Kaerleikshvetjandi blogg

sunnudagur, janúar 15, 2006

Það er átakanlegt veður, það hefur snjóað og snjóað og snjóað í höfuðborginni. Það er út af fyrir sig dálítið sérstakt að þurfa að sætta sig við allan þennan snjó, en ég ætla að gera það. Ég hef verið að lesa mjög skemmtilega bók að undanförnu og þá í þúsundasta skiptið og það er bókin "Leynist drengur hér" sem er mjög mögnuð frásögn tveggja einstaklinga sem unnu saman að því að færa annan aðilann út úreinhverfu yfir í heim sem er í sjálfum sér allt öðruvísi en sá sérstaki heimur sem hinn einhverfi býr í . Um er að ræða mæðgin og svo mögnuð var einhverfa piltisins, að jafnvel núna þegar hann er orðinn fullorðinn, situr eftir slatti af einkennum sem ekki er hægt að uppræta. Hann varð t.d. ástfanginn og elskaði stúlkuna mjög heitt en hann varð að taka sambandið heljartökum á sinn sérstaka, einhverfa hátt og aðferðafræðin við að komast upp í til stúlkunnar. Eitt og annað kom upp í huga piltsins, sumt var hversdagslegt og skemmtilegt, annað ekki, en hvað sem öllu líður þá er eitthvað einkennilega heillandi við þetta atferli sem getið er af einhverfu og er og verður og mun aldrei víkja þrátt fyrir mikla löngun og sterka þrá, þá hverfur einhverfan ekki en allt annað er svo sérstakt og sætt að það gerir bara ekkert til.
Mín skoðun er sú að slíkir aðilar séu mun verðmætari heldur en gengur og gerist af því að þeir hafa alltaf yfirburðagreind á einhverjum tilteknum sviðum, sem er óviðjafnanleg og engu lík og til að átta sig á slikum aðila þá þarf maður að hafa sérstaka greind sjálfur ef viðkomandi hefur aldrei verið flokkaður unfir fötlun sína. Ó, hvað ég elska einhverfa.
Bless,
Jóna Rúna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home