegt að stinga niður pensli af og til og láta fljóta yfir spýturnar mér til léttis frá öðru og erfiðara. Til dæmis er ég í vetur einungis ásamt fullt af öðrum hlutum, búin að mála á sjöunda tug mynda, og hafði ég þá ekki snert pensil í rúm tuttugu ár, sökum anna, nema í smá undantekningatilvikum þar sem ég skuldaði peninga og varð að greiða skuldirnar með málverkum eftir sjálfa mig. Eins og núna, varð ég að láta frá mér um tuttugu myndir af því ég skuldaði svo mikið. Það getur enginn verið öryrki á Íslandi í dag nema fara markvisst á hausinn, sér í lagi ef viðkomandi, eins og Jóna Rúna þurfti, að láta laga hjá sér tiltekna hluti sem í sjálfu sér kostuðu ekki mikið en urðu mér samt ofraun nema ég léti myndirnar eftir. Sumir þeir sem fengu myndirnar nánast hlupu með þær út, alsælir að hafa krækt í þær þótt með serkennilegum hætti væri. Ég held sjálf að hluti af því að lækna mig í dag, hafi verið að láta mig mála, því ég er svo illa farin eftir skurðarborðið, þrisvar sinnum, þar sem ég var markvisst skemmd líkamlega. Ég er þrílömuð með yfir tuttugu önnur einkenni. Hvað um það, ég er að hugsa um að halda áfram að mála svona af og til, mér til ánægju og öðrum til gleði. Þessar myndir mínar má sjá inni á blogginu mínu undir málverk. Það sem mér þótti eftirsóknarverðast á sínum tíma, voru dásamlegar myndir sem mamma átti. Hún var dásamlegur listamaður og svo ótrúlega snjöll að setja saman efni að slíkt verður varla eftir leikið. Hún seldi ekki sínar myndir, enda stóð það ekki til, þó að glás af fólki sýndi þeim áhuga og óskaði eftir að kaupa þær, en hún sagði alltaf nei. Af hverju veit ég ekki, því hana sárvantaði aura líka eins og undirritaðar.
Það er gleðilegt til þess að vita að málverkin mín skuli vera vistuð í öðrum húsum og það sem gerðist mjög skömmu seinna er svo furðulegt að ég get varla lýst því en ég ætla að reyna það samt. Það fóru ýmsir af þeim sem höfðu eignast málverkin að hringja í mig og segja mér farir sínar ekki sléttar í samskiptum við verkin. Um var að ræða fólk sem ekki þekktist innbyrðis og hafði ekki haft neitt sambandi hvað við annað, svo ekki var hægt að halda því fram að það hafi smitast af hvort öðru. Eftir því sem símtölunum fjölgaði varð ég algjörlega orðlaus. Í málverkunum mínum, sem voru misfalleg, fóru að birtast svipir látinna ættingja þeirra sem þau höfðu keypt. Ýmist voru svipirnar á stærð við neglur eða stærri, og þær komu og fóru í málverkin og stundum birtust heilu fjölskyldurnar. Þessar sýnir í málverkunum sáu þeir sem eignuðust þau. Ég varð satt best að segja svo undrandi yfir þessum tilvikum að ég átti bágt með að trúa þessu. Ég hugsaði með mér að fólk væri svona ímyndunarveikt og héldi, vegna þess hve þekkt ég var sem dulrænn aðili og rammskyggn, að þessar sýnir birust. En eftir því sem á leið og tilvikin yrðu fleiri, fór ég smám saman að trúa því að um væri að ræða sýnir af látnun ástvinum. Allt þetta varð sýnilegt ekki bara heimilisföstum heldur þeim sem komu í heimsókn til þeirra líka. En þetta varð ekki nóg því sum málverkin fóru líka að breytast í litum og ýmist voru þau ljós eða dökk eftir atvikum. Ef að þetta er ekki furðulegt þá veit ég ekki hvað. En þeir sem þetta upplifðu að það hefði fylgt þessu óendanlegur friður og mögnuð kærleikshvertjandi ástúð og friður. Allt er þetta mjög gleðilegt og þakkarvert því þetta er einmitt það sem við þurfum á að halda í sammannlegum samskiptum: annað hvort að elska hvort annað, fyllast löngun til að hvetja hvort annað og gleðja og vera handviss um það að án guðlegrar forsjár mun okkur ekki auðnast að gera neitt því ef við treystum honum ekki mun allt fara forgörðum.
Af því að ég er svo hjátrúarfull langar mig til að biðja lesendur um að senda mér ástúðlegar hugsanir og óska þess jafnframt að ég byrji að mála aftur eftir stutt hlé. Hafið góðan dag, kvöld og nótt. Ég verð að hætta núna, vegna þess að mér langar svo hrylliega í kaffi og helst eitthvað sætt með, því ég er sjúk í sætindi og elska að borða suðusúkkulaði, lakkrískonfekt, marsipansúkkulaði og Prins Polo í neyð, með þessu vil ég helst drekka Fresca, er ekki mikið fyrir mat en elska sælgæti. McinTosh finnst mér líka ótrúlega gott. Megi guð geyma ykkur og vernda framtið. Kveðja,
Jóna Rúna.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home