Hún mamma hét Guðbjörg Rúna, en var alltaf kölluð Rúna. Þetta nafn hefur gengið í erfðir í þrjár kynslóðir, bráðum fjórar, og er það vel. Það er skemmtilegt til þess að vita, þegar svona nöfn ganga frá manni til manns. Eitt er það í forsögu Rúnu sem er dálítið sérstakt of situr fast í minningunni, en fyrir nokkrum árum, þá var ég á tali við bróður minn og hann sagði við mig: ,,Jóna, það er svo furðulegt, ef ég geri eitthvað rangt þá líður mér svo einkennilega og fer alltaf að hugsa til baka, aðallega um bænirnar hennar mömmu sem voru mjög sérstakar og vísuðu á að ég yrði sem allra sannastur og heiðarlegastur í öllum samskiptum mínum við aðra. Þegar ég hugsa um þetta þá hætti ég oftast við að gera ranga hluti og langar ekki til þess, minnugur þess sem mamma kenndi mér í den.” Rúna var afar bænheit og hafði alltaf við hendina risatalnaband sem hún notaði grimmt. Hún trúði staðfastlega á guðlega forsjá og svo mikil var trú hennar að ef eitthvað kom upp sem hún réði ekki við, þá jókst bænheyrslan og öll börnin hennar voru krossuð í bak og fyrir þessu til staðfestingar. Við vorum svo lítil að við héldum vart höfði þegar vinkonan byrjaði að kenna okkur bænir. Við vorum látin fara með Faðir vorið og annað viðlíka, og enda svo á langri klásúlu sem lá meðal annars í því að við myndum aldrei drekka brennivín, reykja sígarettur (eitthvað sem ég hef augljóslega g´roflega brotið), aldrei taka það sem við áttum ekki, alltaf vera góð við þá sem minna máttu sín, eiga sem best samskipti við aðra og rétta þeim hjálparhönd sem þurfandi voru. Þetta ásamt öðru sögðum við á hverju einasta kvöldi alla okkar æsku og uppvöxt og það er nokkuð ljóst að það sem bróðir minn sagði hafði sömu áhrif á mig, því ef ég geri eitthvað sem stendur gegn því sem kom fram í óskum mömmu, (nema með retturnar, hún fyrirgaf mér það og leyfði mér að reykja inni hjá sér þó hún ræki aðra út með harðri hendi og sagði: ,,Það er svo skrýtið Jóna að ég finn ekkert fyrir því þegar þú reykir”.) þá fæ ég svo einkennilegar tilfinningar yfir mig og niðurstaðan verður sú að mig langar ekki að gera rangt af því að mamma mín elskaði mig svo heitt að ósjálfrátt eru öll hennar orð og óskir lög í mínum huga.
Lesa Gestabók
Skrifa í Gestabók
Heimasíða Jónu Rúnu Kvaran
Ljósmyndasafn
Perú-Myndir
The Kvaranita Show
Kaffidvergurinn
Málverk Jónu Rúnu Kvaran
Málverk Jónu Rúnu Kvaran1
Málverk Jónu Rúnu Kvaran2
Málverk Jónu Rúnu Kvaran i Peru 2008
Aevar Nunez Kvaran1
Aevar Nunez Kvaran2
Aevar Nunez Kvaran3
Aevar Nunez Kvaran4
Aevar Nunez Kvaran5
Aevar Nunez Kvaran6
Aevar Nunez Kvaran7
Aevar Nunez Kvaran8
Aevar í Júlí
1 árs Afmaeli Aevars
Aevar í Desember
Ferming og Skírn
María Vikugomul
María Litla
Jose 15 ára
María Mín 2
Myndirnar hennar Rosario
Myndir af okkur
Family-Myndir II
Veðurfréttir
Reykjavík London
Previous Posts
- Ég mun kæra til Rannsóknarlögreglunnar það svívirð...
- ÆvintýriHvar er þögn án hafsjós vandræðaer hvolfis...
- Oftast þegar maður lítur til baka yfir líf manns e...
- ÍþróttaiðkunFátt er það í lífinu sem er eins eftir...
- Stundum er því þannig farið í lífinu að eins og fy...
- Þegar ég var lítil þá var ég ráðin í vist sem barn...
- Eins og þjóðinni er kunnugt þá ákvað ég að klaga m...
- Eins og þjóðinni er kunnugt þá ákvað ég að klaga m...
- Það er voðalega skrýtin tilfinninng að vera svo ör...
- Heiðarleikiheiðarleiki er það í sammannlegum samsk...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home