Kaerleikshvetjandi blogg

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Heiðarleiki

heiðarleiki er það í sammannlegum samskiptum sem skiptir töluvert miklu máli. Það er allt sem styður það að við komum drengilega fram hvert við annað. Við eigum ekki ða vera undirförul, neikvæð eða vinna gegn hvert öðru, heldur eigum við að örva, hvetja og styðja hvert annað og forðast eins og heitan eldinn að vera fölsk.

Óheiðarleiki, undiferli og tvöfeldni í hugsun er eitthvað sem að við eigum að hundsa og vinna gegn og alls ekki gera að hluta að samskitpagetu okkar heldur þvert á móti. Það er eitthvað mjög neikvætt við það að villa á sér heimildir og telja öðrum trú um að við séum eitthvað annað en við erum. Það að sviðsetja sjálfan sig og gera sig merkilegan og upphefja eigin getu á kostnað annarra, er í raun sorglegt. Ef við höfum ekki getu eða hæfni til einhvers eigum við ekki að reyna að vera eitthvað annað en burðir gefa tilefni til.

Alls kyns sviðsetning á sjálfum sér er óæskileg, óhentug og í raun fyrir neðan virðingu okkar. Það að vera heiðarlegur, velviljaður, jákvæður og heilsteyptur er í raun mjög heillandi og það væri óskandi að sem flestir væru þannig. En svo er alls ekki. Fólk er alltaf að sviðsetja sjálft sig, þykjast vera eitthvað annað en það er, gefa öðrum ranga mynd af sér og koma inn hugmyndum um sjálfan sig sem ekki standast raunveruleikann. Ef til viljum til að mynda ná tökum á einhverjum eða koma okkur í mjúkinn hjá einhverjum, þá er það ekki leiðin að gefa ranga mynd af sér. Það má vel vera að það standist um tíma en það kemur að því fyrr eða síðar að þeir sem hlut eiga að máli átta sig á að það er verið að blekkja þá, táldraga og notfæra sér hrekkleysi þeirra og bregðast ókvæða við. Það er ekkert skrýtið því það vill enginn láta plata sig. Við eigum í sammannlegum samskiptum að vera heiðarleg, jákær, velviljuð og uppörvandi og leggja okkur eftir því að gefa öðrum allt það besta sem í okkur er. Það er ekkert sem styður það að vera öðruvísi nema viljinn til að vera fúll og leiðinlegur og neikær í hugsun.

Ég held að velviljuð persóna sé mikið keppikefli fyrir öll okkur og öll tvöfeldni í hugsun sé röng, ekki síst sökum þess að slíkt vinnur á móti mannlegri reisn þar sem hún nýtur sín best og er líklegust til að hafa örvandi, hvetjandi og hagsæl áhrif á líf okkar og tilveru.

Ég vona að góður Guð gefi öllum góðan dag, gott kvöld og góða nótt,
í Jesú nafni,
Jóna Rúna.
p.s. bið sérstaklega að heilsa Osló-gos og Hil-so, Mar. M.Á., Guðr. T. Ó, Hrefnu, Ingib, Sólv. og Sigr., Guðl. G., Ágú. Bö., Vald. Júl, Hjal. Guð., John Eleph. og Mich. W.S., Em.Gr., Ann. Júl., Jol.At.,Re.St.j.,Mi.No. og öðrum álíka skítseiðum sem ástundað hafa líferni sem Jóna Rúna telur ekki kristilegt og vera eins langt frá guðlegri forsendu og framast getur verið og vill benda á að innan tíðar mun J.R. hafa samband við Rannsóknarlögreglu Ríkisins og gefa henni nákvæma skýrslu um hvernig forsvarsmenn ýmissa sértrúarsöfnuða hegða lífi sínu, því það er hreint ekki til fyrirmyndar. Það er ekkert sem getur fengið mig ofan af slíku vegna þess eftir að hafa stúderað í 3 ár viðlíka, þá er niðurstaðan þessi, að fólk gerir nákvæmlega það sem því hentar hverju sinni og framferði viðkomandi er eins langt fra´kristilegum sjónarmiðum og hugsast getur. SOrglegt en satt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home